Heimskringla - 29.12.1926, Blaðsíða 8

Heimskringla - 29.12.1926, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 29. DES. 1926. Islenzk umsögn um Sögu “Saga’’, missirisritliö, sem Þorst. I>. Þorsteinsson skáld gefur út í Winnipeg, er nýkomiö. Er það fyrri bók II. árgangs.-----------Veigamestu kaílar ritsins er ágætiskvæði Steph— ans G. StepTianssonar ‘‘Erfðir”, um síðasta skilnað Asdísar og Grettis. ■og löng ritgerð eftir Þ. Þ. Þ., sem Tiefnist “Spjall”. Er það djarfleg sókn fyrir hönd íslenzkrar tungu og þjóðernis gegn ofureflinu vestan hafs. Fer höfundurinn víða yfir og er vígfimur og höggviss'' og grein hans ágæt. Saga er fjölbreytt og læsilegt rit. Enda mun hún þegar hafa náð mikilli útbreiðslu og vin— sældum. Ættu Islendingar að auka kaup sín á ritinu, því að það mun flytja margt af því, sem bezt verður ritað á íslenzka tungu í Ijóði og i lausu máli vestan megin hafs. (Dagur.) Hitt osr þetta. Ifinaður Rússa. A 15. landsþingi kommúnista, sem hófst í Moskva síðastliðinn október, ga’í Rykov ráðstjóri yfirlit yfir fjár— hagsástæður Rússlands. Talaði hann mest um viðreisn landbúnaðarins og iðnáðinn. Rafvirkjun kvað hann hafa aukist um 1500,000 kílóvatt síð asta ár, og kolaframleiðslan í Don— etzhéraðinu hefði á síðustu án-um aukist um 17 miljón smálestir. Aætl að væri að afurðir iðnaðarins ykj— ust um 18 prósent á þessu ári og 12 prósent á því næsta. Seyðisfirði 9. nóv. Ofsaviðri og flóðgangur aðfara- nótt laugarcjags anstartlands, — A Norðfirði brotnuðu um 30 árabátar, sumir í spón, smábryggjur og. sjóhús brotnuðu allmikið. Um tuttugu kind ur týndust í sjóinn, átta skippunda fiskhlaða tók út af þurkreiti. A Mjóafirði týndust í sjóinn 3 árabátar og á bænum Eldleysu 15 skippunda fiskhlaði af venjulegum þurkreit. — Fiskhlaðinn var fergður með klöpp— um. Menn búast við að brúin á Eski— fjarðará verði fullger í vikulokin. Fiskafli er ágætur á Fáskrúðsfirði síðustu viku og afli er hér dá— góður, þegar gæftir eru sæmilegar. Bæjarstjórnin hér ákvað fjárfram lag sitt minnst 50 þús. krónur til byggingar fyrirhugaðs fjórðungs— spítala fyrir Austurland. A Seyðisfirði hefir verið stöðug hláka síðan á föstudag. Að mestu autt orðið á láglendi. r " HOTEL DUFFERIN Cor. SEIMOUR og 8MYTHE Sta. — VA^COUVER, B. C. J. McCRANOR & H. STUART, elgendur. ódýrasta gistihúsit5 í Vancouver. Herbergi fyrir $1.00 á dag>.og upp. Strætisvagnar í allar áttir á næsta stræti að vestan, norían og austan. lMlenxknr hösmietiur, bjót5a íslenzkt feróafólk velkomió Islenzka tölutS. PIAN0F0RTE & THE0RY 50c p'er lesson. Beginners or advanced. J. A. HILTZ. Phone: 30 038 846 Ingersoll W0NDERLAND THEATRE kona tekst slíka ferð á hendur um hávetur. Jafnframt hefir hún gert landi sínu rrtikinn sóma með komunni. Frúin er hámentuð kona í sönglist sinni og um alt göfugur fulltrúi þeirrar þjóðar, sem taliyi er að standa öllum framar að háttprýði. ROSE THEATRE Þingvallanefndin er nú fyrir nokkru tekin til starfa. I henni eiga nú sæti fimm