Heimskringla - 26.05.1926, Page 4

Heimskringla - 26.05.1926, Page 4
4 BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26, MAI 1926. ■ 1 ■ l^eím&kringla (S»tofnu75 1886) Kemur flt A hverjnm mlVvlkndefl. EIGENDUKj VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 S.4RGE.NT AVE., WINNIPEG. Tnlslmii N-Ö537 VerTJ bla75sins er $3.00 Argangurinn borgr- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS trá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. ITtnnflNkrift tll blabmlns: THE VIKING PHESS, Ltd., Box 8105 UtnnANkrlft tll rltNt JArany: EDITOK IIEIMSKRINfíLA, Box 3105 WINIVIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlklng: PrenM Ltd. and printed by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-855 Saraent Ave., Wlnnlpe^, Man. Telephone: N 0537 \m ' ....... .1 WINNIPEG, MANITOBA, 26. MAÍ, 1926. Þingsnapir. Þegar litið er yfir fjárlagaræðurnar, er það eftirtektarvert, hve ákaflega fáir þingmenn hafa nokkurt heildaryfirlit yfir fjármálin. Þeir sjá ekki skóginn fyrir tómum trjám. Aukaatriði og afleiðing- ar á stangli, vefjast svo fyrir þeim og blinda þeim sýn, að þeir koma ekki auga á — virðast margir aldrei fá minstu hug- mynd um grundvallaratriðin, réttu or- sakirnar, sem til alls liggja. Afleiðingar halda þeir oftast að séu orsakir. Þetta er nú mannlegur breyskleiki að vísu, en löggjafarnir, landsfeðurnir sjálfir, ættu þó að vera töluvert skarpskygnari og djúpfærari en koimórauður kjósenda- hópurinn. * ¥ * Ræðurnar eru flestar sárþunnur spóna matúr. Þó eru nokkrar er standa upp úr elgnum, eins og borgarjakar úr íshröngli. Ein af þeim ræðum, og ein hin allra bezta, er ræða framsóknarmannsins, Mr. Bird, þingmanns Nelson kjördæmisins í Manitoba. Snerist hún um skattabyrð- ina, sérstaklega þann hlutann, er stafaði af stríðinu mikla. Mr. Bird benti á það, að helmingurinn af árstekjum Canada gengur til þess eins, að borga renturnar af ófriðarskuldinni. Og auðvitað bera “smáborgararnir” mest- an hluta byrðarinnar. Burgeisarnir sleppa eins og vant er. Það er nú svo sem segin saga, þótt fáir vilji trúa. Með öðrum orðum: Sköttunin fer í þá áttina, að velta meiru og meiru af byrðinni yfir á neytandann, í stað þess að leggja skatt- inn beint á tekjur og eignir. Það var fullslæmt árið 1922. Þá fengust- 67% af ríkistekjunum með neyzluskatti, en aðeins 33% n4eð beinum sköttum. — Stórum verra er þetta nú. 80 % af ríkis- tekjunum er nú gripið úr vasa neytenda, en aðeins 20% fengin með beinum skötrí- um. Og þó eru þessi ósköp hátíð hjá því sem orðið hefði, ef conservafívar hefðu komist til valda, og séð sér fært að standa við kosningastefnúskrá sína. Annars er það eftirtektarvert í þessum samanburði, að hermennirnir aftur- komnu greiða fyllilega sinn hluta af stríðsskuldinni. Blóðdropar þeirra eru ekki í háu verði. Ekki líkt því eins dýr- mætir og droparnir gullrjómans, sem ýmsir farlama föðurlandsvinir með guðs hjáip fleyttu ofan af heimatrogunum, meðan hinum blæddi. í hermannanna hlut féll auðvitað æran, hetjunafnið: “... . thin red line of ‘eroes ....”