Heimskringla - 09.04.1924, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.04.1924, Blaðsíða 1
. VERÐLAUN GEFIN FVRIR COUPONS OG UMBÚÐIR SenditS eftir verfiiista til Roynl Crown Soap Ltd., 654* Main St. Winnipeg. VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAt, CROWN Sendií5 eft^ir veríSlista til Iloynl Crown Soap I-td., 654 Main St. Winnipegr. XXXVin. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 9. APRÍL, 1924. NÚMER 28. n a M i i n a i— 1 u ft n P l L) H l=: Þriðjud. 1. apríl. Mr. Queen skoraði á þingið í langri ræðu, að veita aukaviðbót til ekkna og munaðarleysingja, er heyrðu undir uppbótalög vetka- nianna (Workmen’s Oompensation act) kvað atvinnurekendur ihafa nóg efni á að leggja meira af mörkr um og var þungorður í garð þeirra, er teldu bændum trú tím, að há-| verðið á nauðsynjavörum lieirra væri að kenka háu kaupgjaldi verkamanna- Sýndi fram á með tölum, að laun þeirra eru hneyksl- anlega lág. Þrátt fyrir mælsku hans týndust þingmenn út úr salnum, unz ekki voru efir nema um 20. Ávítaði hann liarðlega þing deildina fyrir lítilsvirðingu þá, er hún sýndi þessu imálefni. — Mr. Tanner tók í sama strenginn; kvað þetta verða að skoðast sem tilkynning frá þinginu, um a£ verkam.enn mættu lítils af því vænta- — Mr. Craig varði þmgmienn ok kvað þá vera kunnuga málinu- Hann kom með uppástungu um, að setja málið í 15 manna nefnd yfir sumarið; skyldi sú nefnd vera skipuð 5 þingm., 5 atvinnurekend- um og 5 verkamönnum, og skyldi hún komá fram| með tillögur á næsta þingi. — Þessi tillaga var samþ- y 11. marz hafði Taylor oddviti Oons. gert fyrirspurn um símskeyti, er farið hefðu á miilli stjórnarinnar og Mr. iWaugh, er hann var ráðinn forstjéri vínkaupa. Lagði Bracken forsíBtisráðherra þau gögn fram og sýndu þau, að Waugh hafði viljað fá $15,00 í árslaun, en farið að lokum niður í $12,000. Miðvikud. 3. apríl. Mr. Haig hamaðist að stjórninni. Kvað hlægiiogt að þessi stjóm hefði -sérstaklega átt að spara, og legði svo fram áætlun um $11,000,00 gjöld, er væri hæsta áætlun er nokkurn- tíma hefði verið gerð í sögu fylk-j isns|. — Löggjöfin væri öll að fara i á ringulreið vegna þess, hve mörgl ný lög væru leidd í gildi; vissu nú varla eiztu og æfðustu lögfræðing- ar hvað væru lög og hvað ekki. 3>á ávítaði hann stóórnina, er í fyrstu hefði viljað biorga Mr. Waugh $15,000, en hefði sVo farið niður í $12,000 af ótta við almenningsálitið. Myndu ýmsir háttv- þingm. (Mr. Little) Ihafa ærst hér á árunum, ef Norrissjómin hefði boðið einhverj- um $15,000 laun — Þá réðist Mr. Bayley á greinam- ar “Under the Dome” í ‘Free Press’, er skýrðu frá þingstörfum. Þótti þær fuilar af léttúð og til þess eins að rýra álit þingsins meðal manna. — Mr. Queen og Mr. Norris and- mæltu og töldu þinginu enga hættu stafa af spaugsyrðum. Fimtud. 