Heimskringla - 31.10.1923, Blaðsíða 5

Heimskringla - 31.10.1923, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 31. OKTÓBER, 1923 HEIMSKRINGLA 5, BLAEXSIÐA. verið öflugust. Áður bafa aðeins verið tvö skip 3>6r og FyJla og eiön vélbátur. “Kakalinn” hefir því -bsest við í sumar. Skipstjóri hefir verið á honum Kristján Bergsson Þar til í byrjun þ. m. En J>á tók stýrimaðurinn við. Morgunbl. hefir haft tal af Krist- jáni Bergssyni um istrandvamirnar og fara ummæli hans hér á eítir. — Hvað hefir “Kakalinn” tekið inörg skip í sumar? — Það er satt best að segja mieð bað, að eg man bað ekki. Kærur mínar hefi eg sent til hlutaðeig- andi lögrcglustjóra á hverjum stað og til skipstjórans á “Þór”, og hefi Þær ]>ví eJkki við hendina. En “Þór” er væntanlegur hingað á hverri stundu, og mun þá vera hægt að fá þær skýrslur hjá honum. — En munið þér hvað mörg skip hafa verið tekin í alt? — Ekki til fullnustu. Þau er(u 15—20, sem kærð hafa verið. Flest þeirra hafa fengið einhverja sekt, meiri og minni, örfáum hefir ver- ið slept vegna þeas, að sakir þóttu xikki nógu miklar til sektar. — Hvað nema sektirnar miklu . alls? — Það get eg ekki sagt um, því ekki var búið að dæmia í síðustu kærunum. En hæst var skip sektað |hm 3000 krónur fyrir utan að veið- arfæri voru gerð upptæk. — — Hafa útlendingar veitt niikið utan landhelgi? — óvenjulega lítið. Um 90 skip erlend munu hafa stundað síld- veiðar, og þau munu ekki hafa veitt yfir 100 þús. tunnur. Og 30 af þeim veiddu í bræðsliu. — Álítið þér, að þessiar strand- varnir nægi? — Nei. Þær nægja ekki eins og skipin eru útbúin, þegar ,Fylla’ er undantekin. Til strandvarn- anna þurfa vopnuð skip og gang- betri. I>au skip, er nú stunduðu strandvörsluna höfðu auðvitað í fullu tré við önnur skip en togara. En þeiT óttast ekki vopnlaus skip En verði landhelgin varin eins vel eða ibetur en nú siðast, þá er það mín skoðun, að veiði útlend- inga utan landhe-lgi hætti alveg. — Yar örðugt að fást við skip þau jsem tekin voru? — Nei, ekki verulega. Einstökfu sinnum kom það fyrir, að þau hjuggu frá sér veiðarfærin og “stungu af’. En venjulegast höfð- um við hendlúr í hári þeirra. Yerst var að eiga við þau skip, sem ekkert þjóðernis- eða fi.skiskírteini hafa. En.þau eru mörg. Og í þesisu Siambandi vil eg geta þess, að eg held, að töluvert ólag sé á lögskrán- ingu margm þeirra skipa, ,sem stunda Sifldveiðar fyrir Norðurlandi, og teljast íslenzk ,skip. Sum þeirra hafa t. d. helming skipshafnar er- lenda menn, en mega það ekki sam- kvæmt landslögum, ef þau eiga að teljast ísilenzk skip. Af þessíum skipum tókum við nokkur, seih ekki gátu sýnt þjóð^rnis eða fisk- veiðaskírteini og engin skjöl höfðúi — (Haldið þér, að því fé sem rfk- i« veitir til strandvarnanna sé ekki vel varið? i— Áieiðanlega. Fyrir utan beinu sektirnar af kærðum skipum, náð- um við stórum fúlgum í hafnar- gjöldlum og öðrum sköttum af skip- um, ®em annað hvort ætluðu að þrjóskast við að borga þau eða sluppu