Heimskringla - 26.07.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.07.1922, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HETMSKRINGLA. WINNÍFEG, 26. JÚLI, 1922. HEIMSKRINQLA (Btofnutt 1880) Keiiir át A kTerjaa BiiVTlkBleffL Ctxrfrndur og elffeaiun THE VIKING PRESS. LTD. 8S3 o* KSS SAIK.KXT AVE, WINKIPEG, Talolatll N-8S37 Vfr* kl>«alm er |1.N trcaiitarlu ka««- lot fyrlr fraaa. Aller karculr aendUN rátManal klatalaa. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON Vtaadakrtft Ut hlaSalnai TBI VIKIKG FRBSS. Ltl, «171. Wlaalfrc. Maa. UtanAwkrift tll ritstJArana EDITOR HKINSKRIIGLA, M«f SlTl Wiialpeff, Maa. Tho '*HetmskrincIa’* is prlnt-íd und pub- iistf e by the Vlkinff Preas, Llmltaé. at 853 og 855 Sargent Ave., Winnipeg, Manl- teba. Telepkene: N-5537. WINNIPEG, MANITOBA, 26. JÚLÍ, 1922. Islendingadagurinn. Eftir því sem oss Vestur-Isiendingum verður það æ ljósara og ljósara, hvert vér stefnum þjóðernislega, og að orðin “Islend- ingar viljum vér allir vera”, virðast eiga, eftir því sem árin líða, æ lausari rót í hugum íslenzkra afkomenda hér, er hitt og jafn ljóst, að áhuginn fyrir því, að halda hér við íslenzku þjóðerni, er gleggri og einbeittari á síðari árum en áður hjá eldri Islendingunum. Það getur skeð, að ástæðurnar fyrir því megi finna í málshættmum: “Neyðin kenn- ir naktri konu að spinna”. En það eru á- reiðanlega meiri fjörkippir teknir nú á meðal Islendinga tii að reyna að halda þjóðemi sínu við /hér vestra, en nokkru sinni fyr. Fjörkippir, segjum vér, vegna þess að vér vonum að minsta kosti, að það séu fjörkipp- ii en ekki dauðakippir. En auðvitað eru þeir einnig til. Þjóðerni vort hefir fram á síðari tímá haldist við hér ósjálfrátt meira en að bein- línis hafi verið unnið að því. Það var mönn- um ósjálfrátt, að vera “Islendingar í húð og hár”, eftir að þeir voru nýkomnir af ætt- jörðinni. En þetta breyttist með tímanum. Það hlaut að gera það eftir að innflutning- arnir hættu og hér risu á legg innfæddir ís- lendingar. Þó að sú öns,'r og þriðja kyn- slóð hér hafi ekki slitjð þjóðernisböndin — og í raun réttri gert vonum framar í því efni — þá bendir hún yfirleitt á þbnn sann- Jeika, sem ekkert þýðir að loka augunum fyrir, að hætta vofir yfir íslenzku þjóðerni. Fálkinn skrækir, þegar að hjarta rjúpunnar kemur og hann kennir skyldleikans. Það sama sannast oft á mönnunum. Og það sama sannast á oss Vestur-lslendingum einn- jg. Bústaðaskiftin hlutu að hafa það í för með sér, að vér einhverntíma rækjumst á, að þjóðermstilfinningunni í brjóstum vorum yrði misboðið með þeim. Það er nú fyrst að koma osS í koll. Þetta er tilfir^ ingamál. Höfum vér einn- ig verið mintir á það. En ekki ætti það í sjálfu sér að hefta framgang hugmyndar- innar um viðhald íslenzks þjóðernis. Fyrsta skiiyrðið til þess að ynmð sé drengilega að einhverri hreyfingu, er það, að tilfinningin fyrir þörfinni knýi til verka. Á bak við all- ar veigamestu hreyfingar er tilfinning, Þó. að þessi barátta fyrir viðhaldi þjóðernis vors íé því tjlfinningamál fyrst og fremst, og kúnni að þykia sótt meira af kappi en for- sjá, er aldrei hægt að segja, hvað sé alveg ómoguiegt, tyr «*■ rayní__ er- Hagsmunir kunna liflir að Vérá að viðKaídi þjóðerriiH- ins ýfirleitt. Éamt ’hetir nú veiið sýnt fram 4 nteð rökum, að þeir séu talsverðir, bæði