Heimskringla - 01.04.1925, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.04.1925, Blaðsíða 1
VERtíLAUN REEIN EYRIR COUPONS OG UMBCBIR ROYAU. CROWN - Sendi'5 eftir vertSlista til — f ROYAL CROWN SOAP LTD.f j 654 Main Street^ Winnipeg. VEHÐLAUN GEFIN FYRIR COUPON8 OG U3IBCÐIR Sendit5 eftir vertSlista til ROYAL CROWN’ 654 Main Street SOAP LTD.f Wtnnipeg. _______________ XXXIX. ABGANGUB. WLKNIPBG, MA3SIT0BA, MH>VI KUDAGINN 1. APRlL, 1925. NCMER 27. CANADA Allmikill undirbúningur er nú und- 1r sambandskosningar. Er í almæli a^ T. C. Norris, foringi Liberala hér ' fylkinu ætli að segja af sér og sækja tmi Brandon kjördæmið á móti Ro. hert Forke, formanni bændaflokksins í Ottawa. Hon E. J. McMurray sæk- lr aS sjálfsögðu um Norður.Winni. PeS- Um North Centre kjördæmið er álitið a« David Campbell K. C., rnuni sækja, en Fred. Hamilton um South Centre. Flokksbræður A. B. Cudson vona að, hann gefi kost á sér fyrir South Winnipeg, þó mælt sé, hann muni helst kjósa að láta af stjórnimálum. Verkamarunaflokkurínn *nun ætla að reyna að koma J. S. Woodsworth aö aftur í North Centre Winnipeg, og þar að auki er sagt að Verkamenn vonist fastlega eftir að fá E- Dixon, fyrv. fylkisformann verka. ’nanna, muni fást til þess að gefa kost á sér og sækja um North Win- á móti Hon. E. J. l\ícMurray. Sagt er að Liberals muni tilnefna dr. J- A. McTavish tií þess að sækja um Boniface. Heyrst hefir að M. .J. Stanbridge muni sækja á móti R. A. H°ey, varaformanni bændaflokkjans riIh Springfield kjördæmið. Þá er og Sagt, að Dr. J. P. Malloy.muni ekki s*kja um Provencher, en eftirmaður kans ekki tilnefndur enn. Og loks er fnælt að Rt. Hon. Arthur Meighen tnuni ef til vill hafa í huga að sækja urn Portage la Prairie. Vilja allir Pokksmenn hans þar, að hann sæki J>ar> en sagt er að flokks|nönnum hans eystra sé ekki um það; telji kosningu hans þar of óvissa. — Prá Regina, Sásk., kom sú fregn 26. rtlarz> að daginn áður hefði verið •Uyndaður nýr stjórnmálaflokkur inn- an lylkisins, á fundi sem haldinn var Theodore, í Yorkton kjördæminu. Er sagt að flokkur þessi eigi að vinna a nióti Dunning forsætisráðherra. Á fundinum mættust 70 fulltrúar af °Uum flokkum, (Liberala, Progressíva °g Conservatíva). Sagt er, að hinn nýmyndaði flokkur muni taka sér nafnið “Progressive- Eiberal”. Engin þingmannsefni voru tarna tilnefnd til næstu kosninga, en fulltrúum var falið, að búa sem bezt undir kosningarnar fyrir flokkinn, ^ver í sinu bygðarlagi. Kornsáning er þegar byrjuð hér í Canada, þó auðvitað aðeins á stöku stað, t. d. Gretna hér í Manitoba. En eftir þvi sem T. S. Acheson kap- teinn segir, formaður landbúnaðar. ^eildar C. P. R., er búist við að sán- lng verði orðin almenn um miðjan apríl mánuð, og segir Winnipeg Free Eress það vera hálfum mánuði fyr en vanalegt er. Hinn 6. marz gerðu verkamenn i kolanámum “Besco” félagsins í Nova Scotia (British Empire Steel Corporation) verkfall, til þess að reyna að fá bætt kjör sin, sem eru lík- ari illum draum en