úr höndum lögreglustjór- anna. óbeini hagnaðurinn er því mikill. — Yirðist yður ekki að reynt sé að framfylgja síldveiðailögunum norðanlands? — Um það vil eg ekkert segja. Geljur verið, að eg hafi síðar tæki- færi til að láta álit mitt í ljósi um það efni. — Hvernig var tíðin í sumar? — Slæm! Eg held að ekki hafi komið sú vika, að ekki snjóaði á fjöll. — Voru síldveiðar að hætta? — Flest skip voru hætt, eða í Þann veginn að hætta — mest vegna ógæfta. — Og að síðustu: hvernig lítur l|t með sildarsöluna? — Heldur vel nú. Og það eru ^d'gin lfkindi til að verðið lækki í bráð. Bókmentafélagið. Samkvæmt nýútkomnum skýrsl- um þes-s eru nú um lloO.félagar í Bókmlentafélaginu. Af þeim eru 30 heiðursfélagar. Ujn 400 eru hér í Reykjavik, og um 900 utan Beykjavíkur, hér á landi; í Ame- ríku eru næf 150, og í ýmsum lönd- ura Norðurálfunnar rúmlega 100. Af utanbæjarfélögum eru um 200 utan umboða. Fólagið gefur nú út allmikil rit, sem félagsmenn, er greiða aðens 10 kr. tillag, fá öll ó'keýpiS'. Bækurn- ar munu kosta um 30 kr. í bók- hlöðu, eins og ársritin síðastl. ár. Um 100 nýir félagar bættust við síðasta ár og óeíað bætast margir við á þessu ári. Stjórn félagsins hefir ákveðið að gefa öllum nýjum félagsmönnum kost á að fá ársþæk- urnar frá í fyrra fyrir 10 kr. ( = 1 tillag). því að þá hófust 2 stór verk, annálarnir og kvæðasafnið. Ættu menn að &efa sig fram hið fyrsta, því að nú er verið að senda út árs- bækur þessa árs. Allir geta orðið félagar, sem greiða 10 kr. árstillag. Bókavörður og skrifari er Matthí- as Þórðiarson (Laugavegi 18 B, R- vík). og tekur hann við tillögum og rita inehn í skrá félagsins, en forseti þess er þjóðskjalavörður dr. Jón Þorkelsson. spor Jóns Sigurð'ssonar, þar eð 'gerði, ibara ef hann stríddi henni hann er hvorttveggja í senn: for- ingi í 'sjálfstæði'sbaráttu Færey- inga og vísindamaður á foma sögu ættlandsins. Nú éru komin út þrjú bindi með ágætum frágangi. Fylgja merkilegar athugasemdir um kvæðin og ritgerðir um þa(u tímabii, sem skópu þes'sar merki- legu bókmentir. Er þessi litgáfa mjög þörf og munu allir vinir forn- norrænnar menningar og bókmenta gleðjast yfir henni. Færeysku kvæðin eru m'erkasti bðkmenta- áuðurinn sem þaðan hefir komið. ekki, sem honum hætti þó við; en >á reiddist hún svo við hann, að hún beit hann oft í handlegginn, þegar hún gat ekki hefnt sín með öðru móti. Veiga var alein uppi hjá fóstru sinni, sem var góð við hana og “Dægradvöl”. Nýkomnar eru á bókamarkaðinn endurminningar Benedikts Gröndals skálds. Megin- kaflamir ritaðir 1894. Ársæll Árnason hefir gefið út. Er þetta stór bók (363 bls.) cg fiágangur á- -gætur. F.