Heimskringla - 04.08.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.08.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. ÁGÚST 1926. _________ 1 ' ' Hdtnskringla (StofnaQ 1886) Kemar Öt á hverjnm mlQTlkudegi EIGBNDUR: VIKING PRESS, LTD. 863 og 855 SARGBNT AVE., WINNIPEG, Talnlmlt N-6537 VerTJ bla«sins er $3.00 árgangurinn bor»- is t fyrirfram. Allar borganlr sendist THE VIKING PREfiS 1/TD. 8IGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanftMkrlft tll blabnlnat THB VIKING PRESS, Ltd., Box 8105 (JtanfiMkrlft tll rltMtjörnnw t EDITOIt HEIMSKHINGLA, IKox 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is publisheð by The Vlklng Presn Ltd. and printed by CITY PRINTING & PUBL.ISHINO CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telepbonet N 6537 WINNIPEG, MAN., 4. ÁGÚST, 1926 íslendingar í Yesturheimi. Ræða flutt á fslendingadaginn í Winnipeg 2. ágúst 1926. Af séra Rögnv. Péturssyni Herra forseti! Heiðruðu nefndarmenn og gestir! Það hefir verið jáfnan til siðs, síðan að byrjað var á því að halda “íslendingadag” að einhverjum hefir • verið úthlutað það verk, að mæla fyrir minni heimamanna — íslendinga í Vesturheimi. Þetta er í alla staði maklegt, því að engum heyrir hátíð- in til fremur en þeim. Sem alkunnugt er, þá er hún að öllu leyti sprottin upp úr sögu þeirra, og af því, að þeir eru þar staddir sem þeir eru, og það sem þeir eru. 1 fáum orðum sagt, það er upphaf hátíðar- innar og öll tildrög, að fyrr á tíð fluttust hingað menn og konur frá íslandi og festu sér hér bygð, í auðninni miklu úti á hinum takmarkalausa Víðavangi álfunnar. Án þessa atburðar hefði hátíðin aldrei orðið til. Við þenna atburð og það sem síðan hefir af honum leitt, er hún bundin. Há- tíðin er minning, í svo margföldum skiln- ingi, og verður það betur, eftir því sem lengur líður. Hún geymir sögu frá um- liðnum öldum, sem fer ei úr huga yðar eSa míns, og sem vér óskum og vonum að hverfi aldrei úr huga niðja vorra, meðan strendur Ameríku sporna við samrensli sjóva. Hún geymir minningar um þjóð- flutning, um hingað komu manna, er gæddir voru sérstökum arfrænum eigin- leikum, er þeir áttu sjálfir. Og hún vísar til þjóðerniseiningar, þótt farið væri dreift og allir settust eigi um kyrt á sama stað, á þessum Algarði alíra þjóða. Það er líkt á komið með þessa hátíð og Kina svonefndu fornu "Framhjágöngu”- hátíð, eða páskahátíð Gyðinganna gömlu. Hún er af sögulegum rótum runnin. Og þegar tekur að fyrnast yfir viðburðina, sem hún er sprottin af, og síðarmeir farið verður að spyrja eftir þýðingu hennar, þá má leggja hin sömu ráð, þeim spurningum til úrlausnar, sem hinn forni lagamaður Gyðinga iagði Gyðingunum: “Þegar börn yðar segja við yður: Hvaða siður er þetta, sem þér haidið? Þá skuluð þér svara:” — Já, þá skuluð þér svara: Þetta er til merkis um að vér erum íslenzkrar ættar, norræns kyns, þess þjóðstofns, sem einn hefir lesið saman ur lífsreynslunni þá speki, sem vissust er og haldbezt, hverjn sem mætir, fái hún aðeins að njóta sín, ó- menguð og óspilt, af veikluðum suðræn- um hugarórum og hleypidómum. Þetta er til minja um það, að feður vorir komu eitt sinn að handan yfir hafið, gengu þurrum fótum yfir hið breiða Atlantshaf — fyrir fulltingi þeirra Queens, Patreks og