Heimskringla


Heimskringla - 25.05.1927, Qupperneq 4

Heimskringla - 25.05.1927, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA. HBIMSKRIN GLA WINNIPBG 25. MAI 1927 H^ímskrjngla (StofnnV 1886) Kemnr flt fl kve»*Jnm mlllvlkodetfi. EIG — VIKING Píw LTD. 883 og 885 SJ> 1 H) - NT ml: 'R., 7 iVINNIPKG. VerD blaCslns er I3.C0 árgangrurlnn borg- fyrirfram. Ailar borganir sendlst THE VIKING PIÍE6S LTD. lst SIGPÚS HALLDÓRS Irá Höfnum Ritstjórl. THK UtanAskrllt «11 bla»slna: VIKING PHBSS, Ltd, Boi 8108 TtnnAskrift tll rltstjörans: BDITOH HEIMSKIUNGLA, Box 8105 WINNIPEG, JIAN. "Heimskrlngla is publlshea by Tbe Vlklne Press I,td. and prlnted by ___ CITT PRINTING * PCBLISHWG CO. 888-855 Sareent Are, Wlnnlpee, Man. Telepbone: .86 53 T WINNIPEG, MANITOBA, 25. MAÍ 1927. Brackenstjórnin. Þegar Brackenstjórnin tók við völdum í Manitoba, 8. ágúst 1922, var stjórnar- farið að mörgn-leyti í hinu versta ólagi, og sérstaklega voru fjármálin á algerðn ringulreið. Eftir fylkiskosningarnar 1920, áttu lib- eralar 21 sæti í þinginu, af 55;; óháðir bændur 15; verkamenn 10; conservatív- ar 6, og óháðir 3. Liberalastjórnin dr þá var mynduð, var því algerð minnihluta- stjórn, er átti líf sitt undir náð flokkanna. Þingmenn hins óháða bændaflokks höfðu lítt fengist við stjórnmál, og verkamanna flokkurinn átti ekki sjáanlega þann vöxt fyrir höndum, að hann gæti í nánustu framtíð tekið að sér að fara með völdin. Conservatívi flokkurinn hafði mörgum árum áður beðið stórhnekki í augum kjósenda, og ekkert benti til að honum væri nálæg batavon. Liberalstjórnin sat nú að völdum í tvö ár. Fjárhagsástand fylkisins, sem var mjög.alvarlegt, fór síversnandi, unz sam- bandsflokkur bænda í Manitoba sá, að svo búið mátti ekki lengur standa, og af- réði að blanda sér í stjórnmálin, sem sjálf stæður flokkur, með sérstakri stefnuskrá. Sú hreyfing leiddi af sér kosningarnar 1922, er hófu flokkinn til valda, undir Stjórnarformennsku Mr. John Bracken. Flokkurinn hefir nú skilað af sér nýlega, eftir að hafa setið að völdum fullt kjör- tímabil, og á nú, samkvæmt vilja sínum. jafnt og eðlilegri skyldu, að standa kjós- endum full skil á gerðum sínum, fyrir kosningarnar, *sem fara í hönd. Vitan- lega vonast stjórnin eftir þeirri trausts- yfirlýsingu fylkisbúa, sem felst í endur- kosningu. Kjósendur verða þá að leggja fyrir sig þá spurningu, hvort þessi stjórn hafi staðið svo í stöðu sinni, að “hún verð skuldi endurkosningu, eða hvort annar stjórnmálaflokkur, er komið gæti til mála, að komist til valda, myndi betur gera að sínu leyti, á næsta kjörtímabili. En þá verður líka vel að því að gá, að taka nægilegt tillit til þess, að hverju kom ið var; hverjir mögulekar voru fyrir á- kjósanlegum framkvæmdum, og hvernig við er skilið. Og sé það samvizkusamlega gert, þá er óhætt að fullyrða, að Brackenstjóm- inni hefir tekist vonum framar; að hún hafi ekki ástæðu til að biygðast sín fyrir fimm ára stjórnarferil, heldur þvert á móti, og að hún megi því eiga fulla von þess, að kjósendur viðurkenni þetta með því, að fela henni ráðsmennsku fylkisins önnur fimm ár. * « « 'Mörgum hefir fundist að stjórnin hafi verið aðgerðaminni um ýmsar fram- kvæmdir, en æskilegt hefði verið, og rit- stjóri þessa blaðs er einn í þeirra tölu, er gjarna hefði viljað sjá