Heimskringla - 31.10.1923, Blaðsíða 1
Verðlami
gefía
fyrir
Coupons
SendiTS eftir verdlista tll
Rojal Crovrn Soap Ltd.
664 Main St.. Winnlpeg. Qmbúðir
Verðlaun
gefia
fyrir
Coupom
Og SendltJ eftlr Tertllista tll
_ , ltoyal Crown Soap Ltd.
umbuðir 654 Main St., WinnipegT*
noYAU.
CftowN
XXXVIII. ÁRGANGUR.
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 31. OKTÓBER, 1923
NÚMER 3
Canada.
Hei'ður fyrir Canada.
Nobels verðlaunin fyrir lækning-
ar í ár hafa verið veitt dr. F. G.
Banting í Toronto, þeim er upp-
götvaði lækniislyfið við sykurveiK-
inni og iaðal að.stoðairsanni hans
við það verk, dr. J. J. R. M/aeLeod
Er þetta í fyrsta sinni að verftlaun
þessi eru veit’t canadiskum manni
eða mönnum. Auk frægðar þeirrar
er uppgötvarar þessir hafa unnið
sjálfum sér, haCa þeir því unnið
landi sínn m'ikinn, og með öliu áð-
ur óheyrðan heiður.
Þriðji miaðurinn dr. Best, sem dr.
Banting kvað samverkamann sinn
við uppgötvun “insulin” lyfsins, er
ekki getið við veitingu þesssara
verðlauna og er mæJt að dr. Bant-
íng hafi fallið það illa.
Aðal uppgötvari þessara aðdáun-
verðu lækningu, er dr. Banting
sjálfur. Hann er talinn maður svo
látlaus, að eftir það mikla verk er
hann haijði lunnið í þarfir mann-
kynsins, var orðið lýðum ljóst og
m'enn tóku að keppast við að tjá
honum virðingu og þakklæti fyrir
var erfitt að fá hann að sinna því
nokkuð Yar hann stundum í
tilefni af því kailaður “feimni Jækn-
iVinn” (The shy doctor). En hjá
því að taka á móti þeim heiðri
sem honum bar, varð þó ekki kom-
ist, að minsta kosti ekki, þegar
Bretakonungur sjálfur veitti hiann.
Dr. Banting er rúmlega þrftug-
ur að aldri. Fæddur er hann á
hóndabýii í Ontario og uppalinn
]>ar. Hann naut mentunar á
barnaskóla og síðan á háskólá í
Oanada. Hann má því Canada-
inaður heita í húð og hár; hann
er fæddur og alin upp á brjóstum
hennar á sama hátt og þúsundir
annara barna. Yið hann hefir ekki
verið dekrað neitt framyfir aðra.
En það er einmitt þess vegna, að
■Canada gleðst af frægð hans. Hún
getur svo eðlilega helgað sér hana.
Og það siem einn af þesstum son-
um mínum hefir gert geta fleiri
gert og munu gera með tíð og jtíma
getur hún nú sagt.
Dr. Banting hefir einnig sýnt, að
hann 'er ekki aðeins mikiJl vísinda-
maður, heldur jafnframt að hann
er góður maður og sannur Oanada1
maður — ættjarðarvinur. Oft hafa
honum iboðist hálaunaðar stöður
við háskóla í Bandaríkjunum, en
þeinf befir hann jafnan hafnað,
vegna þess, iað það er nær ska-pi
li an.s að dvelja hér við minni laun
fyrir verk sín, en í framandi landi.
í annan stað lætur hann alila þá
heiðra er honum hlotnast í fé,
ganga til stofnana er rannsóknum
halda uppi viðvíkjandi lækningum,
en þyggur sama sem ekkert fyrir
sjálfan sig.
Sú saga er og sögð af dr. Banting
og þykir hún J>era vott um hve^n
mann hann hefir að geyma, að frá
því fyrst er hann fór að heiman frá
sér í skóla og alt til þessa dags,
skrifar hann móður sinni bréf á
hverjuml sunnudegi. 1 stríðið fór
hann sem kuninuigt er og særðist
hættulegia á hægri handleggnum.
Lá víst nærri, að hann misti hand-
legginn. En móður sinni skrifaði
hainn þá og notaði vinstri hendina.
Hann lét smáhindranir ekki skapa
hjá sér ræktarleysi eins og mörgum'
hættir við.
