Heimskringla - 04.08.1926, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.08.1926, Blaðsíða 6
iLiAÐS [Ð a HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. ÁGÚST 1926. Farþegar Svölunnar. Eftir Sir Gilbert Parker. Niðurl. Þetta kvöld átti Junie frásöguvert viðtal 1X0 Gustave Flavelle, sem hafði komið að heim- sækja' hana, Hún sagði honum að Rothsay Hecklar hefði oftar en einu sinni reynt að finna sig — án þess vitanilega, að vita hver hún var -— að hún hefði forðast hann, en að hún hefði nú ákveðið að hafa tal af honum. Gustave Flavelle reyndi að telja hana af því. Hann fékk hugboð um að ilt mynidi af því hljót- ast, og stakk upp á því að þau skyldu halda eitt- hvað suður á bóginn, því að nú voru peningarnir komnir frá vinum hans, og leita sér að einhverj- um afskektum stað til að lifa ugglaus við fjanld- mennina, og óáreitt af hefndarástríðunum. “Junie mín,” sagði hann, ‘‘tekur það því að hata hann nú? Þú hefir mig. — Þú ætlar þó ekki að drepa hanm?” Hún þagði um augnablik og sagði svo: “Eg hefi nú einu sinni tekið þetta í mig, .... en vertu óhræddur; eg ætla ekki að drepa hann, eins og þú heldur, — ekki.eins og þú heldur. Nei. Það yrði of óskemtileg endurminjning fyrir þig, góði minn. Ef eg dræpi hann, þá myndi það skilja okkur. Það væri gott þín vegna; en að hugsa sér hnífstungu eða kúlugat — nei, það er of ruddalegt .... altof. Hlustaðu n|ú á mig, Tom Stormont boð, og Gustave Flavelle hafði lof að henni að mæta til að fá ákveðið svar um hagi þeirra í framtíðinni. Það var ein af hinum frábæru óútreiknanlegu tilviljunum þessar til- veru, sem sífelt eiga sér stað, að Gustave Flavelle datt ekki anlnað í hug en að þetta væri sérvizka hennar. Að kasta sér í faðm hans, þar sem náttúran hristi makkann, stolt í veldi sínu, fanst honum vera í beinu samræmi við hina einjkenni- legu lund Junie Cavour. Enn eina persónu vant- aði, Madeline Hecklar, — hina alsaklausu kyn- systur hennar — hún þurfti líka að vera við- stödd. Og Junie Cavour vissi að bréfið, sem hún sendi lymni, myndi duga, Það kveikti for- vitni, gaf ávænling af dularfullu ranglæti, hvískr aði óljóst um að dánir lifðu Qg að hamingja væri ekki óhugsanleg. Já, Madeline myndi koma. Morguninn kom og dagurinn leið. Um kvöldið klæddi Junie Cavour sig í brúðarskrúða. Klukkani níu fór hún úr kofa sínum niður að ánni, reri rólega yfir um, og gætti þess vandlega að halda sér fyrir ofan sogið og hringiðurnar, sem byrjuðu talsvert langt ofan við fossinn. Einhver beið á bakkanum þar sem hún lenti. t'að var Rothsay Hecklar, kominn þangað á stefnumót við farþega Svölunnar, að hennar boði — óljósu, dylgjulegu boði, sem verkaði eins og græðandi smyrsl á hugaróróa hanis eftir fund þeirra Stormonts daginn ður. Hún benti hon- um að koma út í bátinn, og hann hlýddi. Taf- arlaust ýtti hún frá lanidi. Hann ætlaði að færa sig nær henni, en hún bannaði í breyttum róm: “Nei, ekki nær — ennþá. Við fáum nægan tíma til viðkynningar — bráðum”. Hún reri út á ána, að Gustave