menn: Asgeir Asgeirs— son (ritari), Jóh. Jóhannesson (for— maður), Jónas Jónsson frá Hriflu, Magnús dócent og Sigurður Eggerz. Nefndin starfar launalaust. Aðstoð armaður hennar er Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis. Bœjarstjórnarkosningar á Englandi. fóru fram um síðustu mánaðamót og vann verkamannaflokkurinn mikið á. Eftir að úrslft voru fengin t öllum helztu bæjunum (þó ekki London) höfðu verkamenn unnið 147 sæti og mist 8, íhaldsmenn unnið 18 og mist ' "87. frjálslyndir unnið 7 og mist 56 og óháðir unnið 13 og • mist 34. I nýju kjördæmi i London, Twicken— "ham. voru kosnir 19 íhaldsmenn og 3 óháðir, en 14 verkamenn féllu. I stórbæiunum utan London hafa verka menn víðast hvar bætt við sig 5—10 tfulltrúum á hverjum stað. (Vísir 25. nóv.) Frá Islandi. Akureyri 13. nóv, Bleytuhríðar undanfarið hafa víða <orðið orsök að illum búsifjum. — Torfbæir flestir orðið blautir í gegn og lekir, og sama er að segja um hlöður og peningshús. Snjóflóð hafa fallið víða og valdið skaða. Mestur skaði af völdum snjó flóðs, er til spurst hefir, var .á.bæn— um Skeri á Látraströnd. Snjóflóðið tók fjárhús með 60 kindum og hey— hloðtt og fjóra báta og sópaði öllu á sjó út. Aðeins 9 kindum varð bjarg að. Lá við að flóðið tæki bæinn líka. Slapp fólkið nauðulega. Hefir það nú flúið hann og búpeningurinn hefir veriö fluttur á næstu bæi. Maðttr úr Svarfáðardal, ITagbiart— ~ur Þorsteinsson, fórst í snjóflóði á Hágerðisí/alli. Var hann á rjúpna— Veiðum. Rvík 9. nóv. Ur Húsavík er símað í gær: —■ Frost og fjúk hér i dag. Allmikil fannkoma. Mikla fönn setti niður hér um slóðir um veturnætur. Síðan kom leysing mikil. Hljóp þá vatn í marga kjallara hér t þorpinu og olli skaða, Snjóflóð féll vetrardag fyrsta sunnan í Húsavíkurfjalli. Urðu fyr— ,ir því unglingsmenn tveir. Arínar komst út úr því af sjálfsdáðum; hinn var grafinn upp úr þriggja álna fönn að tilvísun hins. Sakaði hvorugan. Kvefsótt (inflúenza) gengur enn inn í sveitum. Ur henni er nýlega lát— inn Jakob bóndi Þorgrimsson í Haga, miðaldra maður. — Kapp var um landkjörið hér í sveitum. Islendingahúsið í Osló. — Landi í Osló, J. Eyjólfsson Ijósmyndari, er lengi hefir verið þar búsettur, hefir hafist handa með að safna fé í Islend ingaheimili í Osló og orðið vel ágengt ; enda notið til þess styrks margra | góðra manan þar í landi. Nú hefir nefndin, sem veitir samtökunum for— stöðu, gefið út einkar myndarlegt jólahefti. Það heitir “Norrön Helg”. Fæst hjá öllum- bóksölum og kostar kr. 2.50. Af Islendingum rita t þetta hefti: Th. Thoroddsen, Sig. ’Nordal, Matth. Þórðarson og ögm. Sigurðs— son. Frá Norðmanná hálfu rita í heftið sumir af þektustu rithöfundum þeirra, t. d. Bojer, Paasche og Sig— rid Undset. Fsafirði 24. nóv. Aflabrögð við Djúp meiri en menn muna, einkum á út—Djúpinu. . Smámótorbátar fengið alit að 10 þús. pund á 50 lóðir, mest stórfisk. Síærri vélbátar hér eru að byrja veiðar. Tið rnild en óstöðug. Heilsufar gott. Skip Stdandar. — Kirkjuþæjar— klaustri 