Heimskringla - 01.04.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.04.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. APRÍL 1925. ffcítnskrín^la <Stofna« 1886) Kentnr flt A hverjnm mlðvlkudrgrL EIGENDUR 2 VIKING PRESS, LTD. 853 o* 855 SARGENT AVE., AVINNIPEG, Talsfml: N-6537 VorB blaíslns or $3.00 Argangurlnn borp- lst fyrlrfram. Allar borganlr sendlst THE VTKING PRE6S LTD. 61GPÚS HALLD6RS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanAdkrlft tll blaflHÍna: THB VIKIIMÍi PRESS, Ltd^ Box 3105 UtanáMkrift tll rltntjáranu: EDITOIt HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. *'HeImskrlngrla ls pnbllshed by The Vikinjar Preaa Ltd. and prlnted by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-855 Sarxent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 1. APRÍL 1925. komendum sínum, einhverju af því, sem bezt væri í íslenzku fari. Vildi hann að vísu þakka þetta blaðagreinum; en þó það megi máske að mestu til sanns vegar fær- ast, þá trúum vér því að nokkuð sé það og Þjóðræknisfélaginu að þakka. Og vér erum þess fullvissir, að það félag á eftir að afkasta miklu meira í þá átt, með þvi að ganga á undan í hvívetna til eggjun- ar og framtakssemi, til liðs við alla dreng- lund, til styrktar kærleikanum, til efling- ar réttlætinu. * * * Ymislegt kom í ljós á síðasta þingi er benti í þessa átt. Sérstaklega er ánægjulegt að minnast þess, er annar fulltrúinn frá Wynyard bar fram tillöguna um að þingið skyldi skora á hið mikla kirkjuþing canadisku Sam- bandskirkjunnar (United Cburc)i of Canada) er háð verður í sumar, að beita sér fyrir það, að fá líflátsdóm úr lands- lögum numinn burt. Og ekki síður á- nægjulegt að minnast þess hve öfluglega og einlæglega þingheimur lét í ljósi fögn- uð sinn yfir því að þessi tillaga skyldi koma fram. Um Þjóðræknisþingið. Þegar síðasta Þjóðræknisþingfundi var slitið og almenningur tók að tínast út úr salnum, hópuðust ýmsir þeir í smá- flokka, er heilsa þurftu kunningjum eða kveðja þá, eða láta í ljósi fyrir þeim álit sitt á þinginu. Mjög hyggjum vér að það hafi verið nálægt almenningsáliti, er einn gráhærð- ur og virðulegur þingmaður mælti þar í sinn hóp: “Þetta er sjötta og langbezta Þjóðræknisþingið, sem ég hefi setið”, mælti hann, “og ég fer af þessu þingi með miklu bjartari framtíðarvonir um íslenzk- an allsherjarfélagsskap hér vestanhafs, en mig óraði fyrir, er ég tók mér sæti á þing- bekkjunum fyrsta þingdaginn”. * * * Það hafa, því miður, altof margar raddir látið of oft til sín heyra um það, að Þjóðræknisfélagið væri ekki annað en “reykur, bóla og vindaský”; ætti sér eng- ar djúpar raatur í hjörtum íslendinga, og væri að minsta kosti dauðadæmt, með hnignun og hvarfi íslenzkrar tungu úr Winnipeg. Það er enginn efi á því, að líflátsdóm- ar hér í Canada verða ú$ lögum numdir, hvert sem þess verður langt eða skamt að bíða. Vér hyggjum að margir þeirra er nú lifa hafi þá enn fótavist. En hvenær sem sú breyting kemur, þó hún komi ekki fyr en eftir það að íslenzk tunga er i gröf sína gengin hérmegin hafsins, þá er það metnaðarefni niðjum vorum að vita, að tillagan um það, að farið verði fyrir al- vöru að gangast fyrir því máli, kom frá heilabúi íslendinga og undan hjartarótum þeirra. Því hvert sem dauðahegning er nauðsynleg, eða ekki, þá er hún þó bæði ófagrar og hryggilegar leifar af villidýrs- eðli mannsins. * * * . ' En hvað sem kirkjuþingið gerir við þessa áskorun Þjóðræknisfélagsins, og hvernig sem um hana fer, ef hún kemst til æðri veraldlegra valda, þá* er það eitt víst, að hún vekur eftirtekt á oss íslend- ingum, svo að oss verður ævarandi sómi að. Og ekki verður það heldur í síðasta skifti, sem Þjóðræknisfélagið vekur