Heimskringla - 01.04.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.04.1925, Blaðsíða 6
#. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. APRlL 1925. A læknisheimilinu. — E F T I R — GRACE S. RICHMOND. Jóhannes Vigfússon þýddi. V. KAPÍTULI. VI. KAPÍTULI. Burns sat við skáborðið í innri skrifstofunni og reyndi að skrifa með vinstri hendi, en gekk það illa. Hann leit á hægri handlegginn og hristi þann vinstri á móti honum. “Bíð þú bara — ég skal skaffa þér eitthvað að gera, þegar þú ert orð- inn heilbrigður aftur”, tautaði hann — og hélt .áfram að skrifa. Leit svo á skriftina, böglaði blaðið saman og fleygði því í ruslkörfuna. “Ligðu þama”, sagði hann, “það má ekki senda slíkt til heldri kvenmanns”. Hann stóð upp og gekk inn í fremri skrif- stofuna, þar sen* Amy sat og bjó til reikninga með ritvélinni. “Það er leiðinlegt að ég skuli ekki kunna hraðritun” sagði Amy. “Ekki kvarta ég yfir því. Verðið þér ró- legar, svo ég hafi tíma til að hugsa mig um. Eruð þér tiíbúnar?” “Kæra frú Lessing!” Hann roðnaði, en hélt svo áfram: “Þetta hefir verið einkennilegur nóvember- dagur, dimmur og kaldur. Við höfum haft gott októberveður þangað til núna, að alt breyttist. Blöðin voru fallin af trjánum------“nei, bíðið, skrifið ekki það — hún veit að trén hafa mist blöðin í miðjum nóvember”. “Eg er nærri búin með setninguna”. “Nú jæja, haldið þér þá áfram--------“stað- reynd, sem máske er nauðsynlegt að minna yður á, þarna í South Carólína, þar *-------”, ungfrú Mathewson, haldið þér að blöð séu fall- in af trjám í South Carólína?” “Eg veit það ekki, dr. Burns. Eg hefi alt- af verið hér norður frá”. “Það hefi ég líka verið. Það er bezt að skrifa það þá ekki!” “En ég er nú þegar búin með “staðreynd, sem máske er nauðsynlegt — — ”. “Nú — þá get ég endað þannig: “nauð- synlegt að minna yður á, því þér hafið ver- ið svo lengi í burtu. Nei, nei, þetta er svo velgjulegt. Við verðum að byrja á einhverju öðru, sem kemur henni til að gleyma þessari óheppilegu byrjun. “Eg veit að það gleður yður að heyra, að Bobby Burns er frískur, feitur og sterkur. Hann og Haraldur Macauley börðust fyrir skömmu síðan, og Bobby vann. Hann fekk nú raunar blátt auga, en það gerir ekkert, þó yður líki máske ekki að heyra það. Hann er feitari, en þegar þér sá*uð hann síðast — — ó, það er ég búinn að segja sjálfur. Stöðvið mig, þegar þér heyrið mig endurtaka sama efnið, ungfrú, Mathewson”. “Það er ekki svo auðvelt fyrir mig að vita, nær þér endurtakið efnið”, svaraðihún. “Það er búið að segja nóg um Bob. Frú Macauley skrifar um hann í hverri viku, en hún hefir máske ekki nefnt bardagann. Svo skul- úm við halda áfram. “Að missa handlegginn, hefir hindrað mig mikið frá vinnu minni”. Nei, þetta bendir á, að hann hafí verið aflimaður. En hún skilur líklega, að menn geta ekki fram- kvæmt mikið, sem verða að hafa hægri hand- legg í umbúðum. Látið þér það standa. “Eg vissi ekki hve marga holdskurði ég hafði gert, fyr en ég varð að hætta við þá”. Er þetta mont? Það versta af öllu er, að ég finn að vöðvamir linast sökum þess að þeir eru ekki notaðir, svo það líður langur tími þangað til að þeir ná sér aftur, eftir að ég er orðinn heilbrigður”. Þetta verður voðalega leiðinlegt bréf, ungfríi Mathew- son”. Burns, sem hingað til hafði gdhgið fram og aftur um gólfið, settist á hægindastól og starði vonlaus á aðstoðarstúlku sína. Nú heyrðist fótatak í sólbyrginu, og Arthur Chester opnaði dyrnar. “Ó, afsakaðu mig, Red. Eg ætlaði að ganga