Canada'og canadi.sk þjóð má því
1 tvennum skilningi vera stolt af
þessum mianni; í fyrsta Jagi sem
vfoindamamni, og í öðru, lagi sem
manni með traustum og óveilum
toarakter. ,
Neita að borga.
'Stjórnarráð Winnipeg-borgar hef-
ir «mátt og smátt verið að minna
®ambandsstjórnina á það, að hún
bafi ekki ennþá goldið reikning
bann, er henni beri að borga fyrir
að fæða atvinnulalusa menn síð-
ast liðinn vetur. Sá hluti reikn-
ingsins sem á herðum sambands-
stjórnarinnar hvílir, nemur $53,000.
En nú rétt nýlega kemur það upp
úr kafúra, að sambandsstjómin
neitar að borga reikinginn. Hon.
James Murdock verkamálaráðherra
segir enga samninga um þetta
hafa verið gerða. Er þetba þeim
mun undarlegra, sem 2 bæjarráðs-
menn voru gerðir út af örkinni
fyrir rúmum háltjum mánuði og
voru sendir tii Ottawa til að sjá
hvað í vegi væri fyrir því, að skuld
þossi væri borguð, og komu aftur
með þá fregn, að sambandsstjórn-
in sæi um hana. En þá stóð svo á,
að aukakosning var í aðsigi í Norð-
ur-Winnipeg. Og sú kosning fór
fram s. I. miðvikudag. En tveim
dögum síðar voru vonirniar um, að
sambandsstjórnin ætlaði að greiða
féð orðnar minni hjá þossum tveim-
ur bæjarráðsmönnum og nú 'er það
vonleysi staðfest með orðum verka-
mála ráðherrans.
Það hefir verið lagt til að senda
menn ennþá til Ottawa, til að fá
reikning þennan goldin. En hlað-
ið “Free Préss”, sem frétt þessi er
tekin úr, heldur ráðlegra, að láta
það bíða þar til að næst líður að
auka, eða allsherjar kosningum
hér.
Um Home-banka farganið.
Það er alt af að koma eitthvað
nýtt í ljós í sambandi við hrun
Home-bankans. I»að sem stórkost-
logusitum fréttum þykir nú sæta í
því efni er það, að Hon. F. S. Field-
ing fjármálaráðgjafi s-ambands-
stjómarinnar hefir sagt, að hann
sjái ekki að stjórnin sé að neinu
leyti ábirgðarfull fyrir því hvernig
komið sé fyrir bankanuin. Því
svarar Arthur English, formaður
nefndar , þeirra f Winnipeg, er
stofn|uð hefir verið af þeim er fé
áttu í Home bankanum, til þess að
halda máli þeirra uppi við stjóm-
ina, á þesisa leið:
“Eg sé”, segif Mr. English, “að
Mr. Fielding hefir látið sér þau
orð um munn fara að stjómin
immi ekki ætla að bæta þeim
möniram er fé áttu inni í Home
bankanum skaða þann er þeir hafa
orðið fyrir að neinu. Eg vona
fastlega, að Mr. Fielding gangi
ekki út frá því, að hann sé öll
stjórn landsins eða aðal stjórnand-
inn. vSé hann jvað, er það víst að
margir murra kenna á þvf í vetur,
sem fyrir tapi urðu við hrun
Home bankans. Það er mörg átak-
anleg saga til af því á meðal hinna
,60,000 manna, sem fé sitt áttu hjá
bankanum. Eg þekki t. d. gamlá
konu, ekkjii, 68 ára gamla sem fyrir
dóttur-dóttur sinni, 12 ára gamalli
verður að sjá, sem hvern sikilding
af eign sinni átti inni í Home
bankanum. Eg þekki og verka-
mann, sem unnið hefir að því sínt
og heilagt, að eignast eitthvað til
að leggja fyrif sig í eMinnl. Hon-
(íra kom ekki til hugar, að bönkum
undir eftirliti landstjórnarinnar
væri ekki fyllilega treystandi. 20 ár
hofir hann strítt fyrir að ala upp
stóra fjöfokyldu og reyna að sjá
henni fyrir framtíð. Hann hefir
farið á mis við alla skemtun og
þægindi og margt sem nauðsyn-
legt var ©innig. Nú er hann og
kona hans um sjötugt. Bæði eru
þau ófær til vinnu. Þau eiga dá-
lítinn kofa yfir sig og höfðu lagt
svo mikið fyrir, að lífinu gátju
þau nú tekið rólega loksins að
kvöldi æfinnar. Ein. þá eign sína
áttu þau í Home bankanum. Og
nú hafa þau ekki svo mikið sem
eyrir fyrir fæði eða eldivið í vet-
ur.