stórstígari fram farir, eins og fleiri bænda- og alþýðuvin- ir, er þó hafa hlotið að viðurkenna örð- ugleikana, er hún frá fyrstu hefir átt við að stríða. Margir hafa áfellst stjórnina fyrir það, að hún hafi ekki fylgt stefnu- skrá sinni sem skyldi. En engan sæmi- lega óvilhallan mann höfum vér rekist á, raeðal þeirra, er hafa kynnt sér allar að • stöður, sem dottið hefir í hug að halda því fram í fullri alvöru, að Manitobafylki myndi hafa verið betur komið í dag, hefði annarhvor gamli fiokkurinn farið með völdin, síðustu árin fimm. Skulu að- finnsluatriðin nú nokkuð nánar athuguð. Fyrst er þá á það að líta, að yfirieitt sýnir áratuga reynsla þingbundinna stjórna í öllum löndum, að afköstin eru auðveldari á pappírnum, en í framkvæmd unum; að hver frjálslynd stjórn neyðist jafnan til þess að slá töluvert af fyrir- ætlunum sínum, í bráð að minnsta kosti, ef ekki lengd, og það þótt fljótt á litið virðist vera vel lagt í hendurnar á henni. Má vel þar til sanns vegar færa, að sú stjórn væri heldur ekki sérstaklega fram- sækin, né auðug að hugsjónum, sem þeg ar á fyrstu stjórnarárum sínum kæmist jafnvel í námunda við það, að koma öll- um hugsjónum sínum til framkvæmda. Verður það og skiljanlegra, er um þing- bundna stjórn er að ræða, er jafnan hlýt- ur að taka mikið tillit til andstöðuflokk- anna, þegar þess eru ótal og óræk dæmi, nýrri sem eldri, að jafnvel alræðisstjórn- um tekst þetta ekki heldur að fullu. c| Þessar aðstæður nota mótstöðumenn þingbundinna stjórna jafnan til þess að bregða þeim um stefnubrigði. Nú er það oft og tíðum vitanlegt, að pólitískir flokk ar ganga algerlega ál bug við kosninga- loforð sín, er þeir koma til valda, þótt þeim væri í lófa lagið, að efna þau, ef hugur fylgdi máli í raun og veru. En þeir sem með óvilhöllum huga fylgjast með í landsmálum, geta þó oftast sæmilega glögglega greint á milli vilja- og getu- leysis í þessum efnum. Og þegar litið er á aðgerðir Bracken- stjórnarinnar á undanförnum árum, þá hlýtur hver sanngjarn maður að játa, að sjaldan hefir stjórn átt erfiðari aðstöðu til þess, að hafa áberandi framkvæmdir með höndum, eða til þess að koma því í verk, er hún helzt vildi. Það var fyrir sig, að forystumenn fram- sóknarhreyfingarinnar hér í fylkinu voru margir lítt vanir póiitísku stímabraki, og j þurftu þess vegna eðlilega tíma til að átta sig á stjórnarstörfum, er þeir voru komnir til valda, og þá einnig, að taka sér til styrktar í ráðsmennskunni suma | þá, er ef til vill voru vanari stjómbragða- hnútum gömlu flokkanna, heldur en hvað þeir voru öruggir til harðskeyttustu fram- j sóknar. Hitt var verra, að þeir urðu að setjast| undir stýri í því f járhagsforæði er fyrir- rennarar þeirra létu þeim eftir, að öll á- | stundun þeirra hlaut fyrst og fremst að beinast að því að rista fram úr því og kom ' ast á þurt, Þetta hefir JBracken tekist,1 svo greinilega, að ekki verður móti mælt.! Sést það Ijósast á því, að hinum geipilega og sívaxandi árlega fjárhagsósigri fyrir- j rennara sinna, hefir honum tekist að snúa í fulllkominn sigur fjái-hagslega. Þegar Bracken-ráðuneytið tók við, yar fjárhagur fylkisins í því ástandi, að skuld irnar jukust um $5Q00 með hverjum ein- asta degi sem leið. Nú, síðasta árið,, sem stjórnin sat við stýrið, nam ágóðinn af