Heimskringla - 24.06.1925, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.06.1925, Blaðsíða 1
YERÐLAUN GEFIN FYHIH COUPONS OG I'MBC'ÐIK ROYAU, CROWN — SenditJ eftir vert51ista til — ROYAL CROWN SOAP LTD.f 654 Main Street Winnipegr. VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAt, CROWN — Sendit5 eftir vert51ista til ROYAL CROWN SOAP LTD. 654 Main Street Winnipeg. XXXIX. AHGANGUR. WLNNIPBG, MANITOBA MIÐVIKUDAGINN 24. JÚNÍ, 1925. NÚMER 39 Vinnur námstyrk. ViS síöasta vorpróf Wesley Col- tege fékk Harald Jón Stephenson á- gætis einkunn fyrir framúrskarandi kunnáttu og þekkingpj í sögu (Hist •ory). Veitti Torontoháskólinn hon- um þegar $500 og ókeypis kenslu í oitt ár. Harald er fæddur 19. október 1904 hcr í Winnipeg, sonur þeirra hjóna Mr. og Mrs. Fred Stephenson, 694 Victor St. hér í bæ. Stundaöi Har- old nám viö Jóns Bjarnasonar skóla og síÖan viö Wesley College. Faðir Haralds er Friörik, sonur Friöriks alþingismanns Stefánssonar frá Vallholti í Skagafiröi, þjóökunns merkismanns og fræðimanns á sinni tíö. Harald er fríður sýnum, glæsi- menni og prúömenni, og um alt búinn ágætum hæfileikum til sálar og lik— ama. FRÉTTIR. SENATOR LaFOLLETTE LÁTINN. Senator Robert Marion LaFolIette 3ézt að heimili sínu í Washington stuttu eftir hádegi á fimtudaginn í vikun’ni sem leið, rúmlega sjötugur aö aldri. Hann var meö allra frægustu stjórn málamönnum þjóöar sinnar, og lét ætið duglega til sín taka, þegar mikil- væg mál voru á dagskrá. T. d. barð- ist hann meö ákafa gegn því, aö Bandaríkin gengju bandamönnum á hendur í stríöinu mikla og eins gegn samþþykt Versalasamninganna, eins og gengiö var frá þeim á friðar. þinginu, og stofnun Alþjóðabanda- lagsins. Önnur áhugamál hans voru toll- Jækkun og stjórnarskrárbreyting, þess efnis, að Congress yrði gert aö æösta dómstól ríkjanna. Eins og kunnugt er, sótti hann á móti Coolidge í síðustu forsetakosn- ingum, og hlaut þar mikið fylgi, um 5 miljónir atkvæöa. I fjáraukalögum stjórnarinnar, sem nú eru fyrir þinginu, er gert ráð fyr. ir veitingu $10,200 til hafnarbóta á Gimli. Því fé verður variö, ef frumvarpið er samþykt, til að byggja varnargarð frá landi út á móts viö bryggjuendann. Einnig er ráögert aö verja $18,000 til framlengingar á skipaspurðinum frá mynni Rauöárinnar út um grynn- ingarnar þar, og $24,000 til hafnar. bóta á Victoria Beach. Á sunnudaginn var fór fram síö- asta atkvæðagreiðsla innan Presþy- terakirkjunnar um kirkjusameining- una hér í Canada. Var söfnuðunum veitt með atkvæöagreiðslu þessari tækifæri til aö komast úr Samband- inu, ef þeir svo óskuðu. En með lög- um gekk sambandið í gildi þann sama dag. Meirihluti atkvæða féll svo, að allir söfnuðir í fylkinu ganga í Sam. bandið. Tveir sakamenn, er héðan struku suður í Bandaríkin fyrir ári síðan, hafa verð fluttir til baka aftur og bíða nú dóms. Annar þessara manna var hér um eitt skeið talinn einn af helztu mönnum borgarinnar. Hjeitir hann J. F. C. Menlove og var for- maður fyrir lífsábyrgðarfélaginu Northwestern Life. Félag þetta fór á höfuðið fyrir allnokkru síðan, og er Menlove kent um og tveim mönn.. um öðrum, Francis O. Maber og R. F. S. McCabe, er með honum voru í stjórn félagsins. Var Maber tekinn fastur síðastliðinn vetur, en Menlove náðist ekki fyr en þetta. Gekk í miklu málastappi að ná honuim hing- að. Er til bæjarins kom, var hann strax leiddur fyrir dómara, er leyfi gaf til að hann mætti ganga laus