Heimskringla - 04.08.1926, Blaðsíða 2
1 BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 4. ÁGÚST 1926.
Kveðja Fjallkonunnar
2. ágúst 1926.
Sælir, heiiSruðu Vestur-Islending-
ar! Aar og fljóð. — Mín hjart-
fólgnu börn! Hold af minu holdi
og blóö af mínu blóði. Enn hefi eg
fundið hvöt hjá mér, að svífa ásamt
meyjum mínum, með morgunroðanum
yfir bárur Atlanta og heimsækja yk'k
ur í persónugerfi á þjóðhátið ykkar,
til að árna ykkur allra hejlla og
leggja blessun mína yfir ykkur. Orð-
mörg verð eg ekki, því orðskrúðs
gerist alls ekki þörf, þar sem blóð
mitt rennur í æðum ykkar og mín
hugtök og mínar hugsjónir eru ykk-
ar hugtök og Vkkar hugsjónir, og eru
samgrónar ykkar eðli. Þótt þið
hafið valið ykkur bústað hjá einnri
systur minni systur, sem næst
mér stóð og kærkomin var í fyrnd-
inni, en sem nú er kölluð Canada,
þá eruð þið mér jafnkær þeim sem
heima eru. Móðir elskar ætíð jafnt
þau börn, sem burt hafa orðið að
leita, og hin, sem eftir eru heima, því
þau eru öll hennar og hún vill leið-
beina þeim öllum jafnt. Margar eru
þær leiðbeiningar og ráðleggöngar,
sem eg vildi ykkur gefa, en aðeins
sárfáar vil eg nefna að sinni.
Fyrst: Gleymið ekki að þið eruð
öll af einu bergi brotin og eigið þvi
ætíð að standa öll saman í öllum
þeim málum, sem mér tilheyra. Sam-
einaðir stöndum vér, en sundraðir er
okkur fall búið. ' Skoðanamismunur
sem af sannfæringu er sprottinn, er
réttmætur og vel viðeigandi, því
hann skýrir ýmsar hliðar mála þeirra,
sem rædd eru og fram koma á dag-
skrá; en hann má ekki vekja sundr-
ung, heldur stefna að því að finna
það rétta og sanna og byggja það
upp og setja á fastan grundvöll.
Látið því ekki nein atríði, smá eða
stór, verða ykkur að hatursfullu
deiluefni. Trúmál, stjórnmál,
mentamál, liknarstofnanamál og
mál s*m sprottin eru af afstöðu
ykkar gagnvart mér í þessu landi, meg
ið þiö ekki láta skyggja'á borgara-
legt líf ykkar, eða láta vekja sundur-
lyndi ykkar á meðal. Reynið aðeins
að skilja þau sem bezt, og reynið að
finna þá réttu afstöðu ykkar sam-
kvæmt eigin sannfæringu, og breytið
svo eftir því. En látið það alls ekki
vekja neinn kala gagnvart hvert
öðru. Gerið þið það, þá er ykkur
borgið.
Annað: Gleymíð ekki að þið haf-
ið gerst þegnar þess lands, sem þið
hafið valið fyrir framtíðarverustað,
og þig eigið að leggja því til alla
starfskrafta og arftekin séreinkenni
íslenzku þjóðarinnar, sem geta orð-
ið því til framfara og uppbyggingar.
Með því sýnið þið, að þið eruð ek*ki
af neinni þrælaþjóð runnin, og með
þvi getið þið frekast vegsamað nafn
mitt og sett það í veglegt sæti — má-
ske í öndvegi á meðal þjóða þeirra,
sem mynda hið veglega ríki minnar
kæru systur Canada.
Þriðja: Glatið ekki sambandi yldc
■-ar við mig, og klippið ekki sundur
þá strengi, sem frá mér til ykkar
Hgrgrja. Færið ykkur í nyt það, sem
eg hefi fram að bjóða. Tungutak
mitt og barna minna, lífsreynslu mína
gegnum aldirnar, þrautseigju og stað
festu og vermigeisla óbilandi vona,
um að geta ætíð um síðir náð tak-
markinu — hámarki æskudraumanna.
