Heimskringla - 09.04.1924, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.04.1924, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. APRÍL, 1924. Ekki má sköpum renna. SIGMUNDUR M. LONG, þýddi. þ>að sem hann vantar.” “Þegar þú ert búinn með mlig, er það ætlan mín, að þú verðir ekki íær um að sitja á ruggu- hestinum”, sagði Simpson. “Við sjáum til”, sagði aðkomu pilturinn, “en far þú þína leið”, sagði hann við Cynthiu. En Cynthia hristi höfuðið, þegar verjancfi henn- ar var farinn úr treyjunm, sá hún ennþá glöggar hve miklu grennri hann var, í samanburði við mót- stöðumann sinn. “Hættu að berjast við Sampson”, sagði hún. “Ef þú vilt stansa hérna ofurlítið, get eg hlaupið mína leið”. “Já, það er rétt”, sagði Sampson hlæjandi. “Ef jþú vilt berjast þá komdu, en það er auðséð, að þú ert hræddur”. Þessum áburði svaraði hann svo greinilega, að hann beindi allþéttu hnefahöggi á nasir Sampson. Með það byrjaði bardaginn. Það var reglulegur hnefale-’kur, vel þess verður að þar hefðu verið fleiri áhorfendur. Sampson var bæði stærri og sterkari, en hann kunni ekki að berjast, eftir list- arinnar reglum. I því, var mótstöðumaður hans honurn miklu fremri. Hann varðist hinum þungu og klaufalegu höggum Sampsons. Svo þó hann væri minni vexti, var hann þeim mun mýkri, fótvissari og hæfnari; fékk Sampson hvert höggið á eftir öðru verra. Hann snerist eins og æfður hnefa- leikari í kringum Sampson, og sló hann í höfuðið, kviðinn og fyrir brjóstið, svo Sampson stóð á önd- inn. Gynthia var áhorfandi, og var fölleit og á- hyggjufull yfir þessum leík,. en \ar jafnvel búin að gleyma, hvemig á þessari orrahríð stóð, hugur- mn hneig allur að því, hvernig hinum riddaralega verjanda hennar mundi reiða af. Henni fannst o- mögulegt að hann héfði mátt á móti Sampson, sem var miklu stærri og sterkari. Af og til heppnað- ist Sampson að koma á hann höggi svo báðir voru blóðugir í andliti. Svo vildi það til að grannvax- ni pilturinn rann til á grasinu, og rasaði við, það var Sampson fljótur að hagnýta sér, og fleygði sér yfir hann með öllum sínum þunga, og um tíma leit svo út, sem honum væri vís sigurinn. Cynthia krepti saman varirnar, svo hún gæfi ekki hljóð af sér, en í sömu svifum tólk drengurinn svo rösk- legt viðbragð, að honum heppnaðist að velta Sampson um koll og komast sjálfur á fætur, og gaf honum þá nokkur högg í síðuna, svo hann emjaði og eirði hið versta, og þegar hann spurði Sampson, hvort hann vildi meira, hafði hann ekki þrek til að svara og leit út fyrir, að hann hefði fengið nóg, því er hann skreiddist á fætur með miklum erfiðleikum, tók hann frakkann sinn. “Nei, hvernig gengur það?” spurði sigurhetjan glaðlega, um leið og hann tók frákkann sinn, þetta var bara skemtileg orusta, en eftir að hyggja — þér réðust á stúlkubarn og voruð vel að því kominn, þó þér fengjuð ráðningu. Hana skuluð þér líka fá, ef þér leikið þetta oftar.” Þessi aðvörunarorð voru töluð illindalaust. I gamni og alvöru. Það er sjálfsagt, að þeir sem eru eðallyndir, sýni þeim yfirunna stórmensku eða hroka, en Sampson var ékki svo innrættur, hann þerraði af sér blóðið; var í hinu versta skapi. og