Camoens, — námu hér land úr auðn og guldu fyrir — þeim einum er átti — með gangeyri sem einn saman er gildur, — erfiði og áræði, verkfýsi og vinnugefni, sparneytni og hagsýni, dáð og drenglund. Þeir skulduðu engum neitt, hvorki landi né konungi, enda hreptu sízt meira en þeir áttu skibð. eða tóku við rífari laun- um en þeim báru. — Það hefir orðið hlutskifti mitt að þessu sinni að mæla fyrir þessu minnj voru ís- lendinga í Vesturheimi. Átt hefði það betra skilið og að því yrði gerð fullkomn- ari skil en eg er fær um að gera. þó við svo búið verði nú að sitja. Það hefir stundum verið hent gaman að þessu minni voru, vor á meðal. .Þ^ð er meinlaust og höfum vér rétt til þess, að spaugast að sjálfum oss eða því sem hjá oss gerist, þe£ar oss sýnist. Það hefir verið bent á að eiginlega sé ekkert annað í því falið, en hælni og hrós, sem vér syngjum oss sjálfum þenna dag. Þess hefir kenit endrum og sinnum, en engan hefir það skemt, að eg held. Þegar hrósið og hælnin hafa úr hófi gengið, heflr ræðu- maður lent út af laginu og söngurinn ekki hreykt oss upp. Sálmurinn verið sama sem ósunginn. Nokkrir hafa verið svo al- varlega sinnaðir, að þeir hafa ekki getað tekið spauginu, ekki skilið að það væri spaug, heldur að hér væri um það víti að vanda, að ekki níætti undan falla, og fund- ist sem sér væri með þessu bent á betrun- arstarf, sem hvorki samtíðin né seinni tíð- in myndi láta ólaunað, ef unnið væri. — Það eru ávalt einhverjir meðal hverrar þjóðar þannig gerðir. — Til þess að út- rýma “hneykslinu” hafa þeir svo béitt allri orku á að ala oss upp í aga og um- vöndun og innræta oss auðmýkt — sanna borgaralega og þjóðernislega auðmýkt; að kenná oss að vér séum flestra þjóða eftirbátar, og eigum ekkert, sem til ágæt- is megi teljast; að eina hjálpræðisvonin sé sú, að vér semjum oss að því, sem vér sjáum fyrir oss haft, verðum samgrónir líkingu þeirrar fyrirmyndar, sem oss er fengin, látum mótast eins og leirinn, og þrefum ekki við leirkerasmiðinn, sem á ráð á leirnum, þótt hann geri annað kerið til sæmdar en hitt til vansæmdar. Sé þessum ráðum fylgt, á sá angi að vaxa upp af rót Jessai, er yfir mun hvíla andi ráðspeki og kraftar. Þér fyrirgefið, kæru vinir, þótt eg geti ekki fallist á þessa háalvarlegu betrun- arkenningu. Eg legg skelfing lítið upp úr allri svonefndri auðmýkt, hvað fögr- um lýsingarorðum sem hún er klædd, og þó hún sé skrýdd eins og Salómon í allri sinni dýrð. Eg hefi aldrei kynst nokkr- um manni, sem verið hefir auðmjúkur af einlægu hjarta. Þó legg eg enn minna upp úr þeirri auðmýkt, sem í ljós er látin með því að bera sjálfum sér illa söguna og lagða atgervi sitt og gáfnafar með ó- heyrilegum ávirðingum og skussaskap, öðrum til vegs og sóma. Mér er sama hver tilgangurinn er með þessu, hvort með því er ætlast til að heimaþjóðin vaxi að virðingu, eða hin hérlenda að dýrð og dásemd. Hróður hvorugrdr vex að mun við það — við frændsemi við fá- ráðlinga eður bræðralag við bjálfa. Mér hefir aldrei getað skilist að nokkur veru- legur munur geti verið á oss og frændum vorum heima. Til þess erum vér ekki búnir að lifa nógu lengi sitt á hvorum stað, að verustaðurinn hafi getað orkað því að breyta upplagi voru og eðli. Sagan er hin sama, að baki þeirra og vor; ættin sama, tungan