Heimskringla - 05.07.1922, Qupperneq 1
J0CXVI. AR
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 5. JLU 1922.
NÚMER 40
ÞINGM A
NN AE
FNI BÆNDA I
W I N N I P E G.
Mrs. A. G. Hample. Pefrer McCallum.
R. W. Craig, K. C.
Major C. K. Newcombe
%sosoððoeoccðoosð9ðscoscoooosose«sðsoð09eoðso6ooð0ðsossoeo« aosscceooocessooocococceceocccccoossosot
Kjósendur í Manitoba!
Greiðið Bændaflokknum -Progressives-
atkvæði, svo hann verði í meirihluta
og að í fylkinu komist stjórn til valda,
sem öllum íbúunum er fyrir beztu.
Bændaþingmannefnin í Winni-
peg og úti um sveitir, hafa oftast-
nær verið útnefnd í einu hljóði. Ef
J>au ná kosningu eru l>au líklegri
til að gefa íylkinu l>á löggjöf, sein
í samræmi við vilja fjöklans' er, en
nokkur annar flokkur. l>eir vinna
jafnt hag bæjunum sem sveitunum.
I>eir sameina hugmyndit^ og mál-
efni bæjarmannsins og bóndans.
Greiðið l>ess vegna atkvæði með
bændaílokknum, hvort heldur að
i-iördieinnm úti uni sveitir eða
Irér í Winnipeg.
AFSTA*>A B iiJARINS.
Tilgangur og stefna.
Siamþykt á stofnfundi bændafélags
skaparins í Winnipeg. 31. maí 1922.
Þar eð enginn ■ bingflokkurinn í
f.vikisþinginu hefir haft svo mikið.
traust íbúanna sér að baki síðast-
liðin tvö ár, að liann liafi úetað
stjórnað, og að afleiðingin hefir
orðið sú, að liingmálin hafa lent í
þeirri flækju, að framkvæmdir
hafa orðið ómögulegar, íbúum
fylkisins yfirleitt til ógeðs og
óánægju.
Og þar eð einmitt nú er brýn
þörf á löggjöf. sem ekki væri hægt
að taka upp nema að stjórnin, sem
við völd er, hafi nægilegt þing-
inannafylgi að baki sér.
Og þar eS það er mjög almenn
skoðun nú sem stendur, að þing-
mannaefni, sem útoefnd hafa ver-
ið af bændaflokknum (ÍT .F. M.) í
Manitoba, njóti svo mikils trausts
hjá alþýðu, að útlit er fyrir. að
bændafiokkurinn hafi stjórn fylk-
isins á höndum eftir kosningarnar.
Og þar eS stór hluti kjósenda í
Wlnnipeg virðist hlyntur stefnu
bændaflokksins í fylktsmálum og
óskar eftir náinni samvinnu bæjar-
ins og sveitanna.
I>ess vegna iýsist yfir, að Winni-
peg bændafélagsska'purinn er stofn
aður í þeim tilgangi, að rítnefna
þingmannsefni, se’m stefnuskrá
bænda fylgja, fyrir kosningarnar.
sem í hönd fara.
Og ennfremur, að stefnan, sem
þessi' þingmannsefni fylgja, feli I
sér eftirfylgjandi atyiði:
1) öflug, góð og atorkusöm
stjórn, sem til greina tekur óskir
íbúanna, bæði f bæjunum og úti f
sveitum.
2) Að pólitísk fylkismáb séu sem
mest út af fyrir^ sig og laus við
landsmálaflokkana.
3) Að hagsýni og sparsemi (sé
gætt í rekstri fylkisins, 'án þess þó
að hefta nauðsynleg störf; að fé sé
ekki lagt í óarðvænleg ný fyrirtæld
og að almenn litgjöld séu sniðin
eftir inntektunum.
4) Að jafna skattana þannig, að
þeir komi sem hlutfallslegast nið-
ur á öllum hlutum fylkisins, og að
vinna í sameiningu við sambands-
stjórnina um, hverjar helztu skatt-
greinar skuli vera, og hvað hverri
félagsheild ber af þeim.
5) Að taka upp reikningsfærslu,
seni sýnir nákvæmiega hag fylkis-
ins. og að geia að reglu. að leggja
ekki út í þau fyrirtæki, sem ekki
bera sig nokkurnveginn sjálf, eftir
að l>au eru stofnuð.
6) Að aékvæðagreiðsla, ef lienn-
ar er æskt. fari fram um vínbanns-
málið á komandi sumri.
