Heimskringla - 31.05.1922, Blaðsíða 7

Heimskringla - 31.05.1922, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 31. MAI, 1922. HEIMSKRINGLA. 7. BLAÐSÍÐA. .... i ...... , The Dominion Bank HORNt NOTR® BAMB AVE. OG SHEHBHOOKG ST. HöfuSstóll, up^pb...$ 6,000 000 VarasjóSur .........$ 7,700,000 Allar eignir, yfir..$120,000,000 Sérstakt athygli veitt yiðskift um kaupmanua og verzlunarté aga. Sp?,risjóÖsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir jafn háir og annarsstaðar við- g'ongst. FHOHE A »3«3. P. B. TUCKER, Ráðsmaður V............ ■ fanst mér eins og eg hefði dottið fyrir borð og sokkið, sokkið alveg til botns.” “Það væri þó sannarlega leiðinlegt, kafteinn,” sagði hún í blíðlegum róm; “og það eftir að þú hafðir gert þér alla þessa fyrirhöfn.” “En eg veit ekki ennþá, hvort eg er í kafi eða innan borðs. Getur þú sagt mér það?” Hún leit á han’n. Augnaráð hennar var ofur hlý- legt og varirnar titruðu örlítið. “Eg held að þú sért á skipsfjöl skipstjóri, það er að segja, ef þú kærir þig um að vera það.” Skipstjórinn færði sig skrefi nær og spurði: “Kemur bróðir þinn aftur hingað?” “Já,” svaraði hún, undrandi yfir þessari skyndi- legu spurningu. “Hann skrapp snöggvast upp í búðina, til þess að kaupa sér skyrtu og eitthvað smávegis. Hann varð allur votur í gærkvöldi, þeg- ar hann var að reyna að losa bátinn.” “Jæja, viltu þá segja honum,” sagði Elías, “þegar hann kemur aftur, að við ætlum að gifta okkur. Eg veit ekki, hvort eg hefi skilið Ijósmerk- in rétt, en væri þér þá ekki sama, þó þú segðir mér það?” Frú Trimmer leit á hann. Glampinn í augum hennar var bjartari en hann hafði verið. “Eg vildi heldur að þú segðir honum þaðs jálfur,” sagði hún. Telpan sat á gólfinu rétt hjá jólatrénu. Hún var rétt að ljúka við stóran brjóstsykursmola með rauðum og hvítum röndum. “Fólk faðmast altaf um jólin,” sagði hún við sjálfa sig. Svo dró hún annan brjóstsykursmola, sem var blár og hvítur, upp úr sokknum og byrjaði á honum. Kefas sat -lengi og beið eftir vini sínum. Loks- ins fanst honum það væri réttast fyrir sig að fara og svipast um eftir honum. Þegar hann kom inn í húsið, sá hann að frú Trimmer sat í sófanum, og öðru megin við hana sat Elías en hinu megin bróð- ir hennar, og héldu þeir í sína hendi hennar hvor. “Það lítur helzt út fyrir að eg sé búinn að ná höfn,” sagði Elías við vin sinn, sem rak upp stór augu. “Jæja, hér er eg nú kominn og þetta er fyrsti stýrimaður minn,” bætti hann við og leit á frú Trim-, er. “Og hún er líka komin á höfn með öllu heilu^ og höldnu. Og þessi ókunnugi kafteinn við hliðina á henni er bróðir hennar, Bob, -sem er búinn að vera langa lengi í öðrum löndum, og er nýkominn heim frá Madagaskar.” “Singapore,” leiðrétti Bob. Kefas skipstjóri horfði á þau þrjú, sem í sófan- um sátu, til skiftis. Hann sagði ekki neitt dálitla stund. Alt í einu breiddist innilegt illgirnisbros yfir andlit hans og hann spurði: “En hvað um telpu- kindina. Hafið þið sent hana aftur heim til frú Crumby?” Telpan kom fram undan jólatrénu og hélt á sokknum, sem nú var aðeins hálfur, í hendinni. “Hér er eg,” sagði hún. “Viltu ekki gefa mér jóla- kossinn, kafteinn Kefas? Við erum þau einu, sem ekki höfum fengið hann.” Miðdagsverðurinn var í raun og sannleika eins góður sjómannamatur og nokkurntíma hefir verið borðaður á skipsfjöl