minn. Eg veit að þú ættir að fara til Evrópu — komast til siðaðra landa; eg veit að • en lét berast með straumnum, í stað þess stúlka bíður og syrgir, af því þú kernur ekki. i halda á móti honum til þess að forðast háskanln. En — þú ferð ekki. Hvers vegna? Af því að .Tunglið óð í skýjum. Hann, grunlaus, tók ekki þú ert svo góður. Þú hugsar um mig. Þú getur eftir hvert bátinn bar. Júnle Cavour stóð snögg ekki farið og tekið mig með þér; þú vilt ekki ]ega á fætur og kveikti í þurrum sprekum, sem yfirgefa mig......Æ! Ó! Gustave, kystu mig ekki svona. Þú ert svo sterkur.......Uss! Þú mátt ekki segja það, sem þér býr í huga. Þú verður að vera sjálfum þér trúr — Frakklandi trúr. Svona; þú verður að gleyrna mér. Eg fór með þér vegna þess að eg var þreytt á lífinu þar, og nú erum við hingað komin, góðir vinir; er það ekki nóg? — Jú! og meira en nóg, — og þannig skiljum við — bráðum.” Hann greip fram í fyrir henni: ‘‘Nei, nei, Junie njín! Eg þekki hjarta þitt, og þessu skal nú ráðstafað eftir mínu höfði. Þú hættir lífi þínu — öllu — mín vegna” — ákveðið bros lék um varir hans — ‘*og eg sver það við alt sem heilagt er, að eg skal ekki yfirgefa þig; þú skalt fara með mér, ekki sem Junie Cavour, heldur Junie F.......” Hún tók hendinni alvarlega fyrir munn hans áður en hann gat sagt föður- nafn sitt. “Guð minn góður! Hættu nú!” sagði hún. ‘‘Það er ómögulegt, Gustave minn Augun flutu í tárum. Hún kastaði höfðinu til snögglega og hopaði þrjú skref frá honum, tók höndunum í pilsin og steig fáein dansspor, djarflega og lipurt eins yndislega og hrífandi og þó hún hefði verið á leiksviði. “Sjáðu nú til, barnið gott,” sagði hún. “Eg er Junie Cavour, dansmærin, sem allur heimurinn þekkir sem vin- konu landsstjórans á Nýju Caledóníu........Að giftast þér? Nei! Nei!” Aftur sveif hún í dansi fáein spor, hætti snögglega, hljóp til hans og féll á kné við hlið hans og sagði blíðlega: ‘‘Gustave, góði minn; já, við verðum að skilja fyrir fult og alt; .... en í kvöld, aðeins í kvöld hugsa eg mév að það liðna hafi aldrei skeð og að það ókomna komi aldrei; að nútíðin) sé það eina, og öll henn- af sæla.” Hann strauk hár hennar blíðlega og hugs- aði urn, hve dýrmætum tilfinningum hún byggi yfir; hvaða áhrif hún hefði haft á sig, ef hann hefði kynst henni fyrir löngu síðan. Eftir langa þögn sagði hún: “Gustave; aðeins fáum hlotnast að lifa fullu lífi. Það eru þeir, sem skynja fyrir mannkynið, sem hefir mentað þá. Þetta sagðir þú í einni bók þinni fyrir mörgum árum........Sérðu nú! Mér hefii fallið alt í skaut. Alt, Gustave. Þetta og hitt — söngur fuglsins og eitur nöðrunnar, dögg rósarinnar og brunasviði hjartans, farg óréttlæt- isins, völd og metorð, tækifæri til að hefna og” — hún hikaði. Og hvað, Junie?” ‘‘Og nú loksins veglyndi — og ást. Er það ekki nóg?” Úti þaut stormurinn í gjánni með voða- krafti, og regnið fossaði. Á morgun myndi áin belja í vexti með tignarafli niður að Hebron-foss- unum, og steypast þar þúsund fet í hyldýpið. En