þess- háttar eftirtekt hér í landi. Það mun sannast, er árin líða. Vér höfum aldrei litið þeim augum á félagið, og svo stutt, sem viðkynningin er, bendir margt í aðra átt. # * * Á síðari árum eru vísindamenn farn- Ir að láta sig ætterni manna og dýra miklu meir skifta en áður. Á öllum tím- um hafa menn reyndar miklast af ætterni sínu. En það stærilæti virtist oft á litlum rökum bygt. Til dæmis var það í almæii meðal ýmsra fræðimanna útlendra, er Islandi og íbúum þess kyntust, að íslend- ingar væru hinir aumustu ættlerar, er hversdagslega létu sér nægja að hjakka í þúsund ára gömlum sporum forfeðranna. kveða rímur um þá og segja lygasögur um afrek þeirra á kvöldum, en notuðu sunnudagana til þess að drekka sig fulla, af brennivíni og gorgeir og gorta þá af forfeðrunum — forfeðrunum, karl minn! Þetta mun nokkuð hafa komist inn hjá þjóðinni, bæði beint frá vörum og pennum þessara ferðamanna sem oft komu til íslands, með einhverjar grillur um það, að þar vöppuðu hjálmprýddar hetjur og gullspengd glæsikvendi um í hlaðvörpunum, — eins og í fornöld, á> blaðsíðum Njálu og Laxdælu, — og sner- ust því til andúðar og misskilnings á landi og þjóð, er þeir sáu togklæddan, hvers- dagsmórauðan sannleikann. Og svo vegna þess, að margir beztu og áköfustu framsóknarmenn þjóðar vorrar brugðu landsmönnum um for- feðradálæti um leið og þeir ávíttu þá fyr- ir nútíðardáðleysi. Nú eru menn farnir betur að sjá, að það má vel fara saman, að stoltgleðjast yfir ágætum áum sínum, og vera um leið nýtur drengur í hvívetna, því þjóðtélagi, sem menn eru sjálfir bornir. Og er þetta að þakka skynsamlegum hugleiðingum og rannsóknum um ætterni og arfgengi. * * * Gáfaður maður hérlendur, íslenzkur, sagði eitt sinn í vor eyru, að mjög væri hann hræddur um að mikill hluti íslend- inga hér vestra hefðu um langt skeið haft helzt til litla trú á ætterni sínu og þjóð- emi. Mikinn mun kvaðst hann finna á því nú og áður, sérstaklega síðustu árin eitt eða tvö, hve mikið væri að fara í vöxt sannur metnaður íslendinga, í þeim bygðarlögum, er hann þekti til, og áhugi á því að reyna að bjarga til handa eftir- Forfeður vorir voru mestu sægarpar og landafundamenn veraldarinnar um eitt skeið. í andans ríki, í ríki réttlætis óg mannúðar eru enn ónumin víðáttumikil lönd. Vér gerum þá ætterni voru smán, íslendingar, ef vér ekki á þeim svæðum verðum fremstir og frægastir landnemar hér á jörðunni. ---------x--------- Nærri borginni. Prédikun eftir SÍRA RAGNAR E. KVARAN. Jóh. 19, 20: Staðurinn, þar sem Jesús var krossfestur, var nærri borginni. Við erum að nálgast með hverjum deginum meira og meira þann tíma árs- ins, sem kristnir menn hafa oft og tíðum helgað sínum alvarlegustu og innilegustu hugsunum. Við erum að nálægjast þann tíma, er jafnan hefir verið tengdur í hug- um manna við umhugsunina um síðustu daga Jesú á jörðunni. Engar hugsanir hafa sem þær náð haldi á> ímyndunarafli kynslóðanna. Engar, sem þær, vakið þær tilfinningar, sem dýpst liggja og mest hafa í sér frjómagn langlífisins. Magnmestu trúarljóð, t. d. okkar íslendinga — Passíu- sálmarnir — eru til orðin fyrir innblástur þeirra atburða. Ein veigamesta kenning kristninnar — kenningin um friðþæging- una — er þeim nátengd. Kjarni þeirrar kenningar getur aldrei liðið undir lok, hversu sem umbúðir hans breytast með árum og öldum. Eg ætla ekki í dag að gera neina til- raun til þess að leggja fram fyrir yður þann kjarna, eða fletta af honum umbúð- um. Eg hefi einu sinni eða tvisvar áöur gert lítilsháttar tilraun til þess hér í stóln- um. Og þó langar mig til þess að fjar- lægjast hann ekki mjög mikWS. Eg ætla að benda yður á hugsun, sem mér finst ekki vera lítils um vert að missa ekki sjónar á, þegar um þessi efni er rætt. Jóhannesar-guðspjall bendir á þá stað- reynd, að kross Krists var reistur skamt fyrir utan Jerúsalem. Þessa er vitaskuld getið án þess að nokkuð sérstakt búi und- ir. Þetta er einungis landfræðisleg vitn- eskja sem gefin er. En mér finst þetta vera engu síður vitneskja um andlega landafræði en efnislega.