Heimskringla - 31.10.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 31.10.1923, Blaðsíða 6
d. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. OKTÓBER, 1923 Sagan um Keesh. Þýtt hefir J.-V. < --------------- Fyrir mörgum árum síðan lifði Keesh á strönd- inni við Norður-iíshafið. Hann var höfðingi þess fólks sem í þorpinu bjó ásamt honum, og mikils virt- ur af ölllum. Það er svo langt síðan, að það eru að- eins elztu mennirnir sem muna nafn hans, en þeim var sagt frá sögu hans af foreldrum sínum, og þeir munu aftur segja hana börnum og bamabörnum sínum. Þegar stormar og blindbyljir aeða yfir ís- inn og á land, svo engum manni er óhaett utan dyra, þá er tími til að segja frá því, hvernig Keesh hóf sig frá fátækasta kofanum í |>orpinu, til að verða vold- ugasti og mest virti íbúi þess. Faðir hans hafði verið kjarkmikill og duglegur maður, en misti .lífið er hann drap stóran ísbjörn, til þess að frelsa líf félaga síns frá hungurdauða. Björninn var feitur, svo félagar hans gátu frelsað líf sitt með því að eta 'hann. Keesh var einkabarn hans, en af því mönnum er gjarnt til að gleyma, lenti hann og móðir hans í lé- legasta köfann. Kvöld nokkurt var halcfin ráðagerðarfundur í stóra kofanum hans KIosn-Kwans, höfðingjans, þá sýndi Keesh hver kjarkur í honum bjó, þó ungur væri. Hann stóð upp og beið þess að þögn yrði. “Það er að sönnu satt, að mér og móður minni er úthlutað kjöt til víðurværis”, sagði hann, “en það er oftast gamalt og seigt, og mörg bein í því.” Eldri sem yngri veiðimennirnir urðu alveg hissa, að heyra barn tala eins og fullorðinn mann, og segja þeim hreinan sannleikann. En Keesh hélt áfram alvarlegur: “Eg tala þann- ig af því eg veít að faðir minn var duglegur veiði- maður, og kom ávalt heim með meira kjöt en tveir duglegustu veiðimennirnir, sem hann skifti á milli ykkar með sínum eigin höndum, og sá ætíð um að hinn Iasburðasti og elzti maður og kona, fengi sinn skerf fullan”. “Látið þið barnið út, og komið því í rúmið!” kölluðu mennirnir. “Er hann svo gamall að honum hæfi að tala þannig til okkar?” Keesh beið þangað til hávaðinn þagnaði. “Þú átt konu, Ugh-Gluk”, sagði hann, “og þú talar fyrir hana. Og þú, Massuk, átt líka móður og styrkir hennar málstað. Mamtna á engan nema mig, og því tala eg. Þó að faðir minn dæi af því hann var svo djarfur veiðimaður, á eg og móðir mín rétt- láta kröfu til að fá eins mikinn skerf af veiðunum, og hinir ættingjarnir. Nú hefi eg, Keesh, sonur Boks, talað.” I Hann settist niður og hlustaði á mótmæli og gremjuorð hinna. “Á að leyfa drengjum að taia á ráðstefnu?” tautaði Ugh-Gluk. “Eiga brjóstbörn að skipa fyrir hvaí við eigum að gera?” sagði Massuk. “Er eg sá maður, sem á að þola háð af hverju barni, sem biður um mat? Reiðin sauð í mönnunum krmgum hann, þeir hótuðu að gefa honum engan mat, berja hann fleyja honum út. Augu Keesh skutu eldmgum og kinnar hans roðnuðu. Svo þáut hann á fætur. “iHlustið þið á mig, piltar”, hrópaði hann. “Eg skal aldrei oftar taia á ráðssamkomu, fyr en þið komið og segið: “Það er rétt að þú talir, Keesh, og við biðjum þig að gera það’V Heyrið nú síðustu orð mín. Faðir minn, Bok, var duglegur