sama, sjóður lífsreynslunn- ar hinn sami. Þá fæ eg heldur ekki skil- ið, að vér séum vesælla fólk en það hér- lenda. Vér erum sjálfsagt ekki í guðs- mynd, en vér erum í mannsmynd, og fólk þetta er áreið^nlega ekki arnnað en menn. Vér erum ekki alfróðir, en vér erum heldur ekki, þegar á alt er litið, stórum ófróðari en það. Það er margt í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni. Vér þekkjum áreiðanlega sumt, sem það þekkir ekki, eins og það kann sumt, sem vér kunmum ekki. Vafalaust höfum vér getað lært margt af því fram til þessa og getum enn; en eg vil helzt ekkert af því læra nema í skiftum, svo að málsgrein komi fyrir málsgrein, vers fyrir vers og orð fyrir orð. Þannig launum vér bezt fyrir oss. Eg vil ekki að vér launum fræðsluna með ánauð og erfiði, heldur með góðum gjöfum mannvits og fræða. sem það verði nauðbeygt að taka til greina, sökum fastheldni vorrar. Vér er- um eigi meiri ölmusuþurfar en annað fólk. Allar þjóðir lifa á ölmusu, að meira eða minna ievti; erfiði fræðimannanna er endurgjaldslaust, æfina út; vinna að vitkun mannkynsins. Eg fa? aldrei séð, að það sé vottur nokkurrar sérstakrar dygðar, að bera sig báglega. Eg er ekki viss um að oss yrði á nokkurn hátt betur til, þótt vér tækjufn upp kenningu bein- ingamannsins forna, sem sagði að höfuð- skilyrðið fyrir því að fá fylli sína væri að bera sig hörmulega. Eg ætla að tilgang- urinn með vesturflutningunum hafi ekki verið sá að vér skyldum liggja hér á snöp- um og “mæna öllum augunum upp á kóngshús”, heldur að vér ynnum hér fyrir oss, og köstuðum eign vorri á gæði og tækifæri hins nýja heims, og sætum ekki einir hjá er alþjóð manna skiftir arfi. Eg er viss um það, að fyrir fjöldamörgum er vestur fóru. hefir vakað hið sama og vakti fyrir Sturlaugi starfsama, er faðir hans latti hann fararinnar á konungs- fund: “Eigi nenni ek at vanrækja kon- ugsboðit; mun lftil saga frá oss verða ef yér eigi skulum koma til annara ! manna; má þat eigi vita, hvat verðr í vorri ferð, þat at oss verði til sæmdar”. Eg er viss um það, að vestur var farið þessara erinda, og má þá bæta því við, að þeir eiga sízt ámæli skilið, er fremur hvöttu en löttu fararinnar. Það vakti ekki hið sama fyrir þeim, sem hvöttu til vesturferöar, og fyrir Blávör tröllkonu: ‘‘að eyða öllu fólki af ættjörðu vorri og byggja hana síðan tröllum”. Hitt var þó eigi nema eðlilegt, að eggjan þeirra sætti andmælum. Það var eðlilegt að heima- fyrir vildu menn halda sem flestum kyrr- um. Hvortveggja stefnan hefir orðið þjóð vorri til hins mesta láns, sökum þess að hvorug varð hinni yfirsterkari, svo að allir flyttu burtu eða allir sætu kyrrir.----- Hvað hefir þá orðið í vorri ferð, að oss væri til sæmdar? Það er ekki erfitt að telja það upp, — sökum þess, vilja sumir ef til vill segja, að það er ekki svo margt. Eg skal láta þá eiga sig í friði, með þá skoðun er hana hafa; en þó get- ur skeð að það tefji fyrir að tína það saman, ef nærri ætti að ganga. Eg held að oss sé óhætt að tala með fullri djörf- ung. Vér megum leggja niður feimnina, þó ekki sé fyrir annað en það, að vér bú- um hér með þjóð, sem í alla staði er ó- feimin og lætur sér verða lítið fyrir að lofa sína hýru. Mér hefir stundum fund- ist að lesa mætti það út úr frásögnum hennar, án