Heimskringla - 20.07.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.07.1927, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA TIEIMSKRIN GLA WINNIPEG 20. JÚLí 1927. Tyrkjaránið 1627 I sumar eru liöin 300 ár síSan serk neskir sjóvíkingar komu hinga'ö til lands, hjuggu hér strandhögg á þremu'r stööum, herleiddu fjölda fólks og drápu og limlestu marga. Hefir víkingaför þessi jafnan veriö nefnd “Tyrkjarániö”, og hefir því franr á þessa daga veriö viö brugöið sem ein- Ihverjum hinum ægilegasía viburði í sögu þjóöarinnar. Víkingar þessir voru frá borgunum Algier og Kyle á Serklandi. Höföu1 menn i þessum stöðum í fleiri aldir hina sömu atvinnu og forfeöur vor- ir eru nrest dáöir fyrir, að þeir fóru í víking, réöust á saklausar þjóöir meö báli og brandi, tóku þar her- fang er þeir náðu í gripum og skipum, en herleiddu konur, karla og börn og seldu nransali er heim kom til Bar- baria en svo var þá norðurhluti Serklands nefndur. Bæöi var nú, aö drepin var dáð i úr íslenzku þjóðinni þá, eins og bezt má sjá af þvi, að Tyrkjum var hvergi viönám veitt, enda hefir dóm- ur manna um víking þeirra hér orð iö allur á annan veg, en dómur manna um ránsferðir og víking forfeðra vorra, og hafi nokkur þjóð vertð hötuö almennt hér á Islandi, þá eru það Tyrkir. Heiptin varð enn magn aöri, vegna þess að þjóöin fann á— takanlega til sins eigin vanmáttar i viðureign við þá, og svo bættist þaö viö, aö þeim átti ei að ganga annað til en hatur viö kristnina og dæmafár blóðþorsti. Þótt varlega verði því aö taka frásögnuni um framferði Tyrkjans hér á landi, svo sem þeirri, aö hver maður hafi haft við belti sér drykkjarflöskur, er á var manna blóð, blandið púðri, og aö þeir hafi bergt á því sem stríösöli til þess aö geta orðið sem allra grimmastir, þá er hitt víst, að þeir fóru hrottalega fram og miskunnarlaust. — En það er siður víkinga, hverrar þjóðar, sem verið hafa. Hér sannaðist þó, að sárast brennir sá eldur, er sjaldan bítur. Hér skal nú rifjað upp hiö helzta, sem sagt hefir verið um víking Tyrkja á voru landi. — Verður það j aö vísu aðeins stutt ágrip og ófull- komiö. Þeim, sem vilja kynnast I þessu betur, er ráðlegt að lesa “Tyrkjaránið á Islandi 1627” sem Sögufélagið gaf út á árunlim 1906— 1909. I bók þá hefir dr. Jón Þor— kelsson þjóðskjalavörður safnað því, sem um þenna atburð er til, svo að menn viti. Er bókin hið merkasta j heimildarrit, eins og vænta má af | vandvirkni þess manns. RAN I GR/NDAVIK. Hnn 20. júní 1627 kom ókunnugt skip að landi í Grindavík. Var þaö vkingaskip frá Kyle. Skamt frá danska kaupskipinu skaut það akk- erum fyrir borö og sendi þá kaup-1 maðurinn, Lauritz Benzon, 8 menn islenzka á báti, til að forvitnast um, hvaöa skip þetta væri. Fóru þeir j um borö, en voru allir hnepptir í i hald. Siðan tóku Tyrkir kaupskip- iö og varö lítil fyrirstaða, þvi að j skipstjóri var einn um borð. Þá flýöi Bentzon og Danir með honum, en víkingar gengu á land og heim til Járngerðarstaða. Þar bjuggu Jón Guðlaugsson og Guðrún Jónsdóttir. Voru þar heima þrir synir þeirra, i Jón, skólagetíginn, Helgi og H<éð- inn. Þau tóku þeir öll höndum, og; einnig Halldór bróður Guörúnar, og drógu til sjávar. Tveir bræður! Guðrúnar aðrir, Filippus og Hjálm-! ar, komu aö þeim á leiðinni og vildu' veita systur sinni, en. lágu báðir eftir, óvígir af sárum, enda höföu þeir ekki