Heimskringla - 30.09.1925, Page 4
4. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 30. SEPT., 1925.
i
Hetmskringla
(StofnuTt 1886)
Kenor flt A hverjnm mltJvlkudegrl.
EIGENDUH s
VIKING PRESS, LTD.
853 o* 855 SARGEST AVE., ’VVINNIPEO.
TmImíkiiI: N-6537
Ver« blaSsins er $3.00 AÍgangurinn borg-
lst fyrlrfram. Allar. borganir sendist
THE VIKING PHE6S LTD.
6IGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjóri.
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
ItnnAskrlft tll blnUnlna:
TfHE TIKING PRESS, Ltd^ Box 8105
ItnnAMkrlft til rltMtjflranM:
EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105
WINNIPEG, MAN.
“Heimskringla is pnblished by
The VI k I n cr Prena Ltd.
and printed by
CITY PRINTING <fc PUBLISHING CO.
853-855 Saraent Ave., Wlnnlpefx, Man.
Telephone: N 6537
WINNIPEG, MAN., 30. SEPT. 1925.
Til íslendinga.
1 fyrradag tilkynti mentamáladeild
þessa fylkis mér bréflega, að framvegis
yrði íslenzka viðurkend sem námsgreín í
gagnfræðaskólum fylkisins, fyrir þá sem
innritast í “Combined Course”, og nema
þar tvö tungumál auk enskunnar. Velji
þeir fyrst latínu, frönsku, þýzku eða
grísku, er þeim leyft að lesa íslenzku og
taka próf í henni, en ekki er þeim leyft
að velja íslenzkuna eina, auk enskunnar.
Gildir þetta því fyrir þá aðeins, sem læra
tvö útlend tungumál.
Um leið áskilur mentamáladeildin sér
rétt til að setja árlega próf í íslenzku fyr-
ir 11. bekk. Geta því íslenzkir nemendur
lesið mál feðra sinna á hvaða gagnfræða-
skóla í fylkinu sem er, ef skilyrðin fyrir
þeirri fræðslu eru þar fyrir hendi. Og
eigi fæ eg betur séð en að íslendingum
ætti að vera innan handar að sjá um þau
skilyrði í bygðum sínum, þar sem gagn-
fræðask’ólar eru á annað borð, hirði þeir
um að viðhalda hér móðurmáli sínu.
Úrslit þessi eru árangur af viðtali við
mentamáladeildina síðastliðið vor. Séra
A. E. Kristjánsson, sem þá var forseti
Djóðræknisfélagsins, bað um það viðtals-
leyfi, og var það veitt. Auk hans mættu
fjórir aðrir prestar: séra Rúnólfur Mar-
teinsson, séra Rögnv. Pétursson, séra
Ragnar E. Kvaran og eg.
Eg hefi ritað deildinni bréf, viðurkent
að hafa veitt bréfi hennar móttöku, og
þakkað efni þess fyrir hönd okkar fimm-
menninganna, og íslenzkrar þjóðar. Enda
eru úrslit þess eins góð og hægt var
frekast að búast við.
Eftir þetta verður mentuðum íslending
um naumast vansalaust að kunna ekki
íslenzka tungu.
Eg hefi ennfremur beðið bæði háskól-
ann og mentamáladeildina að veljK einni
mann eða fleiri til að semja námsskrá í
íslenzku, fyrir bekki gagnfræðaskólanna.
Verður það að sjálfsögðu gert þessa
næstu daga. Lofast eg til að birta náms-
skrá þá í íslenzku blöðunum, ef það verð'
ur leyft mér, og tel eg engan vafa á því.
Hvað á að gera næst? Eigum við ekki
að reyna að fá háBkólann til að setja
fastan prófessor í íslenzku og öðrum nor-
rænum fræðum, þó það kosti ef til vill
mikið fé? Væri það ekki hæfilegur bauta-
steinn landnemanna gömlu?
Winnipeg 28. sept. 1925.
