Heimskringla - 11.03.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.03.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 11. MARZ 1925. íLimiskrnttila (StofnoTS 1886) Kenaor flt A hverjam mltívlkadesrL EIGENDUR s VIKING PRESS, LTD. 853 o* 855 SARGKNT AVE., WINNIPEG, Talnfmlt N-6537 Vor« blaBsins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrlrfram. Allar borgantr sendlst THE VIKING PKE6S LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtnnAHkrtft tll blaffMÍni: THE VIKING PIIESS, Ltd., Boi 3105 lltanAnkrlft tll rltMtjflranH: EDITOR HEIMSKKINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrinprla ls • pabllshed by The Vlklngr Pren Ltd. and printed by CITY PRINTING & PURLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnlpesr. Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 11. MARZ 1925 Sjötta Ársþing ÞJÓÐRÆKNISFJELAGS ÍSLENDINGA f VESTURHEIMI. —(---- í>ing þetta var sett í Goodtemplara- húsinu á Sargent Ave., í Winnipeg, mið- vikudaginn 25. febrúar 1925 kl. 2.30 e. h., og stóð það í 3 daga. Forseti félagsins, síra Albert E. Krist- jánsson frá Lundar, bað menn fyrst að syngja sállminn nr. 619 í sálmabókinni: “Þú Guð ríkir hátt yfir hverfleikans straum.” Er sálmurinn var á enda, flutti forseti stutta bæn. Þvínæst lýsti hann fund settan, og las þá þegar upp skýrslu sína um það, sem stjórnarnefnd félagsins hefði haft með höndum á árinu. Mintist hann sérstak- lega áf tvö stórmál, auk annara smærri. Þessi mál voru íslenzkukenslan, og Ing- ólfsmálið. Um íslenzkukensluna gat forseti þess, að stjórnarnefndin hefði falið sér að koma málinu á framfæri við fræðslumálanefnd og háskólaráð fylkisins. Hefði hann fundið fræðslumálaráðherrann að máli, og samkvæmt beiðni hans sent honum bréf, er skýrði tilgang Þjóðræknisfélags- ins, og færa skyldi rök fyrir því gagni er verða mætti af því, að námsfólk hér í. fylkinu fengi kost á að leggja stund á íslenzkunám. Hefði málið þegar verið lagt fyrir fræðslumálanefndina og hefði hún það enn til íhugunar. Myndi mega búast við að róðurinn gengi þar nokkuð þungt, meðal annars vegna þess, að nefndin væri smeik við eftirdæmið. Kvaðst hann þó vona hins bezta árang- urs, því sér hefði virzt allir hlutaðeigend- ur, fræðslumálaráðherrann, ritari fræðslumálanefndarinnar, Mr. Fletcher, og einstakir meðlimir nefndarinnar og háskólaráðsins, taka persónulega vin- gjarnlega á málinu. Hefði sér verið falið að ganga með sendinefnd til fundar við fræðslumálanefndina, síðasta þingdag, og vonaði hann góðs af þeirri för. Forseti rakti sögu Ingólfsmálsins í fá- um en skýrum dráttum, frá upphafi til hinna ánægjulega úrslita: að dauðadómn- um var breytt til æfilangs fangelsis. Það, sem hér hefði bjargað, væri sá fagri einhugi, og einstöku samtök, sem orðið hefðu meðal allra íslendinga hér vestanhafs. Bæm þar öllum aðilum þakkir: Lögmanninum, sem svo ágætlega hefði með málið farið; Þjóðræknisfélag- inu, sem ábyrgðina hefði axlað, sem eng- inn annar hefði vogað að takast á hend- ur; íslenzku blöðunum hér vestan hafs, sem fyrir málinu hefðu svo drengilega talað, en án