Heimskringla - 24.06.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.06.1925, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HJCIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JÚNÍ, 1925. A iæknisheimilinu. — E F T I R — GRACE S. RICHMOND. Jóhannes Vigfússon þýddi. “Þú ert í chiffonkjól með opnu há?lsmáli á samkomum — er það ekki? Er það betur við- eigandi en bómullarkjóllinn minn?” “Þú veizt ofurvel mismuninn; en þú ert ó- möguleg í dag, og nú verð eg að fara að halda áfram með undirbúning ferðarinnar. Við dvelj- um eina viku í París á heimleiðinni, og þaðan ætla eg að koma með þann yndisíegasta spari- kjól handa þér, sem þér gagnar ekkert að mót- mæla, eg geri það samt.” “Eg mótmæli því ekki,” sagði Charlotte og kysti hana. “Láttu hann vera bláan — og svo þarf að vera ofurlítið af silfri á« honum. Þegar eg verð í honum, hugsa eg um þig með ósegjan- legu þakklæti.” “Það er þá afráðið,” sagði Ellen og gekk brosandi í burtu. Fám dögum síðar fóru þau Red og Ellen. “Munið það, að James Macauley hefir lofað að vera yður sem bróðir í fjarveru minni,” sagði Burns. “Arthur Chester krefst þess að mega vera það líka,” bætti hann við, þegar þau komu til að kveðja, og þrýsti hendi hennar. “Og Cynthíu þykir vænt um, að þú leyfir henni að aðstoða þig,” sagði Ellen. Burns bað um leyfi að mega kyssa frú Chase, og hún brosti ánægð, þegar hann kysti kinn hennar. “Gætið vel að Ellen — hún er þess verð,” sagði hún. “Það finn eg betur með hverjum degi, sem líður, frú Chase. Eg skal gæta hennar,” svaraði hann. Og svo fóru þau. Þegar þau voru nýfarin, féll hinn fyrsti snjór, en stormurinn, sem Ellen talaði um, kom ekki fyr en í febrúar. En það var líka voðalegur bylur. “Við ætlum að sýna yður, til hvers við dug- um hérna,” sagði James, er rutt hafði sér braut í gegnum snjóinn eitt kvöld, þegar bylurinn hafði staðið yfir í heilan sólarhring. “Marta sendi mig hingað til að vita, hvort nógur matur væiri í húsinu?” “Við höfðum ekki búist við jafn-langvarandi umsátri, og eg ætlaði að fara yfir til ykkar á morgun og síma. Þetta er stórkostlegur kaf- aldsbylur. Mér finst það vera gaman, því þetta er í fyrsta sinni, sem eg kynnist slíkum bil. Biðjið drengina að koma hingað og byggja snjó- víggirðingar fyrir mig.” “Þeir koma, þegar óveðrið hættir. Það er gagnslaust að víggirða með snjó núna.” “Og eg, sem hugsaði mér að fara út og leika við þá.” “Ekki í þessum kjól, vona eg,” sagði James. “Eg skil ekki, hvers vegna kvenfólk er í svo skjól litlum fötum í kuldanum. Og hér er heldur ekki mikill hiti í stofunni.” “Nei, stofan er lengi að hitna í slíkum stormi,” sagði Charlotte. Hann gekk að glugganum, sem talsverðan súg lagði um. “Það er engin furða, þó hér sé kalt,” sagði hann. “Eg skal sækja gluggalista og negla þá tasta.” “Góði Macauley, ómakið yður ekki með það; eg skal troða bómull í rifurnar, og það gerir sama gagn. En viljið þér gera svo vel og síma kaupmanninum og biðja um þetta handa mér?” Hann tók blaðið, sem hún rétti honum, og leit á það. “Þér verðið að biðja um meira en þetta,” sagði hann, en þegar hún brosti