Heimskringla


Heimskringla - 21.11.1923, Qupperneq 4

Heimskringla - 21.11.1923, Qupperneq 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGL A WNNIPEG, 21. NÓV. 1923. HEIMSKRINQLA 18S#> fctfinar ftt A hveriua mlAvlkatlefi EiffeBdnr! IHE VIKKMG PRESS, LTD. KU og 855 SARGBNT AVE., WINNIPEO. TalaAooH N-6537 VerB blaSalaa er 93.00 Argangurlim bocg- lat tyrtr fram. Ailar borganlr ■endlat rAfetmamil blabalaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELÍASSON, ráðsmaSur. Ctaaáakrtft t«í blaSatM. Heimsikrlng:la Nrws Pahllahlng; Co. T.ocqaa n f THE VIKI!f« PRBHS, Lti^ Doz 81T1, Wktnlpe®, 1 Imm. UtanAakrUt tll rttotjAram EDíTÖR HEIMSKRINCLA, Box tlH Wtnnipeg, Man. The ‘Heimskringla” is printed and pub- lished by Heimskringla News and Publishing Co., 853-855 Sargcnt At«_ Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537* WINNIPEG, MANITOBA, 21. NÓV. 1923. Andvökur IY. og Y. bindi. Eftir Stephan G. Stephansson Gefnar út í Winnipeg. Fullra sjötíu ára gamall bíður Kletta- fjalla skáldjöfurinn Islendingum tvær nýj- ar Ijóðabækur í viðbót við hin þrjú bindin af “Andvökum”, sem út voru komin. Er Ijóðatillag hans þá orðið eins djrúgt að rúm- máli og þeirra er mest hafa ort á íslenzku, En ék’ki væri svo stórum augum á það eitt lítandi, þó að svo mikið Iiggi eftir skáldið. Hitt er stórkostlegra, að það skuli mega telja með því allra bezta er ort hefir verið á tungu vorri. Kvæðin í þessum nýju bindum eru ort á árunum frá 1908 til 1923, þ. e. á sextugs og sjötugs aldri skáldsins. Og samt verður ekki séð, að aldurinn og líkamjega vinnustritið sem höfundurinn hefir orðið að hlýta, dragi að mun flug úr fjöðrum hans. Arnsúginn heyra menn enn undan skáldvængjum hans og hauksaugun eru ^ins hvöss og skygn og áður en hann skimar of heima ofan úr skeiðvangi skáldaflugsins. Eitt af því, sem kalla má meistaraverk af því sem skáldið hefir ort á fyrri árum, er kvaöðabálkur hans “Á ferð og flugi”. Þó að söguljóðin og ættjarðarsöngvar hans í fyrri bindunum Iæsi sig svo um sál Iesarans, að ekki verði nær því komist, og snildin sé ógleymanleg, þá má samt tala um þennan ferðabálk, sem eitt af hans meistaralegustu ▼erkum. Hann er og lengri en önnur góð- lcvæði höfundarins, og með honum er numið nýtt land í heimi íslenzkrót bókmenta. En hví er hér verið að minnast á kvæði, sem Iesin hafa verið og lærð og dæmd? Vegna þess, að ef gripið er niður í svipuð efni í þessum nýju bindum og skáldið hefir ort bezt um, verður skildleikans brátt vart. “Ferðaföggur”, heitir all-langt kvæði í hin- um nýútkomnu bókum. Systkina bragurinn á því kvæði og á kvæðinu á “Ferð og flugi’ , er augljós. Skáldið hlákkar til að geta skotist, 'þó ekki sé nema skyndiför, vestur á Kyrrahafsströnd. Það er hressandi að ferð- ast og sjá eitthvað annað bera fyrir augu, en það dagsdaglega. En — “Samt er öllu yndi dreift á bng, eigi maöur sér ei fleygan hug, færan út af lötur-brautum Jesta — LeiTiur slóði væri “Sípíar!” eetti maður sér ei frárra far Jæssum flanna, og ferðaiangi rtiesta,” Og vissulega er hinn “fleygi hugur” með í förinni, er Stephan G. ferðaSt. I gömlu kvæði kemst skáldið svo að orði ,að hann •é kominn á það lag, að ferðaSt þó hann sitji kyr heima. En hann kann einnig að ▼era heima, þó að hann ferðist, eins og þessi ▼ísa ber með sér: — "Ú'tþrá og