Heimskringla - 29.12.1926, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.12.1926, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 29. DES. 1926. Kristur á Fíœmingja- landi. Eftir Honore de Balzac. Sú var eitt sinn tíðin, að all- ‘ar samgöngur milli eyjarinnar Cadzant og strandbygðar Flæm ingjalands, áttu sér stað með báti, er ferjaði menn frani og aftur. Þá voru aðeins tvö eða þrjú hundruð manns í höfuð- borg eyjarinnar, Middleburg, sem seinna varð svo fræg í annálum mótmælenda. Hin auðuga Ostende, var þá óþekt ur og strjálbygður hafnarbær, íbúarnir fiskimenn og smákaup menn, auk sjóræningja, sem stunduðu iðn sína óáreittir af öllum. En þótt Ostendeþorpið teldi aðeins tuttugu hús, og um þrjú hundruð smáhýsi, kofa og kumbalda, — sem klöngrað var saman úr skipsflakatimbri — þá gátu bæjarbúar stært sig af landshöfðingja, landvarnarliðs- flokk, gálga, múnkaklaustri og borgarstjóra, í stuttu máli, öll- um stofnunum gamallar menn ingar. Hver sat þá að ríkjum í Brabant, Belgíu og Flæjn- ingjalandi? Um það hermir sagan ekkert. Látum oss játa, að þessi saga er undarlega gagnsýrð af þessu óljósa, þessu óákveðna, þessari ást á hinu yfirnáttúrlega, sem fremstu helgivökusögumenn Flæmingja ófu inn í helgisögur sínar, sem hafa jafnfjölskrúð- ugan skáldskap að geyma og mótsagnir í smáatvikum. Hún hefir gengið mann fram af manni, frá einum til annars, þessi frásaga, sögð af ömmum og sögumönnum, og hver öld hefir sett á hana sinn blæ. Rit. skýrendur og orðstælugarpar myndu komast í örvæntingu yfir henni, eins og yfir gömlum byggingum, sem gerðar eru samkvæmt dutlungum alda- brigðanna, svo að engir nema skáldin ein hafa yndi af þess- um skuggalegu, hrörnandi bák- um. Sögumaðurinn trúir henni eins og allar hindurvitnasálir á Flæmingjalandi hafa trúað henni, án þess þó, af þeirri or- sök, að verða ögn vitrari eða ístöðulausaji aadlega. Nú <er búið að sníða hana á ýmsa vegu, og ómögulegt að sam- ræma þá í frásögninni. En hér er sagan, ef til vill rúin sín- um æfintýralega einfeldnisblæ, sem ómögulegt er að endur- skila, en með djörfum stað- hæfingum, sem sagan afsannar, siðferðiskenningu, sem trúar- brögðin fallast á; kynjablóm hugmyndaflugsins, sem spek- ingar geta ráðið eftir geðþótta. Látum lesandann ganga þar til grasa og gæta þess að skilja kjarnann frá hisminu. Báturinn, sem ferjaði menn frá eyjunni Cadzant, til Os- tende, var að því kominn að leggja úr lægi. Áður en járn- festin var leyst af steininum á bátabryggjunni, blés skipstjóri nokkrum sinnum í lúður sinn. til þess að reka eftir drollurun. um, því þetta var síðasta ferð- in. Nóttin var í aðsigi, og bál- roði sólarlagsins, gaf tæpast frá sér þá birtu, að mögulegt væri að greina Flæmingjaströnd, eða hina svifaseinu farþega, er lögðu leið sína eftir torfgirðingunum á ökrunum, og kræktu mýra- stígana í háu sefi. Báturinn var fullur. “Eftir hverju eruð þið að bíða? Við skulum fara!’’ hrópuðu þeir. Rétt í því kom maður í ljós, örskammt frá bryggjunni. / Skipstjóri varð hálfhissa. Því hann hafði hvorki heyrt né séð komumann nálgast. Það var eins og þessi farþegi hefði alt í einu sprott- ið upp úr jörðinni. Hann gæti hafa verið bóndi, er sofið hefði á akrinum, meðan hann beið þess að báturinn færi, og hefði lúðurhljómurinn vakið hann. Var þetta þjófur, eða var hann tollgæzlu- eða lögreglumaður? Þegar hann kom á bryggjuna, sem báturinn lá við, flýttu sjö manns, sem staðið höfðu í skutnum, sér að setjast á bekk- ina, til þess að vera einir um þá, og koma í veg fyrir að hinn ókunni settist á meðal þeirra. Þetta var skyndilegt eðljsboð, ein