tautaði gremjufullur: “Þetta skaltu fá endurgoldið við tækifæri, kunningi minn, eg þekki þig ekki, en það gerir minnst til. Eg heiti Sampson Burridge, og faðir minn mun sjá um, að þú yrðist eftir þessu, sem þú hefir gert mér. ^ “En mitt nafn er Frayne Darrell Frayne”, sagði hinn, og mér dettur ekki í hug að segja föður mín- um frá því, sem hér hefir komið fyrir; jafnvel þó eg segði honum alla söguna, myndi hann naumast svara pvi . Þegar Cynthia heyrði þetta, varð henni eins og óvart, að líta á eikaþyrpingu efst upp á bakkan- um, þar var hinn afbragðs fallegi herragarður Sir Anson Fraynes. Sampson virtist verða hálf hverft við, er hann heyrði nafnið. Hann tautaði nokkur hrakyrði, og snautaði svo leiðar sinnar. II. KAPITULI. Frayne hafði treyjuna á handleggnum; þerraði framan úr sér með vasaklútnum sínum, svo sneri hann sér að Cynthiu, sem altaf stóð kyr og hélt í hestinn. “Eg vona að þér hafið ekki orðið mjög hrædd- ar”, sagði Frayne einarðlega en þó viðfeldinn. “Eg bað yður að fara, og það hefði átt betur við, en þér vilduð það ekki”. Cynthia var fölleit og voru • það menjar þess, að hún hafði orðið hálfsmeik, og mest horft niður fyrir sig. En henni varð mjög hverft við, er hún leit nú til hans og sá hvernig hann var til reika, og var það eingin furða, því satt að segja, var hann Ijótur í framan. Neðri vör- in var sprungin og blæddi mikið úr henni, annað augað var blátt og bólgið, og á öðrum vanganum hafði hann slæmar skrámur. “Hefur hann barið yður til skemda?” spurði hún ofurlítil skjálfrödduð. “Oh, ekki held eg”, sagði hann hressilegur, og um leið strauk hann með klútnum andlitið. “Eg hefi líklega fengið blátt auga, en það hefur ekki m'kið að segja. Eg legg hrátt kjöt yfir það, og svo er það heilt fyr enn varir. Hrátt kjöt er af- bragðs meðal, og það brúkum við vanalega í skól- anum”. “Þér hafið barist fyr? Þykir yður gaman að þeim leik?” spurði Cynthia undrandi, og með snert af aðdáun. “Ekki ekki er laust við það’ , svaraði hann. “Stundum er maður tilneyddur. Mér datt ekki í hug að standa og horfa á að þessi kúa- lubbi sýndi yður ójöfnuð. En hvað vildi hann yð- ur? Hafið þér ert hann upp eða hvað?” Cynthia hristi höfuðið og roðnaði, en henni sýndist hann vonast eftir svari, og því stundi hún upp. “’Hann vildi kyssa mig”. “Vildi hann það?”, sagði hinn ungi maður undr- andi, og ekki sviphýr. “Hann hlýtur að vera hálf tryltur; eg á við”, sagði hann til skýringar, “eg skil ékki að nokkur vilji kyssa unglings stúlku henni nauðugt. En hvað það var heppilegt, að eg skyldi koma. Nú verð eg að fara. Að sönnu var eg á leiðinni til Durley”. En svo fólk fái ekki tækifæri til að tala um þetta auga, þá ætla eg að snúa nefinu heim til / »* min . Hann rétti hendina eftir taumunum, en Cynthia slepti þeim ekki. “Við skulumj koma niður að ánni, svo hægt sé að þvo yður í framan”, sagði hún. “Eg veit ekki nema faðir yðar verði hræddur, ef þér komið heim, svona útlítandi”. Hann hló að þessari hugsun. “Þér megið fuiltreysta því, að það er eng- in hætta á ferðum í þessu tilliti”, sagði hann og kinkaði kolli, það er auðheyrt að þér þekkið föður minn ekki mikið, ef þér haldið