veruleika, verri að því er daglegu lífi viðkemur, en kjör þrælanna á þeim timum, er þrælahaldið var sem allra djöfulleg- ast. Nú er símað frá Halifax 31. marz að ekkert útlit sé fyrir enn, að saman gangi með málsaðilum. Um 12—14000 verkamenn, eða allir verkamennirnir í 26. deildinni (district 26), taka þátt í verkfallinu, og alls svelta um 60,000 manneskjur, verkamennirnir sjálfir og skyldulið þeirra. Eru kjör þau, sem verkamenn hafa átt við að búa, svo ótrúleg og eymdarstand þeirra svo afskaplegt, þar af leiðandi, að fjöldi manna, sem annars lætur sig verkföll litlu skifta hefir lagt fram skerf þeim til hjálpar. Hefir jafnvel landstjórinn í Canada Byng lávarður, látið í ljós samhygð sina með verkamönnunum. — En hjálparnefndir, sem starfað hafa að því, að létta undir með verkamönn- um að halda lífinu í fjölskyldum þeirra segja að nú þegar sé þörf á $3,000 ef þær líknarráðstafahir eigi ekki að verða einskis nýtar. Dysart dómari hefir skipað W. S. Nevvton skiftaráðanáa fyrir Farmer’s Packing Co. W. L. McLaws mætti fyrir hönd þeirra hluthafa er ekki höfðu að fullu borgað inn hlutafé sitt, en Hannesson & McCallum fyrir j)á sem greitt hafa hlutafé að fullu. Eldur kom upp í austurenda þorps- ins Ninga i Manitoba á laugardag- inn var, og brunnu sex búðir til kaldra kola án þess að nokkru yrði bjargáð. Vesturfylkjamenn hafa haft allan heiðurinn af þessa árs hockey-leikj- um, bæði sem “professionals” og “amateurs”. Victoria Cougars tóku heimsmeistara-nafnbótina, er þeir börðu á Canadiens, t 3 leikjum af 4 (3 af 5 var vinningur). Eru tveir Is- 1 lendingar í liði “Fjallaljónanna” (Cougars), Frank Frederickson og 1 “Slim” Halldórson. Hafa þeir báðir leikið framúrskarandi vel í vetur og manna mest stuðlað að sigri “ljón- anna”. Er Frank oftlega kallaður “íslenzki eldibrandurinn”, eða “ís- lenzki fellibylurinn”, i enskum íþrótta blöðum. Enda segja kunnugir menn, að bezti hockeyleikari heimsins hafi hann lengi verið, þessi húnverski í- þróttagarpur. Meðal “amateurs” unnu Port Arthnr, Allan.bikarinn og meistaratitil Canada frá Toronto -tú- dentunum, og Regina Patricias unnu Abott bikarinn og meistaratitil ungl- inga, frá Aura Lee, frá Toronto. STJORMWIALAFRETTIR FRÁ ÝMSUM LÖNDUM. BANDARIKIN. RAÐUNEYTIÐ. F°rsetinn, vara-forsetinn °ff, öldungaráffið. Mörgum þykir Dawes vara.forseti • a^a ®r®*® nokkuð slyppifengur, eft- ;r aminningarræðuna er hann hélt yf- oldungaráðsmönnunum nýlega. Svo er niál með vexti: ^Coolidge forseti tilnefndi Charles , arren frá Michigan, sem dóms. . a araðherra. Warren var sendiherra 1 Japan 0g nýlega í Mexico. En þar áður var hann mikið riðinn við syk- ur-einokunar sambandið (Sugar Trust) og þá var skipuð þingnefnd til þess að rannsaka plögg sambandsins. I henni voru meðal annars öldunga. ráðsmennirnir Reed frá Missouri og Walsh frá Montana. Nú mótmæltu þeir harðlega, útnefningu forseta. Sérstaklega var Reed afarharðorður. Til dæmis; “Eg vona að hér séu nægilega margir öldunlgaráðsmenn, sem ekki er hægt