áAi þess að svara, roðnaði hann og stamaði: “Afsakið, eg mundi ekki, að þið eruð aðeins tvær. En það er samt sem áður hyggilegra að biðja um helm- Ingi meira. Hafið þér gleymt að biðja um kjöt?” “Ömmu líka eggin betur,” sagði Charlotte og roðnaði. “Eg vil fara að yðar ráðum og biðja um helmingi meira, en það er alt, sem við get- um geymt í litla eldhúsinu okkar.” “Eg vona að þér séuð ekki reiðar við mig,” sagði James. “Eg met mikils vinsemd yðar,” svaraði Char- lotte. “Mér þykir vænt um það. • Nú verð eg að fara. Eg skal senda drengina hingað til að moka. götu.” Hann hvarf; stormurinn hélt áfram og dreng- irnir komu ekki. Enda var gagnslaust að moka, eins og veðrið var. Fá«einar stundir svaf Charlotte mjög órólega, en vaknaði svo við það, að húsið skalf, og varð mjög hrædd. Hún fann ískaldan loftstraum koma til sín frá herbergi ömmu sinnar; spratt á fætur og hljóp þangað. Hún varð strax vör við snjó á gólfinu, og vissi að glugginn hlaut að vera opinn. Án þess að hugsa um sjálfa sig, hljóp hún að rúmi ömmu sinnar, en rasaði á leiðinni um glugg ann, tók hann upp og reyndi að láta hann á sinn stað, en gat ekki fest hann, og sneri sér því að rúminu. Hún tók upp litlu persónuna ásamt rúmföt- unum og bar hana inn í sitt eigið herbergi. Hún lagði hana ofan á beddann og breiddi ofan á hana ábreiður og sjöl, og læsti svo dyrunum. Og hún flýtti sér í fötin sín, þar eð hún skalf af kulda. “Mér fanst eg frjósa í draumi, Charlotte,” sagði hún kveinandi. “Hvað er að?” “Nú er alt gott, amma — þú ert í mínu her- bergi, og þér skal strax hlýna.” Hún hljóp ofan í eldhúsið, hitaði vatn og bjó til sterkan drykk, sem hún bar upp ásamt fóta- vermi. Þegar amma hennar hafði neytt drykkj- arins, varð hún rólegri, og bjó sem bezt um ömmu sína. Hún kveikti í ofninum í dagstof- unn, sótti rúm ömmu sinnar upp og lét það hjá ofninum. Svo bar hún ömmu sína ofan ásamt rúm- fötunum, og var það allþung byrði. Engan grun hafði amma hennar um, hve kvíðandi Charlotte var hennar vegna. “Þú verður að festa gluggann aftur í glugga- kistunni, góða mín,” sagði Amma hennar. “Þetta hlýtur að vera ofsarok, eg fann rúmið hristast. Hérna niðri er miklu kyrlátara.” “Já, amma. Reyndu nú að sofna.” Charlotte lét meiri við í ofninn, og sat við hann það sem eftir var næturinnar, því amma hennar sofnaði svo að segja strax. Charlotte fann, að hún hafði orðið innkulsa, en amma hennar var með frískasta móti, þegar hún vakn- aði um morguninn. Charlotte fékk trésmið næsta morgunn, til þess að láta gluggann á sinn stað aftur, og um kvöldið vildi amma hennar endilega fara upp á sitt herbergi, svo Charlotte varð að flytja rúmið og hana þangað aftur. “Hér hefir verið óþarflega heitt,” sagði gamla konan. “Þegar eg er háttuð, verður þú að opna gluggann ofurlítið, svo að eg fái ferskt loft inn.” “Eg varð svo hrædd í nótt, að eg vil helzt vefja utan um þig bómull,” sagði Charlotte með hásri rödd. “Þú hefir orðið innkulsa., barn. Þú verður að drekka eitthvað heitt og háJtta undireins — vilt þú lofa mér því, góða mín?” Charlotte kinkaði kolli, og bjó betur um hana en