að hann bregði sér við smáhluti. Hinsvegar er ekkert á móti því, að þvo sér úr fersku vatni, við skulum koma”. Þau fylgdust að niður að ánni. Darell kraup á kné á bakkanum, og hún jós vatni yfir hið bólgna andlit. Hið hreina kælandi vatn hresti hann veru- lcga. Svo 'leit hann til Cynthiu, sem stóð þar rétt hjá og veitti honum nákvæma athygli. “Fr það nú betra?” spurði hann. “Já, nú er andlitið hreint”, sagði hún. “En það er eftir í hnakkanum, eg skal þvo það, þér ná- ið ekki vel til þess.” Svo tylti hún taumunum á grindavekið, að því búnu kraup hún á kné við hliðina á Darrell, dýfði vasaklútnum sínum í vatnið og þerraði blóðslett- umar vandlega burtu. En hann var óþolinmóður og stóð upp snögglega. “Þetta er orðið mikið betra”, sagði hann. “Nú hlýtur það að vera afbragð.” Hann leysti hestinn og var í þann vegin að fara á bak, þá var sem í snöggu bragði honum dytti eitt- hvað nýtt í hug. “Það er ekki svo mikið, að eg hafi þakkað yður fyrir að halda í hestinn minn”, sagði hann, það var þó vel gert af yður. En með leyfi að spyrja, hvað heitið þér?” spurði hann með sérkennilegri kurteysi. “Cynthia Drayle”, sagði hún. ‘IÞeJcíka”, tagði Eann og leit til hennar um öxl sér. “Hvað eg heiti hafið þér heyrt; heimili mitt er þarna á herragarðinum, það er að segja, —^g kom þangað í gærkveldi. Annars er líklegt að eg hefði vitað hver þér eruð, því eg hugsa að heim- ili yðar sé hér nærri?” Cynthia vék höfðinu í áttina til kofans. “Það er þarna uppfrá”, sagði hún. “Og eftir því erum við nágrannar”, sagði hann. cins og utan við sig. Hann sá það nú, sem hann hefði ekki tekið eftir fyr, að hún var sérstaklega falleg, og um leið varð nonum það skiíjanlegt. Iiversvegna Sampson vildi kyssa hana. “O-jæja”, sagði hann, eins og hikandi. “Nú verð eg að fara. Eg vona þér talið ékki um þetta — mlér er illa við alt þesskyns málæði. En líklega segir Sampson, þrjóturinn sá, söguna hverjum sem heyra vill, og faðir minn verður sá fyrsti en hvað um það — verið þér sælar”. Hann stökk á bak og reið yfir ána, og var kom- inn spölkorn upp með henni hinu meginn, þegar hann alt í einu stansaði, sneri hestinum við og kall- aði til hennar: “Komldu ti'l mín, eg vil sjá til þín heim. Hann er viss að koma aftur — jafnvel þó mér þykir það ólíklegt. En það er ek'ki gott að vita því nógu er hann heimskur til þess”. Cynthia hlýddi tafarlaust, og hann beið á sama stað, þar til hann sá, að hún var komin heim að kofanum. Það var fallegt útsýni, þai sem kofinn var; hann var í heiðarbrúninni og falleg tré í kring. Fyrir framan húsið var snotur garður, þar voru ræktuð blóm og matjurtir. Að sönnu var ‘kofinn sjálfur gamall og ekki háreistur en rúmgóður og skemtilegur, og Cynthia elskaði af einlægni þetta æskuheimili sitt. Hún hljóp inn í eldhús, snaraði hattinum sínum upp hyllu og fór að búa til te. I sömu svifum kom faðir hennar inn, hann hafði verið að vinna í garðinum. Bradley Drayle var fallegur maður, grannvaxinn með fjödega and- litsdrætti, skarpleg augu og mjög einkennilegann munn. Hann var vinsæll meðal þorpsbúanna í Summerleigh, þó þeim þætti hann einkennilegur með sumt, þeir sögðu sín á milli, að