7) Viðurkenning á stefnuskrá
bænda f málum fylkisins og sam-
vinna við þingmenn þeirra utan úr
sveitunum. til þess að bæta lög-
gjöfina eftir vilja og þörfuin bæði
bæja- og sveitabúa.
AFSTA«A SVEITANNA.
Þegar þingmannaefni bænda ut-
an úr sveitum héldu fund liér f
Winnipeg 15. júní. 30 að tölu,
ræddu þau aftur og fraiYi um stofn-
un félags bér í bænum, sem þátt
tæki með þeim í stjórnmálastarf-
semk'bænda. Og eftir að sá félags-
skapur var stofnaður og bar upp
við bændaflokkinn ofangreindar á-
stæður fyrir þvf, að þeir kysu sam-
vinnu við þá, voru þeir og félags
skapur þeirra boðinri lijartanlega
velkominn í bændaflokkinn, eins
og eftirfarandi samþykt ber með
sér:
tar eð það er eitt af aðalatrið
um bændastefnunnar, að konia
stjórn að völdUm í fyikinu, sem svo
mikils trausts nýtur hjá fbúunum,
að geta komið þvf í vcrk, er fylk-
inu og þeim er fyrfr baztu.
Og þar eð alt ber þess vott, að
talsverður hluti kjósenda í Winni-
peg sé hlynbur4J>eirr; stefnu.
Og þar eð l>ændafélagsskapur
hefir verið stofnaður í Winni'peg,
sem samþykt hefir stefnuskrA
l>æhdafélagsins í Manitoba, og sem
hýst við að útnefna þingmann^c-
efni, sem vinni saman með bænöa
flokknum í öllu, er að stjórn. lýtur
f fylkinu.
Pess vegna samþykkist hér nieð:
Bændaflokkurinn í Manitoba býð-
ur bændafélagsskapinn nýja í
Winnipeg hjartanlega velkominn
til samvinnu, óg að rér, sem vit-
nefndir höfum verið sem þing-
niannsefni, ólítum, að því meiri
samvinna, sem á sér stað milli
sveitanna og bæjanna. þess meiri
heill sé það fyrir fylkið í heild
sinni.
Ávarp það til kjósenda. er hér
að ofan er hirt, gerir Ijósa grein*
fyrir því, hvernig á þvf stendur að
brendafélagsskapur hefir verið
stofnaður í þessum bæ og hvornig
afstaða lians er gagnvart bænda-
flokknum. Andstæðingar bænda-
flokksins í kosningunum hafa stöð-
ugt látið f veðri vaka, að stefna
bændafélagsskaparins í bænum
væri önnur en bændaflokksins, að
það væri, með öðrum orðum, um
tvær stefnuskrár að ræða hjá þing-
manna efnum þænda. Eins og
þetta ávarp ber með sér, hefir slíkt
ekki við nein rök að styðjast,
og samvinna milli bændadeildar-
innar í Winnipeg og þingmanna-
efna hennar og bændaflokks fyikis-
ins, er sú satna og hverrar annarar
deildar innan bændafélagsins. —
Þetta ávarp tekur af allan vafa í
því efni.
---------x-----------
Þingmannaefai bænda í
Winnipeg.
George F. Chipman
ritstjóri og ráðsmaður Grain Grow-
ers Guide. — Hann hefir síðastlið-
in 17 ár búið í Winnipeg, og hefir
liaft meira og minna með oplnber
ntál að gera. Síðastiiðin 13 ár hef-
ir liann verið ritstjóri og ráðsmað-
ur blaðsins Grain Growers Guide.
aðálmálgagns bændafélagsskapar-
ins, og hefir hailn með því ánnnið
sér traust og virðingu hjá bænd-
um. Hann þekkir bændahreyfing-
una nianna bezt. * Hann þekkir
jafnt þarfir bæjar- ogsveitamanna.
A löggjöf. sein í sainræmi er við
bændastefnuna og að velferð
hæjarbúa og sveitafólks lyti, væru
fáir gleggri en liann. Hann er mað-
ur, sem margra liluta vegna er lík-
b'gastur til að sameina bæina og
sveitiVnar um velferðarmál þeirra.
-t Geo. T. Ohipman er fæddur í
Nova Seotia. Hann er 40 ára að
aldri. Hann gegndi um tíma kenn-
arastarfi við miðskóla í fylkinu,
sem hann er fæddur í og síðar í
Alberta. l>á gerðist hann fréttafit-
ari blaðsins Eree Press. Gegndi því
f fjögru ár og var þá vsíðast við
ritstjórnina talsvért riðinn. En þá
liauðst honum staða sú, er hann
nú hefir,- Tók liann hana, af því
að hann var sannfærður* um, að
með því ynni hann þörfustu stétt
.þjóðfélagsins gagn með ritstörfum
sínum. Þetta var árið 1909. Hann
á mikinn þátt lí^velferð bændafé-
lagisskaparins og útbreiðslu lians f
Canada. Og í stjórnmálum og
mentamálum iiuian þess félags-
skapar hefir hr.nn mátt heita leið-
andl maðurinn,
Mrs. A. G. Hampíe.