faðmandi og fríð fjarlægðin, og andrúms-loftin víð, grípur hönd manns hlýtt og til sín teiðir. Hvirflar, næstum óvart burt f geim — Hvar sem ieniir ait er orðið heim! Eins og ljóð og ljósið út sig breiðir. Þegar skáldið er lagt af stað og komið ▼estur á fjöllin, er hann búinn að hrista af gér það, sem hugann batt heima. Hann er á valdi líðandi stundar — -------"begar regin-fjöil opna Iangar leyni dyr í vegginn — Læikur þarna befir hjörgin flutt, áin hérna allan daiinn rutt, Þar sem slútti ófær jökul-eggin.” |En svo spyr skáldið hver séu nú “brúðar- Jaun” þessara berserkja, sem ruddu þetta hraun? Og hann svarar því þannig: "Pyrlr skuld þá, skáldsins ómakslaun skáruð svo upp, fyrir ykkar raun: Pegins unað fegurðinni að vinna — Fúsum Jiræklóm surnir hafa í y, þannig þrotið hteði fom og ný —. stoörð í^jöll og hraun á vegum hinna.” '^feguTð á fjöllum uppi er víða vel lýst: “Milli fjalla opnast breiða blá, brot af himni fallið jörðu á, djúitið tæra — dalavatn í skorðum,” en eigi að síður eru sum þessi fjöll varla þess verð að yrkja um þau. Þau eru sum- staðar — — — “loðnar pælur, pottlokaðar sköflum: Skapraun manns, að skreiðast kringum börð, skriðu-hlíð — og stundum undir jörð — Lífið hefir kviksett mann, með köflum!” Og þá opnast fyrir hugskotssjónum hans fjöllin á Fróni: “Eg veit land — þó lægri þyki staður, leiðin verri, og hægðin miður trygð. bað á fjöll, sem eru betur bygð. Drottinn varð þar meiri listamaður.” af fjöllum er komið, Kyrrahafsströndinni, mn 1 segir Þegar ofan stórborgina a skáldið: “Efra daigsett. Gegnum gráloft hljótt gióir sjóarborgin út í nótt. sem é höfði stjörnukerfi stæði iStunduim hópað eða fest á þræði — Depia neistum huldir ásar og undirdjúpin tendra vafurlog.” Er lýsingin á borginni eða borgarlífinu, bæði löng og meistaralega sönn. Þó yfir það alt verði að hlaupa hér, er ekki hægt að neita sér um að stanza við þessar hending- ar: “Gulnar sól við sót og reykjar-ský. Suðar Löngum veggjaröðum í Knúðra véla kaldur hjartasiáttur, Kringum titrar einhver leyninváttur. Menn og hlutir ganga sem á gióð gegnum brölt og skræki-lúðra hijóð.” “Hvílík sóun, bæði á hjarta og hug: Hégóminn og þetta óðaflug!” segir skáldið ennfremur um borgar-erilinn. Kveður hann slíkt minna á stigamenzku, og að hugsunin sé eintóm málamynd: Meinloka uin boðorð eða synd.” Loksins sér hann sléttan bala í borginni: “Þarna loksins brosir bali mót, björk og rósir, líf, en ekki grjót: Horn al’ Eden, engum manni vörðum. — Annars væri skárst í kirkjugörðum — Yið höfum frelsað teig af sól og söng svona inn í miðri borgar þröng. Og mannlífið sér skáldið fegurra og betra: “Daginn þann, sem vitið kemst til ralda” og------- "Verkfærin — sem mest þarf á að halda mannleg iðja, vistuð sjálfri sér — ” gengur til verka. Á margt hefir nú verið minst í “Ferða- föggu ’-bálkinum í þessum nýrri kvæðum Stephans G. Ennþá er þó ekki komið að síðasta- og, ef til vill, skáldlegasta kaflanum. Heiíir hann “Með fjörum fram”. Úr fjör- unni lítur hann yfir landið og hafið, og verður útsýnið þá hið indælasta: Hnattaflokksins himin-vangi á húsmóðir, þér jörðin okkar smá! Nú hefir sólin dælt úr sjávardjúpi gufutröf í þoku kyrtil þinn, þönd á þlæ um sund og dalinn inn. kollhæð fjalla af kviðsiJfruðuan hjúpi.” og-------- "Manni er eins og inn í þessum straum