Heimskringla - 13.10.1926, Blaðsíða 7

Heimskringla - 13.10.1926, Blaðsíða 7
HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA WINNIPEG 13. OKT. 1926 \ ALDURIFOTUM ALDUR”SEM DUGAR Bakverkir eru einkenni nýrnasjúkdóma. GIN PILLS lækna þá fljótt, vegna þess at) þær verka beint, en þó mildilega, á nýrun — og græbandi og styrkjandi. 50c askjan hjá öllum lyfsölum. 132 Frh. frá 3. bls. - Er nú þetta forsjón guSs eða nátt-1 úrulögmál, sein ekki er hægt aö ' hreyfa viö? Eöa er það mönnunum sjálfum aÖ kenná? Þessari síðustu spurningu svarar Henry George hiklaust játandi. — Mennirnir hafa einmitt rofið lögniól náttúrunnar, og meö því skapaö þaö ástand, er þeir eiga viö að búa. Forsjónin. gaf þeim sólina, loftið, hafiö og jörðina til sameiginlegr.i afnota. Sólin skín yfir réttláta og rangláta, loftinu öndum viö öll aö okkur ókeypis, og hafið er öllum frjalst, sem út á það vilja fara. En hvernig er því farið meö jörðina? Jú, á hana hafa einstakir menn kast i að eign sinni. Hún gengur kaupum j og sölum. Einn maður getur mein-1 aö öörum aö njóta ávaxta hennar. | Þar liggur hundurinn grafinn. jörðin er alstaöar t>g á öllum tím-j um aöalframleiöslulindin, ^uðsupp-, sprettan. Samkvæmt lögum náttúr-! unnar tilhevrir hún öllum, á sama hátt og loftið. hafið og sólin. En þessari náttúrugjöf hafa mennirnir stoliö og rænt. Þeir hafa rænt henni frá náttúrunni og frá meðbræðrum sínum. Þeir hafa leitt í lög eignar- rétt einstaklinga yfir jöröinrii, og þessir einstaklingar nota nú þenna þjófarétt til okurs og allskonar kúg- unar gagnvart þeim félögum sínum, er ekki hafa fengið hlutdeild í rán- inu. Þess vegna fylgjast framfarir og fátækt að. Því meir sem jöröin fram leiðir viö ræktun og aörar umbætur, því meir eykst verögildi hennar. Hún Hækkar ' yerði. Og þar sem jöröin ’hefir verið gerð að verzlunarvöru, 1‘ennur sá ágóði, er af veröhækkun- ,nni ftyfur, í vasa þeirra, sem eru S'° ^epnir aö eiga hana. Hinuni. ®em úti^ndan hata orðið. Veitir æ urðugra að riá fér í jarðarblett til Þess að framfleyta lífi sinu á. Þeir verÖa annaðhvort aö leigja af eig- endunum með afarkostum, og þannig óbeinlínis vinna fyrir þá, eöa þeir veraö neyddir til að ganga beinlínis ' bjónustu eigendanna og yrkja jörö Peirra gegn daglaunum. Því allir verða að síðustu aö lifa á jörðinni og v' sem hún framleiöir, — á ein- hvern hátt. þenna hátt skapast þaö ástand, er alstaðar blasir viö augum vor- nrn' Oðrumegin vaxandi auölegö, inuniegin vaxandi eymd. Oönfllieg- 'ri herrar, hinumegin þrælar. Og errarnir láta þrælana vinna fýrir j’ f- r'r umsamið kaup, og stinga , . h'm hluta af aröinum af vinnn ra í sinn eigin vasa. Og þræl- eií?a að sinu leyti einskis úr- ,Star annars en aö ganga í þjón- tu hinna, 0g láta þá skamta sér úr hnefa. •x ^ess" hggur, aö * áliti Georges, undirrótin aö þjóðfélagsmeinum 3 t'"'a- f’aðan stafar misréttiö °K °Jof""»ur sá um Hfskjör manna, er hvarvetna mætir auganu. Fátækt mannanna er ekkert annað en hefnd náttúrunnar fyrir þaö, aö þeir hafa brotiö lög hennar. Það er vílla, aö halda, að fátæktin stafi af leti og ómensku einstaklinga. Auðvitað get ur hún stafað af því í einstöku til- feilum, en þau tilfelli heyra fremur til undanjekninganna. Viö sjáum einmitt, að það eru þeir, sem vinna mest, sem eru fátækastir. Fátæktinni verður aldrei útrýmt með öðru móti en breyta skipulaginu. 