Það er áreiðanlegt að staðurinn, þar sem Jesúsi var krossfest ur, er nálægt borginni. Hann er nálægt vorum borgum, vorum bústöðum, enn þann dag í dag. Leið Jesú lá um aðal- stræti Jerúsalemsborgar, áður en komið væri út á veginn, sem lá út að Golgata hæðinni. Sú sjáDfsafneitun, sú gjöf, sem Jesús gaf mannkyninu þann dag, kemur afarmikið við lífinu á öllum aðalstrætum allra borgá nútímans — vonir og gleði, sorgir og áJiyggjur falira þeirra stræta eiga mjög skylt við þá atburði, er gerðust í Jerúsalem hinn eftirminni- lega dag. 1 þetta sinn langar mig til þess að drepa á eina hlið þessa skyldleika, sem kemur okkar innra lífi afarmikið við. Mér finst það hafa afskaplegai mikla prakt- iska þýðingu, að gera sér grein fyrir, að alveg eins og Golgata var skamt frá Jerú- salem, eins eru þau öfl og þær ástæður og þær stefnur og straumar í hópnum í Jerúsalem, sem flutti Jesú út á krossinn, samskonar og þau öfl og þær ástæður og stefnur, sem miklu ráða í voru daglega lífi. Samfara hásum óhljóðunum fyrir utan höll Pílatusar: “krossfestið hann”, fóru önnur, sem fult eins mikil alvara var í, þó að þau hafa ekki borist til vor í orðum. Orðin “krossfestið hann” eru í raun og veru ekki nema sérstök útlegging á orð- I unum eða hugsuninni, sem lá að baki fyr- ir mörgum: “látið oss í friði”. Andlegir leiðtogar Jerúsalemsborgar litu fyrst og fremst á Jesú, sem vandræðamann, sem þann er vekti óstýrilæti og truflun. Þessi ákæra var í fylsta máta réttmæt. Þeirra föstu, ósveigjanlegu skoðanir og hug- myndir höfðu ekkert rúm fyrir þann, er tæki til að róta í þeim. Og hér voru ekki einungis skoðanir þeirra og hleypidómar í veði, heldur staða þeirra og virðing í mannfélaginu. Hvorttveggja hvíldi þetta á því, að ekkert bærist til almennings, sem vakið gæti þá hugsun, að fult eins vel yrði komist af án þeirra leiðtoga, og flest það, er þeir héldu að mönnum, væri á mis- skilningi reist, ef það væri ekki á ein- hverju lakara. Og hinar helgu erfikenn- ingar gáfu allgóðar rentur af sér. Á helgi þeirra hvíldi það meðal annars, að presta- ættirnar og hinir andlegu höfðingjar voru ríkustu mennirnir í iandinu. Af skiljan- legum ástæðum var þeim ekki um það gefið, að neitt það næði til almennings, er hnekt gæti þessu valdi og þessum met- orðum Oig auði. ISpumingarnar, fcann- sóknarhugurinn var þeirra hættulegasti óvinur. Og fyrir því var auðveldasti og praktiskasti vegurinn sá, að krossfesta manninn með nýju hugsanirnar og nýju spurningarnar. Er þetta svo mjög langt frá aðalstræt- um vorra tíma, og vorra borga? Það er þessi sama eðlishvöt til þess að verja arf- þegnar venjur og hefðbundna rangsleitni, sem stöðugt er að reisa krossana rétt við hliðina á bústöðum mannanna. Einhver hefir sagt að enginn sársauki sé til, er jafnist á við sársauka nýrrar hugsunar. Og mér finst það þess vert að gera sér grein fyrir, að þó að þessi varnarhvöt gegn nýjum hugsunum virðist vera veikari á okkar tímum, heldur en álður, þá er mik- ið af því sjónhverfing. Við erum afskap- lega hneyksluð, þegar við lesum um of- söknir miðaldanna á mönnum eins og Bruno og Galilei fyrir skoðanir þeirra á eðlisfræði og stjörnufræði. Menn eru ekki ofsóttir fyrir þetta núna, en það er af því að nú hvfla ekki völd manna og virðing og auður á sérstökum skoðunum á eðlisfræði og stjörnufræði. En þegar verulega er hróflað við þeim skoðunum, sem þetta