Heimskringla - 27.04.1927, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.04.1927, Blaðsíða 3
WINNIPEG 27. APRIL 1927 HE IMSKRIN OLA 3. BLAÐSIÐA, Magic Baking Powder er alt af áreiðanlegt t*l jjess aði baka sætabrauð, kökur o. fl. Ekkert álún er í því, og er þa<$ ósvikið að öllu leyti. Verið viss um að fá það og ekkert annað. skilnaSi og rétti prédikarans til lífs- framfæris frá söfnuðinum, og- hann «egir frá hinni síðustu kvöldmáltíð, og dregur saman vitnisburðina um npprisu Jesú. En þetta eru auka- atriði, sem hann rétt aðeins getur nm í bréfum til safnaða sinna. — Fræðsla um Jesú sjálfan og starf hans, er þar alls engin, enda hafði Páll ekki þekkt hann. Það serh Páll segir um Jesú, er allt guðfræðilegs eðlis. Jesú er í hans augum sonur guðs, sem fæddist í J>enna heim, dó og reis upp frá dauð- -um, til réttlætingar fyrir synduga rnenn. Þetta er aðalatriðið í trúnni, sem Páll boðaðí með svo fádæma miklu kappi í Litlu-Asiu, á Grikk^ landi og að síðustu RómaI>org. Hann yrédikaði ekki kenningar Jesú sjálfs, af því, senr ráðið verður af bréfum hans, heldur sínar eigin skoðanir um Krist, um manneðlið og syndina, um hið tilkomandi líf og fleira. Auð- vitað ber þess að gæta, að við höfum aðeins bréf Páls til safnaða hans; við vitum ekki, hvað hann kann að hafa sagt um Jesú í prédikununi sínum. Sá sögulegi kristindómur, sem heimurinn hefir átt, þ. e. a. s. kenn- íngar kristinnar kirkju, niður gegn- nm aldirnar, hefir verið grundvall- aður á boðskap Páls postula, en ekki á boðskap Jesú frá Nazaret. Páll var hinn fyrsti guðfræðingur t kristn fnni, og alla leið frá honttm og fram á þenna dag, hefir einhverskonar svo nefnd guðfræði verið aðalboðskapur rnesta hluta af kristinni kirkju. — Kirkjan hefir oftast verið ntjög fjar- læg því, sem Jesús kenndi sjálfur; hún hefir í rauninni ekki verið krist- in nema að nafninu til. En hvað er þá með guðspjöllin sjálf, segja þau ekki frá Jesú og starfi hans? Er ekki unnt að gera sér glögga grein fyrir honum sem sögulegri persónu, sem manni, er lifði og umgekkst aðra menn, vann sitt æfistarf og skildi eftir áhrif, sem breiddust út og náðu til margra, eft- ir frásögn þeirra? Aftur vil eg benda á það, að gnð- spjöllin eru ekki æfisögur. Þau eru fyrst og fremst rit, sem eiga að flytja Tnönnum boðskap, þau eru trúar- “bragðaleg útbreiðslurit. • Þar við bætist, að fyrsta guðspjall- ið var áreiðanlega ekki fært í letur fyr en um fjörutíu áruni eftir dauða Krists. Auðvitað hafa endurminn- ingarnar um hann verið í fersktt ■minni manna, má gera ráð fyrir. En samt er það svo, að það sem sagt er tim Jesú í guðspjöllunum, er það sem menn trúðu um hann þá; það eru skoðanir höfundanna sjálfra, sem við lesum í þeim; og lettgra aftur, eða nær Jesft sjálfum, getum við, því miður, ekki komist í sögulegum skiln- ingi; til þess brestur okkur heimildir. Þá ber og einnig þess að gæta, að guðspjöllunum ber ekki satnau, jafn- vel ekki um þá hluti, sem enginn skoðanamunur hefði átt að geta ver- ið um, eins og það t. d., hvað