að teyma í tjóðurbandi að pólitískrg. grautardallinum, menn sem éi éta sig skynlausa af sírópl og hveiti kökum við Vermont trogið (Coolidge er frá Vermont): ég vona að enn séu hér nægilega margir til þess að greiða atkvæði á móti þvi að framselja dómsmálaráðuneytið í hendur sykur. okraranna. Að skipa Charles Beecher Warren í embætti til þess að beita einokunar. lögunum (trust-laws á móti sjálfum sér og félögum sínum, er alveg sama óhræsisbragðið og að >setja Albert Fall til þess að sækja mál á hendur Harry Sinclair. Fall var falur. Warren er þegar seldur. Fall vonaði að geta sloppiið við málsrannsókn. Warren hefir sitt þegar á þurru. Fall studdi aðra að glæpum. Warren hvatti til glæpa og framdi þá sjálfur, ásamt öðrum. Hinar ólöglegu athafnir Falls voru í myrkrunum framdar. Lagabrot Warrens eru öllum kunn”. Mikið rifrildi varð um Warren, svo að Dawes bjóst við að ekki myndi til atkvæða gengið um útnefn- ingu hans þann dag, og fór því heim á gistihús sitt og lagðist til hvíldar. En nú var gengið tif atkvæða fyrr en varði. Var viðhaft nafnakall og féllu atkvæði jafnt, 40 á móti 40. Var því sendur hraðboði eftir Dawes. Klædd- ist hann í skyndi, en áður en hann næði til öldungaráðsins, hafði Reed frá Pennsylvaníu séð sig um hönd og lýst yfir að hann væri á móti staðfestingu Warrens. Var hún því feld með 41 atkv. gegn 39. Gerði Reed þá tillögu um að taka útnefninguna aftur til álits (reconsider) en Walsh gerði þá brtt., að fresta. Var þá enn viðhaft nafnakall og féllu enn atkvæði jafnt 40 á móti 40. Kom nú Dawes aðvífandi í þessu og bjuggust þá allir við að hans at- kvæði myndi verða að skera úr, og þá vitanlega Warren í vil. En e' Overman öldungaráðsmaður sá hvern. ig atkvæði féllu, en hann var eini demókrat, sem greitt hafði atkvæði með útnefningunni, breytti hann at- kvæði sínu, og brtt. var því samþykt með 41 atkv. gegn 39. Þegar forseta bárust þessar frétt- ir símaði hann eftir Warren, og til- kynti um leið öldungaráðinu, að hann tilnefndi ekki annan, og ef að öld- ungaráðið ekki léti sér segjast, þá myndi hann útnefnda Warren til bráðabirgða. (Forseti getur sett menn í bráðabirgðar embætti milli þinga during recess). Espuðust nú öldungaráðsmenn *og neituðu stað- festingu, með 46 gegn 39. Voru Walsh og Borah harðastir á Warren í 'þetta skifti. Forseti þóttist ætla að halda sínu fram, en Warren, sem var kominn til “Hvíta hússinus”, afþakk- aði bráðabirgðarútnefningu, (og út- nefndi forsetinn þá John Garibaldi Sargent, frá Vermont, til dómsmála- ráðherra, þegar daginn eftir. Hefir það ekki komið fyrir siðan 1868, að öldungaráðið hafi svo beygt forset- ann. En öllum þeim leiðindum hefði forsetinn komist hjá, og Warren hefði nú setið nýbakaður í dómsmálaráð- herrasessinum, ef varaforsetinn hefði ekki verið svona ióheppilega vseru. kær einmitt þenna dag, og það svona skömmu á eftir þrumuræðunni. ----------------«------- Frá Alþjóðamálum. Á 33. fundi alþjóðasambandsins i Genf var gjörðardómssamningnum (the