Alt þetta er ómissandi til að gera
ýkkur stór, og þjóðina, sem þið
eruð að byggja upp, að mikilli þjóð.
Látið sem oftast berast til eyma
minna orðstir þann, sem aðdáun vek-
ur hjá öllum þjóðum. Látið einnig
vestrænuna flytja heim til mín alt
sem þig Iærið í þessu landi, og ekki
þektist heima fyrir; slíkt gerðu börn
mín til forna. Aftur á móti skal eg
leggja mínar heitustu bænir til ykkar
á varir austanblæsins og geislabrot
morgunroðans, svo að þær geti á
degi hverjum borist vestur um haf
»
og gagntekið huga ykkar og hjörtu.
Arnunarorð vildi eg óska að mega
flytja ykkur á hverju ári, og að þið
helgið mér einn dag á ári hverju.
. Það ar máske ekki til of mikils
mælst, nú um stund. Eg veit að syst-
ir mín mun unna mér þess og þið
fjarlægist henni alls ekki fyrir það.
Það sem þið hafið nú þegar í té
látið, er eg ykkur þakklát fyrir. öll
þau fyrirtæki min, sem þið hafið
styrkt, og alla þá ,sem horfið hafa
til baka aftur með víðtækari þekk-
ingu, þakka eg fyrir. Ollum þeim,
sem aflað hafa mér frama í þessu
landi, er eg stolt af. Fallið ekki
inn með straumnum, en brjótist móti
honum, þegar á þarf að halda.
Að endingu bið eg þess, að blessun
mín hvíli ætíð yfir ykkur, og merki
tignar minnar standi óafmáanlega
stimplað á alla ykkar framkomu í
þessu landi.
Svo kveð eg ykkur að sinni og
þakka fyrir þá áheyrn, er mér hefir
veitt verið. í
, B. P.
----------x---------
Jón Magnússon.
forsœtisráðherra. '
Þegar Kristján konungur X. * og
Alexandrina drotning fór u héðan
norður um land 16. þ. m., buðu þau
forsætisráðherranum og' frú hans
með sér í ferðalagið austur til Seyð-
isfjarðar, en þaðan héldu konungs-
hjónin til hafs og heimleiðis á her-
skipinu Niels Juel síðdegis 22. þ. m.
Forsætisráðherrann og frú hans fóru
þá yfir í herskipið Gejser, sem fylgdi
konungsskipinu hingað, og átti að
flytja þau sunnan um land til Reykja
víkur. Gejser lá á Seyðisfirði til
næsta kvölds, 23. þ. m. og hélt þá til
Norðfjarðar. Þar vildi forsætisráð-
herrann koma og skoða æskustöðvar
sínar, sem hann hafði ekki augum
litið í 45 ár. Hann fór einn í land
um kvöldið og mun hafa ætlað að
útvega sér hesta til þess að fara
næsta dag inn að Skorrastað. Gekk
hann inn í hús séra Jóns Guðmunds-
sonar og hitti hann heima. Og. er þeir
höfðu talast við stutta stund, bauð
séra Jón honum að þiggja eitthvað
hjá sér, en forsætisráðherra sagði
þá að sér liði ekki vel, og bað um, að
helzt væri komið með glas af mjólk.
I sömu svifum sá sr. Jón krampatitr-
ing í höndnm hans og hneig forsætis-
ráðh. þá niður og var þegar örend-
ur. Hafði hann fengið hjartaslag.