H. J. Leo.
* * *
Detta hljóta að vera miklar gleðifregn-
ir hverjum íslenzkum manni, bæði fyrir
hönd ætternis síns, og arfs, og engu síður
fyrir hönd þessa fylkis og lands, því ekki
getur mertningu landsins stafað annað
en heill af þessari fyrirskipan mentamála-
deildarinnar. Hvaðan ættu fræðimenn um
norrænar bókmentir að koma engilsax'
neskum þjóðum fremur en frá Canada?
Heiður og þakkir ber að gjalda Þjóð'
ræknisfélaginu, og þá sérstaklega fyrver-
andi forseta þess, séra Albert E. Kristjáns
syni, fyrir framkvæmdir f þessu máli;
•.íömuleiðis þeim mönnum, er með honurn
gengu fyrir mentamálanefndina.
Vel má vera, að til séu enn þeir fslend-
ingar hér meðal vor, er eigi fá skilið, eða
réttara sagt, ómögulega vilja skilja það,
að það sé nokkurs um vert fyrir íslend-
inga, að fást við þjóðræknisstarfsemi.
Þó væri málske ekki óhugsandi, að ein-
hverra augu hafi nú opnastf fyrir því, að
það er tæplega vansalaust, að fólk af ís'
lenzku bergi brotið standi utan þess fé-
lagsskapar. En svð er sagt, áð til séu
einstakir íslendingar svo gerðir, að þeim
finnist frekar lítið varið í, þótt menningu
þeirra hlotnist svo veglegar viðurkenn-
ingar. Þeim fer líkt og griðkonunni, er
sannfærðist því betur um það sem hún
virti gíraffann lengur fyrir sér, “að slfk
dýr væru ekki til”.
Maðurinn og Málefnið
Ritstjóri Lögbergs finnur ástæðu til
þess að taka upp þykkjuna fyrir Mr. King,
út af yfirliti því, er Heimskringla flutti
lesendum sínum 16. þ. m.
Vér sögðum að Mr. King hefði sára-
litlu áorkað um helztu velferðarmál þjóð-
arinnar, sumstaðar engu, þrátt fyrir al-
gerðan meirihluta að baki sér í neðri mál'
stofunni, og tilstyrk bændaflokksins, þar
að auki; oftast að mestu leyti, stundum
algerlega. Vér mintumst aðallega á að-
gerðaleysi hans um samgöngur og flutn-
ingagjöld, fólksflutninga, tollmál og öld-
ungaráð.
Ritstjóra Lögbergs finst þessi ummæli
ósönn, og að þau hljóti að stafa af þekk-
ingarskorti eða þá af hlutdrægni.
Vér fáum ekki skilið hvernig ritstjór-
inn kemst að þeirri niðurstöðu. Hann
tekur til athugunar öll þessi atriði, að
undanskildum fólksinnflutningum. Hann
gerir það í því skyni, að reyna að færa
sönnur á það, að stjómin hafi miklu áork
að, en eins og við er að búast, tekst hon'
um aðeins að sanna vort mál: að hann
liafi litlu eða engu áofkað.
Þetta er nú raunar lýðum ljóst. Og
greinin í Heimskringlu var auðvitað ekki
sett fram, sem einhver spánný uppgötv-
un, hel^ur aðeins er hún samandregið yf-
irlit yfir það helzta, sem sléttufylkjabúar
höfðu ástæðu til að halda, að King-stjórn
in myndi reyna að framkvæma, sam-
kvæmt stefnuskránni 1921, og sömuleið-
is það sem hún hefði átt að reyna að
framkvæma, hefði hún haft bæði alvöru
og dug til að bera.
Það er eiginlega óþarfi að fjölyrða um
þetta. íslendingar hér, sem nokkuð fylgj"
ast með stjórnmálum, lesa sjáflfsagt lang-
flestir eitthvað af enskum blöðum, auk
íslenzku blaðanna. Þó skulum vér sýna
fram á, í sem styztu máli, hve magnlaus-
ar athugasemdir ritsjtjóra Lögbergs eru,
hans málstað, en styrkja aftur vorn, og
sömuleiðis, að þær eru, sumar hverjar að
minsta kosti, ærið út í höttinn talaðar;
svo að menn hljóta að efast um að hann
hafi aftur farið yfir það, sem hann ^hefir
skrifað.
