Heimskringla - 24.06.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.06.1925, Blaðsíða 2
I. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 24. JÚNÍ, 1925 Kr. Ásg.'Benediktsson Þó nú séu liðnir nærfelt 6 mán- uöir síSan hinn framangreindi kvaddi þenna heim, hefir hans aö engu ver. ið getiö öSru en þeim fáu orSum, sem islenzku blöSin hér gátu um lát hans og greftrun. En meS því aS ekkja hans og aSrir vandamenn óska þess, og mér sjálfum finst aS 30 ára dvöl hans hér vestra krefjast þess, aS æfiatriöa hans sé aS einhverju getiS, biS eg, fyrir ekkjunnar hönd, Heims- kringlu um rúm fyrir eftirfarandi línur. Kristján Ásgeir Benediktsson, rit- höfundur, ættfræöingur og ljóöskáld, var fæddur aS Ási í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu 23. ágúst 1861. For- eldrar hans voru hjónin Benedikt Andrésson frá Vogum í Mýrasýslu og Sigurveig Einarsdóttir frá Hjalla í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. FöSur sinn misti Kristján, þegar hann var þriggja ára aS aldri, og ólst þá upp meS móSur sinni til fuH- orSinsára. Hún var myndarkona hin mesta og búhöldur góSur, og lét sér ant um aö hann fengi notiö þeirrar mentunar, sem alþýöufólk á þeim tímum átti völ á — bezta. ÞaS bar snemma á gáfum Kristjáns og námfýsi, svo aö auk mentunar, er hann naut í heimahéraöi, sótti hann nám á gagnfræSaskóIann á Mööru- vöLlum og útskrifaöfst þaSan áriö 1885, þá 24 ára gamall. Eftir þaö vann hann um tíma viS verzlun og síSar viö barnakenslu. ÁriS 1890 kvongaöist hann ung. frú GuSbjörgn Jónsdóttur frá VíSir- hóli á Hólsfjöllum í Þingeyjarsýslu, og áriö 1895 flutti Kristján meS móöur sítia og konu og eitt barn þeirra hjóna, til Canada, og settist aö í Wtnnipegbofg. Nokkur af fyrstu árum veru sinnar hér stundaSi Kristján aö mestu al- genga daglaunavinnu, og einnig vinnu hjá bændum, en þreyttist á því. Lík- amleg vinna var honum ógeöfeld, hugur hans allur hneigSist aS þvi hóklega, aö lesa, læra og fræöast, og til ritstarfa. ÁriS 1898 gaf hann út skáldsögu, sem hann haföi sjálfur samiö og nefndi “ValiS”, undir gervi nafninu Snær Snæland. Bók sú var allstór og seldist nokkuS, en þó síöur en þurft heföi aö vera, til þess aö útgáfan borgaöi sig. Nokkrar smá- sögur samdi hann einnig og fjölda hlaöagreina. Einna vinsælust var sagan “LjósiS í hriSinrfj”, sem út kom í Sunnanfara og fékk alment lof. Slitrings atvinnu haföi Kristján viö blaöiö Heimskringlu vim nokk- urra ára skeiö, og vann meö ritgerö- um sínum í því ekki all-lítiö aö vin. sældum blaösins. Kristján var Sex feta maSur aS hæö og þrekinn aö sama skapi, eSa betur. Hann var höföinglegur á velli, friöur sýnum og góölátlegur, go kom hvarvetna fram sem snyrti. og mentamaSur, en búhöldur var hann ekki. I þann fjórSung aldar, sem eg haföi kynni af honum, fann eg þá tvo bresti í fari hans, aö hann var þungur til vinnu og vinhneigöur. Gæflyndi hans og hugarrósemi virt- ust gera honum óljúft aS bera nokkra verulega umhyggju fyrir komandi degi, og aö sama skapi öröugt aö annast um nauösynjar fjölskyldu sinnar, eins og mér virtist