Heimskringla - 22.12.1926, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.12.1926, Blaðsíða 1
XLI. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN, 22. DESEMBER 1926 NÚMER 12 Vögguljóð. Kuðungurinn. Eftir O. W. Holmcs. Jú, eg hefi áður unnað, en aldrei svona heitt. Eg veit ei veðrabrigði — og verð ei framar þreytt. Ju, eg hef áður unnað' en aldrei svona heitt. ¦Þvi ef eg sé hann sofa, með sælttfrið um brá, Þá kýs eg alla æfi þaiin ynd'sleik að sjá. ~ Og vofum virkileikans eg vildi bægja frá. En aftup ef hann vakir, og augun, dökk og skær, MeS brosi trausts og blíðu alt blessa fjær og nær, Þa langar mig þau lýsi eins lengi og hjartaS slær. Og ef hanu leggur arma meS ástúS mér um háls, Og mjúkur vangi vermir, — þá vaknar sál m'm frjáls- AS syngja um ást og yndi — þó oft sé varnaS máls. Og ef hann mælir: "Mamma", — þá man eg ekki neitt í^ei' ekkert, sem mér amar, eg er ei vitund þreytt. Ju) eg hefi áfJur unnað, en aldrei svona heitt. Jakobína Johnson. (1925). Flugferð. í flugvél minni hófst eg .upp í hæðir Og himinblámans víddir snemma dags. — A slíkum morgni andann ekkert hræðir, Ei uggir hann aS kvólda taki strax, Ur heiðu lofti hegli eSa blási- Né heldttr rigni glóðum eða snjó. Það leiftraði upp af lofthjólveifu—ási. Sem ljósbaug röðuls hálfum upp úr sjó. Og eftir því sem hæStim flaug eg hærra, MeS hraða þeinv sem eigi verSur lýst, VarS andrúmsloft í heiSi hreinna og tærra, En helzti laust fyrir öllu, sem þar snýst. Og alt fyrir ' neðan virtist smærra' og smærra, Svo smátt, aS jörðin sjálf mér nærri hvarf, En alt, seni var fyrir oíatv virtist stærra, Sem eigi taka fram né skýra þarf. Eg hugSist eins og IjóS frá lúðurbarka, I loft upp komast, sem á hæsta stig, Til gufuhvolfsins efstu endimarka- En — ofar hafSi loftflóS boriS mig. ViS þejsa ógn mér fyrir borS eg fleygSi, Og fann aS það var versta örþrifsráfj, Því loftflóðaldan ofar þá mig teygSi Og upp mig bar svo langt sem hún gat náð. t Og flugvél mín var horfin, hennar kliður Mér lilj(')ður, því mig stöðugt ofar bar. Unz reynsla var mér ný, aS hrapa niður. Eg nam ei staðar fyr en — guð veit hvar. — Afj mér var náð. Og nú var eg í haldi Hjá næstu stjörnum, kominn á þaS stig> Jafn hlutfallslega' að vera' á þeirra valdi, Eg vissi og fann þær togast á um mig. A ferSinni ofan fyrst tók eg aS snúast, Og fann hve mjög að snúningshraSinn jókst. Því neðar sem eg féll> eg fór aS búast Við færi á að stöðvast, sem ei tókst. AS snúast eins og snælda — eigi falla — Gat snurðu látið falla á lífs rhíns þráð. Hvort mundi' eg snítast svo um æfi alla. sem eftir var, í geimnum. Var því spáU? I þoku- sem eg efnisúfia nefni, Og uppi' í geimnum hátt og víSa finnst, Eg tók afj hlaðast ungu sólarefni, Sem eySst ei gat, en lýst er varSi minnst. — A sviSl mínu' mána, stjarna og jarðar, Eg meginhnöttur varð, eitt geimsins hjóí, Senf altaf snerist' snerist harSar, harSar, Svo hart, aS kviknaSi' í, og eg varS sól. Guttonnur J. Guttormsson. Ilaim er það skelja—fley, sem skáldin sjá Skeiða yfir tímans lá. Hin hugum-geista gnoð, Er glaðvind sumars spennir skarlats voð 1 töfra-vík við sævar seiði-boð, Þar klifa kóral tær Og köld á hrönnum hafmey ris og hár í sólu þvær - Ei blakta í stafni lengur lifræn tjöld. Lífs eru dægur töld. Og hverja þind og þró, > Er þögull skeljarbúi óf í ró Og dreyminn bygði', unz vaí úr vexti dró, Þér birtir brotið hrak MeS brostin rökkur-rými og renni-guIHS þak. Ar frá ári' hann hljóður vatt og vann Og vefjar—snúð sér spann, Svo ótt sem áriS þraut Hann efndi þrá, aS flytja í nýrra skaut; Því undir bogarts lága hvolf hann laut. Lét úrelt óSul kyr, Reis upp meS rögg af rekkju og rak hiS liðna á dyr. Þú flytur oss í heiminn himna—von, — Þökk, hafsins undra son ! A flæðisker þú flattzt- n Enn fölvar varir hrópa skærri raust, En hafguð nokkur skreyttan lúSur laust. Er hlýSi eg óm