Heimskringla - 27.12.1922, Page 2

Heimskringla - 27.12.1922, Page 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 27. DESEMBER 1922 HEIMSKRINQLA (lt«fn< 1SM> K«u *t • knrju «.l»Tfk«de*t. Ctiefemlgr og el<»tiri THE VIKING PRESS, LTD. SSS •( U5 SAKUKNT AVK., WI.NNIPBð, Talafali N-SS37 Ter* UitalM er S3.M ár(U(lrlM >•!(- lit fyrlr fram. Allar horsaalr reaSlat rááiaaul blaSalas. Ráðimaður: BJÖRN PÉTllRSSON Ritstjórar : BJÖRN PÉTURSSON STEFAN EINARSSON Vtaaáakrlft tli blaSslasi THR TIKINU PKBSS, Lti, ■•( SITK. Wlaalieg. Mai. Vtiiflskrift tll rlUtJflviM EDITOR HKIMSKRITGLA. U*x 1171 Wiaalfef, M«m. Thi -Helmikrlngla" 1« prlnted un4 >«’>• Ufike tey the Vikiaff Fress, L.lmite4. II 883 og 885 Sargent Ave., Wlnnlpei, Mani- teha. Telepkoae: M-8887. WINNIPEG, MAN., 27. DESEMBER, 1922. Aramót. Fjórir dagar betur! Og árið er liðið. Liðið eins og elfur að úthafi eilífðarinnar. Liðið og kemur aldrei aftur. Tækifærin, sem það bauð — og ekki voru notuð — eru nú töpuð. Horfin, eins og fugl, sem floginn er úr sýn. Árið er liðið með öllum sínum unaðs- semdurn, sólskini, fuglasöng og blóma-angan. Liðið einnig með öllum sínum þrautum, vonbrigðum, erfiði og sorgarstundum. Alt Iiðið og horfið áður en maður veit af. Eitt er það, sem lifir. Það er endurminn- ingin. Hún bregður upp í huganum myndum frá liðna árinu, þegar svo ber undir. 'Hvernig myndum? Margskonar — alt eftir því, hvernig vér höfum lifað. lUnaðslegum myndum, þegar vér höfum verið sannir menn og höfum bryett sam- kvæmt því góða og rétta. Þegar vér höfum notað möguleika sjálfra vor til að gleðja og dreifa ljósi á veg annara og stúðlað að vel- ferð þeirra. En leiðinlegum myndum, ef vér höfum gert hið gagnstæða, ef vér höfum lagt stein á veg samtíðarmanna vorra. lEndurminningin um árið Iiðna er það eina sem lifir. Eina þýðingin, sem það nú hefir fyrir lífið eru áhrifin, sem sú endurminning hefir á oss. 'Nú fer nýtt ár í hönd. Hvernig eigum vér að gera sjálfum oss og öðrum sem mest úr því? Það er aðeins hægt með einu móti. Og það er með því að breyta svo, að endur- minningin um það, að því liðnu, geti orðið fögur og oss til ánægju. I því felst öll sú full- komnun, sem vér getum vænst eftir á kom- andi ári. Heimskringla á miörgum gott upp að unna fyrir það, sem þeir hafa gert vel til hennar á liðna árinu. Fyrir það er hún mjög þakk- Iát. Það hefir greitt veg hennar og verð- ur munað. IHjóI tímans veltur ótt. Nýtt ár brosir við oss. Nýtt ár gerir það ávalt. Hvað því veldur, vitum vér ekki, því reynslan sannar stundum, að brosið getur snúist upp í hrygð. Að heilsa árinu vel er þó eigi að síður góðs viti. Vel beðið er hálfur sigur, sagði Gustaf Vasa. Að horfast í augu við það, sem að höndum ber sem sá, er sigur á sér vísan, greiðir oft veginn ótrúlega mikið. Unnum hverjir öðrum alls góðs og stuðlum að því í orði og verki, að þau gæði megi hlotnast oss öllum. Það er vegurinn til farsæls og gleðilegs árs. Og þess óskar Heimskringla öllunt af óskiftum huga við þessi áramót. Frjálslynd kirkja. Erindi flutt á fundi fulltrúa frá frjálslyndum íslenzkum söfnuðum að Wynyard 9. des. ’22 af séra Ragnari E. Kvaran. 