þess að maður láti viðkynn- inguna við hana hafi hin minstu áhrif á það, eða þá vísindalegu skoðun, sem skólamentunin hefir gróðursett hjá oss, að hún hafi skapað heiminn, og alt sem í honum er, fugla loftsins og fiska sjáv- arins og alt það sem lifir og hrærist á jörðinni. Eg held að oss sé óhætt að segja satt, og eiga það á hættu að það verði talið hrós. Því hefir lengi verið trúað, að á meðal vor hafi ‘‘hvorki borið til titla né tíðenda, frétta né frásagna, nema logið væri”. Vildi eg ei að minni sögu svo færi, og vil því bæta því við, sem í þjóðsögunum stendur: “því lýgin kom ekki fyrr em sjö árum seinna en þetta var”. Þó saga vor nái eigi nema yfir rúm fimtíu ár, hefir margt “orðið í vorri ferð”, og þó einkum í fornri tíð, sem vel er um; því vér eigum fornöld, sem liggur að heita má eins fjarri þessum tímum og landniámsöld íslands er öld Hannesar Hafsteins. Svo hraðskreitt er lífið orðið nú á þessum tímum. Fom- öld þessi kemur aldrei aftur. Hún verður hvergl endurvakin í heiminum, því nú er land víðast hvar bygt, og er það skaði mik ill fyrir þá, sem hér eftir fæðast og lifa. Furðulegri tíma en landnámsöldina verð- ur aldrei að finna. Á henni gerðust tíð- um kraftaverk og öllu meiri en getur í ritningunni, og þó samskonar. Þá voru risar á jörðinni. Jörðini var bústaður villidýra, hagar og holt, hólar og dalir. Að öðra leyti var hún í eyði. Engan auð fluttu landnámsmennirnir með sér ann- an en þann, er álitið var að eigi yrði lát- inn í askana. Hús voru engin, og þar sem skógurinn var mestur, mátti með sanni segja að “jörð fansk æva — en gras hvergi”. En þó svo væri, þá fór þó svo, að borð landnámsmannanna voru hlaðin vistum, eigi sökum þess að þeir eignuðust töfradisk úr gulli og þyrftu fyrir engu að hafa, og eigi annað en að óska sér á hann þeirra kræsinga, sem þeir girntust. Hann eigniuðust þeir ekki. Þeir átu flestir af blikkdiskum. En ‘‘þar var á borðum: pipraðir páfuglar, saltaðir sjófiskar, Mimjam og Timjam og multum salve.” Meira af Mimjam og Timjam. en þó einna mesf áf Multum salve. Hvað Mimjam oe Tifnjam var, þarf ekki að segja þeim, sem lifðu æfintýrið, né hinum er neytt hafa þess mörg kvöldin með fólkinu í æfintýra sögunum. Kraftoverkið mikla var að breyta því sem fram var lagt í alla þessa rétti; að metta mannfjöldann á eyðimörkinni svo allir yrðu saddir, á því sem til félst, og leifar svo miklar að nóg yrði til næsta dags. En það gerðu landnámskonurnar. Var þó sjaldnast til þeirra nauminda tek- ið, að vísa þeim brott undan borði, sem eigi voru heimilisbúar, ef til þeirra náðist. Þá sögu gátu börn og unglingar sagt í þá daga. ‘‘Vara þat nú né í gær, hefir langt liðit síðan.” þó engiim skugga vilji eg kasta á þessa tíma eða þjóðíélag vort, því það á það heldur ekki skilið. í sjálfu sér eru landnámsárin nógur hróður; þó eru þau ekki sagan öll, sem betur fer. Að sögulokum er enn ekki komið, og vil eg vænta þess, að þess verði enn langt að bíða. Það skyldi, að vér höfum átt jafnan þátt í því að móta stefnu þjóð- arinnar, sem vér höfum verið jafnokar annara í því að ryðja ög plægja og halda um hamars- skaftið. Vor mesta gæfa hefir er því ofsnemt að segja fyrir| verið fólgin í því, að verk vor, um afdrifin. Hvort þau verða' flest, hafa miðað til þeirra þau sem