hvílir nú á, þá er sáralítill mun- ur á umburðarlyndinu. í fjöldamörgum i gömlum menningarlöndum Evrópu er nú skoðunarfrelsi afnumið að kalla, á þeim sviðum, er valdhöfum þykir viðsjárverð- ast að hróflað sé við. Á ítalíu, á Spáni, í Austurríki, í Ungverjalandi, í Líflandi, í ; Eistlandi, í Czecho-Slovakíu og víða á Þýzkalandi er það frelsis- og lífshætta að láta uppi þær skoðanir á pólitískum mál- um, sem talið er geti valdið einhverju umróti á hugsunarferli manna. Áður á j tímum voru menn ofsóttir fyrir skoðanir | sínar á náttúrufræðum og trúarbrögðum. ! Þær ofsóknir eru nú hættar að miklu leyti, af því að undirstaða vaidanna hefir flust yfir á önnur svið. Trúarbrögðin eru hætt að vera grunnurinn, en eru þó not- uð mikið sem stoðir í bygginguna. Og meðan svo er, verður þess vitanlega gætt að láta ei þær stoðir færast um of út. Það er til dæmis ekki ailómerkilegt um mál, sem mér er töluvert kunnugt um, og hefi kynst töluvert öll mín uppvaxtarár, rann- sókn dularfullra fyrirbrigða, að fyrir nokkru varð það uppvíst, að valdamenn í frönsku kirkjunni kaþólsku buðu einum þektasta manni þar í landi — þeirra er dulræna hæfileika hafa — að ef hann vildi láta svo sem hann notaði svik í sambandi við til- raunir þær er við hann voru geröar, þá skyldi honum greidd sú fjárhæð, sem gerði hann að efnuðum manni fyr- ir tiltækið. Skynsemi og eðlis- hvöt þeirra segir þeim, að færi svo að sú stefna og þær skoð- anir, sem við nefnum spíritual- isma næði haldi á þjóðunum fyr ir alvöru, þá hljóti það að hafa hin víðtækustu áhrif á skoðan- ir manna á valdsviði kirkjunnar og yfirleitt öllum málum. Á- byrgðartil'finningin fyrir með- ferðinni á mannssálunum vex, ábyrgðar tilfinningin fyrir með- ferðinni á sjálfs manns lífi vex, og mótspyman gegn þeim öfl- um, sem halda mönnum í fá- vizku og hégóma, margfaldast. Nú er langur tími liðinn síð- an Jesús var uppi. En þó er hann ekki lengri en svo, að all- an þann tíma hefir endurtekið sig sama sagan, að í hvert sinn sem áhrifin af hans anda hafa birst í nýju formi í mannlífinu, þá færist nýtt fjör í þau öfl, sem endur fyrir löngu fluttu hann út á krossjnn. Því áhrifum hans fylgir óhjákvæmilega órói. í hvert sinn, sem hann' fyrir al- vöru kemst inn fyrir hlið sálar- lífs vors og þjóðfélagsins, þá hefir það óhjákvæmilega sömu áhrifin þar, eins og þegar hann kom inn fyrir borgarmúra Jer- úsalemsborgar — umbrot. Það gamla tekur að haggast. Maðurinn rís eins og upp á olnbogann og tekur til að hugsa. Jesús segir sjálf- ur svo frá, að hann sé kominn til þess að setja son upp á móti föður sínum og dóttur upp á móti móður sinni og alt húsið öndvert. Þetta er líka reynsl- an, og alveg eins hvort húsið er smákofi eða híbýli heillar þjóð- ar. Hann kom til þess að menn hefðu líf og nægtir þess, og slík hátíð mannkynsins sem andi hans er að undirbúa, kemst ekki á, nema rutt verði út því ryki og þeim ófögnuði, sem safnast umhverfis mennina í gegnum aldirnar. Eitt aðaleinkennið á kenningu og áhrifum Krists er það, að þau hvetja mann til þess að hefjast handa og kippa því í lið, sem úr liði er, því í lag, sem í ólagi er. Mennirnir í heild sinni hafa ekkert á móti kristn- inni sem vögguljóði, sem nota- legum, þýðum, friðandi og svæf- andi áhrifum. Og í þá áJtt hef- ir kristin prédikun o'ft og tíð- um komist afarlangt. Og mæli- kvarðinn á hana hefir einmitt oftast verið þau áhrif. Mér er minnisstætt atvik, sem ég eitt sinn vissi að vildi til út af pré- dikun, er færasti ræðumaður í andlegri stétt á íslandi — Har- aldur Níelsson — eitt sinn flutti. Kunningi hans, nafnkendur maður líka, lét þess getið, að hann væri mjög óánægður með ræðu þessa, “vegna þess”, sagði hann, “að ég gæti ekki mælt með* því