'Aukn.ar fram farir, aukin framleiösla gera aðeins ilt verra, eins og nú er ástatt. Við það bara eykst örbirgðin enn meira, að sama skapi sem auðlegðin vex hinumegin. Andstæðurnar koma að eins greinlegar í ljós, og gjáin, sem skilur stéttirnar, verður æ breiðari og dýpri. (Alþýðublaðið.) Fallinn foringi Einn af forystpmönnum rússnesku verkalýðsbyltingarinnar, Felix Dzerz- hinsky, er nýlega látinn. Faðir hans var efnaður bóndi i Póllandi, og naut Dzerzhinsky góðrar mentunar í æsku. Hann gekk i jafnaðarmarína- flokk Lithaugalands 18 ára gamall og varði síðan allri æfi sinni í þágu byltingarinnar. Arið 1897 var D. handtekinn og dænulur til 3 ára útlegðar í Vilna- héraði, þá 20 ára að aldri. Ariö 1899 strauk hann þaðan og fór til Moskva og síðan til Vgrsjár. Þar gekk hann í flokk jafnaöarmanna og kom stjórn hans í miklu betra horf en áður hafði verið. Arið 19Q0 var hann. aftur handtekinn á fundi ein- um. Var hann fyrst í fangelsi í Varsjá, en síðar í Sedletzk. Arið 1902 var hann dæmdur í 5 ára út- leg( til Austur-Síberíu. A leiðinni þangað slapp hann úr haldi og fór til Berlínar. Skömmu síðan fór hann þaðan til Kraká. Þangað til í jan- úar 1905 fór hann svo huldu höfði um hinn rússneska hluta Póllands ' erindum jafnaðarmanna. Það ár var hann enn handtekinn og sat í fang- elsi frá því í júli og þangað til i október. Arið' 1906 var D. kjörinn fulltrúi á jafnaðarmannaþingið í Stokkhólmi og síðar kosinn í miðstjórn rússneska jafnaðarmannaflokksins. I árslok 1906 var hann handtekinn í Varsjá, en. slept ári síðar gegn tryggingu. — Arið 1908 var hann enn tekinn hönd- um og sendur á leið til Síberíu ár; síðar. Þegar *han nhafði verið þar eina viku, slapp hann enn á ný úr haldi og komst út landi til Kraká. Arið 1912 fór hann til Varsjár og var tekinn þar höndum. Þá var hann dæmdur til þriggja ára hegningar- vinnu fyrir að strjúka úr Síberíu áður. Sat hann þann dóm af sér. — Loks Var hann tekinn fastur í Mosk- va árið 1916 fyrir þjóðmálastarf sitt og dæmdur til 6 ára þrælavinnu. — Þegar febrúarbyltingin var gerð 1917 var hann látinn laus, eins og aðrir þeir, er sátu í haldi fyrir þjóðmála- skoðanir sínar. Eftir byltinguna í október, varð D. formaður í nefnd þeirri, er sett var á stofn til þess að verjast gagn- byltingu og er kölluð (Cheka (téka). Stóð gagnbyltingamönnum stuggur rnikill af stofnun þessari og nafni D. Þegar gagnbyltingin var brotin á bak aftur, var D. settur til þeirra starfa, er mest þóttu reyna á elju og ósérhlífni.' Hann tók forystu í fulltrúaráði þjóðarinna^ fyrir sam- göngum og vegabótum, og kom þeim ELT í EIKARFÖTUM VIÐURKEnT I TUTTUGU 0G EITT ÁR ORD FRAMLÉIÐSLA hefir, í tutt- ugu og eitt ár verið viðurkend sem það besta í sinni grein. Yiðurkenning alþyðunnar hefir gert mögulegt að framleiða Ford bíla í svo stórum stíl að hægt væri að endurbæta