3- apríl. Mr- Haig réðist grimmiilega á próf- Lee frá landbúnaðarháskólanum tyrir að hafa látið 1 ljósi bréflcga við Mr. Bumeli, eitthvað á þá leið, að bændum stæði engin hætta af að fara inn í hveitisamlbandið. Próf. Lee væri borgað af almanna fé, og hvaða rétt hefði nokkur rnaður í rfkisþjónustu til þess, að blanda sér f sitjórnmál? Mr. Bayley frá Assiniboiia andæfði Mr. Haig hvast. Kvað próf. Lee vera*gérfræðing éin- oiifet á þeim sviðum, er bréf hans lyti að, Hver væri fær- ari? Og til hvers væri hann 1 embættl ef ekki til þess, að leggja mönnum ráð um slíka hluti- Mr. Bayley kvað bjartari ^ága myndu renna upp yfir fylkið, þegar ráðin um hin og þessi mál- efni væru sótt í hendur sérfræð- inganna á þeim sviðum, í stað þess, að bera alt undir stjórnmálavizk- una. — Mr. Downes vildi láta sam- þykkja áskoruif til samlbandsstjórn- j arinnar um, að lækka toll og neyzlu skatt á vínum, brennivínum og maltdrykkjum, niður í það, sem var 1914. Kvað samlbandsstjíunina græða of mikið á fylkjunum. íbú- ar þeirra fylkja er vínsöiu leyfðu, væru að borga skatta til þeirra fylkja, er væru á ólögmlætu kendi- ríi- Þar að auki lækkaði aldrei bjórverðið fyri en þesisu væri al- varlega sint. Föstud. 4- apríl. Út af $3,000, er ganga skyldu til vistráðningaskrstofu ríkisins, gerði Mr. Bernier þá fyrirskipun, hvort þessar vistráðningaskrifstofur kæmu að nokkru haldi. Fjöldi manna efaðist um, það og neitaði því. Ef þær væru gagnslausar, til- hvers þá að fleygja peningum i þær? — Hlon- Neil Cameron kvað þær stórum hagfeldari, en gömlu ráðningastofumar, er reknar voru af einstökum miönnum. Bændur í hans kjördæmi væru ánægðir. Það var Mr. Norris þar á móti ekki. Að vísu hefði hann sett upp skrif- stofurnar, eftir beiðni samþands- stjómar, en vildi samt fara aftur í gamla lagið. — Willis, Kennedy og Hamelin töldu skrifstofum þessum mjög ábótavant. Mr. Farmer var mótfailinn að láta þær aftur í hend- ur einstaklinga, sem oft flægju at- vinnuleitendur án þess að útvega þeim vinnu. — Mr- Esplen frá Dauphin kvað menn í því hér^ði, vera ánægða m|eð fyrirkomulagið — Mr. Tayior spurði hvort leggja ætti niður niokkrar vistráðninga- stofur. — f Dauphin og Portage, svaraði Braoken. Frá Ottawa er símað þ. 8. þ. m., að þangað séu komnir flestir með- limir sendinefndar þeírrar frá Manitoba og Saskatchewan, er eiga að reyna að fá sambands- stjórnina til þess að hrinda áfram Hudson Bay járnbrautinni. — Bracken, Norris og Taylor frá Manitoba, er búist við að komi til Ottaw’a í dag. ■Þriðjudaginn í fyrri viku, réðust ræningjar á bíl Hócheloga bank- ans, drápu ökumanninn og rændu $142,000._ Einn af ræningjunum var drepinn áður en þeir sluppu með ránsfeng sinn. Haldið or að náðst hafi í þá flesta. Önnur lönd. Frá London er símað 7. apríl, að MacDonald ráðuneyifeið beið ósiig- ur í smiámáli, með 221 atkv. mót 212. M-acDonald er þó ákveðinn f, að sleppa ekki stjórnartaumunjum fyr en ihann bíður ósigur á ein- hve’rju mikilsvarðandi máli, og blöðin ensku sýnast yfirleitt styðja hann í því máli. Fá London er símað þ. 8. þ. m., að Gen. Smuts hafi slitið þingi í Suð. ur-Afríku og að sennilegt sé, að stjómarskifti verði, og að Gen. Hertzog foringi lýðveldissinna og ihans flokkur muni krefjast full- koimins skilnaðar frá Englandi og réttar til þess að mynda óháð lýð- veldi. Taiið