. Auð- vitað hefir æði margur afturkomimi her- maðurinn getað tekið undir með Francis fyrsta Frakkakonungi, “að nú væri alt tapað nema æran”. En sem betur hefir þeim flestum orðið haldsamara á ærunni heldur en Francis varð, þegar hann losn- aði úr prísundinni. Og hermennirnir, sem flosna upp, eftir nokkurra ára bar- áttu við Mammon, sem þeim líklega stundum þykir ekki mikið skemtilegri viðureignar en helvítisvélarnar þýzku, ættu þó aitaf að geta huggað sig við” það, að þeirra fjársjóðir eru þeirrar teg- undar, sem mölur og ryð fær ekki grand- að. Svo skiftir hin jarðneska afkoma konunnar og krakkanna minna máli. Eða sagði nokkur nokkuð? * * * En svo er nú þetta með kjósendurna, að til þess að kjósa á þing menn eins og t. d. Bird, þarf að hugsa. En að hugsa, er einhver sú hræðilegasta og fráleitasta áreynsla sem almenningur getur ímynd- að sér “Dala”-menn’) og alþýða í Ame- *) Alt önnur tegund manna en Dalamenn í SvíþjóS eöa á Islandi. ríku lítur með megnri fyrirlitningu á það strit. Þeir sem það fremja hafa fengið klenginafn. Þeir eru kallaðir “High- brows”, og framleiðsla þeirra “highbrow stuff”. Fyrirlitnihgin er innileg og tak- markalaus. Það þykja að vísu ekki bein meðmæli með manni, að -hann sé “jazz hound” eða “Cake eater’’. En það er þó miklu leiðara að tilheyra “Highbrow”- greininni á' kynstofni Homo sapientis. Það er vafasamt hvort það er ekki skárra að vera blátt áfram “Hick”. Nei, þá er ólíkt þægilegra að stefna eins og hausinn horfir og hugsa þar af leiðandi ekkert, eins og Gejerstam lætur hinn aðdáanlega Pumpendaþl komast að orði. Það er bókstaflega satt: Flestir kjósa langtum heldur að láta flá sig lif- andi, í hvert skifti sem húðin grær, frá vöggunni til grafarinnar, en að leggja út í hugsunarstritið. Það vantaði nú heldur ekki annað, en að fara að raska sálarfriði sínum. Eins og sálin rumski ekki nógu óþægilega samt, þegar maturinn og maginn ekki koma sér saman? * * * En með því að Heimskringla er ekki skrifuð fyrir þá sem hafa að æðsta og fyrsta boðorði að heiðra Mammon og mat inn, og lesendur hennar og velunnarar eru ekki af því sauðahúsi, og með því iíka að stórhátíð er nýlega um garð gengin, þá er vel til fallið til hátíðabrigða, að birta kafla úr þessari ræðu Bird. T.d.: “Sú kenning klingir jafnan, að það séu sparifúlgur auðmannanna, sem skapi höfuðstólinn (capital). Þetta er fjar- i stæðan einber. Það er erfiðisvinna al- þýðunnar; það er neytandinn og kaup- andinn, sem framleiðir veltuféð. Það er tími kominn til þess að taka fyrir kverk- arnar á þessari kórvillu, því ekkert getur vilt mönnum frekar sýn. Það sem vér köllum höfuðstól, en hinir auðugu vin- ir vorir með velþóknun nefna sparifé sitt, er, þegar öllu er á botninn hvolft, ekkert annað en afgangur framleiðslunnar í árs- lok, þegar vér öll höfum lokið starfi voru. Fjöldi þeirra manna, sem eru drjúgir yfir því að hafa náð honum í sínar bendur, ættu ekkert tilkall til hans að hafa. Það er að engu Ieyti verðleikum þeirra að þakka, þeir hafa blátt áfram setið við tollhliðið og sópað til sín, og þeir vildu gjarna herða betur að neytendum og framleiðendum, með þvf að velta allri skattabyrðinni á þeirra herðar....... .... Það gáfnafar, sem óhjákvæmilega leiðir til framúrskarandi árangurs í við- skiftum gengur al't í eina átt aðeins. Víð- sýni og djúphygli skortir algerlega, en hugurinn er ótrúlega þvælinn og sveigj- anlegur eftir því sém stundarhagnaður- inn býður. Sá rómur, sem hefir verið gerður að djúphygli fésýslumannsins, átti rót sína í óvenjulegu snarræði hans, sem aftur á rót sína í gáfunni til þess að aka seglum eftir vindi. Fésýslumaðurinn hef ir aldrei farið eftir fastskorðaðri áætlun, sprottinni af fjarsýni og