við móður mína”, — það var kona á áttræðisaldri — “að hún færi að hlusta á slíka ræðu; það mundi einungis gera henni ó- rótt í skapi”. Eg heid að þetta sé nokkuð algengur mælikvarði á það, sem fram fer í kirkjun- um. Er það þægilegt fyrir eyru þeirra manna, sem ekki er hægt að búast við að geti leng- ur áttað sig á því, sem nýtt er, eða sveigt lífsskoðun sína veru- lega til? Og yfirieitt — er það þægilegt? Eru áhrifin lík og af sætum súkkulaðisbolla undir | svefninn? Meðan svo er, þykir vel við unandi; en verði vöggu- ljóðið að hvatningabrag, að nýj- um Marseillaise, verði það að vakninga lúðurhljómi, sem sendi hvella hljóma nýrrar dagsbrún- ar og nýs hildarleiks gegn synd og rangsleitni og óréttvísi yfir landið, þá fara vinsældirnar að þverra. DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt» bakverki, hjartabilun, þvag' teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’S Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Engin tök eru á því, að segja til um hve margt manna hef- ir tekið þátt í uppþoti því, sem endaði með krossfestingu Jesú. En vafalaust hefir það ekki ver- ið nema lítill hluti borgarbúa- Meirihlutinn hefir ekkert lagt til þess annað, en sitt eigið á- hugaleysi. En það er líka ein stæðan, sem ávalt er hægt aS reikna með í slíkum dæmum- Heimili þeirra var ekki nein- staðar nálægt Via Dolarosa, og þeim hefir ekki þótt ómaksinS vert að grenslast eftir, af hverju uppþotið stafaði. Þeim stóð á sama. Og á á-hugaleysinu voru tvær hliðar. Það var áhuga- leysi fyrir sannleikanum. Hér var maður, sem var að leitast við að segja eitthvað. Hann ^ var með boðskap. En þeim þóttí ekki máli skifta að kynna sér hvað það var. Og þeir sýndu líka að þeim stóð á sama uni persónuna. Hér var maður f voða, dæmdur til dauða. ÞaS skifti ekki svo miklu málli, a5 vert væri að spyrja um, hvað hann hefði sér til málsbóta. Eg veit, að það mundi þykja með öllu óþarfi að vekja athyglí á, hve skyldleikinn með þessu, sem ég nú hefi bent á, er frá- bærilega mikill með iþví, sent daglega er að gerast á okkar aðalstrætum og hliðarstrætum. hvar sem við eigum heima. Á- hugaleysið fyrir því, sem í raun og veru er stórkostlegt að gerast um veröld víða, er alveg furðu- legt, þegar við athugum það- Það er eins og menn taki aldreí eftir því, sem markverðast er, fyr en tuttugu árum eftir, að það er um garð gengið — stund um ekki fyr en löngu, löngu síð- ar. Og ástælðumar eru vita- skuld miklu fleiri en þær, að við höfum ekki vilja ái að reyna að átta okkur á* því í samtfð okkar, sem vér gætum haft hugboð um að valdi stórtíðindum; stundum eru ástæðurnar þær, að við fá- um ekki að vita það, og stund- um eru ástæðurnar þær, að við höfum ekki skilyrði ímynd- unaraflsins til þess að átta okk- ur. Eg ætla ekki að fara að draga fram nein dæmi þessu til skýringar, því þau liggja við hvers manns fætur, sem gefur sér tóm til þess að líta í kring- um sig. Á þessum árum eru þær breytingar að fara fram, bæði í trúmálum og þjóðmálum, sem áreiðanlega eiga eftir af? hafa óhemjuleg áhrif í för með sér, bæði á* hugsunarhátt og ytra líf Sum dagsbrúnarmerk- in eru svo geislandi, að menn mættu virðast blindir að taka ekki eftir þeim. En þegar alt kemur til alls, þá mætti virðast eðlilegt, a5 fjöldi manna hugsaði í þessu sambandi eitthvað á þessa leið: “Það má vel vera, að við sjáum lítið út um gluggana á húsum okkar af þeim stórtíðindum, sem eru að gerast á strætunt veraldarinnar. Það má vel vera að ný öfl séu í uppsiglingu f heiminum, sem ákaflega mikils sé um vert. Það má vel vera að einmitt á okkar dögum sé nýr sannleikur að brjótast fram, sannleikur, sem flutt geti gæfu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.