Þetta var kl. 10.45 um kvöldið. —
læknir var þegar sóttur, og jafnframt
sent til forsætisráðherrafrúarmnar,
var úti á skipi. Var líkið flutt út t
Gejser kl. 1.30 og kl. 2 um nóttina'
lagði hann út frá Norðfirði og kom
hingað á föstudagsmorguninn 25. þ.
m. Fylgdi hersveit frá skipinu lík-
inu t land og til heimilis hins látna,
en embættismenn margir tóku á móti
því við lamdgönguna ásamt fjölda
fólks.
Mönnum kom fregnin um fráfall
forsætisráðherrans á óvart, þvi eng-
inn vissi til þess að hann hefði kent
sér nokkurs meins nú að undanförnu.
En hér á íslenzka þjóðin á bak að
sjá æðsta valdsmanni, reyndasta og
mikilhæfasta stjórnmálamanni sínum
og þar að auki valmenni, sem ekki
á marga sína líka.
Jón Magnússon var 67 ára gamall.
Hann var fæddur í Múla í Aðaldai
Var hann alla skólatíð sína hjá Jóni
og var faðir hans þá aðstoðarprestur
hjá séra Skúla Tómassyni. En séra
Magnús var fæddur í Kristnesi í
Eyjafirði 1828. Hann var Jónsson
og bjó Jón faðir hans síðar á Víði-
mýri í Skagafirði og var kona hans
Sigriður Davíðsdóttir bónda á
Krýnastöðum. Séra Magnús vígðist
1857 aðstoðarprestur að Múla og
kvæntist ári síðar Vilborgu Sigurðar-
dóttur, bónda á Hóli í Kelduhverfi,
Þorsteinssonar. Sumarið" 1860 fékk
séra Magnús veitingu fyrir Hofi á
Skagaströnd og fluttist þangað þá \
þegar. En 6. ágúst 1867 fékk hann |
veitingu fyrir Skorrastað og mun
hafa fluzt þangað vorið eftir. Jón
Magnússon ólzt upp hjá foreldrum
sínum og hefir því átt heimili á |
Skorrastað frá þvi að han.n var 91
ára og til þess er hann sigldi ti! há- i
skólans í Kaupmannahöfn sumarið
1881. En 21. marz 1883 fékk séra
Magnús Laufásprestakall og var þar |
upp frá því til æfiloka. Hann varð i
þjóðkunnur maður fyrir starfsemi
sína í bindindismálum, áður en Góð- í
templarareglan komst hér á fót. Séra
Magnús andaðist í Laufási 19. marz |
1901, en frú Vilborg lifði eftir það
mörg ár og andaðist háöldruð hér í
Reykjavík hjá Jóni syni sínum.
Jón Magnússon kom í skóla haust-
ið 1875 og útskrifaðist þaðan 1881.
Var hann alla skólatíð sína hjá Jóni
rektor Þorkelssyni, en kona rektors,
frú Sigríður, var föðursystir Jóns.
Að loknu latínuskólanámi fór Jón
a haskolann i Kaupmannahöfn og las
þar lög í 3 ár, en hvarf þá heim aft-
ur og varð haustið 1884 skrifari hjá
Júlíusi Havsteen amtmanni á Akur-
eyri. Þar mun hann hafa verið í 5
ár. En haustið 1889 fór hann aftur
á háskólann og lauk þar þá laganámi
á skömmum tíma, útskrifaðist 29. mai
1891, með hárri einkunn. Litlu síðar
3. júlí sama ár, var hann skipaður
sýslumaður i Vestmannaeyjum og
þjónaði þvi embætti í 5 ár, en var
3. febrúar 1896 skipaður ritari við
landshöfðingjadæmið, eftir Hann-
es Hafstein, sem þá varð sýslumaður
i Isafjarðarsýslu, og gegndi Jón þvt
embætti þangað ti! stjórnarbreyting-
in komst hér á í ársbyrjun 1904.