Sambandsstjórnin hefir tímum
saman veitt fé til hjálparþurfandi
manna, ekki aðeins í þessu landi,\
heldur og í öðrum löndum. Er það
vottur inannúðar, sem vert er að
viðurkenna. En ©f það er 'ekki
mannúðilegt, að hjálpa þeim 60,000
manna, sem í mörgum tilfellum
töpuðu aleigu sinni við hrun Home
ibankans, þá hefir aldrei mannúð-
legt starf verið unnið. En það er
einniig önnur hlið til á þessu máli.
Fái menn þessir engar bætur á
skaða þeim er þeir hafa orðið fyr-
ir, ©r tralust 'almennings farið með
öllu á bönkum og bankarekstri
þessa lands. Og það er tafovert
vafamál, hvort að bankar þessa
lands hafa leikki nú þegar beðið
það tjón af hruni Homebankans,
sem háð getur þeim um fleiri ár.
Þrátt fyrir uminæli Mr. Fielding,
trúi eg því ekki, að þingið geri
ekki eitthvað fyrir ]>etta fólk, er
það kemur saman. Eg á ómögu-
legt með að trúa því, að þingmenn-
imir, sem þjóðin hefir treyst fyrir
löggjafarmálum sínum, geti leitt á-
standið hjá sér með öllu, sem af
Home banka hruniniu stafar. Eg
trúi þvf ekki fyr en eg tek á, að
þeir séu ánægðir með það ástand
og gieti látið það afskiftalaust.”
Aukakosningin í Winnipeg.
Aukakosningunni sem fram fór í
Norður-Winnipeg Sl 1. miðvikudag,
lauk þannig, að E. J. McMurray
vann stórkostlegan sigur. Heap
sem hættulegasbur var af gagnsæk-
endum hans, náði aðeins trygging-
ar fé sínu aftur, en hinir tveir
verkamannafulltrúarnir ekki. Eins
og áður hefir verið getið, var Mc-
Murrey skipaður málat'utningsmdð
ur í ráðuneyti Kingsstjórnarinnar
og þess vegna var aiukakosning
þessi nauðsynleg.
-----------x------------
.. '
Onnur lönd
Vanheilsa Law.
Andrew Bonar Law fynum for-
sæt'sráðherra á Bretlandi, hefir imi
alllangan tíma þjáðst mjög af ill-
kynjaðri liáfoveiki. Sir Thomas
Horder, hinum' træga læknir
krahbameina, sem stundað hefir
Bonar Law, hefir ekki' tekist að
hefta útbreiðslu meinsins. Vinir
hins sjúka óttast að honum muni
ekki batna og segja að mjög sé af
hoí.um dregið.
Síðustu fréttir herma, að Bonar
Law sé látinn. Andlát hans bar að
kl. 3. e. h. í gær. Vcrður þessa
mikilhæfa manns minst frekar síð-
ar.
Frá Þýzkalandi.
Titllöglu Hughes rifcara Bandaríkj-
annia um að skipa nýja nefnd til
þess að rannsaka ástæður Þýzka-
lands og komast að vissu um, hve
mikið Jandið væri fært um að
borga af skaðabótum þeim, sem
sambandsþjóðlrnar gera kröfur til
f Versaia samningnum, fá misjafn-
ar undirfcektir. Svör Frakka við
þeinr eru ákveðin. Þeir segjast
blátt áfram ekki taka neitfc af þeim
til greina. í tillögum Hughes^ er
það tekið fram, að Bretar og
Frakkar verði að lækka skaðabóta
kröfur sínar, en jafnframt er hann
nógu hreinskilinn til þess að taka
það fram, að það verði að vera
gert án þess að Bandaríkin gefi
nokkjuð upp af iánum sínum. Þó
Bretland sé í alla staði með tillög-
uin Hughes, hafa ]>eir samt í blöð-
um sínum minst á, að í þessu væri
ósamræmi. En svo getur þó varla
heitið. Þess verður að gæta, að
skaðábófcareikningarnir voru gerð-
ir eins háir og unt sýndist. En að
því er lán Bandaríkjanna snertir,
var öjl upphæð þeirra talin út í
peningum. Þau eru því hvorki
reiknuð moiri eða minni em þa/u
eru.