þeirra hefði lítið getað orðið úr framkvæmdum fyrir félaginu. En dýpsta þakklætistilfinningu kvaðst hann bera til íslenzkrar alþýðu hér vestanhafs, hvors einstaklings af henni, sem hér hefði hjálpað með að leggja hönd á plóg- inn. Með árangur þann fyrir augum, sem fengist hefði á þessum tveim stórmál- um, er Þjóðræknisfélagið hefði fyrir beittst, og með þeim vaxandi vilja til samúðar og skilnings á sameiginlegum nauðsynjamálum Vestur-íslendinga, ' er sér fyndist hann alstaðar og alment verða vgr við á meðal felenzkra einstaklinga, hvar sem hann færi, kvað forseti, að sér hefði aldrei virst bjartari vonahimininn fram undan félaginu, en einmitt nú, og félagið aldrei Jjafa staðið jafn föstum fót- jum, á jafn öruggum grundvelli. Lauk forseti skýrslu sinni á þann hátt, að hann væri þess fullviss, að meira en litla áreynslu myndi þurfa til þess að svæfa félagið, jafnvel þó félagsmenn allir vildu reyna til þess; svo mikið lífsafl væri nú í æðum þess. — Var forseta þökkuð ræðan, með miklu lófaklappi. Næst skýrslu sinni las forseti upp dagskrá þingsins, og lágu þá, samkvæmt henni, þessi mál fyrir þinginu til af- greiðslu: Skýrslur embættismanna, Lesbókarmálið, • Stúdentagarðurinn og samv.málið, Verðlaunapeningar fyrir ísl.kunnáttu, Bókasafnsmálið, Útgáifa Tímaritsins, íslenzkukensla, Útbreiðslumál, Varnarsjóður Ingólfs Ingólfssonar, Ný mál, " Kosningar embættismanna. Var kosin þriggja manna nefnd, þeir Thorst. Gíslason, Guðmundur Féldsted og Björn Pétursson, til þess að athuga dag- skrána. Sú nefnd gerði breyt.tillögu um, að á eftir c) lið áframhaldandi starfa: “Út- breiðslumál”, kæmi d) liður: “um þátt- töku deilda og kosningu erindreka til þings”. Ennfremur að kosning embætt- ismanna skyldi fara fram á föstudag kl. I. 30 e. h., svo að nefndin, er fara skyldi á fund fræðslumálanefndar kl_ 4J e. h. þann dag, skyldi ekki verða síðbúin. Dagskráin var síðan samþykt og lesin upp með þessufn breytingum áorðnum. Samþykt var að setja þriggja manna , nefnd til þess að athuga skýrslu forseta. " Voru kosnir í hana Sigfús Halldórs frá Höfnum, síra Rögnvaldur Pétursson og J. Gillies. 9 Lagði nefndin það til, að skýrsla for- seta skyldi samþykt, með lítilfjörlegum orðabreytingum, og birt í sjöunda árgangi Tímaritsins. Var tillaga þessi samþykt, og þar með tekið við skýrslu forseta. — Þá las ritari stutta skýrslu. Hefði stjórnarnefndin haldið með sér 14 fundi á árinu, alla, að einum 3 undanteknum, að heimili vara-forseta, Gísla Jónssonar. Hefðu þau hjónin af gestristni sinni boð- ið nefndinni heimili sitt til fundarhalda, í eitt skifti fyrir öll, Var þvínæst gengið til atkvæða um skýrslu ritara, samkvæmt samþykt, er gerð var um að samþykkja skýrslu hvers embættismanns fyrir sig. Var skyrslan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Þá las féhirðir, Hjáflmar Gíslason, upp skýrslu sína, er var útbýtt, prentaðri, meðal fundarmanna. i Gat féhirðir þess, að þrátt fyrir hinn mikla kostnað er fallið hefði á Þjóðrækn- isfélagið, við útgáfu bókarinnar “History of Iceland”, eftir Knut prófessor Gjerset, þá væri félagið svo furðulega