Heimskringla - 09.04.1924, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.04.1924, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. APRÍL, 1924. Vilhjálmur Sigurgeirsson Hinn 31. okt. s. 1. andaðist Vilhjálm- ur Sigurgeirsson að heimili sínu, Reymvöll- um í Mikley, 60 ára að aldri; fæddur 13. okt. 1863 á Grund í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Sigurgeir Jakobsson, prestur að GrundaijJ>ingum, dáinn 1887 og Ingibjörg Jónsdóttir, þingeysk að ætt, nú til 'heimilis á Mikley 'hjá dóttur sinni, Jakobínu og manni hennar, Jónasi Stefánssyni, 83 ára gömul. Árið eftir lát séra Sigurgeirs, flutti ekkj- an til Vesturheims, ásamt sonum þeirra sex og einni dóttur; eru tveir þeirra dánir, Har- aldur, yngstur bræðranna, hæfileikamaður til munns og handa, og Vilhjálmur. Hin systkinin fjögur, erubúsett á Mikley: Eggert, Jón, Bogi og Jakobína, en Jakob, elzti bróð- irinn á heima á Gimli. Fyrsta árið í þessu landi dvaldi fjölskyldan í Winnipeg, fluttist þaðan að Gimli og síðan til Mikleyjar, og hefir verið þar síðan. Vilhj. kvæntist hér Kristínu Þóru Helgadóttur frá Reynistað. Áttu þau saman 9 böm, tvö af þeir dóu ung. Eftir 14 ár misti hann hana frá 7 börn- um 'þá öll í æsku. Varð hann þar fyrir einni þyngstu sorg, sem nokkrum manni getur í hlut fallið. — Hjónaband þeirra hafði verið hið ástríkasta — og börnin mlóðuriaus. “I neyð skal manninn reyna”, .segir máltækið. Vilhj. sýndi þá, hve hátt vilji og sjálfstjórn gnæfa yfir stórsjó ægilegustu sorga — líkt og bjartir vitar yfir hafinu á óveðurs nóttu. Líffð virðijst hafa lagt mönnunum þá stóru byrði á herðar, að lifa og stríða með- an dauðinn sjálfur ekki kallar þá, hve fegnir sem þeir vildu velta af sér byrðinni og vera lausir allra mála. Surrtum mönnum er ekki gefin sú and- lega orka, — þeir örmagnast. Vilhj. var gefin sú orka í ríkum mæli: “Láttu þrékið þrífa stýristauma, það er hægt að kljúfa lífs- ins ál” sannaðist á honum. Þó að hann væri heitur tilfinningamaður duldi hann skap sitt á norrænan hátt. Hann bjost ekki við hlut- tekning hjá irtönnum né máskunn íijá æðra ó- þéktu valdi, ef hann sjálfur misti mó'Sinm Hann sneri beint í bylinn og hélt stefnu í rr(örg ár. Hann tok a sinar breiðu herðar, að því leyti sem karlmanni er það fært, starf móður og húsfreyju, og bætti því við sín eig- in störf, sem þó voru ærið nóg. Þannig liðu árin. Börnin komu upp og eru hin mann- vælegustu, tvær stúlkur og fimm drengir. Nöfn þeirra eru: Ingibjörg og Þórunn, Sig- urgeiri Helgi, Theodór, Gústaf og Kristinn. Öll eru þau ógift nema Sigurgeir, elzti son- urinn. Það sem sérstaklega einkennir börn Vilhjálms heitins, er hagleiksgáfan, — það er eins og þeim leiki alt í höndum, er það arfur frá föðurr.um. _____ Á síðustu 10 árum eftir að börn Vil- hjálms fóru að koma upp, gerðist l.ann smám saman atkvaðamesti maður þessarar eyjar. Hann keypti sögunarmylnu 1914 og hefir hún unnið síðan á hverju vori undir stjórn hans og sona hans. Hefir það verið mikill hagur fyrir Mikley. Enda hefii; byggingum farið mikið fram síðan myllan kom, að ekki verður metið til verðleika á mælikvarða menning- argildis — þó að beinum