óri í mynd af hálfu gleymdum draum — Sjór í vostur, víddir lengri en eyigjum! Gljáslétt þiljan. Þvílík undur sjón! Þarna firðir, víkur, sund og lón. Hafið deplað alt nreð biáurn eyjum.” Þörfina að sjá hafið, segir hann ættgenga hjá sér, því við hafið hafj hann notið unaðar heima; og — : "Það er iíka eins og hugsun hver stígi upp úr hafi hrein og þTegin.” og------- Jafnvel borgarbeðjan sýnist fríð Brosir húsaröðuð vík og hlíð, Eins 'og hulduheimur upp sér lýki. Er sem hafi 1 bezta svipinn sinn Sveitin 'klæðst og bjóði manni inn, eéð af væng frá hafsins breiðaibliki,” Yfir aðeins einn kvæðabálkinn hefir nú verið litið. Og af því að þetta átti ekki að vera neinn ritdómur, höfum vér Játið höf- undinn sjálfan hafa orðið. Geta menn af >ví dæmt fyrir sig sjájfir. Þyki það, sem til íefir verið týnt úr þessu eina kvæði, nokk- urs vert, má af því gera sér í hug, hvað báð- ar bækurnar hafi að bjóða, er svona mikið elst í einu kvæði. Á fleiri kvæði, bæði eins löng og efnisrík, mætti benda. En ef farið yrði til þess, yrði það æðilengra mál, en hæfilegt er í stuttri blaðagrein. Úr svo miklu er þar að velja. Að öðruleyti væri >að einnig óþarft. Islendingum, hvar sem eru, er Ijóðagerð eins mesta skáldsins ís- enzka of kunn til þess. Þeim er það fynr öngu ljóst, að það sem Stephan G. yrkir, er >rungið af viti, að skáldskapargáfa hans er sá vitazgjafi, sem aldrei verður uppskeru vant í, hvemig sem viðrar. Að fara að segja þeim, að í þessum nýútkomnu bókum væri um skáldskap að ræða, sem vert er að tynnast, væri blátt áfram hlægilegt. Sá, sem enn er duhnn þess að eiga von á því, verður það að líkindum ávalt. I þessum nýju bindum hefir skáldið skift efninu í níu kafla. Heiþr hinn fyrsti “Veð- ur vitar”; eru þa2? véðurvísur og er sá cafli stuttur. Annar kaflinn heitir “Árbæk- ur”, stakar vísur og stutt kvæði ýmislegs efn- is. Þriðji kaflinn heitir “Hesta skálar”. Er hann ljóð um merka menn, félög og kviðl- ingar við ýmisleg tækifæri. Kafli þessi er bæði langur, og hvert kvæðið öðru betra í honum. Fjórði kaflinn heitir “Grafgötur I honum er kvæði það, sem hér hefir verið mest vitnað í; er sá kafli helmingur fyrra bindisins og því lengri en nokkur hinna kafl- anna. Þar em mörg gullfalleg kvæði. Eitt heitir “FossaföII”. Þar í er þetta erindi: “Mig langar hins, eins lengi og fjallið stendur, að lyfta byrði, er þúsund gætu ei reist, Og hvíla allar oftaks lúnar hendur á örmfum mér, er fá ei særst né þreyzt. Og veltu mína vefa láta og spinna, minn vatna aga lýja skíran málm, og sveita-Huidum silki möttul vinna, og Sindrum hafsins gulli roðinn hjálm.” Svo mælir fossinn; á mörg gullkorn þessu lík má bendá í þessum kafla. Fimti kaflinn heitir “Sögusagnir”. Þar eru kvæði um Kölska í skáninni hjá Sæmundi fróða, sem skemtilegt er að lesa, auk annars. Sjötti kaflinm heitir “Langdvalir”. Er hann þrír langir kvæðabálkar: Björg á Bjargi, Kolbeinslag og Jólabylurinn. Sjöundi kafl- inn heitir “Vígslóði”. Er þar í samnefndur kvæðabálkur, “Á rústum hmninna halla”, og fleiri kvæði snertandi líkt efni. Áttundi kafl- inn heitir “Skráveifur”. Mest smávísur, og gletnissvör til þeirra er í ritdeilu lentu við skáldið út af stríðsmálum, og svo nokkrar vísur og kvæði annars efnis. Níundi og síð- asti kaflinn heitir “Heimjeiðis”. Eru þar j kvæði þau, er