Heimskringla - 29.04.1925, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.04.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 29. Apríl 1925. n EIMSKRINGLA 7. BLAÐStÐA The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE ojr SHERBROOEE ST. Höfuðstóll uppb..$ 6,000,000 V*ra»jó3ur ......$ 7,700,000 AlUr eignir, yfir ....$120,000,000 Sérstakt athygll veitt viðskift- um kaupmanna og verzlunar- félagu. Sparisjóðsdeildin. Vextix af inmtæöufé greiddir jafnháir og annarsstaðar við- gengst. PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. ----------------------------------/ Landhelgin og ensku lögbrjótarnir (Framhald írá 3. sí3u) hugmynd um þjóð þá, sem ensk blöð hafi veriö aö fleipra með undanfar- inn hálfan mánuð, að beiti enska sjómenn megnu misrétti — minstu þjóð álfunnar, sem þannig sé borin sagan. Það sé ekki ný bóla, að enskir sjó. menn fái sektir fyrir landhelgisbrot á íslandi, þvi slíkt hafi sífelt komið fyrir, síðustu 20 árin. í Noregi hafi þag og þráfaldlega komið fyrir, nú í nokkur ár. Þá er farið nokkrum orðum um þjóðarhagi vora. Minst á fólksfjölda. Sagt að meiri hluti þjóðarinnar lifi á fiskveiðum, hafi bátaútgerð, netaveið ar innfjarða. Landhelgislinan sé þar nákvaemlega sú sama og í Eng- ■landi, og innan hennar séu mjög rík fiskimið. Mikill hluti þjóðarinnar hafi ekki aðra auðsuppsprettu en þessi innfjarðamið, ekki annað við að vera. Nokkrir enskir togarar liggi á því lúalagi, að virða hin viður- kendu landhelgisréttindi vettugi, sópa miðin og eyðileggja veiðarfæri. ís. Ienzkir sjómenn hafi verið varnar. íausir gagnvart þessum vágestum. Fengin hafi verið byssusnekkja frá Danmörku. Hún hafi ekki reynst fullnægjandi. Þá hafi verið gerðir út mótorbátar í viðbót hér og þar til strandvarna. Er því næst talið upp alt það helsta, sem enskir tog- araskipstjórar hafa látið sér sæma, að hafa í frammi af ilskubrögðum undanfarin ár hér við land. Þeir reyni að sigla á varðbátana, ráðist að varðmönnum er þeir að fram. kvæma skyldu sína, taki þá sem fanga til Englands og því um líkt. Talað er þvínæst um upphæðir sekt anna. Þær hafi hækkað úr 50 sterl- ingspundum upp í 1000 sterl.pd. og þar vfir. Þetta þykir gífurleg hækk- un, en sé þó ekki ósanngjörn, þegar á það er litið, hve aflinn er miklum mun verðmætari en hann var hér áð. ur. En sérstaklega sé ekki hægt að •kalla sektirnar háar, þegar þess er gætt, að lögbrjótarnir og húsbændur þeirra, heima í Englandi eru þektir að því, að gera landhelgisbrotin að atvinnu sinni, og svifast einskis, í viðureigninni við íslenzk stjórnar- völd, til þess að komast hjá lögmætri refsingu. 0,g þess ber að gæta, að þó sektirnar séu nokkuð háar, þá séu þær smávægilegar að upphæð, sam- anborið við þær upphæðir, er þessir fáeinu skipstjórar afla sér ranglega og húsbændum ■sínttm, með því að brjóta lögin hvað ofan i annað. Því það sé vitanlegt, að þeir veiði marg. falt oftar i landhelgi, en þau skifti, sem þeir eru staðnir að ólöglegum veiðttm. Blaðið segir ennfremur, að ekki sé hægt að kippa sér upp við það, þó islenzk stjórnarvöld reyni að ná sér niðri á þessum harðsnúnu lögbrjót. um frá Hull og Grimsby, sem sifelt hafi þetta þrefaldan afla á við aðra Englendinga, sem. stunda veiðar við ísland, er aldrei leita lands, nema til þess að liggja af sér óveður. Svo þegar þessir ensku lögbrjótar endr- um og eins eru teknir og dregnir fyrir lög og dóm, þá dreifast ensk- ar blaðagreinar út meðal almennings með ferlegum fyrirsögnum, svo