aö átt heföi aö vera. En kona hans, meö óþreytandi elju, váröi kröftum sín. um ti! framfærslu barna þeirra, og sá um aö þau stunduöu skólanám. Þau Kristján og kona hans eignuö- I ust 9 börn og lifa 5 þeirra: 1. Krist. ‘ jana GuSlaug, nú gift Arthur Wood- house ábyrgöarsal^ í Winnipeg; 2. Jón, verkfræSingur, í þjónustu Can. adian National járnbrautarfélagsins í Saskatoon; 3. Sigtryggur, timbur- sali í Lucky Lake, Sask.; 4. Loes Ás. rún Damar, skrifstofustúlka í Win- nipeg, og 5. Kristín Herborg Hazel, háskólanerhi í Winnipeg. • Yfirleitt má segja aS starfsemi Kristjáns hér í landi hafi aS mestu veriö blaöamenska og ritstörf ýmis. konar. ÁriS 1917 gekk Kristján í Canada- herinn sem liösafnari í stríöinu mikla, og var í þeirri þjónustu um eins ár tíma, þar til hann varS fyrir slysi, sem olli honum sjónmissi á ööru auga, og var hann þá leystur frá herskyldu. ViS slys þetta, sem varS á öndveröu ári 1918, virtist hann missa alla starfslöngun og framsóknarþrá, og varö þaö þá aö samkomulagi meS þeim hjónum, aö bregöa húshaldi. • Þrjú af börnum þeirra voru þá oröia svo vaxin, aS þeim var fært aö vinna fyrir sér. Kristján flutti þá til Gimlibæjar og haföi aösetur hjá gestgjafa herra Jóni Þorsteinssyni og konu hans GuS rúnu Jóhannesdóttur, sem bæSi reynd ust honum traustir bjargvættir fram aö dánardægri hans. Þegar Kristján flutti til Gimli 1918, flutti kona hans meö tvær yngstu dætur þeirra hjóna til bræSra sinna Friöriks og Bene- dikts, sem báöir búa í Mozartbygö í Sasl^tchewan, og dvaldi hjá þeim um 5 ára skeiS, og þar stunduöu dæt- urnar skólanám eins og meSan þær voru í Winnipeg. í þau 6 ár, sem Kristján dvaldi á Gimli, samdi hann margar ættartölur fyrir fólk þar í héraöinu, og þá utan héraös, er þess óskuöu. Einnig gaf hann sig á síöari árum æfinnar tals- vert aö rannsóknum dularfullra fyr. irbrigSa, en ekki veit eg til aö hann ritaöi neitt um þau efni. Tvo síöustu mánuöi æfinnar var hann svo heilsulaus, aS hann gat ekki starfaö, og annaSist þá frændkona hans, Mrs. Oddný Johnson, um hann eftir þörfum. Kristján varö bráö- kvaddur þann 15. desember 1924, þá 63 ára og tæpra 4 mánaöa gamall. Kristján var hæfileikamaBur, en fjársæll ekki. Hann bjó viö fátækt æfi alla hér vestra, en Canada hefir aö því leyti auögast viö komu hans hingaö og dvöl þeirra hjóna hér, aö börn þeirra aö öll eru í bezta máta mannvænleg. Þau munu veröa móöur þeirra örugg ellistoö, og landi þessu til uppbyggingar og sjálfum sér og minningu hins látna fööur til sæmd- ar. B. L. Baldwinson. , ----------x---------- Saga Islendinga í Norður Dakota. Svo heitir rit, sem ungfrú Thor. stína S. Jackson, B. A., kennari í borginni New York, hefir samiö og í ráöi er aö gefiS sé út á þessu hausti. Saga þessi, sem nafniö ber meö sér, segir frá landnámi íslend- inga í Dakota frá 1878 til aldamóta, flytur myndir af landnemunum, í- búSarhúsum þeirra á fyrri árum o. fl. Efni bókarinnar skiftist í fjóra kafla; fyrstur er formáli höfundar- ins, er lýsir tildrögum bókarinnar og heimildum, næst kemur inngangur, saminn af dr. Vilhjálmi