Mrs. Hainple hefir sfðastliðin 35
ár átt heima ií Winnipeg og rekið
verzlun (brauðsölu) með' mjög góð-
um árangri. Sem borgari nýtur
hún mikillar virðingar. Hún hef-
ir starfað ií allskonáí félagsskap
hér og verið forseti sumra þeirra.
Hún hofir og síðastliðin 4 ár ver-
ið í skólaráði borgarinnar (Wpg.V.
Mrs. HSmpie er f fáum orðum sagt
ein af mikilmetnustu konum þess-
arar borgar.
Peter McCallum.
Hann er fæddur í grend við
Kingston, CTnt., árið 1882. í Winni-
peg hefír hann búið^isíðastliðin 20
ár. Hann hefir allan iþann tfma
haft hér fasteignasölu á hendi: á-
valt farið gætilega og selt með
minni ágóða en aðrir, en vitað
þeim mun bétur, hvað hann hefir
verið að gera, Hann hefir og stjórn
að lánstofnunum. Búskap rekur
hann jafnframt í talsvert stórum
stíl og hefir ávalt gert. Hann er því
gagnkunnugur honum, eins og við-
skiftalífinu og fjármálum í talsvert
víðtækum skiiningi.
%
Major C. X. Newcombe.
Majór Newcpmbe er einn af hin-
jim fremstu mentamálastarfsmönn-
um þessa fylkls. Hann er skóla-
stjóri á Winnipeg Collegiate Insti-
tute. Fæddur er hann í Banda,
Ont., árið 1877,- Kom ti/Manitoba
árið 1883. Hér nant liann mentun-
ar sinnar og útskrifaðist af M&ni-
tol>a liáskólanum. Var svo nokkur
ár skófastjóri við miðskóladeildir
alþýðuskólans í Virden, Man. Eftir
það tók hann að nema Iög og lauk
prófi 1912. Sturfdaði lögfræðisstörf
í 2 ár. I>ví næst var hann skipaður
yffr umsjónarmaður skótamáta í
Manitobafylki. f herinn innritaðist
liann 1910 og var deihlanstjóri. Var
á vígstöðvunum þar til að strfð-
inu lauk. Þegar Iiann kom heirn
tók liann vjð störfum sfnum aftur
sem umsjónarmaður skóiaiúálauna.'.
Sagði þvf starfi af sér fyrir 2 árum
síðan og tók við skólasfjórn við
áður áminsta skólastofnun. >rajór
Newcombe er formaður menta-
ínálafélagsins í Manitoba og held-
ur virðingarstöðum við marga
aðray félagsskapi. Fullyrða sumir,
að iiann sé niikilhæfasti maðurinn
og jnentaðasti af öllum Ipngmanna
efnbnum, sem sækja í þessu fylki.
R. W. Craig, K. C.
Mr. Craig er í fremstu röð borg-
ara þessa bæjar. Hann er fæddur
að Underwood, Ont., árið 1877. Tií
Manitoba kom liann 1892. Útskrif-
aðist af Manitoba háskólaniwn
1897. Lagði síðan stund á lögfræði
og lauk prófi 1904. Hann hefir rek-
ið lögfræðisstörf i bamum í 17 ár.
Var 2 ár aðaí málafærslumaður
bæjarins (Crown prosecutor). Hann
hefir verið í skólaráði þessa bæjar
í fleiri ár og formaður þess um
tírpa. Hann hefir og verið forseti
ótal félagsskapa. ‘snertandi opin-
ber störf í bænum og er heiðurs-
forseti margra beirra. svo sem
. Winnipeg Canadian Club og fleiri.
—’ Um þingmenskuhæfileika þesé
J manns er óþarft að ræða, sem
gegnt hefir málafærslustörfum i
hæstarétti. _
\
P. J. Henry,
ritstjóri North West Review. —
Hann er fæddur i County Sligo á
írlandi árið 1878, og hlaut mentun
sína þar. Var um tfma á Englandi.
