Heimskringla - 31.10.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.10.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA. HEÍMSKRINGLA WINNIPEG, 31. OKTÓBER, 1923 HEIMSKRINQLA ÍSM) Kmwu tt 4 hverjani alttTlkaiteffL Eigreodurs THE VIKING PRESS, LTD. ISI «ff 165 9ARGENT AVE„ WINMPBQ, TaUdnli Jf-€U7 Teftt hUSelan er H.II irffaaffartn tot fyrir fran. Allar bergaatr riVaaiaBal MaSataa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaður. Utaaiakrlft tii MaValaii HeimMkrlngla Nrw* & PnblÍMhins Co. Lessee of THH TIKIJfO PRBSS, Ltl^ Bea IIT1« Whaatpeff, Haa. Tteaiakrfft tll rttatjlraaa EDITOR HBINSKRIN6LA, Bex BIT* Wiaalfeff, Maa. The ‘Heimskringla” ls printed and pub- lished by Heimskrlngla News »nd Publishing CoM 853-855 Sargent Are. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537 WINNIPEG, MANITOBA, 31. OKT. 1923. Gandreiðar nútímans. Loftsiglingar eru ungar. Þær eru taidar með nýjustu sigrum vísindanna. Og víst er um það, að þær tákna stórt og merkilegt spor á sigurfarar braut mannsandans. Um “gandreiðar" er getið í fornum fræðum ís- lenzkum. ’Minna þær á loftsiglingarnar nú, t>ó margt kunni ólíkt með þeim að vera^ Völur og galdramenn settust á “seiðhjall og frömdu seiða. Seiðkonur höfðu staf eða töfrasprota og riðu sumar þeim um loft, láð og lög að næturlagi. Kveldriður voru þær 'kallaðar. Þó þetta væru galdrar nefnd- ir, minnir það á loftsiglingar nútímans. Þeim svipar svo mikið til galdra, þó í sjálfu sér séu þær ofur eðlilegar og sýni ekkert frem- ur en aukinn skilning manna á öflum náttúr- unnar. iLoftsiglingar fara fyrst að verða algeng- ar og verulega eftir þeim tekið á stríðsárun- um síðustu. Yfir blóðvellinum sveimuðu flugvélar sem fuglar himins og skyndust eftir bráð, sem grimmustu ránfuglar, Seiðkonur til forna er sagt að hafi og riðið mönnum langar leiðir gandreið. Voru menn þeir er fyrir því urðu illa útleiknir og olli það óbeit á gandreiðum yfirleitt. Það var með öðrum orðum ilt verk. En íll þóttu hermönnunum einnig erindi loftbátanna í stríðinu. Má um það segja, að vitið hafi þá eigi síður en til forna verið notað til þess er miður skildi. Og hver veit nema að enn meira ilt eigi af þessum nútíðar gandreiðum eftir að stafa. Að hildarleiknum ægilega loknum, var farið að færa sér loftsiglingarnar í nyt á skynsamlegri hátt.og affarasælh fynr mann- kynið. I Evrópu ganga loftförin nú eftir áætlun sem járnbrautir milli. ýmsra staða og flytja bæði fólk og léttavarning. Vestan hafs hefir flugferðum einnig verið haldið uppi milli vissra staða af einstökum mlönnum. En smávægilegt hefir starf þeirra ( fremur mátt heita til þessa og óákveðið. En nú er að verða breyting á þessu. Banda- ríkin hafa nú í hyggju að koma á póstferð- urn með loftskipum yfir þvera álfuna, frá New York ril San Francisco. Eru það um 3000 mílur vegar. Til þess er ætlast, að loftförin leggi þessa leið undir fót á 28 klukkustundum, eða rúmum sólarhring. Og þó verður staðnæmst nokkrum sinnum. Má þetta skyndiferðalag í sannleika galdur kalla og gengur seiði næst. En loftför þessi ferðast ekki aðeins um daga; þau verða einnig að ferðast á nóttunni, til þess að kom- ast leið þessa á þessum í-kveðna tíma. Minn- ir það á kveldriðurnar til forna. En nú eru ferðalögin um