24. nóv. (loftskeyti) : — O— greinileg fregn hermir að norskt skip hafi strandað í gærkvöldi á Þykkva— bæjarfjöru við Skaftárós. , Skips— höfn sögð 16 menn, 5 komnir t land. einn drukknaði, en tíu eru úti í skip— inu óbjargað, síðast þegar fréttist. Sargent & Arlington. FomIii- or' Iiiiiuii riliiR í ]>«‘MMarl vlku: MAnu- liriftju or mltSvlkudae: The Waning Sex The Volga Boatman Aðalleikandi: Stórfenglegar Lon Chaney. sýningar. Ii<‘ikhfiMÍft opltl fyPMt u»n mIiiii kl. 2 e. h. I.uiiuanbmii kl. 1.SO e. h. um trúnaðarstörfum að gegna. Hér j á Akureyri var hann aðeins efri ár- in, þegar starfsþrótturinn var lam— aður. Þó gegndi hann hér starfinu sem umboðsmaður þjóðjarða Vaðla— umboðs um nokkur ár og fórst vel, úr hendi, og fram til síðustu sturidar var hann áhugasamur um landsmál og lét bæjarmál sig miklu skifta. Hann var hið rnesta prúðmenni í allri framgöngu og naut virðingar og vináttu samborgara sinna. (Islendingur.) Hugh L. Hannesson Teacher of Piano Studio: 523 Sherbrooke St. Phone: 34 966 Fimtu- föstu- og Isyigrardag í þessari viku: Lon Chaney The Road to Mandalay LON CHANEY er þarna [ hlut- vverkt, sem mun vekja umtal allrar veraldarinar! Hans mesta og einkennilegasta kvikmynda- sýning. Hin nýja serial mynd: “CASEY OF THK COAST GUARDS” ^ Annar partur. Mánu- þriöju- og miðvikudag í næstu viku: Stórmerkilegt rit um íslenzkar ætt— ir, einkum á miðöldum, hefir Steinn Dofri sent heim, og verður vonandi prentað áður en langt um líður. — Varpar hann á mörgum sviðum nýju og merkilegu ljósi yfir mið- aldasögu Islands. (Tíminn.) Messur og fundir í kirkju Sambandssafnaðar veturinn 1926—27. Messur á hverju sunnudagskvóldi kl. 7. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskvöld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði. Kvenfélagið : Fundur fyrsta mánu- <dag í hverjum mánuði. Söngflokkurinn: Æfingar á hverju Ílíívtudagskvöl di. Sunnudagaskólinn: A hverjum sunnudeg* 1 * * 4! kl. 2.30 e. h. Utansafnaðarfélög, sem nota fund- arsaíinn: Glímufélagifi: Æfingar á hverju fimtudagskvöldi. Kirkjubæjarklaustri 25. nóv.: —- Norska skipið strandaði kl. 8 í gær kvöldi. Skipverjar settu bát á flot og ætluðu að róa i land og kanna ströndina, en báturinn brotnaði í spón. Settu þeir síðan annan bát á flot við hina hlið skipsins, og fóru 6 mennj hann, en bátnum hvolfdi þeg ar. Fimm þeirra syntú í land, en einn drukknaði. Mennirnir, sem á land komust, voru þjakaðir þegar þeir fundust. Þeim var komið í verzl unarhús kaupfélagsins við Skaftár— ós og dvelja þeir þar, en hinir 10 eru enn í skipinu. Ekki var unnt að bjarga þeim í land í dag, sökum brims og óveðurs. Nafn skipsins er ókunnugt enn. — Farmur sagíiur kol til Reykjavíkur. Hætt við að skipið sökkvi bráðlega í sand og sjó. ‘‘Nystrand’’ mun, skip þetta heita, og hafa þeir Hallgrímur Benedikts— son & Co. og Bernh. Petersen átt farminn, og fór það frá Þýzkalandi 16. þ. m.) Akureyri 5. nóv. Merkiskona látin. — Nýlega and— aðist hér í