vanalega. Snjókoman var jafnmikil, en vind- inn hafði lægt. Svo gekk hún ofan aftur, því þó hún væri þreytt, langaði hana ekki til að hátta. Hún dró stól ömmu sinnar að ofninum, og lét meira elds- neyti á eldinn. Hún hafði farið í kjól úr kín- versku silki, helgar menjar liðinna daga. Hárið var fléttað og lá á bakinu, og á herðarnar hafði hún lagt hvíta sjalið hennar ömmu sinnan Gleði hennar og kjarkur, sem vinir hennar höfðu dáðst svo mikið að, höfðu yfirgefið hana þetta kvöld, þar sem hún sat og starði á eld- inn. í huga hennar léku gleðisnauðar hugsanir. Kjarkur hennar, sem hafði hjálpað henni í gegn- um svo marga örðugleika, þó að hann stundum hefði verið að því kominn að gefast upp, virtist nú vera alveg horfinn. Þó að hún segði sjálfri sér, að þetta væri afleiðing þreytunnar, var þó hugur hennar þrunginn af þjáandi sorg. Hún sat þannig heila klukkustund. Áður en hún slökti ljósið niðri, ætlaði hún að vitja um ömmu sína; hélt að hún vildi máske drekka ögn af flóaðri mjólk. Hún gekk þreytulega upp stig- ann, og súgurinn kom ljósinu til að blakta í hendi hennar. Hún laut með varkárni niður að rúminu. En hve voðalega hvítt litla andlitið var! Hafði það nokkru sinni litið þannig út? Með ósegjanlegri hræðslu flutti hún ljósið nær því---------- Hún þreifaði sig áfram ofan stigann aftur eins og blind manneskja. Þegar hún kom of- an, heyrði hún einhvern stappa snjónum af sér í sólbyrginu. Hún hljóp að dyrunum, því hún þráði nú innilega samvistir einhverrar mann- eskju. Það var barið að dyrum. Uún reyndi að opna, en gat það ekki. Þá hrópaði rödd fyrir utan dyrnar: “Gætið yðar! Eg skal hrinda hurðinni op- inni!” Hún gekk til hliðar, en hjarta hennar barðist afar hart. Hvers rödd var þetta? Þáð var auð- vitað alveg ómögulegt, en hún heyrði þann róm, sem hún þekti svo vel, og sem enginn af kunn- ingjum hennar í nágrenninu átti. Það gat ekki verið mögulegt, — það gat ekki — en---------- Hurðin opnaðist með braki, og stór snjó- haugur féll inn á eftir henni. Hár maður í stór- um frakka, hvítum frá toppi til táar, með veður- bitið brosandi andlit, stóð fyrir framan hana. * * * John Leaver sneri sér við og reyndi að loka dyrunum, en gat það ekki vegna snjóarins. “Flytjið yður ofurlítið lengra burtu,” sagði hann. “Þá vona eg að mér takist það.” Hann ýtti snjónum út með fætinum, gat svo lokað dyrunum og sneri sér við. Hann stóð kyr og horfði á þessa beinvöxnu persónu með hræðslulega svipinn; hún þrýsti höndunum að hjartanu og virtist ekki fær um að tala. “Gerði eg yður hrædda, með því að koma hingað svo óvænt á þessum tíma kvölds?” Bros- ið hvarf af vörum hans og hann horfði órólegur á hana. “Gengur nokkuð að? Hefir nokkuð skeð?” spurði hann fljótlega. Hún kinkaði kolli og starði enn á hann með vandræðasvip. “Ó, komið þér,” stundi hún; “amma er — Það er eitthvað að henni!” og hún hljóp til hans og greip hendi hans eins og barn. “Bíðið augnablik,” sagði hann, fór úr snjó- ugu kápunni og tók af sér freðnu glófana, sem hann fleygði til hliðar, og rétti henni svo hendi sína. “Nú,” sagði hann og hljóp með henni upp stigann. Þegar