búskap hennar $600,388, — eða því nær $1650 á dag. Þessi ágæti árangur er að þakka jafnt fyrirhyggju og sparsemi á fylkisfé; sparsemi og nýtni, sem er óhætt að segja, að fyrirrennarar Brackens höfðu ekki í orðabókum sínum um langt skeið undanfarið. * Eiginlega þyrfti því enginn að undrast yfir því, þótt stjórn, er svo var búið í haginn fyrir, að henni var nauðsynlegt að einbeita sér að sparsemi, yrði ekki sér lega afkastamikil til beinna framkvæmda. Og þó hefir Brackenstjórnin meira en haldið í horfið í þeim efnum. Er hér ekki rúm til þess að telja það, en mun verða gert allrækilega í næstu blöðum' fram undir kosningarnar. Þótt vel megi játa, að engin yfirmenni séu í Bracken-ráðuneytinu, þá sýna þó vegsummerkin, að það hefir að minnsta kosti haft jafnduglegri mönnum á að skipa, en fyrirrennarar þeirra voru. Vér teljum engan efa á því, að Mr. Bracken þoli, að þvf er stjórnmennsku snertir, sér- lega vel samanburð við hvorn sem er, Mr. Norris eða Mr. Robson, sem að vísu má telja a.lveg óreyndan stjórnvitring. En auk þess er nú kominn í ráðuneytið mað- ur, er svo almenna viðurkeningu hefir hiotið fyrir gáfur, víðsýni og hreinskilni, að liberalar eiga einskis síns flokksmanns von á þing hér í fylkinu, þó leitað sé með logandi ljósi, að hann njóti nokkuð svip- aðs álits meðal bænda og Mr. Höey. Og það mun sjást eftir kosningamar, að Mr. Hoey verður ekki eini afkastamaðurinn í hinu nýja ráðuneyti Mr. Brackens. Dr. Sig. Júl. Jóh. færir orð Mr. Farm- ers, fyrv. borgarstjóra til staðfestingar álasi sínu á hendur Bracken. Vér mynd um skilja það vei, ef dr. liti á málið frá sama sjónarmiði og Mr. Farmer. Vér myndum skilja það, að dr. Sig. Júl. Jóh. væri í nöp við Braoken af því að hann hefir ekki óskað samruna við verka- mannaflokkinn, það þeim mun fremur, sem doktorinn er vitánlega radíkalari en Mr. Farmer. En þar af^Jeiðir líka, að mönnum myndi ekki finast óeðlilegt, að doktorinn hefði jafnlítið álit á liberölum og Mr. Farmer, eða jafnvel heldur minna. Og synd væri þó að segja, að F. dáist nokkuð að þeim. Einmitt í sömu grein- inni og dr. S. J. J. vitnar í, vísar Mi-. Far- mer þeim frá sér með þessum orðum: “Hvað liberala snertir, þá er ekki til nokk urs að ímynda sér, að þeim aukist fylgi til muna sem stendur, enda þótt flokkn- um virðist hafa aukist. dálítið álit með hinum nýja foringja.” — Grein Mr. Farmers er auðvitað fyrst og fremst skrifuð til þess að reyna að konia í veg fyrir það, að frjálslyndir kjósendur í Winnipegborg, sem löngu eru orðnir dauðleiðir á liberölum, svo að lítil hætta er á, að þeir greiði atkvæði sín í þann flokk, snúist frekar til stjórnarsinna en verkamanna. Afstaða hans er skiljan- leg. Aftur er oss með engu móti skiljan- leg afstaða dr. S. J. J. til liberala. Að hann skuli hafa nokkra hugmynd um það. að þeir muni verða hjáHparhella bænda, fremur en t. d. conservatívarnir, er oss satt að segja fyllsta ráðgáta. * * ¥ j í heild sinni, ekki síður en kjós- endur þeirra, megi vel við una, nái þeir kosningu. Gáfur séra Alberts, afbragðs mælska hans, sanngirni og og réttsýni, myndi vera hverju kjördæmi, er sendir hann á þing, til stórrar sæmdar enda þótt það þing væri fjöl- setnara en fylkisþing Manitoba. Mr. Ingaldson er ungur maður, en hefir mikið fengist við opin- ber mál, og