Heimskringla - 09.09.1925, Side 4

Heimskringla - 09.09.1925, Side 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 9. SEPTEMBER 1925. ...... " Hdmskríngla < StofnnQ 1886) Keaiar (It A hverjnm mltlTlkadeffL EIGENDUR i VIKING PRESS, LTD. 853 o* 855 SAKGEXT AVB., WINNIPEG. Talilml: N-6537 VertJ blaBslns er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PHJESS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. V’tnnftnkrlft (II blattilnR: THB VIKING I'ItESS* I.td., Box 3105 l'tnnAwkrlft tll rllHtjftrnna: BDITOIt IIEIXSKItlNGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is publlshed by The Vlklnc: Prewn Ltd. and printed by CITY PRINTING <t I'UBMSHINO CO. 853-855 Sarcrent Ave., Wlnnlpegr, Man. Telephone: N 6537 ^ " ' .........................' .....----- WINNIPEG, MAN., 9. SEPTEMBER 1925 Sir Adam Beck. Aðfaranótt sunhudagsins 16. ágúst, lézt Sir Adam Beck, að heimili sínu í London í Ontariofylki. í>ar hneig mæringur til moldar, og meiri þjóðþrifamaður en aðrir menn í Canada um hans daga. Hann var höfði hærri en alt fólkið, einn af fáum í ver- öldinni svo vaxinn. Framkvæmdaþrek hans var jafnöflugt og hugsjónir hans voru glæsilegar. Slíkum mönnum er þarflaust að reisa minnisvarða úr málmi eða steini. Sir Ad- am Beck reisti sér tröllaukinn minnis- varða með þjóðnýtingu Niagara-rafvirkj- unarinnar. Aðeins 19 ár eru liðin síðan Sir Adam Beck lagði fyrir Ontarioþingið frumvarp til laga um að koma á fót rafvirkjun með vatnsorku frá Niagara, og skyldi það fyrirtæki vera fylkiseign. Margir höfðu megnustu ótrú á þessu fyrirtæki. Þó var hann skipaður formaður rafvirkjunar- nefndarinnar í Ontario, og trúað fyrir því að hefjast handa. En Whitney for- sætjisráðherra bað hann þess lengstra orða, að fara ekki ógætilega; muna það, að 6,000,000 dalir væri það ítrasta, sem stjórnin gæti hugsað sér að leggja af mörkum til þessa fyrirtækis, er margir héldu að myndi hjaðna sem loftbóla. Árið 1910 lét Ontario Hydro-Electric tíu sveitarfélögum raforku í té. Nú fá 386 sveitarfélög raforku til allra hluta hjá þessu mikla fyrirta^ki. Miljónirnar sex eru orðnar að $286,000,000 höfuðstól, og Ontariofylki á langstærstu rafvirkjun í veröldinni. Mikið er að koma þessu í verk á 19 ár- um. Slíku afkasta ekki aðrir en afburða- menn að dugnaði og hagsýni, enda þótt engri verulegri mótstöðu sé að mæta. En hér mun hafa verið alt öðru máli að gegna. Víða í heiminum eru menn lítt trúaðir á samvinnu stétta á meðal í þjóð- félaginu, og eru þó næg dæmi og degin- um ljósari, um yfirburði þeirrar stefnuj ef menn nentu að kynna sér sum, eins og t. d. samvinnu bænda í Danmörku, eða að skilja önnur, eins og t. d. “trust’‘-sam- vinnuna í Bandaríkjunum. Enn færri eru trúaðir á ríkisrekstur, en á samvinnu, sem staðbundnari er. Hér í Canada er tala þeirra manna ekki geysi há. Og því síður mun hún hafa verið það fyrir 20 árum. Því má geta nærri, að skilningarvit • margra hafi verið frekar sljó í fyrstu á sýnir draumamanns- ins. Og enn fleiri hafa verið efablandn- ir. Og þegar svo við bætist sá harð- snúni hópur manna, sem af síngirni eru andstæðir ríkisrekstri, þá er það engin spaks geta, að kalt hafi andað að ný- græðingnum í skjóli Sir Adams Beck. Enda segja kunnug blöð, nú, er hann er látinn, mikið um þá andúð, er Ontario