vopn, nema Hjálmar. Hann hafði j járnsvipu í hendi og lét hana ganga á ræningjum, og er vörn hans fræg, orðin, sem hins eina manns, er þorði aö veita viðnám. Fjórði bróöir Guðrúnar, Jón, var á bátnum, sem sendur var um borð. Jón Guðlaugs son var við aldur og veikur. Féll hann i fjörunni magnþrota. Skildu Tyrkir hann þar eftir og þótti ekki slægur í honum. En annaö fólk fluttu þeir til skips. Sama dag sigldi þar um danskt kaupfar sem átti að fara til Vest— fjarða. Þaö hertóku Tyrkir. Gáfu # þeir síöan tveim mönnum, er sendir voru, um borð, landfararleyfi, og sigldu siðan vestur um Reykjanes og setluðu að hertaka danska kaupfarið í Hafnarfirði. Holger Rosenkranz var þá hirð- stjóri á Islandi og hafði setu á Bessastöðum. Honum barst njósn af för Tyrkja. Kallaði hann þá dönsku kaupförin í Keflavik og Hafnarfirði inn á Seiluna hjá Bessa stöðum en kaupskipið, sem í Reykja- vík var (Hólmi), sigldi suður á Leiruvog og lagðist þar grunnt. —I Bjóst nú hirðstjóri til varnar og lét gera skotvígi í landi. Hafði hann ærinn mannafla, þvi að þar voru þá statddir margir Norð.iendingar, auk heimamanna og skipverja á þrem kaupskipum. Tyrkir komust að því, að kaup- skipin voru komin inn i Seilu, og lögðu þvi inn í Skerjafjörð að kvöldi fyrir Jónsmessu, en herskipið tyrkneska, er fór á undan kaupskip-! inu vestfirzka, sem Tyrkir höfðu ^ tekið, rakst á sker og stóð þar fast. 1 Fluttu Tyrkir þá af þvi farangur og j fólk yfir i hitt skipið og voru að því alla Jónsmessu. Losnaði skip þeirra ekki fyr en daginn eftir og sigldu svo bæði skipin burtu með allan ránsfeng sinn, en Hjolger Ros- enkranz fékk ámæli mikið fyrir slæ- lega framgöngu. — Vildu Islending-1 ar leggja að skipinu meðan það stóð ! á flúð, en hirðstjóri var svo hrædd- j ur, að hann hafði söðlaðan hest að húsabaki á Bessasfððum, og ætlaði að vera viðbúinn að flýja, ef nokk- ur hætta væri. Tyrkir ætluðu nú til Vesturlands, en höfðu þá spurn af enskum fiski- skipum undir Jökli, að enskt herskip væri fyrir vestan. Sneru Tyrkir þá aftur og héldu heim. Voru band— ingjar fluttir á land i Kyle 2. á- gúst og seldir, og niun siðar sagt frá afdrifum þeirra og annara her- tekinna manna. RAN EYSTRA. 5. júlí komu tvö tyrknesk herskip frá Algier til Hvalsness í Lðni. Fóru Tyrkir þar á land og rændu öllu fémætu, en allt fólk var í seli. Urn morguninn sáust þau frá Papey og sigldu inn á Berufjörð. Þar á firð- inum hittu þeir fjóra menn danska á báti og hertóku þá. Hjá Behunesi vörpuðu þeir akkerum. Voru þá þegar sendir bátar að Djúpavogi. Tóku þeir kaupskipið og slógu hring um búðirnar meðan allir voru í j svefni, og hertóku þar 14 Dani og 1 Islending og komst enginn undan. Eftir það fóru T^ririr “svo fem grenjandi ljón” heim að Búlandsnesi. Þar tóku þeir Guttorm Hallsson, bónda, þrjár kerlingar, eina stúlku og unglingspilt, Jón As.bjarnarson að nafni (aðrir nefna hann Þorbjörn), 6 vergangsmenn og hjón þar í hjá- leigunni. Var fólkið rekið til Djúpavogs eins og fénaður, og flutt uni borð. Nú héldu Tyrkir heim að prest- setrinu Hálsi. Voru þar allir i seli, en þeir leituðu uppi selið og tóku þar presthjónin, Jón Þorvarðsson og Katrínu Þorkelsdótuur og 9 menn aðra. Ráku þeir það fólk á undan sér inn að Berufirði. Þar voru all- ir flúnir upp í Breiðdal. Tyrkir skildu þar eftir prestshjónin og fleiri sem uppgefnir voru, en hinir voru