Heimskringla - 25.05.1927, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.05.1927, Blaðsíða 5
WINNIPEG 25, MAI 1927 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA enda er mér sagt að hann hafi stund a8 söngnám á Itlíu. En verkefnin reyndust honum ofurefli, enda er misráðið að velja sér stór og erfið operulög, sem fjölmargir hafa haft tækifaeri til að kynnast í snillingsmeð ferð og sem þar að auki aldrei njóta sín til hálfs með einu piano til und— irleiks. Ofan á það bættist að sam— vinna söngvara og undirspilara var öll á ringulreið og var ýmsra sök. Mr. og Mrs. Alex Johnson sungu einn duet “Danny Boy”. Mr. Johnson hefir öflugann og efnismikinn bassa, feirulausan eins og súlu, og hefði vafalaust getað orðið afbragðs söng— maður. Frúin hefir þýða og “syrn— pathetic” rödd, en sennilegast hefir það verið vegna þess, að hún var ekki sem bezt fyrirkölluð, að þrír tónar c d e) vildu bila hjá henni og breyta um blæ. * * * Sumt af því sem hér er drepið á, og kórið snertir, er ekki nema eðli— legt um svo ungan og ósamsungínn flokk. Að ala upp kór er eins á sinn máta, og að ala upp börn. Það kostar óendanlega fyrirhöfn og þol— inmæði, og auk þess sifelldan afslátt af því, sem maður bezt kysi. En þessi fyrsti samsöngur gefur mér ástæðu til að óra fyrir þeim tíma, er það verður talinn einhver mesti listaviðburður í Winnipeg, þeg ar hið islenzka kórfélag heldur sam— söngva sina. Eg vona að næsti samsöngur styrki mig í þeirri trú. Stefán Bjannan. það þau indælustu pláss, sem eg hefi augum litið. I þessum bæjum mætti eg mörgum Islendingum, sumt af þeim, er eg hafði áður þekkt, og voru þau Mr. og Mrs. S. Bartjarson með elztu og beztu kunningjum mínum. Hafði eg mikla skemtun af að fá að sjá þessi gömlu andlit aftur. Miss Ellena Thorsteinsson, systir tengdasonar míns, tók allar stundir til að sýna mér Seattle. Þar er mikið og fallegt að sjá. I Seattle var eg á kvenfélagsfund— um og öðrum samkomum, sem eg hafði mikla skemtun af, og mætti eg þar mörgu indælu fólki. Bið eg Heimskringlu að færa öllu þessu fólki hjartans kveðju mína og heillaóskir. Mrs. E. Eastman. Grafton, N. D. Bréf frá Grafton Grafton, N. D. 26. april 1927. Kæri ritstjóri! Eg undirskrifuð ætla að biðja þig aÖ Ijá þessum fáu línum rúm i þínu heiðraða blaði. Eg fór 2. nóvember vestur til Se— attle, Wash., að heimsækja dóttur mína og tengdason, Mr. og Mrs. K. Thorsteinsson, og var eg þar mest— allan tímann fyrir se« mánuði. Fóru þau með mig meðfram §tröndinni til Everett, Bellingham og Blaine, og eru Hitt 02 þetta. Heimaiðja og handavhina. Kunnugir menn láta iila yfir því, bæði hér á landi og með öðrum þjóð um, hve miklar afturfarir séu í heimavinnu allri, hina siðari áratugi, þegar borið er saman við það, sem áður var. Þetta er þó vel skiljan— legt og að ýmsu leyi afsakanlegt. — Framfarirnar hafa orðið svo miklar í öllum greinum, að nú má fá ná— lega allt unnið ijieð vélum, það er áður var gert í höndunum, og þá vitanlega því fljótara og ódýrara. Eigi að síður má telja illa farið, að heimavinna leggist niður, og ber tvennt til þess; annars vegar lítils— háttar hagnaður fjárhagslega, hins vegar, og er það miklu meira um vert, efling stöðuglyndis og vinnu— þreks. Má öllum telja skylt að styðja af alefli viðleitni þeirra manna, sem endurreisa vilja og end— urbæta vinnu manna heimafyrir í tómstundum þeirra. Er það gleði— legt, að hér skuli.'sem víða í öðrum löndum, vera nýlega stofnað félag til framkvæmda í þessa átt, og er öllum mönnum