Hydro-EIectric hefir mætt. Það hefir verið reynt að draga fyrirtækið inn í stjórnmál; það hefir á margvíslegan hátt verið reynt að hamla þroska þess, af inn- lendum mönnum, og stóreignafélög í Bandaríkjunum hafa reynt að hnekkja því, með aðstoð hinnar miklu lærdóms- stofnunar í Washington: The Smithson- ian Institute. En svo var mikið stórsýni Sir Adam Beck’s, trú hans, kjarkur og hagvirkni, að hann fékk öllum árásum hrundið. — Hann sannaði að þjóðeign er þjóðheill. Hann sannaði í verkinu tilgátu ýmissa mestu hagfræðinga veraldarinnar, að þjóðræksla getur verið mikilvirk, hagvirk og ágóðavænleg. Og með líferni sínu og starfi sannaði hann, að menn geta verið jafn hagsýnir, dyggir og fram- kvæmdarsamir í þjónustu hins opinbera, eins og þegar menn vinna sér sjálfum. Og um þetta síðasttalda atriði er ekki minst vert hér í Ameríku, þar 'sem svo margir eru vantrúaðir á það, að æðri starfsmenn hins opinbera hlynni ekki að minsta kosti eins vel að sínum eigin hag og þeirra stofnana, er þeir veita forstöðu. Þegar æfisaga Sir Adam Beck’s verð- ur skráð, er sennilegt að menn lesi hana, sem sé hún svipuð æfisögum fjölda margra |annara sjálfsdáðamanna, t. d. John D. Rockefeller. En þar er sá mun- ur, og þeim mun betri og merkari borgari er Sir Adam Beck, að hann notar ekki framkvæmdaþrek sitt, hagsýni og hug- myndaflug, til þess að raka fé að sjálf- um sér. Hann var iðnrekandi í London, Ont- ario, bjó til spónfjalir og vindlakassa, og hafði ekki mikið um sig. En hann sá að iðnrekstri og framtíð Ontariofylkis stóð hætta af því að vera háð kolaframleiðslu í Bandaríkjunum. Hann sá að hjá því var hægt að komast með aðstoð “hvítu” kolanna, heljarafls- ins í flugfalli Niagara-fóssins. En reynsla hans og þekking hafa sannfært hann um það, að raforkan, þessi almenna nauð- synjavara, var ekki vel komin í höndum stórgróðamanna, brezkra, canadískra eða i amerískra. Hér var um almenningsheill að tefla. Og stórgróðamenn gætu ekki nefnst því nafni, eins og það nú er skili* ef þeir væru sífelt á verði um almenn- ingsheill. Sir Adam Beck hefði getað rakað miljónum í sinn vasa, og fárra ann- ara manna, ef hann hefði breytt sam- kvæmt síngirni, en ekki sannfæringu. En hann áleit að þetta fyrirtæki ætti að vera almenningseign; ætti að vera þjónustu- andi almennings, en ekki Aladdinslampi sérdrægra einstaklinga. Það er vert að geta þess, að þessi ágæti talsmaður þjóðeignar; skotspónn margra auðvaldsmanna, taldi sig hvorki td verkamanna eða jafnaðarmanna. Hann sat á fylkisþingi í mörg ár, sem íbalds- maður (conservative). Glæsileg sönnun þess, að mann ber að dæma samkværnt verkum, en ekki játningu. Nú spyr eng- inn eftir því, hvaða flokki Jón Sigurðsson eða Abraham Lincoln hafi verið áhang- andi. Og það er ekki nóg, í þessu landi. frekar en. annarsstaðar, að kallast frj ils- lyndur, til þess að vera meiri umbóta- maður en aðrir menn. Það er um að gera að vera það. Sir Adam Beck verður aldrei mældur á flokks-alin. Hann var Gulliver í Puta- landi aðgerðalítils fiokkarígs. Við hugs- unina um æfistarf hans koma manni ó- sjálfrátt í hug orðin sem Tegnér leggur Sandels í munn um Svein Dúfu: “Þetta er að kunna vel til vígs og vera lands síns hnoss.” Kirkjuvígsla í Árnesi Sunnudaginn 23. f. m. var hin nýja kirkja Sambandssafnaðar