hminvanginn ekki hættulaus í myrkri. Er gert ráð fyrir að bæta úr því með afarsterkum ljósum, sem loftförm verða útbúin með. Sj'á mennirnir sem í þéim eru með þeim hvað fyrir er í margra mílna fjarlægð. En ekki þykir þetta nægja. Loftförin leggja af stað frá New York um hádegi. Sá hluti leiðarinnar sem þau ferðast um á næturnar verður aðallega milli Chicago og borgarinnar Cheyenne. Eru það um 1000 mílur vegar. Um nætur verð- ur vegaleið þessi Vörðuð mieð ljósum á 25 mílna milli bilí. Eftir Ijósvörðum þessum þessum, þræðir kveldriðan leið sína í myrkr- mu. I sumum bæjunum, svo sem Chicago, Iowa City, T)maha, North Platte og Chey- enne eru ljósvörður þessar afar sterklýstar. Er ljósmagnið í þeim á borð við 600,000, 000 kertaljós. Snúast Ijóshylkin í toppi varðanna og lýsa um 50 mílur vegar út frá sér. Þegar á allan þennan útbúnað er litið, er ekki að sjá, að neitt hættulegra þurfi að vera að ferðast að nóttunni en deginum í loftförunum. Ef eitthvað kæmii fyrir svo að loftbáturinn yrði að lenda, getur hann með sínu eigin dreyfiljósi séð hvar lendingar- staður er heppiiegur. Þetta hefir nú Bandaríkja stjórnin á prjónunum. Hvenær að þessu verður öllu lokið og ferðirnar byrja, hefir ekki enn verið gert heyrinkunnugt. En innan mjög skams tíma, er gert ráð fyrir að það verði. Þetta fyrirtæki Bandaríkjastjórnarinnar er þýðingar mikið spor í rétta átt. Það spáir svo fögru fyrir um notkun þessara af- ar mikilsverðu flutnings áhalda á þjóðeigna grundvelli. Það Jítið sem hefir verið átt við að nota loftför mannkyninu til heilla og þarfa, hefir til þessa og er enn gert af ein- staklingum. En af því hefir bæði Ieitt, að notkunin hefir verið kosnaðarsöm, og það sem ennjþá verra hefir verið, ófullkomin og ekki laus við hættu. Loftsiglingar eru of- hættulegar til þess, að láta gróðrabralls- mönnum þær í hendur, sem af ágimd til fjár stjórna rekstrinum, en skeyta minna um þægindi þeirra sem áhöldin nota, eða hætt una sem því er samfara. Með aukinni notk- uri þessara tækja, ætti rekstur þeirra ekki að vera^ í einstakra manna höndum, heldur þjóðarinnar. H. G. Wells rithöfundurinn mikli hefir skrifað greinar í nokkur blöð og tímarit um loftsiglingar. Hann hefir verið að ferðast með Ioftförum talsvert síðast liðið sumar á meginlandi Evrópu. Hælir hann því mjög hve holl og hressandi slík ferðalög séu. Hið létta og tæra loft telur hann heilsulyf og útsýnið úr loftförunum sem verði svo miklu meira en menn hafi átt að venjast telur hann víst að 'hafi andlega breytingu í för með sér á manninn. Ennfremur telur hann alla þá fegurð semi fyrir augað ber úr loftfarinu að sjá mjög vekjandi listahæfileika manna. Hvetur hann mjög til að auka notkun Ioft- siglinga. I Evrópu segir hann að sá farar- tálmi sé á vegi þess, að svo margar þjóðir séu að keppa um reksturinn. Æskir hann að landamærin séu numin burtu, og að eitt alþjóðafélag sé stofnað til þess að reka slíkt fyrirtæki sem loftsiglingar til almennra ferðalaga. I Vestur heimi kveður hann ekki þessar torfærur á veginum, enda býst hann við að sjá notkun loftbáta þar koma fyrst að heillavænlegum notum. Þar eru þjóð- félögin stærri. Þar þarf ekki hvert þeirra að keppa við 39 önnur þjóðfélög um að ferð- ast stuttan spöl, eins og í Evrópu, í