eitthvað mér til skemtunar og hugsaði að — ”. “Eg verð þér samferða”. Buras stóð á fætur miklu skapléttari. “Kæra þökk, ungfrú Matthewson; við getum endað það sginna. Eða máske ég geti skrifað endann með vinstri hendi. Eg tek bréfið. Eg ætla að eins að líta fyrst inn til Bobs, Ches!” Hann hljóp inn í dimt herbergi, þar sem drengurinn svaf, tók þar mjúkan hatt, og þegar Amy gat ekki séð hann lengur, böglaði hann bréfið og stakk því í vasann. Svo fylgdi hann Chester út í hið svala nóvemberlift og dró and- ann djúpt. “Þú komst alveg mátulega til að bjarga mér úr vandræðum”, sagði hann, þegar þeir gengu af stað. “Mér sýndist þú vera heitur og feiminn, varst þú að biðla skriflega til ungfrú Mathewson? Það er betra að gera það munnlega; það er svo hætt við að bréf séu misskilin”, sagði Chester ertandi. “Það segir þú satt. En hvað á sá vesaling- ur að gera, sem ekki getur haldið á pennanum? Eg get aðeins klórað afarljóta stafi með vinstri hendi”. “Eg held að kvenmaðurinn vildi þá heldur en bréf, sem önnur. stúlka hefir skrifað með ritvél!” “Hvernig veiztu að bréfið var til kven- manns?” “Það var auðvelt að geta þess. Karlmað- ur lítur ekki eins vandræðalega út og þú gerir, yfir bréfi til annars að skrifa henni, þegar hún er ekki lengra í burtu en í Washington ” “Hvað ertu að segja?” “Hún kom til Washington í gær, til þess að vera viðstödd giftingu vinstúlku sinnar. Það kom dálítið óvænt, því brúðguminn, sem er her- foringi, var fluttur til annarar stöðvar. Brúð- irin er gömul skólasystir Ellen. — Hún — ”. Burns stóð kyr á miðri brautinni. “Hve lengi verður hún í Washington?” “Það veit ég ekki. Spurðu Win eða Mörtu um það. Nú verður þú ekki samferða?” Burns hélt áfram og svo hratt, að Chester, sem var til muna styttri, átti bágt með að ganga jafn hart. Þeir gengu vanalegu ferðina sína, og Chester var viss um, að þeir hefðu ald- ei verið jafn, fljótir. Eftir að Chester hafði sagt Burns nýungina, gekk hann eins og dreymandi, og það var ómögulegt að fá hann til að tala. Chester grunaði um hvað hann dreymdi, og varð jafn fámæltur og Burns. “Vertu sæll. Eg er hræddur um að ég hafi verið jafn fámæltur og steinninn”, sagði Red, þegar þeir stóðu hjá* húsi hans aftur. Chester gekk heim, skjálfandi af þöglum hlátri. “Þessi þögn hefir einhverjar afleiðingar”, sagði hann 'við sjálfan sig. Nokkuð orsakaði hún. Og það var sím- rit, eftir að Burns hafði fengið vissa heimilis tilvísun hjá Mörtu Macauley í gegnum fóninn. “Mrs C. F. Lessing, Washington. “Eg fer til Washington í kvöld. Vona að fá að aka litla skemtiferð með yður í fyrramál- ið í stað bréfa, sem mér hefir verið ómögulegt- að skrifa. “Nú er um að gera að komast af stað”, sagði hann við sjálfan sig, þegar hann hafði sent símskeytið. Til allrar lukku dugar þessi klæðnaður, því ég hefi ekki tíma til að skifta um föt”. , Hann fónaði eftir rúmi í svefnvagninum. Símaði til annars læknis í grendinni og yfir- læknisins í sjúkrahúsinu, til þess að biðja þá að Jlíta eftir sjúklingum sínum, þessar tvær nætur og eina dag, sem hann yrði í burtu. Engin al- varleg veikindi kvöldu sjúklinga hans núna, svo timinn til ferðarinnar var hentugur. Hann tal- aði við Cynthíu um Bob, og svo lét hann muni sína ofan í töskuna, og hugsaði brosandi um það, hve mikillar hjálpar hann yrði að njóta hjá lyftivélarpiltunum og skutulsvqinunum næstu þrjátíu sex stundirnar; því sjálfur gat hann hvorki hnýtt skóreimarnar né hálsbindið, skor- ið^matinn sinn í bita, né neitt af þessu ótelj- andi