reknir til Beruness. Þangað höfðu aðrir vikingar farið, en flest heima- fólk gat flúið. Skiftust nú víking- ar; fóru sumir inn með firði, en aðr- ir upp til fjalla. Það er til marks um, hve felmtr- aðir menn hafa verið, að Bjarni bóndi í Berunesi sendi tvo menn frá sér að njósna, og voru þeir á gæðing um. Var þoka ofan í miðjar hlíðar. Er sendimenn komu fram úr þok- unni, sáu þeir fara 8 menn, er þeir hngðu íslenzka flóttamenn, en er nær koin, sáu þeir blika á vopn. Var þarna 1 Tyrki með 7 bandingja, Magnús Þórðarson úr Berufirði og fiyni hans, sem teknir voru utan heimilis. Urðu sendimenn þá svo hræddir, að þeir flýðu. Tyrkinn elti þá um hríð, en náði þeim þó ekki. en þeir flýðu norður í Breiðdal. Vikingar, er inn eftir sveit fóru, tóku 3 menn á Þiljuvöllum, 9 í Gautavík, 10 frá Skála og 8 frá Kelduskógum. Frá hjáleigunni á Karlsstöðum tóku þeir bóndann og 3 brirn (eitt i vöggu*. A Krossi tóku þeir bóndann og tvo vinnumenn; úr Gerði hjónin og barn; frá Kross- gerði hjónin og pilt; einn mann frá Borg; hjónin frá Sjávarborg, og 2 pilta frá Papey. Allt þetta fólk var flutt til skips 6 júlí, og þá var séra Jón sóttur og fólk hans, en aðrir rændu byggðina á meðan. Uni nóttina fóru 35 Tyrkir allt að þeim bæ, sem að Hömrum heitir, og er hálf þingmannaleig frá Djúpa vogi. Bóndi hafði borgig öllu sínu undan og sett tvo menn á vörð, en þeir sofnuðu i skála og vöknuðu ekki fyr en Tyrkir tóku hús á þeim. Voru 2 herteknir þar og reknir til skips. 7. júlí réðust Tyrkir yfir í Breið— dal og voru ekki íleiri -en 8 saman. A Osi tóku þeir 3 karlmenn. Urðu þar tveir eftir af víkingum að gæta þeirra, en aðrir fóru yfir á að elta nienn, sem þeir sáu þar; en það voru húskarlar séra Höskuldar Einarsson- ar frá Eydölunt og voru að bjarga undan kistum, fullum af ýmsurn grip- um. Náðu ræningjarnir kistunum, en heim til Eydala fóru þeir eigi. Er mælt, að séra Einar, faðir Höskuld- ar, þá blindur og kominn á grafar- bakkann, hafi látið leiða sig út og benda sér í áttina til Tyrkja. Hóf hann þá að kveða kvæði er svo villti Tyrkjum sýn, ag þeim sýndist bær- inn í Eydölum vera klettar, og hurfu aftur. En það er að segja frá þeim á Osi, að þar bar að búanda frá Streiti, er Jón hét, ásamt heima— fólki hans, er allt var á flótta. Vissi Jón ekki til Tyrkja þar. Þegar Tyrkir sáu fólkið koma, þorðu þeir ekki að bíða, en hlupu upp í fjall. Jón á Streiti fór heim'á bæinn og leysti bandingjana þar og flýðu svo allir inn í Breiðdal og komust und- an. Næsti dagur var sunnudagur. — Fóru þá Tyrkir enn inn í Breiðdal. Séra Hösl^uldur hafði þá sett njósnarmenn. Voru þeir 8 saman. Rákust 8 Tyrkir á þá og eltu þá. Voru Islendingar ríðandi. — Samt hlupu Tyrkir einn uppi, en hinir komust undan. Sáu Tyrkir þá mann á ferg nieð trjáviðar-klyfjabánd og eltu hann. Þessi maður reið góðum hesti. En er hann sá för Tyrkja, hafði hann hesta skifti, setti klyfjarn ar á reiðhestinn,' en reið hinum. — Drógu Tyrkir á hann. Þá slepti hann reiðhestinum og barði frarn lata klárinn, þangað til Tyrkir tóku mann inn og kundu. “Það hafði hann af sinni óframsýni og sunnudaga-klyfja- burði,” segir Skarðsárannáll. Þriðja manninum, unglingspilti, náðu Tyrkir í þessari ferð. Fluttu þeir bandingjana með sér niður að Núpi á Berufjarðarströnd og ætluðu að ræna þar. Meðan þeir voru á bænum, hljóp pilturinn í burtu, með hendur bundnar á bak aftur. Sáu Tyrkir til ferða hans og eltu hann. En er pilturinn var kominn upp í fjallig "og í þokuna”, missti hann niður um sig buxurnar og varð þá að lej^ jast niður þar sem hann var kominn. Þrátt fyrir mikla leit, fundu Tyrkir hann ekki og komst pilturinn síðan norður í Breiðdal. 