þangað til mál hans kæmi fyrir, gegn $50,000 veði. Menlove er sakaður um að hafa dregið sér af félagsfé rútna 24 þúsund dollara. Hinn sakamaðurinn, er Stanton heitir, var sá er. morðið framdi á Young St. sumarið 1922. Drap hann þar gamlan mann til fjár, Penny að nafni. Til hans spurðist ekki fyr en í vetur; var hann þá kominn suöur til Indiana og nefndist þá Baker. Þrjú slys vildu til í bænum um siðustu helgi. Maður féll út um glugga á Fort Garry hótelinu og meiddist að mun; annar druknaði í Rauðaá norðan við Louise-brúna; hinn þriðji varö fyrir bifreið í norðurbænum og fótbrotnaði. Senator Elwin F. Ladd frá Norð- ut Dakota, og fyrverandi kennari við búfræðisskólann í Fargo, andaði.st í Baltimore, Maryland, á mánudaginn var. Senator Ladd var mikilhæfur maður og lærður vel. Er hann hinn eiginlegi höfundur matvörulaga Da. kotaríkis (Pure Food Laws). Rann- sakaði hann ýmiskonar vörur, sem hafðar voru á boðstólum þar í rík- inu, og kom upp svikum á tilbúningi þeirra. Þótti ýmsum verzlunarfélög- um hann harður í horn að taka. — Senator Ladd heyrði til Republika- flokknum, en var rekinn úr honum á síðastliðnu hausti fyrir fylgi sitt við LaFollette forsetaefni. Kvartanir hafa verið tíðar um það að yngri menn, sem nám stuíida við miðskóla hér í landi, leiti strax suður 'ti! Bandaríkjanna að námi loknu til að fullkomna sig í verklegum fræð- um og leita sér atvinnu. Margir konia eigi til baka aftur; tapar landið þann_ ig á hverju ári stórum hópi ungra og efnilegra manna. Tilraun til að bæta úr þessu er nú hafin austur í Ont- ario meðal iðnaðarstofnana þar og 'gengst Ford Motor félagið fyrir þvi. 'Hefir félagið ákveðið að gefa at- vinnu öllum þeim unglingspiltum er útskrifast frá Windsor-Walkerville iðnaðarskólanum, á verksmiðjum sín um og kenna þeim hinar ýmsu iðn- aðargreinar. Verða settir æföir kenn. arar yfir hvern hóp, er segja nemend um sínum til. Kaup býðst félagið til aö gjalda piltunum strax, 40c á klst. fyrsta árið, 50c annað áriö og 60c hið þriðja. Er svo til ætlast að náms skeiðið taki yfir 3 ár. Fjórtán piltar hafa þegar tekið þessu boði og er ekki ólíklegt aö fleiri gefi sig fram bráðlega. Ef mörg félög færu að dæmi Fords í þessu efni, færi að lag- ast fyrir námsmönnum, er vinna þurfa fyrir sér jafnframt skólagöngunni. ----------x---------- Frá Islendingadagsnefndinni. Miss Stefanía R. Sigurðsson. er dóttir Sigurbjörns ^igurössonar og Sigríðar Jónsdóttur Sigurðssonar. Miss Dorothy Polson. er dóttir Joe Polson, fyrv. innflutn- ingastjóri í Winnipeg, en nú látinn Hún er fædd í Reykjavík á íslandi, fyrir nokkrum árum, og konu hans, en Buttist til þessa lands ásamt móð- ur Mrs. Nínu Polson, er lifir mann smn linni, sem þá var orðin ekkja, þegar hún var aðeins 14 ára að aMfi, og er búsett að 111 Ross St., Fort og hafa þær mæðgur búið saman síö- Rouge, ásamt dóttur sinni. Þau Pol- an- f-vrst nokkur ár > Wynyard, Sask., og svo hér í Winnipeg. Miss Sigurðs- son hjónin voru að mörgu góðu kunn ^ hef;r afla8 sér talsverSrar ment_ meðal Islendinga hér í bæ, og muna unar hér í landi og verið mikið rið- óefað margir eftir þeirra litlu, fallegu nl v'® íslenzkan félagsskap. I Good- , templarareglunni hefir hún unnið dóttur, Dorothy, þegar hun var barn , . . , síðan hingað kom, asamt fleiri ís- og var að alast upp hjá foreldrum Qg he£ir jafnan sínum. Þessi sama dóttir þeirra, þótt mikið lið ag henni. M.un fáa Dorothy, er nú fulltiða