smástörfum, sem hægri hendin þarf að gera. “Eg lít máske ekki út fyrir að ég sé vel hæf- ur til að ferðast, ungfrú Matthewson”, sagði hann brosandi, þegar hann kom til hennar aft- ur, “en ég fer nú samt! Og við þurfum ekki að ljúka við bréfið. Þökk — ég--------ó, nei — ”. Það var skrifstofubjallan. Amy lauk upp. Burns, sem hafði hugsað sér að neita að fara sá andlit mannsins og beið til að heyra hvað hann hefði að segja. Það var fátækur maður, sem sagði honum stutta sögu. Red hlustaði á hann og varð alvarlegur. Hann sneri sér að Amy. “Gerið svo vel að biðja Johnny Caruthers að koma með tröllið”, sagði hann. “Símið til járn- brautarstöðvarinnar og biðjið þá, að hafa rúm- ið laust kl. 1 lestinni í stað kl. 10.30”. Hann gekk út með manninum og hún heyrði hann segja: “Genguð þér alla leiðina, Joe? Þér getið orðið mér samferða í bifreiðinni til baka”. Tíu mínútum eftir að Burns var farinn, kom Chester aftur. Amy sat í skrifstofunni og las. Á skrifborðinu lá taskan, yfirhöfn, hattur og glófar. Chester leit á þetta. “Ætlar dr. Burns að fara eitthvað?” spurði hann. “Eg held það”, svaraði Amy með varkárni. En nú er hann hjá sjúkling”, “Kemur hann bráðum aftur?” “Eg veit það ekki, hr. Chester. Hann fór í bifreiðinni”. “Þá er það úti á landi. Nær fer hann með lestinni?” “Klukkan eitt”! “Hum! Eg held ég verði að bíða og hjálpa honum af stað. Farið þér að hátta, ungfrú Mathewson. Ef einhver boð koma til yðar, skal ég veita þeim móttöku.” Amy gerði eins og Chester ráðlagði henni. Biðin varð löng. Hann fónaði Winifred, að hann kæmi ekki heim fyrr en um morguninn. Hann fór að lesa og sofnaði, en vaknaði við hratt fótatak út í sólbyrginu. “Hvað ert þú að gera hér?” var hann spurð- ur. “Eg er að bíða eftir þér”, svaraði Chester og nuggaði augun. “Eg hélt að þér mundi líka að ég hjálpaði þér að komast af stað”. “Eg fer aftur til þess staðar, sem ég kem frá. Far þú og háttaðu”. Chester settist upp og leit á vin sinn. Svip- ur hans var óvanalega hörkulegur. “En ætlar þú þá ekki til Washington?” “Hvernig veizt þú að ég ætlaði til Washing- ton?” spurði Burns. “Eg gat þess til?” “Þú ert glöggur til að geta. Májske ég fari og máske ekki. Nú verð ég í öllu falli hér”. “Getur þú ekki látið annan líta eftir sjúkling þínum? Eg er viss um að það er einhver blá- fátækur aumingi”. Burns kinkaði kolli. “Þú ert flón”. “Máske”. “Þú býzt líklega ekki við því — að — hún — verði kyr í Washington og bíði eftir þér? Hún kom að eins til að vera viðstödd giftinguna, fer svo beina leið heim aftur til að taka þátt í annari há-tíð, sagði Win.” “Nei, ég býst ekki við að hún bíði mín”, svaraði Burns. “Þú hefir eflaust einhverja gilda ástæðu til að bera þig þannig að?” spurði Chester. “Get- ur þú ekki sagt mér hana?” “Það er byrjuð bólga í sári á fæti ungrar stúlku, og ég má ekki bregðast móðirinni, hún á að eins þessa stúlku eftir. Það var hún sem deyddi son sinn af vangá, og ég lét rigna yfir hana óbætanlegum skömmum.” Chester vissi að hér dugði engin mótsögn. “Eg vona að þú frelsir barnið”, tautaði hann. “Það vona ég. Nú verð ég að senda sím- rit”, og hann gekk að fóninum. Svo opnaði í Burns dyrnar og kallaði til Johnny Caruthers, hvort hann hefði fengið lyfið, sem hann sendi hann eftir, Johnny játaði því. “Góða nótt”, sagði Burns, þegar hann kom inn til Chesters aftur. “Þökk fyrir að þú beiðst eftir mér”. Svo gekk han út til Jolinny Caruthers og græna tröllsins. * * * f »“Læknir!” — Joe fylgdi Burns niður eftir stignum, en kona