er víst að sá flokkur verðl í miklum meirihluta. Frá Bóm er símað 7. apríl, að Mussolini og Fasoistar liafi unnið stórkostlegann kosningasigur og útlit sé fysir að hann muni eig i langa þingstjórn fyrir höndum Um 40% af öllum greiddum al kvæðum féliu honum í skaut. Frá Berlín er símað 3. apríl, að keisarasinnar séu nú í algleymingi um alt landið. í nálega hverri borg eru daglega uppþot og mann- fundir á strætum og gatnamótum, þar sem allur fjöldinn krefst þess, að hætt sé við lýðveldisstjórn Flokkur Stresemanns kanzlars, % hefir til dæmis opiniberlega lýst því yfir, að þeir séu fylgjandi þinÉ- bundinni konungsstjórn. skairandi óeigingirni, er Bandaríkja- stjórnin á stríðsárunum tók hann í sína þjónustu, og han ákvað sér aðeins einn dal í árskaup, af því að hann væri að vinna föðurland- inu. Hafi nú nefndin rétt fyrir sér hefir heiðursmanninum tekist að margfalda þenna dal tufetugu og fjórum miljónum sinnum. Gott hver það. getur! Bandaríkja þingið hefir ákveðið að verja $10,000,000 til hjálpar börn- um, sem daglega eru að verða ihung- urmorða í Þýzkalandi. Nefnd sú, er sett var til þess að rannsaka kröfu þá, er Ch. Schwab, stáikongsins frá Bethlehem, þótí- ist hafa á hendur siglingaráðii neyti Bandaríkjanna, eV hann reiknaði að ríkið skuldaði sér 13. 377.403 dollars, toefir nú komist að þeirri niðurstöðu, að svo fjarstætt sé að Schwab eigi nokkuð hjá rík- inú, að hann hcfir þvert á móti dregið sér á ólöglegan hátt rúma $11,000,000, er honum beri nú að skila afitur. —Schwab þótti sýna framúr- Frá New York er símað, að I. P- Morgan hafi nýlega í Nizza í Frakk- landi í blaðinu Eelaireur, gert þá furðanlegu yfi?lýsingu, að Frakk- land væri einmitt nú að sýna öðr- um þjóðum stórkostlega fagurt dæmj til eftirbreytni, um hvemig friðinn eigi að vinna, og að Frakk- ar miegi jafnan reiða sig á aðstoð Bandaríkjaima, þair eð allir viti að þeir séu forkólfar og riddarar allra frelsishreyfinga. Þessi fjármiálahá- karlsyfirlýsing hefir vakið al- menna gremju í Bandaríkjunum, þar sem menn hafa með mikilli athygli fylgt öllum athöfnum Frakka í Ruhrmálinu. GOÐAFOSS. er stærsta skip og sterkasta, sem nú siglir á íslenzkar* hafnir. Auk þess er það fegurst. iSkipið og skipstjórinn hafa getið sér mikjð á ltt innan lans og utan. í hitteð fyrra braust Goðafoss gegnum þykkan ís á Kristjaníufirði eða 'óslófirði, inn á höfn. Um 30 skip lágu föst í ísnum og sum farlama með brotnar skrúfur en aðeins 3 kom- ust álla leið. Vakti þá Goðafoss, þetta tiitölulega litla skip I hóp erlendra skipa, mikla eftirtekt vegna styrkleika síns, orku og á- gætrar stjórnar- Þegar skipið fór frá Kaupmannahöfn var Eyrarsund stappað þykkum ís, því mikil frost liafa verið í Danmörku. Þar lágu þá mörg sikip og * komust hvorki aftur né fram unz ísbrjótur ruddi þeim leið. Sklp og skipstjóri hafa og getið sér orð fyrir þrifnað og regluseiVii enda er skipshöfnin úr- valsllð og istýrimenn allir röskir menn, ábyggilegir og kurteisir. Norðlendingum er d^rmætt, að hvorutveggja megi treysa skipi og skipstjóra. Goðafoss annast