hag sé slept. Hafa þeir feðgar gefið fjölda manns atvinnu þeg- ar þess er gætt, að bændur hér hafa sjálfir tekið út “logga” í byggingavið sinn og dregið hann til mylnunnar og síðan unnið að söguninni. Aðsumirinu eru allar samgöngur milli eyj- ar og meginlands á vatni. Var t. d. erfitt að saékja póst 20—30 mílur róandi á flatbytnu. Vilhjálmur kom fyrstur manna hér upp gas- olíubát og hafði póstflutning á hendi, ásamt póstafgreiðslu í fleiri ár. Þegar hann dó, áttu þeir feðgar tvo ágæta vélabáta. Bygði hann yngri bátinn sjálfui1, ári fyrir dauða sinn, ásamt Jakobi bróður sínum. Var hann sérstaklega smíðaður til þess að vera hrað- skreiður. Eitt sinn er þeir bræður voru að smíð- um, 'komi til þeirra maður. Hafði hann orð á, að hann “mundi skríða 'þessi”. Sagði Vilhjálmur, “að líklegt væri að slíkt gæti komið að liði, ef vitja þyrfti læknis í skjótri svipan.” (En enginn lækir er á eynni). Vil- hjálmur átti létt og fjörugt hesta-“team/’, keyrði hann póstirm á því. Eftir að hann hætti póstferðum, hafði hann oft ekkert sér- stakt með það að gera, en var boðið fyrir það gott verð. En hann vildi ekki selja. Trúði hann vini sínum fyrir þvf, að ef ein- hver vei'ktist, eða kona væri í barnsnauð, væru það einu hestarnir á eynni semi hæfir væru til þess, að sækja lækni. Umsögn eins og þessi, lýsa manninum betur en Iöng ræða. Fisk keypti Vilhjálmur að haustinu í mörg ár. Á síðastliðnu ári, bygðu þeir feðg- ar íshús og frystihús, eftir nýjustu tízku, eru það 'bæði vandaðar og dýrar byggingar, lýstar með rafmagnsljósum, leiddur úr íveru- húsinu, sem raflýst var áður. Verkstæði, einkum fyrir járnsmíði, hafa þeir feðgar haft. Hefir það haft meiri þýð- ingu fyrir jafnafskekt bygðarlag eins og Mikley, en menn alment hér hafa gert sér ljóst. Og eitt er víst, að vandræði margra manna, hafa Vil'hjálmur og synir hans leyst, sem annars hefðu staðið ráðþrota. Vilhjálmur heitinn var fríður maður sýn- um, eins og hann átti kyn til. Heldur lægri en í meðallagi, en þrekinn, harð'knappur og vel á sig kominn. Göngulagið djarflegt og ákveðið. Hann hafði fallegt höfðinglegt enni. Dökkhærður og bjartur í andliti mó- eygður og augun skær. Málrómurinn var ó- vanalega djúpur og fullkominn, var hann auðþektur ef maður heyrði hann tala, þó hann ekki sæist. Enda va-r hann bassamaður með afbrigðum. Frá frumbýlingsárum Nýja-Islands og Mikleyjar, minnast eldri menn enn, bæði með aðdáun og söknuði, lítils söngflo'kks, sem á þeim árum skemti með söng á samkomum landnemanna. Söngfólkið voru 6 prestssynir og ein systir frá Grund í Eyjafirði. Það var eins og sönggyðjan sjálf hefði gefið þeim bræðrum sitt ákveðna hlutverk hvorum fyrir sig. Yngsti bróðirinn var afburða organleik- ari og þar að auki tónfræðingur. Vilhjálm- ur þessi ágæti bassamaður, að hann hefði hlotið að verða .frægur, ef hann hefði gert þá grein söngsins að lífsstarfi, og hin systkin- in öll með góðar raddir og sönggáfur. — En nú drýpur eyjan í þögn. Allar raddir þagn- aðar. Þó er ekki svo um okkur vilt, að enn “þráir söng vor sál — söngsins unaðs mál”. Vilhjálmiur var fjölbreyttur hæfileika- maður. Hann var þjóðhagasmiður. — Einn