•Flutti tii Winipeg árið 1904. Hann
rak verzlun uin mörg ár hér í borg-
inni. Fyrir þrem árum síðan réð-
ist hann sem ritstjóri að blaðinu
North West Reviews, og þykir
skarpskygn og fyndinn í ritliætti,
sem fleiri samlandar hans eru. Sem
þingmaður mun hann reynast erf-
iður mófcstöðumönnum sínum.
Thomas J. Murray, K. C.
Það munu færri af þeim mönn-
um, sem ekki heyra verkamanna-
stéttinni til, hafa liaft meira sam-
an við hana að sælda en Mr.
Murray. í 15 ár hefir hann irerið
lögmaður fyrir Trades and Labor
Council og hefir lagt ráðin ó, þeg-
ar um einliverja verkamannalög-
gjöf liefir verið að ræða. Hann
nýtur trausts og virðingar, ekki
aðeins verkamanna, heldur og allra
þeirra er til hans liafa leitað og
hann þekkja. Auk stárfa sinna í
þarfir verkamanua, hefir Mr.
Murray tekið mikinn þátt í vel-
ferðar- og mentamálum þessa bæj-
ar og er nú í stjórnarnefnd Mani-
toba háskólans. Mr. Murray er
fæddur í Paris, Ont.; er 46 ára að
aldri. Hann hefir búið í Winnipeg
síðastliðin 17 ár.
Arthur W. Puttee.
Hann er vel þektur sem einn af
leiðandi mönnum verkamanna f
þessum bæ. Hefir síðastliðin 30 ár
haldið upp merki þéirva. Fæddur
er liann að Folkstone, Kent. á Eng-
landi árið 1868. Hann kom til
\Vinnipeg fyrir' 31 ári síðan. Rit-
stjóri blaðsins “Voice” var hann í
20 ár, og var • l>að blað aðal mál-
gagn verkamanna í Winnipeg. —
Þingmaður verkanianna f Winni-
peg var hann árin 1900—1904. Árín
1917 og 1918 var^hanji bæjarráðs-
maðtir hér f borg. Auk sinna opín-
beru starfa Iiefir Mr. Puftee unnfð
í ótal velferðarfélögum í þarfir
þessa bæjar.
--------x--------
Flugur. .
Flugur einar eru það f höfðum
andstæðinga bændaflokksins, að
samsteypa sé í undirbúnlngi uiilli
liberalflokksins og bændaflokksins
á sambandsþinginu. Blaðið Tri-
bune flutti þá frétt, en flutti hana
samt þannig, að niðurlag fréttar-
innar segir í raun réttri, áij ennþá
sé ekkert að gerast í því efni, en
muni gerast seinna. Leiðtoga
l>ænda austurfrá er ékkert kunn-
ugt utn þetta. Enda er það aðeins
ko^ningablekking. Eins og Crerar
sé ant um það að sundra fiokkin-
um, sem han'n hefir leitt svo langt,
að völd landsins er að taka í sínar
hendur, til þess eins að rétta í svip
við liberalflokkinn austurfrá, sem
á ekki annað eftir en að detta í
mola. Útlitið er það, að liberal-
flokkurinn klofni innan fárra ára.
og að Gouin verði leiðtogi íhalds-
sinnanna innan lians, en hinir
hverfi inn með bændum og verka-
mönnum. í Quebeefylkl er bænda-
flokkurinn að liervæðast. I>að
hlýtrur að bafa áhrif < þessa átt. —
í fylkjunum hefir það sama af og
til heyrst um Ibændaflokkinn, að
liann sé að sameinast öðrum flokk-
um. 3>að hefir t. d. oft verið éagt
um bænadflokkinn í Ontario, og
T)rury forsætisráðherra liefir varla
haft við að bera þann uppspuna
til baka. Hér f Manitoba hefir hið
sama átt sér stað, en sem hfefir
auðvitað alt reynst rakalaust.
Gömlu flokkarnir grípa til þess-
ara ráða. af því að þeir vilja sjá
bændaflokkinn úr sögunni, Eins
og t. d. þegar b'loðih hafa verið aö
flytja fregnir af þvf, að Lenin væri
látinn, af því að þeir vilja hann
dauðann. Hér í fylkinu hafa Norr-
isarmenn og íhaldsmenn sumstað-
ar komið sér saman um þingmanns-
efni á móti bændasinna. og mætti
eins vel^ segja þá vera að taka
höndum saman. En af því að á
kosningu stendur og þeir gðmlu
flokkar eru að verða svo veikir á
nióti ’bændum, skal þeini það að-
eins til vorkunnar, virt, en ekki
hins, að þeir séu að sameinast.
