Heimskringla - 08.06.1927, Síða 7

Heimskringla - 08.06.1927, Síða 7
WINNIPEG 8. JÚNÍ 1927. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA. Yiss merki um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag- teppa o g þvagstelnar. GIN PILLS lækna nýrnaveiki, meí því atS deyfa og græba sjúka pa.rta. — 50c askjan bjá öllum lyfsölum. Þorsteinn Pétursson. óöalsbóndi á Miöfossum. Hann lézt, eins og áður hefir ver- iÖ skýrt frá, 3. marz siðastliðinn. Banamein hans var hjartabilun. — Þorsteinn var fæddur 9. marz 1864, á Grund í Skorradal. Foreldrar hans voru merkisihjónin Pétur Þorsteinsson d. 26. jan. 1907, og Kristin Vigfús- dóttir, dáin 4. marz 1923. H'eimil- isins á Grund hefir lengi veriö til góös getið. Þar ólst Þorsteinn upp viö hinn bezta bæjarbrag. Var hanti hiö þriöja í röðinni. af 10 börnum þeirra hjóna, er náöu fulloröinsár— um. Eru nú á lífi systur hans sjö og bræður tveir, þeir merku bændur Bjarni á Grund og Vigfús á Gull- berastöðum. Þegar Þorsteinn var á blómaskeiö; var ihann talinn mesta iglæsimenni og mjög um iþróttum búinn. Hann var víkingur til verka, snar og þrek— mikill, skjótur í hreyfingum, liöugur og kappsamur. Hann var lengi bezti glímumaður þessa ihéraðs, og hlaut fyrstu verölaun fyrir þá íþrótt á hin um fyrstu 'héraösmótum ;Boirgfirð— inga. Var hann þó þá af léttasta skeiðj, og átti viö æföa menn og ólúna, en bar þó langt af. Söngmaö ur var hann góöur og lék á orgel. Var hann einn fyrsti maður, sem spilaði í kirkju viö messugerð hér i efri hluta héraösins. Þótti ungum mönnum gott að binda viö hann bræöralag, þar sem gleði, siösenti og g'óðar listir voru hans förunautar. Átti hann snemma marga vini, er hann sleit aldrei tryggð viö. Vorið 1891 kvæntist Þorsteinn ung frú Kristinu Kristjánsdóttur frá Akri á Akranesi. Er hún mikil mynd arkona og af góÖu bergi brotin. Byrjuðu þau búskap sem leiguliöar, •á Bakka í Melasveit, en námu þar tkki yndi og fluttu upp i Skorradal. Urðu þau fyrst um sinu aö sætta sig þar við hin sömu kjör og búa á leigu- jÖrðum. 1897 tóku þau Mið-Foss til ábúðar og fengu þá jörð keypta btlu siðar. Tók þá fjárhagur þeirra að blómgast. Þar hafði áður verið leiguliðabúskapur og bar jörðin þess menjar á allan hátt. Sáust þar mann v>rki fá utan torfkofar litlir og rúst- arlegir. Lítið 'kotbýli var í túnfæti jarðarinnar. Keypti Þorsteinn þaö líka og lagði það við jörö sina. — Þykja nú öllum, sem muna hin tötur- legu býli, umskiftin mikil og auðsæ, er litið er heim á þenna vel hýsta bóndabæ. "^>ar ber allt vott um fram- farir, sem vel eru sniönar viö þarfir og þægindi og um leið allt vel í hóf stillt eftir gjaldþoli og getu. Allt er bætt og byggt af arði búsins, en ekki vasast með skuldafé, sem teflt sé i tvísýnu. Þorsteinn var sannur fyr- irmyndarbóndi í því, að þræða þá braut, sem tryggilegust hefir reynst til þjóðþrifa. Lagði hann meiri á- herzlu á það, aö tryggja hverja skepnu vel með miklu og góöu vetr- arfóðri, heldur en hitt, að auka svo mjög fénaðartöluna. Atti hann þr-i allan sinn búpening alinn vel og arð— samann. Meðal þeirra íþrótta, er Þorsteinn lék frá æsku var tanining hesta. \'ar hann nianna glöggskyggnastur á eöli þeirra og upplajf. Kunni hann jafn- an hin beztu tök á þvi að beygja þá með góðu móti til auðsveipni og hlýöni og auka listgildi þeirra í fjöri og fögrum limaburði. Þóttu engin meömæli jafntrygg, ef um sölu reiö- hesta var aö