í Árnesi í Nýja Islandi vígð. Hefir söfnuðurinn komið kirkju þessari upp á þessu vori og má það þakka dugnaði prestsins, séra Eyjólfs J. Melan, og forstöðunefndarinnar. Húsið er mjög myndarlegt, rúmar milli 150— 200 manns, mun það eins dæmi í sðgu íslenzkra safnaða hér, að kirkja þessi var skuldlaus um leið og henni var lokið. Hefir safnaðarfólk lagt þar vel af mörk- um. Má meðal annars geta þess að hr. Sigurjón Jónsson í Odda, gaf lóðina, sem kirkjan stendur á, auk þess sem félags- menn aðrir lögðu til álitlegar fjárupp- hæðir. Vígsluhátíðin byrjaði kl. 2. e. h.. Séra Rögnv. Pétursson frá Winnipeg flutti vígsluræðuna, en séra Eyjólfur J. Melan stýrði guðsþjónustunni, óg lýsti vígslu Séra Magnús J. Skaptason flutti bless- unarorðin við messulok. Að lokinni vígsluathöfninni var öllum gestum safnaðarins boðið til snæðings. Borð voru reist sunnan við kirkjuna og sezt til kvöldverðar þar undir berum h»mni. Veðui var hið fegursta alt ti! kvölds. Yfir tvö hundruð manns voru þarna saman komnir, frá Winnipeg, Hnausum, Gimli og íslenóingafijóti. Hjartanlega óskar Heimskringla söfn- uðinum til hamingju með hina nýju kirkju sína, og alla framtíðarstarfsemi. RæÖa flutt af hr. Stcphcn Thorson, í hciðurssamsœti fyrir Einar H. Kvaran rithöfund, og frú Gíslínu Gísladóttur Kvaran. Herra forseti! Kæru heiöursgestir. Háttvirta samkoma ! Þig hafið öll heyrt nefndan brag; bæjarbrag, sveitarbrag, sýslttbrag, sem ’ gat orðið þjóðerni. Þessi heimilisbragur myndaðist vanalega þannig, að einhver af heimilismönnum hafði það vald eða áhrif, á hitt heimilisfólkið, að það hegðaði sér eftir hans vilja. Eg þekti t. d. eitt heimili á Alftanesi í Gullbringusýslu, þar sem hirðusemi og reglusemi var sérstakur bæjarbragur. Þar var margt heintilisfólk, og enn fleiri sjómenn, á vetrar- og vorvertíðunt. Og það vildi oft bregða við, að sjómenn væru hirðulausir, sumir hverjir, með afla, veiðarfæri eða sjóklæði. En húsbónd- inn á þessu heimili var framúrskarandi reglu- og hirðuntaður. Og ef hann leit einhversstaðar snærisspotta, sjóvetling eða þorskhaus, þar sent hann áleit að þessi hlutur ætti ekki að vera, þá linti hann ekki láturn, fyrri en hann fann eig- andann að þessum hlutum og setti svo duglega of- an í við hann fyrir hirðuleysið, að eigandinn kauj það helzt, að slíkt kæmi ekki fyrir affur. í einu orði sagt, hver maður, sem komst á þetta heim- ili, varð hirðumaður,' í skemri eða lengri tíma. Þessi bær hét HJið, og var ýmist kallað Kristjáns- Hlið eða Stóra-Hlið, og húsbóndinn var Kristján Matthíassen. Svo þekti eg heimili upp til Hreppa. Það heimili var ekki að neinu leyti frábrugðið öðr- um heiniilum í hreppnum, svo sögur fari af. Þangað vistaðist einu sinni unglingspiltur, bezta vinnuhjú, duglegur til verka, lagvirkur og lund- góður, en hann hafði einn ókost eða kost, hvort sem þið viljið kalla það: hann var hæðinn með afbrigðum. Hann byrjaði strax að hæða heim- ilisfólkið, hÚ9bændur og vinnuhjú. Það kunni því fremur illa fyrst, en þegar hann fór að hæða alla aðra, sem komu; prestinn og konu hans, hreppstjórann og konu hans, beiningamanninn og förukerlinguna, þá fór það að sætta sig við það, og leið ekki á löngt/J unz alt heimilisfólkið var orðið jafnhæðið honum. Unglingspiltur á næsta bæ Iagði mikið lag sitt við þenna