bænum frú Guðný Jóns— dóttir fvrv. ljóámóðir, ekkja Frið— bjarnar sál. Steinssonar bóksala. Var hún fædd 8. desember 1833 og skorti því rúman mánuð upp á að vera 93 ara, er hún lézt. Guðný gegndi ljós— móðurstörfum hér á Akureyri upp undir hálfa öld og var elskuð og virt af öllum er henni kyntust. Hún var hin mesta gáfukona og með afbrigð um bóknhneigð. Síðustu ár æfinn- ar var hún næstum blind. Hún var heilsuhraust framundir það siðasta, en fékk nokkrum dögum fyrir and— látið inflúenzusnert, er leiddi hana ti) dauða. - Akureyri 17. nóv. Símabilanir afarmiklar hafa orðið í undanfarandi ótið. Hafa valdið þar um mestu ísingar, er hlaðast á þræðina, svo að þeir mistogna, en kúlur brotna og jafnvel staurar, þeg : ar hvessir á sítnann þannig til reika. j Fellur þá síminn stundum niður á i stórum svæðum. Samkvæmt upplýs— ingum símastjórans hér, hafa bilan— irnar orðið þessar helztar austan Ak— ureyrar: A Vaðlaheiði féll síminn niður á 40 statirum á sunnudag. Að— ur hafði hann fallið niður á 70 staurum milli Ljósavatns og Skjálf— andafljóts og tveir staurar brotnuðu. A Fljótsheiði brotnuðu 7 staurar og féll síminn niður á 13 km. löngu svæði. A Fjarðarheiði brotnuðu 4 staurar. Vestan Akureyrar brotnuðu 4 staurar á Heljardalsheiði, en 8 starirar í Vöðlunum austan Sauðár- króks. Féll síminn niður viðar, t. d. á Kolugafjalli og Holtavörðuheiði. Hefir verið símasambandslaust að kalla má um vikutíma, en hefir lag— ast nokkuð síðustu daga. (Dagur.) Sími: 34 178 Lafayette Studio G. F. PENNY Ljósmyndasmiffir 489 Portage Ave. Urvals-myndir fyrir sanngjarnt verð G. Thomas Res.: 23 060 C. Thorláksson Thomas Jewelry Co. tr osr k iill.<imiöa verplun PðMtncndlnKar afffrelddar tafarlaust* AfffcerSlr flbyripitar, vandab verk. 000 SARGENT AVE., CfMI 34 132 Charlie Murray og George Sidney í Sweet Daddies You Bust ’em We Fix'em Tire verkstæ75i vort er útbúÍTJ til atS spara yöur peninga á Tiree. WATSON'S TIRE SERVICE 301 FORT ST. 25 708 Kaupið Heimskringlu. Kirkjubæjarklaustri .í gærkvöldi (25. nóv.) : — Skipið, sem strandaði við Skaftárós, heitir Nystrand frá Skien í Noregii Það er fast í brim— garðinum, og horfur á að það sökkvi með farminum. Mannbjörg varð í dag, — tíu mönnum bjargað, sem eftir voru í skipinu, en fimm vorti áður komnir lifandi á larid. Skips— höfnin verður flutt héðan fljótlega til Reykjavíkur. Líðan strandmanna góð. , (Vísir.) Rvík 27. nóv. Frönsk söngkona frá Parrsarsöng- höllinni, frú Germaine le Senne, er nýkomin hingað til bæjarins og hélt fyrstu hljómleika sína í Nýja Bíó í fyrrakvöld. Eru sjaldsénir hér norð ur við heimskabt, franskir lista— menn, og er það dttgnaður mikill er íngi sinnar sveitar og hafði mörg- Jónas Gunnlaugsson, dbrm. frá Þrastarhóli, lézt að heimili sínu hér í bænum að morgni þess 13. þ. m„ rúmlega níræður að aldri. Er þar til moldar hníginn einn af mætustu öld- ungum þessa bæjarfélags og hvers manns hugljúfi. Jónas heitinn var Skagfirðingur að ætt og uppruna. Fæddur 28. febr. 