veiðimað- ur, er sonur hans, skal líka veiða það kjöt, sem eg ætla mér, og því skal verða skift jafnt. Engin ekkja eða veik persóna skal þurfa að gráta á nóttunni fyr- ir matarskort, á meðan fullorðnu mennirnir stynja af ofáti. Og á ókomnum tímumi mun sneypan fylgja hraustu mönnunum, af jþví þeir hafa etið of mikið. Þetta segir eg, Keesh”. Skop og hæðnishlátur ómuðu á eftir honum þegar hann fór, en hann gekk rólegur og leit hvorki til hægri né vinstri. Daginn eftir gekk hann eftir ströndinni, þar sem hafísinn var landfastur. Þeir sem á hann horfðu, sáu hann bera boga, örvar og veiðispjót föður sfns. Mikið var um þetta rætt og spaugað. Á hans aldri fóru engir drengir á veiðar og sízt einmana. Kon- urnar Iitu meðaumkunaraugum á Skeega, móðir hans, sem var alvarleg og hnuggin. “Það líður ekki langur tími þangað til hann kemur aftur”, sögðu þær hughreystandi. ( “Látum hann fara, hann lærir af því”, sögðu veiðimennirnir. “Hann kemur brátt aftur, og þá verður auðveldara að fá að tala við hann.” En þessi dagur leið, og annar líka, og þriðja daginn var stórviðri, en ekki kom Keesh. Skeega hárreitti sig og bar sótugt selalýsi á andlit sitt, sem sorgarmerki. Konurnar sneyptu mennina og sögðu, að þeir hefðu breytt lilla við drenginn og sent hann út í cp nn dauðann. Þeir svöruðu engu, en bjuggu sig undir að leita líksins þegar storminn hægði. Snemma næsta morgun kom Keesh til þorpsins, og b?r allmikið af kjöti af nýdrepnu dýri. Hann var allhreykmn. “Farið þið af stað með hundana og sleðana og fylgið slóð minni”, sagði hann. “Undir kvöldið finnið þið húnbjörn og tvo unga hans dauða á ísn- um. Skegga varð yfirmáta glöð, en hann sagði að eins: “Komdu mamma, við skulum borða, svo vil eg sofna, því eg er þreyttur.” / Hann gekk inn í kofann, borðaði vel og svaf svo í 20 stundir. Það er hættulegt að drepa björn, en þrisvar sinnum hættulegra að drepa birnu frá ungum sínum Mennirnir efuðust um að Keesh segði satt, en þá mintu konurnar á nýja ketið, sem hann kom með. Svo fóru þeir á stað, en bjuggust við að hann hefði gleymt að hluta í sundur skrokkinn. Það er nauð- synlegt á þessum stöðvum, af því erfitt er að hluta þá sundur freðna, og.eins að lyfta 300 punda skrokkum á sleða. En þegar þeir komu til hinna ákveðnu stöðva, fundu þeir dýrin sundur hlutuð. Þannig byrjaði Keesh leyndarmálið, sem óx með tíegi hverjum. Næst drap hann nærri fuilorðinn björn, og á þriðju ferðinni stóran björn og birnuna hans. Hann var vanalega að heiman þrjá eða fjóra daga, en sjaldan viku. “’Hvers vegna veiðir þú að eins birni?” spurði Klosh-Kwan einu sinni. “Af því þeir eru kjötríkast- ir”, svaraði Keesh. Mikið var talað um galdra í þorpinu. ‘Hann veiðir með aðstoð illra anda,” sögðu sumir,, “þess vegna er hann svo heppinn”. “Það geta eins vel verið góðir andar og illir”, sögðu aðir. “Faðir hans var góður veiðimaður Hví skyldi hann ekki geta hjálpað honum.” Heppni hans hélt áfram, og lélegu veiðimenn- irni hjálpuðu oft til að flytja feng hans heim. Hann skifti jafnt á milli allra, og tók ekki meira handa sér en hann þurfti. Allir litu á hann með virðingu, og það var farið að tala um að gera hann að höfðingja