Protocol)* 1) slátrað hátiðlega, og var það utanríkisráðherrann brezki, Austcn Chambcrlain, er hnífnum brá. Kvað hann Bretaveldi ekki vilja skrifa undir samninginn: 1) Af því að sennilegt væri að ýms ákvæði í samningnum kæmu i bága við innbyrðis samband milli ein. stakra hluta hins brezka heimsveldis 1) “The Protocol”, gjörtSardóms- samningurlnn, var soöinn sarnan til þess atS tryggja þau landamæri, sem nú rátSa í Evrópu og Vestur-Asiu: til þess atS neytSa samningsatSila (metS vopnum, ef þarf) til þess atS leggja þrætur í gjörtSardóm; til þess atS greitSa götuna til þess atS AlþjótSasam- bandinu takist atS afvopna allan heim- lnn. 2) Af því að samningurinn væri ekki mikils virði án þess að Banda- ríkin skrifuðu undir hann. 3) Af því að ekki væri til neins að hóta þjóð, sem samningana bryti, með viðskiftamissi, þar sem svo margar þjóðir, (Bandaríkin, Þýzka- land, Rússland, Tyrkland, o. s. frv.) væru ekki í sambandinu, því þá myndi samningsbrjótur aðeins færa öll sín viðskifti yfir til einhverrar þessara þjóða. v 4) Af því, að sú fyrirætlan, að að ætla sér að neyða einhvern aðila með vopnum, ef viðskiftahj'álp ekki dygði, kæmi einkennilega í bága við aðaltilgang samningsins, að hindra ó- frið. Þar að auki væri með ófrið eins og með sjúkdóma: þess meira sem um ófriðinn væri hugsað, þess hættara væri við honum. Auk Chambcrlains töluðu þeir Briand2) og Dr. Benes3). Briand andmælti viðbárum Chamb. er lains með mikilli mælsku. Kvað hann 47 þjóðir og þar á meðal Stóra Bretland, undir forystu Ramsayi Mac- Donalds hafa ætlað að halda þessum samningi undir skírn. En nú væri það hið sama Stóra Bretland, undir forystu Stanley Baldwin, sem sneri að samningnum bakhlutanum, þar sem andlitið hefði áður snúið að, og vildi gera samninginn ómerkilegann. Briand kvað sér sjálfum þykja leitt að Bandarikin skyldu ekki vilja ganga i sambandið, en hann vonaði að þau myndu ekki standa í þeim sporum til eilífðar, og að hann sæi þann dag er hin mikla ameríska þjóð gengi í sanfbarvdið. / Um jhernað|arandann í samningum, sem Chamberlain óttaðist svo afskaplega fórust Briand svo o‘rð: “Eg hefi aldrei haldið, að það or- sakaði þrumur og eldingar, þó menn settu eldingaleiði á hús sín, heldur að það væri mjög skynsamleg ráð- stöfun. Og mér finst það vera full- komlega í anda friðarins, að koma í veg fyrir ófrið, því friður er þar sem ófriður ekki þrífst. — — Stjórn Frakklands álítur að varnarráðstaf- anir gjörðardómssamningsinsl séu mjög haldkvæmar til þess að koma i veg fyrir árásir og ófriðarumleit- anir. Sú þjóð sem það reynir myndi þegar stefna inn á milli svo margra hættulegra skerja, að hún sæi sér skjótan voða búinn”. Að endingu kvaðst hann vona að sú yfirlýsing er hinn brezki vinur sinn hefði komið fram með væri, ekki endanleg; enda myndi franska stjórnin ætið vera fús til þess að endurskoða og endurbæta samning- inn. Bcncs kvaðst ekki vera í neinum vafa um það, að gjörðardómssamn- ingurinn væri samin af mjög vel heil- brigðri skynsemi. Kvaðst