vel stætt, að nú við árslok væru um $1100.00 í sjóði. — Var þeirri fregn fagnað með dynjandi lófataki. ♦ Að því búnu var skýrsla féhirðis sam- þykt með öllum greiddum atkvæðum. Þá bar skjalavörður, Arnljótur Björns. son Ólson fram skýrslu sína. Gat hann þess, að hún væri í algerðu samræmi við skýrslu féhirðis. Áleit hann að segja mætti um sölu þeirra bóka, er félagið hefði haft með höndum, sér- staklega Tímaritsins, að hún hefði engu miður gengið, en á undanfarandi árum, þó vitanlega hefði ekki árað vel hér í landi, og víða væri þröngt í búi. Var skýrsla skjalavarðar síðan sam- þykt með öllum greiddum atkvæðum. Vara-fjármálaritari, Klemens Jónas- son, sem annast hafði störf fjármálarit- ara, var ekki viðstaddur. En með því að skýrsla hans var óbeinlínis innifalin í skýrslu féhirðis, var samþykt að fást ekki frekar um það, ef vara-fjármálaritari ekki gæti mætt á þinginu. Þá las Björn Pétursson upp athuga- semdir yfirskoðunarmanna, og fundu þeir, eins og í fyrra, að hinu óheppilega fyrirkomulagi á bókfærslu embættis- manna félagsins, sérstaklega skjalavarð- ar og fjármálaritara, og töldu nauðsyn- legt að breyta bókfærsluaðferðinni. J. J. Bíldfell gerði og nokkrar athuga- semdir um reikningsfærslu og bankavið- skifti félagsins, og gaf ýmsar bendingar um það. — Var samþykt að kjósa þriggja manna nefnd til þess að athuga bending- ar yfirskoðunarmannanna, og J. J. Bíld- fells. í þá* nefnd voru kosnir Þorsteinn Gíslason, Björn Pétursson og Árni lög- maður Eggertson. Þá las Páll Bjarnarson frá- Winnipeg, skýrslu um íslenzkukensluna í þeim bæ, á yfirstandandi vetri: Hefðu 98 börn og unglingar orðið kenslunnar aðnjótandi, á því tímabili, er af væri. Hefðu aðeins 3 hætt. 15 vaéru fluglæs, 43 væru lesandi, eða staut- andi, og 40 væru að læra að stafa. Kvað hann góðan árangur sjáan- legan af starfinu, en þó gengi erfiðlega með laugardagsskólann. Mundi sú kensla er þar færi fram ekki koma að tilætluðum notum. Væri tíminn ónógur, til þess að koma fyllilega að tilætluðum notum. Þá er skýrslur þessar höfðu verið af- greiddar á þinginu, bað vara-forseti, Gísli Jónsson, sér hljóðs. Skýrði hann frá því, að í þingsalnum væri staddur skáldið og rithöfundurinn Einar H. Kvaran, fyrir tveim mánuðum kominn vestur um haf. Vildi hann skora á þingheim að veita hopum full þingréttindi. Var það sam- þykt með dynjandi lófataki. — Þá skýrði formaður þjóðræknisdeild- arinnar “Fjallkonan”, í Wynyard, Árni Sigurðsson, frá> starfi deildarinnar síðast- liðið ár. Kvað hann deildina hafa haft umsjón með íslendingadagshaldi, í Wyn- yard, á síðastliðnu sumri. Hefðu um 1000 manns verið þar samankomnir, og væri líkur mannsöfnuður við þá hátíð staddur árlega. Þá hefði og deildin með höndum bókasafn, 400 bindi, mest góð skáldrit. Gengi mest fé deildarinnar til þess safns. Félagsmenn væru um 80. Þá hefði og sú deild hlutast til um það fyrst, að Þjóðræknisfélagið beitti sér fyrir Ing- ólfsmálið. Var þessu erindi fagnað með miklu lófaklappi. J. Gillies og G. Húnfjörð frá Brown skýrðu og nokkuð frá starfi þjóðræknls- deildarinnar þar. Væri þar mikill