Stefánssyni, norSurfaranum fræga; þá sagan sjálf er segir frá landnámum, búnaöarhátt um fyrri ára, félagslífi nýlendu- manna, þátttöku þeirra í opinberum störfum og mentamálum, meö fleiru. Fylgir kafla þessum útdráttur úr dagbókum, bréfwm, kirkjubókum og öörum heimildarskjölum frá þess- um árum.. SiSasti og fjóröi kafl- inn er æfisöguágrip 400 landnema. I honum eru um 150 myndir, auk upp- dráttar af íslenzku bygöinni, sem saminn hefir veriS eftir fyrirsögn höfundarins af ungfrú Gladys Mc- Nair, yfirumsjónarkonu viö landa- bréfateiknun viö Rockefeller Insti- tute of Social and Religious Research í New York. I bókinni veröur enn. fremur teikning eftir listmálarann góökunna Emile Walters, af fyrsta í- búöarhúsi bygöarinnar. Svo er til ætlast, aö rit þetta veröi prentaö á mjög vönduSum pappír og allur frágangur veröi hinn vandaö- asti. BoSsbréf hafa veriö send út Miss THORSTINA S. JACKSON aö ritinu og hvarvetna vel tekiö, eft- ir því sem heyrst hefir. DakotabygSin er ein af * hinum fcrnu fjórum höfuöbygöum Islend. inga hér í álfu, en hinar eru, sem kunnugt er, Nýja Island, Winnipeg og Minneota. Völdust þangaö snemma margir hinna ágætustu manna, og var svo alment taliö um eitt skeiö, aö hún væri framfaramesta og fram- takssamasta íslenzka nýlendan vest- an hafsins. Margir meöal hinna fyrstu landnámsmanna voru alkunn- ir drengskapar. og gáfumenn — al- kunnir innan þeirra héraSa, er þeir komu frá á íslandi. Gat því eigi hjá því fariö, aS fjör og framsókn auö- kendi bygöarlagiö fram yfir önnur á hinum fyrri árum. Fjöldi þessara manna eru nú gengir undir græna torfu, en eitthvaS mun þó lifa af orS_ um þeirra og athöfnum. MeSa! þeirra, sem farnir eru og “fjörlausn þola”, veröa minnisstæöastir Brynj- ólfur Brynjólfsson frá SkeggstöSum í Húnaþingi og synir hans Skafti og Magnús, þá voru og þeir Björn Hall- dórsson frá Úlfsstööum í Loömund. arfiröi, ólafur Ólafsson frá Espihóli í EyjafirSi, Björn Pétursson alþing- ismaöur frá HallfreSarstöSum í Noröur.Múlasýslu, Eggert Magnús. son Vatnsdal, frá Skáleyjum á Breiöa firSi, séra Páll Þorláksson frá Stóru- Tjörnum í Þingeyjarsýslu, séra Fr. J. Bergmann frá Syöra-Laugalandi í EyjafirSi, Moritz læknir Halldórsson frá Reykjavík, Björn F. (Jósafats. son) Walters frá Gili í Svartárdal, Jóhann P. Hallsson frá Egg í Hegra- nesi, Daniel Grimsson Laxdal frá Akureyri, og svo ótal margir fleiri, aS naumast veröur sagt, hvar nema skuli staöar. Nokkrir eru enn á lífi, hinna fyrstu manna, úr þessum hópi, og nægir þar aS nefna Stephan G. Stephansson og Jónas (Hallgrímsson) Hall. En eigi er tilgangurinn meö þess. um oröum aö rifja upp söguna, en eins og einhversstaöar stendur i HyndluljóSum: “Þeir voru gumnar, goöum signaöir”, er eigi unt aö minn. ast svo á þessa bygö, til forna, aö þeirra sé eigi getiö. MeSal hinna yngri manna, er þar hafa alist upp — alt frá landnámsárum bygöarinnar, skipa margir hin æöri sætin í þjóS- lífi Banadríkjanna, og þar á meöal má telja Gísla lækni Gíslason1 i Grand Forks, Sveinbjörn Johnson dómara viö yfirréttinn í Dakota, GuSmund