Emnfreinur hiafa nú Þjjóðverjar
farið fram á, að fá áheyrn hjá al-
þjóða félaginu um þessi vandræða
skaðabótamál. Vilja þeir leggja
frani skýrteini fyrir hag þeirra og
látá svo félagið gera út um það,
hvað álítist kleift fyrir þá að borga
í svip af skaðabótunum. Er sagt,
að Bretar, Italir og Belgíumenn
séu því máli hlyntir, en Frakkland
lýsti því yfir á ráðuneytisfundi s.
1. mánudag, að það anzaði ekki
þessari beiðni Þjóðverja og að því
ditti ekki annað í hug, en að halda
sér að því, er ákveðið væri um
skaðabætumar í Vorsalasamning-
unum. Og l>ar sem Þjóðverjar
héldu ekki þá samninga, væri ekki
um nein uppgjöf á Ruhr-héruðun-
um að ræðd. Hversu ákveðnar hin-
ar sambandsþjóðirnar verða í
þessu máii, er nú eftir að vita. Eru
horfurnar tafovert ískyggilegar í
því efni að sagt er og hugsanlegt,
að í keggi kastist miMi sambands-
þjóðanna út af því.
Heimafyrir er alt í umreistareldi
á Þýzkalandi. Víðsvegar um land-
ið eiga uppþot sér stað og eru
kommunistar sagðir öðru megin,
en stjórnar siAnar 'á hina hliðina.
Að kommunistar séu fyrir þeirri
uppreist inun hæpið, en hitt er
víst, að flokkur þerra sem kalla sig
aðskiinaðarmenn er orðinn stór,
og hann er það, seun á móti gerð-'
uiii þvzkJu stjórnarinnar mælir í
Ruhir-málunum. Þessi aðskilnað-
arflokkur átti í skærum við Frakka
í Ruhr héruðunum s. 1. mánudag,
og náðu nokkrum bæjum á sitt
vald, en urðu samt að lokum að
hörfa undan Frökkum. En smarp-
ur var sá bardagi og mannfall
talsvert, einkum í .liði aðskilnaðar-
manna Nú er sagt að aðskilnað-
annenn heiti ferðinni til Berlín.
Munu Frakkar koma stjórninni til
hjálpar þar, eins og þeir stundum
hafa áður gert, síðan innanlands
uppreistin hófst. Er það hálf
kómiskt, að hugsa sér þýzku og
frönsku stjórnirnar sækja fram
undir sama merkinu eftir alt sem
þeim hefir á milli farið. En Frakk-
ar óttast byltingu á Þýzkalandi.
Það er ef til vill það eina sem
skýtur þeim skelk í bringu. Far-
lama og ófæra vilja þeir sjá þýzku
stjórnina hanga við völd. Við hana
eiga þeir í öllum höndum. örðuga
gæti þeim veizt að ráða við upp-
reistar-mennina, ef þeir tækju
völdin í sínar hendur. En annars
mega ^Prakkar sjálfum sér um
kenna ef svo fer.. Kúgunin sem
Þjóðverjar sæta þeirra vegna, er
orsök ástandsins, sem nú' er í
ÞýzkalandiA Hóf hafa Frakkai;
þar ekki ktunnað sér og er ekki að
vita nema þeim sjálfum komi það i
koll.
--------xx---------
*
Ur bænum.
KVENFÉLAG Sambandssafnaðar
hefir ákveöið, að halda samkomu
á Þakkarhátíðisdag 12. nóvembeT.
Skemtiskráin verður auglýst í
næsta blaði
v Á samkomu er kvenfélag lút.
safnaðarins í Minneota hélt á
þriðjudaginn í vikunni sem leið,
talaði Steingrímur læknir Matthl-
asson fáein orð. Sagði hann frá
*
horfum heima og helztu fréttmn og
þótti þeim er hlýdcju á hann, frá-
söignin skemtileg. Blaðinu “Minn-
esota Maseot” segist svo frá, að
hann hafi náð hugum eldri sem
yngri. Þar var og staddur Gunn-
ar Matthíasson bróðir Steingríms;
á hann heima í Seattle og er lyfja-
fræðingur. Er hann söngmaður
hinn bezti, og hafði þarna yfir
nokkur íslenzk lög. Var gerður
svo mikill rómur að framkomu
bræðranna, að efnt var til annar-
ar samkomu, sem þeir einir tóku
þátt í þann 26. þ. m. Ræðuefni
Stemgríms læknis var um hnignun
hvíta mannflokksiins. en bróðir
hans söng marga einsöngva. Fengu
bræðurnir einróma lof fyrir
frammistöðu sína á þessari sam-
komu.