ræöa, sem þau, að þeir voru aldir og tamdir af Þorsteini Péturssyni, og kæmu frá hans hendi til kaupenda. Þá gat hver maður treyst því, aö í allri meðferð hans voru engin mistök. Þorsteinn hafði nranna læzt vit á þyí að meta til sannvirðis bæöi sauöfé og hesta. Var hann því allt frá ungdómsárum vai- inn ’af ýmsum fésýsljumönnum til þess að kaupa bæði fé og hesta fyr- ir þeirra hönd. Báru allir hið fyllsta traust til hans í þeim efnum, og kepptu menn mjög um það að fá hami f>rir kaupstjóra. Kunni hann gáö skil á þvi, aö þræða meðalveg’nn milli íkaupanda og seljanda. Var hann þá, sem jafnan, skjótur og skor inorður og lét engan raska sannfær- ingu sinni, enda var hann aldrei neinn veifiskati. Mið-Fossar eru við þjóðleið þá, sem liggur úr efrfhluta Borgarfjarð- arhéraðs til Selevrar og Akraness. og um hlaðið er braut sú, er liggur til Hvanneyrar og Hvítárvalla. Sú venja er nú þrjátíu ára görnul, eða uieð öðrum orðum, jafngöimtl búskap þessara góðu hjóna, að hafa viö— komustað á heimili þeirra. Kom þá sá mikli hlýleiki og alúð, sem þar var aö mæta, ekki einungis frant við menn þá, sem að garöi bar, heldur vortt þaö fyrst og fremst hestarnir. sem unihyggja var borin fyrir. Að gefa þeim laufgrænt hey, ef gras skorti, það var ávalt metið mest af öllu. Því næst stóð öllutn opin htts og góður greiöi. sem engum leiöst aö iborga. Vel voru tnenn minntir á það, að viðstaðan mætti aldrei vera skemmri en svo, að allir hestar hefðu fengið nægju sina áður en farið var. Við þá ráöstöfun máttu allir vel una, enda líða stundir fljótt meöal hinna greindu og glöðu. EF Þp ÁTT KUNHIWGJA a ÆTTLANDINU SEM ÞIG LANGAR TIL AÐ HJÁLPA TIL AÐ KOMAST VESTUR HINGAÐ, KOMDU OG TALAÐU VIÐ OSS. VJER GETUM GERT ALLAR RÁÐ STAFANIR því VIÐVÍKJANDI Alloway & Champion, járnbraut-agentar (W7 Mnlii Street, Wimilpeg;. (Síml: 861) UMBOÐSMENN allre SKIPAFÉLAGA e#a nnfiltJ jftur til hvattn auent* sem er QANADIAN [\J ATIO NAL Farseðlar frnm o*; aftur «11 allra staða í veröldinni “Justicia” Private School and Business College Portoge Ave., Cor. Parkview St., St. James, Winnipeg. | Auk vanalegra námsgreina veitum við einstaklega góða tfl- I sögn í epskri tungu málfræði og bókmentum, með þeim til- ) gangi að gjöra mögulegt fyrir þá sem frá öðrum þjóðum j korna að láta í ljós beztu hugsanir sínar á fósturmáli sínu Enskunni, eins vel og innfæddir geta gjört. Heimskringla mælir með skóla þessum, og selur “Scholar- t ships” átækifærisverði. Þetta tilboð gildir aðeins til 31. ágúst. Það kostar yður ekkert að biðja um frekari upplýsingar. Fjögur eru börn þeirra hjóna, öll uppkomin, mjög mannvænleg á allan hátt og prýöis vel geíin. Eru þau: Pétur bóndi i Gröf í Lunda— reykjadal; Elísabet yfirsetukona í Hes1(þingum, Rristján og Þorgeir. Þrjú þau síðasttöldu eru öll ógift heima í föðurgarði. Jarðarför Þorsteins fór fram 17. marz síðastliðinn. Voru þá aurar miklir og vatnavextir, en héraösbúar létu ekkert slíkt standa i vegi fyrir þvi, að auglýsa þakklætisvott og vin- arhug með heimsókn á heimili hans, þar sem flestir þeirra höfðu áður notið margra ánægjustunda. Voru þar saman komnir margir málsmet- andi menn úr tólf hreppum héraðsins, og áttu ýmsir þeirra aö sækja yfir langar og torsóttar leiðir. Meöal þeirra var Bjarni bóndi i Skánev með söngflokkinn. “Bræðurna”, sem hann hefir lengi stýrt. Hafði flokk- ur sá átt oft áður igóðu að mæta á þessu ágæta heimili. Auk