þá án þess að hækka verðið. Nú er helmingur af öllum bílum í notk- un Ford bílar. Frœgð þeirra fer dagvax- andi við notkun nyrra bíla at þeim sömu gæðum sem hafa staðist stöðuga al- menna reynslu í yfir tvo tigi ára. CARS PRODUCTS TRUCKS < TRACTORS O F TRADITIONAL QUALITY í hið bezta horf. Hann var formað- * ur í æðsta fjármálaráðinu, sem hefir' umsjá allra iðnaðarframkvæmda, sat j í framkvæmdarstjórn konimúnista- flokksins og var jafnhliða þessu yf- irmaður þjóðmáladeildar ríkisins, er tók við af tékunni. Ovinir Dzerzhinskys hötuðu hann, en vinir hans elskuðu hann. Öllum ber saman um, að hann hafi ekki viljað vamm sitt vita og unnið í þágu verkalýðsins af hinni mestu ó- sérhlííni. ■Ritstjóri brezka verkamannablaðs- ins ‘‘Nevv Leader”. segir. að hann háfi verið gáfulegur maður og góð- legur að sjá, og hafi félagar hans, er setið höfðu með honum í varð- haldi, sagt sér margar sögur um gæði hans og fórnfýsi. Hins vegar hafi eflaust þurft að beita mikilli hörku við gagnbyltingamenn. Sagna- ritarar muni þess vegna deila um hans innra mann, eins og deilt hafi verið unv Loyola og Robispierre. Hvernig sem sá dómur verður, þá er það víst, að Dz^rzhinsky gat í æsku sezt á óðal sitt og átt þar góða daga. En hann var einn þeirra manna, er ekki gat unað hinu rang- láta þjóðskipulagi. Hann vildi ekki horfa á eymdina og hafast ekki að. Hann kaus það hlutskifti að verja lífi sínu í þarfir fyrsta verkamanna- lýðveldisins. Hann dó úr hjarta- sjúkdómi áðeins 49 ára gamall. Talið er að ofþreyta hafi stvtt aldur hans. (Z. — "SkutuH”.) Ferfætlingar heitir bók eftir Einar Þorkelsson fyr- verandi skrifstofustjóra Alþingis. Hún er prentuð í Acta og kom út í Reykjavík 1926. Bókin er mynd- um skreytt og munu börn hafa gam- an af þeim. Höfundur þessi kann kveri nafn að kjósa. Kemur hann þegar lesanda í gott skap. Fimm sögur segir höf. í bók þess arí, og er hvar sagan annari betri. þar saman faguvt mál og gerhygii höfundar. Varla verður hjá þvi Fyrsta sagan nefnist Huppa. Fer komist að bera saman frásögn Einars í byrjun Huppu og lýsingcu. Björn- stjerne Björnsons á upphafi Bléiks. Fara þar báðir tæpt vað, en hvorug- um skeikar. Lífláti kálfsins lýsir höfundur vel og harmi kýrinnar prýðilega. Næsta saga segir frá gæðingi, er Gyrðir var kallaður. Er hún svo vel sögð, að fáir munu eftir leika. Þriðja sagan er af hundi. Hann hét Strútur. Er hún með sama marki og hinar sögurnar. Höfundur er jafnvígur á að lýsa náttúruvið- burðum, landslagi og sálarlifi. Fjórða sagan er um Skjónu. — Skjóna var eftirlætishryssa. Saga hennar er márgbi eytileg. Fimta sagan og síðasta er af Skollu. En Skolla var greind tik og vjðkvæm mjög. SnilH höfundar er lík fyrst og sein- ast. Skilningur hans er næmur, þróttur frásagnar mikill og frumleiki máls óvanalegur. Fáar munu þær bækur, sem þoli samanburð við sögur þessar að mál- snild allri, þegar frá erö talin gull- aldarrit vor. En höfundurinn er einnig glöggskygn á. hætti dýra og les sálarlíf þeirra eins og opna bók. Æskulýði Islands er mikill feng- ur í þessum sögum. Ætti hann að lesa þær vendilega, og