Kjósendur láta sér vonandi ekki
bregða við alt, sem blöðin og and-
stæðingar bændaflokksins segja
um hann, þegar það er haft í huga
að fleytur þeirra beggja eru komn-
ar að þvf að sökkva. og þeir verða
að ausa af krafti, til þess að þær
sogist ekki niður.
---------x---------
Ur bænum.
Progressive Committee Rooms.
Open every day and evening, ex-
cept Sunday, until polling day,
July 18. ,
City Headquarters — 332 Main St.
(Opposite Notre Dame Ave. East).
Telepliones — Inquiry and Voters'
Information: N-7983. \Executive:
f-7982, N-8755. Second Floor: N9781
Portage Ave. Branch—338 Port-
age Ave. (Enderton Blocki. Tele-
phone: A-6324, A-6325.
Portage West, 869 Portage Ave.
(Next Arlington Theatre). Tele-
phone: S-5210.
Sargent and Arlington—804 Sar-
gent Ave. Telephone: S 5385.
Logran and Sherbrooke — 634 Lo-
gan Ave. (Near Sherbroidce). Tale-
phone: N 9772.
North Winnipeg Headquarters —
870 Main St. (Near Selkírk). Tele-
phone: J-5407.
Selkirk Branch,—590 Selkirk Ave.
Telephonei J-3431.
College Branch — 526 (Sollege.
Telephone: J-2238.
Elmwood — 195 Hespeler Ave.
(Elmwood) Telephone: J-3401.
RivervieV — Eort Rouge Curling
Rink (Kylemore, off Osborne).
Telephone: F-1752.
Crescpntwood—757 Corydon Ave.
(Near MeRae-Griffitli's Garage).
Telephone: F-5106.
The Progressive Party lias no old
Merrtbershiþ. You^are expeeted to
eome to Headquarters and enlist
in tlie ereation of its organizatiori.
Winnipeg City Candidates;
G. F. Chipman.
R. W. CraigjK. C.
- Mrs. A. G. Hfample.
P. J. Henry.
Peter McCallum.
T. J. Murray, K. C.
Major C. K. Newcombe.
A. W. Puttee.
KveSjusamsæti.
Á sunnudagskvöldið var komu
nokkrii' vinir og samverkamenn
Mr. Christophers Johnston saman
á heimili þeirra hjóna Mr. og Mrs>
Fred Swanson, Alverstone St„ tii
að kveðja Mr. Johnston, seni nú er
að hverfa aftur til Chieago, þar sem
liann hefir dvalið f síðastliðin 18
ár. — Að veitingum afloknum á-
varpaði Fred Swanson heiðursgest-
inn og mintist þefcs, að hann heíði
komlð hingað norðnr fyrir tilstilli
Leikfélagsins, til að leika vanda-
samt lilutverk í sjónleiknum
“Þjónninn á Heimilinu”; öllum
væri f fersku minni, hve snildarlega
hann hefði leyst það verk af
hendi. — LeiKlistin ýjgrf samt
eklti það eina, sem honum væri til
lista lagt, því ljóðlistargáfu hefði
hann í ríkum mæli: kvæði á ensku
, hefðu birzt eftir hann í blöðum,
hæði sunnan og norðan landamær-
nnna, og nú fyrir skemstu lftil sýn-
ishorn í fslenzku vikublöðtinum
hér í bænum, er að formfegurð og
efni bæri af þvf, er prentað liefði
verið efti-r aðra landa vora á ensku
máli; liann hofði öðrum fremur
vald á málinu. Kvæðin bæru vott
um smekkvísi og sálargöfgi höf-
undarins. enda gæ^i engum orðið
annað en hlýtt til hans, er kyntist
lionum, því liann væri f orðsina
fylsta skilningi góður drongur.
Væntanlega yrði skáldgáfa hana
þjóðflokki vorum til hins mesta
sóma. því ljóðlist hans væri ís-
lenzk. þó hún birtist í enskum
búuingi. — Til minningar um sam-
vinnuria vildu nú þessir vinir lians
gefa honum dalitla gjöf. Afmenti
svo ræðumaður honum ferðatösku.
með árnaðar og fararlieilla óskum.
— Mr. Clwistoplier Johnston þakk-
aði gjöfina og öll velvildar- og hlý-
leikaorðin. og, lofið. er á sig hefði
verið hlaðið, og sér niyndi veita
örðugt að verðskulda. Samvinna
sín með leikfélaginu væri einhver
hjartasti sóiskinsþlettur æfi sinn-
ar. er ætíð myndi verða sér fagn-
aðarrík endurminning. — Mr. John-
ston lagði af stað til Chieago á
þriðjudagijjn.