hans stóð í dyrunum og horfði ; á eftir þeim manni, sem hafði frelsað hennar j eina núlifandi barn, — “læknir — við gleym- ur þessu aldrei.” “Eg held ekki, Joe, — af fleiri ástæðum”, | svaraði Burns og settist í vagninn hjá Johnny. “Munið nú eftir að gera eins og ég hefi sagt, þá finn ég Letty röska og heilbrigða þegar ég kem aftur eftir fimm daga. Verið þér sælir”. “Læknir — — þegar þér komið aftur, skal ég reyna að borga nokkuð af skuld minni til Jyðar.” y Burns leit í augu Joes. “Segið aldrei neitt sem þér ætlið ekki að framkvæma, Joe!” “Eg meina það núna, læknir. Eg og — kon- an mín — við Letty — ”. Maðurinn varð yfir- bugaður af geðshræringu. “Það er ágætt, Joe. Eg er eins glaður og þér yfir því, að Letty er úr allri hættu. Sjáið þér nú vel um hana og konuna yðar líka. Fá-ið yður dálítið erfiða vinnu, það eyðir þreytu til- finningum yðár, sem líta út fyrir að verða við- loðandi. Þér getið ekki getið yður til hve á- nægjuleg sú tilfinning er, að vita sig hafa framkvæmt eitthvað gagnlegt. Reynið þér það. Verið þér sælir”. “Þú getur Cerið hreykinn yfir því, að lækn- irinn kysti þig, Letty”, sagði konan og lauk al- úðlega niður að þeirri litlu. “Það er máske af því, að ég var svo hrein núna”, sagði sú litla þreytulega. “Þegar hann gerði það hvíslaði hann að mér, að Sér líkaði | svo vel hreinþvegin andlit”. “Letty, þú skalt aldrei vera öðruvísi en ! hreinþvegin hér eftir, — aðeins sökum dr. Burns”, sagði mamma hennar. Niðri á brautinni bað Burns Johnny að fara harðara. “í dag verðum við að framkvæma ?að ótrúlegasta”, sagði hann. “Eg legg upp í ferð í kvöld, þó að ég jafnvel verði að brjóta hinn handlegginn til að korhast af stað. Það er und- arlegt hve margt það er, Johnny, sem ekki er hægt að gera með einni hendi”. “Eg held að þér framkvæmið meira með vinstri hendi, en flestir gera með tveimur”, sagði Johnny með hreinskilinni aðdáun. Burns hló glaðlega; það lá ágætlega á hon- um. Næsti ákvörðunarstaður þeirra var eitt af skrautlegustu húsum bæjarins. “Á leiðinni upp á annað loft, mætti Buras húsbóndanum. “Eg vona að þér hafið afráðið að verða okkur samferða dr. Burns?” “Mér þykir það leitt, en það er alveg ó- mögulegt, hr. Walworth”. William Walworth, sem var vanur að fá vilja sinn sökum miljónanna sinna, horfði undrandi í augu Burns. “Ómögulegt? En þér verðið að gera það, góði læknir. Dóttir mín þarfnast yðar á þess- ari ferð. Það er skilyrði fyrir heilbrigði hennar að þér verðið okkur samferða.” “Nei, þar skjátlar yður, hr. Walworth. Ung- frú Evelyn verður brátt heilbrigð aftur”. “Eg er yður ekki samþykkur, læknir. Eins og nú standa sakir, finst mér að við verðum að gera alt til að þóknast Evelyn, því hún krefst þess, að þér verðið með í þessari ferð. Við skulum samþykkja að láta yður á land og senda yður heim eftir tvo eða þrjá mánuði. Þér skuluð fá þá borgun, sem gerir yður ánægðan”. “Eg hefi hugsað um það, sem ég lofaði yð- ur, og ég hefi tekið mitt áform. Eg fullvissa yður um það að ég hefði með ánægju orðið með ef nauðsyn krefði, en nú er þörfin engin fyrir mína samfylgd. Ef þér viljið afsaka ann- ríki mitt, þá ætla ég að fara upp og líta eftir henni. Eg hefi mikið að gera í dag”. William Walworth horfði á eftir honum þegar hann hljóp upp stigann og hugsaði: “Hann er meira en maður — þó hann sé ein- hentur — meiri en margir aðrir, sem ég þekki”. Burns settist hjá sjúklingnum og sagði henni, eins blátt áfram ^bg hann sagði föður hennar, að hann gæti ekki orðið þeim samferða. Þegar