Áður en, ritstjórinn kemur að þeim mál
um, er vér mintumst á, skýrir hann frá
því, hve verzlunarhagnaðurinn hafi auk-
ist í tíð núverandi stjórnar, og endar með
því að segja, að breytingar þær til batn-
aðar, sem orðið hafi á fjármálunum á
þessum fjórum stjórnarárum King’s, “eigi
ekki sinn líka í sögu þjóðarinnar.”
Hér er nú ekki verið að skafa heiður-
inn af Mr. King! En vitanlega liggur verzl-
unarhagnaðurinn í batnandi viðskifta-
kjörum, eftir því sem landið er að smá-
rísa úr þeim voðalega bylgjudal, sem það,
eins og öll önnur lönd, komst í, þegar eft-
ir ófriðinn mikla. Flest önnur lönd heims-
ins hafa nákvæmlega sömu sögu að segja
að þessu leyti, á þessum árum, og hafa
þó engan Meighen haft til að steypa sér
í ógæfuna, eða nokkum King, til að rétta
sig við aftur. , Meiri menn en þeir herrar
báðir, hafa verið sem áhrifalaus peð, í
því fimbultafli, sem eftir reitum hefir
runnið á skákborði veraldarinnar síðan
að friður var saminn í Versölum síðast.
Þá kemur að því að svara þarf Heims'
kringlu.
Ritstjórinn játar, að langt sé frá*) að
Hudsonsflóabrautinni hafi farnast eins
vel á síðastliðnum fjórum árum, eins og
vér Vesturfylkjabúar höfum þráð”.*)
Þetta er nákvæmlega vor skoðun á mál
inu. Vér höfum engu gleymt um ástand
brautarinnar, er Mr. King settist að völd-
um, né heldur viðgerðunum. En þær við-
gerðir ber nú fyrst og fremst að þakka
framsóknarflokknum. Og í öðru lagi er
það svo lítils vert, að halda brautinni við, |
að nafninu; í samanburði við það, að
ljúka við hana, að tæplega er að nokkru
hafandi til málsbóta. Vér erum ekki að
verja Mr. Meighen, en vér erum að ásaka
Mr. King fyrir það, að ljúka ek/ci þessu j
mesta þjóðþrifafyrirtæki Canada, sem oss í
minnir, að ekki hefði kostað nema tæpa
$10,00CT,000, og hafa þó algerðan meiri-
hluta Cþinginu, og þar að auki bænda-
flokkinn óskiftan að baki. — Fjárskorti
var viðbrugðið, þrátt fyrir allan verzlun'
ararðinn!
Fyrst og fremst er Canada ekki svo illa
statt fjárhagslega, að slík ástæða sé nokk
*) Auðkent af oss.
urs verð. En þótt brautin hefði kostað
50 miljónir, og Canada verið svo blá-
snautt, að stjórnin hefði þurft að ganga
bónleiðir fyrir hvers manns kné, til þess
að lána þær 50 miljónir, þá hefði hún ver
ið skyld að gera það; ekki einungis fyrir
velferð sléttufylkjanna, heldur og vegna
þess, að í arðvænlegra fyrirtæki hefði
hún ekki getað rent $50,000,000.
Ritstjóranum þykir næsta einkennilegt
að segja um Crow’s Nest Pass samning-
inn, að hann sé “ormafæða”, af því að
samningur, sem aðeins sé orð og hugs-
anir, aldrei geti orðið það. Þó rennir
hann grun í að vér munum hafa átt við
að hann væri “orpinn moldu o. s. frv.”
Þetta er gersamlega réttur skilningur á
meiningu vorri. Vér fáum einungis ekki
séð, hvernig í dauðanum er hægt að
verpa moldu orð og hugsanir, ef þau ekki *
geta orðið ormafæða. Vér höfum aldrei
hugsað oss þá hluti úr járni eða stáli. —
Ummæli vor um það, að “North Atlan-
tic” skáki enn í hróksvaldi almættisins,
telur ritstjórinn sönn og ekki sönn, og
bætir við: “Á það víst að skiljast svo, að
King-stjórnin hafi ekkert gert til að bæta
úr því vandræðaástandi”.