sem: “Enn einn togari tekinn fastur”; “Enskir sjómenn órétti beittir”; “Ó- hæfilegar þungar refsingar”, og þar fram eftir götum. Allar þessar fyrirsagnir og allar þessar greinar, ertt hreint og beint hlægilegar, segir greinarhöf., í aug- um þeirra manna, sem kunnugir eru málavöxtum. En almenningur, sexn er þeim ókunnugur, fær mjög rang. ar hugmyndir um, hvernig í þessu liggur. Þannig farast greinarhöf. orð; ‘Tslendingar eru vingjarnleg, hæ. versk og vel mentuð þjóð. Hiafa þeir bjargað lífi fjölda sjómanna vorra af enskum togurum, sem farist hafa við ísland, og veitt þeim ágætán I|;ina og aðhlynningir. Yfirvö|ld|q íslenzku hafa verið mjög sanngjörn og umlíðunarsöm, en hafa neyðst til þess, að taka alvarlega í taumana, til þess að vernda rétt sinn og atvinnu sjómanna sinna. Sé svo, að enskur togari hafi einhverntíma fengið ranga meðferð á íslandi (og það er mjög vafasamt að slíkt hafi- nokk urntíma komið fyrir), þá er það ekki samanberandi við öll þau skifti, sem enskir togarar hafa náð sér í óleyfilegan afla við Island, og haft hann heim með sér til Hull og Grimsby”. Því næst er á það minst, að t. d. sekt sú, sem Loftis hafi fengið, sé alls ekki óhæfilega há. En að láta hana jafngiida 10 ára fangelsi, geti aldrei komið til mála; enda muni vera auðvelt að lagfæra það. Á hinn bóginn væri ekki nema rétt, að eigendur þeirra togara, sem sópa innfjarðamið á Islandi, borguðu sektir skipstjóranna möglunarlaust. Er minst á fjársöfnunina til Loftis, sem mun eigi hafa gengið vel. Eina ráðið til þess að lagfæra þær misfellur, sem hér eru, segir grein- arhöf. að sé að hætta að veiða í land- helgi. Islenzka stjórnin hafi sannar- lega ekki í hyggju að hafa fé af enskum sjómönnum að ósekju; hún krefjist einskis annars, en að farið sé eftir landslögum. Viðsikifti Islendinga við England séu mikil. Þar séu allir íslenzku tog. ararnir bygðir; þaðan fái þeir kol og margt annað. Mjög sé því æski. legt, að full vinátta haldist meðal þjóðanna. Og ekkert sé því til fyr- irstöðu af hendi Englendinga, því ensk stjórnarvöld taki vissulega ekki mark á því, þó nokkrir útvegsmenn peðri þvaðri í blöð, til þess að fegra málstað sinn, og aðrir, sem ekki þekkja málavöxt, hafi það eftir þeim. Að endingu er frá þvi skýrt í greiM þeSkSari, að stjórnarskrifstof- an, sem hefir búnaðar- og fiski- veiðarmál með höndum, þekki vel. hvernig hag enskra sjómanna sé borgið í Norðurhöfum, því t stjórn. arnefnd þeirri sé hinn þekti komm. andör Evans, er var foringi á enska eftirlitsskipinu, sem kom hingað til Islands í sumar sem leið. Skýrsla hans um ferðina, sé á þá leið, að hann fullyrði það. að þeir enskir sjómenn, sem stunda veiðar við í's- land, óg geri sig ekki seka í land- helgisbrotum, þurfi ekki að kvarta yfir viðkynningunni við Islendinga. Síður en svo. En stjórnarnefndin sjái enga ástæðu til þéss. að hafa í hót- ur.um við smáþjóð eina, þó hún haldi fram rétti sínum, eða kæri sig um að vernda menn, sem sífelt og af á- settu ráði traðka rétti smáþjóðar með glöðu geði. Annan mann hafi stjórnarnefndin lika sér til aðstoðar, Mr. Blundell, sem sé mjög kunnugur ísl. staðhátt. um, og geti hvenær sem er gefið enskum útvegsmönnum ráð og bend- ingar. Gneinarhöf. segir í lok greinarinn- ar, að víst sé arðvænleg atviúna að veiða í landhelgi við Island og Nor- eg, ef það tekst óátalið; en það sé með landhelgisveiðarnar þar eins og selveiðarnar í Karahafi og vvhisky- smygl við Ameriku, að háar sektir liggi við, ef uppvíst verður. — “Morgunbl.”