skáldið orti í ferðinni heim til j íslands ásamt öðrum kvæðum. jÞess var minst í byrjun. þessarar greinar, að það væri bæði mikið og gott safn af kvæðum, er eftir Stephan G. lægi nú orðið. Vaknar þá sú spurning, hver eru launin, sem hann fær fyrir það? Eitthvað má vera, að hann hafi úr 'býturn borið af sölu bóka sinna. En svo lítið ætlum vér að afgangs hafi verið útgáfukostnaði, að lítt sé það teljandi; hefir það lengst af verið óaðskilj- anlegt íslenzkri bókaútgáfu. Stritið á dag- inn og andvökur á nóttum, er þá það eina sem að stórskáldið ber úr býtum fyrir sitt ó- metanlega tillag til bókmentanna með sín- um 5 bindum af Andvökum. Og nú er hann sjötugur að aldri. Hendurnar, sem fyrir honum hafa unnið, hljóta að vera farnar að stirðna. Og hvíldin þó frá stritinu líklega fjarri eins lengi og skáldið lifir. Myndi það hafa verið svo með hann, ef hann hefði fyrir aðra þjóð en íslendinga kveðið? Varla. Eft- ir sjötugs-aldur hefði skáldgyðjan að líkind- um ekki þurft að elta hann alla daga út um skóga, haga eða við heimilisverk og bíða eftir að hann lyki þar við sitt daglega starf og strit, áður en hún fengi að syngja fyrir hann, eins og hann sjálfur kemst að orði í einu kvæði sínu, ef hann hefði ort fynr em- hverja aðra þjóð, en þá ljóðelskustu í öHum heimi! Veit eg það að íslenzka þjóðin er fátæk og fámenn, þó öllum brotum hennar sé til skila þ«Idið. En er hún ávalt of fá- menn eða fátæk til þess, að gera annað, en að þyggja? Um ytri frágang þessara nýju binda er það að segja, að leitast var við að hafa hann að öllu leyti eins og á hinum fyrri bindum af Andvökum. Prentunin var gerð hjá Viking Press féilaginu, og bandið hjá Columbia Press Ltd. Verð beggja nýjuj bókanna er $6.001 Ætti ekki aðeins alt upplagið af þeim að seljast greiðlega, heldur ætti einn- ig hvert heimili, að eignast skáldverk Steph- ans frá byrjun, sem nú á það ekki. Áuk þess sem að það brigði upp ljósi í huga lesarans, og gerði útsýnið skírara, fegura og meira bæri það einnig nokkurn vott um að vilja greiða skáldinu eitthvað af þeirri skuld, er Islendingar eru í við það. Þökk og virðing ber skáldinu fyrir sína miklu og góðu ljóðagerð og hin sígildu bók- mentalegu áhrif hennar. ‘ EiBtreiðin” 29. árg. 5. —6. hetti. Þetta er fyrsta bindi Eimreiðarinnar sem út kemur síðan dócent Magnús Jónsson lét af ritstjórninni, en Sveinn Sigurðsson cand1. theol. tók við. Efnisskráin er þessi: Matthías Jochumsson: Yilhjálmur Morris, kvæði og æfiágrip með 3 myndum. Haraldur Níelsson: Eitt af vandamálum Nýja Te.stamontLs skýringarirmar. Sveinn Sigurðsson: Rahindranath Tagore, með mynd. ólafur ólafeson: Prá Kfna, með ■ mynd- um. Yilhjálmur 1>. Gíslason: íslenzk blaða- menska; hundirað og fimtíu ára minning, með 7 myndum. Ljöð eftir ýmsa. Hallgrímur Hallgrímseon: Stúdentalíf á Garði, með 3 myndum. Þorsteinn Erlingsson: Staka. Johan Bojer. Sagan urrf bann Pétur (Sv. 6. þýddi). Sveinn SigurfSsson: Töfrar loftskeytaona. J. A.: Um séra Jón Sveinsson. Sv. S.:, Ritsjá. Talsvert veigamiklar eru sumar ritgerð- irnar í þessu bindi, t. d. hin ítarlega og eink- ar skemtilega grein um Islands- vininn, Vilhjálm Morris eftir Matthías. Hefir grein sú ekki ver- ið prentuð áður og hið ágæta kvæði um hinn sama ef til vill ekki heldur, sem birt er í þessu blaði. Einnig er gildandi