Nei, það á ekki að skiljast öðruvísi en
það er ritað. Vér höfum enga tilhneig-
Jngu til þess að draga það af Mr. King,
sem oss finst viðurkenningarvert, og það
má segja, að samningatilraunir hans við
Sir William Petersen væru; lét Heims'
kringla það greinilega í Ijós meðan á þeim
tilraunum stóð, enda þótt vafi geti á því
leikið, hvort ekki voru til aðrar leiðir
jafnheppilegar. Spurning er og, hvort
stjórnin hefði ei getað gengið skjótara og
rösklegar «til verks, svo að samningurinn
hefði verið fullgerður áiður en Sir Wil-
liam Petersen lézt. En við því slysi gat
auðvitað enginn maður séð. —
Þá kemur að tollmálunum. Þar mun
ritstjóra Lögbergs hafa fundist, að vér
höfum hitt Akkillesarhæl Mr. Kings, þar
sem sagt er: “Tollar hafa lækkað svo að
ómerkilegt er að mestu”.
Þessi ummæli telur ritstjórinn “í fylsta
máta ósanngjörn, svo ekki sé frekar til
orða tekið”.
Svo kemur röksemdafærsla ritstjórans
fyrir þessari ályktun sinni, einhver alira
einkennilegasta röksemdafærsla, er vér
minnumst að hafa séð. Hún er á'þessa
leið:
“Auðvitað er auðvelt að samsinna því,
að tollar í Canada séu mikiis til of háir.
En það er með tollana eins og íslenzka
málsháttinn: “Kaupmaður vill sigla, en
byr hlýtur að ráða”. Hin fastákveðnu út'
gjöld þjóðarinnar eru mikil, og einhvern
veginn verður að mæta þeim, og aðferð-
in, sem til þess hefir verið notuð, eru
tollar. En þrátt fyrir þau miklu útgjöld
og þungu skattabyrðar, hefir Kingstjórn-
in fært niður skatta að miklum mun.
Árið 1920—21 varð hver maður, kona
og barn, að borga skatt til Dominion-
stjórnarinnar, sem nam $41.99 á mann.
En árið 1924—25 var sá skattur kominn
ofan í $31.38 á mann. Eða á því tíma-
bili — stjórnartímabili Mackenzie Kings
— voru skattar lækkaðir um $10.61 á
hverju mannsbarni í landinu. Þetta er
að vísu ekki eins mikil lækkun á tollun-
um og æskilegt væri, en hún er meira en
“ómerkileg, því enn borga nú í dag $3.00
í skatt, þar sem þeir borguðu $4.00 í
stjórnartíð Meighens.”
Vér höfum auðkent hér, það sem auð-
kent er í þessum málsgreinum.
Vér erum algerlega forviða á því, að
nokkur maður, sem lætur sig stjórnmál
og þjóðfélagsmál einhverju varða, skuli
geta vaðið svo hroðalega reyk í þeim, að
blanda saman tollum og sköttum, eins
og þáð væri sami hluturinn. Að geta lát-
ið jafnhroðalega hugsunarvillu frá sér
fara og þessa: að það, að skattar hafi
verið lækkaðir, sé að vísu ekki eins mikil
lækkun á tollunum, og æskilegt sé, en
þó meira en “ómerkiieg”!
Annaðhvort er, að þetta hefir komið
alveg óafvitandi úr pennanum, og ekki
verið nánar athugað, ellegar þá að hér
er víssvitandi verið að reyna að kasta ryki
í augu manna, þótt ófimlega sé það gert;
því ómögulegt er að fá sig til þess að
skilja, að maður, er tekur þátt í opinber-
um málum, skilji annaðhvort ekki mun'
inn á tollum og sköttum, eða beinlínis
þýðingu þessara orða.
Vér mintumst alls ekkert á skatta, eins
og sjá má. Vér skulum gera grein fyrir
því að tollar, sem var aðalkosningaagnið
1921, hafi sáralítið lækkað. Almenning-
ur veit þetta. Þó skulu hér færðar fram
sannanir.
Fyrstu þrjú árin lætur Mr. King tollana
að heita má gersamlega afskiftalausa.