Dr. O. J. Gfolason og frú hans
frá Grand Forks, N. Dak., komu
hingað til ibæjar á þriðjudagskveld-
ið var. Með þeim voru Mr. og Mrs.
Haivarson, einnig frá Grand Forks.
Kom læknirinn í bifreið alla leið.
Töfðu þau hjónin hér fram á fimtu
dagsimorgun.
Robert Jacobs þingmaður, er
mælt að sækja ætli um borgar-
stjóra embættið í Winnipeg við
næstu bæjarkosningar, sem fara
fram 22. nóvember; verður hann
því gagnsækjandi borgarstjóra S.
J. Farmer. Mr. Jacobs var dóms-
mála ráðherra síðustu 8 mánuðina
er Norris stjórnin ríkti. Hann hef-
ir stundað málaflutnin.gsstörf um
langt skeið í þessum hæ og hefir
um 10 ár verið í skólaráði borgar-
innar.
Hjálmar A. Kristjánsson frá
Lundar, sonur séra AJberts Krist-
jánssonar, kom í gær vestan úr
Saskatchewan þar sem hann hefir
verið við uppskeruvinnu um fjögra
mánaða skeið. Vinnugjald kvað
hann állgott við þreskingu, alt
að því $6 á dag. Hjálmar lagði af
stað út til Lundar samdægurs.
Jóhannes Sveínsson frá Selkirk,
Man., lagði af stað alfarin, ásamt
fjölskyldíu sinni, vestur að hafi
þann 22. þ. m. Hann gerði ráð
fyrir að setjasit að í Los Angeles.
(Afsökun biður Heimskringla les-
endkir sína á því, að sagan sem
Vikulcga birtist í blaðinu, er ekki
í því í þetta sinn. Framhald henn-
ar kemur í næstu viku.
L
Siigurður Anderson frá Piney,
Man., koin til bæjarins f gær í við-
skifta-erindum.
---------XX———
Frá Islandi.
TAUGAVEIKIN
á fsafirði.
I
Viðtal við landlækni.
Frá ísafirði barst sú íregn hing-
að suður nýlega, að taugaveikin
væri komin þar upp. En af veik-
inni eða því, hvenær hún kom upp
komu ekki neinar fregnir svo Morg-
unblaðið sneri sér tM landlæknis í
l>eim efnum. að fá að vita hið
sanna |um veikina og útbreiðslu
hennar, því vitanlegt var, að hann
mundi vera því allra manna kunn-
ugastur hér syðra.
— Hvenær varð vart við tauga-
veikina á Isafirði.
- Eg vissi ekkert um hana, fyr
en eg las um hana í blöðunum í
fyrra dag. Þá símaði eg strax hér-
aðslækninum á ísafirði þetta:
“Blöðin hér tala lim taugaveiki
á ísafiröi. Er þetta rétt? Hafið þér
strum? Það er tM hér í ríkisverzl-
uninni.”
Og svarið kom samstundis á
þessa leið:
“Þegar eg kom heim (héðan að
sunnan) var taugaveikin komin
upp 1 fimm húsum, sex voru veikir.
Migðal tveggja þessara sýktu húsa
hafði aðeins verið lítið samband.
Uppruna veikinnar er ekki hægt
að finna. Allir sjúklingarnir hafa
verið fluttir á sjúkrahús. nema úr
einu húsi, þar er sæmilega um bú-
ið. Vaccine hefi eg æfinlega til, og
hefi nú fengið nægar birgðir af
því. Fleiri en þessir sex hafa ekki
tekið veikina enn.”
— Haldið þér að taugaveikin
verði stöðvúð á Isafirði?