Grímsson héraSslögmann í Langdon og dr. Vilhjálm Stefánsson noröur. fara. AllmikiS er færst í fang viö aö! rita sögu þessarar bygöar, en til þess hefir ungfrú Thorstína Jackson ýmiskonar skilyröi, aö leysa þaö verk vel af hendi. Hún er fædd og uppalin í bygöinni, prýSilega skýr og vel aö sér, gædd óbilandi starfsþreki og samvizkusemi. Var faöir hennar, Þorleifur heitinn Jóakimsson, meö minnugustu mönnum, greindur og glöggur á forn fræSi. Eftir hann eru þrjú rit á prenti um landnám Nýja íslands. Mun þaö nú aöallega hafa vakaö fyrir dóttur hans, aS fullkomna þessi rit föSur síns meö sögu þess. ari, sem hann haföi þegar safnaö nokkru til. Ungfrú Thorstína Jackson hefir eigi á síSari árum dvaliö nema ör- lítiS meöal Islendinga. Dvaldi hún nú fyrir nokkrum árum um alllangt skeiö á Frakklandi, og starfaöi þar á meöal þess fólks, er landflótta hafSi fariS undan herfylkingunum á meS. an á ófriönum mikla stóö, og beiö þess aö geta flutt til Ameríku. Þar kyntist hún dr. Chauncey W. Good- rich, er þá var prestur viS amerísku kirkjuna (The American Church) í París, en er nú skrifari “The Fed- erated Council of Churches” í Banda ríkjunum. Segir hann um hana í bréfi, dagsettu 12. marz 1925, í til- efni af því aö hún þá sótti um'styrk til Rockefeller stofnunarinnar í New York til söguraniígókna: “Mér er ánægja aö bera vitni úm hæfileika og kosti ungfrú Jackson, er eg hafSi tækifæri til aö kynnast meöan eg var prestur viS amerísku kirkjuna í Par. ís. ÞaS var á árunum 1920 og 1921. Hún hélt stööu, hjá Kristilegu félagi ungra kvenna, sem leiöbeinandi út- flytjenda, sem safnast höföu til borg. arinnar. Á þeim árum komu hóparn- ir hvaöanæfa, frá hinum herpíndu löndum Evrópu, er komast vildit til Bandaríkjanna áöur en hin svonefndu innflutningslög gengu í gildi. — Þrengslin og fátæktin bæSi i París og hafnarbæjunum keyröu svo úr hófi, aö ofvaxiö virtist öllum mann. legum krafti aö ráöa, þar bót á. At- orka og dugnaöur ungfrú Jackson, samfara nærgætni hennar fyrir nauö. synjum þessa ólánssama fólks, voru aödáunarverg í alla staSi.” Margir fleiri mæltu meö umsókn hennar, meöal hinna nafntoguöustu manna, og fórust orö á líkan hátt og dr. Goodrich. I tölu þeirra voru, dr. Vilhjálmur Stefánsson og dr. Harry E. Simonds yfirumsjónarmaöur The International House i New York. — Treysta má þvi, aö eigi muni hún leggja minni1 alúö viö söguritun þessa en hin önnur störf sín, er hún hefir af hendi leyst meS fullri sæmd og prýSi. Þá má og telja þaö víst líka, aS riti hennar verSi vel tekiö. Fyrir útkomu þess mundi greitt, ef sem flestir skrifuöu sig fyrir því meöan boösbréfin eru í höndum útsölu- mannanna. R. P. ----------x------------- Um tilang heimsins og lífsins. i. Heimurinn er tilraun guös til aö skapa sér líkama. Og þaö er erfiö tilraun. Því aö efniö, sem guö ætlar aS gera sér af líkama, er möguleiki alls hins illa. AS snúa þeirri tegund eSa þeim möguleika um til fullkomn- unar, breyta hinu alilla í hiS algóöa, þaö er tilgangurinn meö heiminum. Og svo erfitt er þetta verk, aS til þess aS koma því