af þessum fyrirmannlegu eðlishvötum, sem blæs svo ofi í brjóst ríku fólki. Fjórar mann eskjur, af þessum sjö, voru af hábornasta aðli í Flæmingja- landi. Fyrstur var ungur riddari, I með tvo fagra mjóhunda; bar | hann sítt hár og húfu á höfði, ; þéttsetta gimsteinum. Hann | hringlaði gyltum sporum, sneri J yfirskeggið við og við og skotr- í aði fyrirlitningaraugum til ann- ara farþega. Næst sat drembilát hispurs- j mey, með geirfálka á hanzka sínum, og yrti aðeins á móður sína eða tignarklerk einn, sem vafalaust var ættingi hennar. Þetta fólk hafði svo hátt um sig, sem væru ekki aörir inn- byrðis. Þó sat næstur þeim maður, er mátti sín mikils; j feitur kaupmaður frá Bruges, klæddur skósíðri kápu. Þjónn ; hans sat þar hjá með alvæpni, ! og gætti tveggja troðinna pen- ingapoka. Þá var lærður mað- ur, meistari að nafnbót, frá há- skólanum í Louvain, og ritari hans. Alt þetta fólk fyrirleit hvert annað, og skildu þófturn- ar það frá stafnbúum. Þegar hinn síðbúni far- þegi sté ofan í bátinn, leit hann snöggvast í skutinn; en er hann sá ekkert rúm þar, leitaði hann sætis í stafni. Það ' voru fá- tæklingarnir er þar sátu. Er þeir sáu þarna berhöfðaðan mann, í fíngerðri línskyrtu og brúnum klæðisfötum, s.kraut. Iausum, er hélt ekki á húfu né hatti í hendinni, og bar hvorki pyngju né korða við belti, þá héldu allir að hann væri borgar stjóri, góðmenni og prúðmenni, einn af þessum fornu Flæm- ingjum, er þarlendir málarar hafa málað, svo að eðlisfar þeirra og hispursleysi stendur j oss lifandi fyrir hugskotssjón- um. Hinir fátæku farþegar kvöddu hann virðulega, og hlutu að launum hvískrandi háðs- glósur frá skutbúum. Gamall hermaður, slitinn og reyndur, gekk úr sæti fyrir honum, og settist fremst í barkann, þar sem hann skorðaði sig með því að spyrna fótum í rengurnar, ; er héldu saman súðborðunum, eins og þvertindar í fiskdálki. Móðir, með smábarn, ung kona, er virtist vera af verka- mannastétt frá Ostende, færði sig aftar til þess að rýmra yrði um komumann. Athöfn henn. ar bar hvorki vott um þrælslund né lítilsvirðingu. Hún var ein- göngu sprottin af hinni fals- lausu hjálpsemi fátæklinga, sem kunna svo vel að meta greið- vikni; vottur þess, hve blátt á- fram og bispurslausir þeir eru í allri framkomu, hvort heldur til góðs eða ills. Ókunni maðurinn þakkaði þeim með göfuglegu látbragði, og settist milli móðurinnar og gamla hermannsins. Við. hlið hans sat bóndi og sonur hans, tíu ára gamall. Fátæk, gömul kona, með því nær tóman mál, gömul og skorpin, í tötrum — lifandi ímynd skorts og van- rækslu — hnipraði sig saman á kaðalspólu í kjalsoginu. Einn ræðarinn, gamall sjómaður, er hafði þekt hana- þegar hún var fjáð og fögur, hafði leyft henni farið í “guðsþakka skyni,” eins og alþýðan kemst svo fallega að orði. “Þakka þér kærlega fyrir, Tómás,’’ hafði gamla kon an sagt; “eg skal lesa tvö Paternoster og tvö Ave fyrir þér í bænum mínum í kvöld.” Skipsljóri þeytti! lúður sinn einu sinni enn, leit til hinnar friðsælu eyjar, dró landfestina inn í bátinn, skundaði aftur að stýri, greip um stjórnvölinn, og stóð keipréttur. Hann gáði vandlega til veðurs, og kallaði því næst hárri röddu til ræðar- anna, er þeir voru komnir góð- an spöl frá landi: “Sækið fast róðurinn, drengir; Rán gamla glottir illúðlega — skollans nornin! Eg finn ylgjuna við stýrið og veðurgigt í gömlum sárum.” Þessi orð töluð á sjó- mannamáli — máli, sem þeir einir skilja, er öldugnauðinu eru vanir — ýttu undir ræðar- ana. Þeir hertu róðurinn, með jöfnum, sívaxandi hraða, svo áralagið breyttist að sínu leyti eins og þegar hesti