ráðlegt að taka með alúð þess eða þeirra manna, sem þvi veita forstöðu. öllum mönnum eru auðsæir beinir hagsmunir hverrar iðju sem er. „— Vinnan miðar að þvi að auka og varðveita verðmæti hlutanna. Heima vinna veitir mönnum viðfangsefni og orð í tómstundum þeirra, kennir mönnum leikni, eykur starfslöngun. En starfslöngun og leikni einstak- lingsins er þjóðfélaginu mestur á— bati; starffús rnaður mun jafnan geta fundið eitthvað nýtilegt til at— hafna. Er þvi þjóðfélagínu hagur að efla heimaviftnu,1 með því að þar af sprettur almenn velgengni; fátækl— ingum fækkar og þeim, er sveitar— styrks njóta, en beiningum, sníkjum og láiiakvabbi linnir. Þessi hlið heimavinnu er mjög náin hinni, sem mest er um vert; er 'hér átt við hin göfgandi áhrif vinnubragðanna eða nytjur þeirra í siðgæðaátt. Heimaiðja skerpir athygli, eins og hún liðkar höndina; hún vekur hugann, eflir sjálfstraust einstaklingsins og trú hans á starfshæfi sinu; hún kennir mönnum þolinmæði, og sýnir, að þol— gæði er, eins í störfum og i lífinu, drýgst til þess að yfirbuga þrautir; bún gleður hugann vegna hollustunn ar, sem henni fylgir, tálmar skemt— anafýsn og, aftrar þeim skaðlegu á— hrifum, sem iðjuleysi og slæpings— skapur valda; hún eykur á unað heimafyrir, vekur ást manna til heim— ila sinna og kennir mönnum að meta þau; þar rneð fylgir aukin reglusemi og hreinlæth og undirstaða undir heilnæmu uppeldi barna heima fyrir. Ætla má, að öllum liggi i augum uppi, hverjir kostir séu samfara iðju semi, en því miður virðist mönnum ekki eins ljós skynsamleg hagnýting tómstundanna. Sú hagnýting verður almennust og drýgst með heimaiðju eða heimilisiðnaði, sem sumir kalla. Þess vegna er full nauðsyn að brýna fyrir mönnum gildi hennar og leið— beina mönnum í þá átt. Ekki er þetta þó svo að skilja, að slík hvatning sé nokkur nýlunda í sögu þjóðanna; þeir tímar hafa jafnvel verið, að hjú voru lögskylduð til kvöldvinnu um ákveðnar stundir, og hegning lögð við bæði hjúum og húsbændum þeirra, sem vanræktu að halda þeim til vinnu bæði morgun og kvöld að vetrarlagi. En slíkar aðferðir hafa lítt reynst koma að haldi. Aðalatriðið er það, að áhuginn vakni, að áhuginn komi frá þjóðinni sjálfri, er hvert land byggir, í hverja þá átt, sem þjóð- hættir, landshættir eða staðhættir benda bezt til. Eft með hverjum hætti verður þá slíkur almennur á— hugi va/kinn? Sviarið liggur beint við. Félagsskapur viturra og áhuga— sarnra manna myndi drýgstur i þessu augnamiði. Eitt allsherjarfélag niéð deildum um land allt myndi mikils megna. Flest nlýtur að falla fyrir traustum samtökum, enda vinna þau mest á. Það félag gæti fengið til hæfa menn að flytja erindi um mál— efnið viðsvegar og gefa mönnum deildum um land allt myndi mikils vegi að gefa út smáritlinga í þessa átt eða ihalda sýningar á handavinnu, hvort sem eru smíðar eða annað, og er þá vafalaust rétta ráðið að sæma verðlaunum það, sem bezt er gert. Allt þetta mun vaka fyrir hinu unga íslenzka félagi, og sumt af þessu hef— ir það þegar gert. Er og að vænta, að enn meiri verði framkvæmdir þess i framtíðinni, en sízt má það heyrast, að dofni framtakssemi félagsins vegna fjárskorts; mun fáu fé betur varið en því, er til þess gengur, hvort sem er nokkurra skildinga tillag á nef hvert félagsmanna, eða, ef nauðsyn rekur til, styrkur af almanna fé. * * Alm. Þjóðvinafél. 