áhugi áf því, að kenna bör'num íslenzku, enda væri það ekki eins vandasamt og margir teldu. Deildin hefði og gengist fyrir sam- skotum í Ingólfssjóðinn. Ennfremur hefði hún og tekið að sér, að halda háitíðlegt 25 ára afmæli hins unga bygðarlags, og hefði það farið ágætlega úr hendi. Þá var tekið fyrir lesbókarmálið. Gerði Bjarni Magnússon tillögu um að framkvæmdarnefndinni skyldi falið að semja um það mál við dr. Sig. Júl. Jóh- annesson, að svo miklu leyti sem hún sæi sér fært, því að Jóhann Magnús Bjayia- son skáld, hefði ekki séð sér fært að verða við tilmælum stjórnarnefndarinnar, um að safna til lesbókar, að því er forseti hefði skýrt frá, og heldur ekki síra Eyjólfur Melan, er nefndin um tíma hafði vonað að gefa myndi kost á sér. Þessi tillaga var samþykt í einu hljóði. Næst var á dagskrá stúdentagarður- inn og samvinnumálið. Var ákveðið að setja þriggja manna nefnd til þess að athuga það mál og hlutu kosningu síra Rögnvaldur Pétursson, Hjálmar Gíslason og Árni Sigurðsson. Þá lá fyrir að ræða um verðlaunapen- inga fyrir íslenzkukunnáttu. Sigfús Halldórs frá Höfnum gerði til- lögu um að væntanlegri framkvæmdar- nefnd Þjóðræknisfélagsins skyldi falið, að fjalla um það mál óbundnum höndum, þar eð nefndartillögur þær, er samþyktar hefðu verið í fyrra hefðu, að áliti fram- kvæmdarnefndarinnar, stofnað félaginu í mjög þungbæran kostnað. — Var þessi tillaga samþykt með öllum greiddum at- kvæðum. Til þess að athuga bókasafnsmálið, skipaði forseti þliggja manna nefnd, með samþykki þingheims. Voru það þeir Páll Bjarnarson, Jakob Kristjánsson og Jón Húnfjörð. Þá var tekið fyrir málið um útgáfu Tímaritsins. Kom fram tillaga um að henni skyldi haldið áfram, og var sam- þykt. Var kosin 3. manna nefnd, til þess að gera till. um útgáfu ritsins, og voru það þeir síra Ragnar E. Kvaran, Einar P. Jónsson og Árni Sigurðsson. Þá var íslenzkukenslumálið tekið fyr- ir, og var samþykt að setja í það þriggja manna nefnd. Voru í þá nefnd kosnir Páll Bjarnarson, Ragnar Á. Stefánsson og B. B. Ólson. Þá var næst á dagskrá útbreiðslu- mál. Taldi forseti nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á að stofna nýjar deildir. Tillaga var samþykt um að leggja út- bfeiðslumálin algerlega í hendur stjórn- arnefndarinnar til næsta þings. Þá var tekið fyrir málið um hluttöku deilda og kosningu erindreka til þings. Var samþykt að setja í það mál þriggja manna nefnd, og hlutu kosningu Árni Sigurðsson, Thorst. Gíslason og J. J. Bíld- fell. Varnarsjóðsmál Ingólfs Ing^lfssonar var því næst tekið fyrir. Var sett í það þriggja manna nefnd, og voru í henni Árni Eggertsson, ívar Hjartarson og Guð- mundur Féldsted. Þá er hér var komið var degi mjög hallað, og var því samþykt að fresta fundi til næsta dags, kl. 10 f. h. Að kvöldi þessa þingdags, kl. 8, var samkoma í Goodtempl- arahúsinu, að tilhlutun stjórn- arnefndar Þjóðræknisfélagsins* og var aðgengur ókeypis. Flutti síra Hjörtur J. Leó þar erindi af mikilli mælsku. Kvað hann það hafa verið áhugamál sitt í heilan mannsaldur, að svo yrði í garðinn búið hér vestra, að engar góðar íslenzkar