er hleypt á stökk af brokki. Fyrirfólkið í skutnum skemti sér við að horfa á hina kreptu arma, hin sól- brendu andlit, með leiftrandí augum, þanstælta vöðva og alla þessa líkami, sem hömuðust í fullu samræmi, til þess eins, að koma þeim sjálfum yfir hið mjóa sund. Þeir kenndu ekki í brjósti um þá fyrir erfiðið; þeir bentu til skiftis á ræðarana og hlógu að andiitssvip þeirra, af- skræmdum af átökum og kvíða. Hermaðurinn, bóndinn og gamla konan í stafninum, horfðu á sjómennina með þeirri samúð, sem er eðlileg fólki, er vinnur erfiðisvinnu, og kann. ast af reynslu við kvalir og lam- andi þreytu. Auk þess höfðu þau alið mestan aldur sinn und- ir berum himni, og sáu því á útlitinu, hvílík hætta þeim var búin. Þau voru þess vegna al- varleg. Hin unga móðir vagg- aði barninu í örmum sér, og raulaði við það gamalt sálma- lag. “Ef við komumst yfir,” sagði gamli hermaðurinn, “ þá hefir guð ekki gert annað þá stund- ina en að sjá okkur borgið.” ‘‘Hann er almáttugur,” sagði gamla konan. “En eg held að honum muni nú þóknast að taka okkur til sín. Sérðu birt- una þarna?” Og um leið vék hún höfði í áttina til sólseturs- ins. Eldrákir gáruðu dumb- rauð skýin sem virtust reiðu- búin að ryðja úr sér ofsalegum vindbyljum. 'Hálfbældur niður heyrðist frá hafinu, eins og djúp stuna; líkt og gnöldur í hundi, sem eigi vill láta spekjast. Að vísu var nú ekki langt til Ostende. Einmitt á þessu augnabliki gaf þá sýn til hafs og himins sem engin orð né pentill fá fest á pappír né léreft. Mennirnir kunna bezt andstæð- unum, og þess vilja listamenn- irnir helzt lýsa náttúrunni, þeg-j ar yfirbragð hennar ér sem glæsilegast, ef til vill af því að þeir örvænta um að geta endur skilað hinni stórkostlegu og há- leitu fegurð, sem felst í hvers- dagsbúningi hennar, enda þótt mannssálin kenni sín oft eins innilega við ró sem röskun, í blíðu sem stríðu. Eitt augnablik setti alla á bátnum steinhljóða. Þeir horfðu á sjóinn og á himininn, hvort sem hugboð snart þá, eða hið fjálga þunglyndi, sem grípur því nær alla við dagsetur, á bæna- stundinni, þegar náttúran hljóðnar og kirkjuklukkurnar tala. óljósu, hvítu leiftri sló á sæinn, snöggum litbrigðum, eins og á stáli; himinnn; var ná- lega allur öskugrár; í vestrinu sáust langar, mjóar rákir, eins og brimskaflar af blóði. En í austrinu sáust glitrandi línur, eins og dregnar með hvassýddu ritblýi, aðskildar af skýjum, svo að þær mynduðu fellingar eins og hrukkur á gamals manns enni. Sær og haf runnu sam- an í litdaufa baksýn úr eintóm- um hálflitum, svo að það var einhver kvíðvænleg blika í sól- arlagin.u. Ásjóna náttúrunnar fylti menn geigvænlegum fyrir- boða. Það var líkt og hermað- urinn sagði, á skrúðmáli al- þýðunnar, að “Tíminn færi óð- fluga,” eða bóndinn svaraði, að himininji væri eins og böðull í framan. Alt í einu reis vindur í vestri, og skipstjórinn, sem aldrei hafði haft augun af sjón- um, sá ylgjuna rísa við sjón- deildarhringinn, og hrópaði að- vörunarorð til ræðaranna. Þeir hættu að róa og létu árarnar ; leika augnablik í hömlum. ‘“Skipstjórinn veit hvað við á,” sagði Tómas. Báturinn sveif 1 upp á bylgjuhrygginn, og svo var sem hann myndi sogast niður í gínandi hyldýpið. Við þetta snögga kast og óvænta berserksgang hafsins bliknuðu skutbúar og hrópuðu: “Við förumst!” “Ekki enn,” svaraði skipstjóri rólega. í sama bili rofnuðu skýin beint uppi yfir bátnum af vindofsanum. Gráir ský- flókarnir flugu með kvíðvæn- legum hraða frá austri til vest- urs, og rökkurskíman, sem féll beint að ofan á bátinn, gegnum stormrofið, lýsti svo, að hvert andlit sást greinilega. Allir