Sumarið 1902 kom Jón Magnússon
fyrst á þing og var þá fulltrúi Vest-
mannaeyja. Þetta var á þeim árum,
er deilurnar stóðu milli Heimastjórn-
arflokksins og framsóknarflokksins
eldra, eða Valtýsflokksins, um stjórn-
arfarsbreytingu þá, sem í vændum
var, og 1902 gaf Alberti, sem þá var
íslandsráðherra, Alþingi frjálst val
milli frumvarpa beggja flokkanna.
Dr. Valtýr Guðmundsson hafði á
undanförnum árum verið þingmaður
Vestmannaeyja, og var það mál
mánna, að enginn gæti ráðið þar nið-
urlögum hans annar en Jón Magnús-
son, með þvi að Þorsteinn heitinn
Jónsson læknir, sem þá var forvígis-
maður Eyjamanna í flestum málum.
studdi af alefli kosningu dr. Valtýs.
Það fór líka svo að Eyjamenn kusu
Jón, og naut hann þar vinsældanna
frá sýslumannsárum sínum. Féllu
við^ kosningamar 1902 foringjar
ð^ggja flokkanna, Hannes Hafstein í
Isafjarðarsýslu fyrir Skúla Thorodd-
sen og dr. Valtýr í Vestmannaeyjum
fyrir Jóni Magnússyni. Hafði Jón
fram til þessa látið stjórnmáladeil-
urnar afskiftalausar, enda líka haft
annamiklu embætti að gegna þau ár-
in, sem þær höfðu staðið yfir. Og
á Alþingi 1902 féllu deilurnar niður,
með því að alt þingið félzt á frum-
varp það, sem ^Hannes Hafstein og
Heimastjórnarflokkurinn fylgdu fram
en þar í var ákvæðið um heimflutn-
ing æðstu stjórnar landsins frá Kaup
mananhöfn til Reykjavíkur. Komst
stjornarfarsbreytingin á samkvæmt
þvi, og féll þá embætti Jóns Magn
ússonar niður með landshöfðingja-
embættinu. Segja ktinnugir, að hann
hafi þá helzt kosið að fa sýslumanns-
og bæjarfógetaembættið á Akureyri
eftir Klemens Jónsson, sem hlaut nið
nýstofnaða landritaraembætti, en
horfið var frá því fyrir mjög svo
eindregin tilmæli Hannesar Hafstein,
sem vildi fyrir engan mun missa
hann úr stjórnarráðinu, og varð Jón
þá skrifstofustjóri í kirkju og kenslu-
máladeild þess, og gegndi hann því
embætti í fyrri ráðherratið H. Haf-
stein, fram til 1909.
Á þeim árum óx vegur Jóns Magn
ússonar mjög mikið á Alþingi, og
einkis manns ráð og tillögur mun H.
Hafstein hafa meira metið en hans
ráð og hans tillögur. I öllum hinum
meiri og vandasamari málum, sem
Alþingi vann að á þeim árum, átti
Jón Magnússon mikinn þátt og góð-
an, og fór álit hans sívaxandi, bæði
meðal samherja hans og andstæðinga
i stjórnmálum. Hann ávann sér með
framkomu sinni allra traust, enda
þótt hann væri einbeittur flokksmað-
ur. Hann. var einn þeirra þing-
manna, sem sæti áttu frá Islands hálfu
í sambandslaganefndinni veturinn
1907—8, og eftir það var lausn sam-
bandsmálsdeilunnar mesta áhugamá!
hans.
I ársbyrjun 1909 varð Jón Magnús
son bæjarfógeti í Reykjavík, og hefir
hann tvímælalaust verið einn af lærð
ustu lögfræðingum' og beztu dómur-
um þessa lands á sinni tíð. Þessu
embætti gegndi hann til þess er hann
varð forsætisráðherra í ársbyrjun
1917.