kvenmaður, furga á slíku, þegar þeir sjá stúlk. og hefir góðfúslega lofast til, fyrir una, og vita að ætterni hennar margítrekaðar áskoranir frá íslend- og Jóns heitins Olafssonar ritstjóra ingadagsnefndinni, að vera í vali sem Fjallkona á Islendingadeginum í ár. Miss Polson er fædd og uppalin hér í Winnipeg. Hún hefir aflað sér er hið sama, og fáa myndarlegri kvenmenn mun íslenzka þjóðin eiga sín á meðal. Miss Sigurðsson er mjög íslenzk í anda, þó hún sé sem næst uppalin í þessu landi. Islenzku talar hún ágætlega og ann mjög öllu ís. hér góörar mentgnar og á sviði söng- Ienzku Hún yirðist gkilja ágætlega, listarinnar hefir hún talsvert skarað hver tilgangur sé með að láta Fjall- framúr og er sókst um að heyra henn. konuna koma fram á hátíð Islend- 'ar mjúku og fögru rödd á innlendum inga vestan hafs, og afstöðu hennar samkomum; og það er spursmáls- gagnvart börnum sinum’.sem eru að laust, áð hún mundi koma fram sem Fjallkona á íslendingadeginum bæði leggja fram sinn skerf til að byggja upp stórveldi í Vesturheimi. Miss Sigurðsson mun sóma sér á- þjóð sinni og sjálfri sér til sóma, og gætlega sem Fjankona, verði þaö leysa hlutverk sitt ágætlega af hendi, hennar hlutskifti, aðt vera kosin í þá ef hún verður til þess kjörin. stöðu. * , A '|M Eins og sjá má hér að ofa«, hefir Islendingadagsnefndin í ár orðið svo heppin í valinu, að velja til aö sækja um h jallkonustöðuna tvær is- lenzkar meyjar, sem fyrir prúðleika allan og fegurðaratgervi hljóta að standa mjög framarelga á meöal Islendinga, Það sem vákti aðallega fyrir nefndinni, var að reyna að fá kven- menn þá, er að öllu leyti væri hægt að áliti_ tilkomumikla og sæmdu sér vel, án þess að taka nokkurt tillit til þess fjármagns, sem á bak við Iþær stæði við atkvæðagreiðsluna. Þetta hefir tekist vonum betur fyrir vel- vild þessara tveggja meyja, er nú bjóða sig fram, og er óhætt að segja, að hvor þeirra sem kosin verður, geri Islendingadeginum sóma. Atkvæðagreiðslan stendur yfir þangað til 20.*júlí, kl. 8 e. h. Þá verða allir atkvæðaseðlarnir að afhendast nefndinni, á stað þeim, sem síðar verður auglýstur. Eins og seðlarnir bera með sér, innifela þeir inngang að deginum. A þeim er nafn beggja umsækjenda, og er áriðandi fyrir þann, sem atkvæð' greiðir, að merkja það með krossi í ferhyrning þann, sem er á eftir nafni stúlku þeirrar, er hann kjósa vill. Styrkið stúlkurnar í tíma. með því að kaupa atkkvæöismiðana. PRÖGRAMSNEFNDIN. sem hún ferðast, og hvarvetna hlýj- um viðtökum. Hún kveöst vilja sjá sem mest af landi þessu, og hefir hugsað sér aö verja næstu tveim mánuðum til þeirrar kynningar, áður en hún siglir aftur heimleiðis til Is- lands, frá New York í lok ágúst- mánaðar. Merk kona frá Islandi, Hingað til borgarinnar kom á sunnudaginn var, frú Kristín Sím- onarson frá Reykjavík- Er hún ein af þrem konum íslenzkum, sem kjör- in var til þess, fyrir hönd íslands, að mæta á þingi því, sem “The Inter- national Council of Women” hélt í Washington í Bandaríkjunum dag- ana 4.