éftir gamla Klosh-Kwan. Þeir bjuggust við að sjá hann á ráðssamkomum, en hann kom ald- rei, og þeir vildu ekki biðja hann að koma. Mér hefir komið til hugar að byggja mér stór- an kofa, þar sem vel fer um mig og móður mína”, sagði hann eitt sinn við Kfosh-Kwan og fleiri veiði- menn. “Er það svo,” sögðu þeir alvarlegir. “En eg hefi engan tíma. Mitt starf er að stunda veiðar, svo það er ekki nema sanngjarnt að þeir sem lifa af veiðifeng mínum, byggi kofann fyrir mig.” Kofinn var bygður svo myndarlegur, að hann jafnvel var fullkomnari en bústaður Klosh-Kwan. Þangað fluttu svo Keesh og móðir hans, sem nú var álrtin helzta konan í þorpinu. Allir voru að hugsa um leyndarmálið viðvíkj- andi veiðihepni Keesh, og einn daginn ásakaði Ugh- Gluk hann um galdra. “í*ú ert ásakaður um”, sagði Ugh-Gluk með illum ásetningi, “að standa í sambandi við illa anda, svo veiði þín heppnist.” “Er kjötið ekki gott?” svaraði Keesh, “hefir nokkrum orðið ilt af því? Hvernig veizt þú að galdrar standi í sambandi við veiðina? Eða gizk- arðu á það af öfund?” Ugh-Gluk þagnaði, og kvenfólkið hló að hon- um þegar hann fór. Eftir langa yfirvegun var svo ákveðið af ráðinu, að senda njósnara á eftir hon- um til að læra aðferð hans við veiðarnar. Tveir ungir og röskir veiðimenn, Binn og Bown, voru sendr ir á eftir honum næst þegar hanp fór á veiðar. Að 5 dögum liðnum komu þeir aftur, þráandi að segja frá því sem þeir höfðu séð. Ráðið rar undir eins kallað saman í kofa Klosh-Kwans, og Bim sagði sína sögu. “Bræður, eins og okkur var skipað, eltum við Keesh. Um dagverðartíma fyrsta daginn fór hann að fást við stóran björn. Það var mjög stór björn.” — “Hann gat ekki verið stærri,” sagði Bawn og bætti svo við: “Björninn vildi samit ekki leggja út í bardaga, því hann flúði með hægð. Við sáum þetta úr klettunum á ströndinni, björninn stefndi til okkar og Keesh gekk óhræddur á eftir, hrópaði háðsyrði til bjarnarins og gerði mikirrn hávaða. Þá reiddist björninn, reisti sig upp á afturfæturna og rumdi, er Keesh gekk beint á móti honum.” “Já,’ sagði Bim, “Keesh gekk beint á móti hon- um, en þegar björninn snéri sér að honum, þá flúði Keesh, en um leið og hann hljóp, kastaði hann lítilli kúlu á ísinn. Björninn nam staðar, lyktaði af henni og gieypti hana svo. Keesh hélt áfram að hlaupa og kastaði við og við kúlum á ísinn, sem björninn gleypti.” Mennirnir æptu af undrun, en Ugh-GIuk gaf í skyn að hann tryði þessu ekki. “Við sáum það með okkar eigin augum,” sagði Bim og Bawn. “Og svona héldu þeir áfram, þangað til björninn stóð á afturfótunum og orgaði af sárri tilfinningu, en veifaði framfótunum. Keesh hélt áfram yfir ísinn þangað til hann var óhultur, en björninn gaf hon- um engan gaum, hann hugsaði að eins um sárindin, sem kúlurnar ollu honum.” “Já, sárindin í maganum,” sagði Bim, “því hann barði á magann með framfótunum og hoppaði á ísn- um, eins og hann væri ungi, sem vildi leika sér. Slíkt hefi eg ekki áður séð.” “Eg ekki heldur,” sagði Bown. “Og svo var þetta stór björn.” “Galdrar”, sagði Ugh-GIuk. “Eg veit það ekki”, svaraði Bawn, “eg segi að- eins frá því sem eg sá. Að nokkrum tíma liðnum varð björninn