víðsýni, en hann er slingur að yfirstíga þá erfiðleika, er á veginn koma. Viðhorf hans við lífinu hefir í öllum aðalatriðum verið hið sama og mangarans, sem leggur í hvern, sem á vegi hans verður, og ber jafnan eitt- hvað úr bítum frá viðskiftunum........... Hugsjónir fésýslumanna eru vanalega fá- brotnar, ótrúlega barnalegar, og aðal- þættirnir spunnir af léttúðarkendri hé- gómadýrð og prjálsemi. Með því valdi, sem auðmagnið leggur í hendur þeirra, ryðja þeir þessum hugsjónum meðal- menskunnar til rúms, í öndvegi menn- ingarinnar, og setur þar mannkyninu mark að keppa að, sem er algerlega ó- verðugt mannlegum anda..........” Mr. Bird syndi ennfremur fram á það í ræðu sinni, að bændur geta með sam- tökum ráðið fram úr ýmsum allra erfið- ustu vandamálum sínum á sviði fram- leiðslunnar, sem þeir hafa alls ekki ver- ið megnugir að breyta neitt til hins betra með beinni þátttöku í stjórnmáium. “. .. . Nú fyrst, síðan saga þeirra hófst, eru canadiskir framleiðendur orðnir fær- ir um að beita fjármagni sínu sér í hag, samkvæmt fastbundnu samlagsskipulagi, án nokkurs tilstvrks frá stjórninni, og ganga djarflega í berhögg við önnur sam- tök, sem að þessu hafa fleytt rjómann af framleiðslumagni þeirra....... Eg vildi mega benda hv. þingm. á, að enda þótt forvígismönnum þessarar hreyfingar hafi að þessu veríð auðsýnd lítilsvirðing á j ýmsan hátt hér í þinginu, þá verður slíkt ekki lengur á valdi þingsins, þegar að meginalda hreyfingarinnar ríður yfir.” Nei, það verður það ekki. Þegar að svo sem 50—100 menn slíkir sem Bird eiga þingsæti í Ottawa, þá munu fljótt sjást breytingar til batnaðar í þjóðlífi Canada. Þetta stendur í valdi bænda og ; búaliða um alt ríkið. Verður þess langt að bíða? “Americana”. Ymsir lesendur Heimskring'lu hafa Vafalaust heyrt getið um H. L. Mencken. Hann er ann- ar ritstjóri hins merka tímarits “TheAmerican Mercury”. En annars hefir hann fyrir löngu getið sér orðstír víða um mentaðan heim, sem gáfaðasti og atkvæðamesti ritdómari Banda- ríkjanna. Má segja að hann hafi gert þaö aö æfistarfi sínu, að berjast á móti heimsku og hleypidómum og hræsni í hverskonar mynd sem er. Einn þátturinn i þessu starfi hans er greina^ s.a.fnið “Americana”, sem birt er í hverju hefti j “Ainerican Mercury”. Eru þar prentuð ýms I “gullkorn” úr nýjustu ritum og ræðum í öllum | ríkjum Bandaríkjanna, en athugasemdalaust, enda væri það að bera í bakkafullann lækinn. Hefir Mencken dregið allar þessar- tímarits- j greinar frá árinu 1925 saman í eina bók og gefið. út. Fara hér á eftir fáeina.r klausur, í ís- | lenzkri þýðingu, tekinni úr Lögréttu, er þýddi ! þær úr dönskum ritdómi. Er jafnan fróðlegt að I sjá einfeldni nábúanna bera sjálfri sér vitni, j hvað sem líður heimskunni í heimagarðl. * * * \ 1. Næsta sunnudag verður gerg tilraun til j þess, að lesa Nýjatestamentið alt upp á einum ! degi, frá kl. 6 um morguninn til kl. 11.30 að kvöldi. Til þess þarf að fá 68 menn. Engin i prédikun verður, enginn söngur og enginn hljóð | færasláttur. Upplestrinum verður haldið látlaust I áfram. Menn geta komið og fariö eftir vild sinni, án þess að trufla lesturinn. Offur geta menn gefið eins og venja er til. Kappiestúrinn fer fram í Meþódistakirkjunni. M. Hagbood prestur les fyrstur. 2. M. L. G. Porter prestur við Meþódista- kirkjuna i Longhill, hefir unnið biblíukapplest- j urinn og lesið Nýjatestamentið á 13 klukkutim- | um. 