þess sendu fjarlægir vinir hluttekningarmerki á niargan hátt. Þorsteinn var jarðað- ur á Hvanneyri. Fór það allt fram nteð hinni mestu rausn og prýði á þessu landsins höfuðbóli. Þorsteinn var sómi sinnar stéttar, og mttn minning hans lengi lifa og verða i heiðri höfð. Kr. Þ. —Vörður. ----------x----------- Ný bók. H<k'c/í Rigdomme og dcrcs Udnyttelse. Af Matth. Thor- darson. — Hagerups For- lag. Kbh. 1927. I hvert skifti sem landi voru er sýndur sómi, eigum vér að gleðjast, eins þegar það er landi vor, sem nteð einhverjum gerðum sinum bendir á, að hér fæðist og lifi menn, sem geta unnið verk á einu eða öðru sviði, sem fárra er nteðfæri. Hr. Matthías Þórðarson hefir nú látið bók þá um fiskiveiðar frá sér fara, sem áður hefir verið frá sagt í ísl. blöðunum, að væntanleg væri. Bókarinnar hefir nú verið getið í nær 30 dönskum blöðum og er henni hvarvetna hælt, sem merkilegri bók og ihinni fyrstu á þessu sviði, er rit- uð hefir verið á dönsku, en hvergi er slept að geta þess, að höfundurinn sé íslenzkur. Þeir fylgjast þá að bræðurnir, ann ar þeirra (Björn) ver doktorsritgerð sina við háskóla Islands og verður hér hinn fyrsti doktor í lögum; hinn (Matthias) lætur um sama leyti verk frá sér fara, sem lengi mun halda nafni hans á Jofti, og rnun að öllum )I íWindum verða gTundy,öIlur anrtarn tnerkilegra rita. Bók M. Þ. er að »iestu leyti rituð fyrir Dani, enda hafa þeir lagt fram riflegan stvrk til útgáfunnar. En hún er einnig fyrir aðrar þjóðir, svo sem ntarka ntá af þvi, að reynt hefir verið að sentja við höf. um að henni væri snúið á ensku og þýzku. Lik- indi ertt til, að M. Þ. hefði ekki ver ið veittur styrkur til að gefa út slíka bók hér. Sumir kynnu að hafa efast um, að ihann væri til þess fær. Nú hefir hann sýnt hvað hann getur. — Hartn er nú að safna í rit um fiski- veiðar útlendinga hér við land, allt frá miðöldum og fram á vora daga; á hvaða máli sú bók verður rituð, er ókunnugt. Ef til stæði að semja fiskiveiðasögu Islands, þá bendir hin nýútkomna bók á manninn, sem leita ætti til. Hún er þannig rituð, að ánægja er að lesa hana, og þannig eiga hækttr, sem kostað er til miklu fé, að vera ritaðar, að þær séu ekki laigðar á hylluna hálflesnar. Djúpt og víða hefir MattHias orðið að grafa og sýna það heimildir þær, er thann getur um í formálanum. Einkunnarorð bókarinnar eru orð Eiríks af Pommern: “Mit Haab staar til Havet” (Von mín er á haf- intt). Bókjn er 352 b’aðsíður í stóru broti og í henni eru yfir 150 myndir. Henni er skift i tvo aðalkafla. — Fyrri kaflinn er sögulegs efnis, um fiskiveiðar og verzlun Hollendinga, Breta, Islendinga og Dana á miðöld unum, um félaigið Lund i Farsund, saga hvalveiðanna og fleira. Siðari kaflinn segir frá fiskveið- um yfirleitt, fiskiskipum, veiðarfær- 'tm, fiskislóðum, fiskirannsóknum oig tilraunum, m. a. við Grænland, há— j karla- og hvalveiðum, seilveiðum o. fl. Síðast í bókinni er lýsing á alls— konar nýtízkuvélum, kælihúsum og kælirúmum i ‘skipum,1 iþurkunarvélf um o. s. frv. Þar er kafli um fiskverkun, salt- fisks og síldarverzlun, sildarbræðslu- verksntiðjur, klak og fiskimannaskóla, I bókinni eru myndir af Jóni Sig— urðssyni, Tryggva Gunnarssyni, Thor Jensen, Hallgrinti Jónssyni í Guð— rúnarkoti á Akranesi, og fleiri Islend ingurn. Mynd er þar af einum ís— lenzkum skipstjóra. Birni Ölafssyni á Mýrar-húsum. Af þessari bók ntá margt læra, og hún hefir