lengi Jesú kenndi. Það er víst flestum kunnugt, að fjórða guðspjallið, sem samkvæmt sögusögn kirkjunnar, á ^ að hafa verið skráð af Jóhannesi lærisveini Jesú, einum af þeim tólf, I er alveg ósanirýmanlegt við hin þrjú, I eða samstæðu guðspjöllin svonefndu. Samkvæmt fjórða guðspjallinu var- aði prédikunarstarf Jesú í þrjú ár, samkvæmt hinunt aðeins eitt ár; fjórða gtiðspjallið gerir ráð fyrir, að Jerúsalem hafi verið miðstöð starf- senti hans allan tíniann, sem hann kenndi, en samstæðu guðspjöllin segja frá, að hann hafi starfað mest í Galíleu, langt frá Jerúsalem, og að- ekts dvalið í Jerúsalent nokkra daga áðttr en hann var liflátinn; þá segir fjórða guðspjallið á allt annan h.átt frá fyrirrennara Jesú, Jóhannesi skír ara, heldttr en hin, og það er allt ann að fólk, að einni konunni undanskil- inni, sem er viðstatt dauða Jesú, sam- kvæmt frásögu fjórða guðspjallsins, heldttr en samkvæmt frásögnum ; hinna. Fleira mætti og benda á. sem aðskilur fjórða guðspjallið og hin, en þess er ekki þörf. Þessi mikli munur á einstökum at- riðttm er þó sem ekkert í samanburði j við þann mikla mun, sem er á skoð- ununt ttm Jesú, sent guðspjöllin flytja. Það er naumast hægt að hugsa sér tvo ólíkari ntenn, en þann Jesús, sent fjórða guðspjallið segir frá, og þann, sent samstæðu guðspjöllin segja frá. I samstæðu guðspjöllunitni er kenn ing Jesú undir niðri ein og hin sama — það er kenningin um guðsríkið. Þvi er stöðugt haldið frarn þar, að það sé fyrir höndttm og að ntenn eigi að iðrast, gera vilja gttðs og búa sig undir þá miklu breytingu, sem sé fyr- ir höndutn. Allar aðrar kenningar, jafnvel kenningin ttm föðurkærleika guðs, eru tengdar vtð þetta fyrirheit um gttðsríkið og að það sé í nánd. I fjórða guðspjallinu aftur á móti, snúast allar kenningar Jesú um hann sjálfan. Hann talar þar ekki um guðsríkið, ekki utn hreinleik httgar- farsins og bróðurkærleikann, sein skilyrði fyrir þvi að menn séu hæfir fyrir ríki guðs; hann talar þar um son guðs og frelsarann, sem hafi kotttið af himnum ofan, þar sem hann hefir ávalt verið til frá eilifu, og um trúna á hann. I samstæðu guðspjöll- unum er það guðsríkið, t fjórða guð- spjallintt er það Jesfts sjálfur, sem er þungamiðja boðskaparins. Það er með ölltt óhugsandi, að Jes- ús hafi getað talað, bæði eins og hann talar i samstæðu guðspjöllunum og eins og hann er látinn tala í fjórða guðspjallinu; hann gat ekki bæöi sagt: ‘'F.g er Ijós heimsins’’, og: “Hví kallar þú mig góðann’? Enginn er góður nema guð einn". Annað- hvort var það, að gera vilja gttðs skilyrði fyrir að komast í guðsríki, gða trúin á hann seni gttðs son, var sáluhjálparskilyröið, eins og kennt er í fjórða gttðspjallintt — þetta hvort- tveggja gat ekki verið aðalskilvrð- ið. Sökum þess hve tnynd sú, sem fjórða guðspjallið bregður upp af Jesú, er óeðlileg, frá öllu sögulegu sjónarmiði skoðað, getur það ekki verið neitt vafaatriði, að það gttð- spjaH hefir ekkert sögulegt gildi. — Menn hafa reynt að verja áreiðan- leik þess og gera það enn í