náms- gáfur þyrftu hér forgörðum að fara, sökum efnaskorts. Vildi hann óska þess, að Þjóðræknis- félagið gengist fyrir sjóðstofn- un, unz saman væru komnir um 30—50,000 dalir. Skyldi vöxtunum af því fé varið til styrktar efnilegum námsmönn- um, er af íslenzku bergi væru brotnir hér vestanhafs. Var gerður hinn bezti rómur að er- indi ræðumanns. Á undan og eftir söng karla- kór Goodtemplara, sem ný- lega var stofnaður, undir stjórn hr. Halldórs Þórólfssonar. Hafði hann náð mjög góðum tökum á flokknum. Var ánægja að hlusta á sönginn, þó húsið sé, því miður, ver sönghæft en flest önnur samkomuhús. Gefur þessi söngflokksvísir góðar von- ir um framtíðina. Framh. -------x------- RÆÐA í Stúdentafélaginu 7. marz 1925 Flutt af EINARI H. KVARAN. LANDNÁM. Forsetinn ykkar hefir sýnt mér þá sæmd, aö mælast til þess, aö ég kæmi til ykkar i kvöld og segöi við ykkur fáein orö. FKin lét þaö í ljósi, aS 'hún kysi helzt, að eitthvað yrði það áhrærandi þjóðernismál Vestur.ís. lendinga. Eg hefi þegar minst ofur- lítið á það mál á samkomu “Fróns”, sem haldin var um þingtíma Þjóð- ræknisfélagsins, og sú ræða hefir ver- ið prentuð í “Heimskringlu”, svo að ég ber nokkurn kviðboga fyrir þvi, að ykkur þyki óskemtilegt, að ég sé að tala um sama málið hér. En að hinu leytinu gat ég ekki stilt mig um að þiggja það boð, að kotpa á fund til íslenzkra náms- manna, sem eru að sýna móðurmáii voru þá ræktarsemi, að koma saman á reglubundnum fundum til þess, roeðal annars, að láta uppi hugsanir sínar á íslenzku. Því síður gat ég stiit mig um það, sem mér er þaö ljóst, að þjóðræknismálið alt á sér- stakt erindi til hinna ungu menta- manna. Eftir fáein ár eru þeir orðn- ir leiðtogarnir og ráða að einhverju töluverðu leyti stefnunni. íslenzka þjóðræknismálið hér í álfu er svo vaxið, að það þarf mentun og víð- sýni til þess að búast megi við, að^ það nái tökum á mönnum. Og verði ekki mentamennirnir til þess að hera það fram og halda því uppi, þá er það vitanlega dautt, áður 'en varir. ’Það er einhvern veginn svo um mig, að þegar ég hugsa um landnám Isiendinga í Vesturheimi, þá leiðist hugurinn jafnframt að iandnámum forfeðra vorra. Þið vitið auðvitað öll, að Norðmenn bygðu ísland um 900 e. Kr., byrjuðu að reisa þar bú 874 og vpru að fiytjast þangað nokk- uð fram á 10. öldina. Þ'egar við hugsum um ferðalögin nú á gufu. skipum og járnbrautum og í svefn. vögnum og i bílum, þá hálfsundlar okkur við að hugsa um áræðið og ofurkappið og þrautseigjuna og snildina, sem er bak við þessa flutn. inga forfeðra okkar. Á tiltölulega litlum bátum leggja þeir út á verald- arhafið, með konur sínar, og börn og vinnufólk og skepnur, og hafa ekkert sér til leiðbeiningar annað en himintunglin. Þeir flytja sig frtí búgörðum, þar sem mikill auður er saman kominn, úr menningarlandi, þar sem að minsta kosti sumir þeirra hefðu getað verið í hinum tignustu virðingarstöðum, { land, þar sem ekkert er til og lífsskilyrðin örðugri. DODD’S nýrriapillur eru bezta nýrnameöalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’a Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Þeir