það fram yfir margar slik- ar bækur, að hún er laus við að vera þur. Þeir ntunu margir verða, sem hana lesa. Ritstjóri Bornholm Avis segir um ihana 26. febrúar 1927: "Þessa bók ættu allir kaupmenn og fiskfrámleið endur aö eiga og æskilegt væri að hún væri notuð í ^verzlunarskólum og fleiri skólum til skýringa, leiðbein^ inga og stuðnings við kennslu i þjóð hagsfræði”. Sumum mun virðast bókin hvatn- ing til D^pa að byrja stórútgerð, og þá náttúrlega fylgja öðrum þjóðum og leita hingað með flota sinn, nota íslenzkar fiskislóðir m. m. Það má höf. láta sér i léttu rúmi liggja, því aðrir eru 'komnir á undan honum að auglýsa auðæfin hér, og eftir þeim auglýsingum hefir dyggilega verið farið. En hver sá vinnur þarft veerk sem bendir á og gefur leiðbeiningar um hvernig nota má allt það, sem hafið gefur mönnum í ríkum mæli. Bókin hefir vakið eftirtekt viðar en i Danmörku. Styrk til að gefa út bókina fékk hr. Matthías Þórðarson frá Reiersens sjóðnttm (Reiersen’ske Found) og sjóð Dansk-islenzka sambandsins. 31. marz 1927. Sv. E. —Vörður. X átið oss leiðbeina yðu við verzlunar námið Þúsundir er fylgt hafa mínum ráðum hafa hætt hag sinn * og stöðu og verzlun- artœkiíæri með því að stunda nám við D. COOPER, CA President pominíon 301-2 New ENDERTON BLDG. (Næst Eaton’) WINNIPEG David Cooper, forseti. Reynsla Alberta sýnir afleiðingarnar af “STAUPA-SÖLU Á BJÓR” Albertafylki, þar sem bjór er seldur í staupatali á hótelum með fyikisleyfi, veitir oss hina réttu úrlausn áJ bjórsöluráðgátunni. 1 Alberta er áfengi selt í verzlunum áfengissölunefndarinnar, svo að hönd selur hendi, og bjór, sem að ofan segir, í staupatali á lögleyfðum stöðum, og ef óskað er eftir, í flöskum, sem sendar eru heim til kaupanda. Áfengissöluskýrsla Albertastjórnarinnar yfir árið 1926, sýnir hundraðshlutföll hverrar áfengistegundar við heildsöluna á árinu. BJÓR ....... 94.07 hundruðustu ÞRúGNAVfN .... 2.55 hundruðustu BREND VfN .... 3,27 hundruðustu SPfRITUS .....0.11 hundruðustu Berið nú saman þessar tölur við samskonar tölur í skýrslu Manitoba áfengissölunefndarinnar, er verzlun rekur tundir þeirri reglugerð, sem hamlar bjórsölu en léttir undir með sölu á sterkara áfengi. Lögregluskýrslan í borgunum Calgary og Edmonton, yfir þá, sem teknir hafa verið fastir fyrir ofdrykkju sýnir ennfermur: 1921 (á vínbanns tímabilinu ..... 1926 (eftir að staupasölulögin gengu í gildi) ..... 389 Það er engin ólögleg áfengisverzlun í Alberta, svo teljandi sé, sökum þess að lögbrjótarnir geta eigi keppt við þá er leyfið hafa. ÞJER ÆTTUÐ AÐ HALDA UPPI VIRÐINGU FYRIR LÖGUM OG STfGA Á ALLA LÖGBROTAVERZLUN ÁFENGISPRANGARA. AÐ STYÐJA AÐ HÓFSEMI OG DRAGA ÚR OFDRYKKJU Með því að greiða atkvœði með BJÓR í STAUPASÖLU í Manitoba fær enginn að kaupa minna en kassa af bjór í einu, kaupi hann eina flösku, er hann orðinn brotlegur við lögin. Á þessu fleytast lögbrotaprangararnir. — Því skyldu menn neyddir til að kaupa kassa, þegar þeir létu sér nægja með eitt staup? Þegar STAUPASALA Á BJÓR var aftekin, kom í staðinn: AUKIN LÖGBROTAVERZLUN Á ÁFENGI. f AUKIN TOLLSMYGLUN. AUKIN VfNBRUGGUN f HEIMAHÚSUM. AUKINN VIRÐINGARSKORTUR Á LÖGUNUM. f AUKINN LÖGGÆZLUKOSTNAÐUR. GREIÐIÐ ATKVŒÐIMEÐ STAUPASÖLU Á BJÓR INSERTED BY THE MANITOBA BREWERS ASSOCIATION Calgary Edmonton f öllu Alberta fylki 710 672 1922.. ..1715 389 342 1926 ..1148

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.