eða í landi. Kefas skipstjóriy sagði það sjálfur. Og það sem hann sagði um þá hluti, stóð óhrekjandi. Það var.komið fram undir kvöld og þau sátu öll enn umhverfis eldmn í eldhdúsinu. Farmenn- irnir þrír sátu og reyktu, og frú Trimmer kunni á- gætlega við sig meðal þeirra. Það var auðvitað ekki hægt að hafa neitt á móti tóbaksreyk í húsinu nú, fyrst að sú, sem átti húsinu að ráða í framtíð- inni, var ánægð með hann. Telpan sat á gólfinu og lék sér að kínversku skurðgqði, sem var ein jóla- gjöfm hennar. “í rauninni er nú þetta alt,” sagði Elías skip- stjóri, “því að þakka, að eg sneri betra eyranu upp; því hefði nú verra eyrað á mér snúið upp, — ” Frú Trimmer lagði fingurna á varir hans. “Nú, jæja, eg skal ekki segja meira, en það hefði farið öðruvísi þá.” i Nú eru liðin nokkur ár síðan þetta skeði. Nú er engin frú Trimmer til, og telpan, sem Elías skip- stjóri og konan hans tóku að sér, er farin að Iæra landafræði, og veit meira um lengdA-stig og breidd- arstig en kennarinn hennar. En ennþá hefir Elías skipstjóri einhvern hjátrúarkendan beig af því, að snúa betra eyranu upp, þegar hann sefur. “Það er auðvitað ekkert nema skrambans vit- leysa,” segir hann oft við sjálfan sig. En samt sem áður finst honum alt eitthvað öruggara, þegar verra eyrað er ekki á koddanum. Endir. Byltan. Tómas Arnold var stóreigna- maður í bænum L. og hélt marg- ar skrifstofur og þjónustufólk, því hann átti eignir víðsvegaí um landið, bæði fastar og lausar, og penmgastraumurinn gekk inií til hans úr öllum áttum. En þess meira sem hann átti, því nízkari og geð\*erri varð karl. Hann virt- ist versna við hvert þúsund, sem hann eignaðist; og oft urðu vinnuhjúaskifti hjá Tómasi Arn- old, því hann borgaði vanalega mjög lágt kaup; og ef einhver þjónanna var svo hugaður, að hann bað um hærra kaup, var hann rekinn umsvifalaust og mátti þakka fyrir að sleppa ó- meiddur, því svo var karl bráð- lyndur, að hann lét hendurnar ó- spart ganga á vinnufólkinu, bæði konum og körlum, og hefði marg ur fátæklingurinn orðið að sæta sektum og kanske fangelsi fyrir sömu framkomu við ríkisfólkið, sem Tómas Arnold hafði við þá fátæku. En Arnold leiðst alt; hann hafði skjöld úr gulli og silfri sem hin bitlausu vopn fátækling- anna unnu ekki á. Tómas Arnold fór snemma á fætur og vann á skrifstofu sinni alla daga. Einn morgun, er hann hafði neytt morgunverðar, gekk hann út að fá sér ferskt loft, og sér hann þá, hvar situr drengur á gangþrepunum fyrir framan hús- ið. Þegar drengurinn heyrir að opnuð er hurðin, lítur hann við og mætir þá augum karls. Fallegt og gáfulegt andlit, með dökk, tindrandi augu og ertnislegan svip. Biturt bros lék um varir drengsins, er hann leit á Arnold. | Karl þagði dálitla stund og virti drenginn fyrir sér, sem var mjög fátæklega klæddur og föl- leitur og magur. En það var eitt- hvað það í svip drengsins, sem erti karl til reiði, því hann spurði með þeim rómi sem vanalega var fyrirboði fellibyljar og ofviðris- kastanna, sem komu svo oft fyrir í ^ál Arnolds: “Hvað vilt þú, strákur, og því situr þú hér?” i Drengurinn lítur einarðlega til karls og segir. “Viltu gefa mér brauð, góði maður? Eg er svo svangur.” Og það lá við að barnið gugnaði við umhugsunina um að hafa ekkert til að seðja með hungur sitt. En brosið bitra lék um varir barnsins, og það espaði karl meira en