fara burt óraveg frá vin_ um sínum og frændum og öllu, seni þeir höfðu sjálfsagt búist við í æsku, að mundi varpa Ijóma á líf þeirra. Fyrir1 hverju var að gangast? Hvers vegna gerðu mennirnir þetta ? Var það ekki einhver fásinna? Hvert mál er eins og það er virt. Þeir gcrSu þaS til þcss aS gcta hagoS lífi sítiu eftir sínum eigin vilja, sínu eig- in eSli. Auðvitað lögðu þeir mikið. í sölurnar. En erindi þeirra til ís- lands varð líka veglegt. Þeir komu upp hjá sér stjórnar- fyrirkomulagi, sem auðvitað var ekk* gailalaust, fremur en stjórnarskipanir annara þjóða hafa reynst, en dugðí þeim þó vel um nærfelt þrjár aidir. Með nbkkurn veginn jdæjnalausri stillingu, umburðariyndi og vizku sýndu þeir veröldinni, hvernig á att haga sér, þegar siðaskifti iiggja s loftinu. Ef vér berum saman gaura- ganginn, manndrápin og ofsóknirnar, sem urðu samfara kristnitökunni * Noregi, við það hvernig ísiendingar komust út úr þessu vandamáli, þá sjáum vér, þó að vér sæjum það ekki á neinu öðru, hvort forfeður vorir hafa ekki átt gott erindi tii ís- lands. Það eii þetta, sem einn af ykkar mentamönnum Vestur.íslemL inga, skáldum og hugsjónamönnum, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, kveður svo snjalt um í ný.útkomnum Ijóð- um, þar sem hann segir meðal ann- ars: En hamingja landsins í loftinu sveif: “þið lútið mér”, sagði hún og taum- ana þreif: “hér enginn á sannleikann allan. Þið vitið að aldrei er vinningur neinr* að vegast um trúna — því drottinm er einn, hvað helzt sem þið kjósið að kalla ’ann.” Þeir komu ennfremur upp sæg af glæsimennum að likamlegu og and_ legu atgervi, mönnum, sem ekki voru aðeins prýði landsins heima fyrir, heldur var sózt eftir þeim við hverja konungshirð, sumpart vegna þess, að> þeir voru svo vopnfræir menn, að engir stóðu þeint á sporði, sumpartr og ekki sjaldnar, fyrir það, að þeir voru svo gáfaðir menn, svo miklir fræðimenn og svo mikil skáld, að það var sjálfum konunginrim hinn mesti vegsauki að hafa þá við hlið sér. Stundum eru þessir gáfumenrc jafnframt konunglegir samningamenra og stjórnmálamenn. Hjalti Skeggja- son fer með Birni stallara hina miklu glæfraferð fyrir ólaf konung H§r_ aldsson til þess að semja um frið við Svíakonung, og Sighvatur skáld fer ekki eingöngu annara háskaerinda fyrir Ólaf, heldur verður það síðar hans hlutskifti að gjörbreyta stjórn- airstefnti Magnúíss konunjgs Ólafs- sonar og allri afstöðu hans til þjóð- arinnar. Það er í mínum augutn eitt af hinum fögru æfintýrum ver_ aldarinnar, hvernig þessir bændasyn- ir utan af Islandi fá notið sin og orð_ ið að stórmennum, þegar þeir koma út í veröldina. Það er bersýnilegur vottur þess, að þrátt fyrir fámennið og fjarlægðirnar miLli manna á ts- landi, hefir að baki þessum mönnurn verið djúpsett og göfug menning. Og enn er eitt mjög einkennilegt t þessu sambandi. Þrátt fyrir það mikla gengi, sem íslendingar höfðu t útlöndum, eru þeir langoftast frið- lattsir eftir þvl að komast úr ,út- lendu clýri/nria og heim. Það Iper ekki eingöngu dæmi um hið forn- i *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.