Heimskringla - 20.07.1927, Blaðsíða 7

Heimskringla - 20.07.1927, Blaðsíða 7
WINNIPEG 20. JÚLÍ 1927 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA. AÐLFUNDUR EIMSK.IPAFÉ- LAGS ISLANDS. (FYh. frá 3 bls.) e.s. Lagarfoss hefir orSiö tap, sem nemur kr. 22,404.67, (hækkun á kola reikningi hans nemur 50 þus. krónum vegna kolamannaverkfallsins á Eng- landi), þannig a'S rekstrarhagnaSur- inn af öílum sk,ipunum á síiíast—* liðnu ári (þar meS talinn strandferSa styrkur frá rikissjóði kr. 60.000.00) hefir aðeins orðið kr. 71,091.88. en árið 1925 var hann kr. 444,886.60. Hér er því um nálægt 375 þús. kr. lækkun rekstrarhagnaðarins að ræöa, og stafar þessi mikla lækkun aðal— lega af farmgjaldalækkuninni, eins og sjá má af því aö farmgjöld skip- anna ur'ðu samtals kr. 367,582.15 lægri en árið áður. ARÐUR ARIÐ SEM LEIÐ. Hreinn arður af rekstri félagsins hefir, eins og reikningurinn ber meS sér, aö eins orðiS kr. 6719.91, þar við hætist það sem yfirfært var f.rá fyrra ári, kr. 59,087.77. Af þeirri upphæð hefir félagsstjórnin ákveðið að veria kr. 43,983.91 til að færa niður bókað verð á eignum félagsins, en ekki hefir verið unnt að færa þær neitt niður í verði í þetta sinn, frá því sem var á síðasta reikningi, heldur hefir aðeins verið afskrifuö sú aukning, sem fallið hefir á bók- að eignaverð félagsins vegna viðgerð® og endurbóta á siðastliðnu ári. A þessum a'Salfundi koma til ráðstöfun- ar kr. 21,833.77. EIGNIR FELAGSINS. Við síðustu áramót námu eignir félagsins, nieð þvl verði, sem þá var bókfært kl. 3,241.257.37. Er þaö rúmum 416 þús. kr. hærra en við ára mótin þar á undan Hækkun hins bókfæfba eignarverðs stafar af þvþ að Brúarfoss, sem þá var í smíSum, er tekinn upp i efnahagsreikninginn með þeirri upphæ'ð, sem þá hafði ver ið greidd upp i byggingarkostnaðinn. En jafnfranit hafa skuldir félagsins aukist, þar sem tekið hefir verið lán til byggingar skipsins hjá Köben— havns Handelsbank i Kaupmannahöfn að upphæð danskar krónur 400,000.- 00. A það lán að igreiðast á 12 árum, en vextir af þvi eru 1% hærri en forvextir danska þjóðbankans á hverjum tima. Ennfremur á yfir— standandi ári verið tekið lán gegn L' veðrétti i e.s. Brúarfoss hjá Neder- lansche Scheeps-Hypotheekbank í Ro( terdani, þeim er áður hefir veitt fé— laginu lán til skipakáupa. Þetta lán sem er að upphæð 300,000 gyllini, er tekið til 10 ára, en vextir af því eru 6J4%. Um sama leyti og þetta nýja lán var tekið, var greidd sið- asta afborgun af láni þvt, er fyrst var tekið til bygginigar Gullfoss og gamla Goðafoss. Skuld félagsins til hollenzka bankans lækkaði á síöast— liðnu ári um h. u. b. 100 þús. kr. ASTAND OG HORFUR. Það sem einkum hefir bagað fé— laginu undanfarið, er að það hefir vantað skipakost til þess að mögu- legt væri að haga ferðum eins heppi- l«ga og æskilegt væri. Hafa ferðir skipanna þess vegna orðið of strjálar frá aðalhöfnunum erlendis til Is— lands og til baka. En þegar Brúar- foss bættist við, var hægt að koma á reglubundnari og tíðari ferðum milli Kaupmannahafnar, Leith og Islands, en áður hefir verið, jafn— framt því, sem hægt var að haga ferð um hinna skipanna betur en áður var. Fara nú Gttllfoss oig Brúar— foss með rúmu hálfsntánaðar milli— Ibili (sumarmánuðina a. m. k.) frá Kaupmannahöfn urn Leith til Reykja víkur þó þannig að Brúarfoss fer ýmist beint eða kringum land, annað- hvort á leiö frá útlöndum eða á leið héðan. — Ennfremur annast Lagar- foss nú alveg ferðirnar til Austur— og Norðurlandsins frá útlöndum. — Goðafoss er i ferðum milli Húll og Hamborgar, og fer þaðan á 5 vikna fresti ýmist beina leið til Reykja- víkur, eða kringum land til Reykja- vikur, en ávalt gagnstætt við ferðir