Væri tollur lækkaður eitthvað ofurlítið á
einni vöru, var hann hækkaður á annari,
svo að jöfnu nam.
Það er fyrst síðasta árið,
kosningaárið, að svolítið miðar
í áttina, og þó óverulega. Helzt
munar á vélum, og ýmsum land
búnaðartækjum og meðölumu •
Þar er tollurinn færður niður
úr 10—32^% í 6—20%. Eina
undantekningin er áburður,
sem nú er tolJfrjáls. Tolllækk-
un á frönskum vínum tekur
varla að nefna.
En styzt og glöggvast yfirlit
yfir hina “ekki ómerkilegu” toll
lækkun Kingstjórnarinnar fæst
með því að bera saman hlut-
fallið milli verðsins á innfluttri
vöru og tolltekna, fyrir og eftir
tilkomu Kingstjórnarinnar. Ár-
ið 1919 flytur Canada alls inn
vörur fyrir $919,711,705, en toll
t’ekjur eru það ár $147,172,630.
Árið 1923 nema innfluttar vör-
ur $802,565,043, en tolltekjur
eru það ár $118,056.469. Þetta
er sama sem að segja að með-
altollur á öllum innfluttum vör-
um árið 1919 er 16%, en 15%
árið 1923. Það er nú allur
munurinn; einn af hundraði!
Og það án þess að tekið er til
lit til þess, að aðeins 15,6% af
aðfluttum vörum 1919 eru lág"
tollavörur, en 29% 1923.
Hvernig getur nú lágtolla-
manni, eins og ritstjóri Lög-
bergs vill vera, fundist önnur
eins frammistaða og þetta, á
fjórum árum, annað en ómerki
leg að mestu? Hvernig er
hægt að telja það ósanngjarn-
lega að orði komist?
Nei, sléttufylkin og lágtolla-
menn hafa nauðalitla ástæðu til
að vona mikils í þessum efnum
af Mr. King. Séu enn nokkrir,
sem um það efast, má benda
þeim á mennina, sem Mr. King
skipaði í ráðuneyti sitt, er hann
hiesti upp á það, nú fyrir kosn'
ingahríðina. Þeir eru þessir:
H. Marler, ákveðnasti og
gráðugasti hátollamaður i þing-
inu.
V. Massey, verkfærasmiðju-
eigandi.
A. Boivin, hátollamaður.
L. Cannon, hátollamaður.
G. N. Gordon, lágtollamaður.
* * *
Oss er það gleðiefni, hve
hógværlega ritstjóri Lögbergs
yfirleitt ræðir málin, en þykir
aðeins leitt, ef hann getur ekki
sannfærst um það, að sam-
kvæmt skoðunum sínum á þess-
um málum, og — ef stranglega
er að gætt — röksemdafærslu
sinni samkvæmt, á hann beina
leið með framsóknarflokknum
að þessu sinni: með málefnun-
um, með eða móti manninum.
Vér erum mikið til sammála
um, hvað í húfi er. Það sem
skilur, er að vér höfum mjög
litla trú á King persónulega,
ritstjóri Lögbergs mjög mikla.
Hann virðist trúa því; vill að
minsta kosti trúa því; að King
muni af sjálfsdáðum gerast
frelsisvættur og verndarengill
Vestur-Canada. Vér trúum Mr.
King þá bezt til þess starfs, er
hann hefir á eftir sér öflugan
framsóknarflokk til þess að
knýja sig áfram. Þetta er auð-
skilið mál. Jafnvel þó Mr. King
væri af öflugri góðvilja ger í
garð Vesturlandsins, en vér
hyggjum hann vera, þá er hann
bundinn í báða skó austurfrá
og má sig ekki hreyfa. Megin-
stoðir hans eru Quebec liber-
alar. ’ En milli austurs og vest'
urs hefir altaf styrjöld staðið.
Vér trúum því að framtíð
Vestur-Canada sé í höndum
framsækinna og bjartsýnna
manna hér úr sléttufylkjunum,
en hvíli ekki á lófum Quebec-
eða Ontariomanna, sem bundn-
ir eru á gamla klafa flokkarígs
og eigiphagsmuna, hvort sem
þeir kallast conservatívar eða
liberalar.