áhættu- mestu siglingar við ísland og flytur oft dýrmæta farma. U N Ó TT H Nótt þú átt gott að geta séð í glitrandi straumsins ósum, 1 döggvotum runna_ af rósum. Draumlandsins undur máluð með Mánans og stjörnuljósum. "v Nótt þú átt gott við græðisdjúp, Að grúfa þinn hljóða anda i Við úthafsins yztu granda, Og hverfa í dimmbláum huliðshjúp Til himinsilns blíðu landa. oigiiiniiiiiiwiiiiiiiiiiiiimiii v o r *: Kvakar loft og lóur vaka Lækur þylur sínar bækur Pjólur gægjast fram mót sólu Foss þeim heilsar ástarkossi. Andar blærinn ljúft frá landi Lundinn skrýða blóm og grundir. Vakna: máttar vetur saknar Vorið er í heiminn borið. Ef þú gætir gefið ljós Gleði og kæti frá þér, Blessuð sæta sumarrós , Sit þá ætíð hjá már. , <■ ; Í S. E. Björnsson. * . rd * * . \ . Rvík 8. marz. Sigurður Eggerz forsætisráíherra segir af sér. Konungur snýr sér til Jóns Þorlákssonar. FRÁ ALÞINGI. Tryggvi Þórhallsson þingmaður Strandasýslu, vill leggja niður sendi- herrann í Kaupmannahöfn. Þrír aðr- ir Framsóknarmenn vilja leggja nið- ur prófessorsembættið í hagnýtri sálarfræði og grískudósentsembætt- ið. ' Þrír þrn. úr Ihaldsflokknum vilja lækka dagpeninga þingiamnna of- an í 12 kr-, og fastsetja ferðakoetn að við 400 kr. hámark og 40 kr. lág- mark. Jón Þorláksson flytur frv. um breytingu og samfærslu háskólans, þanniig að toann sé framvegis að,eins 3 deildir, guðfræðisdeild, læknadeild og lagadeild og heimspökisdeild sameinuð. Nokkrir þingmenn vilja hækka iaun Sigurðar Ndrdals pró- fessors um 2—3,000 kr., til þess að missa hann ekkj frá háskólanum til Noregs, þar sem bíður hans kenn araembætti í norrænum fræðum við Kristjaníuháskóla, með 3000 kr- hærri launum en hann hefir nú vié háskóla íslands. Húshitunin í Reykhúsum. — Á óðali Hallgríms Kristinssonar býr ekkja. hans, frú María Jónsdótt- ir. 1 brekkunni neðan við íbúðar- toúsið er allstór og heit laug. Frú María réðist f það á síðastl. hausti, að láta gera tilraun til að hita upp húsið með lauginni og tók bygg- ingafræðingur Sveinbjöm Jónsson að sér að finna úrlausn málsins og koma verkinu í framkvæmd. Laug- in er 10 metrum lægra yfir sjáVar- flöt en húsið- Nú hefir Sveinbjörn komið þessu í kring á mjög- frum- legan og kostnaðarlítinn hátt. Hann hefir notað vatn, sem leitt var úr torunni ofan við íbúðarhús- ið, ofan -í baðhús, <or áður var bygt hjá lauginni. Vatn þetta leiðir hann gegnum, mjög langa pfpu, sem vafin er upp í rnarga hringi og_ látin liggja í þró fyltri laugarvatn- inu. Á leiðinni gegnum pfpuna verður vatnið jafnheitt og laugar- vatnið og kemur inn í íbúðarhúsið ins á Veðramóti, sem einnig er n-' dáinn. Björg var áttræð að aldri. Hún var vinsæl og vel að sér ger. Hafði óvenjulegan áhuga á því, er gerðtöt í þjóðfélaginu og fylgdist vel með í öllurn áhugamálum dótt- ur sinnar, og var mjög kært með þeim mæðgum. Katrín Thoroddsen cand. med. & chir., hefir fengið veitingu fyrir Flafeeyjarlæknishéraði- Er hún fyirsti kvenmiaðurinn', sem verður konunglegur embættismaður á landi voru. Hún er dóttir Skúla heitins Thoroddsen, og útskrif- aðist af