—14. maí s.l. Hinar tvær kon- urnar, Inga Lárusdóttir, hélt heim. leiðis til íslands strax að þinginu loknu, og Hólmfríður Arnadóttir, dvelur í New York um tveggja mán- aða tima. Að loknu kvenþinginu í Washington, þar sem frú Kristín flutti erindi á ensku, var þessum kon. um boðið að taka þátt í aldarminnis hátíð* Norðmanna, sem haldin var i vir í Minneapolis, Mann., þann 6. þ.m. Skyldu þær koma þar fram fyrir hönd Islands. Frú Kristín ein gat þegið tilboðiö, og var hún við háttö- arhaldíð. Hún lætur sérlega vel af þeim ástúðlegu viðtökum, sem hún mætti hvarvetna, bæði hjá Norðmönn um og Islendingum þeim, er hún mætti þann tveggja vikna tima, sem hún dvaldist þar. Siðan hún kom til þessa lands t april s.l., hefir hún ferðast allvíða yfir, svo sem til New York, Washington, Philadelphía, Minneapolis og víðar, og dvalið um hríð á hverjum stað. Frú Kristin er nú á ferð vestur á Kyrrahafsströnd. Kveöst hún mæta kunningjum, hvar Ámundsen heimtur úr*helju. Eftir 4 vikna útvist, er noröurfar- inn frægi Hróaldi Amundsen kom inn til baka aftur. Sú fregn var sim- uð frá Spitzbergen fyrra fimtudag hinn 18. þ. m. Allir voru farnir að örvænta um afturkomu hans, töldu hann hafa farist, er ekkert 'spurðist til hans svo lengi. Þó voru nokkrir meðal vina hans, er þektu hann bezt, sem sögðu að honum myndi óhætt, og hann myndi komast af, hvaö sem í skærist-. Upphaflega ætlaöi hann ekki að vera nema tvo sólarhringa á ierðalaginu, bjó sig því eigi með vist- ir meiri en rúmlega svaraöi tveggja vikna tíma. Er hálfur ntánuður var liðinn frá því að hann lagði af stað, var farið að tala um að gera út menn að leita hans, því eigi myndi alt meö feldu. Var þess fyrst farið á leit við flotamálaráðgjafa Bandaríkjanna Mr. Wilbur, að hann sendi loftfarið Los Angeles norður til þess. að svipast eftir, hvað fyrir hefði komið, en hann neitaði, sagði að ekki væru á- stæður til að óttast um afdrif hans aö svo komnu. Þá var skorað á norsku stjórnina, er varð vel viö þeiin tilmælum, en varö síðbúin. Fyrir þeim leiðangri var lautinant Lutzow Holm. Átti hann að fara fram með ísbreiðunni norður af Spitzbergen, og var kominn þangað, er hann mætti Amundsen. Varð þar mikill fagn- aðarfundur, gengu þeir félagar allir um borö á skipi Holms, er hélt rak. leiðis til baka aftur til King’s Bay. Saga þeirra félaga af ferðalaginu norður er líkust æfintýri. Amund- sen Ieggur af stað norður 21. maí á tveimur loftförum. Sex eru þeir í förinni, allir vanir sjóferðum og svaðilförum. Gekk ferðin vel norð- ur. Rvergi var land að sjá, en ís. þök svo langt sem augað eygði. F.r þeir áttu um 120 ntílur eftir að sjálfu heimskautinu, bilaði vélin í öðru loft- farinu. Urðu þeir þá aö létta flug- inu og var vandinn stærstur að finna svo stóra vök, að drekar þeirra gætu sezt. Ofan á borgarísinn var ekki unt að setjast. Þó hepnaðist þeim þetta. En eigi voru þeir fyr seztir en skipin bæöi festi í ís. Sáu þeir þegar að fyrir þeim myndi dveljast um hríð, svo að þeir kæmust eigi fljótlega til baka aftur. Tóku þeir þá það ráð að spara við sig mat svo sem þeir gátu, til þess að treyna vistir sín ar sem lengst. St'örfuðu þeir nú að því að gera við bilaða lóftfarið, en eigi gátu þeir komið vélinní til, enda þraut þá og líka gasoita, svo að eigi var nóg fyrir báðar vélarnar. Réðu þeir þá það af, að sýsla eigi meira að því skipinu sem bilað var, en reyna að komast með hitt til baka aftur. En sú var þrautin erfiðust að losa það úr ísnum. Áhöld höfðu þeir fá með sér. Urðu þeir því að nota beltishnífa sína til þess að pjakka sig lausa úr ísnum og segir Amundsen að það hafi ver. ið sú stærsta þrekraun, er hann hafi í komist á öllum stnum norðurferð- um. Þar sem skipið sat, var um 1200 faðma dýpi. Loks fengu þeir þo los. að sig, en þá var eftir að komast a stað og hefja drekann til flugs. Eftir ísnum var ekki unt að