9. júlí vörðu Tyrkir til rána báðu rnegin Berufjarðar. I kirkjunni í Berufirði kveiktu þeir upp eld áf hökli kirkjunnar og altarisbrík og steiktu sér þar tvö lönib og nokkur hæns. A Berunesi ræntu þeir kirkj- una og búið. Auk þess tóku þeir þar 13 og 80 ær með lömbum. Þá sóttu þeir og kaupfarið inn á Djúpavog og ræntu úr því öllu sem þeir vildu hafa. Margt er sagt um hermdarverk þeirra eystra. A Berunesi drápu þeir tvær gamlar konur, en á Karlsstöð- t^m umrenning, sent lá þar veikur, og fóru hrottalega að. A Hamri var húsfreyjan veik og gat ekki gengið. Laust þá einn ræninginn byssuskefti sínu við vanga hennar, svo hún hneig í óntegin. Spörkuðu þeir þá í hana og héldu að þeir hefðu gengið frá henni dauðri. Gamlan mann hittu þeir á förnum vegi inn i Breiðdal og drápu þeir hann; var hann um áttrætt. Mörguni af föngunum mis- þyrmdu þeir eftir að þeir höfðu bund ið þá, og allt var fólkið haft í bönd- unt niðH í skipinu. Einn pilt deyddu þeir svo, að þeir ristu þvert yfir ennið, og flettu húðinni niður fyrir augun, og skáru síðan af honum þjóhnappana. 10. júlí ætluðu ræningjar að sigla á brott, en byrleysi var, og urðu þeir að Hggja yzt í firðinuni í þrjá daga. 13. júli kom byr og sigldu þeir þá austur með landi. Þá andaðist fyrsti bandinginn, kona frá Gautavík, og var líki hennar varpað fyrir borð. — Héldu þeir nú til Fáskrúðsfjarð- ar og ræntu þar ntiklu, en fólk allt var ílúið. Bát sendu þeir út í Andey. Þar voru fyrir þrír menn og v.ar einn við aldur, Hallur Arason að nafni. Þegar þeir ætluðu að 'binda hann, hnykkti hann að sér hend inni. Greip þá einn ræninginn hníf og skar af honunt hendina; tvo aðra áverka veittu þeir honum ok skildu hann svo eftir. Lifði hann hálfan mánuð eftir það. Ætluðu nú ræningjar inn á Reyð- arfjörð, en komust ekki fyrir mót- vindi. Reyndu þeir þá að fara á bátum, en það tókst ekki heldur. — Héldu þeir þá vestur með landi. Er talið að þeir hafi hertekið 110 manns á Austfjörðum en drepið 9. Ekki verður nú vitað, hve mikinn ránsfeng Tyrkir hafa haft af Aust- irrlandi. en hann hefir verið all—. núkill. — Er svo að sjá sem þeir hafi verið nýtnir og látið greipar sópa um það, sem þeir komust yfir. Þess er t. d. getið, að • þeir hafi rænt kötlum og harðfiski á bæjunum Gvöndarnesi, Vik og Hvammi í Fá- skrúðsfirði. Sauð'fé og nautgripi tóku þeir þar sem þeir náðu. Verzl- unarhúsin á Djúpavogi ræntu þeir öllum þeini vörum er þeim þóttu nýti Iegastar og eins úr kaupskipinu. Víða varð þeim og gott til fjár. Er þess getið, að frá prestinum á Kolfreyju- stað, séra Bjarna Ormssyni hafi þeir rænt til 70 hundraða, á Berunesi til hundrað hundraða og úr kistu séra Höskuldar, til nær 30 hundraða í silfri og klæðum. Þessar kirkjur ræntu þeir öllum dýrgripum; á Kol- freyjustað, Berunesi, Berufirði og Hálsi, en 'brutu margt innan kirkna, svo sem ölturu og bríkur. Sáust þess lengi minjar. I visitazíubók prófasts ins í Suður-Múlasýslu stendur svo 1752, eða 125 árum síðar, um bæk- ur og áhöld Hálskirkju í Hamars- firði: Altari gamalt og fornfálegt, sem áður