í kvöld lifði Junie í sólskini, sem átti ekkert skylt við það virkilega í kringum þana. x Alt se'rn hún gerði, var gert með nákvæmni. Nú hvíldi hún sig áður en að stærsta atriðinu i leiknum kæmi. Afstaða hvers leikanda var á- kveðin,' hugsuð og útreiknuð. Hún vissi, að þegar afl forlaganna hafði dregið alt á sinn stað, myndu leikslokin ganga eftir hennar höfði; sig-1 urinn vera hennar, hver svo sem nyti ánægjunn- ar síðar meir. Óséð af Tom Stormont og Rothsay Hecklar, hafði hún horft á það sem fram fór við námuna. Eftir það hafði hún tekið ákveðið í örlagataumana. Hún eendi bréf til Rothsay Hecklar, sem hún vissi að myndi draga hann á ákveðinn stað á bakka Hebron-árinnar, á á- kveðimii stundu annaðkvöld. Hún hafði sent er hún hafði í járnhripi aftur í bátnum. Nú voru þau rétt komin að strengjunum í ánni, og hann sá hættuna. í því augnabliki sneri hún sér að honum. Andlitið upplýst af bálinu. Hann sást einnig greinilega í bjarmanum. Hann þekti hana. “Þú! Þú!. Ó! þú vinakona Gustave Flavelles!” stundi hann. Líkami hennar titraði af geðshræringu. — Hún talaði lágt en! ákveðið: ‘‘Já, eg er— vin- kona Gustave Flavelles. Þú þekkir mig, Roth- say Hecklar. Réttvísin hefir víða leitað, og nú loksins hefir hún fundið þig.” Hún benti niður að fossunum. “Guð minn góður! ó, guð! Þú hefir tælt mig hingað til þess að drepa mig!” > Hún lyfti árunum á loft og kastaði þeim i ána. ‘‘Það er ekki eg, sem rpk reiðarslagið,” sagði hún; “því er stjórnað af himnavöldunum.” Hún benti til bakkans. komstu þangað ef þú getur. Hann neri saman lófunum í örvæntingu. “i>ú kæfðir barnið mitt,’> sagði hún; “og nú éttu vjð hefndarþrá móðurhjartans, er hefir ver- ið kæfð niður í öll þessi ár.” “Þú ert frá þér! Þú ert brjáluð!” veinaði hann. ‘Já, eg er brjáluð, Rothsay Hecklar; því það er brjálsemi að lifa. Og að deyja — ó! það hefði getað verið svo alt öðruvísi! Barnið mitt! Faus- tina mín! sem eg sé aldrei aftur; því ekki fæ eg aðgang þar sem hún dvelur. En þú verður að fylgjast með mér að dómstóli drottins!” Hann var dofinn af ótta. Nú voru allar vonir úti. Fossinn! Fossinn!” æpti hanrn. “Það úti um okkur!” ‘‘Já,” sagði hún eins og í draumi; eins og hún hugsaði ekki frekar um hann, eftir að hafa kveðið upp dóm hans. “Já, það er úti um okkur bæði, þig og mig. Við siglum hratt og langt í kvöld. Sjáðu!” Hún benti til bakkans niður með ánni. “Konan þín og Gustave Flavelle og Tom Stormont á klettunum fyrir ofan þau. Þau vita alt núna!” Rétt í þessu augnabliki greindu þau, sem á bakkanum stóðu, hver sigldu þar til heljar. Konan varð örmagna af skelfingu; en Gustave Flavelle hrópaði harmþrunginn: ‘Ó, Junie! Guð minn góður! Junie komdu! Komdu aftur!” Báturinln þaut nú í soginu, sem hélst óbrotið alla ieið niður að fossinum. Rothsay Hecklar kraup á hnjánum og starði lostinn af skelfingu út í myrkur gjárinnar framundan. — Junie Ca- vour sneri sér að bakkanum. Rödd hennar hljómaði skýrt: “Gustave; góði minn — það er hin volduga réttvísi. Vertu