-ía marg.r I'fic með ó- þreyjju eftir útkomu hennar. Og þeim bregðast ekki vonir. Frá sagan er með afbrigðum skemti- leg. Hvernig ætti Gröndal að iskrifa öðruvísi? Hreinskilnin var honum runnin í merg og bein. En fáir munu firtast eða engir, enda hlífir höf. ekki sjálfum sér fremur en öðrum. Frá Islandi. -XXX- Stefán Eiríksson myndskeri og kona hans Sigrún Gísiadóttir frá Fossi í Vopnafirði, áttu silfurbrúð- kaup 13. þessa mánaðar. Barst þeim þá mesti fjöldi heillaóska frá ýmsu fólki, því þau hafa verið mjög vinsæl og vel látin og smíðís- gripir iStefáns fjöldamargir og út- breiddir um land alt og allmargir uitanlands líka þykja hinir prýði- legustu og er mikið eftir þeim sókst svo að hann befir ekki við að smíða. En St. E. lá lengi hættu- lega veikur eða fcidir 30 vikur síð- astliðinn vetur og sumar. en er nú aftur heill heilsu og er hinn kát- asti eins og hann á vanda til. — Meðal þesss sem þeim hjónum 'barst, voru þessar vísur. 1. Frá Ingólfi lækni í Borgarnesi og frú hans, Oddnýju Yigfúsdótt- ur: , Styðji þig drottipn, Stefán minn, styrki hann Iþína högu fingur, ungur og fríður annað sinn, eins og nýsleginn túskildingur, situr þú blíðri brúður hjá, brá þér hvergi þótt nærri færi að skeyti dauðans þér ynni á og úr þér maginn rifnn væri. 2, Frá Fnjósk: Æfin verður öll í vil þars ástin tengir sanna. Úr brotasilfri býr guð til blessun ástvinanna. Aldiarfjórðungsafmælin auka ^kærleiks loga; liðna tímans skúr og skin skapar friðarboga. Lifið æfilangan dag Ojúfli'ngsj-örmum Tc/úndin. Signi drottinn sólarlag síðst er kémur stundin. 3. Frá Ríkarði Jónssyni, fyrrum lærisveini St. E. og konu hans koon þetta: Lukkudísiin ljúf og hlý 'líði um ykkar sali, heillablómstur björt og ný 'breiði um muna-dali. Fjöldi annara skeyta barst þeim hjóinum einnig hvaðanæfa af land- inu. Togararnir. Egill Skallagrímsh son og Austri fóru út á veiðar í gærkvöldi, og Njörður og Apríl munu vera ferðbúnir. Mun togara- flotinn alJur, eða því .sem næst, verða ferðbúinn næstu daga. Afli kvað vera lítill við Vestfirð, en all-mikill hér í flóanium. (Lögrétta frá 19. sept. til 25. sept) Vísa úr Árnesþingi. Jóann, Jóann, Jóann, eg vil ekki skó’ ann til ]>ingmenskunnar, þó ’ann þykist eiga Flóann. Á sá að annast kjóann, sem út í þetta dró ’ann. Sitji við sama nóann, séra Gísli og Jóann. — Tíminn. Jens Laxdal af rjúpum vera að tína visin smára lauf, og þær voru líka að kroppa rauðleita þurra inulninga af hrlslu kvistum, sem voru þar á auðum bletti. Nú læddust þaiú á tánum og þöndu út netlð alt sem þau g'átu. Já, nú átti að duga, nú voru þau komin á að gizka í fimm kendi henni að vinna, en vildi l faðma nálægð við hópinn, en alt KvæSbók Færeyinga. Eins og áður hefir verið getið, hefir lög- þing Færeyinga veitt fé til að gefa út fornkvæðin færeysku. Var þá komið út fyrsta bindið. Jóannes Patursson kóngsbóndi í Kirkjubæ sér um útgáfuna. Fetar þar í fót- . Fæddur 1855 — Dáinn 1923. Föstudaginn 5. okt. andaðist Jens (Égilson) Laxal að beimili sí'nu í Wynyard, Sask. Hann hafði feng- ið slag fyrir 6 árum, og ‘ var ávalt þar á eftir mjög -bilaður á heilsu. Smátt og mátt hnignaði honum með þessu hausti, unz bann lést 5. október. Jens sá'l. ffeddist 6. júli 1855 á Hornstöðum í Laxárdal 1 Dalasvslu á íslandi. Foreldrar hans voru Egill Jónsson og kona hans Mar- grét Markúsóttir. Föður sinn misti hann er hann var 14 ára að aldri, en hélt áfram að búa hjá mó«ur sinni þar til árið 1876, að hann fluttist til Ameríku. 