Hann tók við stjórnartaumunum á
örðugum tímum, þegar vandræðin,
sem stöfuðu af samgönguhindrunum
heimsstyrjaldarinnar og margskonar
ófriðarráðstöfunum, surfu sem fast-
ast að. Var þá fyrst myndað hér
samsteypuráðuneyti, að dæmi annara
þjóða, til þess að allir aðalflokkar
þingsins ættu ítök í stjórninni og bæru
ábyrgð á henni, og átti með því að
hindra, að' flokkadeilur' heimafyrir
yrðu til þess að auka vandræðin úi
á við. Þótti flestum seifl Jón Magn-
ússon væri þarna sjálfkjörinn til for-
göngu, og varð hann fyrsti forsætis-
ráðherra Islands, enda tók hann sæti
i stjórninni sem fulltrúi stærsta þing-
flokksins, en það var Heimastjórnar
flokkurinn. Sigurður Jónsson frá
Yztafelii varð fulltrúi Framsóknar-
flokksins (nýja), en Björn Krist-
jánsson fyrst og síðar Sigurður Egg-
erz fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Jón
Magnússon var þarna réttur rnaður
á réttum stað, og engin fjarstæða er
það, að efast um, að nokkur annar
af stjórnmálamönnum okkar hefði
getað gengið þar í hans spor. Lægni
hans og lipurð, yfirburða vitsmunir
hans, samvizkusemi hans og sann-
girni á allar hliðar, gerðu honum
fært að fara svo með æðstu völdin,
að flokkarnir sættu sig við sam-
steypuráðuneytið áruni saman, og
fyrir milligöngu hanS náðist svo það
mark, sem Islendingar höfðu sett sér
í sjálfstæðismálinu. Sú úrlausn, sem
fékst í sambandsrfiálsdeilunni 1918,
undir hans handleiðslu, gerir nafn
hans ódauðlíegt í stjórnmálasögu
þessa lands. Saga þessa máls á síð-
asta áfanganum er enn óskráð. Jón
.Magnússon lét ekki blása í lúðra fyr-
ir sér, út af því verki fremur en.
öðrum. Hann gerði ekkert til þess
að miklast af því'sjálfur. Hann lét
sér nægja að málið gekk fram. Um
heiðurinn deildi hann við engan.
Fram til 1914 sat Jón Magnússon
á þingi fyrir Vestmannaeyjar, en
vorið 1914 varð hann þingmaður
Reykvíkinga, og var það til haustsins
1919. Þá féll hann hér við kosning-
ar, en þingmenn Reykvíkinga urðu
þeir Sveinn Björnsson og Jakob Möll
er. Var Jón erlendis meðan á kosn-
ingahríðinni stóð og má vera, að það
hafi nokkru um valdið. Alþingi, sem
saman kon> snemma árs 1920, ónýtti
kosningu Jakobs og ákvað, að ný
"kosning skyldi fram fara. En engan
þátt vildi Jón eiga í því og aftók með
ö!lu að bjóða sig aftur fram í Reykja
vík. Ráðuneytið fór alt frá. En
þingið vildi ekki missa Jón Magn-
ússon úr stjórninni og fól honum að
mynda nýtt ráðuneyti, enda þótt hann
væri þá ekki þingmaður. Tóku þeir
þá sæti i stjórninni mdð honurp, Pét-
ur Jónssbn frá Ga'utlöndum og Magn-
ús Guðmundsson. En. fyrir Jón
Magnússon var þetta traustsyfirlýs-
ing, sem gerði miklu meira en að
bæta upp kosningaósigurinn í Rvik
skömmu áður. Var Jón svo áfram
forsætisráðherra fram á þingtímann
1922. En þá beiddist hann lausnar
eftir áskorun frá Framsóknarflokkn-
um, á« þess að vantraustsyfirlýsing
væri borin fram i þinginti. Myndaði
þá Sigurður Eggerz stjórn, er sat
að völdum fram á þingtíma 1924. Þá
hafði hinn svonefndi borgararflokk-1
ur sigrað við nýlega afstaðnar kosn-
ingar. En við landskjörið 1922 hafði
Jón Magnússon aftur orðið þing-
maður, og fengið hæsta atkvæðatölu
af þeim, sem í kjöri voru. Sýndi
það sig, er Alþingi kom saman 1924,
að enginn gat safnað um sig fylgi
til nýrrar stjórnarmyndunar þlnnar
en hann, svo að hann myndaði þá
ráðuneyti í þriðja sinn, og hefir það
siðan farið með völdin.