sæll! .... Hinar rétt mætu bætur! Vertu sæll!” bætti hún við, þeg- ar hún sá Tom Stormont mállausan af geðs- hræringu, stökkva niður klettana til hinna tveggja, sem hann nú fyrst sá. Þögn hvíldi yfir öllu — nema fossinum. — Hann þrumaði stanzlaust: Nær! nær! Rothsay He-cklar féll meðvitundarlaus í bátnum. Junie Cavour kysti á fingur sína til bakkans, sneri sér snögglega og horfðist róleg í augu við dauð- ann, um leið og báturinn skauzt sem ör ofan í hyldýpi eyðileggingarinnar. Madeline Hecklar hneig lémagna; en Tom St.ormont greip hana í faðm sinn. Endir. Innblástur málarans. með ‘ ‘Ertu nú orðin vel frísk, góða?” “Stáihraust,” svaraði unga stúlkan lágri röddu. “Og þú ert ánægð, Rósa?” “Fyllilega.” Það glaðnaði yfir frú Vallery að heyra þetta svar. ‘‘Já, eg er viss um að þú verður gæfurík; og þú ert það nú þegar, er það ekki satt?” Dálítið skalf Rósa; en hún hafði ásett sér að vera kjarkgóð, og svaraði því játandi. Rökkrið var byrjaö og grafarþögn ríkti í stóru stofunni. ‘‘Eg held mig langi til að vera einsömul dá- litla stund, mamma, svo geturn við drukkið te seinna.” Frú Vallery laut niður og kysti dóttur sína. “Já, aðeins við tvær, góða barnið mitt.” Hún gekk út úr stofunni, og Rósa sat lengi í djúpum hugsunum alveg kyr. Þegar niðamyrkt var orðið í stofunni, stóð hún upp, gekk að borðinu og kveikti á lampa, sem þar stóð. Hún settist niður til að skrifa eitthvað, sem henni hafði dottið í hug, . áður I sem rauf hana, Þeir settust þar og töluðu lengi um listina. Það var Pengelly, sem fyrst byrjaði á öðru efni. “Við höfum þekt hvor annan lengi, Castile.” “Já, mjög lengi,” svaraði Castile og leit upp hlæjandi. “Og höfum verið góðir vinir.” ‘‘Já, það höfum við verið.” “Ert þú nú ánægður, Castile?” Hann kom með þessa spurningu kæruleysis- lega, og þó var eitthvað í röddinni, sem benti á að liún væri þýðingarmikil. “Já, algerlega ánægður, Pengelly,” svaraði hann. ‘Þú og eg Ijúgum ekki hvor að öðrum. Cas- tile?” “Nei, við Ijúgum ekki hvor að öðrum.” ‘‘Algerlega ánægður?” “Já, fullkomlega ánægður.” Nú varð þögn um stund; svo byrjaði Castile aftur: “Hvers vegna spyrðu um þetta?” “Af þeirri ástæðu að eg vildi vita það — það er alt.” ‘Og þig furðaði á því, að ég sagðist vera á- nægður?” ‘‘Já, eg varð hissa.” Nú varð aftur þögn; en það varð Pengelly. en hún gleymdi því. Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og sat hugsandi, þangað til hún heyrði klukkuna slá fimm; þá greip hún pennann og fór að skrifa með hægð, til þess að geta valið beztu orðin. Ljósið frá lampanum skein á andlit hennar og sýndi mörg rauð ör, þar sem áður hafði verið svo yndisleg fegurð. Unga stúlkan hélt áfram að skrifa unz hún var búin; þá tók hún bréfið og las það yfir. Að því búnu hljóðaði hún lágt, huldi andlitið í hönd- um sér og grét. Hún sat ennþá kyr, þegar móðir hennar kom inn í stofuna, gekk til hennar og tók hana í faðm sinn. “Elskan mín, elskan mín!” stamaði hún. Þær voru lengi í þessum‘stellingum. Unga stúlkan skrifaði eftirfarandi