dag, en hann verður ekki varinn, nenta að öll hin séu utn leið véfengd; ög það er blátt áfrám qð snúa við öllu því, sem talið er að vera rétt við lestur allra annara rita. En hvað er nú nteð þessi þrjú svo- kölluðu samstæðu guðspjöll? Ber þeim að öllu leyti saman? Það er ekki sagt nákvæntlega frá því satna í þeint öllum. Sttm segja frá því, sem önnttr geta ekki um„ Fyrsta guðspjallið, sem kennt er við Matt- heus, flytur meira af orðtttn Jesú sjálfs, eða því sent sagt er að hafi verið orð hans, heldur en hin; í Lúk- asar guðspjalli eru dæmisögur, sem ekki eru í hinutn; Markúsar guð- spjall, sem er talið elzt, er styzt og einfaldast. En þótt þessi munur, sem hér er talinn, sé á þessum guðspjöll- um, og raunar fleiri atriði, sem þeitn ber ekki saman um, þá eru þau þó i öllum aðalatriðum eins; þau eru ?ýni- lega öll grundvöllttð á sömu sögun- ttm — upprunalegu sögunum um Jesú, er voru kotnnar frá þeim, sem höfðu þekkt hann. Það ertt engin líkindi til þess, að þessi þrjú gttðspjöll, eins og við höf- um þau nú, séu frá hendi nokkurs af fyrstu fylgjendum Jesú. Sögusögn- in eignar aðeins tvö þeirra, það er fyrsta og fjórða, lærisveinutn Jesú sjálfs. Það er áreiðanlega víst, að fjórða guðspjallið getur ekki verið eftir Jóhannes lærisvein Jesú, og í fyrsta guðspjallinu er engin sönnun fyrir því, að Mattheus sé höfundur þess; en því verður heldttr ekki neit- að, að svo sé. En hvaö segja þá þrjú fyrstu guð- spjöllin okkttr unt Jesú'? Þau segja okkur, eins og eg hefi tekið fratn, næsta lítið utn hann, rniklu ntinna en við mætti búast. En við verðuni að nntna eftir því, að þau eru ekki æfi- sögttr, og það útskýrir, hvers vegna þau eru svona snauð af lýsingum úr æfi Jesú. Þau segja frá prédikunar- starfi hans og atburöum, sent gerð- ust í sanibandi við það, svo að við getum fengiö nokkurn veginn glögga hugmynd ttm, hvað það var, sem hann kenndi. Jesú ketnur frant sem kennari, og sem keppinautur hinna svonefndu skriftlærðu ntanna, þegar hann er orðinn fulltíða maðttr; hann er fyrst fylgjandi Jóhannesar skirara; hann er vinur tollheimtumanna og bersyndugra, en óvinur fartseanna og hinna skriftlærðu; hann ferðast um og talar við tnenn, oft í dæniisögum og líkingum, hvar sem þeir eru stadd ir, í húsutn inni eða úti á víðavangi; hann læknar, og guðspjallasögurnar segja frá kraftaverkum, sent hann gerir. Aðeins einu sinni ferðast hann til Jerúsalem, til þess að flytja boðskapitm þar. Lærisveinar hans, óbreyttir alþýðuntenn norðan úr Galiþ leu, fóru með honunt. I Jerúsalem varð mótspyrnan gegn honum svo sterk, að óvinir hans fengu komið þvi til leiðar, að hann var tekinn höndum og líflátinn. En fyrir hvað var Jesús liflátinn? Ekki fyrir það, að hann flutti nýjar kenningar, þvi rómverska stjórnin kærði sig ekkert um trúarbrögð Gyð- inga eða annara þjóða, sem voru und ir hennar valdi. Jesús var kærður fyrir landráð, fyrir óhollustu við hið hæsta vald, sent var til í heiminum, stjórn alríkisins rómverska. Það sem gaf tilefnið til þessarar ákæru, var vitanlega