nokkuð ann- að; og víst var það, að karl varð hamslaus af reiði, og hann hrist- ist allur af voznku. “Snáfa þú burt héðan, þræliinn þinn, og láttu aldrei sjá þig hér framar. Eg hýsi ekki þjófa og betlara í mínum húsum. Burt með þig strax — strax, segi eg! Burt af minni landareign, eða eg skal taka í lurginn á þér,” Drengurinn var staðinn upp og einblíndi á karl, með sama bros- inu og ertnislega svipnum. “Burt með þig strax, þorpar- 'inn, eða eg skal kenna þér að hlýða.” Og karl þaut ofan þrep- in til að ná í drenginn, en hann varð fljótari ofan þrepin en Arn- * old, því hann hrasaði og steyptist volæðislega niður af þrepunum og lá á grúfu þegar hann stanz- aði. Drengurinn leit um öxl sér og sá ófarir karls, og herti það á honum að flýta sér burt. Svo þegar Arnold brölti á fætur og hugði að drengnum, var hann all- ur á burt, svo hann þaut inn í hús og lét reiði sína bitna áþjónustu-. fólkinu. Einn þjónanna benti litl- um hundi, sem var hjá honum, á karl, þar sem hann lét skamma- rokuna ganga til eyrna þjónustu- fólksins, og hljóp seppi til og beit í fótinn á karli, svo hann hoppaði upp með hljóðum og dansaði stökkdans þar á gólfinu góða stund, æðandi og bölvandi, þjón- ustufólkinu til hinnar mestu skemtunar. 16 ár eru liðin síðan drengur- inn hungraði bað Tómas Arnold um brauð. Ekki hafa geðsmunir hans batnað, heldur hið gagn- stæða; og gat hann sagt eins og |ón á Brekku: “Eg er húsbóndi á mínu heimili.” En sá var munur- inn á Arnold gamla og Jóni á Brekku, að Arnold var húsbóndi á sínu heimili ófullur, en Jón að- eins þegar hann var fullur, en skjálfandi af hræðslu, þegar hann var ófullur. Tómas Arnold situr á skrifstofu sinni og er í illu skapi, því Suður- bankinn í Richmond hafði tilkynt honum, að félag eitt, er Arnoíd átti stórfé í, væri gjaldþrota eða því sem næst. Þjónn opnaði dyrnar og lagði nafnspjald Bob McArthurs á borð ið fyrir framan karl, og stanzaði svo og beið eftir svari. Karl leit á spjaldið, en kannaðist ekki við nafnið. “Segið þessum lubba, að eg hafi.engan tíma til að taka á móti honum.” Þjóninnn fór og karl fór að grúska í skjölunum. Eftir litla stund eru dyrnar opnaðar og inn gengur Bob Mc- Arthur. Hann var vel meðal- maður á hæð og þrekinn vel, dökkhærður og dökkeygður, og Iék biturt háðsglott um varir hans er hann leit á “gamla Adam”, en svo kölluðu skrifstofuþjónarnir hann sín á milli. Bob stóð litla stund þegjandi, en segir svo með hljómþýðri röddu: “Þér hafið víst mikið að gera í dag?” Karl hrökk saman og leit við. Sama háðsglottið, sömu rannsak- andi augun, sami þráasvipurinn, sem hann hafði svo oft séð fyrir hugskotsaugum sínum síðan morguninn góðci, að hann veltist ofan gangþrepin. Karli varð orðfall og þagði því nokkur augnablik. Samt náði svo- Iítill angi reiðinnar í hann, svo hann stekkur af stólnum og segir með þrumandi röddu: “Hvað viljið þér og hvernið dirfist þér að vaða hér inn óboðinn, Snáfið þér út strax.” Bob stóð kyr í sömu sporum og einblíndi á karl, fallegu aug- unum sínum og með sama háðs- glottinu. “Þér hafið auglýst eftir skrif- ara og er hér kominn til að taka þá stöðu.” “Þú ósvífni þorpari. Ert þú húsbóndi hér? Þú svo gott sem skipar mér að gefa þér atvinnu. Ert líklega götslæpingur eða eitt- hvað annað verra. En eg ætla ekki að gefa þér eða þínum lík- um atvinnu. Og hafðu þig út héðan