1836 að Hofstöðum. Voru foreldrar hans hjonin Gunnlaugitr Þorsteins— son og Geirlaug Eiríksdóttir. Haust- iö 1859 fluttist Tónas til Eyiafjarðar og tók sér vist í Skriðu í Hörgárdal. Arið 1862 varð hann ráðsmaður á Möðruvöllum hjá Pétri amtmanni Havsteen. og það sama ár giftist hann heitmey sinni, Þórdisi Jóhanns- dóttur frá Auðbrekku. Ráðsmaður á Möðruvöllum var hann í fjögttr ár, en tók sjálfur að búa á jörðinni 1865 og bjó þar til ársins 1881. að hann fluttist að Þrast arhóli, og þar bjó hann rausnarbúi, þar til hann lét af búskap 1904. Það ár var hann gerðttr að Dannebrogs— manni. Þórdisi konu sína misti Jónas 1903 eftir 41 árs sambúð. Eignuðust þatt 5 börn og komust 3 af þeim til full— prðins ára: Johanna, ekkja Þorvaldar Davíðssonar útbússtjóra hér á Ak- ureyri, GeirJaug, er lézt ógift fvrir nokkrttm árttm og Steindór, er andað ist 1902, hinn mesti efntsmaður. __ Eftir að hafa brugðið búi, fluttist Jónas heitinn hingað til Akureyrar, og þar var heimili hans til dánar- dægttrs. A búskaparárum var hann höfð- Rvík 22. nóv. Knattspyrnufélag Reykjavíkur er nú að byrja á vetraríþróttum sínum. Er það nokkru seinna en undanfarin ár, vegna viðgerðar á gólfi fimleika húss barnaskólans. Er gleðilegt að þetta gamla og óða íþróttafélag þarf ckki' að stöðva hina miklu íþrótta— starfsemi sína, því að slíkt hefði ver ið mjög bagalegt íþróttanna vegna, þv að K. R. mttn nú líklega vera fjölmennasta íþróttafélag landsins. — Æfir það nú fimleika, íslenzka glímu gríska glímu, hnefaleilca og hlaup. Kennarar þess eru Jón Þorsteinsso t frá Hofsstöðum, Sigurjón. Guójóns— son stud. theol. og Eiríkur S. Bech verksmiðjustjóri. 50 ISLENDINGAR OSKAST Vér þurfum 50 Islendinga tafarlaust tll að læra hátt launaSa atvinnu viti aSgerBir á bílum, bilstjórn, vélstjórn, rafmagnsleiSslu o. fl. Vér kennum einnig atS leggja múrstein, Rlastra og rakara- itSn. SkrifitS et5a komit5 eftir ókeypis upplýsingabók. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LTD. 580 MAIN STREET ... .....WINSIPEG, MAN. vel ttnnið starf. Magnús Einarsson fyrverandi söngkennari, flutti hon— um eftirfarandi kveðjuerindi: Eftir langt og loftsvert starf legðu pennann frá þér. Börnin hafa andans arð öðlast dýran hjá þér. Því skal fyrir þeirra hönd þakkir ljúfar færa. Fyrir unnin verkin vönd vex þér traust og æra. Landhelgisbrot? — Skipstjórinn á varðbátnum. Tryggva kærði Þórarinn Olgeirsson, skipstjóra á Júpíter, fyr ir ólöglegar veiðar í Garðssjó í sum ar. — Réttarrannsókn hefir verið haldin í þvi máli undanfarna daga í Hafnarfirði. Þórarinn kveðst ekki haía verið í landhelgi, og fór varð— skipið Þór í morgutl suðtir í Garðs— sjó, til þess að mæla, hvort Júpíter hafi verið í landhelgi eða ekki, sam— kvæmt þeim miðum, sem skipstjór— inn hefir nefnt. — Ræjarfógetinn t Hafnarftrði fór suður á Þór, og yfir men naf báðum skipunum, Tryggva og Júpíter. — Þór mun koma hingáð í kvöld. Þú átt trúrra þjóna laun þitt fyrir starfið mæta. Fávizkunnar — fjöldans