það væri ó- mögulegt að vita hvert það væri gaman eða al- vara sem hann segði, og létu sér nægja að hrista höfuðið, þegar hann kvaddi þá með spaugi og heimsspekilegum athugasemdum. Jafnvel Cynthia dóttir hans skildi hann ekki vel á stundum; hún var of ung til þess. En hún unni honum með ótak- markaðri ást og einlægni, þau voru sem ein persóna hvert öðru alt í öllu. Drayle þvoði sér um hendurnar við pumpuna og settist svo þreytulegur á stól við borðið, þar sem I Cynthia var fyrir og drakk teið sitt. “Þú kemur seint heim Cynthia”, sagði hann.: Svo bætti hann við, um leið og hann leit til hennar,: hefir nokkuð verið að fyrir þér?” “Já,” sagði Cyntia einarðlega. Faðir hennar j hafði innrætt henni að segja æfinlega satt, og hún duldi ekkert fyrir houm, smátt eða stórt. Hann hafði fyrir vana orðtæki: “Sannleikurinn er beztur af öllu. Lygarinn er í sífeldum kröggum, og fær oft minni laun fyrir vinnu sína en hinir, sem trúverðir *• eru . “Eg sat inni, en ungfrú Angelica gaf mér eftir helminginn af tímanum, hún er merkileg stúlka”. “En hvað braustu?” spurði faðir hennar. “Eg rak tunguna út úr mér, framan í Lucy Grimes, hún sneri upp á sig framan í mig”. “Það er mjerkileg hvað við komumst oft í vand- ræði vegna tungunnnar”, sagði Drayle. “Það er ekki alt búið ennþá faðir minn”, sagði Cynthia. “Þegar eg var á heimleið, kom þessi leiðinlegi Sampson Burridge; hindraði mig frá að | fara leiðar minnar og svo vildi hann kyssa mig, en eg hljóp frá honum.” Drayle leit til svipu, sem hékk þar á veggnum. “Eg skal ná í þenna Sampson,” sagði hann hálf- hátt, “og tala við hann fáein orð í fullri meiningu”. “Þess þarf ekki faðir minn”, sagði Cynthia. “Hann fékk ráðningu”. “Af þér?” “Nei”, svaraði hún. “Darrell Frayne kom ríð- andi í söimi svifum, og barðist við Sampson, það var hræðilegur aðgangur, þeir voru bláir og blóð- ugir. Darell fékk blátt auga, en þó mátti hann bet- ur, og Sampson flýði; var það ekki vel gert af hon- um faðir minn, að berjast mín vegna”. “Jú”, svaraði Drayle. Hann sat hugsandi og neri augabrýrnar”. “Það var vel gert af honum”, sagði hann, eftii iitla þögn, “og eg er honum mjög svo þakklátur fyr- :i það; hann hefir tekið af mér leðinda ómak, en þó hefði mér verið kcerara, að þú hefðir fengið emhvern annan hjálparmann”. “Hvernig stendur á því?” spurði Cynthia undr- andi. “Hefurðu svona rriikinn óhug á honum?” “Eg hefi ekkert út á hann að setja”, sagði Drayle. “En það er hálf kalt milli foður hans og / ** min . “Mér hefir sýnst þetta, faðir minn, að Sii An- son heilsi þér fremur kuldalega. En af hverju kem- ur það?” “Já, það er nú lengri sagan Cynthia”, sagði Drayle. “Samt vil eg segja þér aðal atriðin með fá- um orðum: Sir Anson vill eignast hlut úr eigu minni, sem eg vil ekki farga.” “Hvað er það, sem Sir Anson hefir ágirnd á?” spurði Gynthia með athygli. “Jarðeignina mína”, svaraði Drayle spaklega. ‘Hann líður af veiki, sem mætti nefna fasteigna- veiki, og það er ólæknandi, því meira, sem hann kenv't yfir, því áfjáðari verður hann. Sir Anson á margar ekrur af landi. Já, svo mikið land, að hann mundi ekki endast til að hringganga það á einum degi, og það