biðu Grænlendinga | hluta er betur hafa mátt, en hinna fornu, eða hin sem biðu ekki hafa þau myndað stefnur | frænda vorra í Normandi, veit í þjóðfélaginu eða gert stórt til eg ekki. En; ef eg ætti um að þess að hafa áhrif á örlögin eða | velja, yrði eg í vanda staddur. framtíðina. En að því er kom- 1 Eins og það er ilt að falla fyrir ið. Oss er ekki nóg að hafa ; Skrælingjum, en hafa þó áður búið um oss, ef vér látum svo ; fundið Vínland og kveðið Atla-| aðra ráða úrslitunum og höfum mál en grænlenzku, svo er það, sjálfir ekkert um það að segja. og ilt að verða til þess að hefta | Það er næsta viðfangsefnið, er framför menningarinnar og vér þurfum að athuga vel og svifta mætar og merkar þjóðir leggja stund á að leysa úr. — frelsi sínu, og hafa þó áður haslað Karli heimska völl og sópað með honum hallargólfið. ! En svo mun til hvorugs koma; i vér eigum ekki kjörið, og erum | vér því leyst úr þeim vandanum. Á þeim árum sem liðin eru, höfum vér gert margt. Eg vil drepa á sem fæst af því, og þó nefna til nokkuð. Bygðir vor- ar hafa blómgast, vér höfum j fært út garðinm milli fjalla og | f jöru. Ferðamenn geta eigi j lengur farið fyrir ofan garð eða neðan; þeir verða að koma við hjá oss, verða bygða vorra varir. Vér höfum lagt oss sjálf- ir til flest það, sem heyrir til vel siðuðu mannfélagi, svo sem verziunarmenn, lögfræðinga, lækna, kennara, blaðamenn, rit- höfunda og presta. Vér þurf- um ekki til neinna að sækja, þegar vér þurfum að láta sundra oss, hrinda oss út í laga- deilur, skera oss upp, fræða oss um heiminn, flytja oss fréttir, yrkja til vor kvæði, eða opna fyrir oss hlið Paradísar, vér get- um gert það sjálfir. Vér höfum komið upp hjá oss cfálitlum vísi að stjórn, með nokkrum þing- mönnum, sem eru það betri en flestir aðrir þingmenn, að þeir hafa ekki aukið á lagaófrelsi landsins, með því að bera upp ieða fá samþykt elitt einasta frumvarp á þingi. Það á við oss ;.að búa úndir stjóra, sem setur engin lög. Vér höfum gert meira, vér höfum alið upp nýja kymslóð, sem er í alla staði mennileg og drengileg, þjóð vorri til sóma, og til jafnaðar j bezt gefna og bezt mentaða unga kynslóðin í landinu, þó ýmislegt megi að henná finna. Henni trúi eg vel fyrir framtíð vorri f Vesturheimi. Ef í raun rekur, vona eg að hún finni hjá sér þá þrautseigju og þá krafta- verkagáfu, sem auðkendú land- nemana, og þann metnað og ! það stolt, sem auðkent hefir frjálsborinn norrænan lýð, er j afsegir að krjúpa á kné eða j kyssa á fót Karli hinum heimska, þó heilt konungsríki sé í boði. Eg veit að allir erfiðleikar eru enin ekki yfirstígnir. Enn þarf að stæla orku til sæfara og harðræða. En eg treysti því að andi landnámsmanna vorra, andi feðra vorra og frænda fylgi skipinu og mæli til niðja vorra hinum sömu orðum og vernd- Frjálsir komum vér til þessa lands, með himin yfir höfði og jörð undir fótum. Sjálfir reist- um vér oss skýli, komum ásum á tóft og röftum á veggi. Fylgj- um fornum háttum. Látum aðra aldrei refta yfir oss eða ráða hurðarhæð, því enn gilda þau lög, að sjálfs er höndin hollust. Kristján Jónsson. dómstjóri Hœstaréttar. Kvöldiö 2. þ. m. varö Kristján Jónsson dómstjóri bráökvaddur á heimili sínu hér í bæn.um. Var hann hress fram til hins siöasta og haföi jafnan veriö hraustur