1 Ameríku dva’ldi hann þó að eins til 1879 en hvarf þá beim aftur. Hann giftist 22. júní 1882 eftirlifandi konu sinni, Guðfríði Guðmundsdóttur frá Snjóskdail í Daiasýslu. Reistu þau hjón bú sitt að Leiðólfsistöðum í Dalasýslu, og bjúggu þar þangað til árið 1888, að þau fluttu til Ameríku. Hér í Ameríku hafa þau búið á ýmsum stöðum, en þó lengst í 'Saskatchewan-fylki, og sið- ustu 6 árin í Wynyard, Sask. Firnm börn hafa þau hjón eign- ast, 'Og þrjú náðu fullorðlns aldri, en hið yngsta þeirra, Lilja, dó árið 1912. Af börnunum eru því aðeins tvö sein lifa föður sinn: Margrét, ekkja eftir Milton Craik, nú búsett í Wynyard, og Egill, sein býr í grend við Dafoe, 8a.sk. Var hann urn ilangt skeið oddviti í Big' Quill- sveit. Jens sái. Laxdal var vel gefinn maður og mjög bókhneigður, var því fróður um marga hluti og vel að sér. Hann var drengur hinn bezti og vel látinn af ölllum er þektu hann. Góður heimilisfaðir var nann, og ástríkur eiginmaður og faðir, enda sakna ástmennin han.s sárt, og allir þeir eru þektu hann En sjúkdó'miskrossinn var orðinn mjög þungur og honum lausniri mjög dýrmæt. — Blessuð sé minning han.s. H. S. Rjúpnaveiðin. Það var í afdal einum. sem Mundi og Veiga áttu heirna. Þau ólust upii á sama heimili og voru leik- systkin. Hann var níu ára, ófyrirleitinn og óþægur hnokki, en þó góður drengur. Hún var átta ára, fjörug og kát og eftirlát, sérstaklega þegar hún var með leikbróður eíiMjm, þá fanst henni alt gott sem hann sjaldan lofa henni að leika sér, því gamla fólkið var fremur siða- vant á þeim tímum. Það var vani 1 afdal þessum, að karlmenn og unglingar færu a rjúpnaveiðar á vetrum. Yar þá riðað net úr hnotagami og fóru svo tveir og tveir saman á veiðar og stíundum fjórir að veiða rjúpur. Misjafnlega tókst veiðin, og fór það eftir lægni og hyggju veiði- manna. Þó rjúpur væru gæfar á vissum tíma vetrarins, þá voru þær samt dásamlega varar um sig fyr- ir sumum. Aðferðin var sú, að þeir læddust að þar, sem rjúpnahópurinn var ses].ur fyrir á auð börð eða holt sem stóðu upp úr snjónum til þess að tína sér korn í nefið. Veiði- menn héldu sinn í hvern enda á netinu og settu það yfir rjúpna- hópinn, en sjaldan skeði það að næðist nema ein eða tvær af stór- pm hóp; hinar sluppu því oftast því þær urðfu varar við hernaðar- aðferðina og flugu upp áður en ]>ær urðu Tiandsamaðar. En hvað drengir voru hróðugir ef þeim tókst að snara eina, og færa foreldrum sínum hana í\ soð- ið, en oftast voru það fullorðnir menn sem veiddu, því drengirnir vora tilfinninganæmari og kendu í brjóst um rjúpuna, og sleftu henni úr snörunni. Veiga litla var oft búin að panta að fá að fara á rjúpnaveiðar með Mundá, en fóstra hennar hafði daufheyrst við því, þar til einn drungalegan mildar vetrardag, að alt var hulið í mjallahvítri logn- drífu frá