beiníínis og óbeiníínis. En hyort sem svo væri*eða ekki, verður ilt að telja barninu trú um, að það eigi að hætta að elska móð- ur sína, af því að það verður ekki metið þvi til fjár! Þjóðernistilfinningin er djúprætt, eins og ást barnsins til móðurinnar. Mestan og beztan þáttinn í að vekja á- huga hjá íslendingum í seinni tíð fyrir við- haldi þjóðernisins, á Þjóðræknisfélagið. Stofnun þess fylgdi það hafrót hlýrra tilfinninga til ættjarðarinnar, að öldurnar hefir enn ekki lægt. Þær berast enn á svrf- vængjum vonanna óbrotnar yfir “álinn mikla”, alla leið að ströndum landsins, þar "sem þjóðbræður og systur vorar búa, bang" að, sem eitt sinn stóð vagga vor margra. Að vér væntum meira af Þjóðræknisfélaginu en öðrum félagsköpum nú í þjóðræknismálinu, á rót sína að rekja tii þess, í vorum augum, að það er gróðursett bæði hér og heima og stuðlar að því beggja megin hafsins, “að það band, sem ekki er enn slitið”, verndist sem lengst. Raddirnar, sem frá þjóðræknis- félaginu heima á fslandi hafa borist hingað, hljóma ve? íeyiji. Þær ieika sem þýður blær um kinnarnar, og hvísla því að oss, er berg- mái á í instu fylgsnum hugans. Og það örv- ar oss og vekur vonina og trúna á sigur við- halds þjóðernisins. Fj\fir “blæinn” þann fá- um v^; aldrei þakkað eins og vert er. Nú fer fslendingadagurinn í bönd. I 33 ár hafa íslendingar í Winnipeg haldið þenna dag til minningar um landið og þjóðina, sem ól þá. Enn ér þeim minnmg átthaganna kær og ógleymanleg. Og skrítið ár í sögu Vestur-íslendinga mun mörgum finnast það, er fyrsLverður hætt að hafa hér íslendinga- dag. En að því vonum vér að ekki kom: fyrst um sinn. Þátttöku íslendinga í degin- um undanfarið má góða telja, og er það góðs viti. Nú kvað eigi síður hafa verið efnt t;] góðra skemtana þenna dag en áður. Það má því g/ía sér von um, að hann verðj vel sóttur. Enda ætti svo að vera. Ræðu- menn eru hinir beztu. Og ljóð verða lesin eftir alkunn og góð skáld. Má því búast við góðri skemtun. Og auk þess andlega góð- metis, er hitt eigi síður skemtilegt, að e;ga vor, á að hitfa þar einhverja gamla góðkunn ingja. Þá finna flestir þar oftast næ>. Þegar þetta bætist svo við sameiginlegar nnnningar um ættland sitt og þjóð, ælti eng- i.,n að sofa svo \rngi að morgninum 2. ágúst, hann kæmist ekki í tíma á slendmgadag- inr.. Kosningarnar. Þjóðfélagshimininn hefir stundum verið skýjaður undanfarin ár í Manitobafylki. Og svo kom kosningaofviðrið. Rykið þyrlað- ist upp, svo ekki sá til sólar. En því er nú Iokið. Stormurinn er lægður. Rykið ligg- ur aftur grafkyrt í lögum á jörðinni. Það er komið blæalogn. En Ioftið hefir hreins- ast við hreðuna. Stjórnin, sem gruggaði það undanfanð, er að víkja af valdastóli. Sólin skín aftur í heiði. Grundin grænkar örar en áður. Ný stjórn með framfarahug og þroskaþrá er að koma til valda. Það er sem júlí-gróðrarþrá náttúrunnar í þessu fylki hafi snortið þjóðfélagið með sprota sínum og vakið það af doða undanfarinna ára. Þjóðfélagshimininn er ioks orðinn bjartur og sólskinsríkur, eins og júlídagarnir í þessu kjörlandi voru eru. Úrslit kosninganna urðu svipuð því, sem við var búist. Afr Norrisstjórnin gat gert fér von um að verða við völd að þeim Iokn- /L'm, er einn votturinn enn um reikningslegt skilningsleysi hennar. Hún var búin að vera í minnihluta við almennar