pg borið aldur- inn vel. Hann var 74 ára, fæddur 4. marz 1852, sonur Jóns alþingismanns Sig- urðssonar, sem var þjóökunnur mað- ur og mikils metinn á sinni tið (d. 1889) og konu han.s Sólveigar Jóns-. dóttur, prests í Reykjahlið, sem Reykjahliðarættin er frá komin, og er hún nú ein af þektustu og þroska- mestu ættum landsins. En forfeðu'* Kristjáns dómstjóra í föðurætt hafa lengi búið á Gautlöndum, og á síðari árum hafa þeir Gautlandamenn kent sig við bæinn, svo að hann er nú landskunnur sem ættaróðal þeirra. Kristján kom ungur, i latínuskól- ann og varð stúdent árið 1870. Fór svo á háskólann í Kaupmannahöfn. las þar lög og lauk prófi í þeim 1. júní 1875. Var ,hann talinn af- bragðsgóður námsmaður. En að loknu námi hélt hann heim og varð litlu síðar aðstoðarmaður á skrif- stofu landfógeta. hé^ i bænum. 16. ágúst 1878 var honum veitt Gull- bringu- og Kjósarsýsla og var hann þar sýslumaður í 8 ár. 28. júlí 1886 var hann skipaður 2. meðdómari og dómsmálaritari í yfirdómintim. 16. apr. 1889 varð hann þar 1. með- dómari og síðan dómstjóri 30. marz 1908, eftir Lárus Sveinbjörnsson. — 1. desember 1919 var hann skipaður dómstjóri í hæstarétti, sem þá var nýstofnaður, og hafði hann gegnt því embætti síðan. En jafnframt dómarastörfunum hefir hann gegnt mörgum vandasömum störfum og trúnaðarstörfum. Hann var settur amtmaður í suður- og vesturamtinu frá 1. október 1891 til 30. júní 1894, er Júlíus Havsteen fékk veitingu fyr- arvætturini til Þorsteins kóngs- j ir þvi. Svo var hann lengi annar sonar forðurn: “Vertu óhrædd- gæzlustjóri Landsbankans. 1911— ur þó þú hrekist um hafið”. Ogj 1912 var hann ráðherra, 1912—1914 ekki finst mér eg harma það, j bankastjóri Islandsbanka. Formaöur þó feður vorir landnemarnir niðurjöfnunarnefndar hér í bænum yrðu sæhafar hingað sem Ari Másson.til Hvítramannalands, og næði eigi brott að komast, frá 1896 til 1902 og í bæjarstjórn frá 1903 til 1910 og hafði á hendi stjórn fátækramála bæjarins á árunum 1905 ef niðjar vorir verða vel virðir. —1908. Hann var lengi kennari í En um þá hnúta búum vér bezt,, kirkjurétti við prestaskólann, 1889— ef vér kennum þeim þau sann- 1908, mörg ár i stjórnarnefnd Lands- jndi, er þjóð vor hefir aflað og bókasafnsins og forseti .Bókmenta- rökstudd eru hvarvetna í ríki félagsins frá 1904 til 1909. Frá 1893 tilverunnar. Já. þó ekki væri til 1903 var hann konungkjörinn. al- nema orð álfkonunnar eininar: þingismaður og siðan þingmaður “Trú þú ahlrei vetrarþokii, þó B rgfirðinga á árunum 1908—1913. ekki sé nema ein nótt til sum- ars Ein.s og sjá rpá á þessari upptaln- ingu hefir Kristján Jónsson fengist Ekki er víst að oss verði unn- við mörg og fjölbreytt störf um æf- að jafnræðisins nema að vér ina. Hann hafði miklar og fjölhæf- heimtum það; en á því veltur ar gáfur, var lagamaður góður, víð- hversu vér verðum virðir, er fram líða stundir, hversu oss auðnast að halda hlut vorum til jafns við aðra menn. Margt hef- ir verið vel um veru vora hér, sýnn maður og víðlesinn, frjálslyndur í skoðunum og áhugasamur um lands mál, meðan hann fékst við þau á Alþingi. Þegar dr. Valtýr Guð- mundsson kom fram með frumvarp en á það hefir helzt skort sem'sitt á Alþingi 1897 um þá breytingu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.