'Verkefni það, sem eg hefi tekið mér fyrir hendur að tala um, er frjálslynd kirkja. Mig langar til þess, að greiða úr þeirri spurningu, hvað það sé, sem nefnast megi því nafni. Þó að hér séu staddir sendimenn frá ýmsum söfnuðum Islendinga hér í álfu, sem flestir eða allir munu telja sig frjálslynda söfnuði, þá hygg eg það hugtak sé naumast svo skýrt, að það geti talist óviðeigandi, að gera tilraun til þess að greiða úr því og skýra. Að vísu er hugtakið svo umfangsmikið, að því verður naumast gerð skil til hlýtar í ekki lengra máli en því, er eg mun viðhafa. En unt ætti að vera að drepa á höfuðatriði málsins. Orðið frjálslyndi er eitt þeirra orða, sem vafalaust hafa mest misbrúkuð verið hina síðustu áratugi. Það hefir verið Iátið tákna hin fjarskyldustu efni. Það hefir orðið svo vinsælt, að allir hafa séð sér hag í að nota það um þau efni, sem þeir vildu styrkja. Það er alls ekki neinn hægðarleikur að átta sig á orði, sem notað er til þess að tákna að- aleinkennið á t. d. svo ólíkum stjórnmála- stefnum og þeirri, sem Lloyd George er full- trúi fyrir, og Soviet-fyrirkomulaginu á Rúss- landi. Fylgjendur þessara stefna, og allra, sem þar liggja á milli, leggja allir áherzlu á, að þeirra stefna sé um fram alt frjálslynd stefna. Eg held að það ætti að vera nokk- urnveginn óhætt að fullyrða, að þeir geti að minsta kosti ekki allir haft jafn rétt fyrir sér, eða þá að orðið þýðir bókstaflega ekki neitt. Sunlir hafa fundið svo mikið til þess, hvað misbrúkunin hafi verið stórkostleg á þessu orði, að þeir hafa haft mikla tilhneig- ingu til að hætta að nota það með öllu, því að það skýrði í rauninni ekki lengur neitt, það vekti ekki neina ákveðna hugsun í huga alþjóðar, er það væri notað. Aðrir, sem fundið hafa jafnmikið til þess, hvað ringul- reiðin væri mikil og festuleysið í hugtakinu, hafa hins vegar bent á, að orðið væri þó svo samtvinnað hinum veigamestu framförum í hugsanaferli hins mentaða heims, að það yrði óhjákvæmilega tap fyrir þann heim, ef það væri fyrir borð borið. Mér finst þeir menn, sem svo líta á, hafa svo mikið til síns mjáls, að það væri áreiðanlega ómaksins vert, að reyna að endurreisa orðið í með- vitund manna til þeirrar virðulegu stöðu, sem það ætti með réttu að hafa. Það, sem því verður fyrst fyrir mér í dag, er eg tala um frjálslynda kirkju, er að reyna að gera tilraun til þess, að svara þessari ■ spurningu: Hvað er frjálslyndi í trúarefnum ? Eg hygg, að það gæti létt mjö undir skiln- inginn á þessu efni, ef vér gætum gert oss sem allra ljósast þegar í byrjun, hvað frjáls- •Iyndi í trúarefnum er ekki. Vér könnumst væntanlega öll við, að þegar talað er um, að þessi og þessi maður sé “frjálstrúarmaður”, eða frjálslyndur í trúarskoðunum, þá er venjulega átt við það eitt, að hann telji sig ekki bundinn við þær föstu kenningar eða skoðanir, sem yfirleitt er haldio fram af hin- urrt rétttrúuðu (orthodoxu) kirkjudeild- um kristninnar. Þær kirkjudeildir eiga það allar sammerkt, að þær binda félaga sína Við eitthvað ákveðið ytra valdboð, sem seg- ir fyrir um hegðun manna eða skoðan- ir, hvort sem það vald er bundið við páfa, kirkjuþing (trúarjátningar) eða prestdóm. En eg hygg, að menn hljóti fljótlega að átta sig á því, að þó þetta sé hin almennasta skil- greining á frjálslyndi í trúarefnum — að telja sig ekki bundinn við neitt þetta ytra vald — þá er hún með öllu ófullnægjandi. Hún nær samt yfir heilan sæg af mönnum, sem ekki eiga að nokkru skylt við frjáls- lyndi, og eru jafnvel oft og tíðum hio ljós- asta dæmi þess, sem( frjálslyndi er andstæð- ast. Eg hefi lesið ágæta lýsingu eftir rithöf- undinn og Onítaraprestinn Charles W. Wendte á