Hér hefir nú aðeins stuttlega verið
litið yfir áfangana í stjórnmálaferli
Jóns Magnússonar. Um starf hans
að einstökum löggjafarmálum er ekki
hægt að ræða að gagni í stuttri blaða
grein. Hann hefir átt sæti í mörg-
urh nefndum Alþingis og mörgum
milliþinganefndum, sem lagt hafa
grundvöll nýrra laga eða lagabreyt-
inga á ýmsum sviðum, og hann hefir
átt mikinn þátt í flestum eða öllum
þeim málum, sem á siðustú áratugum
hafa komið fram og skyld eru sjálf-
stæðismálinu, svo sem stofnun laga-
skólans og síðar háskólans, heini-
flutningi hæstaréttar o. s. frv. Eftir
að hann tók við stjórnarformensk-
unni hlaut áhrifa hans að gæta meira
eða minna á öllum sviðum þjóðlífs-
ins. Hann var kirkju- og kenslu-
málaráðherra, jafnframt því sem
hann var forsætisráðherra. A kirkju-
málasviðinu veit Lögr. ekki til þess,
að" hann fylgdi fram nokkrum nýmæl-
um. En á kenslumálasviðinu átti
hann mikinn þátt í öllum þeim nýmæl
um, sem þar koma fram, eftir að
hann tók að hafa afskifti af almenn-
um málum, setningu fræðslulaganna,
háskólastofnuninni o. s. frv. A at-
vinnumálasviðinu var hann i hópi
þeirra manna, sem lengst gengu í
breytingaáhuga, var með járnbrautar-
lagning, fossavirkjun, áveitum í
stórum stil o. s. frv. Yfirleitt var
hann frjálslyndur framfaramaður,
jafnvel að sumu leyti ekki fjarlægur
ýmsu í skoðunum jafnaðarmanna, en
þótti mjög kenna hjá þeim öfga á1
síðari árum. Menn verða að gæta
þess, að eftir að hann tók við völd-
um, hafði ófriðarástandið umturnað
öllu, svo að meginhugsun þeirra
manna, sem um stjórnartaumana
héldu, hlaut að snúast að því, að l
gæta þess, að þjóðfélagið kollsigldi -
sig ekki í því umróti. Og þessi tími
er ekki um garð genginn enn, er Jón
Magnússon.fellur frá. Oll framkoma
hans á stjórnarárum hans verður kð
dæmast með fujlu tillíti til hins ó-
venjulega ástands, sem þá var ríkj-
andi.
Fundið var að ýmsum stjórnarat-
höfnum Jóns Magnússonír, og sum-
ar þeirra voru hart dæmdar. Stund-
um var það gert ærið óvingjarnlega
og oft ómaklega. En. allir, sem nieð
völd fara, verða að venja sig við,
að láta slíkt ekki á sig fá um of. Það
gerði Jón ekki heldur. Hann tók
öllu slíku með mestu stillingu, vildi
jafnvel ekki að ansað væri árásum á
sig, ef honum fanst það eiga að
liggja í augum uppi, að þar væri
farið með fjarstæður. ‘Eg minnist á
það á þingi," sagði hann stundum, ef
hann var spurður, hvoTt honum
fvndist ekki rétt, að einu eða öðru af
slíku tæi væri andmælt, eða ummælin
leiðrétt. Og svo lét hann þau flakka
afskiftalaus. “Þeir /eru altaf að
tuggast á því, að eg sé enginn. skör-
ungur’’, sagði hann einu sinni við
ritstjóra þessa blaðs, er hann kom inn
til hans, og lagði um leið brosandi
frá sér blað, sem hann var að lesa.