kenning hans um riki guðs. Kenning hans var ekki um einhverja óákveðna og þokukennda hugsjón, heldur um veruleika, sem stóð fyrir dyrum. Menn urðu að taka sinna- skiftum, og það tafarlaust, til þess að vera reiðubúnir, þegar sá mikli dagur kæmi, þegar sú mikla breyting gerðist, að þetta jarðlif nieð öllu sinu böli, öllu sínu ranglæti og öllu sinu kaaruleysi, br'ejrttist í óunýræðilega betra og fullkomnara líf, þar sem föð urkærleiki guðs og bróðurþel mann- anna væi'u hin mest ráðandi öfl. Hvernig þetta átti að gerast, er alls ekki Ijóst. En J>að er ljóst, að ef það gerðist, þá hlaut það að hafa mikla byltingu i för með sér; öll mannleg' stjórn hlaut að kollvarpast, allar stofnanir, sem mennirnir höfðu byggt upp, hlutu að verða að engu. Væri þessi kenning ekki hættuleg frá sjónarmiði þeirra, sem með völdin fóru, þá er ekki gott að ímynda sér, hvað þeir hefðu skoðað hættulegt. Og Jesú var að aukast fylgi; hann var kominn til Jerúsalem með fjokk manna með sér. Var nokkur furða þó rétttrúaðir Gyðingar í Jeriisalem, sem var miðstöð trúarbragðalifsins hjá þjóðinni, yrðu skelkaðir og reyndu að losna við svona hættuleg- an mann ? Er ekki allt afturhald æf- inlega skelkað við allar nýjar hreyf- ingar, sem hafa nokkurn lífsþrótt og ná tökum á almenningi? Og að Pílatus hafi dæmt Jesú til dauða, að- eins til þess að þóknast Gyðingum, þarf ekki að vera, og er enda mjög ótrúlegt. Hann var líka skelkaður við svona óvenjulega skorinorðar kenningar, sem kornu í bága við allt, sem hann, sem embættismaður, hefir hlotið að telja réttmætt. Það var ekkert rúm fyrir rómverska ríkið t guðsrtkinu, frernur en þar var rúm fyrir trúarbrögð fariseanna. Og hvaða þátt bjóst Jesús við að eiga sjálfur í stofnun guðsríkisins? Það er heldur ekki ljóst. Hann hef- ir ef til vill skoðað sjálfan sig sent einskonar Messías; hann hefir ef til vill trúað því, að hann væri gæddur sérstökum guðdómlegum krafti; það er engin ástæða til þess að rengja það. En þó að það sé látið órengt, þarf engan veginn að trúa því, að hann hafi verið annars eðlis en aðr- ir nienn. Gvðingar höfðu Messiasar- trú, sem þeir höfðu tekið að erfð- oeoooeoocoooeoeoeðeeoooooooeeac»ðoooeoooooosooooooocosoðcoðeoo9ooi NAFNSPJOLD Arthur Furney Teacher of Violin 932 Ingersoll Street PHONB: 89 405 A. S. BARDAL eelur ííkklstur og nnnaet um <H- f&rir. Allur útbúnatJur •& b«>ti Eunfreraur selur h&nn allskon&r minnlsvarba og legrstelna_ 648 SHERBRÖOKE RT Phonet 8« #07 WINNIPEG The Hermin Art Salon gerir ‘Hemstitching” og kvenfata- saum eftir nýjustu tizku fyrir lægsta vertS. Margra ára reynsla og fullkomn asti vitnisburbur frá beztu sauma- skólum landsins. Utanborgar pönt unum fyrir Hemstitching sérstakur gaumur gefinn. V. BENJAMfNSSON, eigandl. (iG6 Sargent Ave. Talsiml 34 152 Dr. C. H. VROMAN TANNLÆKNIR Tennur yöar dregnar eba lagatJ- ar án allra kvala. TALSUII 24 171 505 BOYD BLDG. WINNIPEG L. Rey TH. JOHNSON, Ormakari og GuUamiSur Selui giUlngaleyfUbrél | M.r.i.kt atuysll v.Ht pöntunuj* I og vlbgjcrbum útan &f l&núl. 2«4 Maln St. Phone 24 637 f j Fruit, Confectionery j Tobaccos, Cigars, Cigarettes Phone: 37469 etc. 814 SARGENT Ave. Emil Johnson Service Electric 524 SARGENT AVE- SSOOOOOOSCOOSCCOðOSOSOOSCC; S MHS B. v. ISFKI.U Planlat A Tencher ^ STlDIOl O e«a Alvrmtonr Slr.rt O Phone : 37 030 S Q SCCSCCCOOCCCCCCCCOSCOCOGOS jDr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bld«. Skrifstofusiml: 23 674 Stund&r sérat&klega lungD&ajúk- dóma. j Kr &TJ flnn*. 4 akrirstofu kl. 12—n f h. og 2—6 e. h Helmlll: 46 Alloway Ara Talalmli 33 158 Lj f Selja rofmagnsáhöld af öllum teg. Dr. Kr. J. Austmann ! undum- - Viðgerðir á Rafmagnsáhöldum, fljótt og vel afgreiddar. IWYNYARH DR. A. BLÖNDAL 602 Medlcal Arts Bldj. Talsíml. 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdðma og barnasjúkdóma. — A5 hltta: kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h Heimili: 806 Victor St,—Simi 28 130 Slmli 31 507. Helmaafmii 37 3HQ HEALTH RESTORED Læknlngar án 1 y tJ % Dr- 8. O. Simpson N.D., D O. D,0, Chronic Diseases Phone: 87 208 SuJte 207 Somerset Blk. WINNIPEG, — MAN. DAINTRY’S DRUG STORE Meðala cérfræKiiigw, ‘Vörugaeði og fljót afgreiðtU" eru einkunnarorð vor, Horni Sargent og Lipto*. Phone: 31 166 £J J. J. SWANSON & CO. Llmlted R B rr T A Ij 9 INSDRANCB R B A L E S T A T ■ MORT GA G ES 600 Paria Bulldlna, Wlulpeo, Maa Dr. B. H. OLSON 210-220 Medical Arts Blds. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21 834 V4«talstiml: 11—12 og 1—5.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Bristol Fish & Chip Shop. HIÐ GAMLA OG ÞEKTA KING’S bezta arer« ver aeudum helm tll yOaa. frá 11 f. h. tll 12 a. h. Fiskur 10c Kartöflur 10o 544) Elice Ave*. hornl Langilde SIMIt 37 455 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfrœðingar 709 Great West Perm. Bldg. Sími: 24 963 356 Main St Hafa einnig skrifstofur að Lund- ar, Piney, Gimli, Riverton, Man. DR. J. STEFÁNSSON 310 HEDICAL ARTS BI.IIO. Hornl Kennedy o( Grahau. StaaOar rlaaflaco auraa-, tyraa^ aef- of kverka-allkkdOi V« kltti Helmlli Itta frd kL 11 tU 11 L k H «■ kC. S tl S e- b- Talalml i 31 834 : 638 McMUlan Ave. 42 691 |j Talatml: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLUCKNIR 014 Snmeraet Bluck Portasc Ava. WINNIPRU J Telephone: 21 613 J. H. Stitt . G. S. Thorvaldson~\ J. Christopherson, Stitt & Thorvaldson Islenskur lögfrceðingur Lögfr. og málafærslumenn. 845 Somerset Blk. 807 Union Trust Bldg. Winnipeg, Man. IV innipeg. Talsími: 24 586 HIS nýja Murphy’s Boston Beanery AfgreiSlr Flah A Chlpa i pökkum ttl heimflutnlngs. — Agœtar mil- tiSir. — Elnnlg molakaffi cg avala- drykklr. — Hreinlætl einkunnar- or5 vort. 029 SARGENT AVE.. SIMl 21 »00 HEIMSKRINGLA hefir til sölu námsskeið við beztu VERZLUNARSKOLA í borginni með afföllum. Þeir sem vilja hagnýta sér þessi kjörkaup, ættu að finna ráðsmanninn tafarlausL um frá forfeðrum sinum. Hún var marg-útskýrð, og utan um hana voru vaxin fjöldamörg aukaatriði, svo það var ekki eins og allir væru á eitt sáttir um hana. Hvaða