1928. EF ÞÚ ÁTT KUNNINGJA a ÆTTLANDINU FarseSlar fram og aftur til allra staða í veröldinni SEM ÞIG LANGAR TIL AÐ HJÁLPA TIL AÐ KOMAST VESTUR HINGAÐ, KOMDU OG TALAÐU VIÐ OSS. VJER GETUM GERT ALLAR RÁÐ STAFANIR því VIÐVfKJANDI Alloway & Champion, járnbraut-agentar «C7 Maln Street, Wánnipeg;. (Slral: 26 861) UMBOÐSMENN allre SKIPAFÉLAGA eíía Nnfii'5 ySur tll hvaöa agrnts aem er QANADIAN |\| ATIONAL * * BM C i BM HRÖSUNARHELLAN ? T T T ? ♦♦♦ ? ♦;♦ Að undanskildum prívat hveitisölum, á Canadiska hveitisamlagið engan óvin. Bankastjórar, járnbrautareigendur, fjálrsýslumenn, ritstjórar, elds- ábyrgðarfélög, verzlunarmenn, kaupmenn, i embættismjenn, stjórnmálaí menn allra flokka, verkfærasalar, timbursalar, í stuttu máli, allar stéttir þjóðfélagsins, er viðurkenna að velferð þjóðarinnar hvíli á velferð bónd- ans, — hafa eigi annað en gott að segja um Hveitisamlagið. Eina hrösunarhellan í vegi Samlagsins, er bóndinn, sem ekki heyrir Samlaginu til, maðurinn sem græðir á gerðum Samlagsins, en heldur sig utan við það. Tala bænda, er utan við Samlagið standa, minnkar að vísu óðum, en það er engin ástæða fyrir því að nokkur bóndi í Vestur-Canada er hefir korn að selja, skuli standa utan við það. Áhrif Hveitisamlagsins canadiska á heimamarkaðinn, og verðjöfnun á korni, er skýlaust viðurkennd, og með vonzku á! stundum af kornkaup mönnum, mylnueigendum og brauðgerðarmönnum á Englandi. En þessi áhrif Samlagsins vaxa með hverjum manni er í Samlagið gengur. Árið sem leið var reksturskostnaður Hveitiisamlagsins sem næst einn fimti úr centi á bushelið. Þessi lági reksturskostnaður stafar af vörumagninu og hinni afarmiklu umsetningu. Þess fleiri sem bætast við, þess minni verður reksturskostnaðurinn á hvern. Allir utansamlagsbændur, að heita má, viðurkenna að Samlagið hafi hjálpað sér. Það er því eigi nema sanngjarnt að krefjast þess að þeir styðji samlagið í staðinn, meðbúendur sína og bændastéttina í heild sinni, með því að þeir skrifi sig í Samlagið. The Manitoba Wheat Pool The Saskatchewan Wheat Pool Regina Tbe Alberta Wheat Pool Calgary Winnipeg T ? ♦;♦ f ? v ? ? f ? ? ♦!♦ (Frh. frá 1. bli son, taki gildan vitnisburð S. J- Farmers, fyrveirandi bor^jarstjóra í W'innipeg, leiðtoga verkámanna, þing manns í Winnipeg og ritstjóra Weekly News”. Hann kemst meðal annars þannig að orði í ritstjórnar— | grein í síðustu viku: f ''Hvernig á því stendur, að Brack- enstjórnin hefir enn ekki látið fólkið vita, hvenær kosningarnar og áfeng— is—atkvæðagreiðslan fari fram, er al— menningi erfitt að skilja. Helzt lítur út fyrir að stjórnin hafi lært pólitíska skoljaleikinn. Sé ástæðan sú, þá er erfitt að velja stjórninni nógu hörð fordæmingarorð. , Núverandi stjóm var kosin vegna þess, að fólkið var orðið dauðþreytt á þeim stjórnum, sem léku pólitísk— - an skollaleik. Það, að þessi stjórn! I var kösin, var sönnun þess, að fólk- I í ið vildi láta leggja pólitísku spilin á 1 I borðið, svo þau sæjust í björtu ljósi.! = — Fólkið vildi láta hætta gamla! I skollaleiknum. Brackenstjórnin er ekki skipuð þeim mönnurn, sem verðskuldi traust sannra framsóknarmanna. Hún. er einkennilegt samsull og knýr menn til þeirrar ályktunar að pólitíski skolla— leikurinn gamli hafi miklu um ráðið þegar ráðherraefnin voru valin. Sama virðist hafa átt sér stað, þegar þing- mannaefni stjórnarinnar voru út- nefnd hér og þar til næstu kosninga. Tæplega er hægt að 'halda því fram, I að um sannan framsóknarflokk sé! ? hér að ræða. Tæplega er hægt að ; É verjast þeirri sannfæringu, að stjórn ! in meti það meira að haga seglum ^ | eftir vindi, en að sækja fram. " Ef vér lítum á feril Brackenstjórn- arinnar, þá