hann vera sannfærður um að hann talaði ekki einungis fyrir munn CzechO-SIóvakíu, Póllands, Rúmeníu og Yugo.Slavíu sem öllum ríði lífið á að verja landa- mæri sín frá hugsanlegum þýzkum, ungverskum og austurrikskum árás- um, heldur einnig fyrir munn smáþjóða eins og t. d. Belgíumanna, Dana, Finna, Eista, Latviumanna, Litháa og Grikkja, er hann segði að hann hefði orðið fyrir sárum von- brigðum, að Bretar skyldu taka svona í málið. Sæi hann enga gilda ástæðu er mælti á móti því að skrifa (Framh. á 8. bls.) 2) Aristide Briand hefir sjö slnnum veriö forsœtisráöherra Frakklands og er einhver mesti mælskumaöur franskra manna núlifandi. 3) Dr. Eduard Benes, er utanríkis- ráöherra Czecho.Slóvakíu, ungur maö- ur, bóndaborinn í Bæheiml, 1884. Hann er viöurkendur einhver allra gáfaö- asti ogr duglegasti stjórnmálamaöur í Evrópu og sérstaklega séöur og hepp- inn aö koma ár sinni fyrir borö. Kem- ur tungumálakunnátta hans þar aö góöu haldi. Hann var áöur prófessor í tungumálum og talar czechisku, rússnesku, ungversku, þýzku, frönsku «nsku og fjölda af slavneskum mál- lýskum. Hann áttl mestan þátt I gjöröardómssamningnum. Agnar R. Magnússon gerir jafntefli viS Maroczy. Skákmeistarinn ungverski, Geza Maroczy, þreytti samtímis skák við alla helztu taflmenn borgarinnar á mánudaginn. Tefldi hann 26 eftir há- dcgið og 52 að kvöldinu. Meistarinn vann alls 75 töfl en gerði 3 jafntefli, við Agnar R. Magnússon og 2 hérlenda menn, að naini Laing og Freer. Islendingar gátur sér ágætan orðstír í þessari kepni, t. d. gat Marcozy þess á eftir, að aðeins einn af keppendunum hefði náð svo yfir- gnæfandi taflstöðu að honum hefði verið gefið að vinna;.var það Gilbert Arnason, sá sem vann verðlaunin í Northwest Championship samkepn. inni. Gerði hann einn leik, sem gaf Marcozy það tækifæri sem hann þurfti til að sigra. Sömuleiðis voru þrír af þeim fimm er síðast voru eftir, Islending- ar, Agnar Magnússon, O. J. ólafs. son og Carl Thorláksson. Sagði meistarinn þá við Agnar, að taflið væri sér óvinnandi og lék því svo að jafntefli var óhjákvæmilegt. Þarnæst gerði hann jafntefli við Freer, sem áður er getið, og sigraði O. J. Ól- afsson og Carl Thorláksson, hvern á fætur öðrum, og síðast Gyðing einn. Var þá komið fram undir morgun, klukkan orðin 4. Þeir aðrir Islendingar, en fyr er getið, sem tóku þátt í þessari sam. kepni voru: Guðjón Kristjánsson, Leifur Sumarliðason, Magnús Skaft- feld, Kristinn Pétursson og Grímur Guðmundsson. Skákfimi Maroczy virðist alveg ó- trúleg. Einu sinni í þessari samkepni kom það i ljós, að hann mundi tafl- stöðu á einu borði eftir að hafa leikið á þrjátíu borðum öðrum. I annað sinni tilkynti hann manni að hann væri mát í sex leikjum eftir að hafa athugað taflið tæpa minútu. Arið 1906 kom hann til Winnipeg. Telfdi hann þá alls 78 samtímis- skákir á fjórum kvöldum. Vann hann þá 70 gerði jafntefli í 7 og tapaði einni. Var Magnús Smith sá er mát- aði hann. Maroczy er fæddur í Szegedin í | Ungverjalandi 3. marz 