þreyttur og veiklulegur. Hann gekk eftir ísnum, en fleygði sér niður við og við, og kveinaði, og Keesh elti björninnn og við eltumi Keesh bæði þenna daga og næstu 3 dagana.” “Það er áreiðanlega galdrar,” sagði Ugh-Gluk. “Það getur vel verið.” “Björninn rölti ura ísinn”, bætti Brim við, “gekk í einlæga króka og reikaði. Loks kom hann þangað sem Keesh réðist fyrst á hann, og var þá orðinn svo veikur að hann gat ekki gengið lengur. Þá gekk Keesh til hans og drap hann með spjótinu sinu. 1 “Og svo?” spurði KIoshJKwan. “Þá yfirgáfum \ ð Keesh meðan hann fló björninn, og hröðuðum okkur hingað, svo fregnin um dauða bjarnarins yrði ykkur kunn.” Síðari hluta þessa dags drógu konurnar bjarnar- kjötið heim, meðan mennirnir sátu á ráðstefnu. Þeg- ar Keesh kom, gerðu þeir honum boð að finna sig, en hann kvaðgt vera þreyttur, og þeir gætu komið til sín ef þeir vildu. Þeir fóru þangað undir eins, og tók Keesh vel við þeim, og bað þá að fá sér sæti. KIoshJKwan gat um hvað þeir Bim og Bowíi hefðu sagt, og krafðist að fá að vita um veiðiað- ferð hans. “Notar þú galdra að nokkru leyti?” Keesh leit upp og brosti. “Nei, Klosh-Kwan, galdra þekkja unglingar ekki, og eg þekki ekkert til þeirra. En eg hefi hugsað mér aðferð til þess að geta drepið birni fyrirhafnarlítið. Það er starf hugans en ekki galdrar.” “Geta aðrir gert það?” “Já, hver sem vill”. Nú varð Iöng þögn, og mennirnir litu hvor til annars. “Og — og þú vilt segja okkur frá aðferðinni?” spurði Klosh-Kwan. “Já, eg skal segja þér það,” sagði Keesh og stóð upp. “Það er mjög einfalt. Líttu á.” Hann tók mjóan tein af hvalskíði og sýndi þeim hann. “Þið sjáið að hann er oddhvass í báða enda.” Svo hringaði hann teininn saman og byrði hann í hendi sinni, opnaði svo hendina og þá rétti teinninn úr sér. Svo tók hann spikbita. “Menn taka lítinn bita af spiki”, sagði hann, “hola hann innan, smokka svo skíðisteininum í holuna, og byrgj hana með annari spikflís, láta það síðan út svo það frjósi og er það þá orðin hnöttótt kúia. ‘Björninn gleypir kúluna, spikið bráðnar, skíðis- teinninn réttir úr sér og björninn verður veikur, svo menn geta drepið hann með spjóti. Þetta er ofur einfalt.” Og Ugh-Gluk sagði “Ó”, og KIosh-Kwan sagði “so”, og allir sögðu eitthvað, því allir skildu Keedi. Þetta er sagan um Keesh, sem varð æsti maður í þorpinu fyrir að hann notaði heilann en ekki galdra. Meðan hann lifði leið öllum vel, gömlum sem ungum, veikum sem heilbrigðum, konum sem körlum. I drekaholunni. Júlía Mansfield var fremur huglítil kvöldið sem hún ók á danssamkomuna. Smátt og smátt varð í’enni ljóst, að það er betra að eiga mátulega mik- ið til lífs viðurhalds en of lítið. Þó hún væri að eins 23 ára gömul, hafði mynd- ast hrukka við munnvikin og efaglampi í augunum, sem ekki sást þar fyrir þrem árum. Hún hafði glatað hugsjónum sínum og lært að þekkja menn- ina rétt. f raun og veru var Júlía ekki fögur en andlit hennar var gáfulegt, sem öllum alvarlegum mönn- um geðjast að, en þreytir flesta og hræðir suma. Samt sem áður var einn maður, sem hún bjóst við að finna þar, Mark Lister hét hann, er aldrei hafði smjaðrað fyrir henni né dekrað, en hún hafði samt séð