áunnið sér traust og velvild fjölmargra héraðs- manna sinna fyrir óvenjulegan ötulleik, starfsþol og starfs- vilja. — Það er skrumlaus sann leikur, að íslenzkir bændur, og aðrir kjósendur í þessum kjör- dæmum, eigi nú ekki kost á að sjá í einu betur borgið hag sín- um og sæmd, en að senda báða þessa framsóknarmenn ál fylk- isþingið. Samsöngur. Kórfélags Islendinga í Winnipeg. DODD’S nýmapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan; eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltds. Toronto, Ontario. Og þá kemur að hinni aðalorsökinni til þess, að Brackenstjórnin á nú skilið að komast að. Og hún vegur satt að segja mest í vorum augum. Fyrir þetta eitt ætti stjórn Brackens \ það skilið, að kjósendur héldu henni við völdin næsta kjörtímabil. Það er ekkij nema sanngjarnt, þegar henni nú loks hefir tekist að undirbúa jarðveginn, svo að almennilegrar uppskeru megi vænta, að henni sé gefið bæði tími og tækifæri til að sýna, hverju hún í raun og veru i fær áorkað. Og það því fremur, sem eng- in líkindi eru fyrir því, að hinir flokkarn- j ir séu minnstu ögn færari til búskapar nú, en þeir voru 1922. Af þessum ástæð- um myndum vér telja oss skylt að styrkja hana eftir mætti við kosningarnar, senfi fara í hönd. En auk þess er önnur á- stæða, engu síður mikillvæg, fyrir hvern sæmilega frjálslyndan mann til þess að snúast á sveif með henni. En áður en þar er komiö, langar oss til þess að gera fáeinar athugasemdir við grein vinar vors, dr. Sig. Jú.l Jóhann- essonar, sem prentuð er á öðrum stað hér í blaðinu, að því litla leyti sem henni er ekki fullsvarað, með þeim meginatrið- um er talin eru hér að framan. Og vér getum þá sem skjótast lýst því yfir, að vér erum hjartanlega sammála grein séra Guðmundar Árnasonar, er dr. J. deilir á Hún er sú, að með undirbúningi þess- ara kosninga, hefir Mr. Bracken ,sý!n:t það glöggt, að hann viil hrista af fram- sóknarmönnum í Manitoba þær viðjar, sem liberalar, undir sériega sniðugri leið- sögn Free Press, hafa.verið að smálæða að þeim, undanfarin ár, og sem bar fagr- an (liberal) ávöxt í fyrra, er Forke og flokksmenn hans á þingi, ailir frá Mani- toba nema Bird gamli, blessaður karlinn, létu ginnast inn í liberalflokkinn. Heims- kringla hefir margfaldiega látið í Ijós áiit sitt um þetta, og það er nákvæmlega hið sama í ár sem í fyrra: að framsóknar- hreyfingunni hér, stendur langtum meiri hætta af liberölum en conservatívum. Hinir síðarnefndu koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, en liberalar hafa á sér yfirskyn frjálslyndisins í mannfélags- málum, en afneita gersamlega þess krafti. Bændur hér í Manitoba verða fyrst og fremst að læra að standa saman til þess að bæta sinn hag, eins og Albertabænd- umir. Þeim ríður fyllilega eins mikið á því og nokkurri annari stétt í canad- isku mannfélagi sem stendur. Frá þeirra sjónarmiði getur ekki verið um samruna milli þeirra og liberala að tala fyrri en hinir síðarnefndu ganga inn á stefnuskrá þeirra. Bændum er hér í lófa lagið að heimta rétt sinn, og fá hann án þess að ofbjóða nokkurri annari stétt þjóðbræðra sinna. En vegurinn til þeirra hagsmuna- bóta liggur ekki samsíða vegi Mr. Forke og félaga hans, í gegnum hið lib- erala sálarhlið. Hann liggur samsíða vegi Albirtinga, þeim