loftskip- unum. En um fram alt leggur hann áherzlu á, að loftsiglingar ættu að vera reknar sem þjóð- eignar-fyrirtæki. Með því einu móti telur hann mögulegt, að þær geti bráðlega orðið mannkyninu til sannrar blessunar. Víst er um það, að sigur mannsandans á þessu sviði er mikill og merkilegur. Ennþá merkilegra væri hitt, ef hægt væri að láta mennina sjá og skilja það, að sá sigur á að þýða heill og farsæld’ fyrir alla, en ekki að- eins fáa, eins og til þessa hefir viljað brenna við, í sambandi við sigurförina á öðrum sviðum. Yínbannsmálið í Alberta. Atkvæðagreiðsla í vínbannsmálinu fer fram í Alberta-fyiki 5. nóvemiber næstkom- andi. Rúm sjö ár hefir vínbann verið í fylkinu. Hefir eflaust meiri hluti íbúanna unað ,iþví sæmilega. En jafnframt hafa nokkrir verið óánægðir og mun það lengst sannast, að ilt verði að gera ötlum til hæfis í senn. Baráttan kvað vera orðin heit um málið, enda er það eðlilegt, þar sem komið er svo nærri úrslitadegi. Bannvinirnir gera það sem þeim er unt að sannfæra íbúa fylkisins um ágæti bannsins. En hófsemdarmennirn- ir, svo kallar drýkkjuliðið sig, hafa efnt til öflugra samtaka að sagt er, og eru fylking- ar hvors flokksins inn sig hinar knálegustu og ilt að sjá hvernig höfuðorustunni lýkur. En atkvæðagreiðslan er undarleg. Svo fínt er í sakir farið, að það er fernt sem kjósendur eiga að velja um. Fyrst er að vín- banninu sé haldið við eins og það er nú. Annað er, að leyfa öl og bjórsölu aðeins. Þriðja atriðið er um það, hvort stjórnin sjálf ætti að selja öl. Og það fjórða er um það hvort vín og áfengi af öllum tegundum skuli ekki selt með eftirliti stjórnarinnar; er það Stjórnarsala á áfengi eins og Viðgengst nú í Manitoba og British Columbia. !Um alt þetta eiga kjósendur að velja. Það af þessu sem þeir kjósa helzt að gert sé að lögum marka þeir með tölunni 1 ; það næst- bezta, sem þeir álíta, með tölunni 2 og svo framvegis. Það getur riðið meira á því en margur heldur, að marka ékki nema við eitt af þessum ákvæðum og er því einhlytast að marka að minsta kosti 3 af þeim. Þó t. d. fyrsta atriðið, áframhald vínbannsins, fengi flest atkvæði með 1, getur það orðið á eft- ir einhverju öðru atriði, þegar talan 2 eða 3 bætist við hið síðar talda. Þeir sem hlynt- ari eru því banni en stjórnarvínsölu, en fyrsta val sitt gefa bjórsölu, gera sjálfum sér réttast til með því að merkja töluna 2, eða annað val sitt við fyrsta atriðið sem um er að velja, svo atkvæði þeirra verði ekki ó- nýtt. En það er tilgangurinn með þessari aðferð atkvæðagreiðslunnar, að atkvæði hvers kjósanda komi til greina, eða með öðrum orðum, að hver kjósandi njóti réttar síns í málinu sem í þann svipinn liggur fyrir. Mönnum 'hefir stundum sézt yfir þýðingu þessarar aðferðar it. d. við útnefningar þing- mannaefna þegar aðferð þessari hefir verið fylgt, eins og bælndaflokkarnir gera víðast, og því er sérstaklega bent á hana hér. Eðlilega hafa kjósendur gert sér grein fyrií hver afstaða þeirra er í þessum málum. Þeir hafa að sjálfsögðu myndað sér skoðan- ir um þau, sem þeir eru ákveðnir í að fylgja og á þaí svo að vera. 1 augum þess er þetta ritar, er aldrei neitt á vínsölu að græða, hvorki fyrir einstaklinginn, heimilið né þjóð- félagið. Og góðu tímarnir sem lofað var með