far- þegarnir, aðallinn og auðmenn irnir, sjómennirnir og fátæk- lingarnir, störðu eitt augnablk steini lostnir á ókunna mann. inn. Hið gullna hár, sem skift var í miðju yfir hinu breiða og göfuglega enni, féll í lokkum niður um herðar hans, og mark aði skýrt af við gráan himininn andlit hans, er ljómaði af há- leitri blíðu, geislaði af guð- dómlegum kærleika. Hann fyr- Om I irleit ekki dauðann; hann vissl að hann myndi ekki farast. En þó skutbúar gleymdu þannig eitt augnablik fárviðrinu, sem ógn_ aði þeim með bráðum bana, þá mátti sín skjótt meira sjálfs- elska þeirra og æfilangar venj- ur. ‘‘Hann er heppinn borgar- stjóra þöngulhausinn sá arna, að skilja ekki, hvílíkri hættu við erum í,” sagði hinn lærði mestari. “Þarna stendur hann eins og rakki og virðist kæra sig kollóttan um dauðann.” Hann var rétt að sleppa orð- inu, þegar ofsinn brast á með öllu valdi. Vindhviður komu úr öllum áttum; báturinn snerist Skemtiferda Fargjold AUSTUR CANADA til ágætra Vetrarferða KYRRAHAFS- ÆTT- Farbréf til sölu daglega 1. des. ’26 til 5. jan '21. Til afturkomu innan þriggja mánaða. STROND VANCOUVER, VICTORIA, NEW WESTMINSTER Farbréf til sölu vissa daga Des. — Jan. — Febr. Til afturkomu 15. apríl ’27 LANDIÐ Sérstök farbréf til ATLANTSHAFSHAFNA SAINT JOHN — HALIFAX PORTLAND 1. Des., ’26 til 5. jan. '21 SÉRSTAKAR LESTIR - TCURIST SVEFNVAGNAR I «am)»nn<)l vltJ duNenilM*r-«l«;linKnr frfi W. Salnt John iklpanna E.s. Minnecíosa E.s. Montcalm 15. des. E.s. Melita E.s. Montroyal E.s. Metagama 1. Des. 7. Des. 11. Des. Spyrjið eftir öllum upplýsingum og pöntunum hjá farbréfasölum. CANADIAN PACIFIC HIÐ NÝJA | ! GOLDEN GLOW | | SPECIAL EXPORT ALE j j “BEST BY EVERY TEST” | y Nú fáanlegt fyrir leyfishafa í Manitoba. ! * Vagnarnir fara alstaðar. | I Pantið það f kössum eða smákössum frá hinu , Inýja öleerðarhúsi voru í Ft. Rouge. * | | PELISSIERS LTD. j SIMI 41 111 I ►<o Yilt þú komast áfram Velgengni er einungis þeirra, sem eru reiðubúnir að grípa tækifærið, þegar það gefst. Eruð þér? Eða eruð þér ánægð að fljóta úr einni lágt launaðri stöðu í aðra? Nútíðar verzlun krefst þekkingar og kunnáttu. Hún bíður ekki eftir að óreyndir byrjendur læri einhvern graut í starfi sínu. Látið ekki vankunnáttu standa yður fyrir þrifum. Byrjið kaupsýslustarfið rétt. Elmwood Busmess College veitir fullkomna kenslu í öllum kaupsýslufögum. Sér- stakar greinir kendar ef æskt er. Ágætlega lærðir og hæfir kennarar, sem hafa haft vlrkilega starfsreynslu, tryggja gagnkvæma kenslu. Sífeld eftirspurn eftir ELMWOOD LÆRLINGUM. Námsgreinir Bookkeeping, Typewriting, Shorthand, Spelling, Composition, Grammar Filing, Commercial Law 'I Business Etiquette High School Subjects, Burrough’s Calculator. Verð: Á máhuði Dagkensla........$12.00 Kvöldkensla .... .. 5.00 Morgunkensla .. .. 9.00 Skrifið eftir fullum upplýsingum til skólastjórans. 210 HESPLER AVE., ELMWOOD. Talsími: 52 777 Heimili: 52 642 A Strong Reliable Business School More than 1000 Icelandip Students have attended the Success Business College of Winnipeg since 1909. It will pay you again and again to train in Winnipeg where employment is at its best and where you can attend the SUCCESS BUSINESS COLLEGE whose graduates are given preference by thousands of employers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly enrollment of all other Business Colleges in the whole Province of Manitoba. — Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. WE EMPL0Y FR0M 20 T0 30 1NSTRUCT0RS. V Y THE ÍLimitecl 385} PORTAGE AVE. WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.