“En hvenær hefi eg sagst vera skör-
ungur, og hvað ætla þeir 'með skör-
ung að gera?” bættl hann við. —
Þessa tals um vöntun á skörungsskáp
hjá Jóni Magnússyni verður enn
vart í eftirmælagreinum um hann i
blöðunum. En hver hefir verið at-
kvæðamesti maðurinn hér á landi á
síðustu árum? Hver hefir ráðið
mestu — hver verið ráðríkastur ? Er
það ekki einmitt þessi maður, sem
mest er brugðið um vöntun á skör-
ungsskap? Hann hefir nú endað
æfiskeið sitt svo, að hann hefir skot-
ið öllum skörungum landsins aftur
fyrir sig. Hann hefir ekki gert það
með oflætisfullri framkomu, ekki
með ofbeldi, ekki með því að fá hlað-
ið á sig lofi, heldur með yfirburða-
vitsmunum samfara fágætri sam-
vizkusemi í öllum störfum og sann-
girni á allar hliðar. SannJeikurinn
er sá, að Jón Magnússon var maður
fastur fyrir, kappsfullur, ef því var
að skifta, og kjarkmaður miklu meiri
en ýmsir þeir, sem mikið berast á.
Honum var ekki létt um mál. • En
samt var því svo varið, að í orða-
sennum á Alþingi fór hann. aldrei
halloka fyrir neinum. Starfsmaður
var hann mikill og fljótur að skilja
hvert mál, þótt hann færi sér oft
hægt, er hann skyldi láta uppi álit
sitt á því. öllum mönnum, sem með
honum unnu, var vel til hans, "bg yfir-
leitt var hann finsæll maður og mik-
ilsvirtur af almenningi, bæði nær og
fjær.
Hann. kvæntist 12. mai 1892 Þóru
Jónsdóttur Péturssonar háyfirdómara,
ágætri konu, og hefir sambúð þeirra
verig hin bezta. Börn eignuðust þau
engin, en kjördóttir þeirra var Þóra
Guðmundsdóttir læknis í Stykkis-
hólmi, systurdóttir frú Þóru. Hún
var gift Oddi Hermannssyni skrif-
stofustjóra, en andaðist í inflúenzu-
veikinni haustig 1918.
Jón Magnússon var um eitt skeið
vel efnaður maður. En forsætisráð-
herraembættið mun hafa reynst hon-
um útgjaldafrekt. H(ann var höfð-
ingi i lund og ör á fé, og sást ekki
fyrir þótt hann legði fram fé frá
sjálfum sér í þarfir embættis síns og
stöðu sinnar.
J. M. hafði hlotið mörg heiðurs-
merki og voru þau þessi: stórkross
Fálkaorðunnar, stórkross IJanne-
brogsorðunnar og heiðursteikn Dan-
nebrogsmanna, stórkross hinnar
finsku hvítu rósarorðu, kommandör-
kross heiðurs legionarinnar frönsku,
stórkross ölafs helga og stórkross
hinnar pólsku orðu Polonia Resti
tuta.
Jóns Magnússonar hefir verið mjög
vel og vingjarnlega minst í mörgum
helztu blöðum Dana.
(Lögrétta.)
• * *
Jón Magnússon var mikilhæfur
starfsmaður. Þegar hann var ný-
orðinn landritari, vorum við eitt
kvöld , Reykjavikurklúbbnum. Þar
var dans og Jón Magnússon fór heim
klukkan. 2 um nóttina, en þegar eg
kom heim lukkan 4 um morguninn,
var Ijós á skrifstofunni hans. “Þú
klárar þig á þessu,” sagði við hann
daginn eftir, “og það á fáum árum.’”
“Já, á 15 árum,’’ svaraði hann, en
nnkkru siðar létti hann eitthvað á
sér við þag sem þá var.