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýrnameðalið. Lækna og gigt,
bakverki, hjartabilnn, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. —- ÍDodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co-, Ltd.
Toronto, Ontario.
Yfirlýsing-
Hr. ritstj. Hieimskringlu!
Viljið þér gera svo vel atS ljá eft-
irfylgjandi linum rúm í blaði yðar.
Eg hefi orðið þess var að nokkrir
samlandar mínir hafa ímyndað sér
að eg væri höfundur að “Opnu bréfi”
er Charles Thorson skrifaði í Lög-
berg 17. sept, Slikt er með öllu til-
hæfulaus getgáta. Eg er ekki höf-
undur að einu einasta orði eða setn-
ing í því bréfi. C. T. ritaði þetta
bréf án þess að eg vissi af. Hitt er
annað mál að skoðanir minar eru í
samræmi við sumt — ekki alt —
sem í bréfinu stendur.
Steþhen Thorson.
----------x-----------
Saga
Ein tilraun enn að gefa út islenzkt
timarit hér vestra, er missirisritið
“Saga”, sem skáldið Þorsteinn Þor-
steinsson er nýbyrjaður að gefa út.
Og er vonandi að hún verði langlífari
en flest af systkinum hennar hafa
orðið. Enginn sæmdarauki er það
fyrir okkur Vestur-Islendinga, að
hafa ekki, í þau 40 ár eða meira, sem
vér höfum dvalið sem þjóðflokkur í
þessari heimsálfu, getað haldið úti
einu timariti nema stuttan tíma í
senn, að undánteknu kirkjumálarit-*
inu Sameiningunni. Ekki hefir þó
vantað, að margar tilraunir hafa ver-
ið gerðar til þess, en flestar hafa þær
mistekist, — meira þó fyrir áhuga-
leysi almennings, en hæfileikaskort
forstöðumannanna. Ekki svo að
skilja, að almennirlgur hafi ekki haft
áhuga fyrir að lesa rit þau, sem út
hafa komið, — því enn eru íslend-
ingar bókhneigðir — en þeir eru
altof gjarnir á að hliðra sér hjá að
kaupa þau. Og má það heita meira
en litil skammsýni, að sjá ekki, að
blöð og timarit geta ekki borið sig
nema með næguin katipenda fj ölda.
Eg hygg að þetta sé aðalorsökin til
þess, að timarit okkar hafa ekki þrif-
ist hér, en ekki sú, að fólkið sé svo
sárt á centunum, að það sjái eftir
þeim fyrir góða bók eða gott tíma-
rit.
Án þess að lasta þau timarit, serrt
áður hafa komið hér út, tel eg ‘Sögu’
liklegasta til að ná almenningshylli,
ef hún heldur áfram eins og hún
byrjar, og fólk fer að kynnast henni.
Þessi fyrsta bók hennar er vel úr
garði gerð. Frágangur allur vand-
aður og smekklegur, enda er útgef-
andinn skáld og listamaður. Að
flestu leyti ber hún islenzk einkenni.
.Málið víðast létt og tilgerðarlaust.
Innihaldið skemtilegt, fjölbreytt og
fræðandi, — mest eftir ritstjórann
sjálfan. Engar eru þar endurprent-
anir úr nýútkomnum islenzkum rit-
uni, sem nú virðast vera hæstmóðins
í blaðaniensku Vestur-Islendinga, en
slíkt er bæði ósmekklegt og ósann-
gjarnt, einkum gagnvart útgefendum
þeirra rita.
Til þess að þeir, sem enn hafa
ekki kynst “Sögu”, geti fengið ofur-
litla hugmynd um efni hennar, skal
hér talið upp það • helzta, og farið
um það fáum orðum.
“Lilja Skálholt” er fyrsta og stærsta
sagan í ritinu, og gerist hún t Win-
nipeg. Lilja er góð stúlka og guð-
rækin og hefir áunnið sér hylli prests
og safnaðar, en verður fyrir því ó-
láni að trúa of vel æfintýramanni
/
X-