Brúarfoss. Með þessu hafa sam- göngur milli aðalhafnanna hér innan lands batnað talsvert mikið, og eins milli hinna rninni hafna, s'em oft er komð við á, þegar um einhvern flutn ing er að ræða. En félagið á viö mikla samkeppni að etja um siglingar hér innanlands, ekki síður en milli landa, þar sem erlendu skipin, sem sigla hér geta farið enn fljótari ferö ir milli þeirra hafna, sem farþega- flutningurinn er mestur, þar eð þau sleppa alveg viðkomum á hinum smærri höfnum, og fyrir því kýs fólk heldur ag ferðast með þeim, en með vorum skipum, er þurfa vegna hags— muna almennings aö koma á fleiri hafnir, og verða því. oft lengur á leiðinni. Þegar félaginu berast kröf ur utan af landi um auknar viðkom- ur á einhverjum stöðum, gera þeir, sem um það biðja, sér sjaldan grein fyrir því, að með því að verða við þeint kröfum, gerir félagið sig ávalt óhæfara í samkeppninni við hin er- lendu félög, þannig að það, auk út- gjaldanna, eo af slíkum aukavið— komum leiðir missir oft talsverðar tekjur, sem það ella gæti haft af farþegaflutningi. Með auknipgi skipastólsins hefir afstaðan út á við einnig breyzt tals— vert til batnaðar fyrir landsmenn, þar sem nú fást tíðari ferðir og til fleiri hafna erlendis en áður. Eink um hefir þess orðið vart, síðan fjölgað var ferðum til Hamborgar. því strax og farig var að sigla þang að, var unnt að lækka töluvert gegn- umgangandi flutningsgjöldin á fiski o. þ. h. til Spánar og víðar, og koma á betra og ódýrara sambandi við Suður-Ameriku en áður hefir verið, Nú eru reiknu'ð ódýr gegnumgang— andi flutningsgiöld fyrir allar helztu afurðir, sem sendar eru héðan til Spánar, Italíu, Grikklands og Suður Ameríku, ennfremur til Frakklands, Belgíu og Bandarikja Norður-Ame- rku (N-ew York og Boston). Fer umhleðsla þessara vara fram í Ham- borg eða Hull, eftir því sem betur stendur á. Sömuleiðis eru flutta." hingað með skipum vorum frá Ham- borg og Hull, vörur frá Bandaríkj- ununi, Hollandi, Belgiu, Spáni og víðar, og frá Leith hveiti og fleira frá Canada allt fyrir mjög lág gegn- umgangandi flutningsgjöld. Eru all- ar þær vörur, sem þannig eru fluttar, sendar á gegnumgangandi farmskír- teinum til niikils hagræðis fyrir vörtisendendur og móttakendur. Enn- fremur hefir félagið komist í samband vlð Canadian Pacific Railway Co. um mjög hagkvæmar og ódýrar Terðir fyrir farþega til og frá Canada og Bandaríkjunum. Er það eingöngu gert i þvi skyni, að geta tekið þátt í samkeppninni vig erlendu skipafélög in einnig á þvi sviði. Mun óhætt að fullyrða, að þessar ferðir hafa reynst hinar ódýrustu og í alla staði hag— kvæmlegustu fyrir ýarþega, og að félagið hefir gert þeim, sem ætla sér til Ameriku, rnikið gagn með því að hafa komið þessu samibandj á. Þrátt fyrir erfiðleika þá, sem fé- lagið á nú að ýmsu leyti við að stríða virðist félagsstjórninni ekki ástæða til annars en líta björtum augum á framtið félagsins. Það hvílir á hin- um trvggasta grundvelli er hugsast getur, sem sé óskiftri samúð allfa landsmanna, sem eru reiðubúnir til þess að verja félagið öllu grandi, enda sýna það stöðugt i verki margir hverjir, með viðskiftum sínum við félagið, og á hinn bóginn má þess vel minnast, að rýrnun á tekjum fé- lagsins stendur oft og að miklu leyti í sambandi við aukin hlunnindi fyrir landsmenn, sem koma fram í bættum skipastól, auknum samgöngum og lækkun far- og farmgjalda annara félaga, er hafa félag vort sem keppinaut. En einmitt slíkar brevt- ingar i samgöngumálum vorum á sjó, voru meðfram hafðar fyrir augum með stofnun félagsins. Tillaga félagsstjórnarinnar um skiftingu ársarðsins var samþyjdct í einu hljóði. Var hún á þá leið, að endurskoðendum félagsins skyldi greitt 1200 kr. hverjum