þann á, 1 innra heimi hugans mér heyrist söngrödd tjá: Reis þér> mín sála, einatt hærri höll ViS hverful tímans föll. Lát afrækt óSal þitt. Lát yngsta hofiS þenja ræfur sitt, Unz ber við himin hvolf þess, loga-litt> 0,g leystur læSing af Þú leggur serkinn síðsta vHS solliS lifsins haf. P. B. Við gluggann. Eg þér á margt aS þakka, gamli aldingarður, A götuhorni stórborgar fjöldi nianns þig sér, En oft hefir mér fundist sem engan mundi gruna Þann unaS og þann styrk, sem þín návist færir mér. Nei> ekki var þaS "góSskáld" — og enginn listamaður, Sem eitt sinn gróSursetti þín kræklótt aldintré. Þau þykja tæpast "valin" — og vantar góSa hlynning. —Þau vaxa rétt sem býSur þeim sól og rúm og hlé. Mér er þaS lán ei léttvægt, aS líta þig á vorin> Er langþreytt dvel eg inni viö tafsöm hversdags störf. Eg staSnæmist viS gluggann — þá streymir til mín fegurð, Og stöSvar hugans útþrá' sem á yorin er svo djörf. Því hver ein hrufótt smágrein er þakin hvítum blómum Og þægur ilmur berst mér um opinn gluggann minn. Svo dreiíir blærinn blöSunum út um allan garSinn Sem yndislegri snædrífu', er slæSist til m'm inn. Senn grænkar, — ó- sú unun — því engin fegttrð jafnast ViS endurfæSing skógarins, nýútsprungin blöS. Er glitra þau og titra í geislum morgunsólar- Frá glugganum eg sný mér til starfa minna glöo". Og þó mér ógni ysinn — þá finnst þó fugl svo djarfur, AS festa sumarbústað í lágu eplatré. — Eg veit þú skýlir ungunum, óræktaði garður- ( Og otal dýrmæt hlunnindi lætur þeim í té. Eg man það lengst, hve ljúft er aS líta mánan gægjast Um limiS þétt — er annirnar kveðja sumardag. Mig dreymir þá sem snöggvast' aS eg sé ung að nýju, — Og áhyggjurnar breytast í von um glæstan hag. A sumrin hylur laufskrtrðið lág og rykug býli, Svo leifhi borgar umhverfi gleymi eg um stund. — — Og nú er fokin fegurö — en fuglahópar koma. Þeir fagna hvild á langferð. þó heilli suðræn grund. Jú- þú átt þakkir mína>-, gamli aldingarðiir, Þú glóggvar myndir sýnir af náttúrunnar dýrð. — Eg tel þaS lán ei léttvægt, sem leyfði mér um glugga AS líta meiri fegurð> en orfjum verSi skýrð. ' Jakobína Johnsort. 4. desember 1926. Jólaóskir. Vor aldra'ði heimur, þó óski eg þér til umbóta—hamingju um jólin, eg veit að sú þrekraun mér ofvaxin er, þin örlaga skift fá um hjólin. Því þú ert svo grár, sem á grönum má sjá og grátlega afvegaleiddur, og ofan í botnlausa ginnunga ,gjá af gjálífis helnornum seiddur. Eg vildi þér gæti' eg í guðsríki breytt- með göfgum og háfleygum sálum, í sannleika' og réttlæti, er yrSu sem eitt og allsherjar samfélagsmálum. Eg vildi eg gæti fært grænan í kjól hvert grasstrá, sem hulið er frera, og sérhverri lifandi skepnu veitt skjól- er skýlislaus úti má vera. Eg vildi eg gæti á veginn leitt þann, - sem viltist í moldviðri tíða, og verndað hvern særSan og svívirtan mann. er saklaus má óréttinn líða. Eg vildi eg gæti' á hvert svíðandi sár lagt sefandi og græSandi hendur> og þerraS hvert einstaklings angistar tár, sem einmana' og vinalaus stendur. Eg vildi' eg gæti' alla vermt þá og klætt- sem vart geta nekt sína falið. Hvern hungraðan mettaS og hag þeirra bætt, sem heimurinn mest hefir kvaliS. Eg vildi eg gæti frá sorgmæddum sút burt sópaS meS huggeislum björtum, og rekiS burt illyrmi ranglætis út, sem ríkir í mannanna hjórtum. Eg vildi eg gæti' öllu glingrinu breytt, — er gerist nú barnanna sjóSur — í manndygSa frækorn> er frjófguSust greitt, pg færSi þeim andlegan gróSur. Ef einu eg gæti' af þeim atriðum breytt, í óskum sem hér hefi falið, þá væri það merkasta máttarverk eitt- er mannkyns í sögum er talið. Til dæmis: Ef fylt gæti' eg hugskotin hörð og hluttekning Mammons í þjálfum, þá væri eg mestur af mönnum á jörð og máttugri guðunum sjálfum......... Þorskabítur. Regndagurinn Eftir H. W. Longfellow. VeðriS er kalt og dimt og dapurt. — Dynur á súSum regnið napurt — Lyngtágin fálmar um fúna veggi, En fjúka burt lauf í kóldu hreggi. — Og veSriS er dimt og dapurt. Líf mitt er kalt og dimt og dapurt. — Dynur á súSum regniS napurt —. I anda eg lít yfir æfiskeiöiö' En æskuvonirnar krjúpa viS leiSiS. Og Iíf mitt er dimt og dapurt. En stiltu þig ennþá, mitt hrellda hjarta, I heiði skín aftur sólin bjarta. Sama hlutskiftið hendir alla : I hafróti lífs aS rísa og falla — AS mæta í svip hinu svarta. P. B>. Kveðja. < I 'au ár ,<em Reinh. Prinz dvaldi hér á landi, aflaði hanti, sér almennra vinsælda um land alt. Ast hans og virðing fyrir landi voru og þjóð, var svo einlæg.að fádæmum sætir. — Hið glögga gestsauga hans sá betur en maður á að venjast, ýmsa kosti lands og þjóðar, en hann sá líka galla mitíðarinnar hér í óvenjulega skýru ljósi. — ASur en hann fór af landi burt, baS hann Isafold afj flytja kveSju þá, er hér birtist.) * * * Kveðjustimd er hátíðarstttnd. Mig tekur níjög sárt að þurfa aS skilja við tsland, sem hefir verið fóstra mín utn þriggja ára skeiS. Allir spyrja mig: Hlakkar þú ekki til að koma heim — eftir svo Iangan tíma?" "Jú, eg hlakka víst til að koma heim." — og í huga mínum leita eg til vina minna heima, til garSsins á bak viS foreldrahúsiS, garösins meö blómuin og aldintrjám, og eg finn til þess, hve hið erfiða, en lífsþrungna og vongóSa ástand í föðurlandi minu, kallar alla sonu þess meS öflugu seiðmagni, hvern á sinn staS. Jú ,eg hlakka mikið til að koma heim — eftir þessa langvarandi "úti- legu", eins og margir hafa kallað það, þó eg sjálfur geti ekki annað en brosaS að því. Um leiS og eg svara því. finst mér einhvern hlýjan straum, sem kemur úr annari átt, leggja um mig allan, það er straqm- ur endurminninganna, sem rennur úr ótæmanlegum lindum þriggja Islands ára. Hann rennur um fagrar sveit- ir og um hina voldugtt fegurð ör- æfanna. Fannhvítir jöklar, svört og dimmblá fjöll, eggjóttir hryggir og blíðar skógarhliðar, speglast í bylgj- um þessarar elfu. Yfir henni hvelf-- <st hin .; ^er 5_ segjanlega fegurð allra ljósbrigt5a og Iita. Niður þessa'straums, er hin hreina. máttttga timga þessarar þjóð- ar, og í fosstim hans hljóma söngvar, sem eru fæddir af fjöri og ættjarðar- ást og af öllum leyndardómum hinn- ar islenzktt náttúru. Hver endttrminning rekur aSra. Eg verS aftur að taka í höndina á mörg- um, mörgutn mönnum, til þess afj þakka fyrir gestrisni fyrir hjálpsemi og góSvild, fvrir skemtun og ástúS. Eg verð nftur aö strjúka faxið á fallegu, fjörugti hestttnum, sem hafa kent mér "að drekka hvern gleðinn- ar dropa í grunn", sem hafa veitt mér marga ógleyman'ega ínægju- stund. Þakklæti skipar öndvegi í sálu mi ,nt á þessati kvaS'uitund. Ei blýtt. ósjálfrátt þakklæti e rbergmál alls þess góða, sem hefir seitlað inn í okkar instu hjartarætur. Ekki kom um viö (irðum að þessum dýpstu til- finningum vorum, og það, sem við gerum i þakklætisskyni er ekki nema örlítið brot af því, sem við vildum geta látið í lji')s. I'að er ekki litilræði, sem lífið hefir gefiC mér á þessum Islandsárum. ÞaS er heill. nýr heimur, auðugur og sérkennilegur. sem eg hefi kynst. ÞaS er fögur og svipmikil tunga, sem geymir furðanlegan attS af hugsjón- um og verkum skálda. ÞaS er nátt- ttra, se mer svo stórfetd og svo dýrS leg. svo grimm og svo töfrandi fín- gerð og ftið, að þeim, sem þekkir vald hennar og mátt, virðist híin rísa eins og dfötning yfir hafið og yfir nágfannalöndin. Mér hefir lán- ast að afla mér þekkingar á kostum og kjörum heillar þjóðar, á tilfinn- ttm hennar, erfiðleikum og vonum. Og ósjálfrátt er eg orSinn vinur hennar, sem ekki getur annaS en bor iS fyrir brjósti öll örlög hennar. Nú, er eg verS að skilja vifj Island, finn eg bettir en nokkru sinni áður, hve hjarta mitt hefir fest djúpar og vífJ- tækar rætur í þessu landi. (Frh. á 7. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.