bréf til mannsins sem hún elskaði: “Elskan mín! Þú hefir verið mér svo góður, og eg veit, að það hefir verið erfitt fyrir þig að mega ekki koma til mín. En eg verð ennfremur að biðja þig, að heimsækja mig ekki oftar. Mig furðar á því, að eg skuli geta skrifað þér þessi orð, elsku vinur rninn, en eg verð að gera það, eg neyðist til þess, og eg er sannfærð um, að þú verður við bón minni. Þú hefir heyrt hvað mér vildi til þessa voða . , ,, legu nótt, að'eg skemdist af bruna og lemstrað- ^arna er u oruggur, jg^ þegar eg reyndi að komast út úr eldhafinu Og geinna skrifaðir þú mér þessi alvarlegu og ástríku bréf, og sagðist ekki skilja þetta til hlítar, en sagðist ekki ætla að koma, fyr en eg leyfði það. Eg sagðist skyldi gera þér boð, því þá þorði eg ekki að hugsa um, að eg gæti aldrei gert það, en nú er eg kjarkmeiri en þá; en þú mátt ekki hryggjast.-þó þú haldir að eg sé það. Eg held þú skiljir mig, að það er bezt fyrir okkur bæði að sjást ekki oftar. Eg skal nú ekki skrifa meira. Ó lofaðu mér að lifa við minn bjarta draum, við bergmál þinnd, ástríku, heimskulegu orða, að eg væri ímynd all' hins göfuga, góða og fagra. Á meðan eg á hunn, verð eg aldrei óánægð. En ef þú tæki: bann frá mér. og vildir endurgjalda hann með meðaumkvun og hluttekningu, myndi eg n.ium ast geta þolað það. Vertu sæll, minn eigin elskulogi Rósa.” * * * Arthur Castile hafði staðið við pentgrind- ina og málað af kappi, og á meðan höfðu þeir ekki talað eitt orð, hann og vinur hans, John Pengelly, sem sat og reykti meðan hann með að- dáun horfði á myndina, sem var nærri fulígerð. Málarinn lagði burstann frá sér, hálfóþol- inmóður. “Það er farið að dimma, Pengelly, eg held eg vinni ekki meira; eg er dálítið þreyttur í aug- unum.” Pengelly stóð upp og gekk að myndinni. “Mér'líkar hún,” sagði hann blátt áfram. “Ungfrú Vallery er mjög fögur.” “Já, er hún ekki fögur?” spurði málarinn. “Þú sagðir mér einu sinni að hún væri anda- gift þín. Manstu það?” “Já, það man eg. Hún er það enn, Pen- gelly.” ‘ Þá ert þú sannarlega heppinn maður,” sagði Pengelly hlæjandi. ‘‘Sumir okkar finna aldrei andagift sína eða innblástur, og meðal þeirra, sem svo eru hepnir, eru svo fáir sem giftast þeim. Eftir á að hyggja, Castile, nær á þessi stóri við- ffurður að eiga sér stað?” “Bráðum.” “Er ungfrú Vallery orðin jafngóð eftir ó- happið?” “Já, hún er orðin frísk áftur.” ‘‘Það er ánægjulegt að heyra. Já, mér lízt vel á þessa mynd, Castile, eg held að hún sé sú bezta, sem þú hefir málað.” ‘‘Þakka þér fyrir. ( Já, eg bjóst nú raunar við því, að þér myndi líka hún. En eigum við nú ekki að ganga inn í hina stofuna og reykja?” “Hvers vegna ert þú ekki í París, Castile?” spurði hann og leit á vin sinn. Að þessu hló Castile glaðlega. “Hefir þú talað við Allison?” “Já, eg hefi talað við Allison, og eg var dá- lítið forvitinn, eins og þú skilur.” “Og hvað sagði Allison?” “Allison sagði,” svaraði Pengelly alvarlega, “að þú myndir verða blindur. Hann sagðist líka hafa sagt þér