að honum þótti vænt um sig, og henni þótti einnig vænt um hann. En peningar hennar komu honum til að nálgast hana ekki. Dansinn byrjaði kl. 9, en seint um kvöldið kom Mark Lister. Hann var verkfræðingur, nettur á velli, hár og kraftalegur. Hann ætlaði bráðum til Indlands, og kom nú á danssamkomuna í því skyni að segja Júlíu að hann elskaði hana. Von bráðar fann hann hana, og bað 'hana að dansa við sig. “Eg er komin til að segja yður nokkuð,” byrj- aði hann. “Nei, þér þurfið ekki að vera hræddar það er spurning sem eg ætla að koma með. Það er að eins sannreynd sem eg ætla að segja yður, ef þér viljið sitja kyrrar meðan þessi dans er dansaður. Hann leiddi hana inn í næsta herbergi og sagði svo: “Að þrem dögum liðnum fer eg til Indlands, en áður en eg fer, vil eg segja yður, að eg hefi elskað yður síðan að eg sá yður á fyrsta dansrnum fyrir þrem árum síðan. Eg segi yður þetta af því, að eg vil að þér vitið það. Það getur ekki gert yður neitt ilt, nú — þetta er alt.” Hann stóð upp til að fara, þegar hljóðfærasöng- urinn byrjaði aftur, en hún sagði: “Bíðið þér, eg sit hér meðan þessi dans stend- ur yfir líka. Orð yðar hafa áhrif á mig. Þau eru ekki eintómar spurningar, sem hafa þreytt mig svo mikið.” “Nei, eg býzt við að þér hugsið um eitthvað betra en það, sem eg get veitt yður. Þess vegna hefi eg aldrei leyft mér að hugsa lengra en þetta: eg elska yður, og vii að þér vitið það.” “Má eg spyrja yður?” Ja . ( “Viljið þér giftast mér?” ««T'” i Ja . “Vilduð þér það líka þó eg væri fátæk”. «« T r»* J a . Hún þagði um stund og sagði svo: “Hr. Lister. Þér hafið sagt mér sannleikann. Vú skal eg líka segja yður sannleikann. Eg elska yður — hefi lengi elskað yður.” “Er þetta alvara yðar?” sagði hann. “Þér viljið giftast mér, og eg vil giftast yður”, sagði hún róleg. “En fyrst verðið.þér að sýna hið siðferðislega þrek yðar.” “Við hvað eigið þér?” Finnið þér frænku mína og biðjið hana um mig. Þér vitið að eg er uppáhaldsgoð hennar.” Svipur hans breyttist að engu, enda þó frænka hennar væri kunn að því að vera reglulegur dreki, voðaleg kona með bitra og miskunarlausa tungu, sem ávalt sagði öðrum beiskan sannleikann. “Þetta er raun, sem eg legg fyrir yður. Eruð þér fús til þessa?” sagði hún. Hann hneigði sig samþykkjandi. “Finnið þér hana þá á morgun kl. 4. Eg skal segja henni að nýr biðill sé að koma. Og þegar maður nefnir orðið biðill við hana, hefir það sömu áhrif og að veifa rauðum dúk framan í bola.” Daginn eftir á ákveðinni stundu, stóð hann fyrir framan skrautlegt hús við Grosvenor Square, en áð- ur en hann vogaði sér að fara inn og upp í drekahol- una, bað hann um að fá að tala við ungfrú Mans- field. Ungfrúin er ekki heima”, sagði þjónninn, og kvíðafullur sendi hann svo nafnspjaldið sitt upp til lafði Hester. Litlu síðar var honum fylgt inn í lítið fátækt- légt herbergi, og sá hann þar gömlu konuna, sem sat í hægindastól við ofninn. Hún leit afar hörkulega út. Hvíta hárið henn- ar var undið saman í hnút ofan á höfðinu, og gegn- um bláu gleraugun horfði hún fast á hann, um leið og hún bauð hann velkominn mjög kuldalega. Hún benti honum á stól, og spurði svo skræk- hljóðuð hvað hann vildi. Það var auðséð að hún vildi losna við hann sem fyrst, svo hún gæti haldið áfram að lesa skáldsöguna sína. Hún sat beint á móti honumi, kuldaleg og drembin í hægindastóln- umi, en ómakaði sig ekki lengur með að horfa á hann. “Mér er sagt að þér viljið giftast frænku minni, hr.