því, er frjálslyndur prestur eða trú- boði komi til hinna yngri borga og bæja hér í vesturhluta þessa meginlands. Presturinn, sem kemur í því skyni, að setja á stofn söfn- uð meðal frjálshugsandi en trúhneigðra manna, tilkynnirþað í auglýsingu, að hann bjóði frjálslyndum mönnum í trúmálum að koma og hlusta á mál sitt. Töluverður hóp- ur manna verður við boðinu. Meðal þeirra eru áhangendur allra hugsaniegra trúar- stefna, og auk þess þeir, sem eru gersamlega trúlausir á öll trúarbrögð, — gamlir og nýir Únítarar og Universalistar, miildir eða frjáls- Iyndir rétttrúnaðarmenn, menn sem hallast að spiritisma, guðspeki, Swedenborg-sinnar, Christian-Scientistar og áuk þess ýmsir, sem hafa allskonar skoðanir fyrir sig eina og minna á það, sem haft er eftir skáldinu Col- eridge. Hann hafði eitt sinn látið í ljós sér- staklega óvenjulega skoðun á einhverju efni. Einhver, sem á hlýddi, hafði varpað fram þeirri spurningu, hvaða kirkjudeild myndi nú halda fram þessari kenningu. “Þetta er,” sagði Coleridge, “kenningar hinnar heilögu kaþólsku postullegu og óskeikulu kirkju, en eg er sem stendur eini meðlimur hennar.” En við þenna hóp bætast svo ailskonar teg- undir af “fríhyggjumönnum” með allskonar skoðanir og engar skoðanir; agnostikar, sem ekki vita; enn aðrir, sem ekkert kæra sig um að vita, efamenn, sem telja okkur ekkert geta vitað, áþeistar, sem neita öllu gildi trú- arlegra hugmynda, secularistar eða heims- hyggjumenn, sem draga dár að öllum kirkj- um, prestum og trúarhugmyndum og telja upplýst fólk ( eins og þeir sjálfir séu) vera komið fram úr svo aumlegri hjátrú, efnis- hyggjumenn, sem sannfærðir eru um, að þeir einir beri skyn á hina sönnu speki lífs- ins. Þetta er, í sem skemstu máli, reynsla þessa manns á því, hverjir sjálfir telji sig geta oorið nafnið frjálslyndir menn í trúarefnum. En það, sem mestum örðugleikum veldur, og það sem greinilegast sýnir, að allur þessi hópur getur ekki að sjálfsögðu borið þetta nafn með réttu, er þó ekki, hvað skoðanirn- ar eru sundurleitar, heldur, hvað gáfnafarið, menmngarstigið og siðferðisstigið getur ver- I ið mismunandi hjá öllum þessum hópi. Því I þegar vandlega er eftir leitað, þá held eg, að : það geti naumast duhst, að frjálslyndi er j fyrst og fremst siðferðileg eigind. Eg skal I síðar í erindi þessu leitast við að gera 1 nokkura grein þeirrar skoðunar mtnnar. En eins og ræður af líkum, þá geta verið í þess- um hóp, sem eg mintist á, hinir gáfuðustu menn og konur, víðsýnir menn og fullir sam- úðar, en engu síður fáráðhngar og fá- vitrir, hneptir í hnappeldu hleypidóma, dóm- greindarleysis og fyrirlitningar fyrir þeim, er öðruvísi hugsa en þeir sjálfir. Og hér get ekki stilt mig um að benna enn á ummæli j þess sama manns, er eg mintist á áður. “Það j sem verst er af öllu,” segir hann, “eru uppi- vöðslusamir, þröngsýmr menn, sem hafa þann einn metnað, að mölva það niður, er aðrir menn unna, sem sýna, hvað þeir séu frjáisir, með því, hversu óbundnum höndum þeir þeyta ókvæðisorðum að kirkjum, pré- dikurum og trúarbrögðum, og þessir menn hafa venjulegast hæst um kröfur sínar um, að verða kallaðir frjálslyndir. Hins vegar j eru hinir sannfrjálslyndu menn, sem hafa verulegar gáfur til að bera, víðsýni og sam- úðarhug með öðrum, þeir, sem gera sér 1 frekar að takmarki, að reisa en að fella, þeir.sem vinna að því með umhugsun og al- ^ vöru, að endurbæta trúarhugmyndir