þetta, og að þú vissir að það væri aðeins eitt sem gæti frelsað þig, og það væri að láta Cavour í París skera starblinduna af aug- anu. Han nsagði líka, að þessum uppskurði yTði að hraða. Hann hvatti þig til að eyða ekki einum degi, og lét takmarkið vera sex vikur — sex vikur frá þeirri stundu, þrjár vikur núna?” “Já,” svaraði Castile hiklaust. Pengelly stóð upp óánægður. “Hversvegna ertu þá ennþá hér?” hrópaði hann ásakandi. Arthur sagði honum ástæðuna, og stóð upp, gekk að hallborðinu sínu, tók þar nokkur skjöl og rétti Pengelly. Hann las þessi skjöl og leit svo á vin sinn, senx mætti augnatilliti hans rólega. “Eg skil sumt,” sagði hann, ‘‘en eg held að eg skilji ekki alt.” ‘‘Hvað skilur þú ekki?” Pengelly svaraði ekki, af því hann sá nú að hann hafði skilið alt. “Eg vildi að þú vildir segja mér það,” sagði hann blátt áfram. “Við erum þó vinir.” Arthur Castile sagði frá.” “Eg varð að velja,” sagði hann. ‘‘Það skil- ur þú auðvitað. Fyrst ætlaði eg að fara til henn ar þrátt fyrir þetta bréf, og segja henni að það gæti ekkert skilið okkur, og að draumar okkar héldu áfram að ve^x eins bjartir og þeir hefðu verið. En hvernig get eg nokkru sinni fengið hana til að skilja þet’ta, Pengelly, ekki að eins að fá hana til að reyna að trúa þessu, heldur til að vega henni fulla vissu? Og ef þetta skeður ekki þegar við sjáumst í fyrsta skifti, þá held eg það eigi sér aldrei stað. ó, lestu bréfin hennar aftur og sjáðu hvað eg á á hættu. “Ó, hugsaðu þér, Pengelly, ef svipur minn, þegar við sæjumst aftur, lýsti ekki ást og aðdá- un, en sorg og meðaumkvun? En það getur auðveldlega skeð, er það ekki? Þá gæti eg aldrei gert þau rangindi góð aftur. Ef þú skilur mig ekki, lestu þá bréfin einu sinni enn. Á eg að bíða?” ‘‘Nei, eg skil þig fullkomlega,” svaraði Pen- gelly. “Þú skilur að eg er óhultur — eins óhultur og nokkur maður getur verið — um sjálfan migl en eg er ekki viss um hana.” . “Já, eg skil þetta; eg hefi lesið bréfið henn- ar.” ‘‘Þá skilur þú alt; þ^í það er aðalatriðið. Eg þrái eins og hún að varðveita okkar dýrð- lega draum. Eg skal gera hann ógleymanlegan og bjartan, en ekki eins og hverfandi endurminn- ing. Því þó eg missi nokkuð, þá öðlast eg full- komna og óviðjafnanlega ást.” Arthur Castile þagnaði, og í augum hans blikaði ánægjan. “Eg sagði þér, að eg yrði að velja,” bætti hann við. “Var það heimskulegt að velja þann- ig?” Pengelly hafði setið niðurlútur, en nú leit hann upp á vin sinn. ‘‘Og hvað hugsar þú þér að gera?” spurði hann. Eg ætla að bíða þangað til að hættan. sem eg mintist á, er afstaðin, og þá fer eg til hennar. Eg ætla að bíða þangað til hún getur veitt mér móttöku með óhikandi gleði.” “Þú ætlar að bíða þangað til þú ert orðinn blindur.” sagði Pengelly með titrandi róm. “Já, eg ætla að bíða þangað til eg er orð- inn blindur,” svaraði hinn yfirburða glaður. Pengelly þagði litla stund, en sagði svo; “Eg vissi ekki að menn elskuðu á þenna hátt.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.