'Hann byrjaði skömmu fyrir miðnætti og I hélt lestrinum áfram viðstöðulaust, að undan- | teknum fáeinum mínútum, sem hann þurfti til þess að fá sér næringu. — I lAndrews í Indíana j tók lesturinn 17 kl.st. og þar á Mrs. S. S. Beau- ! champs heiðurinn fyrir, að hafa setið lengstan I tima við guðsþjónustugerðina, þ. e. 14 klukku- | tíma og 40 mínútur. Næst komst frú Wisch- | meier (sat 14 kl.tíma og 30 mínútur.) 3. Jesúítapresturinn W. Parsons skrifar: j Hvernig getum við vitað, að þetta sérstaka kraftaverk, jómfrúfæðingin, .hafi átt sér stað? Við vitum þetta af því að kaþólska kirkjan kenn ir, að hún hafi átt sér stað. Þetta er fullkomin sönnun þess ,að hún hafi átt sér stað. 4. Sá, sem á 20. öldinni heidur fram þróun- • arkenningunni, getur ekki talist meðal mann- kynsins, þótt allur skapnaður hans bendi til þess að svo ætti að vera. Það eitt, að sólin kemur upp í austri hvern morgun og gengur undir í vestri hvert kvöld, er flestum okkar gild sönnun fyrir því, að guð sé til. Hvers vegna sezt hún ekki til tilbrevting.n.r stundum í norðri ? Af þvi | að svo hefir ekki verið fyrirskipað í heimsráð- | stöfun drottins. 5. Ef nokkur er sá, er vilji mæla bót hinni I guðlausu þróunarkenningu, sem er til orðin í helvíti, þá látum hann ganga út og ieita sér stuðnings hjá þeim mönnum, sem trúa á þessa bölvuðu kenningu, en ekki ætlast til þess, að kristnir menn hér i landi borgi fyrir keijslu hjá j spiltum, pestlyktandi prófessor, sem kennir börn- I unum okkar að yfirgefa guð og gerir skóla okk- ar að heimkynni guðlausra og skítugra stjórn- j mála. 6. Senator G. W. Wightmon ætlar að bera i fram lagafrumvarp (í Norður-Carólínu) um að sviftir verði ríkisstyrk allir skólar, sem leyfa að | haldið sé fram þeim kenningum, að mennirnir séu komnir af öpum. 1. 7. C. S. Fothergill, sögukennari við háskól- ann í Baylor, hefir í dag beðig um lausn frá ! embætti, af því a.ð hann tryði ekki, að örk Nóa, | með þeirri stærð, sem bibltan nefnir, hafi getað rúmað tvsér skepnur af'öllum þeim dýrategund- um, sem til hafi verið á dögum Nóa, og af því | að fundið hafi verið að því, að h.a.nn hefði látið ! þessar skoðanir sínar í 1 jós. 8. Viö Yale-háskó1ann fór fram atkvæða- greiðsla meðal nemndanna um það, hver væri hjá þeim í mestum metum af öllum þeim mönn- um, sem nafn eiga í veraldarsögunni. Fékk Na- poleon 181 atkv., Kleopatra 7, Jeanne d’Arc 7, Woodrow Wilson 7, Sókrates 5, Jesús 4, Musso- | lini 3. Uppáhaldsrithöfundar nemendanna (í ó- j bundnu máli) voru þessir: Stevenson 24, Dumas I 22, Sabatini 11, Anatole Trance 5, Cabell 5, j Bernard Shaw 4.—Mestir núlifandi manna voru taldir: Coolidge forseti 52 atkv., D,a.wes 32, Mussolini 3, Prinsinn af Wales 24, J. P. Morgan 15, Einstein 3, Bernard Shaw 3. 9. Stríð er í' raun og veru heilagt, og þeir, sem reyna hin bætandi og göfgandi áhrif þess, hera vitni hinuny guðdómlegu eiginleikum, sem skapa.rinn gæddi oss, er hann skóp manninn i sinni mynd. Hermaður einn lét þenna, sánnleik í Ijós við prest sinn með þessum orðum: I bar- dögum erum við allír herprestar. 10. A einu af helztu gistihúsunum 5 Colum- bus í Ohio stóð svohljóðandi tilkynning: Þegar menn hafa annars kyns gesti í svefnherhergjum sínum, er þa.ð viðeigandi að hurðir standi opnar, svo að gátf sé að minsta kosti 6 þumlungar. 