i þóknun fyrir störf þeirra og afgangurinn, kr. 18,220,— 77 yfirfærður til næsta árs. Fóru síðan fram kosningar á 3 mönnum í stjórnina og voru þessir kosnir til næstu tveggja ára: Hallgrímur '■ Benediktsson, með 11,915 atkv. Pétur A. Olafsson, með 11,525 at- kvæðum. Halldór Kr. Þorsteinsson, með 11,211 atkv. Voru þeir allir endurkosnir. Sömu- leiðis var Arni Eggertsson endur— kosinn með 14,608 afkvæðum pem fulltrúi Vestur-Islendinga í stjórn— inni. Endurskoðandi var kosinn Þórður Sveinsson bankaritari méð 8758 atkv., einnig endurkosinn. (Isafold.1 --------x--------- Aðalfundur Bókmennta- félagsins var haldinn í Kaupþingsssalnum í Eimskipafélagshúsinu föstudaginn 17. júní kl. 9 siðd. Fundarstjóri var kosinn præp. hon. Halldór Daníelsson. Forseti félagsins, dr. Guðmundur Finnbogason minntiít látinna félaga og skýrði því næst frá hag félagsins og lagði fram reikninga þess. Voru þeir samþykktir í einu hljóði, og end- urskoðendur endurkosnir. 60 nýir félagar höfðu bæzt við á árinu. Forseti skýrði frá, að á þessu ári gæfi félagið út Skirni 15 arkir og skýrslur og reikninga að auki; Forn- ibréfasafn 8 arkir; lokahefti af 1. bindi Annála, 11 arkir, og byrjunar- hefti 2, bindis, 5 arkir; og loks loka- hefti Kvæðasafns, 4 arkir. Fá því félagsmenn á þessu ári 45 arkir fyrir 10 kr. tillag. Eftir einróma tillögu stjórnar Bókmenntafélagsins, voru síðan i einu hljóði kjötnir þrír nýir heiðursfélag- ar, þeir próf. Halldór Hermanns— son, dr. Sigfús Blöndal og dr. Vil- hjálmur Stefánsson. Nokkrar umræður urðu um út— gáfu Fornbréfasafnsins, er Þorkell veðurstofustjóri Þorkelsson lagði til að gefið yrði út í færri eintökum, og sent þeim einum félögum, er sérstak- lega æsktu þess. (Isafold.) ----------x----------- Islandsglíman. Arið 1906 lét glimufélagið “Grett- ir” á Akureyri gera forþunnarfag- urt belti, er keppt skyldi um í is— lenzkri glímu einu sinni á ári. Sá sem bar sigur af hólm og fékk beltið, hlaut um leið nafnbótina “glímukóngur Islands” og hélt henni eins lengi og hann gat haldið beltinu. 17 sinnum hefir nú verið keppt um beltið, og hafa þessir menn unnið það: Glafur Davíðsson 20. ágúst 1906. Jóhannes Jósefsson 1. apríl 1907 og 8. júni 1908. Guðmundur Stefánsson 17 júní, 1909. Si'gurjón Pétursson 12. júní 1910, 16. júni 1911, 15. ágúst 1912, 29. ágúst 1913. Tryggvi Gunnarsson 17. júní 1919 og 20. júní 1920. Hermann Jónasson 20. júní 1921. Sigurður Greipsson 25. júní 1922, 26. júní 1923, 23 júní 1924, 2. júli 1925 og 17. júlí 1956. Þorgeir Jónsson 22. júni 1927, og er hann nú handhafi beltisins og glímukóngur Islands. Eins og sjá má af þessu yfirliti, var ekki keppt um beltið í 5 ár (1914—1918). Var Sigurjón þá hand hafi þess og mun enginn hafa þorað að keppa við hann. — Það væri synd að segja, að Islandsglíman hafi orð- ið til þess að .gera glímuíþróttina feg urri. A seinni árum hefir hun jafn- vel verið ljótasta gliman, sem sést hefir. Til þess að reyna að bæta úr þessu, gaf Steinn Emilsson verkfræð ingur hið fagra "Stefnuhorn”, og hlýtur það að verðlaunum sá, sem bezt glímir Islandsglímuna. Jörgen f'onberg'sson hefir nú unnið hornið tvisvar sinnum, og er það, ef rétt er álitið, meiri frægð að vera mesti glímusnillingur Islands heldur en iglímukóngur. — I. S. I. hefir skip- að þri’ggja manna nefnd til að semja alveg nýjar og strangari glímuregl- ur en gilt hafa, til þess að glíman geti orðið fegursta iþróttin, eins og hún á að vera. Hefir sú nefnd setiö á rökstólum í tvö ár. Eru í henni Helgi Hjörvar, Magnús Kjaran og Jón Þorsteinsson íþróttakennari. Msafold.) -----------x---------- Frá íslandi Rvík 25. júní. Síldveiffin. — Sá tími er kominn. er sildveiði er vön að fara að byrja. en