Heimskringla - 22.12.1925, Side 8

Heimskringla - 22.12.1925, Side 8
8. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA Jól asaga. Huldumaður frá stjörnunni Marz var á rannsóknarferð í loftskipi eða flugvél, og heim- sótti hann jörð vora. Hann lenti í stóru rjóðri í stórskógi nokkrum. Þar skildi hann eft- ir flugvél sína og fór til stór- borgar einnar, og blandaði sér l>ar í nokkra daga meðal lýðs- ins. i Þessi maður frá Marz átti yf- ir þeim leyndardómskrafti að ráða, að geta gert sjálfan sig csýnilegan. Þegar hann kom til baka til stjörnunnar Marz, gaf hann svo látandi skýrslu: “Manneskjur Jarðarinnar þryktust í huga minn, sem eigingjarnar og sjálf- byrgingslegar verur. Hver manneskja er aðeins fyrir sig. Þeir eru ráðríkir hver við annan og eru sekir um ódrenglyndi og nízku, og meira að segja glæpi, í kepninni um að komast yfir meiri auð en þeir þurfa. Lífið á Jörðinni er harður bardagi, þreytandi, blekkjandi. Jarðar- búar eru ennþá ekki nægilega siðmentaðir, til þess að trúa því að þeir myndu allir verða rík- ari og ánægðari með samvinnu — með að hjálpa, í staðinn fyr- ir að vera hver upp á móti öðr- um. Afleiðingin af þessu á- standi er sú, að í veröíd alls- nægta eru miljónir af ógæfu- sömum lýð, sem aðeins hefir af skornasta skamti af því, sem hann þarf til þess að treina fram h'fið. öfundsýki og af- brýðissemi er alment. Það hlýtur að vera hörmulegur staður til að lifa í.” Marzbúar sendu þenna hulda rannsóknarmann aftur til Jarð- ar vorrar. Hann kom rétt um jólajeytið; dvaldi um nokkra daga; fór svo til baka, fullur undrunar. Nú gaf hann svo- látandi umsögn: Jarðarbúar hafa um hönd of- ur frábært hátíðarhald, þekt með nafninu “Jól”. Á þeim degi eru allir örlátir, vingjam- legir og glaðir. Það er sá eini dagur í öllu árinu, þegar það er mark og mið jarðarbúa, að gefa, í staðinn fyrir að ná í, liandsama og klófesta. Með mikilli fagnaðargleði gefa þeir kunningjum sínum og ástvinum oft og tíðum ríkmannlegar gjaf- ir. Þá leita þeir jafnvel upp fá- tæklinga og hjálpa þeim af ör- læti. Alt er þá friður, gleði og gott samneyti.” Huldu-rannsóknarmajðurinn þagnaði nú um stund og horfði á sína undrandi áheyrendur. ‘Eftirtektarverðasta atíiðið um jólin á Jörðinni,” sagði hann ennfremur, “er það, að Jarðar- búar hugsa sér jólin ánægju- legasta dag ársins, vegna þessa jólafjörs. Það lítur vo út, að J þeim detti aldrei í hug, að allir j aðrir dagar ársins gætu verið j jafn ánægjulegir, ef jóla-' fjörið og jólatilfinningin væri; aflið, sem einatt réði, í staðinn j fyrir aðeins einn dag úr árinu. I Seinna máske sjá þeir ljósið, og j ef svo verður, þá verður hver j dagur líkur jólunum. Sönn á- nægja er fólgin í ósérplægni, örlæti og að hjálpa liver öðr- um.” J. P. fsdal þýddi. Frá Isl. í Chicago, Ghicago, 29. nóv., 1925. Félag Islendinga í Chicago, “Vís- ir”, hélt fyrsta fund sinn á þessu starfsári, föstudaginn 6. nóv., í sal Norska, Klúbbsins, að 2350 N. Ked- 1 zie Blvd. Forseti félagsins J. S. Björnsson, ; setti fundinn kl. 8.30 e. h. og talaði um leig nokkur orð; bauð hann alla velkomna og sagðist vona, að þetta ár yrði að minsta kosti eins ánægju- J legt félagsmönnum og fyrsta árið j hefði verið þeim. Þá hélt norski vísikonsúllinn í J Chicago, Mr. Wendelbo, stutta ræðu, I og bauð Islendingana velkomna í hús Norðmanna. Sagðist hann bera. ! þeim kæra kveðju frá norská Klúbbnum, sem óskaði islenzka fé- laginu góðs gengis. Næst söng Miss Grace Thorláksson einsöng, en Mrs. S. Guðmundsson j lék undir á piano, og Mr. S. Guð- mundsson á fiðlu. Þá var rætt um ýmsa. starfsemi félagsins á þessum vetri, svo sem tfl-klúbb, ‘hockey,-klúbb o. fl. Að 1 því búnu fóru fram kosningar starfs- manna og nefndar, og hlutu þessir þær heiðursstöður: Forseti: J. S. Björnsson. Váraforseti: Arni Helgason. Skrifari: Jón Sigurjónsson. Féhirðir: S. J. Storm. Og i stjórnarnefnd: Paul Björnsson, Miss Sophie Halldórsson, Mrs. G. Björnsson, S. Barnes og Mrs. S. Guðmundsson._ Eftir að kosningum var lokið, fórtt fram fjörugar umræður um starf og stefnu félagsins. Blað þess var svo lesið af Einari Thorgrimssyni, og