þau komu upp, stóð Charlotte kyr. “Þarna inni,” hvíslaði hún og lét hann fara á undan. Hann hélt hendi hennar fast, þegar hann ! gekk yfir gólfið. Tök svo ljósið af kommóðunni | og fékk Charlotte það. Slepti svo hendi hennar, laut niður að gömlu konunni og rannsakaði hana rólegur--------- Hann leiddi hana ofan stigann aftur. Hún var alveg bilnd — sá ekki annað, vissi ekki ann- að en þetta tvent — að hún hafði orðið fyrir mik iili sorg, og að hlý og sterk hendi leiddi hana. Hún hélt sér fast við þessa hendi, eins og aðeins hún gæti bjargað henni. Þegar þau voru komin að ofninum í dagstof- unni, slepti hendin henni. En hún fann sig vera tekna í faðm hans. Og unaðsblíð rödd hvíslaði: “Spurðu mig einskis, leyfðu mér aðeins að þrýsta þér að hjarta mínu, þar sem þú átt heima. Guð sendi mig til þín á þessari stundu. Mér faftst á« allri leiðinni að þú þarfnaðist mín. Eg er þinn með sál og líkama. Leyfðu mér að hjálpa ; þér, sjá um þig, eins og það væri afgert fyrir \ löngu síðan. Ó, gerðu það, elskan mín!” Hún hlustaði og lét hann gera eins og hann j vildi. Hvað sem seinna kynni að ske, þá var ekki ! um annað að gera nú. Dauðinn hafði breytt ! öllu. Hún stóð gagnvart tveimur stórum stað- reyndum — dauðanum og ástinni. Hvernig gat hún annað en verið hreinskilin gagnvart þeim báðum? Hann setti hana í hægindastólinn, lagði hvíta : sjalið betur utan um hana, knéféll við hlið henn- ar og sagði, haldandi í hendi hennar: “Eg fer nú yfir til Macauley og sendi konu j^ians til þín. Svo skulum við, hann og eg, gera það sem gera þarf, með þínu leyfi.” Hún kinkaði kolli með lokuðum augum og samanþrýstum vörum. “Þú vilt líklega helzt flytja hana til South Carolina?” “Já — — þangað sem hún var fædd.” “Við getum ekki farið fyr en storminn læg- ir. í nótt fer engin lest frá bænum, og það get- ur engin lest farið fyr en búið er að hreinsa brautina. Minni lest var seinkað um tíu stund- ir — eg hefði átt að koma hingað í morgun; annars þín vegna hefði eg viljað, að Burns og kona hans vælru komin.” “Eru þau ekki komin? — En — hvernig komst þú-------?” “Hvernig eg kom heim á undan þeim? Eg gat ekki verið kyr jafnrólegur og þau. Eg hafði átt frí alt sumarið og þráði að byrja að vinna aftur. En eg varð að koma hingað fyrst, til að vita hvernig þér liði. Og svo þarfnaðist «þú mín. i Mjér þykir vænt um, að eg kom!” Charlotte settist upp, opnaði augun og þrýsti þeirri hendi að hjartanu, sem laus var. “Ef eg hefði ekki haft ömmu mína hér, þá j — hefði hún ekki — hefði ekki —” Hún hné afturl á bak f stólnum og huldi and- litið. “Dauði hennar er því óviðkomandi, að hún j var hér. Þú annaðist um hana með öllu mögu- j legu móti. Hún var gömul — búin að lifa. Það var furða, að hún skyldi lifa jafn lengi, jafn- j óhraust og hún var.” ‘En — henni varð kalt — þetta voðalega . veður. — Glugginn fauk inn---------” Rómurinn brázt henni. Með erfiðleikum gat ! hún sagt henni, hvað skeð hafði síðustu nóttina. Hann lyfti hendi hennar að vörum sínum og sagði í undurblíðum róm: “Eg held að þetta hafi enga þýðingu. Senni- lega hefir þú vaknað, þegar