þeirra fáu útvöldu, sem fá hagleiksgáfuna að vöggugjöf. Því til sönnunar leyfi eg mér, að segja stutta sögu, sem hann sjálfur sagði mér frá æsku sinni: I hans ungdæmi voru orgel fátíð upp til sveita á íslandi. En einu sinni keypti ríkur bóndasonur orgel í Eyjafirði. Vilhjálmur sá það orgel, og eldheit löngur æslkumannsins knúði, af söngáfunni, sem þá vaknaði í sálu hans, þráði að eiga þetta guðdómlega hljóð- færi, en gjaldið vantaði. Þá ákvað hann ekki tvítugur að aldri, að smíða orgel sjálf- ur. Og hann byrjaði á ver'kinu mieð þeirri listfengi, áhuga og viljaþreki, sem einkendi hann alla æfi. Margir voru örðugleikarnir, að fá öll þau margbreyttu efni, sem heilt or- gel þarf. En hann vann sigur, lauk við orgels smíðina. Og hærri hefir hans gleði verið, en þó að hann hefði keypt það, þegar orgel- ið hans, smíðað af honum sjálfum, partur af hans eigin sál, hljómaði með jafnfullkomn- um tónum og og orgelið, sem nágranni hans gaf offjár fyrir, á þeirrar tíðar madlikvarða. Á orgel þetta kendi Magnús Einarsson, hinn nafnkunni eyfirski organisti, Vilhjálmi að spila á síðar, og spilaði hann í kirkju heima. Einnig.lék hann á fiðlrt, og var fenginn að spila fyrir dansi, á hinum stærri skemtunum á Akureyri. Á síðari árum' hneigðist hugur Vilhjálms að starfhyggju og framkvæm/dum. Ekki tók hann mikinn þátt í opinberum irtálum eyjar- innar á yfirborðinu, þá var hann skrifari skóla Mikleyjar í fleiri ár. En ékki duldist það, að hann hafði skarpari sjón á almennum málum, en þeir, sem þau 'hafa með höndum. Hlutleysi hans þar stafaði eflaust af því, að honum Ieiddist að deila við múginn — þar sem heimskan heldur velli með meiri hluta. Enda var verksvið hans svo vítt, að það varðaði heilll eyjarinnar á sinn hátt m/eira, en alt orðaglamur og fundarhöld um framfarir. En ágætur stuðningsmaður var ‘hann allra þeirra mála, sem frá heilbrigðu sjónarmiði miðuðu til heilla. Hefði einhver hugmynd í smíðum, sem varðaði almenning, var gott fyrir hann að leita álits Vilhjálms. Hann var manna fljót- astur að sjá, hvað kom að gagni og hvað ekki. Væri hugmyndin mjög röng, hafði hann bæði einurð og hreinskilni til þess, að kveða hana niður, og það með þeim krafti, að hún skaut ekki upp höfðinu aftur. Væri aftur á móti hugmyndin góð í eðli sínu, en gölluðl gat Vilh. með fáum orðum, sett á hana höfuðið — sem hinn vantaði og gef- ið honum þær bendingar, sem leiddu málið til sigurs, því að hann var ráðhollur maður. Nálægt 6 vikum fyrir andlát sitt, kendi Vilhjálirtur sjúkdóms þess, sém dró hann til dauða. Var hann á fótuirt fyrsta hálfan irtánuðinn án þess að þjást mfkið. Hélt hann fyrst, að e'kkert alvarlegt væri í aðsigi. En útlit hans bar þess vott, að hann gengi ekki heill til slkógar. Fór hann þá til Winnipeg að leita álits Iækna. „ Með sínu vana þreki, að horfast í augu við örlög sín, án þejss að líta undan, krafðist hann þess, að fá að vita vissu sína. Og svar- ið var: “Krabbamein í lifrinni”. —J 1 þeirri ferð ráðstafaði hann eigum sínum, og kom svo heim. Sá, sem þetta skrifar, spi^rði mann, sem viðstaddur var, hvernig Vilhjálm- ur hefði litið út, þegar hann kom af bátnum. Maðurinn