skoðun, sem Jesús hefir sjálfur haft um Messías- ar-embætti sitt, er alveg víst að fylgj endur hans, eftir dauða hans, trúðu þvi að hann hefði verið Messías. Sú trú átti mikinn þátt i því að ryðja frumkristninni braut; hún var auðvit að fyrsta stigið í kenningunni um guðdóm hans, sem við finnum svo á öðrum stigum hjá Páli postula og höf undi fjórða guðspjallsins. Hjá hin- unj síðarnefnda mjög undir áhrifum griskra heimspekishugmynda. Svona liggur þá æfi og starf Jesú fyrir okkur, frá sögulegu sjónarmiði skoðað. Eg mætti ef til vill geta þess hér, að sumir rnenn hafa í allri einlægni efast um, að Jesús hafi verið til, og þeir benda, máli sinu til stuðn- ings, á það, hve allar frásagnirnar um hann séu fáar og oft og einatt ó- áreiðanlegar. Aftur á móti hafa, aðrir, af sörnu ástæðum, að þvi er virðist, haldið því fram, að þar sem við viturn svo lítið um hinn sögulega Jesú, þá verðutn við að trúa á Krist, Krist Páls postula, Krist fjórða guð-1 spjallsins, guðs son, sem kom í heim- inn, frelsara mannanna. Þeir, sem þessu halda fram, segja ekki, að við verðum að trúa þessu vegna þess, að það sé í samræmi við það, sem hafi verið trúað um guðdóm Krists, held- ur vegna þess, að með því móti eign- umst vér hugsjálega Krists-persónu, sem hafi verulegt andlegt verðmæti fyrir okkur, sem hinn sögulega Jesú hljóti ávalt að skorta. Báðar þessar skoðanir eru óað- gengilegar, vegna þess að þær ganga fram hjá því, sem er sögulegur sann- leikur. Það er erfitt að hugsa sér, að hreyfing sú, sem guðspjöllin segja frá, hafi byrjað án þcss að nokkur sérstakur maður hrinti henni af stað; það er erfitt að hugsa sér, að nokkr- ir menn hefðu skrifað það, sem höf- undar guðspjallanna hafa skrifað, án þess að þeir hefðu verið sannfæröir um, að þeir væru að segja frá verk- um manns, sem hefði lifað; það er erfitt að hugsa sér, að orðin, sem höfð eru eftir Jesú, dæmisögur hans og kenningar, hefðu safnast saman þarna á þessum tima úr ýmsurn átt- um, ef hann hefði ekki talað til manna, sem lærðu orðin af vörum hans og sögðu þau svo aftur öðrum mönnum. Og hin skoðunin, að í rauninni komi okkur það ekki svo mjög mik- ið við, hvað unnt sé að vita um Jesú, með sögulegri vissu, því hvað svo sem því líði, getum við trúað á hug- sjálegan Krist, er svo fjarri veru- leikanum, að ólíklegt er, að .hún geti haft nokkur áhrif á hugarfar manna og breytni. Það er auðvelt að búa sé til allskonar hugsjónir, en þær geta verið áhrifalausar; aðeins fagrir draumar, sem ef til vill fullnægja sumum mönnum, en aldrei öllum. — Kirkjan hefir um margar aldir kennt nógu mikið um Krist, hún hefir ver- ið óþreytandi að búa til kenningar um hann; en að sama skapi hefir hún fjarlægt það, sem Jesús kenndi sjálfur. Allir vita, hversu áhrifalitl- ar kenningar Jesú hafa verið meðal fylgjenda hans. Og þó eru kenningar Jesú, hins sögulega Jesú frá Nazaret, manns- ins, sem fór í kring og kenndi aust- ur á Gyðingalandi fyrir nítján hundr- (Frh. 4 7. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.