læra af þeinr að haga orðum sinum. Islenzkukennurum er happ að fá bókina. Hún er betri við Tslenzku- nám en beinagrindur þurrar mál- fræði. Bókin er náma, sem unglingum og fullorðnum mönnum er þörf að gjaia..' . Þar er lítill sori en málgull mik- ið. Hallgrimur Jónsson. —Alþýðublaðið. mörg dæmi hér í Reykjavík, að áhugi fyrir íþróttum fer mjög í vöxt. Þó mun allur almenningur skilja bezt þær íþróttir, sem að gagni mega koma í lífinu. Hlaup, einkum þol’hlaup. hafa ávalt verið talin sérstaklega þörf íþrótt, einkum til sveita. Hefir það oft átt sér stað að fótfráustu menn hafa verið sendir í langar ferðir, t.d. eftir lækni, þegar ekki hefir verið völ á góðum farartækjum. Eftir að stakkasundið var háð fcér í sumar, hefir áhugi manna farið vaxandi . fyrir suridíþróttinni, enda ætti helzt' enginn sjómaður að fá leyfi til að skrá sig á skip, nema hann gæti synt 100—200 m. í öllum sjóklæðum; myndi þá sjaldgæfara að menn druknuðu hér uppi við landsteinana, en nú er. Margar aörar æfingar en sund og hlaup eru mjög gagnlegar fyrir fólk, t. d. ýmsar leikfimisæfingar. ■ ^Æá þar fyrst og fremst til nefna kerfi þau, sem kend eru við I. P. Muller, sem nú mun viðurkendur fyrir starfsemi sína um allan hinn mentaða heim. Eg held að fólk geri sér það ekki fyllilega ljóst , hvað mikið það í raun og veru gfetur bætt heilsu sína með því aö iðka kerfi Mullers á hverjunm degi. Það er alveg ótrú- legt, hvað mikið er hægt að styrkja líkama sinn á einum tíu minútum, ef maður aðeins notar þær rétt og æfir sig hvern dag. En fólk afsakar sig með ýmsu móti. Margir segjast ekki hafa nóg húsrúm, og mun það því miður satt vera, að svo er ástatt hjá nokkrum fjölskyldum í þessum bæ, en sem betur fer hjá tiltölulega mjög fáum, ef hagsýni, vilji og trú á sig- ur góðs málefnis er með í ráðum. Enginn getur afsakað sig og sagt, að hann skorti tíma, en það er skiln- ingur á góðu mmálefnum, sem vant- ar hjá’allflestum. Ungu menn og konur þessa bæjar! Kastið frá ykkur öllu viljaleysi! — Temjið vkkur þann góða sið að hirða og styrkja líkama ykkar á, hverjum einasca degi!. Byrjið í dag, en ekki á morgun! Hreysti, fcgurð og gleði, eru kjörorð æskunnar. Iþróttavimir. —Alþýðublaðið. Kjörorð œskunnar Fáir niunu þeir menn vera hér á landi, sem efast um gildi hollra og góðra líkamsiðkana. Má sjá þess Sími: 88 603 Andrew’s Tailor Shop. Föt búin til eftir máli. — Hreinsun og pressun Verk sótt og sent heim. ANDREW KAVAI EC 346 Ellice Ave., Winnipeg St. James Private Continuation School and Business College Portage Ave., Cok Parkview St., St. James, Winnipeg. Auk vanalegra námsgreina veitum við einstaklega góða til- sögn i enskri tungu, málfræði og bókmentum, með þeim til- gangi að gjöra mögulegt fyrir þá sem frá öðrum þjóðum koma að láta í ljós beztu hugsanir sínar á fósturmáli sínu Enskunni, eins vef og innfæddir geta gjört. ^ Þeir, sem standast inntöku prdfið, sem er ekki erfitt, geta byrjað strax. Skrifið, eða sækið persónulega um inngöngu frá klukkan 8—10 að kvöldinu. Gjald frá $5.00 á mánuði og hærra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.