svaraði: “Hann gékk rösklega upp bryggjuna og var glaður í viðmóti. Næsta dag kom bróðir hans til hans að spyrja .tíðinda. Vilhjáimur mælti: “Þeir dæmdu mig til dauða — það var afmeelis- gjöfin mín. — Þann dag varð eg sextugur. En það gleður mig, að eg bíð ekki dáð- lausrar elli. Eg hefi reynt að horfast í augu við lífið í þess ægilegus*u mynd, án þess að hopa. Og eg óska að gera dauðanum sömu skil — og ganga einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum, þó hefði eg gjarnan kosið að lifa lengur hjá börnunum mínum. Eg þakka forsjóninni, að eg get legið síðustu studirnar hér heima hjá þeim, sem eg ann.” Hann var hress í máli, þar til undir það síðasta, að þjáningarnar vörnuðu honum máls, og taíaði um alment mál með áhuga við þá, sem komu til hans. Hann dó í sama rúminu og konan hans — merk og ágæt kona -— í örmuml barna sinn, sem öll stunduðu hann méð einstakri ástúð. Hann skilur þeim eftir ógleymanlegar minningar og heiðarlegt nafn — dýrasta fjársjóðinn á þessari jörðu. Hann var jarðsunginn af séra Sigurði ólafssyni að viðstöddu fjölmenni. Harðleg- um karlmönnum, vönum mannraunum, hrukku tár af augum yfir gröf hans. Og nú hvílir hann aftur við hlið hennar, — sem hann saknaði í 16 ár •— í litlum kirkjugarði á bökkum Winnipegvatns. Eg heyri 'hljómleika næturvindsins þjóta í “spruce”-trjánum sígræinum, sumar og vetur, — Það eru vögguljóð vonarinnar yfir þeim, sem svo lengi voru aðskilin, — en eru nú aftur saman. 7. marz, 1924. Jónas Stefánsson, ,, frá Kaldbak. Vilhjálmur Sigurgeirsson. (Mælt fram viT5 kistu hans.) Þungt er mér í huga. Þögn og haririur .. varna mér anjáls og viljann laina. Iliorfinn -ertu vinur- Hielkiukkur hljómdimmar hringja á haustnóttu. Andvaka augu að J)ér leita í óráði ástar um ai'heim víðan, og trúa ei enn að tjaldið er fallið, sem hylur þig sýn að hinsfa degi. Mestur varstu maður Mikieyinga. Fremstur og fyrstur á framans vegi. Við megum ei við því aí^ niis-sa n-einn •en síst þig 3?að var sárast og þyngst! Víkingur varstu og viijinn stál. — íslenzkur aðall í augum dök-kur iiogaði stundum sem l'eiftur, hart — eða ibiakaði hlýr sem bjartur eldur- Lék þér á enni í ljós.únum norræna tignin nafnkunna: A-l-drei að víkja, aldrei að falla nemla örlögum alvalds fyrir. Traustur varstu vinur trúr og hollur. Orð þín efaði engirin m-aður. Af sæimd þinni aldrei sjónar mistir. Orðheidni í öllu var einkunn þín. ör var Jundin. Andin-n stoltur skapið stórt svo skjöldung hæfði í hvívetna heill en hvergi hálfur- Ást Oig ótta í einu vakti. Hagleikans gyðja himinborin ást á þig lagði í ungdæmi. Lék hún svo dátt við Ijúfling sinn að fár mun þinn jafningi fyr né síðar. Þjóðhaginn snjalli þér f höndum léku líf-straumiar listamannsins. Yndi var að sjá log undrun vöktu verkin þfn mörgu og vandasömu. Af leiksviði lff-sins eftir litla stund 'hverfum við öll þegar kvölda tekur. — En -eitt er víst þó að aðrir komi, * að -seint mun .\Iikley sjá þinn jafningja- J. S. frá Kaldbaki. Ritstj. Akureyrar blaSanna, eru vlnsamlega betinlr, at5 taka minnlng þessa forna ByflrtSIngs upp í blöti sín.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.