mann. Hann lærði fljótt af honurn hæðnina, og kendi hana heimilisfólkinu á sínum bæ. Þessi .piltur átti unnustu á þriðja heimilinu; hann gerði hana hæðna, hún gerði alt heitnilisfólkið á sínum bæ hæðið. Þarna voru þrjú heimili í sveitinni, hvert hjá öðru, þar sem hæðni varð heimilis- bragur, og óvíst hvað það hefði farið langt, ef önnur atrjði hefðu ekki unnið þar með. Á þessuni sögum getum við séð, hversu mikil áhrif eipn maður getur haft. Það gat enginn komist í námunda við Kristján Matthíassen á Stóra-Hliði, án þess að verða reglumaður, og enginn gat komist í kynni við þenna hæðna mann, án þess að verða hæðinn. Líklegast er það, að engin persóna sé að öllu leyti áhrifalaus á aðra. En það er mjog mis- munandi, hvað menn eru áhrifamiklir og á- hrifagóðir. Eg hygg að! áihrifastraumar frá hverjum einstakling séu aðallega þrennskonar. Fyrst, hin persónulegu áhrif. Þau eru oft djúp, og oft hulin almenningi. Annar áhrifastraum- urinn er það, sem um þá er sagt; og þriðji á- hrifastraumurinn er það, sem þeir hafa sagt eða gert. Eg veit ekki, hvort þarf að koma með dæmi. Þó vil eg geta þess, að allir þessir áhrifa- straumar munu hafa runnið frá persónunni Jesú frá Nazareth. Persónulega hefir hann verið á- hrifamikill; sama gegnir um það, sem um hann hefir verið sagt, og eins það, sem hann sagði sjálfur. Öðru máli er að gegna með Pál frá Tarsus. Mér er ekki kunnugt, að það, sem um hann hefir verið sagt, hafi haft nein sérstök áhrif á heiminn. Aftur hafa persónuleg áhrif hans verið afarmikil, og vafasamt, hvort nokkur rit eins manns hafi haft meiri áhrif á heiminn, en þau, er Pál! hefir ritað. Þetta niinnir mig á einn íslenzkan mann, sem mér er ekki kunnugt um, að hafi haft nein sér- stök persónuleg áhrif, og ekki heldur, að það, sem um hann hefir verið sagt, hafi haft nein sérstök áhrif; en liklega hefir sá maður haft meiri áhrif á íslenzka þjóð, með þvi sem hann sagði, en nokkur annar maður, síðastliðin 250 ár. Það er sálmaskáldið, séra Hallgrímur Pét- ursson. Ahrifin, sem Passíusálmarnir hafa haft á íslenzka þjóð, stafa ekki eingöngu frá því, sem sagt er í þeini, heldur líka, eða máske meira af þvi, hvernig það er sagt. Tveir prestar hafa lagt út Passíusálmana í lesmál. Mér vitanlega hafa þær bækur ekki verið gefnar út, néma einu sinni. En Passíusálmana er búið að gefa út oftar en þrjátíu sinnum. Og vegna hvers? Vegna þess, að það er andrikur skáldskapur. En það er enginn skáldskapur í Pislarþönkunum eða Vig- fúsarhugvekjum, og því hafa þær ekki verið gefnar út nema einu sinni. Þetta leiðir oss til að álíta, að skáldin séu áhrifamestu niennirnir, enda vitum við það, að svo er meðal okkar Islendinga. Eggert Ólafsson, Jónas Hallgrimsson og fleiri, sem eg hefi ekki tíma til þess að telja upp, hafa haft feikilega mikil áhrif, hæði með þvi að hreinsa málið, auka fegurð, og með ýmsu öðru. Vegna þess að eg hefi ennþá aðeins talið upp ljói|skáld, er ekki óliklegt, að þpð imyndið ykkur, að eg áliti þau áhrifa- mestu skáldin. Samt er því ekki svo varið. Skáldskapur er á ýmsa !und. Mertn eru tónskáld, Ijóðskáld, leik- ritaskáld og sagnaskáld. Eg hygg að hinn síðasttaldi skáldaflokkur sé á- hrifamestur. Eg bið ykkur að hneykslast ekki á því, sem eg segi næst, nefnilega þvi, að hinn mesti kennimaður heimsins