því miður horfir ekki vænlega i því efni. Utgerðarmenn og sjómenn hafa hvorir um sig skipað menn til samninga um kaupið, og að sjálf- sögðu hafa þeir komig saman á fundi til umræðu um það. En árangur hefir enginn orðið enn af þeim samn ingum, og er sagt að mfkig beri á milli. HvítárbakkaskóUnn. — Lúðvík Guðmundsson guðfræðinemi heíir verið ráðinn skólastjóri Hvítárbakka skólans. Tekur við af Gústav A. Sveinssyni, sem hefir gegnt því starfi undanfarið, en hefir sagt. þvi lausu. Helgi læknir Tómasson (læknis Helgasonar lektors Hálfdánarsonar) gegnir nú læknisstörfum við borg- arspítala Kaupmannahafnar. Hefir hann vakið á sér mikla eftirtekt og umtal blaða, vegna tilrauna, sem hann hefir gert á sumum sjúklingum sín- urn. Er því svo varið um ýmsa sjúk iinga, sem þurfa að skerast upp, að þeir þola svæfinguna illa eða ekki. Helgi hefir dáleitt þessa sjúklinga suma, framkvæmt skurðinn meðan þeir liggja í dáinu, og hefir þetta tekist ágætlega. Skurðgrafan nyrðra, sem keypt var i fyrra samkvæmt fjárveitingu á1 fjárlögunum, en svo lxtt gat starfað | þá, vegna þess hve fipslin komu I snemma, var látin byrja í vor undir j eins og klaki var úr jörðu. Það sem af er, gengur gröfturinn ágætlega, 2—300 teningsmetrar grafnir á dag. Fyrst um sinn verður vélin star’frækt á Staðar- og Víkurmýrum í Skaga- firði og á þar mikið verkefni fyrjr höndum. Laxveiði er yfirleitt treg í öllum veiðiám hér syðra. Því kennt unx, meðfram'að mínnsta kosti, hve ár hafa verið litlar vegna þurkanna. Fjárkláða hefir orðið vart i vor í þrem nágrannasýslum: Kjósarsýslu, Arnessýslu og Rangárvallasýlu. Ný bók. — Enn eina bók, hina fimtu í röðinni um endurminningar sinar, hefir séra Jón Sveinsson ritað. Segir frá æfintýrum Nonna í utan- förinni, á Sjálandi og Fjóni. Ber sömu einkenni og hinar fyrri ágætu bækur þessa höfundar Titill bók- arinnar á þýzku er: “Abenteuer auf den Inseln”, og mun hún ekki enn komin út á öðru máli. Rafvcitur. — Nú er Bjarni Runólfs son frá Hólmi í Vestur-Skaftafells- sýslu kominn aftur til bæjarins, úr ferð sinni um Norðurland. Hefir hann vlða rnælt þar fyrir rafvirkj- un og eru bændur norðan lands mjög áhugasamir og mai-gir beðig Bjarna að vi'rklja íhijá sér næstp ár. in hann hafði rnjög takmarkaðan tímai og varð því að fara fljótt yfir, því, austur í Skaftafellssýslu hefir hann! nú 1 rafstöðvar til uppsetningar. Frú Anna GrönVold á Hamri við Mjörs hefir snúið á norsku einu nxerkasta kvæði Jóns biskups Ara— sonar : Píslargrátur. Þýðingin birtist í blaði kaþólskra manna, sem gefið er út í Osló og heitir “St. Olav”. — Þróttur og innileikur frumkvæðisins nýtur sín og vel i þýðingunni. Frú Anna Gi'önvold er dóttir séra Magn- úsar Thorlaciusar á Hafsteinsstöð— um, Hnllgrímssonar TíTorlaciusar prófasts á Hi-afnagili. Islandsglíman var háð á íþróttavell inum 22. þ. ni. Urðu keppendur að eins 5, og er það alltof lítil þátt— taka. — Glimukóngsnafnbótina, og þar með glímubeltið, hlaut Þorgeir Jónsson frá Varniadal: hann vann allar glimurnar. Sigurður Greipsson frá Haukadal hefir verið glimukóng ur síðan 1922, en nú tók hann ekki þátt i glímunni. En Jörgen Þor— bergsson hlaut þann dóm, að hann hefði glírnt bezt, og hlaut bví “Stefnuhornið”. (Tíminn.) ----------X---------- •TTiTS GOTT EFNI, ÞEKKING og REYNSLU, ogGEYMSLU I Ö EIKARKUTUM, ÞARF TIL AÐ FRAMLEIÐA ^HadiMCBjr QVhisky á Innköllunarmenn Heimskringlu Árnes ............ Amaranth......... Antler............ Árborg ......... Baldur........... Bowsman River .. Bella Bella....... Beckvil’e........ Bifröst ........ Bredenbury . . . , Brown............ Churchbridge .. .. Cypress River .. Ebor Station .. .. Elfros............ Framnes.......... Foam Lake .. .. Gimli............ Glenboro ........ Geysir........... Hayland........... Hecla............ Hnausa............ Húsavík........... Hove.............. Innisfail....... Kandahar ......... Kristnes........ Keewatin.......... Leslie........... Langruth.......... Lonely Lake .....L Lundar.......... . Mary Hill........ Mozart........... Markerville....... Nes............... Oak Point......... Otto.............. Ocean Falls, B. C. Poplar Park .. .. Piney ........... Red Deer......... Reykjavík .. .. Swan River .... Stony Hill........ Selkirk........... Siglunes......... Steep Rock .. .. Tantallon......... Thornhill........ VíCir............ Vancouver ....... Vogar............ Winnipegosis .. . Winnipeg Beach . Wynyard........... I CANADA: ................. F. Finnbogason ..................Björn Þórðarson ....................Magnús Tait ...................G. O. Einarsson ................Sigtr. Sigvaldason . . ...............Halld. Egilsson ....................J. F. Leifsson ...................Björn Þórðarson ..............Eiríkur Jóhannsson ...............Hjálmar Ó. Loftsson .............Thorsteinn J. Gíslason ...............Magnús Hinriksson ...................Páll Anderson ....................Ásm. Johnson ..............J. H. Goodmundsson ................Guðm. Magnússon ....................John Janusson ......................B. B. Ólson ......................G. J. Oleson .................Tím. Böðvarsson ■................Sig. B. Helgason ................ Jóhann K. Johnson ..................F. Finnbogason ..................John Kernested ...................Andrés Skagfeld .................Jónas J. Húnfjörö ....................F. Kristjánsson • • • ..............Rósm. Árnason ...................Sam Magnússon ................Th. Guðmundsson ..............ólafur Thorleifsson .................. Nikulás Snædal ......................Dan. Lindal .............Eiríkur Guðmundsson .................. .... J. F. Finnsson .................Jónas J. Húnfjörö ....................Páll E. Isfeld ..................Andrés Skagfeld ...................Philip Johnson ...................J. F. Leifsson ....................Sig. Sigurðsson ....................S. S. Anderson ................Jónas J. Húnfjörö ...................Nikuláh SnædaJ ...................Halldór Egilsson ....................Philip Johnson ..................B. Thorsteinsson ..................Guðm. Jónsson ...................Nikulás Snædal .................Guðm. Ólafsson ................Thorst. J. Gíslason ....................Aug. Einarsson .........Mrs. Valgerður Jósephson ...................Guðm. Jónsson .................August Johnson ...................John Kernested .................F. Kristjánsson I BANDARfKJUNUM: Akra, Cavalier og Hensel Blaine.................. Bantry................. Chicago .. Edinburg............... Garðar ................ Grafton............... Hallson .. ........... Ivanhoe .............. Califomía............... Miltoc................. Mountain............... Minneota............... Minneapolis............ Pembina................. Point Roberts........... Seattle................. Svold.................. Upham................. .. Guðm. Einarsson .. St. O. Eiríksson .. Sigurður Jónsson .. Sveinb. Árnason . Hannes Björnsson .. S. M. Breiðfjörö .. Mrs. E. Eastman .. Jón K. Einarsson . .. G. A. Dalmaön G. J. Goodmundsson .. .. F. G. Vatnsdal . Hannes Björnsson . .. G. A. Dalmann .. .. H. Lárusson Þorbjöm Bjamarson Sigurður Thordarson Hóseas Thorláksson .. Bjöm Sveinsson .. Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba. P. O. BOX 3105 853 SARGENT AVE.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.