Við Jón Magnússon höfðum mikið
saman að sælda framan af. Hann
tók mig til þess að hjálpa sér við út-
gáfu landhagsskýrslna, og viðurkendi
ávalt, að eg hefði betri þekkingu á
statistiks en hann. Einu sinni sagði
hann við mig. Eg held að þetta sé
eitthvað það bezta, sem þú hefir
gert af statistik”. Það var yfirlit
yfir fædda og dána 1880—1901, og
skýrsla um gifta frá 1827—1900, og
voru einskonar eftirmæli 19. aldar
að þesu leyti. Oft þurfti eg 1—200
krónur og fór til hans með það; vana
lega svarið var. Þú hefir gert meira •
vanalega en sem því svarar,” og féð
var jafnan auðsótt. —
Okkar samkynni, meðan hann var
landritari, náðu líka inn á lögíræðfs-
I sviðið. Landshöfðinginn lét mig
svara fyrirspurnum út af tolli eða
skattheimtum. Landritarinn sagði svo
eitt sinn um málið: “Þar var hann
svo miklu meiri lagamaður en eg.’r
Hann lagði stund á þýzka lögfræði,
og var að eg hygg bezti lagamaður á
landinu, þangað til háskólanum óx
fiskur um hrygg. Þegar Jón Magn-
ússon var orðinn bæjarfógeti, kvað
að jafnaði við í stjórnarráðinu um
hvert vafamál: “Hvað ætli Jón
Magnússon segi um það?” Otal
sinnum var hann spurður, svo stjórn-
in fékk að vita hvað hann sagði.
Sem æðsti valdsmaður landsins
var hann fyrst og fremst diplómat.
Hann forðaðist að gera úrskurði,
sem rækju sig á, svaraði afarlitlu
vanalega, sem ekki er svo furðulegt,
þar sem hann alla sína löngu em-
bættistíð var að semja álit og úr-
skurði, sem aðrir áttu að leggja síð-
asta smiðshöggið á. Enginn maður’
hafði betri þekkingu á íslenzkum
stjórnarstörfum en J. M., og það
held eg allir hafi viðurkent, þegar
hann varð ráðherra. Hans stjórnar-
aðferð var eins og fljótsins, mundi
Confusius hafa sagt, — sem starfar
án þess að strita, og vinnur, eða
tekur þátt í afgreiðslu málanna, án
þess að nokkur maður finni til þess.
1 Indr. Einarsson.
—Isafold.
* * *
Það var sagt við mig í dag, að eg
mundi hafa þekt Jón Magnússon
einna bezt þeirra manna, sem unnu
með honum undanfarin 30 ár. —
Kann satt að vera.
Og svo var eg spurður, hvað seg-
ið þér um manninn — um mann-
kosti Jóns Magnússonar?”
Eg segi þetta:
Hann var — nei, eg deili ekki við
neinn um það, hver hafi verið mestur
maðurinn hér á landi undanfarinn
mannsaldur, en Jón Magnússon var,
að mínu viti, gætnasti og vandaðasti
maðurinn, hann var einn heiðarleg-
I asti og bezti maðurinn.
Þess vegna var hann lánsmaður.
Þess vegna var því líkast, sem þjóð
inni yrði alt það til gæfu, sem hann
lagði á gerva hönd, og það var bæði
margt og niikið.
24. júní 1926.
G. Björnson.
—ísafold.
---------x---------
íþrótta- og fimleikanám-
skeiðið
í islcnzkn hygSunum í NorSur-
Dakota.
Nú hefir því verið komið í fram-
kvæmd hér í bygðunum, á Mountain,
Garðar og Hallson, sem var töluvert
talað og ritað um síðastliðinn vetur,
nefnilega það að halda námsskeið
í fimleika- og íþróttaæfingum fyrir
ungmennin.
Byrjað var á námsskeiðinu þanu