háskólanum sumarið 1921. Hefir síðan dvalið erlendis á spí- tölum. Hinn 27. febr. var Guðm. J. Hlfð- dal verkfræðingur skipaður síma- verkfræðingur landsins og forstjóri bæjarins í BeykjaYík, frá 1- marz að telja. Fangahúsið á ísafirði brann, til kaldra kola 29. febr. Einn maður brann inni, er hét Björn Kristjáns- son, 17. ára gamiall. Vestmannaeyjum 6. marz Austanhríð og aftakaveður var hér í gærkvöldi og nótt. Tveir bátar komu ekki að í gærkvöldi og fór “Þór” að leita, Fann hann annan f morgun. Báturinn “Björg" er talinn af- í skeyti, sem sent var nokkru síðar segir, að skipshöfnin af vél- bátnum “Björg” hafi komist í ensk- an togara. Báturinn sökk í rúmsjó. Akureyri 8. marz- í stórhríðinni í fyrri viku lenti vestanpósturinn héðan, Guðm. Ólafsson, í slæimim hrakningum, svio að við lá, að hann yrði úti. Hafði hann iagt upp frá Víðimýri laust eftir hádiegi á fimtudaginn og skall hríðin yfir, er hann var kominn upp á Vatnsiskarð- Hrakt- ist hann brátt af réttri leíð og gekk svo alla nóttina, að hann varð ekki var toæja, en síðdegis á föstudaginn komst hann ioksins að Skottastöðum í Svartárdal, illa til 55° heitt- Er skemjst af því að segja, að þannig fæst ágætur hiti í alt húsið eða al'ls 10 herbergi, og auk þoss heitt vatn í eidhúsinu til þvotta of* matreiðslu. Fær frú María v-el launað áræði sitt og kostnað endurgreiddan í ágætri hústoi;tun og þægindum Ibeintt úr 'skautj jarðarinnar. Sveimbjörn er allmerkiWgur maður, ötull og ó- sérplæginn; gefinn fyrir að finna nýjar leiðir til úrlausnar á okkar mörgu vandkvæðum. Verða þeir menn aldrei um of viðurkendir. Hann er uppfyndingamaður r- steinsins, sem nú er mikið notaður og nú hefir hann á merkilegan hátt fundið ráð til þess að nota laugar til Vatnshitunar, hversu sem að- -stöðu er háttað. Ættu þeir, sem búa nærri laugum og hverum, að nýta hvorttveggja meira en orðið er. Er örðugt að mefca til fjár þann spamað og þá heilsuverndun, sem slíkt veitir í okkar eldsneytis snauða 'andi Aðfarsnótt 8. febr. andaðist í Reykjavík frú Björg Jónsdóttir, móðir Halldóru Bjamadóttur kensflukonu,-en systir Björns heit- reika og kalinn á höndum, fótum og andíiti. Póstflutningurinn var allur í góðu iagi, en einn hesturinn hafði orðið viðskila við lestina í hrfðinni og kom hann til haka að Víðimýri á föstudagsmorguninn. Eftir að hafa hvflt sig næturlangt á Skottastöðum, hélt pósturinn of- ato á Blönduós og komst þangað síðdegis á sunnudaginn. Fékk liann þar mann til þess að fara með póstflutninginn ofan á Blönduós og komst þangað síðdegis á sunnu- halda heimleiðis með póstflutning- daginn. Fókk hann þar mann til þess að fara með póstflutninginn vesfeur til Staðar, en varð sjálfur oftir undir læknishendi. En er I>ósturinn kom að vestan aftur, var Guðmlundur búinn að ná sér svo eft- ir volkið, að hann þóttist fœr að geta haldið heimleiðis með póst- inn, og er hann væntanlegur hing- að á morgun- Hefir Guðmundur sýnt fádæma dugnað og harðfengi i ferð þessari, er verðskuldar hina fylstru viðurkenningu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.