var, og ber enn i dag.sýni- leg nterki Tyrkjans ránskapar. Er því ráðlegt að þessu altari sé ekki brjál- að, svo þetfa aldarfólk minnist þvi heldur guðs hlífðar og varðveizlu. ----------- Gamall Summariapartur fylgir hér, og svo berandi rnerki þess tyrkneska viðskilnaðar.” — Hafa Tyrkir eflaust haft á brott með sér ýmsa góða gripi úr kirkjum þessum öllum. Eins og sjá rná, hafa Tyrkir farið allvíða yfir. Segir sagan að þeir hafi komist lengt um hálfa aðra þing- mannaleið frá Djúpavogi. Hafa þeir sýnilega ekki farið í hægðum sin— um, enda segir sagan, að þeir hafi verið svo fóthvatir, að þeir hafi hlaupið uppi góða hesta. Sagan segir að þeir hafi ætlað sér að fara lengra vestur með, en þvi hamlaði Hamarsá. Var hún i vexti og ófær. Þeir voru brattgengir mjög, eins og betur kom þó fram síðar, og víl- uðu ekki fyrir sér að fara langar dagleiðir og jafnvel að fara yfir fjall ið milli Berufjarðar og Breiðdals í þoku, öllum vegum og öllum leiðttm ókunnugir. RAN 1 VESTMA NNAE YJ UM. 1 þenna tíma voru tveir prestar i V estmannaey j um. Annar þeirra var Olafur Egilsson. Móðir hans var Katrín Sigmundar- dóttir, en móðir Sigmundar var As- dís Pálsdóttir, systir Ögmundar biskups. Séra Olafur átti heima í Ofan— leiti; kona hans var Asa Þorsteins- dóttir, systir séra Jóns Þorsteinsson- ar, sem var hinn prestur þeirra Eyjamanna. Hann bjó í Kirkjubæ, og var nafnkunnt sálmaskákl á sinm tíð. “Eru eftir hann prentaðir Gen- esis-sálntar og sálmar út af Davíðs saltara, en niargir sálmar og andleg- ir kveðlingar skrifaðir”, segir í prestasögu Jóns Halldórssonar í Hít- ardal. Kona séra Jóns hét M'argrét Jónsdóttir, en börn þeirra, Jón, er varð prestur, Margrét óg Jón yngri, er kallaði sig Vestmann, og síðar mun verða minnst á. Kaupmaðurinn í Vestmannaeyjum hét Laúritz Bagge. Þegar er ránið í Grindavík spurðist til Vestmanna- eyja — og fregnir um það munu hafa borisfr fugðu fljótt — safnaði kaupmaður liði í Eyjunum og fékk mönnum vopn í hendur. Fallbyssur voru þar til varnar og lét hann þegar hlaða þær, til þess að vera viðbúinn að taka á móti ræningjum, ef þá bæri að Vestmannaeyjum. Skorti þá ! ekki stór orð rneðal Islendinga og Dana um að þeir myndu verja eyj- arnar fyrir víkingum. Katipmaður lét og halda vörð nótt og dag. En er það spurðist að ræningjar væru látnir í haf, rann af mönnum víga- móður, og “kom á fólk nóg athuga- leysi, hversu sem áminningar voru gerðar,” segir séra Olafur Egilsson. Það er af hinum tyrknesku’ ræn— ingjunt að segja, að þá er þeir kom- ust ekki inn á Reyðarfjörð, sneru þeir vestur nteð landi. Kom þá til þeirra hið þriðja ræningjaskipið. Hafði það hvergi komið við land og engiim ránsfeng náð. Var það gam- alt skip og tæplega haffært. Voru ekki á því nema 30 ntenn. Foringi hinna skipanna, sem nefndur er Morat Flam ing, gerði skipinu kost á að fylgja sér til Vestmannaevja og ræna þar, með því móti að það sigldi fyrst inn á höfnina og tæki við skotum úr landi; yrði skipinu sökt, skyldu þeir fá annað skip þar í eyjunum í stað- inn. Slóst þá skip þetta í fylgd með hinum tveimur. Þegar skipin voru undan Eyjajökli, varð fyrir þeim ensk dugga, sem var að veiðum. Af 'þeirri duggu tóku þeir 9 menn., til þess að vísa sér leið til Vestmanna- eyja. Meðal þeirra var Islendingur. Þorsteinn að nafni, er verið hafði vinnumaður séra Jóns Þorsteinsson- ar, en orðið