kosningar. Og á þinginu var hún feld. Hvernig gat hún eft- ir það búist við sigri?. Það var miklu nær, að verkamannsflokkurinn, eða conserva- tívaflokkurinn gerðu sér slíkt í hug. En þeir voru svo glöggir á ástandið, að þevm datt það ekki í hug. Það eina, sem stjórnin gat bygt vonir sínar á, var því það, að hún var við völd, og hafði kosnmgatæki fleiri í sín- um höndum yn hinir flokkarnir. Enda mun þeim hafa verið beitt óspart. En það stoðaði lítið. Dómurinn, sem feldur hafði verið yfir stjórninni, varð ekki aftur tekinn. Með eina 7 þingmenn kom hún svo eftir smölunina. Verður það dýrt henni, að gera út gangna- menn fyrir slíkar heimtur. Norrís gtjórnarformaður ber sig samt karl- j mannlega, ems og vera ber, þótt svona færi. j En í síðasta Lögbergi er óskaplegur harma- | grátur út af úrslítum kosninganna. Segir það Norrisstjórnina hafa haldið við svo góðu siðferði, að siðferðismeðvitund manna í tylkinu hafi verið særð djúpu sári, með því að hafria henni við kosningarnar, Lí þrqs- ‘ le.gt fyrir þá að lesa þetta, sem hér hafa ver- ið staddir í bænum undanfarið og séð hafa hótelin hér seija yín og ölfong nætur og tlaga, Vínbánn þessa fylkis er óneitanlega j éiri su mesta siðferðislöggjöf, sem fylkið á. , En hana hefir stjórnin leyft að brjóta svo, j að engum getur til hugar komið, að þetta se bannfylki. Það lítur helzt út fyrir, cjð stjórn- j in hafi gengið í fóstbræðralag við þá, er á J kostnað almennings og með broti á löggjöf fylkisins svífast ekki við að selja áfengi í gróðaskyni, til að vinna vínbanninu óhag. Þó ekki væri nema fyrir afskiftaleysi stjórn- j arinnar í vínbannsmálinu, var hún siðferðis- ; lega búin að vinna sér til óhelgis sem stjórn. Upp úr þessu dýki, og fjárhagsdýkinu, sem fylkið er komið í, verður verkefni nýju stjórnarinnar að hefja það. Kjósendur vissu, að þeir voru ekki í neinni þakklætisskuld við Norrisstjórnina í þessum efnum. Þó Lög- berg bregði þeim um þekkingarskort fyrir , vikið, að vilja ekki láta þetta Iengur við- gangast, þurfa kjósendur ekki að kippa sér upp við það. Það virðist vera eina vopnið, sem það hefir haft til að bregða fyrir sig undanfarið. Sannleikurinn er sá, að kjós- j endur þektu helzt til vel gerðir Norrisstjórn- arinnar. Það var það, sem reið baggamun- ' inn, en ekki þekkingarskortur þeirra. Að hinu leytinu er þessi aðferð blaðsins ófyrir- gefanleg, því ef taka ætti han*i sem góða og giida vöru, miðar hún að því, að svifta eig- inlega alla kjósendur kosningarétti sínum vegna þekkingarskorts, nema þá, er Norris- stjórninni greiddu atkvæði. Að Lögbergi hinu forna myndi slíkt ekki hafa verið lesið upp. Bændaflokkurinn, sem við völdum tekur, hlaut milfinn sigur í kosningunum. Og meiri- hlutastjórn hefir hann eftir að kosningar hafa farið fram í öllum kjördæmum fylkis- ins. Þeir höfðu 24 þingmenn úr U. F. M. flokkinum. Svo hafa þeir 2 óháða bændur, þá D. Yakimischak frá Emerson og Joseph Hanelin frá St. Rose, sem báðir telja sig nú í bændaflokkinum. Þá bætjist einn í þeirra flokk hér í bænum, R. W. Craig, K. C. Hafa bændur því riú alls 27. Og tvö, ef ekki öli kjördæmin, sem ókosið er í, telja þeir sér. i Verða þeir þá alls 29—30. Ennfremur eru j 3 óháðir, sem ekki telja sig enn fylgja einum j flokki öðrum fremur. Er mælt, að þeir muni j allir fylgja bændaflokknum að