sem allra fyrst eða eg læt kasta þér á dyr.” Og karl rauk að klukkustrengnum og hringdi. Strax birtist þjónn í dyrunum. Þegar karl sá hann hrópaði hann: “Hentu þessum þorpara út! Strax út með hann, heyrirðu það! Út með hann! ” Þjónninn gekk að Bob og gerði sig líklegan til að taka í öxl hans i og snúa honum við til útgöngu. Skjótur sem elding grípur Bob þjóninn og sendir honum með miklu afli framan á karl, svo að hann féll aftur á bak um stól, sem stóð fyrir aftan hann, og skali | hann volæðislega niður á gólf. Bob stóð enn á gólfinu og brosti biturt og kalt. Þeir bröltu á fætur sinn í hvoru lagi, Arnold og þjónninn, þjónninn lafhrædd- ur en hinn bæði reiður og sneypt- ur. “Hvaða starf á eg að hafa á hendi?” spurði Bob með mestu stillingu. Karl gekk fast að Bob og ruddi þar úr sér skömmunum, en hinn stóð hreyfingarlaus á , meðan. “Farðu burt úr mínurn i húsum, þrællinn þinn, og komdu j aldrei hér inn fyrir dyr aftur.” — , Og karlinn ætlar að drífa Bob út, ! en Bob þrífur karl og hendir hon- ! um upp í Iegubekk og settist svo ofan á hann og segir: “Þú ættir að þekkja mig, Tóm- as Arnold. Þú ættir að muna eft- ir volæðisbyltunni, sem þú fékst fram af þrepunum fyrir 16 árum, þegar hungrað barn bað þig um brauð. Eða til hvers brúkar þú allar þínar þúsundir, svo að þú skulir vera of illgjarn til að seðja hungur eins barns. Eg var dreng- urinn, sem forðum bað þig um brauð; og eg er kominn^til að fá það brauð nú, sem eg fékk ekki þá. Þú veizt að eg og dóttir þín höfum verið trúlofuð um langan tíma, og vil eg nú biðja þig um samþykki þitt. Það er bezt fyrir þig að gefa það strax, því þú hefir ekkert upp úr því að etja kappi við mig.” Karl bölvaði og rumdi og stundi á legubekknum, og sást að þjónum hans vaj- ósárt um, þótt karl fengi dálitla áminningu fyrir ofsa sinn og hrottaskap, því þeir stóðu allmargir í dyrunum, en hreyfðu sig ekki húsbónda sínum til hjálpar. Bob endurtók beiðni sína og mátti karl að lokum gefa eftir og gera tvent í einu, taka Bob í þjónustu sína og gefa hon- um dóttur sína. Og fór svo að lokum, að karl var hinn ánægð- asti með Bob McArthur, og vinnufólkið varð fegið komu hans. Ágúst Einarsson. Kveðjuorð til landa minna. Eftir svo sem eins og hálfs árs dvöl hér í landi, og á þeim tíma töluvert ferðalag og heimsóknir, bæði til skyldra og vandalausra Janda minna hér í Canada og eins í Norður Dakota, er eg nú að leggja af stað heim til fslands. Og þá um leið vil eg virðingar- fylst biðja heiðraða Heimskringlu um að flytja ykkur mína innilega kveðju, kæru landar. Með ágætri þökk fyri hinar höfðinglegu við- tökur, er eg hefi hvarvetna átt að mæta á meðal ykkar, þar sem eg hefi ferðast; og virðist mér slíkt óneitanlega benda til þess, að gestrisni landans, sem þó er mjög við brugðið stundum, hafi ekki hnignað við flutninginn vestur yfir “Atlantsála”, heldur virðist hún þvert á móti hafa aukist og margfaldast. Því hér bendir ým- islegt meira til konungalífs en kotunga, t. d. geta meðalbændur hér, fyrirvaralaust, að því er séð verður, veitt móttöku heilum tug um manna með fararskjótum sín- um, og veitt þeim fullan atbeina, þar með talin söngskemtun, ræðu höld o. fl. Og, í sambandi við sönginn skal eg geta þess.