ósáttur við hann. Snemma morguns hins 16. júlí, sá- ust þrjú skip í landsuður af Eyjum, og var eitt þeirra lang-stærst. Héldu þau upp undir Eyjar, en urðu oft að venda, því að byr var óhagstæður, á vestan og útnorðan. I>egar til skipanna sást, voru karl- menn í eyjunum kvaddir til varnai niður hjá hinum svonefndu "Dönsku húsum”. Var ríkt á lagt við þá, að enginn niætti þaðan fara fyr en sýnt væri hvaða skip þetta væru. Gekk sva til kvölds. Þá þóttust Dani'r þekkja, að þetta væru varnarskip, er áttu að vera hér við land. Tvístrað- ist þá liðið og fór hver til síns heima. * Um þetta leyti voru skipin komin undir Eyjarnar. Féll þá á logn og vörpuðu þau akkerum. Ráðguðust nú Tyrkir um hvernig haga skyldi á- rásinni,. og voru flestir á því, að leggja inn á höfnina. En Þorsteinn sá, er fyr er nefndur, gaf þá for- ingjanum það ráð, að óhultara og betra væri að setja lið á land sunn— an á eyjunum, og bauðst til að visa þeirn á einstigi, sem væri upp að ganga. Þótti Tyrkjum þetta þjóð- ráð. Morguninn eftir gengu þeir svo 4 þrjá báta, og er talið að um 300 manns hafi verið á þeim, Re.ru bát- ar þessir suður fyrir eyjarnar, en eyjarskeggjar bjuggust alls ekki við því, að þeir myndu lenda þar, og því síður að þeir mundu komast upp á eyjuna þeim megin. — Lauritz Bag- ge leizt þó ekki á blikuna. Tók hann sér hest og reið suður á eyjuna til njósna. Leizt honum þá svo, sem ófriður mundt vera ag gerði boð skip stjóra kaupfarsins, Henrik Thomas- syni', að hann kæmi þangað með vopnað lið til að verja þeim land- göngu. Tyrkir lögðu fyrst að, þar sem heitir Kópavik, en treystust ekki að lenda þar, því að bæði má heita ó— gengt á eyna þar, og svo sáu þeir mannaferð uppi á eyjunni. — Héldu þeir þá lengra suður með, þangað sem Brimurð heitir. Þar lögðu þeir að og æddu þegar á land. Kaupmað- ur var þar kominn nteð nokkra menn. Hafði hann byssu og skaut á ræn- ingja, en það hafði eigi önnur áhrif en að þeir hluþu því ákafar á land, og veifuðu höfuðklæðum sinum með ópum og óhljóðum. Sá kaupmaður þá sitt óvænna og hleypti allt hvað af tók niður að dönsku húsum. — Mætti hann skípherra á leiðinni og sneri honum aftur. Var það nú þeirra fyrsta verk, ag kaupmaður tók nagla, er hann hafði látið smiða í því skyni, og rak þá i kveikjupípur fallbyss— anna, svo að þær yrðu óvinunum ekki að notum. En skipherra fór um borð i kaupskipið, hjó reiða þess og stýri og opnaði botnhlera, svo að það skyldi sökkva. Síðan hlupu þeir á báta ásamt liði sínu, og reru lífróð- ur til lands. Komust þeir svo undan en nærri lá að þeir dræpu sig í þeirri för. Af eyjaskeggjum er það að segja, að 'þá er þeir sáu að hverju fór. tóku þeir sem óðast að fela fjármuni sína, konur og börn og sjálfa sig. Var fjöldi fólks fluttur upp í hina svo— nefndu Fiskhella. Voru það hellar, pallar og skýli i bjöngum, þar sem menn geymdu skreið. I lýsingu á Vestmannaeyjum eftir Gissur Péturs- son, er þar var prestur 1689—1713, segir svo: "Þau tvö fjöll, Fiskhellr- ar ok Skiphellrar, strekkja sig bæði frá hinum kringumliggjandi fjölluin inn á eyna eður láglendið. Fiskhellr— ar mjöig hátt promontorium, hér um bil 70 faðma hátt, gnapandi fram i loftið, sem ein spitz húsbust, fast mólierg með lágum pöllum, skútum og nefjum. A þessum nefjum, pöll- um og skútum eru byggð steinbyrgi eður krær, hvar inni að innbyggj— arnir geyma sinn fisk