— Já. nú er það auðgert, því að
nú er ágætt neytsluvatn á ísafirði,
alveg örugt. Og þar að auki mjög'
duglegur læknir. En það var einu
siAni, fyrir Löngu sfðan, að tauga-
veikin var búin að taka heljartök-
um á ísafjarðarkaupstaðnum. Og
ástæðan var þá sú, að ísfrðingar
höfðu ekki nýtilegt neytsluvatn.
En það er bezt að fólkið fái að vita
það, að Isafjarðarkatupstaður var
fyrsti bœrinn sem gérði sér vatns-
veitu til að losna við taugaveikina.
Og það er jafnframt bezt að minna
á það, að maðurinn. sem kom því
í kring, var Hannes heitinn Haf-
stein.
Af svarskeyti héraðslæknisins á
ísafirði og ummælum landlæknia
má því vænlta þess, að takist að
hepta útbreiðslu veikinnar.
Thomas A. H. Hey orfursti, heit-
ir Bandaríkjamaður, sem hér dvel-
ur nú. Kom hann hingað með lag-
arfossi síðasit og var þá ranglega
nefndur enskur að ætt hér í blað-
inu. Hann er forstöðumaðúr þá-
skóla í Easton í Pennsylvaníu, og
sækja þann skóla um 1200 náms-
menn. Skóli þessi er kendur við
Lafayette, frelsishetjuna frönsku,
og nokkru áður en Thomas Hey
kom hingað, ^var hann viðstaddur
hátíðahöld í Prakklandi er haldin
voru í minningu um Lafayette, og
lagði sveig á gröf hians fyrir hönd
háskólans. Thomas A. H. Hey er
nú á ferð kringum jörðina og þótt-
ist ekki geta farið fram hjá Islandi
Hann hefir ferðast hér um, bæði
til Þingvalla og austur í sveitir og
lfot mætavel á landið Hann fer
með “Sirius”.
Siguröur Jónsson læknir í Fær-
eyjum sagði í vor af sér embætti
og var í ráði að hann tæki við dóc-
entsembættinu hér eftir Stefán
Jónsson, sem nú er fluttur til
Danmerkur. Fór Sigurður til
Kaupmannahafnar í vor til að búa
sig undir háskó-laembættið hér. En
nú hefir hann horfið frá þessu og
sótt aftiur um hið fyrra embætti
sitt í Færeyjum og hrósa Færey-
ingar happi yfir" þessari ráða-
breytni hans, þvf Sigurður hefii*
unnið sér almennrar vinsældar í
embætti sínu. «
Laus embætti. Héraðslæknisem-
bættið í Vopnafjarðarhéraði,
Höfðahverfishéraði, Reykhólahér-
aði, Patreksfjarðarhéraði, Flateyar-
héraði eru auglýst laus til umsókn-
ar. Umsótonarfrestur er til 31. des-
ember þessa árs að undanskildu
Flateyjarhéraði. Þar er umsóknar-
frestur til 9. nóv. þ. á.
0 i
Dánarfregn. 1 gær síðdegis lést
úr hjartaslagi Gjuðmundur Sigj
urðsson, á Stýrimannastíg 8, faðir
Karls Guðmundssonar skipstj. og
tengdafaðir Hjalta Jónssonar fram-
kvæmdarstjóra.
Sláturtíðin er nú byrjuð fyrir al-
vöru, og koma hér eftir rekstrar
til Sláturfélags Suðurlands á hverj-
um degi. Kjötverðið er í haust frá
80 aurum upp í 130 aura tvípundið
en mör 140 aura. 1 smásölu er kjöt-
verðið nokkru hærra. Búist er við
að slátrað verði fé með allra
minsta móti í haust, því heyafli hef
ir yfirleitt orðið góður sunnan-
iands, en undanfarin ár hafa bænd-
ur orðið að farga með meira móti.
Er fólki því ráðlegra að fresita ekki
of lengi kjöt- og sláturkaupum sín-
itm.
Fiskútflutningur'nn. Tvö skip
fóru héðan í gær ijieð fiskfarm til
Spánar, “Dempster” og “Polar-
stjemen”.
Mikinn snjó kvað hafa sett niður
nórðanlands nú fyrir skömmu. Hef-
ir fróst, að:fé hafi fent í Þingeyjar-
sýslu.
“Kveldglæ'ður”. Nýkomnar era á
bókamarkaðinn sex sögur úr
sveitalífinu með því nafni eftir
Guðni(und Priðjónsson. — Sigurður
Kristjánsson gefur út.