^að eg man ekki til, að eg kæmi á það heimili, þar sem ekki var meiri- háttar hljóðfæri til, og víða fleiri en eitt. Hvergi var sá tími til tafar eða leiðinda fyrir neinn, sem eyddist til reikningsskila fyrir þeginn greiða, eða flutning brauta eða bæja á milli, því slíkt er ekki fært til reiknings. En það var alls ekki meining mín að fara að lýsa einu eða öðru í þessum fáu kveðjuorðum, held- ur að senda ykkur, kæru landar, mína mætustu kveðju, með ein- lægri hamingjuósk, og von um, að hún leiði ykkur ekki síður til farsældar cjg frama hér eftir en hingað til, og geri ykkur sterka, til þess að hlynna að því, er flest- um góðum mönnum okkar kyn- stofns kemur saman um að nauð- synlegt sé — sem sé að hlynna að þjóðræknismálunum, eins og þið eruð svo myndarlega byrjað- ir á. Það verður sennilega ekki heiglum hent, þegar fram líða stundir. En ógnarlega mikið ger- ir góður vilji samt, í því sem öðru. Að endingu vil eg minna ykk- ur, kæru landar, á að kaupa og lesa bókina “Nýall”, dr. Helga Péturss í Reykjavík, — þá, sem ekki hafa nú þegar gert það. Þar ætti sem fæstum að vera keyptur köttur í sekk, heldur hið gagn- stæða. Verið þið öll sæl í drotni, bræður og systur. Með einlægri vinsemdarkveðju Sigurjón J. ósland. p.t. Wpg. 23. maí 1922. Stökur. Landar góðir, geymið vel "gullna rún” og feðraþel; hugann hvetjið hæst á tind himinsins, er fyrirmynd. Alheimstignin út í skygni bláu stjórnar lífi stjörngeims og storðum billíóna heims. Kveð mitt þjóðar kærast brot um kunna Vesturálfu, sem yrkir lönd með æðri not af andans þreki sjálfu. Kveð minn fríðan frændalýð, fjarri kvíða og tjóni; ykkur skrýði auðna blíð, er ósk frá Sigurjóni. S. J. Ósland. -------o----*--- “Kvæðbók”. Nýkomið er hingað til lands fyrsta bindi “Kvæðbókar”, sem gefin er út af lögþingi Færeyinga. En Jóh. Patursson kóngsbóndi á Kirkjubæ hefir séð um útgáf- una. Er hér hafið mikið starf og merkilegt, því að þessi fornu fær- eysku kvæði hafa að geyma mjög merkilegan fróðleik og eru um sumt einstök í sinni röð í bók- mentum germanskra þjóða. I þessu fyrsta bindi er “Karla- Magnúsar kvæði ella Rólands kvæði”. Eru það sex þættir. Rækilegar skýringar fylgja af hálfu útgefandans. Verður okk- ur Islendingum ósjálfrátt að minn ast þess, hve þeir hafast líkt að Jóhannes Patursson og Jón Sig- urðsson. Báðir eru hvorttveggja í senn: forystumenn í sjálfstæð- isbaráttunni, og forystumenn um að varðveita hinar fornu bók- mentir. — Bókaverzlun Ársæls Árnasonar hefir “Kvæðbókina” til sölu og munu margir vilja eignast hana. (Tíminn.) -----------x----------- Skrítlur. ^au 'voru nýgift. ' “**■ i “Góða mín, eg verð að fara,” sagði hann. “En eg skal ekki vera lengi í burtu. Eg skal vera kominn aftur áður en saknaðar- tárin á kinn þinni þorna og kyssa þau öll burt.” “/Farðu ekki,” sagði hún og gat varla komið upp orðunum fyrir sorg. “Farðu ekki!” Klukkan var að verða átta. Hann losaði sig hægt og gætilega úr fangi hennar og fór. <“Þú elskar mig?” stundi konan upp. “Þú ætlar ávalt að elska mig?” “Ávalt; engin skal vera mér kærari en þú,” svaraði hann. (Hann hljóp út á götuna frá henni, út ímyrkrið og skildi hana eina eftir sorgbitna. Þó að honum þætti vænt um konuna sína og yildi fyrir engan mun vera orsök til þess að valda henni sorgar, vissi hann vel, að tóbaksbúðinni á götuhorninu næsta var lokað klukkan átta og að hann hafði ekki tóbakskorn í pípuna sína heima.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.