. -------X------- Vesturheimsferð. Pistlar frá STGR. MATTHÍASSYNI. Frh. Seattle er lik öðrum stórborgum vestra í því, að þar eru risavaxnir skýskafar og turnar, umferð mikil, bifreiðar svo varla verður þverfót. og hér og hvar breiðar götur og renni sléttar úr steinsteypu um borgina þvera og endilanga, eingöngu ætlaðar bifreiðunum. Sumir þessara bifreiða- vega eru partar af þjóðvegum, er liggja óravegi inn í landið eða eftir Kyrrahafsströndinni frá Vancouver langt suður í Mexico. Satt að segja fanst mér þessar tegundir vegagerða einhver stórkostlegustu mannvirkin, sem ég sá vestan hafs. Steinsteypt- ir vegir, líkt og stéttin hjá honum Ragnari, alla leið eins og frá Akur- eyri til Rómaborgar. Fjöldi fólks getur nú í bifreiðum þotið miklu fljótara landshornanna á milli en með járnbrautarvögnum og ræður sjálft ferð sinni. Horfurnar eru þær, að saga járnbrauta geti þá og þegar verið úti. Seattle stendur á nokkrum hæðum og milli þeirra, kringum vötnin, sem ég áður gat um. Borgarstæðið er fagurt í sjálfu sér, auk hins glæsilega útsýnis tii allra hliða. Hæðirnar eru úr Ieirkendum jarðvegi, sem má leysa sundur með vatni. Þetta hafa bygg- ingarfræðingar hagnýtt sér þannig, að þeir hafa þvegið burtu stórar hóla spildur, þar sem slíkt þótti betur henta, til að fylla upp tjarnir og mýr. ! ar í útjöðrum borgarinnar. Alt með vatnsveitu borgarinnar. — Eg sá slíka landsléttun fara fram t vesturhverf. inu. Digrar spýtandi vatnsæðar gus- uðu upp jarðveginn og gerðu úr •honum graut og velling, en velling- urinn rann síðan þegjandi niður hlíð- arnar eftir mörgum skolpræsum nið- ur í dældirnar og þar settist leðjan á botninn, en tært vatn fióði út yfir flóðgarðana til sjávar. Svipaða að. ferð munum við nota hér á Akureyri þegar garðurinn kemur yfir leiruna eins og Frimann og fleiri vilja. Verð. ur þá vatn úr Glerá látið bleyta í öll- um höfðanum, svo að hann verði að einni ljómandi grámórauðri leirdrullu er rennni í stríðum straumi fossandi fram á Leiru, en að vísu þó skiljandi eftir bæði jarðeplagarðana óskemda og túnin, ýmist tiggjandi á jafnsléttu eða í hæfilegunt halla. Til að eyða tímanum sat ég oft við lestur og skriftir á bókasöfnunum. Þau voru tvö. Annað minna, nálægt þar sem ég bjó; eitt af Carnegiesöfn- unum, sem finna má í flestum stór. bæjum vestra. Snoturt en ekki marg- brotið að innihaldi. Hitt afarstórt og myndarlegt eins og öll almennings. bókasöfn amerísku stórbæjanna, en| þangað var hálftíma akstur með spor vagni. Þar var séstakur lestrarsalur fyrir dagblaðalestur og ofbauð mér sú óhemja af pappír og prentuðu pjatti og slúðri á degi hverjum viðs. vegar um álfuna. Og þetta er aðal- sálarfóðrið miljónanna, en einkum skopmyndablöðin. I öðrum lestrar- sal voru tímarit og í þriðja barna. bækur og fult var þar af krökkum að skoða myndir og lesa æfintýri. En i fjórða lestrarsalnum mátti lesa alls- konar bækur og þar undi ég mér vel. Var þar fátt sem truflaði nema þó helst það, hvað mér var starsýnt á ungan mann, mjög viðrinislega ein. kennilegan, magran en ►ueinSeysis. legan, ljóshærðan og með svo mik- ið hár, að það hékk langt niður á herðar, en það var illa greitt, með flækjukleprum og maðurinn yfirleitt rytjulegur eða flókatryppislegur. Hann sat þarna daglega, snuðrandi í ótal skruddum, eins og .hann ætlaði að innprenta sér alt prentmál ver- aldar. Hefir hann liklega ákveðið að láta hárið vaxa meðan nokkuð væri til ólesið af skruddum. — Frið- ur veri með honum og fjarri