sjást þess nægar sann- anir, að flokkurinn hafði engin fram sóknarmál í huga. Hvernig liberal— ar og conservatívar hefðu betur get— að barist fyrir hagnaði auðfélaganna, er erfitt að imynda sér. Hefðu bændurnir ekki haft neina pólitiska stefnuskrá, þá hefði þetta ekki verið eins undravert. En þeir höfðu stefnuskrá. Sú stefnu— skrá var samin. eftir nákvæma yfir— vegun, í hverru einustu héraðsdeild framsóknarflokksins í fylkinu, og ntargra mánaða umræður. Þessi stefnuskrá skapaðist vegna óánægju og fátæktar bændanna yfirleitt. Hvað ,gerði Brackenstj^rnin við þessa stefnuskrá? Hún bókstaflega fleygði henni í ruslakörfuna. Hún gerði ekki stefnuskrá bændanna að lögum, eins og henn.i var skylt að gera. Hvenær sem einhver úr öðr— ^ um flokki bar fram tillögu í samræmi. J við stefnuskrá bændanna, þá drap stjórnin þá tilraun með aðstoð fylgi— fiska sinna. Hver einasta tillaga aft- ur á móti, sem fram var borin af afturhaldsmönnum eins og Haig eða Evans, var samþykkt mótmæla— og athugasemdalaust af hálfu stjórnar— innar. Stjórnartíð Brackens hefir verið gullaldartímabil fyrir þá, sem fluttu tillögur um sérrétttindi.” Svona Iítur Farmer á athafnir Bracken stjórnarinnar. Svona lítur meirihluti kjósendanna í St. George á þær, og með það álit í huga muntt þeir ganga að kosningaborðinu 28. júni. Seinna bið eg ef til vill Heims— kringlu fyrir nokkrar línur um Brackenstjórnina og brennivínið. Sig. Júl Jóhanncsson-.... A Strong Reliable Business S c h o o 1 MORE THAN 1000 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909 It will pay you again and again to train in Winnipeg where employment is at its best and where you can attend the SUCCESS BUSNINESS COLLEGE whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your coure is finished. The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior servicec has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined year- lyattendance of all other ^usiness Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll ot any time. Write for free prospectus. í BUSINESS COLLEGE, Limited = 385'/2 Portage Ave.—Winnipeg, Man: = I momm-ommmo-mmmomtmo-^^ommmommmomm-ommmomtm-ommo-mm Dominion Business Coliege nemandi VINNUR FYLKIS “CHAMPIONSHIP” I ALLS- HERJAR VJELRITUNAR SAMKEPPNI FYRIR CANADA. B) RJENDADEILD skarar fram úr öllum þátttakendum, svo munar níu orð um á mínútunni. Byrjenda-samkeppnin var opin öllum verzlunar- skólanemendum í Manitoba, er byrjuöu nám sitt um eða fyrir 1. ágúst 1926. Miss Chrissie Bromley, fimtán ára gömul, vann samkeppnina með 61,9 orð á mínútunni. Miss Bromley byrjaði nám s'itt við DOMINION BUSINESS COLLEGE 24. álgúst 1926. Önnur verðlaun hlaut Miss Ruby Be- lyea, nemandi við Manitoba Business College. Þetta er samkeppni, er sýnir kosti kennslunnar, þvá þegar samkeppnin hófst (2. apríl), hafði Miss Brom- ley enga reynslu haft, þar sem hún þá hafði nýlokið námi sínu. í öðru lagi: aðeins þrír silfurbikarar voru veittir við þessa samkeppni—ein fyrir sérfræðinga; annar fyrir þá, er höfðu nokkra reynslu fengið, og sá þriðji fyrir byrjendur B^rjenda-bikarinn hlaut Miss Bromley frá DOMINION skólanum. Nokkuð það er gefur í skyn, að fleiri en þrír bik- arar hafi verið veittir í þessari samkeppni, er ekki í samræmi við sannleikann. Það borgar sjg að ganga á dominion 301-2 New ENDERTON FLDG. (Næst Eaton’s) WINNIPEG David Cooper, forseti. mo-mtmomtmommmommmommommmomamomtmomamommomtmom -x-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.