vegi, sem Mr. Brac- ken nú ótvírætt stefnir til, að því er dæma má af höfnun hans á sameiginlegum kosningum við liberala; á skipun Mr. Hoey í ráðuneytið; á komu Mr. Hoadley, landbúnaðarráðherra Albirtinga á kosn- ingaundirbúningsfund framsóknarflokks- ins hér, og ýmsum fleiri sólarmerkjum. ¥ * v Af hálfu framsóknarflokksins eru tveir íslendingar í boði: Séra Albert E. Krist- jánsson í, St. Georgekjördæmi, og Mr. I. Ingaldson, í Gimli-kjördæmi. Það eru engar ýkjur þótt fullyrt sé, að íslendingar ÞriSjudagurinn 10. mai var merkis aagur í sögu Vestur—Islendinga, ög þá munu draumar margra söngelskra nianna hér hafa ræzt, eða að minnsta kosti fengiö byr undir báða vængi. Arum saman hefir það vaka'S fyrir mönnum, aö nauðsynlegt væri að stofna 'hér íslenzkt söngfélag. Mað— ur hefir spurt mann, hvers vegna slíkt félag væri ekki stofnað. Það var á flestra vitorði, að Islendingar unl í Winnipeg höfðu á að skipa alveg óvenjnlega mörgum músíkmenntuð— um mönnum og konum. Og flesta mun undirniðri hafa órað fyrir, ihvaða ólýsanlega þýðingu fágað ög hámenntað söngfélag mundi hafa bæði til menningar og þjóðernis— verndunar. En ekkert hefir orðið úr framkvæmdum. Þar til loks nú í vettir, að íslenzku blöðin fluttu þær gleðifregnir, að stórt, blandað kór væri byrjað á æfingum, undir stjórn Mr. H. Thorolfson. Og um átta—leytið á þriðjudags— kv. 10. niaí streymdu menn í stór— hópum, prúðbúnir og léttstígir fyrir bornið á Sargent og Victor, og inn í lútersku kirkjuna til að hlusta á fyrsta samsöng hins íslenzka kórfé- lags í Winnipeg. Fyrst enginn hefir orðið fyrri til, langar mig til að biðja Heimskringlu fyrir stuttorða ádrepu um samsöng— inn. Og bezt er að segja það strax og umsvifalaust: Hann tókst, að mín um dómi, miklum mun betur en hægt var af nokkurri sanngirni að búast við. Það er undrunarvert, hvernig söngstjóranum, Mr. H. Thorolfson, hefir tekist að slöngva saman 75 manna kór og þjálfa svo á 2—3 mán uðum, að /ándardráttur, præcision, skilningur og einbeitni séu Htt að- finnanleg. Enda virðist Mr. Thor- olfson 'hafa marga ágæta söngstjóra— mu ' hæfileika til að bera. Hann stjórn— ar rösklega og er auðsjáanlega klár á þvi hvað hann vill. Það mun vera býsna almennt með óvana söngstjóra, og enda þótt van— ir séu, að þeim verður ’ á að auka hraða laganna. En því fór svo fjarri að þess yrði vart hjá Mr. Thorolf— son, að, honum auk heldur hætti við að draga úr hraða í stöku stað (sér- staklega lengja þagnir). Raddirnar eru yfirleitt sæmilega góðar. Altarnir beztir, Bassar einn— ig góðir, þótt þeir séu ekki lausir við að vera klofnir í tvennt. Tenór— arnir eru einna lakastir énnþá. Eru þvingaðir og hættir sumum helzti mikið til að “hanga neðan í”. Tvennt mætti nefna, sem virðist kórinu í heild sinni áfátt í ennþá, og á það bæði við blandaða kórið og samkynja kórið: 1. Tónninn er ófrjór (sterile) og hefir litla möguleika til vaxtar eða dvínunar (cresc — decresc) og ,því síður til blæbrigða (nuances), og 2. Kórinu hættir býsna viða við að setja inn loðtóna, sérstaklega vildi það brenna við í byrjun lags eða hend ingar, að raddirnar runnu upp eft— ir heilli runu af loðtónum. Slíkt getur stundum átt við og prýtt í ein— söng, en í kóri er það alveg ótækt, og verður bezt upprætt með duglegum raddæfingum, þar sem