fram, varö guö aS fyrir- fara sér (sbr. orSin um lambiS, sem slátraS var frá upphafi veraldar). GuS steypti sér niöur í ófullkomnun- ina og geröi úr sér möguleika alls hins góöa. Og nú berjast í heiminum þessar tvær veröimegundir, hins illa og hins góöa. Þar sem hiö illa hefir betur, ræöur helstefnan, en lifsstefn- an þar sem hiö góöa sigrar. II. Svo erfitt er {jetta verk, aS viö sjálft hefir legiö aö helstefnan mundi sigra. Og ef svo yröi, þá mundi allur heimurinn hrynja og leysast sundur « sínar frumagnir. Hinn stórgáfaöi frakkneski eSlisfræSingur Gustave le- Bon hefir einhverntíma látiö í ljós þá skoöun, aS svo mundi geta fariö. Og svo hefir áöur oröiö, því aö þetta er ekki fyrsti heimurinn, sem skapaSur er. Indversk heimspeki hefir vitaö þett^, því hún talar um pralaya, þá öld, er öll hin mikla smiS hafi rofin veriö, og enginn heimur er til, og manvantara, þegar heimurinn er skap aöur. Og einnig í vorum fornu fræö um kemur fram mjög merkilegur grunur um, aö.heimurinn hafi skap- aöur veriö upp úr öSrum eldra heimi. (Sagan um Ymi og Burs syni). Sam- bandiS milli indverskrar og grískrar heimspeki mun vera á þá leiö, aö þaS sem hin gríska speki (Platón) kall ar hypodokhe eöa dekhomene, hæfi- leikinn til aö taka viö hleöslu frá uppsprettu kraftarins, er þaö sem eft- ir veröur, þegar heimurinn hefir rof- inn veriS. III. Þá verSur fyrir þessi stórkostlega spurning: Vegna hvers þurfti hin mikla smiS aö rjúfast? Og í því efni getur islenzk heimspeki bætt ver’ulega viö þær kenningar, sem áSur hafa til veriS. HeimssmíSin strandaöi á þvi, aS þaö varö altaf einhver útjaöar, þar sem vizkunni varö ekki komiö fiam. Á þessum útjaöri vitheims tókst ekki aö uppgötva undirstööu. lögmál lífsins, menn vissu aldrei af Iífinu á öörum stjörnum og samband- inu viö þaö. í staöinn fyrir sanna líffræöi og -heimsfræöi, höfSu menn vef af ýmiskonar misskilningi. Menn héldu aö guðirnir ættu heima uppi á fjöllum eða utan á þessari himin- hvelfingu, sem þeir hugöu vera. — Seinna gerSu þeir sér hugmyndir um eitthvert ósýnilegt, yfirnáttúrlegt og meö öllu óskiljanlegt framhaldslif, eða þá þeir héldu að engar æðri ver- ur væru til, og ekkert fræmhald lífs. ins. MeS slíku lokuöu þeir úti allan skilning á tilgangi heimsins og lífs- ins, og gátu ekki fengiö hiö nauð- synlega samband vð hinar æöri ver- ur. Stefna hinnar vaxandi þjáning. ar réði, hinir illu möguleikar uröu aö veruleika á ávalt stórkostlegri hátt, unz heimurinn varö aS rjúfast. En svo mjög sem nú syrtir aö, þá má þc segja þaö fyrir, aö heimurinn mun ekki aö þessu sinni rofinn verða. — Loksins er fariö að birta svo til á út- jaðri vitheims, aö vér getum séS, hvernig stefna skal. Og þaS mun sjást, aö þaö var í þágu alls mann- kyns, sem fariö var foröum aö byggja eyland, sem seinna varS nærri óbyggilegt. Qg hvenær sem menn vilja gefa gaum aS oröum mínum eins og þarf, mun verða upphaf þeirra tíöinda, er slík hafa aldrei orS- iö áöur. En sé einhver, sem finnur ekki kraft sannleikans í þessum orö. um, þá er þar, vægast talaö, um sljó- leik aö ræöa, sem fyr eða