hann fór, varð hann viðkvæmur. Þessi fallega ofdekraða stúlka, reyndi að dylja tlifinningar sínar, en gat það ekkL þær voru svo greinilegar. Hann var hnugginn hennar vegna, en alls ekki hræddur um hana. Þetta var ekki honum að kenna, hann hafði á« engan hátt reynt að koma sér í mjúkinn hjá henni. Hann gekk hratt ofan stigann, og sá einnig hið ásakandi augnatillit, sem móðir Evelyn sendi honum, þegar hún heyrði að hann hafði neitað að vera með þeim í ferðalaginu. “Ætlið þér ekki að borða hádegisverð, læknir, spurði hinn ungi Johnny, þegar sjúkra- vitjanirnar héldu áfram og kl. var yfir eitt. Þeir voru langt frá hótelinu, þar sem þeir voru van- ir að neyta matar, þegar þeir gátu ekki farið heim. “Við verðum að fara til sjúkrahússins núna, og þar verð ég tvær stundir. Farðu og borð- aðu hádegisverð á meðan, Johnny. Kl. fjögur verð ég að vera í skrifstofunni aftur”. Dagurinn leið. Hann hafði afarmikið að gera, en ^setningur hans, að fara nú, hjálpaði honum til að ljúka við alt, I “Handleggurinn jafnar sig vel”, sagði dr. Bull seint um kvöldið, þegar hann, eins og vant var leit eftir honum og nuggaði hann. “En það þarf þolinmæði til þess að bíða svo lengl eftir því, að hann verði jafn góður, er það ekki Burns? Eg held að hendi þína svíði eftir því, að geta eittlivað gert?” “Svíði! Hún bókstaflega brennur. Bíð þú dálítið, Buller — ég vil að eins hafa einar um- búðir um handlegginn í dag.” “Ert þú brjálaður? Nei þú sleppur ekki frá “Nei, láttu mig sleppa — ég tek afleiðing- unum”. “Mér líkar ekki slík fljótfærni, þegar um annað eins beinbrot er að ræða og þetta”. “Handleggurinn er nógu hraustur til að liggja laus í umbúðunum. Eg vil vera á léttan hátt í jakkanum, skilur þú mig? Hjálpaðu mér nú — ég þarf að flýta mér!” “Ætlar þú að ferðast?” “Já, hertu þig nú”. “Það er einni ástæðu meira til þess, að stofna handleggnum ekki í hættu fyr en þú kemur aftur. Að vera klemdur í mannþrengsl- um--------”. “Átt þú eða ég handlegginn?” hrópaði Burns æstur. “Eg get sjálfur dæmt, um hvað ég má leyfa mér eða ekki. Á ég máske að sendft boð eftir Grayson og biðja hann að hjálpa mér?” Vertu nú rólegur, svo skal ég hjálpa þér. Nei, sannarlega er hann í nýjum fötum. Jáy það er áreiðanlegt”. Með vinstri handleggnum hótaði Burns sín- um gamlaf vin, en augun hlógu þar eð hann fekk vilja sinn. Þú ert dýrmætur, Buller”, sagði hann. “Þú hefir hlynt ágætlega að hand- leggnum mínum og gert hann jafn góðan aftur. Ef þú vilt nú líta yfir sjúklingalistann hérna í bænum, og vitja um Letty Tressler einu sinni, þá er ég þinn til eilífðar. Griggs gætir skyldu minnar hérna. Nú verð ég að fara”. “Eg vona að þú skemtir þér vel. Þú lítur út eins og skóladrengur, sem hefir fengið frí. Bara að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum”, sagði Buller. “Það getur nú skeð”, tautaði Burns við sjálfan sig. “En ég þoli ekki þessa óvissu leng- ur”. Heima var biðsalurinn fullur, og það var framorðið þegar hann gat neytt dagverðar. Að honum loknum komu líka boð, sem hann varð að láta fara til varamanns síns. “Nú flý ég blátt áfram”, sagði hann við ung- frú Mathewson, einni stundu áður en lestin átti að fara, þegar hann hafði lo'kið fónsamtali við ímyndunarveika konu, er bað hann um að yfir- gefa sig ekki. “Ef eg geri það ekki, verður eitt- ^hvað til hindrunar, en nú vil ég fara. Eg segi ekki hvert ég flý, svo þér getið ekki símritað mér. Verið þér sælar! Og verið nú góð stúlka!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.