var það mjög fjörlega og snild- arlega skrifað. Ákveðið var að halda alla fundi í sama sal í vetur, og verða þeir hafð- ir fyrsta föstudag hvers mánaðar, og byrja 8. e. h. Að lokum voru veitingar bornar fram i neðri sal hússins, og svo dans- að í eina tvo kl.tima; allir virtust skemta sér hið bezta. Jón Sigurjónsson. Laugardagskvöldið 22. nóv. tóku nokkrir vinir þeirra Mr. Skafta Guðmundssonar og konu hans sig saman um að gera þeim hjónum heimsókn (surprise party) að heini- ili þeirra 1306 Albion St. Hópurinn kom saman kl. 7.30 e. h. og bauð svo hjónunum til gleðistund- ar í þeirra eigin húsi. Var þar mikið um glaum og gleði, og skemtu allir sér vel við söng og hljófæra- slátt. — Þeim hjónum voru af heim- sækjendum færðir tveir stólar að gjöf i viðurkenningarskyni fyrir margar ánægjustundir og til þakk- lætis fyrir hina miklu gestrisni er Mr. og Mrs. Guðmundsson h.a.fa æ tíð sýnt þeim. söngva, sem allir1 tóku fúslega þátt i. Mr. Arni Eggertsson frá Winni- peg var gestur fundarins, og bað forseti hann að segja nokkur orð. Hélt Mr. Eggertsson stutta en snjalla ræðu, og benti sérstaklega á það, hve mikils virði félög eins og “Visir” væru öllum Islendingum. Mr. Arni Helgason, varforseti í “Vísi”, sagði svo frá fyrirætlunum skemtinefndarinnar, og lofaði hann því að allir fundirnir í vetur skyldu hafa góða skemtiskrá. Næst voru sýndir norskir þjóð- dansar, af ungu norsku fólki, er góð- fúslega. hafði boðist til þess að skemta með dansi sínum á einum fundi Islendinganna. Voru dans- arnir mjög fallegir og skemtilegir og eiga frændurnir norsku góða þökk skylda fyrir þá. Þá var hafður stuttur starfsftind- ur, og svo dansað stundarkorn. — Næsti fundur félagsins verður hald- inn á sama stað föstudagskvöldið 1. janúar 1926, og byrjar kl. 8 að vanda. ’ /. 5. Chicago, 11. des. 1925. Annan fund sinn á þessum vetri hélt Islendingafélagið “Vísir” í Chicago föstudagskvöldið 4. des., að 2350 N. Kedzie Blvd. Fundurinn byrjaði með því að syngja nokkra gamla islenzka ArkelFs Drug Store 800 Sargent Ave. Óskar öllum sínum íslenzku viðskiftavinum GLEÐILEGRA JÓLA . . og HAPPASÆLS ÁRS Og vonast eftir að njóta við- skifta þeirra framvegis. JÓLA- og NÝÁRSÓSKIR frá The Home Bakery Búðin sem býður góðar vör- ur og lipra afgreiðslu. Brauðgerð og matv'órubúð. 653-655 Sargent Ave. Horni Agnes St. SÍMI A 5684 Conn Saxophone Viðurkent af fremstu spilurum, sem það allra bezta, samt ekkert dýrara en önnur. Sérstakur útbúnaður gerir það auðveldara að leika á Verð, sem hæfir ástæðum yðar. Vér getum selt yður Saxophone af ýmsum gerðum, soprano, alto, tenor, bassa og hið vinsæla C. Melody, er gerir samspil við önnur hljóðfæri möguleg án þess að breytt sé unt tón. Komið og reynið Conn; engin skuldbinding. BAND INSTRUM ENTS WOftLOS LAROEST MANUFACT URLKS Seld hér af IHM rn m HQ wl M)«»()«»()^()«»(H \ ? ►<D ----------------------i^ft~ ~1----IjM-------- HEIMSKRINGLA hefir til sölu námsskeið við beztu VERZLUNARSKÓLA í borginni með afföllum. Þeir sem vilja hagnýta sér þessi kjörkaup, ættu að finna ráðsmanninn tafarlaust. icsvaaBiaMacsaMMcaK A. S. Bardal Útfararstjóri ROBIN HOOD EDMONTON SÝNINGUNNI ÖII tíu verðlaunin, sem voru veitt í bökunarsamkepni fyrir almenning í Edmonton, voru unnin með brauðum bökuðum úr Robin Hood hveiti. Robin Hood kemur fram sem uppáhaldshveiti Vesturlands- ins í öllum bökunarsamkepn- um. ROBIN H O O D FLOUR "W ell worth the sli ght extra cost.” w Yér þökkum öllum kunningj- um og viðskiftavinum íyrir hið ágæta traust, sem þeir hata sýnt verzlun vorri á undanföinum ár- um, ogóskum þeim gleðlegra Jóla og allrar farsælda rá hinu kom- andi ári Skrifstofa og útfararstofa: 843 SHERBROOKESTREET WINNIPEG TALSÍMI: N 6607 Iff SÍCttt sendir 1 Ll M ITCD'* WHBHHHSSIBMMHMB The.Reliable Home Furnishers’ JÓLAOSKIR til bændanna í VesturCanada, og sérstaklega til þeirra, sem senda þeim RJÓMA — MJÓLK — ALIFUGLA og EGG Gleðilegt og Farsælt Nýár Crescent Creamery COMPANY LIMITED Brandon — WINNIPEG — Yorkton, Killarney — Dauphin — Vita Swan River — Portage La Prairie

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.