henni í þessu fylki (Manitoba) eru enn ekki áþreifanlegir í verkunum og virðast ekkert líkt því vera í námunda. Heima til- búningur víns heldur einnig sínu striki e.ftir sem áður. Því böli átti nú samt heldur en ekki að létta af með því að lögleyfa vín- sölu. Eða með öðrum orðum: einn djöfull átti annan út að reka. Þeirri glímu er hér að minsta kosti ekki lokið og alveg óvíst hvor yfir annars höfuð sverði stendur að síðustu. Sérstakt. Eins dæmi er það ekki, að jafnvel óbil- gjörnustu flokksblöð birti stöku sinnum greinar frá andstæðingum sínum, að vísu þó oftast með athugasemdum — virðulegast. Hitt imin alveg sérstakt, að þau ráði menn til þess að skrifa frá sjónarmiði andstæð- inga sinna um þau rtiál er blaðið berst fyr- ir. En þetta hefir nú blaðið “London Spectator” gert. Ritstjóri þess er J. St. Loe Strachey. Blaðið er eitt helzta mál- gagn íhaldsmanna. En rjtstjóri þess hefir ráðið mann er H. W. Massingham heitir, og áður var ritstjóri eins svæsnasta málgagns frjálslindaflokksins (The London Nation) til þess að rita í blaðið greinar frá gagri- stæðri hlið við stefnu blaðsins undir sér- stakri fyrirsögn: “Hin hliðin”. Ritstjórinn Iítur svo á, sem hann sé meo þessu að gera sína brýnustu skyldu sem blaðamaður. Lesendur blaða þurfa að sjá báðar hliðar hvers máls, segir hann. En sínar eigin skoðanir setur hann eins kröftug- lega fram og honum er unt, og ætlast svo til að lesendurnir dæmi fyrir sig sjálfir. Á seinni tímum hefir vottað fyrir þessu, sama hjá ýmsum blöðum, en svo langt hafa þau ekki gengið, að ráða ritstjóra beinlínis þess að halda framvhlið andstæðinganna. Ymsa vega mun mönnum geðjast að þess- ari hugmynd. T. d. höfum vér heyrt einn ágætan flokksmann segja um mann í and- stadðingaflokki hans, að hann gæti ekki tek- ið í hendina á þessum grasbít. Maður þessi var þó kærleiksríkur fyllilega á móts við það sem aljnent gerist. Samt hafði “flokks- fylgið” blindað hann svona. I blaði “hans þ. e. blaðinu sem hann kaupir, gæti hann tæplega tekið með góðu árás á stefnu flokks- ins sem hann fylgir. Mjög hefir þetta þó breyst á seinni tímum. Flokksfylkið hefir dvínað. Menn hafa á einn og annan hátt komist að því, að t. d. hinir algengari stjórnmálaflpkkar hafa ekki þær stefnur sér að baki, sem velferð alþýðunnar eða þjóð- félagsins í heild sinni er neitt sérstaklega komin undir. Stefnurnar í stjórnmálum hafa reynst maðksmognar hver fram af annari. Flokksfylgið hefir verið hugmynd, en ekki veruleiki. Þeim sem þetta er orðið ljóst, og hverjir eru það nú á tímum sem ekki finna til þess, hlýtur að geðjast hugmynd ritstjórans að blaðinu “London Spectator”. ÖIlu frjálsari leið er vart hægt að fara og beinni en þá er hánn hefir tekið upp til þess að komast að sannleikanum. Og í hvaða máli sem er, er það hann sem mestu varðar. Ef þessi aðferð gæti orðið til þess, að efla umburð-arlindi mianna á milli fyrir skoðana mun þeirra, væri strax stór bót að henni. Víðsýni hlyti að aukast við það og ástm til þess, sem satt er og rétt að eflast. Lýgin hefir íengi landlæg verið, þrátt fyrir góðar hvatir margs manns, og það er vafamál mikið, hvort að flokksfylgið blinda í einurn og öðrum skilningi, hefir ekki verið vermi- reitur hennar að talsvert miklu leyti. Uppreisnin í