er meira en hann hefir þörf fyr- ír. Faðir hans hafði sömu ástríðu, og hann var svo heppinn að geta keypt af föður mínum, meiri hluta jarðarinnar. Hún var það eina, sem eg eignaðist, og nú vill hann ná henni”. Cynthia hneigði sig. “Já, nú skil eg það, en hvernig getur Sir Anson verið reiður við þíg, þó þú viljir halda í þenna litla blett af landinu, sem enn er j eigu þinni”. “Af því, að Sir Anson álítur það ofdirfsku af mér að neita honumJ, hann er baron, þú skilur það, og í mestum mannvirðingum hér nærlendis, en eg ekki annað en Bradley Drajde. f fljótu bragði sýn- ist það náttúrlegt, að Sir Anson hefir ekki skilið, að eg hefi hafnað boði hans — hann hefir sem sé boðið yfirdrifið verð fyrir blettinn og skoðar það sem þrjósku úr mér, að taka því ekki.” Drayle þagnaði og Cynthia þóttist skilja, að eitthvað væri ósagt. “Það var líka annað atriði”, sagði Drayle og horfði útundan sér. “Móðir þín” — hann Iækkaði róminn, og einkennilegur drættir komu kringum munninn — “hún var sérstaklega falleg, Cynthia, þó undarlegt sé, þá ertu ekki nærri eins fríð og hún var”. “Ef til vill er eg líkari þér, faðir minn”, sagði Cyntia í einlægni. “Já, þetta getur vel verið”, samsinti Drayle al varlegur. En mleð sjálfum sér gladdist hann yfir því, hvað lítið hún vissi ennþá um sína eigin feg- urð. “Eins og eg sagði þér, var móðir þín aðdá- anlega fríð kona, og miklu fremri mér að ætt og uppeldi. Hún var “Leicester”. Jæja, þú skilur það ekki, og það gerir engan mismun. Sir Anson sá hana — og eg hefi engann heyrt lá honum það.” “Þú átt við, að hann hafi fengið ást á móður minni”, sagði Cynthia í hálfurn hljóðum. “Það gerði hann”, sagði Drayle, en samt átti hún mig”. “Mér þykir vænt um, að hún gerði það,” hróp- aði Cynthia og brosti ánægjulega. “Þakka þér fyrír Cynthia”, sagði faðir hennar, iþetta eru einhver hin hugnæmustu orð, sem eg hefi heyrt. En nú verður þér skiljanlegt, að það er ekk- ert gk«ðiefni fyrir Sir Anson, þó hann mæti mér”. Cynthia varð hugsandi, og horfði framundan sér, svo sagði hún: “Mér skildist faðir minn, að þér sé hugþekkast, að eg láti Darrell Frayne með öllu afskiítalausann”. “Já, því ekki?” svaraði hann, “það er samt, ef til vill, ekki ómögulegt að þið gætu orðið vinir, en ifklega hugnast Sir Anson það ékki. En mér þykir trúlegast, að þegar þú finnur Darell þenna næst, mun hann láta eins og hann sjái þig ékki, og fari svo sína leið”. Cynthia hló, en hún var rjóð í andliti, og horfði niður fyrir sig. Faðir hennar stóð upp og gekk inn í næsta herbergi til að sækja pípuna sína, sem hann þó aðeins kveikti í, lagði hana svo frá sér og gekk að gamaldags peningahirzslu, sem var múruð inn í vegginn, lauk henni upp og tók þar skjal nokkurt, sem hann yfirvegaði lengi og rækilega, og neri við og við augnabrýrnar, sem var vani hans, er hann réði ráðum sínum um eitthvað áríðandi. Svo tautaði hann: “Skyldi það vera þess virði? — Nei. Það er það víst ekki — , H)ann stundi við og lagði skjalið aftur á sama stað. En það hefði hinn góði Bradley ekki átt að gera. Hefði hann |ramkvæmt það, sem honum hafði fyrst hugkvæmst og farið með skjalið, til lögmannsins í Dursley, þ|á