síöar mun reynast háskalegur. f Helgi Pjeturss. —Lögrétta. ----------x----------- “Skýzí þó skýr þykist”. Málsháttur þessi datt mér í hug, þegar eg las æfisögu B. heitins Grön- dals (Dægradvöl). Sumt af mann. lýsingum i þeirri bók er þann veg fariö, aS höfundurinn hefir ekki gætt þess, aö meS þeim hefir hann kastaS þeim skugga á sjálfan sig látinn, í hug sumra manna, sem þektu ýmsa þá menn, sem þar er lýst, aö gáfur hans og fjölhæfni megna ekki aS afmá hann. Fyrir þessu er einföld ástæða, hún er sú, aö maðurinn' segir svo ósatt. Og það er raunalegt, að þurfa aö gefa þá yfirlýsingu um látinn nafn- frægan mann, að margar mannlýs. ingar hans eru talandi tákn um óráð- vanda lyndiseinkunn. ÞaS sem kemur mér til að skrifa þessar Jinur, eru hrakyrSi í nefndri bók um norölenzkan prest, Sigurgeir Jakobsson á Grund í EyjafirSi, dá- inn 1887. Þegar eg las ummæli B. Gröndals um hann, varS eg meira undrandi en eg hefi orðið viS nokk- urn lestur, og hefi eg þó variS öllum stundum til lesturs, sem afgangs hafa orðiS lífsönnum. AnnaSl atriði undraSist gg jafn. hliSa; þaS er það, aS tengdasonur B. G skyldi voga aö gefa út slíkan hrak dóm aS óreyndu máli. Varöar slíkt viö lög í brezka veld- inu og þykir ófær skortur á siSmenn. ingu. Lýsing B. G. á sr. S. J. er einhver sú illvígasta mannlýsing, sem nokk- urntíma hefir veriö gefin út á prenti. B. G. segir aS sr. S. J. hafi veriS illmenni og illfygli. Háttvirtum höf. Dægradvalar nægir ekki illmenni, elns og flestir hafa gert sig ánægða meö um verstu menn, heldur verSur hann aS bæta viS illfygli, til frekari áréttingar!! B. G. segir, aö ’sagt hafi veriö, aS sr. S. J. hafi drepiS mann, sem þó muni vera ósatt. Samt var um aö gera aS láta manndrápsumsognina standa og verða lesna að sér látnum. Og tengdasonur hans var heldur ekki nógu siSfágaður maður til þess aö strika hana út. B. G. segir aö S. J. hafi veriö drykkjumaöur. Ekki hávær viS drykkju, en ónotalegur og illur, þar sem hann þorði. Seinast klykkir B. G. út með því, aö sr. S. J. hafi verið rekinn frá prestsskap fyúir njorSan, meö ein- hverjum ósköpum, en sóknarbörn hans hafi beSiö honum vægöar. — Þar skilur hann við þenna mann, sem hann hafSi sagt alt ilt um, en ekkert gott, og ræöst á safnaöarfólk hans- meS nokkrum fáryröum, þess efnis, aö það, að biöja slíkum presti vægðar, sýni hversu mildir andlegir umskift- ingar þaS hafi veriS. * * * Eg ólst upp í nágrenni við séra S. J. og var fermdur af honum. Og eg þekti hann svo vel, og á honum svo mikiö að þakka sem kennara, aS eg finn mig knúðan til þess aS mótmæla áburði B. G. og lýsa því yfir með góöri samvizku, aS allar ásakanir hans á sr. S. J., að því undanskildu aö hann var drykkfeldur, eru hreirti og bein ósannihdi. Skal eg meö . nokkrum orðum leitast viö aS færa ástæöur fyrir máli mínu. Og þó aS mér sé þaö vel ljqst, hversu langt bil er á milli okkar B. sál. Gröndals, hvaS frægö og gáfur snertir, erum viö báöir jafnir fyrir lögum konungs þess, sem heitir sann. leikur, En þaS eru þau lög, sem B. G. hefir brotiö á löngu dánum manni. En