málum, ef j ekki ganga honum algert á hönd. Sést á þessu, að stjórnin er líkleg til að vera í all- miklum meirihluta um það er lýkur. Þrír Islendingar voru á þingi síðast, og allir mætir menn. Voru það þeir séra Albert Kristjánsson, Guðm. Fjeldsted og Hon. T. H. Johnson. Vildum vér hafa séð þá alla á þingi nú, og alla í bændaflokknum. En ekki þýðir um það að tala. Einn þessara manna, séra Albert Kristjánsson, ásamt þrem öðrum íslendingum, þeim h Ingjaldson, Árna F.ggertssyni og Skúla Sigfússyni, sótti um kosmngu. Komst einn þeirni, hinn síðast- taldi, að. Misti bændaflokkurinn við kosn- ingarnar göðan iiðsmann á þingi, þar sem I séra Albert var. Annars virðast áhrifa ís- lendinga vera að gæta minna en áður, í því ■ aÓ styðja landa sína á þing. Þó að vér séum i fræddir um það, að þjóðernismál vor eigi ekki að koma til greina við kosningar, mun það nú samt af fleirum en oss ekki talið betur farið, að þeirra gætir minna, hvort sem það er íslenzkum kjósendum sjálfum eða i öðrum ástæðum að kenna. Val forsætisráð- herrans. I kosningahríðinni iét hátt í andstæðing- um bændaflokksins um það, að bændur hefðu engán leiðtoga, og það væri ekki sjá- anlegt, að þeir hefðu nokkurn til að skipa — svo sæmilegt mætti kalla — í stjórnar- formannsembættið í Manitoba. Áhyggjurn- i ar, sem á sálum andstæðinganna lágu út af þessu, voru ekkert smáræði. Og þó ekki væri nema fyrir þetta, var sjálfsagt að róa cllum árum að því, að bændaflokkurinn næði ekki völdum. Ú'r þessu er nú bætt. Er vonandi, að þá rofi dálítið til í hs^skoti andstæðinganna og til sólar sjái við og við undan skýjabakka á- hyggjanna. Raunar verður kosningarimman þeim um nokkurt skeið enn hálfgerður leið- indadraumur. Úrslitin urðu þeim svo ógeð- feld. En þar sem þeir sjálfir viðurkenna nú og málgögn þeirra, að val forsætisráðherr- ans hafi tekist vel og viturlega, ætti það að einhverju leyti að dreifa draumnum vonda og draga úr áhrifum hans og ófaranna allra. Prófesor Bracken, sem valinn hefir verið leiðtogi bændaflokksins, er valinkunnur maður, gæddur miklum hæfileikum, og hefir tekist einkar vel, að stjórna bæði störfum og gangast fyrir stofnun félagsskapa. Hann er víðsýnn maður í skoðunum og hefir þeg- ar látið í Ijós, að heilbrigð samvinná allra borgara þjóðfélagsins sé fyrir mestu. Þarf því qkki pttast hann sem þjón einnar stéttar annarar fremur. ' ' -• í Manitoba og Saskatchewan er hann talsvert kunnur af alþýðu af fræðslu- og fyrirlestrastarfi í þarfir búnaðarins. Aðal- starf hans hefir lotið að því, að fræða um búnað, frá vísinda- og raunverulegu sjónar- miði. Þegar þess er gætt, að búnaður er þýðingarmesta og veigamesta atvinnugrein þessa lands, geta menn greiðlega séð, hve heppilegur sá maður er fyrir leiðtoga eða forsætisráðherra, sem sjálfur veit meira um þessi mál en nokkur annar, frá hvaða hlið sem skoðað er', og þarf ekki að treysta á annan í því efni. Vér sögðum hann vera manna kunnastan flestum greinum bænda- málanna. í vísindalegum þúnaði er hanrt talinn fremstur allra manna í Canada. En hann hefir einnig kynt sér markað og með- höndlun bændaafurða eins vel og nokkur annar. Hann hefir með vísindastarfi sínu komið mjög miklu til leiðar í þá átt, að auka fram- leiðslu á búinu, hvort heldur að hefir verið að ræða um jarðrækt eða gripabúskap, þrátt fyrir það, að