raddirnar eru bókstaflega látnar höggva tónana. Slíkar æfingar margborga sig, því auk þess að loðtónarnir hverfa, vex röddunum léttleiki og sjálfstæði. I sambandi við þetta verð eg að minnast á annað, sem óbeinlínis snert ir það sem áður er sagt. Eins og menn vita, er það siður sér meðal flestra söngflokka, að hver meðlim— ur heldur á nótum yfir hlutverk sitt, meðan sungið er. Mun þetta stafa af því, að börn læra hér í skóluni að lesa músik af blaðinu. En þetta tel eg alveg fráleitan sið, og ber margt til. I fyrsta lagi dregur það úr valdi söngstjórans, og gerir hon— erfiðara að ná tökum á kórinu; í öðru lagi lærir fólkið ver, og hættir frekar við að fipast, því ekki þarf nema að flett sé rangt, eða litið á skaldía línu, og i þriðja lagi er það enginn ánægjuauki fyrir áheyrendur, þegar skrjáfar í 75 pappírsblöðum, tvisvar og þrisvar í hverju lagi. Eg vona að á næsta samsöng sjáist ekld eitt einasta nótnablað. Hvað viðvíkur hinum einstöku verkefnum, þá virtust þau allvel val— in. Þó sýndist svo sem nokkuð margt væri af pianissimo lögum, sem þó eru einna háskalegust fyrir kórið, og heppilegra mundi hafa verið, ef karla kórið hefði haft svo sem eitt snjallt og röskt lag á söngskránni. “The Snow” Elgars, sem ef tíl vill heppn— aðist bezt, er dásamlega fagurt lag. Sömuleiðis “Goin’ Home” Dvoraks, undurfallegf, með blíðum, raulandi “volkston” blæ. I “O, Hush Thee My Baby”, virtist piano-undirspilið vera gersamlega óþarft, og spillti frekar fyrir; ekki sízt af því að svo óheppilega vildi til, að lagið féll svo- lítið á parti. Fyrriihlutinn hf “Þú bláfjallageimur” i raddsetningu Björg vins Guðmundssonar, þótti mér ekki sem heppilegast saminn, og einn stað ur þar held eg að tæpast geti staðist (endir annarar hendingar, en varia- tionin, með tenorana með lagið, var sniðug og vel af hendi leyst af kór— I “Frjálst er i fjallasal” hefir Björgvin ætlað að nota áömu aðferð— ina, en alveg brugðist bogalistin. I 'hinni upprunalegu útsetningu Kuh- laus, er hressandi tær háloftsblær, sem breytist i raddsetningu Björgvins i leiðinlegan og gleiðan choral hreim, og variationin er gerð bara til að gera hana. Firrur eru það víst úr mér, að mér fellur ekki að heyra “O, guð vors lands” seni lið á samsöngsskrá, sízt á þeim stað í skránni, þar sem það var. Mig langaði til að standa upp, en hætti við það, þegar eg enga sá hreyfa sig. * * * Ymsir af kunnustu einsöngvurum Winnipeg-Islendinga aðstoðuðu milli þess sem kórið söng. Mr. Paul Bardal sem hefir vel tamin og cultivated barytone, söng tvö lög og varð að endurtaka það seinna, “Þótt þú lang- förull legðir” eftir Steingrím Hall. Eg get hugsað að þessar vísur Ste- phans G., sem sjálfar eru eins og svellandi cellotónn, verði tónskáldum svipað keppikefli eins og t.d. Mariu— bænin og sum Heinekvæðin. Þetta er fjórða lagið, sem eg heyri við þær — og Hka það langbezta. Þó fannst mér eg verða var við að slæðst hefðu nokkrir amerískir duet—terzhljómar í eina hendingu seinni partsins, sem skáru í eyru í svo snjöllu lagi. End— urtekning aðalmotivsins síðast i lag— inu, hefði mátt vera sungin með þyngri áherzlum (pesante). Lag og Ijóð gefa tilefni til þess. Mr. Arni Stefánsson hefir snotr- i allháan tenor, allvel þjálfaðan,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.