fengur nokkur í greinum H. N. og V. Þ. G. Við grein hins síðartalda, um sögur íslenzkrar blaðamenzku virðist þó hálf undarlegt, að geng- ið skuli algerlega fram hjá blöð- um þeim er gefin hafa verið út af íslendingum Vestanhafs, en hvert blað annað nefnt, hvort sem heima eða erlendis er gefið út á íslenzku. Þetta er þeim mun meiri ókostur, sem gefið er í skyn, að með grein þessari sé verið að gefa stutt og handhægt yfirlit yf- ir íslenzk blöð á síðastliðnum 150 árum. Hvað sem sagt er um. vestur-íslenzka blaðamensku, hef- ir hún þó það til síns ágætis, að hafa haldið til haga fregnum af íslendingum í þessari heimsálfu. Án blaðanna myndu Islendingar hér gleymdir og týndir fyrir nokkru. Þýðing blaðanna hér er því auðsæ. Að öðru leyti eru ís- Ienzku vikublöðin sem hér eru gefin út, elzt núlifandi íslenzkra blaða; annað að minsta kosti. Samt er erfiðara að halda hér úti íslenzkum blöðum en heima. Hefði mátt geta þeirrar baráttu í sambandi við arðmæðusögu ís- lenzkrar blaðamensku. Ennfrem- ur hafa vestanblöðin ékki verið neinn tiltakanlegur eftirbátur ís- lenzkra blaða annara sömú teg- undar, hvorki að stærð né hvers- konar frágangi öðrum. Og hví þá ekki að geta þeirra? Yfirleitt sjá- um vér enga sanngjarna ástæðu fyrir því, að sleppa vestanblöðun- um úr “Hundrað og fimtíu ára minningu íslenzkrar blaða- mensku”, eins og gert er í á- minstri grein. Það sem hinn nýi ritstjóri Eimreiðarinnar leggur í þetta skifti til ritsins, virðist vandað og Iaglegt. I ritdómum sínum er hann vægur og þykir horfa bet- ur yið, að .^oýnnast kostanna fremur en ókostanna. Getur ýms- um augum orðið á það litið. Þó þeir séu engan veginn ofmargir sem minnugri eru á það góða, en það aðfinslu verða. En þrátt fyrir þessar athuga' semdir, vill Heimskringla geta þess, að henni koma þessi tvö hefti Eimreiðarinnar fyrir sjónir sem ein af hinum betri. I efnis- vali hins nýja ritstjóra virðist gæta hæfileiks, sem heppilegur er ntnöfundum, og ritblær hans er hir.n viðfeldnasti. Ekki sízt vegna hins síðast talda, er það spá Heimskringlu, að ritið verði vinsælt í höndum nýja rit- stjó'ans. ------------x------------ Dagbókarbrot. # • j ■ Eftirfarandi dagúókaribrot er dá- lítil tilraun, aö mála 1 orðuim, aól- arlag I hitabeltlnu, falleg'asta eólar- lagið eem höfundurinn rá þar, næstum ein» fallegt og etundum á felandl. Við sitjum nndlr attapþakinu, í eólskýlinu, fjórir gæðingar Mrs. H. og götrum miöaftan teið, sem hún skenkir okkur náðarsamlegast með eiginhendi. Hópurinn er býsna mislitur, þó lltill sé. O'Lachlln er emávaxinn, eldfjörugur Irlending- ur, rauðhærður og hrokkinhærður, bláeygður og enareygður, upp- etökkur og hvatvls. Hann er aðal- umlboðsmaður “Dr. Williams Pink Pills for Pale People” í Singapore, og hefir 1000 diali í fðst laun á mán- uði, fyrir að ota þessu ailsherjax- meðali að náunganum. Þarf það varla frekari skýringar við. Þé er vinur hans, málafærslumaður frá Oeylon og heitir Pearson, þó hann sé Tamil. Tamílar eru dravíðsk þjóð, sem þúa á súðurodda Vestur- Indlands'"Ög Öeylon, svartir á hör- und, en fríðir sýnum og íturvaxnir. Pearson hefir lögfræðispróf frá Oami)ridgo- á Englandi og er cinn af hinuni'-' rnérgu háskólagengnu Indverjura, sem vegna hinnar æfa- gömlu indversku menningar þykj- ast alt vita hetuT en all- ir aðrir um alla hiuti, milli himine og jarðar og engan- DodcPs nýmapillur eru bezta nvrnameSaliS. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun, þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nvrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eSa 6 öskjur fyr„ m‘ ^2.50, og fást hjá öllsnn lyfsöí- um frá The Dodd’s Med*ci»»# Cfe.. Ltd., Toronto. OnL veginn setja ijós sitt undir mæliker. Óstöðvandi máikvörn er Pearson, sfmialandi ýmsar heimspekisbábilj- ur, og um hinn goðumlíka uppruna Indværjanna, ef stiflan er fcekin úr honum. Svo er hinn þögli Frakki Serdan, hetjan frá Verdun, með hundrað örin og fallega þunglynd- isbrosið, gæddur þeirri fágætu gáfu, að geta þagað með manní stundum saman, þó hann sé lftt kunnugur manni. Við iiggjum oft þama f skýlinu á kvöldin, eftir að hinir eru farnir til húsa, Rggjum f langstólunum og þegjum. Hann er þögull að eðlisfari og eg af þvf eg er hitaveikur og þar af leiðandi amasamur. Helliskúr kom meðan við drukk- um teið, og ball á attapþakinu eins og vélabyseu-skothríð á stál- þynnu. Þegar upp stytti fór hús- freyja heim og með henni Irinn og Mr. Pearson, til þess að spila “rou- lette” um fimmeyringa. Þeir eru mestu epilafuglar báðir. Við (Serdan liggjum einir eftir, værukærir og þegjandi eins oig vant er. Reignsvalur andvari frá hafinu hjúfrar 1 kókospálmablöð- unum í 60 feta hæð. RJgningin hef- ir hreinsað loftið. Hiinininn er eins og krystalshvelfing upp yfir okkur. Sólin hraðar sér beint nið- ur að sjóndeildarhringnum f vcstrf og dreifir gijáskærum postulínslit- um yfir h»f og iand, með gullnrf og gjöfulli hendi. 1 fjarska, í suðaustri skýtur Tanjong Stapa, næstsyðsti höfðinn á meginlandi Asíu, kollinum upp yflr sjávarflötirm. Frá euðaustrf til suðvesturs þenur Battam-eyjan sig löng og lág, milli Tanjong Stapa og Puiau Blakang Mati-eyj- arinnar bak við dauðann, — eijns og lásinn f smargðgrænu eyja- keðjunnl, sem lykur um hina geysi- stóru skipalegu í Singapors. Sólin er nú lángt gengin í vestr- ið. 1 austri er hafið tingrátt, á Battam-eyjuna slær veikum fjólu- litum blæ. f hana ber fjöldi af kínverskum djúkum, með mold- rauð segl, eem hefja sig upp úr landskugganum. Það glitrar kulda- lesa á hvítmálaða olíugeimana á Samboe-cyjunni, sem sindruðti kvöldgeislarnir á tröllaukna, hvít- fægða minnisvarða. Á ytri skipa- legunni er fjöldi af kola- og farm- döllum, sumir eins og stirnaðir ó- freskisdraumar, aðrir spúandi kaf- þykkum kolamekkinumí upp ÚJr reykháfnum albúnir I kapphlaupiS til fjarlægra stranda. Blakang Mati liggur roykblá f sólmóðunni f skugganum af trölls- legum strokkkmynduðum skýstrók, kolsvörtum og geigvænlegum, ein* og hann ylli út úr einhverjum nf- skaplegum gíg rétt á bak við eyj- una. Sólin er nú að hnfga til viðar & bak við Port Canning, elstu vlg- girðinguna í Singapore, eins og geysilegur vígahnöttur, sem veltir eldflóði efnu yfir bæinn. Eldskin- ið glampar á húsveggjumim, svo borgin er öll sem eitt eldhaf. Ráð- hústuminn einn, sem ber í ský- stóipann mikia stendur sem blá- grýtissúla úr iniðju eldhafinu. Bjanna slær á himinlnn í austrf og suðrf. Og nú steypir Battam líka purpurakápunni yfi.r sig. Eld- líkami sólarinnar hverfur nú alveg á hak við norðuröxlina á Fort Canning og á sama augnabiiki

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.