réttlætingu gagnvart þeim lögum þarf hver maður aS fá, lífs eöa liö- inn. Séra* Sigurgeir Jakobsson var góS- menni viö alla sér minni menn, og vinsæll af alþýöu manna. En hann var óvæginn og meinyrtur viS svo- kallaða heldri menn, einkum viö öl. Embættismannahrokann þoldi hann iila, sem á þeim dögum óð uppi í aL mætti sínu — og reyndar gerir enn — enda er sú ófreskja einna svart- asti blettur á menningu hvaöa „Iands ■ sem er, meöan hún er ekki kveðira niöur. ' Séra S. J. kunni ekki þá lúalegu aS_ ferð aS koma sér í mjúkinn hjá em- bættismannaklíkunni, en gefa smæl- ingjunum jafnhliSa olnbogaskot, sem jafnan fer saman. — Enda varS hann aö reyna þaö á efri árum, þrotinn aö heilsu, að sjá sundin lokast fyrir sér, þar sem honum verri menn flutu í gegn án alls ámælis, Sr. S. J. var góður ræöumaSur og ágætis söngmaöur. Svo vel upp- fræddi hann börn, aö séra Pétur Pét. ursson biskup lýsti því yfir í vísi- tazíuferö, aö hvergi hefði hann próf_ aö börn, sem voru eins vel uppfrædcf. Sr. Jónas Jónasson á Hrafnagilí sagði í líkræðu eftir hann, aS meö honum félli í valinn einn af læröustra prestum landsins. í trúmálum mun hann hafa verið á undan sinni samtíS. HafSi víS- sýnni skoðanir og frjálslyndari, þá aö dult færi, því aö hahn var bund- inn stöSu sinni, enda var hann sonur einhvers fyrsta Únítara á NorSur- landi, Jakobs á BreiSumýri. DrykkjumaSur var sr. S. J., þvi dettur mér ekki í hug aS neita. I því eina atriöi er eg sammála B. G. af öllu því, sem hann segir um þenna mann. En um þaS má segja eins og abbadísin sagöi foröum viS nunn_ una: “Allar erum viS syndugar syst- ur”. — Mikill fjöldi af prestum og öörum embættismönnum drukku á þeim árum, og B. Gröndal líka. Þegar sr. S. J. var vikiö frá em_ bætti eftir 27 ára prestþjónustu, hafa mótstööumenn hans notaS drykk- feldni hans sem ástæöu. Var mál það svo illræmt og óhreint frá hlið óvina hans, aö út í þaö verður ekki fariS hér, — enda mér ekki nógu kunnugt ti' þess. En stutta sögu ætla eg aö segja, sem snertir þetta mál óbeint. — Varpar hún hliöstæSu Ijósi á mál- ið — svo aö glögt auga getur lesið á milli línanna. Einn atkvæöamesti mótstöSúmaöur séra S. J. fékk ilt í þrjá fingur, eftir aS þeir unnu mál- iö. Einn af vinum prests mætti þess- um manní, og voru honum þá fing_ urnir aumir. MaSurinn,' sagði -f— “Þetta voru fingurnir, sem þú réttir ttpp, þegar þú sórslt rangan eiS á móti séra Sigurgeiri.” Jón Ólafsson rithöfundur og skáld skrifaði blaðagrein um þetta mál þess efnis: Hlvers vegna veriS væri að 'eggJa þenna prest í einelti. SpurSi, hvort hann væri sá eini syndugi í Galileu, þegar flestallir prestar drykkju og sumir meira. Páll Árdal skáld, sem var ferming- arbarn sr. S. J., skrifaöi einnig haröa ádeilugrein um þetta mál í blaS, sem gefiS var út á Akureyri. Set eg þetta hér til marks um það, aS mætir gáfumenn stóöu við hlið þessa ofsótta manns, sem B. Gröndal kastar þó þyngsta steininum aS, löngu eftir aS ofsóknum annara manna linti, og hann haföi legiS mörg ár r gröf sinni. —

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.