sé mér að amast nokkuð við þessum manni. Hver veit nema hann sé stjarnan i vestri! Lestrarsalurinn var vel sóttur • og gátu þar setið nokkur hundruð manna. Þótti mér það góður hóp- ur, þegar allir voru sestir, en seinna sá ég þó enn rýmri lestrarsal bæði i Chicago og New York, því þeir gátu rúmiað sitt þúsundið hvor. I kjallara. sal bókasafnsins, þar er fá mátti hand laugar á undan og eftir lestri, sá ég i I fyrsta skifti rafmagnis-blástursipél I eða púara. Það er mesta veltiþing I og er mjög farið að tíðkast vestra. ! Þessi púari kemur i stað handþurku. | Þegar stigið er á fótaskemil fer eir- kjaftur á veggnum að blása með all- ' miklum hvin. Maður heldur þá hönd. unum framan við þenna opna kjaft eins og til að orna sér við eld. Þvi þó gustuiinn sé kaldur fyrst, verður hann brátt ylvolgur og þægilegri en nokkur þeyvindur. Mér þótti svo gaman að þessu, að ég þvoði mér miklu oftar en ég þurfti og óskaði að sama áhald væri komið í sam- komuhúsið á Akureyri undir tröpp. unni. ásamt fleirum þrifnaðarumbót- um þar. Frh. GUÐMUNDUR MAGNÚSS0N, prófessor. Þó mentagyðjur til vega vísi og von og þrá upp úr fölskva rísi, að jörðu hneigist hver agnar-ögn; til andófs duga nein réttargögn. Þó fljúgi andinn til fjallsins háa og fari á gandi um loftið bláa: í barminn sinn lætur þungbrýn þögn, á þremi allsherjar- lífsins mögn. Þann úrvals manninn, sem upp úr gnæfði,og og æ að dagsetri markið hæfði, nú lagði. hún inn’í lægsta bæ í legurúm undir þela og snæ. Svo vitran, hálærðan virktamann og vamma allslausan hvergi fann, því undir tómlætis yfirborði var ylur djúprænn og kostaforði. í ætt við jarðhita laugalanda, sem lífi þjónar til beggja handa og vetri bægir frá vermireit, þó veðra fjölkyngi þjaki sveit. í fasi þurlegur, fár í sinni var fyrirmaður, er göfgi sinni með aldri hækkandi á vöxtu vék, er veifiskati að glingri lék. Hann greip á kýlum þess aldaranda sem óð á bægslum og vá til landa og lýðskrum flytur á lægstu storð og leggur handvolkuð spil á borð. Og lýðinn matar á lægsta gróðri og loga kveikir í berurjóðri og moldryk skapar, og framsókn flær, sem fyrirmensku er hugum-kær. Með kyrð og lagni í þagnarþeyi hann þrándi ódælum ruddi úr vegi- við sótt og dauða er elti ól óg ýtti dal móti regin-hól. Hann sat með alúð hjá sóttarbeði og sjúkra vandkvæðum fram úr réði, á meðan léttúðin lék og hló lestir fengu sér nýja skó. Hve marga óþurft úr holdi og ham ’inn hepni snillingur burtu nam! í kerfi bandvefja taugar tætti og trefjur líffæra saman bætti. Inn tigna mæring var gott að gista, er goðorð starfrækti speki og lista, sem átti skygni um úrvals lönd, frá efstu hæðum og lægstu strönd. Það gælum óvana göfugmenni bar gullhlað vísinda á háu enni. Og brjóstvörn hans, eitt ’ið bezta þing- var bersögl hreinskilni, fim og slyng. í kringum lækninn við sóttarsæng er sagt að blakaði dúfa væng *— svo hreint var umhverfis heillamanninn og heilnæm angan um sjúkra ranninn. Ef rakna draumar og rætast vel, mun ráðdeild læknisins þjappa að Hel; því fé sitt lagði til höfuðs henni. Til hvílu, í guðs friði, íturmenni! Guðmundur Friðjónsson. i. Samvinnuhreyfing- in í Frakklandi. I. Um 1866 voru geröar hinar fyrstu tilraunir í Frakklandi til þess aS mynda samvinnufélög, en þaö var ekki fyr en áriö 1885 að samv.félög komust þar fyrst á fót. Um þessar mundir voru uppi í Suöur-Frakk- landi, aöalsmaöur nokkur aö nafni Boyne og jafnaöarmaðurinn Aug. uste Fabre. Þrátt fyrir ósamstæö- ar skoðanir í trúarbrögðum og