kendi mikið með skáldsögum. Dæmisögur eru ekki annað en skáldsögur, og góðar skáld- sögur ekki annað en dæmisögur. En eins og það er sannleikur, að enginn gat verið til heimilis hjá Kristjáni á Stóra-Hliði, án þess að verða fyrir áhrifum hans, og enginn gat verið samferða hæðna manninum, nema að verða einnig fyrir áhrifum hans, eins er það einnig sannleikur, að þær per- sónur, sem skáldin leiða fram á sjónarsviðið i sögum sínum, hafa lika áhrif á Iesandann og áheyrand- ann. Hvort áhrif sögunnar verða góð, eða gagnstætt, er að öllu leyti komið undir því, af hverjum sagan er, og hvernig hún er sögð. í hinu mesta söguskáldverki, sem heimurinn hefir eignast, “Auðnuleysingjarnir”, eftir franska söguskáldið Victor Hugo, byrjar höfundurinn á því, að leiða tvo menn fram á sjónarsviðið: biskupinn Myriel og galeiðuþrælinn Jean Valjean, mjög göfuga “char- acters’’. Sagan er aðallega af gal- eiðuþrælnum, en aðeins fyrsti kafl- inn segir frá biskupnum, sem hefir einhvern fegursta “character”, sem hægt er að hugsa sér. Þegar fyrsta kaflanum er lokið, er biskupinn nefndur á nafn aðeins þrisvar eða fjórum sinnum í allri bókinni. En sögninni um hann í 1. kapítulanum, er þrykt svo djúpt inn i huga lesand- ans, að hann yfirgefur hann aldrei, alt að enda bókarinnar, eða sú var mín reynsla. Mér er óhætt að full- yrða, að eg hefi Iesið “Auðnuleys- ingjana” eftir Victor H'ugo, að minsta kosti fjórum sinnum oftar en nokkra bók, sem eg hefi átt, og bisk- upinn Myriel fylgdi mér altaf. Hann var með mér í veitingakránni hjá Mr. og Mrs. Thénardier, og hann fylgdi mér inn til ræningj^nna, sem voru t félagi með Boulatrelle; hann fylgdi niér um galeiðurnar i Toulon, inn í réttarsalinn i Arras, og um saur- rennurnar í Paris. — Svo skal eg taka dænii af ann- ari sögu, sem fer í gagnstæða átt. Þið kannist flest við söguna “Sælir eru einfaldir”, eftir Gunnar Gunnars- son. Sagan byrjar á að segja frá göfugmenni, Grími lækni Elliða- grinii, en lesandinn finnur undireins að sagan er ckki af honum. Þegar lesandinn hefir lokið við tvær eða þrjár blaðsíður, þá finnur hann að sækir að honum. Og það er ill að- sókn. Hann finnur, að aðsóknin er á undan varmenni. Og varmennið kernur í persónu Páls Einarssonar. Og sagan er af honum Páli Einars- syni. Undireins og hann er leiddur frani á sviðið t sögunni, þá festir hann sig svo á lesandanum, að hann getur ekki losast við hann söguna á enda. Eg skal henda á aðra íslenzka skáldsögu. Saga, sem hefir verið í taisverðu afhaldi meðal íslendinga, bæði vegna þess að hún er vel sögð, og ekki síður vegna hins, að hún er ein af elztu skáldsögunum, sem við eigum. Það er “Maður og kona”, eftir Jón Thoroddsen. Sagan er ckki af Hlíðarhjónunum, eða af Sig- rúnu fósturdóttur þeirra, og ekki heldur af honum Þórarni. Sagan er af honunt séra Sigvalda, og séra Sig- valdi fylgir lesandanum söguna á enda. Hvorum flokknum tilheyra nú sög- ur heiðursgestsins okkar, hr. Einars Kvarans? Það er takmarkaður tími, sem eg hefi hér í kvöld, svo eg hlýt að minnast aðeins á fáar. Og er þá fyrst að minnast á “Ofurefli” og “Gull”. Sagan er ekki af honum Þorhirni Ölafsisyni kaupmanni, eða af honum Ásgrimi Bjarnasyni. Sag- an er af honum séra Þorvaldi og Ragnhildi dóniaradóttur; af haráttu þeirra; af þolgæði þeirra, hugrekki