beina samvinnu hafi aldrei verið hægt að hafa nema í litlum stíl við stjórnina í þessu efni. Að hann fái miklu áorkað í þessa átt með aukinni samvinnu við stjórnina, er von allra, er nokkuð þekkja til starfa hans að undanförnu. Það er oft mikið undir því komið, hvernig fyrstu sporin eru stigin, er menn taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur. Það er enginn efi á því, að þetta fyrsta spor bændafiokksins í að velja sér leiðtoga, hefir tekist mjög vél og viturlega, svo að maður hafi sömu orðin yfir það og dagblöðin bér í bænum. Takist þeim að stíga önnur spor sín eins heppi- lega og það fyrstji, eins og öll von er til, virðist alveg hafa ver- ið hættulaust, að skifta um stjórn. Próf. Bracken er eflaust sá hæfasti forsætisráðherra, sem í þessu fylki, og ef til vill víðar, hefir verið. Undarlega-- skoðað. Það er lýðum Ijóst nú orðið,, að andstæðingablöð bændaflokks ins hafa ekki lint á látum, með að úthrópa þá menn, er í lið gengu rneð bændaflokknum í kosningun- um. Það hefir verið gengið svo langt í því efni, að þessir menn eiga að hafa gengið af göflum og trú, og eru nú einkis nýtir og fyr- irlitlegir. Hér í bænum hefir H. J. Ashdown kaupmaður einkum orðið fyrir álasi fyrir fylgi sitt við bændaflokkinn. Honum er borið á brýn, að hann hafi svikist und- an sínum gömlu merkjum fyrir sakir eigin hagsmuna. Og sá mað- ur, sem slíkt geri, sé fyrirlitlegur. Hvaða sanngirni er í þessu? Ashdown hefir ávalt verið svo sjálfstæður maður, að hann hefir þorað að segja skoðanir sínar, hvað sem flokki þeim leið, er hann veitti atkvæðafylgi sitt. Hann héfir aldrei undirskrifað alt í stefnuskrá hberalflokksins hér. Og í það eina skifti, er hann sótti um opinbera stöðu hér, borgar- sljóraémbættið, fylgdi óháða blaðið Tribune honum að málum. I iberalar fylgdu honum þá að visu líka, en hann ekki þeim., Hann hefir ávalt afsagt, er á hann hefir verið skorað að gefa kost á sér til þingmensku. Öll slík boð um stöðu hefir hann afþakkað og rú síðast boði bændaflokksins. Skoðun hans virðist ávalt hafa verið sú, að hér þyrfti að rísa upp stjórnmálaflokkur, sem fyrir frelsi og réttindum Vesturlandsins berðist. Og. þar sem að það er öllum Ijóst, að fyrir réttmdum þeim hefir ekki af neinum flokki verið barist eins og af bænda- flokkinum, var ekki um annað að gera fyrir Ashdown, til þess að vera skoðunmn sínum samkvæm- ur, en að halla ser að bænda- ílokknum. Það eru glögg og ó- niótmælanleg rök fyrir því, að hann er fyrsti stjórnmálaflokkur- inn í sambandsþinginu, sem banst hefir þar fyrir réttindum Vestur- 'landsins, og hefir, þrátt fyrir það að hann er í minnihluta, nú þegar komið ómetanlega miklu til leiðar í því efni. Og það er ekki Ashdown einn, sem hvöt hefif fundið hjá sér til að styðja bændaflokkinn. Kjós- endur út um þetta fylki hafo einn- ig gert það, eins og kosningaúr- slitin bera með sér. Þeir hafa auðvitað áður tilheyrt öðrumhvor um gömlu flokkanna. En be'r voru búnir að reyna þá að ýmsu, og vissu, að þeir voru gallagripir. Kjósendur hafa verið úthrópaðir fvrir óvit það, að kasta þeim burtu. En Manitobabúar vissu, að hingað til hafði baráttan um völdin gengið alt of langt, en um- bætur, sem almenningi voru í bag, of skamt hjá stjórnunum. Flokk- uiinn, sem nokkra bót og betrun bauð í þessu efni, var bænda- flokkurinn. Var það þá nema sjálfsagt, að sem flestir gengu honum á hönd? Nei. Hvort heldur, að menn hafa í bændaflokkinn gengið í bæjunum eða í sveitunum, er það hvorki flokkinum né þeim, sem gerst hafa fylgismenn hans, vansi. Hví skyldu þeir menn, sem víð- sýnir og ágætismenn voru, meðan þeir voru í eldri flokkunum, vera verri menn fyrir það, að hafa gerst fylgjendur bændaflokksins? r DODDS -PS KIDNEY P'abetes thep^ Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmame'Sali'ð. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilunt þvagtepDU. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s Med!c*a» Co., Ltd., Toronto, OnL Slíkt er ein sú mesta fjarstæða, sem andstæðingar hafa nokkru sinni beitt gagnsækjandaflokk sinn. Meðan Ashdown greiddi frjáls- Ijnda flokknum atkvæði, var honum hampað sem fyrirmyndar- manni, manni, sem hefði af sjálfs- dáðum rutt sér braut til quðs og virðinga; manni, sem ákjósanlegt var, að sem flest\f líktust. Frjáls- lyndu blöðin bentu á þenna “self- niade” mann öðrum til eftir— breytni og gátu ekki leynt aðdáun sinni á honum. Hvaða flokki eða félagsskap sem var, var sómi að því, að hann tilheyrði honum. En r.ú, þegar hann hefir gengið bændaflokkmim á hönd, á hann að hafa orðið flokkinum til ósóma og sjálfum sér til minkunnar. Og, hrópið nú um hann er ekki það, að breyta eins og hann, heldur er það nú: Forðist þvílíka! Valdafrekja og ósvífni gengur fyr langt, en að hún geri menn að því athlægi, sem framkoma andstæðinga bændaflokksins hef- ir gert þá, er gagnsækjendur hans voru í kosningunum. Þeir- ætl- uðu að grafa bændaflokknum gröf með henni. En þeir duttu sjálfir, að maklegleikum, ofan í hana. Vestur að hafi. Eftir Á. E. Eg lagði af stað frá Winnipeg með C. P. R. lest kl. 1 1,40 e. h. þann 15. þ. m., og rann lestin jafnt og stöðugt til Edmonton á 31 klukkustund og 25 mínútum. Vestur undir Saskatoon litu akrar allvel út, en þegar þangað kom vestur voru þeir mjög Iéleg'.r, og jórðin víða fyrir vestan Saskatoon að heita mátti gróðurlaus, enda. er þar afar lélegt land, lágar sand- hæðir og víða grýtt, og smátjarnir á milli; en hvað akrar eru lélegir í vesturhluta Sask., stafar af of- þurkum. Aftur í kringum Edmon- ton litu akrar að nokkru betur út, en samt lakar en í meðallagi. Enda var mér sagt í Edmontorý, að þetta væri það þurrasta sumar, sem þar hefði komið í síðasthðin 10 ár. En jarðvegur er ágætur á meira en 100 míium út frá Ed- rnonton á alla vegu. Saskatoon er sviplaus bær. Stendur á lágri flatneskju við Saskatoonána, og eru fremur lág- ir bakkar að henni, þar sem bær- inn stendur, og húsunum dreift ,út um þessa flatneskju á afar stórt svæði. Landið hrjóstrugt og skóg- Iaust kringum bæinn. Aftur er Edmanton ljómandi bær, en stendur helzt til á stóru svæði. Aðalbærinn stendur að norðanverðu við Edmontonána. Er það fremur h'tið vatnsfall og rennur í hálfhring um tanga þann, sem bærinn stendur á. Aðalstræti bæjarins heitir Jasper Ave., og liggur þvert ' yfir tangann frá austri til vesturs. Hvað langt það stræti er, veit eg ekki, én hús- númeratalan vestarlega, á því var yfir 12000; og þverstrætin yfir það eru taíin íxá austri til vesturs, og var það vestasta, sem eg kom að, 1 12. stræti, og fór eg þó ekki líkt því vestur að á. Má af þessu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.