því kveldið áður, þá lét hún loksins tilleiðast og sagði: “Nú jæja, farðu þá stelpa, en dreftu þig ekki á launhálu harð fenninu fyrir neðan iStóraklett. Það yerður líklega enginn feitur af því rjúpuketi isem þú færir mér í soð- ið. En verið þið nú ekki mjög lengi krakkar ef það kynni að hvessa, því þá villist þið.” Veiga var heldur en ekki upp með sór. að mega fara með Munda. það hlaut þó áð verða tilkomu mikið æfintýri að ganga upp um alt fjall oig læðast að rjúpunum, og ná ef til vill í stóran hóp í netið hans Varða gamla. Það var nú bara lftill partur af silunganeti, sem hann veiddi í um sumarið, en það hlaut að d(uga samt. Það var saint verst að þurfa að snúa þær úr hálsliðnum, aumingja saklausu rjúpumar, — en Veiga æltlaði bara að snúa sér undan a' meðan. Mundi gerði það; hann var nú reyndar búinn að hóta að láta hana hjálpa sér til að drepa þær, en það gat hún nú hreint ekki; það mundi duga ef hún hjálpaði til að leggja yfir þær net- ið. Þau lögð|u upp heldur en ekki valdaleg; hann með netið á bakinu en hún með uppbrotið ytra pilsið og fram úr skarandi hlýjan ullar- trefil vafin um höfuðið; bæði höfðu þau nýja háleista og alveg ný-bætta sauðskinsskó á fótum. Já, nú átti ekki litlu að slíta. “Gáðu nú að, Veigá’, sagði Mundi, “að detta ekki á nefið þeg- ar við eram rétt komin að rjúp- unum, þá fælir þú þær allar á flug.” “Á nefið”? muldraði Veiga, “Þarf eg endilega að detta á nefið?” “Nú jæja, eða á gumpinn, það er alveg samia”, tautaði Mundi. Veiga skellihló. “Nei, Mundi, en hvað þú ert kjánalegtfr. Eg hef aldre-i heyrt fóstru mína segja, að gumpur og hef væri það sama”. “Æ, þeguðlu stelpa, þú vekur upp rjúpumar með gjallandanum í þér”, og hann setti á sig ólundarstút. “Nei, ætlaðu þá að veiða sofandi rjúpur”, sagði Veiga og hélt niðri í sér hlátrinum. Svona héldu þau áfram að kíta þar til ,þau voru komin nálægt holti 'einu, sáju þau þá stórann hóp í einu gleymdi Mundi varúðinni og kallaði hátt: — “Veiga, dragðu ekki netið, drós- in þín!” En þá flaug allur rjúpna- hópurinn hátt í loft upp og krakk- ar stóðu bæði með galopinn munn- inn af undrun. “Hana, þetta var þér að kenna, klaufinn þinn Veiga; þú kunnir ekki að halda netinu á lofti. En sá blessaður hópur.” “Mér að kenna?” sagði Veiga Ekki gargaði eg eins og hrafn, það varst þú”. “Æ þeguðu stelpa, sérðu ekki hvar þær fljúga allar upp fyrir langa skaflinn. En hann var bein- harður, háll, vindskafinn og gljá- andi, þvf Kári hafði svift allri lausafönn af honum, en í stöku stað sáust upp úr auðir grashnatt ar. Það var svo sem sjálfsagt, að þau yrðu að leggja á skaflinn, því of langt var að ganga fyrir endan á honum. Hann, sem v|ir alt að því fjórða part úr mílu á lengd, og nærri biundrað fet á bíeidd, en þó var vérst, hvað hann var háll og fáður, alveg eins og fægð tinplata. “Eg þori ekki að klifra upp þenn- an beipharða skafl,” sagði Veiga með grátstaf í kverkum. “Það er nú ens og vant er; alt af er kvenfólk nógu miklir heyglar. Þér