kaun fórst þér vel að bæta, til þess andans orku þarf, eins í kulda og hlýju. Þú varst ár — við þetta starf — þrjú og fjörutíu. Svo hrapallega vildi til á ntiðviku— daginn, er men nvoru að vinna við framskipun í e.s. Island, að járnkrók ur slóst í auga eins erkamannsins, Jóns Hjaltalíns l/freiðbrstjóra, og tneiddist Jón svo, að búist er við að hann missi augað. (Tslendingur.) Rvík 27. nóv. Um síðastliðna helgi fékk Eim— skipafélag Tslands skeyti frá Lagar— fossi, sem var í Atlantshafinu á leið til Englands, þess efnis að maður hefði horfið af skipinu á laugardags— kvöld. Talið er vist að m'aðurinn hafi með einhverjum hætti fallið út— byrðis. Hann hét Irigólfur Einars— son og var frá Tóftum á Stokkseyri, ókvæntur og á bezta aldri. (Timinn.) dýrð, í mynd Lon Chaney’s, “The Road To Mandaley”, sem verður sýnd á Wonderland leikhúsinu síð— ustu þrjá dagana í þessari viku. — Efnið í myndinni er um skipstjóra, setn verður sl[;epam.atituiforingi, og síðar aftur heiðarlegur maður, fyrir atvik, sem þykja næsta ótrúleg. — Chaney leikur í þessari mynd eig- anda að skálkabæli, og fjöldi ágætis leikara eru með honum í myndinni. Rose Theatré. “The i'Wíatnirag Sex” h(in ;!ágæta mynd, sem sýnd verður á Rose leik húsinu á föstudaginn og laugardag. inn í þessari viku, er ein af þeim myndum, sem er skemtun að frá byrjun til enda. Aldrei hefir Norma Shearer sýnt betur hæfileika sína, en sem konan, sem beitir öllum þeim vopnum, sem skaparinn hefir veitt henni, til að halda ástum manns síns. Saga Dakota Islendinga Akureyri 29. okt. Samsæti var Páli J. Ardal og frú I hans haldið nýlega á Cafe Gullfossj í tilefni af þvi, að hann nú í haust Iét af kenslú við barnaskólann eftir 43 ára starf. Sátu samsætið skóla— nefnd og kennarar skólans, sem nú eru, og eins þeir, sem verið hafa og í bænum dvelja. Samsætið var hið ánægjulegasta og var heiðursgestur- Fjœr og nær Munið eftir aftnælissamkomu stúk ttnnar Hetklu á fimtudagskvöldið í þessari viktt. Þetta verður( eina tæki færið á þessum vetri til að heyra prófessor Beck tala á íslenzku. Wonderland. Austurlönd — altaf kynleg og dul inn kvaddur með virktum og þakkað ! arfull — eru sýnd í allri sinni undra— eftir Thorstínu S. Jackson, er nýkomin út. Bókin er 474 blað síður í stóru 8 blaða broti, og er in heft í mjög vandaða skrautkápu. - 262 myndir eru í bókinni. — Henr er skift niður í 7 kafla: I. Landnám og fyrstu árin. II. Yfirlit yfir búnað Islendinga Norður-Dakota. III. Félagslíf. IV. Dakota-Islendingar í opinber um störfum. V. Norður-Dakota Islendingar mentamálum og( á öðrum sviðum. VI. Utdráttur úr bréfum og rit gerðum. VII. Æfiágrip frumbýlinga ís' bygðanna í Norður-Dakota. Bókin er til sölu hjá eftirfylgjand mönnuru: , B. S. Thorwaldson, Cavalier, N.C Og S. K. Hall, Ste 15 Asquit] Apts, Wiqjiipeg, Man., fyrir Can ada. — Þar fyrir utan eru útsölu menn í flestum íslenzku bygðununi Verð: $3.50. ----------x-----------

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.