glugginn fauk inn; hún hefir ef til vill legið eitt augnablik í kuld- anum. Þú gafst henni heitan drykk og gerðir hana hlýja aftur; — það varst þú, sem varðst fyrir of mikilli áreynslu, ekki hún. Red sagði j mér að hjarta henar væri mjög táplítið, og ajð það gæti bilað án allra ytri áhrifa nær sem væri. Hvers vegna syrgir þú? Þetta er mjög vægur dauði — hún hætti aðeins að draga andann, það sýnir alt ásigkomulag hennar. Hennar tími var kominn, engin sök hvílir á þér. Þú mátt trúa mér, og ásaka þig ekki einu augnabliki lengur.” Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum aft- ur; ákveðnu orðin hans hugguðu hana. “Á eg nú ekki að fara og sækja frú Macauley fyrir þig? Klukkan er næstumtíu, og það er kominn tími til að þau viti um þetta. Eg vil ekki segja meira í kvöld. Fyrir ári síðan, þá vissum við — vissum bæði, Charlotte, að við elskuðum hvort annað; það skorti aðeins, að eg hefði sagt það. Eg segi þér þetta, af því eg veit að þú veizt það eins vel og eg. Og — það sem skildi okkur þá«, er nú horfið.” Hann stóð upp ,tók kápu sína og sagði ró- legur: “Þú verður aðéins alein fáein augna- blik.” Svo fór hann. Þegar hann var farinn, grét Charlotte háum og sárum gráti. En það var aðeins stutta stund, svo stóð hún upp. Og þar eð í sama bili heyrðist fótatak úti, gekk hún að dyrunum. Þegar Marta kom inn, bar hún mikla með- aumkun með henni og reyndi að hugga hana. Charlotte var að sönnu hrygg, en hún hafði eins mikla sjálfstjórn og Mjarta, sem að sönnii var sorgbitin yfir þessum viðburði, en jafnframt mjög forvitin yfir hinni óvæntu komu Leavers, og aðeins hin tigulega framkoma Charlotte hindraði hana í að koma með óteljandi spurn- ingar. “Það er mjög heppilegt að hann er hér,” sagði f hún. “Hann getur séð um alla ferðina suður, því hann þekkir allar lestagöngur miklu betur en eg og Jim. Við verðum þér auðvitað sam- ferða, góða. Það er huggun, að Leaver verður með þér alla leið — hann er svo duglegur og reiðanlegur — hann er allur annar nú, en þegar hann kom hingað í vor. Ó, hve sorgmædd Red og Ellen verða. Red þótti svo vænt um frú Chase.” Marta var viðfeldin kona. Hún var bæði hag- sýn og umhyggjusöm. Hún fór fram í eldhúsið og kom aftur n^eð tælandi mat. Að hana furð- aði á, hve lítill matarforðinn var, nefndi hún ekki. ) “Þú verður að halda kröftum þínum við líði,” j i sagði hún, þegar Charlotte kvaðst vera lystar- laus. “Það er langt þangað til alt verður búið, vina mín. Við vitum ekki, nær við getum far- ið, eða hvort við tefjumst á leiðinni. Eg hefi heyrt, að óveðrið nái yfir allstórt svæði.” Það liðu tveir dagar þangað til þau gátu far- ið. Og á- þeim tíma gerðn nágrannar Charlotte alt sem þeir gá«tu fyrir hana. Annaðhvort Wini- fred eða Marta voru altaf hjá henni, og hún var þeim þakklát fyrir það. Leaver kom og fór og sá um alt; hann fann hana aldrei éinsamla, en ! með augnatilliti sínu og handþrýstingu talaði hann greinilegar en með orðum, um tilfinningar þeirra beggja. Við fyrstu guðsþjónustuna, sem haldin var áður en þau lögðu upp í ferðina, settist hann rólegur við hlið hennar, eins og það