11. Astadorg í orðum eða látbragði viö námsstúlkur og kenslukonur á skólum mun verða bannað í Norður- Carólínu, samkv. uppástungu er nú hefir verið lögð fyrir kenslumálaráð lríkisins.| Fyrirskipunin telur ástar- dorg meðal yfirsjóna, er varða. skulu frá 5 til 50 dollara sektum, eða frá 10 til 30 daga fangelsi. Þetta gildir í skólahúsum og á vegum til og frá skóla. 12. Allen Móses og kona hans, sem eru rík negrahjón, fóru héðan (frá Cohlsboro) í gærkvöldi til Washing- ton og New York í Pullmans-svefn- vagni. Það er í fyrsta sinni í sögu þessa bæjar, sem negri hefir gerst svo frekur, eins og samborgari okkár einn kom§t að orði, að taka svefn- vagnsfarséðil. Hefir þetta vakið hreyfingu meðal hinna hvitu borg- ara, og það er sagt, að Ku Klux Klan muni fá hvatningu til að taka svo- leiðis á móti Móses, þegar hann kem ur aftur, að honum verði það minnis- stætt. • 13. Þar sem einn ^erðardóms- manna gat ekki orðið sammála hin- um, að dæma Alvin Calhoun, negra, sem ákærður var fyrir morð, sekan, þá söfnuðust menn saman og drógu gerðardómsmanninn út úr réttarsaln- um, börðu hann og veltu honum i forarpolli. Eftir þessa refsingu fór hann aftur inn í réttarsalinn og var með í því aö kveða. upp dóminn: “Sekur”. 14. Negralæknir, Smith að nafni, var brendur; höfðu áður hendur og fætur verið höggnar af honum. Sök- in var, að hann hafði í bíl sínum rekist á bíl, sem'hvitt fólk var í., 15. Samkvæmt opinberri skýrslu frá lögregluliðinu hefir tala. fangels- anna fyrir drykkjuskap aukist um 121 p.c. frá 1910. Á sama tíma hefir fólksfjöldinn aukist um 32 p.c.. — Fangelsanir fyrir að stýra bílum í ölæði haf-a aukist um 850 p.c. (Distr. of Columbia). 16. Síðan bannlögin komu" í gildi, sjásf ekki aðeins drengir á skóla- aldri, heldur og stúlkubörn og önn- ur börn oftlega undir áhrifum for- boðinna drykkjuvara. Drengir sjást reika á götunum og sofna fram á skóLa.borðin. (Delavvare). ----------x------------ Fjœr og nœr. Ef einhverjir skyldu vita heimilis- fang annars eða beggja bræðranna, Ola og Péturs Jónatanssona, eru þeir beðnir að gera Skrifstofu Heims- kringlu aðvart. Oli kom hingað til lands frá Asi í Kelduhverfi, en Pétur frá Einarsstöðum í Reykjardal. Ráðskona óskast. — Kvenmaður óskast nú þegar til að taka aö fiér forstöðu á góðu íslenzku sveitaheim- ili. Konan verður að ver,a.- dugleg og hreinlát og vön öllum algengustu innanhússtörfum. — Upplýsingar veit ir Arnljótur B. Oison, 594 Alverstone stræti, Winnipeg. Yfirlýsing. Hér með tilkynni eg ölum hlutað- eigendum, að það séu tilhæfulaus ó- sannindi, að eg hafi klagað föður niinn fyrir að veiða rottur án leyfis, og sömuleiðis S. Einarsson, fyrir/ að kaupa. þær án leyfis. Eg vísa alger- lega frá mér heiðrinum, sem hlutað- eigendur vilja þrengja upp á mig óverðskuldaðan. — Eg vissi altaf að sumt fólk að Lundar og þaðan út í frá væri framúrskarandi málgef- ið, en aldrei hélt eg a'ð það myndí gera tilraun til þess að Ijúga af manni æruna, því þetta er ekkert ann aðiog allax lygasögur þessu viðvíkj- andi. Og þá sem halda því fram auglýsi eg fullkomna ósannindamenn. Lundar, 24. maí, 1926. Guðjón E. Hallsson. ----------x----------- Jón Leifs. t Hinn 28. nóvember í vetur var í fyrsta sinni leikið aí orkestri .tið fyrsta symphoniska verk, sem Islend- ingur hefir samið, — Hljómkviða í 3 þáttum, opus 1 eftir Jón Leifs. — Þessi viðburður, sem má merkur teljasí í íslenzkri tónlistarsögu. fór fram í hinum gamla baðstað og menn inga.rbæ Karlsbad, sem liggur í þýzka hlutanum af Tjekkó-Slóvakíu, og sækja þangað árlega tugir þús^- DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. unda, víðsvegar úr löndum, til þess að. ba.