1870, nam verkfræði við háskólann í Zörich og stundar hana nú í Budapest. Hann byrjaði að tefla þegar hann var 15 ára, en tefldi fvrst utanlands í sam. keppninni í Hastings 1895. Með því að hann var þá lítt þektur var hon- um skipað í aðra deild og vann hann þar fyrstu verðlaun. Ári síðar tók hann önnur verðlaun í Nörnberg, var sigraður þar af Dr. Lasker. Frá þeim tíma til 1918 kepti hann 22 sinn- um á alþjóðaþingum og vann 19 sinnum verðlaun. 1908 hætti hann að tefla til að gefa sig algerlega að verkfræðinni, en byrjaði aftur 1921. Síðan hefir hann telft all.mikið og ætið staðið með þeim fremstu. --------x----------- W ashingtonf ör mín. Eftir DR. M. B. HALLDÓRSSON. Niðurlag. Það var komið undir sólsetur, þeg- ar lestin lagði af stað frá Windsor, áleiðis til Toronto, og fór bráðum að dimma. Sá ég því minna af þess- um parti Ontario en ég hefði ákosið, þó tók ég eftir því hvað landið er vel yrkt og heimili í góðu lagi. Líka því, að rafmagn er mjög mikið brúk. að. Ontario er kolaland, gerði það Iitið til framan af meðan alt landið var þakið ‘karga-skógi’, sem komist er að orði í Nýja-Islandi sumstaðar, en nú, þegar skógurinn er að miklu leyti genginn til þurðar, er þetta orðið tölu vert vandræðamál, því annaðhvort er að reiða sig á innflutt kol frá Banda- rikjunum, eða sækja þau óraveg vest- an frá Alberta, eða austan frá Cape Breton, og er hvorutveggja kostnað- ‘arsamt, því hefir vatnsaflið í Niagára verið meira og meira notað, þangað til nú, er svo komið að þessi fossa- jöfur Ameríku, ekki einu sinni lýsir bændum og búalýð (hvað þá heldur bæjarbúum) og eldar fyrir þá mat- inn, heldur eru þeir líka farnir að reyna hann til að mjólka fyrir sig 'beljurnar og nú má nærri geta að fossbúa muni þykja það óvirðulegt verk, ef hann er nokkuð líkur í skapi hinum fyrri höfðingjum Ameríku. En nýtnir eru þeir Ontario.menn; ennþá fanst mér ég þekkja sömu krókagirðingarnar (renglufensin, sem við kölluðum í Dakóta í gamla daga), sem ég sá og horfði mikið á, þegar ég fór hér um 1884; varð ég dálítið hissa þegar ég sá þetta, því þvílík. ar girðingar hafði ég ekki séð í mörg ár. Kom mér til hugar þar sem ég hefi mjög oft heyrt, að Ontario-menn heima fyrir, væru fastheldnir á flest, en sérstaklega “sterkir á peningum” eins og Sigurgeir frá Reykjahlíð sagði um síra Hallgrím bróður sinn. Munu þessir peningakraftar að sumu leyti hafa komið til af því, að fyrst framan af áttu nýbyggjendur mjög erfitt uppdráttar; þeir komu margir allslausir frá Bandarikjunum eftir Frelsisstríðið, höfðu fylgt: Englend- ingum að málum í styrjöldinni og (Frh. á bls. 5.) Hluthafafundur The Yiking Press Ltd. Hluthafafundur verður haldinn í hluta- félaginu The Viking Press Ltd., á skrifstofu félagsins', 853 Sargent Avenue, Winnipeg, þriðjudaginn 14. apríl. Mál viðvíkjandi hag félagsins verða rædd og eru hluthafar áminntir að mæta. Winnipeg, 31. marz 1925. S. Thorvaldsson, Rögnv. Pétursson, forseti ritari.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.