á vetrartíman— um, sem þeir taka hálfharðan af fiskránum, en þornar þar til fulls, > því vindurinn blæs alstaðar inn uirt holurnar, en dögg og votviðri slær fyrir bergið svo ei kemur inn í skút- ana. Nokkur fá af þessum byrgjum eru með hurð og læsing; sum af þeim hafa engan annan grundvöll á að standa, en þann, af mönnum er gerður. Þar svo til hagar, að nefnd- an gnípur tvær standa íram úr berg inu samsíða, leggja þeir þar á milli sterk tré, fjalir og flatar hillur þvers á milli trjánna, og byggja þar svo upp af með steinum. Sums staðar upp af þessum byrgjum, er svo slétt berg og framskútandi, að þar finnst eigi minnsta spor eða karta, setn menn kunni tá eða fingur á að festa, en þar til brúka þei.r sömu aðferð í uppgöngunni, sem ...... Súlnaskers- / uppgöngu....... Þessi innbyggjaranna hentisemi kemur mörgum ókenndum undarlega fyrir sjónir, svo hana á Htandi, að þeir vildu ekki lífi sínu svo voga, þó mikinn auð gulls og silfurs þangað sækja ætti og eig— andi að vera, þar hættusamt sýnist. Upp í þessi byrgi flýði fólkið í ræn- ingjatíðinni, og karlmennirnir drógu þangað upp í vöðum konur og börn.” Aðrir leituðu sér iskjóls í öðrum bellrum og dregur einn hellir í Eyjun um enn nafn af 'því. Hanr> heitir Hundraðmannahellir, og er sagt að þar hafi falist hundrað manns, en Tyrkir fundu ekki þann felustað. Er og vandratað á hellismtinnr.rn. Séra Jón Þorsteinsson flýði með fjölskyldu sína og heimafólk í helli nokkurn. Var hann í urð undir hamri, niður við sjóinn, austur frá Kirkjubæ, svo sem tvö steinköst frá túninu. Sá hellir var farinn af uirt 1700 og sjást hans nú engar menj- ar. Nú er að segja f,rá ræningjum, a'ð þeir hlupu upp hamarinn upp af Britnurð, eins og ekkert væri, og höfðu þó Vestmannaeyingar sjálfir álitið þar illfært eða ófært. Þegar upp á eyjuna kom, fylktu þeir liði, og skiftust í þrjá flokka undir eld- rauðum fánum. Kom þá á þá ber- ser.ksgangur og æddu þeir niður á eyjuna g.renjandi eins og óargadýr. • Stærsti flokkurinn fór rakleitt til Dönsku húsanna, en þar varð nú lít- ið uni vörn, þvi allir voru flúnir það an fyrir nokk.ru. Hinir flokkarnir hlupu í byggðina og tóku að smala saman fólki og fé. Bar þá svo brátt að, að ekki vafð forðað börnum og farlama fólki á efri bæjunum fyrir ofan hraunið. Þeir sem hraustastir voru, og ekki höfðu neitt með sér að draga, eða hugsuðu eigi um aðra, igátu þó koniist undan á flótta og í felur. Ræningjar komu að Ofan- leiti. Var séra Ölafur heima. Var hann með þeim fyrstu, er handteknir voru. Hann var þá við aldur, en revndi þó að verjast, og eins fólk hans, en hafði eigi annað upp úr því en högg og barsmíð. Asta. kona séra Olafs, var þá komin langt á leið, en eigi að stður varð hún fyrir talsverðu hnjaski. Hy-ggur séra Ol- afur, að það hafi verið brezkir menn, er handtóku hann, því að á skipunum vortt ekki eingxingu Tyrkir, heklitr allskonar lýður, Englendingar, Þjóð- verjar, Danir og Norðmenn, sem áður. höfði verið herteknir, en höfðu kastað trúnni. Ber öllum sögum saman um það, að þeir menn hafi verið miklu grinimari en Tyrkir sjálf ir og að þeir hafi unnið flest hermd- arverkin. I Ofanleiti tóku ráns- menn þau prestshjónin, fjögttr börn og tvær vinnukonur. Var fólk þetta allt rekið i böndum niður til Dönsku húsa. Síðan báru þeir eld að Ofan- l

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.