ða sig í heilsubrunnum þeim er gert hafa, bæinn frægan. Blöðin í Karlsbad viðurkendu ein- . róma listgildi og frumleika hljóm- kviðunnar. Tónlistardómari “Deut- sche Tagezeitung” i Karlsbad skrif- ar 4. des.: “Það sem mesta a.thygli vakti í symphoniska hljómleiknum 28. nóvember, var Hljómkviða Jóns Leifs, sem leikin var þar í fyrsta sinni. Jón Leifs hefir stjórnað or- kesturs hjómleikum viða og hlotið mikla viðurkenningu. Nú er hann a.ð leggja inn á braut tónskáldsins. Hljómkviða hans virðist lýsa ögrandi strangleik hinna norrænu heimkvnna hans. Það er auðfundið að hann vill annað en .aJlir hinir..’’ Siðan er skýrh bygging verksins og kveðið sterkt a5 orði um áhrif þess. Segir blaðið, að þvi, hafi verið tekig með miklu lófa- klappi, af “meirihluta áheyrenda” og jjakkarorkestursstjóranum fyrir .a.ð hafa kynt mönnum þetta- “sér- stæða” tónverk. — “Karlsbader Tage blatt” (1. des.) segir, að Jón Leifs hafi notað gömul íslenzk þjóðlög í “undirbyggingu” hljómkviðu sinnar og beri verkið ljósan vott um “ætt- jarðarást tónskáldsins, en lika itni þroskaða. kunnárttu tilkomumikillar listamannssálar. List hans er ströng og kjarnmikil eins og íslenzk þjóðar- sál, laus við vífilengjur og mærð.” Hljómkviðan verður leikin á næst- unni af symphonisku orkestrunum í Björgvin, Osló, Gautaborg og ef til vill víðar á Norðurlöndum. Af öðr- um tónverkum, sem Jón Leifs hefir lokið, má nefna hijómleik hans vi5 “Galdra-Loft” Jóhanns Sigurjóns- sonar, allmikið verk. Annars hefir hann á síðari árum mest fengist við orkestursstjórn og ritstörf. Það bendir ótvírætt til þess að hann sé talinn fullnuma og hæfi- laikamik:ll orkestursstjóri, að sveit úr hinu fræga akademiska orkestrl í Berlín, ætlar að halda hljómleika undir stjórn íians í Noregi og á Is- landi í sumar. Og það tekur af allaa vafa um mentun hans og gáfur sem tónlistarmanns, að hann hefir undan- farin ár að s'ta.ðaldri ritað um tón- list í víðlesin blöð og merk tímarit á Þýzkalandi, stuttar greinar og mikt ar ritgerðir. Nú sækir Jón Leifs um styrk til Alþingis. Eg veit ekki til þess a5 neinn af yngri listamönnum sé hon- um maklegri til þess að njóta stuðn- ings a.f íslenzka ríkinu. Eg vona, a^ það sem að framan er af honum sagt þyki nokkur rök fyrir þeirri persónu- legu skoðun minni, að hann sé í tölu hinna mestu og beztu upprennandi Islendinga. En auk þeirra staðreynda sem eg hefi getið, styðst sú skoðun min við all-langa viðkynningu og hefir virðing min fyrir gáfum hans og skapgerð aukist því meir, sem kynni okkar hafa staðið lengur. Jón Leifs er meða.1 annars frábær aö einum kosti, sem er sjaldgæfari miklu hér á landi en gáfur — og þaö er á- hugi. Veit eg engan ungan mann hafa meiri hug á þvi en hann, að leggja krafta sína. fram til eflingar íslenzkri menningu. Væri þvi illa farið, ef honum yrði ekki gefið færi á ag starfa á Islandi. Hér í Reykjavík hafa verið skiftar skoðanir um Jón Leifs. Hann hefir verið kappsfullur og óvæginn, átt ilt með að koma skapi við tómlætið og sinnuleysið hér heima. Mótspyrna og kali hafa stöku sinnum gert hann ónærgætinn og yfirlætisfullann. Og í hinum andlega værukær.a smábæ, \ . - I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.