hefði framtíð Cynthiu orðið önnur, og ekki eins þyrnum stráð og hún varð. III. KAPfTULI. Darrel beið, þar til hann sá, að Cynthia var kom in heim til sín. Hann lét hestinn í hesthúsið, svo lít- ! ið bar á, — þegar maður er með blátt auga og | sprengda vör, h' jðir maður ekki um að sýna sig fleirum en nauðsyn krefur. Til allra hamingju var vinnufólkið inni að drekka te, svo Darrell mætti j engum. Hann var vel á veg kominn að ná sínu her- ! bergi, og kominn í míiðjan stigann, þegar faðir hans kom fram úr “holu” sinni. — Hann nefndi svo herbergi, þar sem hann geymjdi viðáhöld sín, bæði til sjós og lands, ásamt fleiru -— og kom auga á son sinn og erfingja. Fraynarnir höfðu jafnan verið einskonar ó- j krýndir konungar í Summerleigh. Orð þeirra og | vilji var æðsta Iögmál þorpsbúa, sem engum kom j til hugar að mótmæla. En nú var þessi Bradfey j Drayle sem einskis bar að meta, en leyfði sér þó, að hafa á móti honum, Sir Anson áleit það hina mestu fákænsku af blásnauðum manni í lélegum j kofa, að selja honum ekki jarðeignina sína, og með 1 því óvingast við eigandann að Summerleigh Court. i En Drayle fannst það jafnvel hlægilegt, að slíkur herramaður, sem Sir Anson, tæki það nærri sér, með reiði og óvild, þó Drayle neitaði honum um heið- arblettinn sinn. Þeim gat ekki komið ásamt, því skoðanir þeirra á málunum voru gagnstæðar. “Nú, Darrell”, sagði hann glaðlega, “hvar hef* ur þú verið?” “Eg var úti að ríða”, sagði Darrell, og hélt á- fram upp hinn breiða stiga, en reyndi að snúa bak- inu að föður sínum. “Við skulum koma inn í holuna, og láta færa okkur te þangað”, sagði Sir Anson. “Eg kem1 und- ir eins faðir minn”, sagði Darrell, en um leið og hann sagði það vék hann óvart höfðinu við, svo faðir hans sá, hvernig hann var skemdur í andliti. “Nú, hvað er þetta?” hrópaði Sir Anson. “komdu til mín”. “Darrell ypti öxlum!, sneri við stillilega og fór naeð föður sínum inn í “holuna”. “Hvernig hefir þú orðið svona?” spurði Sir Anson, forvitinn en reiðilaus. “I bardaga”, svaraði Darrell, eins og þessháttar flyti af sjálfu sér og væri ekki í frásögur færandi. “Eg vil helst fara upp og þvo mér, og svo kem eg aftur.” “Bíddu við”, sagði Sir Anson.og settist um leið á skrifborðshornið og dinglaði öðrum fætinum. “Við hvern barðist, þú? og útaf hverju. Komdu nú með alla söguna — en þetta auga!” “Já, eg veit það, að sönnu,” sagði Darrell og hló. “En það sýnist að vera meira enn það er. Eg lenti í illindum við strák, sem vildi hrekkja stúlku- barn, sem var á heimleið af skólanum.” “Já, svona var það”, sagði Sir Anson samþykkj- andi. Var það stór drengur? stærri en þú?” “Já — og digrari líka,” svaraði Darrell, og teygði úr sér hálfóviljandi. “Jafnaðir þú um hann?” spurði faðir hans hálfsmeikur. Darrell hneigði sig, hann var ekki grobbinn. “Það var gott”, sagði faðir hans og brosti. “Að sumu leyti var hann nokkuð fyrir sér < sagði Darrell, til að láta mótstöðumann sinn njóta sannmælis. “En í hnefaleik var eg fræknari en hann, og því gat hann ékki klárað sig.” KAUPIfí HEIMSKRINGLU! BORGIÐ HEIMSKRINGLU! AUGLÝSIÐ í HEIMSKRINGLU!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.