manna, I í stað þess að rífa niður þá trú, sem til er í heiminum — þessir menn eru að jafnaði til- tölulega hægir um sig og hafa sig minna í frammi. Þessu veldur það, að þessir há- róma myndbrjótar og mðurrifsmenn verða bezt þektir víða um lönd sem frjálslyndisins menn. Á þenna hátt eru mál frjálslyndis í trúarefnum sýnd í hinu ósannasta ljósi og þeim hinn mesti skaði gerður.” Mér virðast þessi sönnu ummæli sýna það einkar ljóslega, hversu mikil þörf er á, að greitt sé sem vandlegast úr þessari hugsana- flækju, sem umlykur þetta orð: frjálslyndi. Og þau eru að mörgu leyti ágæt bending um það, hvernig það skuli gert. Hvað er að vera frjálslyndur í trúarefn- um? Vér getum í fyrsta lagi fullyrt, að maður I er ekki fyrir það eitt frjálslyndur, að hann hefir nýjar eða róttækar skoðanir. Hvort hann er frjálslyndur eða ekki, er undir því hugarfari komið, sem samfara er þessum skoðunum. Ef hugarfarið er þröngsýnt, samúðarlaust með annara hugsunum, um- burðarlyndislaust og virðingariaust, þá er maðurinn ekki frjálslyndur. Hann er engu frjálsari fyrir því, þó hann hafni á hinn eftir- minnilegasta hátt páfa, kirkjuþingum eða hverskonar ytra valdi til þess að skamta honum skoðanir. Hins vegar er áreiðan|ega til töluverður fjöldi manna, sem telja sig bundna við þetta ytra valdboð, þykir vænt um hinar gömlu kenningar og um þá helgisiði, er þeir hafa vanist, en Iund þeirra er svo hlý og víðfaðma gagnvart þeim, er aðrar skoðanir hafa, þeir trúa svo á einlægni annara og bera svo mikla virðingu fyrir því, sem öðrum er heilagt, að ekki verður hjá því komist, að mefna þá frjálslynda, hversu þröng, sem sú trúarjátn- ing er, sem þeb kunna að aðhyllast. il þessu er falin réttlætingin á þessu orð- lagi, sem töluvert hefir orðið vart við, er talað er um “frjálslyndan rétttrúnað”. 1 I fljótu bragði og eftir orðanna hljóðan mætti svo virðast sem þetta væri ekkert annað en ; hugsunarvilla. Að nefna mann frjálslyndan rétttrúnaðarmann, sýnist ekki vera neitt rétt- ara en að tala um frelsi í fjötrum eða að ein- | hver hafi réttilega rangt fyrir sér. 1 orðinu rétttrúnaður felst fullyrðing um. að frá á- kveðnum trúarskoðunum megi ekki víkja, I í því felst viðurkenning á ytra valdi í trúar- | efnum, svo sem kirkjunni, játningarritum j eða ritningunni. I því felst útilokun á öðr- | um skoðunurrí og afneitun á því, að nokkurt rúm sé til fyrir persónulegan, sjálfstæðan úr- j skurð eða dóm. Rétttrúnaður leyfir engin afbrigði eða frávik, hann þekkir ekki um- ; burðarlýndi með villukenningum. Eh hjarta mannanna er oft víðfeðmara en hugsun þeirra. Þeir eru ekki ávalt rökfastir í hegð- un sinni, þó að þeir kunni að vera það í guð- fræðisskoðunum. Til allrar hamingju fyrir sjálfa þá og mannkynið yfirleitt, þá eru ýms- ir, sem telja sig rétttrúaða í guðfræði sinni, engu síður frjálslyndir í samúð sinni, þó að þetta sýnist ekki eiga sem bezta samleið. Mér dettur í hug í þessu sambandi saga, sem maður nokkur, sem búsettur var hér í landi fyrir mörgum árum, sagði mér af samtali. sínu við einn af hinum allra þröngsýnustu og rétttrúuðustu prestum íslenzkum, sem hér hafa verið, og er þá vissulega töluvert langt jafnað. Talið hafði borist að útskúfunar- kenningunni og helvíti. Presturinn hafði lát- ið það í Ijós skömmu áður í stólræðu, að ekki gæti hjá því farið, ef maður, sem lifað I hefði trúlausu og ókristilegu lífi, j dæi án þess að