væri ómót- segjanleg heimild hans. Og að vita hann í ná- ' lægð sinni, var fyrir hana eins og sterkur styðj- andi armur héldi utan um hana. Þegar þau áttu að ganga út úr herberginu, tók hann hendi henn ar og hvíslaði: “Vertu kjarkgóð. Þú ert ekki einmana, eins og þú veizt.” Hún leit til hans, og mætti því tilliti, sem * kom hjarta hennar til að slá á þann hátt, sem aðeins sorgþrungið hjarta getur, þegar það skil- ur, að það er til huggun við hrygð þess. Á allri hinni löngu ferð þeirra, tók hún eftir því, hve innilega hann annaðist um hana. Þegar þau eitt sinn gengu aftur og fram á stöðvarpalli, þar sem löng bið varð, sagði hann henni frá , heimsókn sinni hjá nafnfrægum sérfræðingi f Berlin. “Eg varð svo yfirbugaður af sorg og veik- indum í fyrravor, að eg vildi helzt að mér batn- aði aldrei, og var sannfærður um, að það yrði heldur ekki. En prófessorinn sagði mér, að eg væj-i aíveg heilbrigður, bæði á sál og líkama, og ef eg tæki mér hvíld með köflum, þá« yrðL eg aldrei fyrir slíku aftur. Það var þessi fullvissa, sem kom mér til að fara heim.” “Rlig furðar, að Burns skyldi ekki líka langa til að fara heim,” sagði Chgrlotte, en hún hugs- aði ekki um Burns á þessu augnabliki. Hún vissi að Leaver sagði henni þetta, til þess að sannfæra hana um, að ekkert aðskildi þau nú. ‘Burns þarfnaðist umbreytingar; þau lifa nú hveitibrauðsdaga sína aftur.” “Það þykir mér vænt um,” sagði Charlotte. 1 Að morgni hins þriðja dags komu þau til hins ákveðna staðar, og fengu ágæltar viðtökur. “Mér þykir vænt um að vera komin hingað, þar sem vorið ríkir,” sagði Charlotte, þar sem hún stóð við gluggann hjá gestgjafa sínum, frú Catesby. ‘Eg gat ekki fengið mig til að geyma ömmu undir snjónum. Hún kunni ekki við snjó- inn, þó hún talaði aldrei um það. Eru það kame líur þarna við girðinguna. Má eg fara og tína nokkur af þeim handa ömmu?” ‘Eg hélt þér myndi^ð helzt vilja tína þær sjálf- ar, annars hefði eg klipt þær af áður en þér \ komuð. Mamma sagði mér, hve vænt frú Chase hefði þótt um hvítar kamelíur.” Frá herbergi sínu sá Leaver Charlotte ganga ofan garðstíginn með körfu í hendinni, til þesS að tína í hana hin hvítu blóm. Þegar hún sneri sér við til að fara heim að húsinu aftur, stóð hann við hlið hennar. “Nú skil eg, hvers vegna þú vildir helzt þessi blóm,” sagði hann og tók körfuna frá henni- ‘Þau eru lík hehni — fögur, hrein og björt.” “Hún elskaði þau. Hún gekk með þau í hár- inu, þegar hún var ung stúlka. Þau eru ekR1 i lyktarsterk, og þess vegna vil eg þau helzt; —' í" eg skil ekki, hvers vegna menn vilja hafa lyktar- sterk blóm hjá sínum framliðnu.” “Mig hefir líka furðað á því,” sagði Leaver- Hann leit rannsakandi augum á Charlotte. “Þd ert mjög þreytt,” sagði hann. “Ekki líkamleg3< heldur andlega. Eg vildi að eg gæti fengið þi^ til að sofa í tvær stundir, á«5ur en útförin byrj' ar.” “Eg get það ekki. En eg er hraust.” “Þú gefst ekki upp; það væri ekki líkt þér* Og í nótt skalt þú sofa, því lofa eg þér.” “Eg vildi að eg gæti það,” sagði Charlott® skjálfrödduð. Framh. \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.