Marokkó. Ka-bylar í Marokkó, hafa enn á ný gripið til vopna gegn yfirdrotn- uiflim sínufn, Spánverjum og hafa verið vopnaskifti milili peirra eíðan í júnímánuði. Og nú eíðast hafa Kabylar lýs yfir “heilögu stríði” og vænta á hann hátt að fá trúbræður sína til fylgis við sig. Eiga Spán- verjar í vök að verjast og þykir í- skyggilega horfa. Koringi uppreisnarmanna í Mar- okkó er Abd-ul-Krim, gamall hat- ursmaður Spánverja. Ræður hann yfir austurhiuta landsins, og það er hann, sem á upptökin að núver- andi ófriði. í Vestur-Mjarokkó var helsti leiðtoginn ræningaforinginn Raisuli. Hann hefir sig ekkert frammi og er álitið að Spánverjar hafi mútað honum tiil að halda sér í skef jum. Abd-ul-Krim hefir mikið lið og vel vopnum búið. Þegar Kabylar áttu í höggi við Spánverja fyrir tveimur árum, náðu þeir mjög miklu herfangi og vopnum og skot- færum, sem þeir nota mú. — Einn- ig er sagt að þeir hafi síðan flutt inn mikið af hergögnlum, er þeir hafi fengið hjá Erökkum, þar á meðal nokkrar fluigvólar. Nýilega tóku Spánverjar fast Hollenskt skip sem hlaðið var þýzkum hergögnum, er fara áttu til Marokkó. Sýnir þetta, að Kabylar hafa verið iengi að búa sig undir stríð. Á Spáni eru mjÖg skiftar skoðan- ir manna á Marokkó-málinu. Yerkamanaflokkarnir hafa sent stjórninni kröfu um, að Spánverj- ar hverfi með her sinn burt úr Marokkó. Stjórnin vi‘11 ekki ganga svo langt, en forsætisráðherrann og utanrfkis-, fjármála- og verzlun- arráðherramir vilja, að Spánverjar láti ,sér nægja að halda í valdj sín|u strandiengjunni, sem þeir hafa nú, og hægt er að verja án þess að senda mikið lið suður yfir. 3>ví að áliti stjómarinnar má ríkið ekki leggja á sig þau útgjöld, sem leiða munu af herför tiil Marokkó, og ekki mundu verða undir % miljarð pesetum á ári. En annar flokkur, sem telur hershöfðingjania og her- málaráðherrann innan vébanda, telur ríkinu það ekki samboðið að láta lundam Kabylum og vill ófrið fyrir hvern mun. Og Abd-ul-Krim er sama sdnnis. Hann vill ófrið og ekkert annað. Hann treystir því að Kabylar muni ávalt geta sigrást á Spánverjum hversu mikið lið sem þeir sendi til Miarokkó, og hann sleppir aldrei neinu færi til að erta spönsku stjórnina. Til dæmis var nýlega gerð út nefnd frá Spáni til að semja við hann um námurétt- indi rtökkur og var hershöfðinginn Oastro Girona, einn af helstu mönn- um SpánVerja innan bersins, for- ingi þessarar fam. Sigldi hann á herskipi suður til Marokkó og heiddist if^indar við Abd-nlLKrim. En hann neitaði að koma á fund- inn, og sendi einn manna sinna til Spánverjanna með þá orðsending, að ef Spánarkonungur vildi nokk- uð við sig tala, þá yrði hiann að koma sjálfur. Um miðjan síðasta mánuð\var ósamkomulagið orðið svo mikið innan spanska ráðuneytisins, um hvað *gera skyldi í Marokkó-málinu, að for.sætisráðherra baðst lausnar. Konungur gat komið á málamiðil- nn milli ráðherranna, þannig að stjórnin situr um sinn. Hefir yfir- berstjóra Spánverja Weyler hers- höfðingja, verið faiið að gera tillög- ur um málið, og eiga þær að leggj- ast fyrir stjórnina, eigi .síðar en í október. En Ab-dul-Krim notar þonnan tíma sem hann getur bezt, og hefir nú hafið mikla sókn. Lið Spánverja í Marokkó er aðeins lít- ið og hefir hvað eftir annað farið halloka. Höfðu Spánverjar skömmu eftir miðjan ágúst mist yfir 200 liðsmenn og 20 herforingja. Spá því margir, að Marokkómál- in eigi enn eftlr að baka Spánverj- um mikil óþægindi og jafnvel koma á stað deilum innanlands, sem geti orðií? hættulegar fyrir stjórnskip- un ríkisins. Dodd’s nýmapillur eru bezta nvrnameíSal ið. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun, þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nvrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan eÖa 6 öskjur fyr. w $2 50, og fást hjá öllum Iyfsöl* wn e?Sa frá The Dodd’s Medickoa Co.. Ltd., Toronto, OnL Batnandi tímar á Rúss- landi. Brezk verzlunarmálanefnd, sem ferðast hefir um Rússland, hefir ný- lega gefið skýrsilu sína um við- skiftahorfur og ástandið í Rúss- landi eins og það er nú, og hefír útdráttur úr þessari skýrslu verið birtur í “Daily Mail” og “Times". Eormaður nefindar þessarar ler bróðir núverandi forsætisráðherra Breta, Standley Baldwin. Nefnd þessi var boðin til Rúss- lands af Krassin verzlunarmála-' stjóra til þess að kynna sér ástand- ið, og rannsaka hvort hægt væri að byrja viðsikifti í nýjum iðngreinum. Pekk nefndin að ferðast um eftir eigin geðþótta og voru enýar höml- ur á hana lagðar, og allar upplýs- ingar fekk hún, sera hún æskti. Baldwin álítur að árangur farar- innar verði mikill. Nefndarmenn- irnir kyntust persónulega flestum ráðsitjómarmönnum. Segir Bald- win, að þeir nefndarmennirnir hafí orðið hrifnir af dugnaði þeim, sem ráðstjórnin sýni í því, að koma fjárhag ríkisins í betra lag og læt- ur þá ósk í ljósi, að þýzka stjórnin vildi taka þá sér til fyrirmyndar. Segir hann að öll útgjöld ríkisins séu iskorin mjög niður, en hins ve:g- ar fari skattamir hækkan.di. og alt sé gert til að kom-a jafnvægi á. tekjur og ‘gjöld ríkisins. Tekju- skatturinn nemur alt að 20%. Krassin hefir það sérstaka starf með höndlum að gæta þess lað inn- fluttningur vöru yfirstigi ekki út- flutninginn. Nýi gjaldmiðillinn Rússneski, tchervonetz, sem svarar til sterlingspunds, er að útrýma pappírsrúblunum, en hann er trygður sumpart með gulli og sum- part mfeð verðbréfum. Engu er eins mikiiil sómi sýndur eins og ak- (uryrkjunni, en ,þó er því að eins leyft að flytja inn landbúnaðarvél- ar iað eigi sé halli á verzlunarvelt- unni. Baldwin segir, að mikil hiúsnæð- isekla sé í Moskva, enda hafi fbúa- tala borgarinnar þrefaldast. Eólk gengur yfirleitt iilla iklætt, en hvergi segist hann hafa séð vott sults eða atvinnuleysis. — Verkalaunin eru lægri an fyrir stríðið og fólk verð- ur að vinna miklu meira en nokk- urn tímia áður. Flest atvinnufyrirtæki eru nú rekin af einStaklingum, þó stjómin hafi ekki að fuliu yfirgéfið kenn- inguna um ríkisrekstur enn þá. Kaffibús og leikhús eru altaf full, svo að af því má ráða að fólk hafi næga peninga. Komuppskeran verður ágæt, sér- staklega í Suður-Rússlandi, og Baldwin dregur þær ályktanir af reynslu sinni, að Rússiand sé sem óðast að rétta við aftur. — Lögrétta. Strandvarnirnar Norðanlands, Viðtal við skipstjórann á “Kakala”. •A. Urjú skip hafa gætt \ strand- varnamna á síldveiðasvæðinu í a(umar, tvö íslenzk, “Þór” og Kak- alinn og eitt danskt, ‘Tylla”. Þetta sumarið hefir strandvarslan «

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.