iðrast og sættast i við guð fyrir friðþægingardauða Jesú Krists, að þá hlyti hann að j glatast um alla eilífð. Maðurinn spurði prestinn, hvort hann hefði nokkuru sinni þekt mann, er hann j væri viss um að hefði lent í eilífri glötun. Presturinn kvað nei við. j Maðurinn spurði hann þá, hvort I hann þyrði að fullyrða um nokk- j urn ákveðinn mann, að han færi tii eilífs helvítis, ef honum hefði verið kunnugt um, að hann hefði alt sitt líf lifað í hinum mestu löst- um og glæpum og syndum og dá- íð svo að lokum með fullkomna afneitun á guði á vörunum. Prest- urinn sagðist ekki myndi þora að fullyrða það. Maðurinn lét þess getið, að sér fyndist þetta ekki koma sem bezt heim við ræðuna hans um þetta efni. Presturinn kannaðist við, að svo gæti litið út, en sagði, að þó að hann yrði að sjálfsögðu að halda fast við kenningar kirkju sinnar, þá væri það þó guð emn, sem metið gæti allar ástæðurnar til þess, að mað- urinn varð eins og hann varð, og þekti einn þá leyniþræði sálarlífs- ins, sem þekkja yrði til þess, að unt væri að skera úr, hvort hann ætti skilið eilífa glötun eða ekki. Eins og vér sjáum, þá var sam- ráemi í skoðunum þarna ekki sem fastast. Mér þykir sagan merki- legri fyrir þá sök, að eg veit, að presturinn var nærri því óvenju- lega þröngsýnn og óvenjulega gjarnt til að kveða upp harða dóma um alla hluti. Þó gátu hans betri tilfmningar ekki fylgst með trúarsetningunum, sem hann í- myndaðt sér, að hann gæti sam- synt. Svona er um fjölda manna. Þeir finna aldrei það trúarbragða- form, sem hinn sannari maður þeirra þó bendir þeim að leita eftir. Og svo hætta þeir að leita og venja sig á, að láta það ekki fá á sig, þó fullkomið ósamræmi sé milli þeirra eigin lundar og þeirra trúarsetninga, sem þeir eru að samsinna. Sumir komast svo langt í því að loka augunum fyr- ir ósamræminu, að þeir sýnast að lokum eiginlega gleyma trúar- setningunum, en halda þess fast- ar við það, sem er þeim æðra, sem er trúin að baki þeim og ást þeirra á mönnunum og Iöngun til þess, að verða þeim að liði, og samúð með hinum margvíslegu leiðum þeirra til þess að finna sjálfa sig og guð. Þeir eru orðn- ir í eðli sínu frjálslyndir rétttrún- aðarmenn. Þótt frjálslyndið sé í sjálfu sér nokkuð neikvætt, þá er samt mjög mikils um það vert. Og það verður enn meira um það vert, þegar það er borið saman við aðra tegund af mönnum, þá, sem líta á sig scrn frjálslynda fyrir það eitt, að þeir eru í andstöðu í skoð unum við form rétttrúnaðarins fyrir trú. Maðurinn, sem bann- syngur arfþegnar skoðanir og stofnanir kristninnar með mestum ákafa og hæðir þá mest, sem halda þeim uppi, ver að jafnaði sína af- stöðu með því, að hann sé frjáls- lyndur maður. En í raun og veru er hann ekkert annað en þröngsýnn, hleypidómafullur, um- burðarlyndislaus ofstækismaður, — ofstækismaður fyrir frjálsri trú og stundum fyrir trúleysi í stað arfþeginni trú. Hvorlveggja teg- undin af ofstæki er jafnóskemltileg og jafnóholl málefnum sannra trú arbragða. En fyrri tegundin er þó að öllu leyti ófrýnni, vegna þess að þeim, sem aldir eru upp í rétt- trúnaðinum, er að vissu leyti vorkunn, en hinum engin. Rétt- trúnaðurinn leiðir menn sem sé, ef menn fylgja meginreglum hans út í æsar, berna leið í fangið á ofstæki og ofsóknum. Sú leið er ekkj nema rökrétt afleiðing hans. En þerr, sem lausir eru við hann, ættu að standa betur að vígi með að hafa skilning á virði umburðarlyndisins og samúðar- innar. Þá kem eg að öðru höfuðatrið- inu, sem mig langar til þess að taka frant Sé það rétt, sem eg hefi verið að reyna að færa rök fyrir, að maður sé ekki fyrir það eitt frjálslyndur í trúarefnum, að Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmame'ðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun, þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan e'ða 6 öskjur fyr. ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- «m eða frá The Dodd’s Med1c1o« Co.. Ltd., Toronto, OnL hann hafi róttækar skoðanir eða sjái mjög vel gallana á rétttrúnað- inum, þá held eg, að ekki megi síður fullyrða, að hann verði ekki við það frjálslyndur, að láta sér á sama standa, hvaða trúarhug- myndir menn hafi. En þessi hugs- unarvilla er mjög algeng. Maður heyrir þráfaldlega á það minst, að það skifti minstu máli, hvaða trúarhugmyndir maður hafi, ef hann fari rétt með líf sitt. Þeim, er svo mæla, sést yfir það, sem ann- ars virðist augljóst, að ekkert hef- jr önnur eins áhrif á lyndisein- kunn mannsins og alla lífsstefnu eins og einmitt það, hverju hann trúir. Það er bemlínis stórhættu- legt, að gera of lítið úr virði vits- ins og skynserrtinnar, sem menn geta Iagt í trú sína eða trúarhug- myndir. Okkur þykir það skifta máh, hvaða skoðanir Iæknir hefir á heilsumálum, hvaða skoðanir hann hefir á verkunum sérstakra lyfja við sérstökum sjúkdómum o. s. frv. Okkur þykir það skifta máli, hvaða skoðanir bóndi hefir á jarðveginum, sem hann á að rækta, *hvaða skoðun hann hefir á því, hvaða jurtir þrífist þar bezt og hvernig eigi að hlynna að þeim. Það er að minsta kosti eins augljóst og þetta hvort- tveggja, að það skiftir ekki litlu máli, hvaða trúarhugmyndir það eru, sem maðurinn ber í brjósti, og ætlað er að hafa áhnf á hans siðferðilega líf. Við það skal kannast, að það er stundum ýmsum’ örðugleikum bundið, að koma auga á sam- bandið milli trúarhugmynda ein- staklingsins og þess siðferðilega stigs, sem hann sýnir með lífi sínu, að hann er á. Eins og eg gat um áðan, þá er mörgum mönnum svo fanð, að þeir reyn- ast miklu víðfeðmari en trúar- skoðanir þeirra. En þegar vel er að gáð, þá kemur það einmitt í Ijós um þá menn, að þeir fela með sér innri sannfæringu og meginreglu fyrir hegðun sinni, sem áhrif hefir á alt þeirra líf og sem ber vott um þeirra eiginlegu trú, hvernig svo sem trúarjátning þeirra kann að hljóða. 'En það er fyrst, þegar vér Iít- um á mennina í stórum heildum, á þjóðir og mannfélög, að það kemur verulega í ljós, hversu mikils er um vert vitið og skyn- semina í trúarhugmyndum. Þjóð- arlundin fer að mjög miklu leyti eftir því, hvaða trúarbrögð ríkja með henni. Það er t. d. mjög fróðlegt, að líta á sogu Múha- meðstrúarmanna. Arabaisku þjóð- flokkarnir sýndust t. d. um eitt skeið ætla að verða eitthvert glæsilegasta mannfélag heimsins. Hverskonar listir og vísindi þró- uðust með þeim í svo ríkum mæli, að einsdæmi var í veröldinni á þeim tíma. Það' var, að skoðun margra manna, ekkert annað en trú þeirra, sem kyrking- inn setti í menningu þeirra. Þeg- ar til kom, þá kom það í ljós, að hinar rígbundnu reglur kóransins og heigisiðanna í heild sinni, hlutu að kæfa niður alt annað menning- arform. Hæfileikana skorti ekki, rannsóknarviljann vantaði ekki, en ófullkomnar trúarhugmyndir urðu hvorutveggja yfirsterkari.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.