er ]>á bezt að fara beim aftur, .raggeitin þín”, hreitti hann út úr sér, hróðugur mjög yfir sínum egin hetjumóð og stakk höndunum í vasana. “Eg er viss um að eg gæti veitt allan rjúpnahópinn- einn og snúið þær úr hálsliðnum líka”, og Mundi bjó sig til að þramma upp skaflinn, en Veiga þoldi það ekki, að han nkalalði hana skræfu; nei, hún atlaði þá líka. “Jæja” sagði hann nokkuð valdmannslega, “gerðu þá alveg eins og eg.segi þér. Eg geng á undan, en þú fast á eftir mér og' gættu að stíga aft af með annan fótinn á grastónnar, þó að þú skreikir dálítið til með hinn þá gerir það ekkert ti'l.” “Ætlaðu ekki að leiða mig, Mundi?” “Leiða þig? Nei eg held nú ekki, eg hefi nú annað að gera þar sem eg verð að bera veiðarfærin og ganga á undan til að veljp veginn”. Veiga leit upp og mældi með augulnfum leiðina upp á efri skafl- brúnina. Þau lögðu á stað og gekk all-vel þar til þau komu upp í miðjan skaflinn, þá var Mundi farin að segja Ijóbt. “Heyrðu”, sagði Veiga, það verð- ur ljót í þér tungan, ef þú talar svona ljótt, Mundi”. “Hvl ætti eg að kæra mig um hvernig tungan í mér er á litinn. Bíttlu á, það sézt ekki nokkur gras tó lengur, og efri partur skaflsins er glerháll; en það væri nú ekkert ef maður væri ekki að drasla með kvenmann með sér; þá yrði mér ekki mikið fyrir 'þvf að höggva spora með vasahnífnum mínum.” Nú var farið að síga í Veigu. “Þú ert bara raggeit sjálfur, Mundi, og þorir ekki að halda á- fram. Ef þú getur höggið spor í harðfennið, þá get eg gengið f þau á eftir þér,” sagði hún með dálitlum þótta, en þorði samt ekki að líta niður fyrir sig, því hún var svo hrædd um að skaflinn yrði of brattur í augunum á sér, og sig rnundi svima. “Við skulum þá hætta á það”, sagði Mrmdi dálítið hikandi, en ef þú gætir ekki að stíga í hvert spor sem eg hegg og krækja fingrunum í það nsesta fyrir ofan þig, þá hrap- ar þú og ert dauð með það sama, því þú rotasit á fluginu, mundu það. Framh. SÖGUBÆKUR. Eftirfarandi sögubækur fást keyptar á skrifstofu Heims- kringlu, 853 Sargent Ave., Box 3171 : Jón og Lára................... 50c Viltur vegar................... 75c Skuggar og skin.............$1.00 Pólskt Blóð.................... 75c Myrtle........................$1.00 Bónorð síkipstjórans........... 40c ÆttareinkenniS ................ 40c Jólin og Nýárið OAMLA LANDINU frá WINNIPEG, 11. desember, 1923. Beint að hlið skipsins S. S. MONTCALM, 14. des. FRÁ WEST ST. JOHN, N. B. Ferðamanna Svefnvagnar alla leið Frá EDMONTON, SASKATOON, CALGARY, MOOSE JAW REGINA og WINNIPEC, til eftirtaldra skipaferða frá West St. John, N. B. S. S. MQNTCLARE Til LIVERPOOL Siglir 7. des. S. S. MELITA S. S. MONTCALM S. S. MARLOCH Til Southampton Til LIVERPOOL Til GLASGOW Siglir 13. des. Siglir 14. des. Siglir 15. des. TIL tRyggingar far-rúms á lest og skipi, þá talið VIÐ HVAÐA UMBOÐSMANN SEM ER..ÞEGAR ÞJER FERÐIST NJÓTIÐ SÖMU ÞÆCINDANNA ALLA LEIÐ. GANADIAN PACIFIC /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.