renna honum, nema með því að slétta fyrir, en það kostaði margra daga erfiöi, með þeim tækjum, sem þeir höfðu. Vortt þeir þá og orðnir matarlausir. En fremur en að gefast upp, tóku þeir til þessara starfa og hepnaðist það, svo að þeir komust af stað aftur, eft- ir að hafa setið þarna í 26 daga. Þykir Amundsen hafa vaxið mjög at ferð þessari, sem eðlilegt er, og myndu fáir hafa leikið það eftir hon_ um, sem hann gerði. • Hefir hann og löngum lánsmaður verið. Er þetta þriðja glæfraförin, sem hann hefir ráðist í um æfina. Fyrst er förin til suðurheimskautsins 1912, er hann kom á suðurpólinn, þá ferðin norðan við Ameríku, er hann fann segulpól- in, og svo þessi. Á engu þessara ferðalaga hefir honum hlekst að nittn, og aldrei mist af sér mann, hversu óvænlega, sem virzt hefir við- horfa. Hann er nú 55 ára að aldri, en að öllu hinn ótrauðasti. Þess hef- ir hann látið getið, að ekki muni hann láta sitja \-ið svobúið, heldur skreppa norður aftur og sækja skip sitt, og koma þá við á norðurpólnum, ef lánið leyfir. Er óskandi að hon. ttm auðnist þáð. Hafa þá norrænar þjóðar fyrstar kannað öll endimörk jarðar og bugaö elda og ísa og allar torfærur, er á veginum hafa veriö. Má með sanni segja, að ófwirsynju hafi þær eigi dreymt um afl og hreysti Þórs, eða afrek Þorvaldar víðförla. ----------x--------- Skemtiferð til| ? Grand Beach. SUNNUDAGASKÓLA SAM- BANDSSAFNAÐAR. Á sunnudaginn kemur 28. þ. m., hefir sunnudagsskóli Sambandssafn- aðar ákveðiö aö fara norður til Grand Beach, austan Winnipegvatns. og halda þar hiö venjulega skólaloka- “Picnic” sitt. Svo er til ætlast að öll börn, að einhverju leyti tilheyr. andi söfnuðinum, taki þátt í þessari skemtun ásamt foreldrum og öðrum aðstandendum barnanna. Var máli þessu skotið fyrir almennan safnað- arfund fyrir hálfum mánuði síðan og þá samþykt aö safnaðarfólk færi meö og að guðsþjónusta væri haldin þar noröurfrá þenna sunnudag. Þa.ð verður því engin messa í kirkjunni þetta kvöld. Lestin leggur af stað frá Union Station, kl. 11 f. h., og er nauðsyn- legt aö börnin séu komin ofan á brautarstöðina ekki seinna en kl. 10.30. Skólin hafði ákveðið að borga far_ gjald allra barna, er innrituö hafa verið við skólann, fram og til baka. En með því að það þótti skemtilegra að geta boðið öllum börnum hið sama #r með yröi í förinni, var sérstök nefnd skipuð meö kennurunum, til aö annast um ferðalagiö, og hafa nefndinni safnast nokkrir dalir í þvi augnamiði, svo að skólinn getur nú boðið öllum börnum á skólaaldri, er taka vilja þátt í ferðinni, flutning ó lo e y p i s f j i m lo g t i 1 b a k a , en þó með þeim skilmálum, að foreldrarnir fylgist með b ö r n u n u m. Kennararnir geta ekki tekið á sig þá ábyrgð að hafa gætur á börnunum á ferðalaginu og allan daginn þar neðra. Hver býr sig út með nesti, sem honum þykir þurfa, en fyrir kaffi og svaladrykkjum sén skólinn sjálfur og bollum og borðáhöldum. Fargjaldið fyrir fullorðna fram og aftur er einn dollar, en fyrir böm 50 cent á aldrinum 6—12 ára. Farmiðum veröur útbýtt meðat barnanna á járnbrautarstööinni. Samið hefir verið um sérstakan vagn í lestinni fyrir börnin og for- eldra þeirra. , Hinir venjulegu leikir '(hlaup, stökk o. s. frv.) fara fram að loknu borðhaldi. » Gert er ráð fyrir að lestin haldi til baka aftur kl. 8 e. h. frá Grand Beach, og verður þá komið inn á stöðina hér í bænum um kl. hálf-tíu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.