----------” “Lister”, bætti hann við. “Jæja, Lister. Góði hr. minn, þar eð hún er skjólstæðmgur minn, er það skylda mín að spyrja yður, hvort þér séuð svo staddir að þér getið gift yður — ” “Eg er verkfræðingur, hefi 7000 dollara laun og gott framtíðar útlit.” “Tefjið mig ekki”, sagði hún hörkulega. “Eg ætlaði að spyrja yður hvort þér gætuð gift yður og alið önn fyrir henni á þann hátt, sem hún er vön við?” “Nei, eg get auðvitað ekki látið henni í té alt það skraut sem hún er vön við”, sagði hann hrein- skilnislega, “en fyrir sína eigin peninga getur hún fengið alla þá ónauðsynlegu hluti sem hún vill.” “Sína eigin peninga, hr. minn. Vitið þér ekki að hún á enga peninga? Eg ræð yfir peningum mínum, og ef hún giftir sig gagnstætt mínum vilja, fær hún alls ekkert.” “Þetta er gleðileg nýung fyrir mig”, sagði hann rólegur, “því ef hún elskar mig skeytir hún ekkert ** um — “Fjas og mas,” sagði gamla konan og spark- aði fótaskemilinum frá sér. “Þér vitið ekki hvað þér talið um. Eruð þér svo eigingjarn, að þér vilj- ið freista ungrar stúlku til að missa arf sinn. Vitið þér ekki að peningar er sá eini sanni vinur í þess- um heimi, og að-------- Mark Lister var vanalega stiltur, en þetta gat ‘hann ekki þolað. “Lafði Hester, ’ sagði hann alvarlega, “eg er kominn til að biðja frænku yðar. Ef þér viljið ekki sinna mér, ætla eg að leyfa mér að spyrja hana hvort hún vilji giftast mér án yðar leyfis. Ef hún vill held- ur peningana en mig, veit eg hvers virði ást hennar er. En þér skuluð aldrei koma mér til að ætla, að hún meti peningana meira en mig.” “Þetta er fallegt og blátt áfram sagt”, hvæsti gamla konan. “En eg skal borga yður í sömiu mynt. Eg gef ekki samþykki mitt. Nú getið þér skrifað henni og sagt, að hún fái ekki eitt sent ef hún gift- ist yður.” “Eg er hrifinn yfir ákvörðun yðar,” sagði hann dálítið ákafur. “Vilji hún ekki giftast mér með þeim tekjum sem eg 'hefi, þá vil eg hana ekki.” “Bak við yður er borð með ritföngum,” sagði gamla konan og tók bók sína. Lister settist og fór að skrifa, hann vildi sann- færa ungu stúlkuna um, að hann vildi hana en ékki peningana hennar. Hann var að eins búinn með fáar línur þegar tvær hendur byrgðu augu hans. Júlía Mansfield stóð fyrir framan hann ólýsan- lega ánægjuleg. Á gólfinu lá hvít hárkolla, blá gler- augu, sjal og fleira. Lafði Hesters hægindastóll var tómur og bókin lá á gólfinu. Dulabúningurinn hafði verið ágætur. “Mark!” sagði hún, “þú elskar mig þá sjálfa. Ó, ef þú vissir hve margir hafa ekki þolað þessa raun. Eg hefi aldrei efast um þig, en það var svo inndælt að heyra það af þínum eigin vörum. “Þú — litla — norn! ” sagði 'hann og kysti hana á milli hvers orðs. “Þú verðskuldar ekki að fá neinn mann”. ««r • r^c ' »v ryrirgetðu mer? I stað þess að svara kysti hann hana hvað eftir annað.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.