stjórn málum, tóku þessir tveir menn ráö sín saman og mynduöu fyrsta samv.fé- lagið í Frakklandi í borginni Nimes, og fengu sér til aðstoðar ungan hag. fræÖing við háskólann í Montpellier. Þessi ungi hagfræðingur var ráöu- nautur þeirra og Ieiðbeindi þeim á ýmsan hátt. Þaö hefir gengið svo til i Frakk- landi sem annarsstaðar, aö samvinnu. hreyfingin hefir átt þar erfitt upp- dráttar í byrjun. En þar sem víðar, vaknar smámsaman áhugi meðal al- mennings, og mönnum verður þaö ljóst, aö félagsskapur er nauðsynleg. ur, og einkum sá félagsskapur, er miðar aö því, aö byggja upp fjár- hagslegt sjálfstæöi sem flestra í þjóðfélaginu. Þaö er löngu siðan viöurkent, aö samv.félagsskapurinn, sé rétt til hans stofnað, sé greiðasta leiöin aö fjár- hagslegu sjálfstæöi einstaklinga þjóö. félagsins, því aö hann geti náö til flestra, án þess að raska þurfi nú- verandi þjóöskipulagi. Skoðun þessi kemur meöal annars í ljós í ritgerð einni i timaritinu The Baltic-Scandi. navian Trade Review eftir franska rithöfundinn, prófessor Gide. Hann er einn þeirra manna, er lát— iö hefir sig félagsmál miklu skifta í landi sinu, og frætt almenning um nauðsyn félagsskapar. Ekki allfáar ritgerðir hans um félagsmál hafa birtst í tímaritum og samvinnublöð- um Norðurlanda. Hann hefir á svip. i aöan hátt unnið að útbreiðslu sam- vinnunnar í landi sínu, sem Severin Jörgensen hefir gert það í Dan. mörku, Robert Owen í Bretlandi, Dehli f Finnlandi og H. Haufmann í Þýzkalandi. Próf. Gide hefir gert meira fyrir samv. en títt er um menn i hans stööu. Hiann er al- þjóða-samv.maður og talar því oft fyrir munn miljóna manna víðsveg- ar um heim. Hann hefir setið sem fulltrúi Frakka á mörgum alþjóða sambandsfundum samv.manna og æ. tíö mikiö kveöiö að honum. Próf. Gide skoöar samv.stefnuna sem hlut- lausa stefnu, er ekkert eigi skylt viö jafnaðarstefnuna. Qh) fhann se^ir, aö sú hafi verið skoöun manna i Frakklandi fyr á tímum, að samv. hreyfingin væri stefna jafnaöar. I manna, en nú sé sú skoðun að hverfa. (Framh. á 8. bls.) f f KOL! - - KOL! HREINASTA og BEZTA TEGUND KOLA. BæSi til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI. Allur flutningur meS BIFREIÐ- Empire Coal Co. Limited Sími: N 6357—6358 603 Electric Ry. Bldg. ? ? f ❖ SKEMTIFERDIR 15, Maí til 50, Sept. Gilda til heimferðar tll 51, Oktober 1925, AUSTUR CANADA KerWnu tll \untur-('annda er hægt afi fnrn bæ®l mett JArnbraut ok meS JArnbraut «»• nklpum. SJAIÐ MINAKI ONTARIO HALENDIÐ XIAGARAFOSSINX ÍOOO KTJARNAK KYRRAHAFSSTRÖND Kyblb fAeinum diÍKum 1 JASPER NATIONAL PARK Skemtanlr: Golf, IlflkeyrMla, FjnllKöimur, Skúg- giingur, IIAtaferblr, Uöb, Teunlm DanM JASPER PARK LODGE TIL. GISTINGAR ST. LAAVREXCE STRANDAPYLKIN ÞRÍHYRNINGSFERÐIN Bezta jámbrauta og sjóleið í álfunni. Járn- brautarferð vestur frá Mt. Robson Park til Prince Rupert. Aukaferðir til Alaska ef óskað er. Suður til Vancouver 550 milur á indælis haf- skipum. Þriðja hliðin á þrihyrningnum er í norð- ur eftir .Fraser og Thompson dölunum og til Jasper National Park. Skipaleiðin á vötnunum frá Port Arthur, Fort William og Duluth er með þeim skemtilegustu sem til eru. Hin sóru skip (E.S. "Noronic”, “Hamonic”, “Huronic) Northern Navigation félagsins eru notuð á vötnunum í leiðinni, sem kallast panadian National vatna og járnbrautar. leiðin til Austur-Canada. Stftlft Jf t t AI,nr upplýMtuKar fúnleKa irefnar af öllum umboÖNmiinnum CANADIAN NATI0NAL RAILWAYS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.