og sigri. Ihugum “Sambýli”. Sag- an er ekki af “hákarlinunt”. Hún er af frú Finndal, lækninum og “Lilla bróður”. Og ekki má gleyma “Sögum Rannveigar”. Rannveig er með göfuglyndustu manneskjum, sem hægt er að hugsa sér. Það má jafna henni við biskupinn Myriel í DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. “Auðnuleysingjunum”. Hvort hald- ið þið nú að sé hollara, að vera í félagsskap með biskupnum Myriel, galeiðuþrælnum Jean Valjean, séra Þorvaldi og Ragnhildi dómaradóttur, frú Finndal, lækninum, “Liila bróður” og Rannveigu, eða með honum Páli Einarssyni og séra Sigvalda? Eg læt ykkur svara því. Þið svarið því fyrir ykkur sjálf. Það er ekki sízt fyrir hinn innilega hlýleik, sem kemur frani í öllum sög- um herra Einars Kvaran, að sögur hans eru svo hugnæmar. Eg veit það ekki; enginn hefir sagt mér það; en grun hefi eg um það, að hann hafi » hyggju rita eina stóra skáldsögu enn. Það er ósk okkar allra og von, að honum megi endast aldur til þess að rita þær margar. En hvaða áhrifum hefir hr. Ein- ar Kvaran orðið fyrir, að þessi htý- leiki og innileiki gengur sem rauður þráður í gegnum atlar sögur hans? — Það er mér ekkert leyndarmál. Á einum stað í “Sögum Rannveigar” talar hr. Kvaran um haustsálir og vorsálir. Eins og það er eitthvert hið ömurlegasta hlutskifti nokkurs manns eða konu, að búa með haust- sálum, eins er það Iíka það ákjósan- legasta, sem til er í þessum .heimi, að búa með vorsálum. Þeir, sem eru svo óhamingjusamir, að vera bundn- ir norðan undir klakaþúfu mestan hluta æfi sinnar, þeim verður kalt. Og ef hin andlega næring þeirra er mestmegnis hrím, þá verða þeir að hrimþursuni. Þeir sem sitja sunnan undir sólarbrekku jafnlangan tíma, og það enda þótt sólarbrekkan sé ekki sérlega gróðurrík, þeir verða Ijóss- ins börn. Þeir sem búa með haust- sálum, verða svartálfar. Þeir sem búa með vorsálum, verða Ijósálfar. Hr. Einar H. Kvaran hefir orðiS 'fyrir því láni að búa með vorsál^ Við eigum allir að heiðra og tigna vor- sálirnar og lúta þeim. Það eru þær, sem færa yl og ljós og líf inn í heiminn. í þetta sinn ætla eg að lúta einni: þeirri vorsál, sem skapaði ekki úr engu, heldur úr afbragðsgóðu efni, er hún skapaði úr efasemdar- manninum — og mér liggur við að halda, vantrúarmanninum — hr. Ein- ari Hjörleifssyni, sem þá var ritstjóri Lögbergs i Winnipeg, einn hinn feg- ursta Ijósálf íslenzkra bókmenta: hr. Einar H. Kvaran. Þessari vorsál, vorsálinni hans Einars Kvaran, ætla eg nú að lúta. ---------x--------- Skilnaðarræfia flutt af séra Rögih’. Péturssyni, í kvcðjusamsecti cr þcim var haldið, Einari H. Kvaran rithöfundi og konu hans frú Gislínu, 31. f. m. Kæru heiðursgestir! Hr. forseti, háttv. samkoma I Eg tel mér það sæmd og góðvilja- vott af hálfu nefndarinnar, sem fyrir samkomu þessari stendur, að vera beðinn að segja nokkur orð við þetta tækifæri, — að leggja til fáein orð í kveðjuna til vina vorra, heiðurs- gestanna, sem á förum eru nú heim til ættjarðarinnar, eftir fárra mán- aða ferðalag á meðal vor. En hver þau orð eiga að vera, gegnir aftur öðru máli, því hvorki er eg kunnáttu- maður né fróður, þó forseti vildí hálfvegis gefa það í skyn. Hið fornkveðna mælir, “at sumr sé sæll af fé ærnu ok sumr af verkum

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.