Heimskringla - 09.05.1928, Side 2

Heimskringla - 09.05.1928, Side 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 9. MAÍ 1928. Myndir úr lífi Vestmannaeyja i. Þaö er frostsvöl febrúarnótt og klukkan 3.30. Eg ætla að sjá bátana “leggja úit” og má því ekki seinni vera til a8 vera kominn niöur aö sjó kl. 4. Fyr er eigá leyfilegt að hefja róður að nóttu til um þetta leyti árs. En þar er 'heldur lítil ihætta á, að seinna sé farið, ef sækjandi er sjóveður og allt í lagi. Það stendur heima, þegar eg kem niður á “Skansinn,” eru örfáar min- útur eftir. Skansinn er alláberandi hæð ofan við hafnaropið sunnanvert. Geysi-þykkir vallgrónir grjótgarðar, hlaðnir fyrir öldum siðan geign er- lendum ræninigjum, sem eigi ósjald- an gerðu eyjábúum þungur búsifjar,þó engir kæmust í hálfkvisti við “'hund- Tyrkjann” að grimmd og spellvirkj- um. Veðrið má gott heita. Stillviðri og stjörnuiblik með úrsvala hafrænu og hrimgaða jörð. Hafið er nokkurn veginn kyrt, það sem til þess sér og heyrir. Samt berast þungar dunur úthafsins um loftið, er það nemur við sker o® dranga eða ylgjan brýzt inn í þröng gjögur og klettaklungur. En kynlegast er að Hta inn til hafn- arinnar. Þar liggja um 90 véibátar tillbúnir í róður. Þeir biða einumgis eftir “blússinu”, brottfararmerkinu, sem forystubátnum ber að gefa á til- settum tíma. Enginn, þeirra má kasta festum fyr. Þó er eigi trútt um a^ ó- eðlileg ihreyfing sé komin á suma þá framgjörnustu, og að þeir sjáist fljóta lausir í fremstu röðum. Vélagnöldur flotans rennur saman í ógurlegan skarkala, sem berst langa vegu út yfir kaupstaðinn og eyjuna. En æfintýra legust er hin marglita, iðandi Ijósa- mergð úti í koldimmu næturhúminu. Hver bátur hefir auðvitað uppi lög- boðin ljós, í siglutoppi ogi á báðum hliðum. Og nú renna allir þessir lit- ir, hvítgulir, grænir og rauðir, sam- an í samfellda blkandi iðu. Það er líkast og að sjái yfir þéttan, hávaxinn skóg, er svignar fyrir striðum stormi með dulræn æfintýraljós í greinum Og krónu. Allt í einu þýtur.rauðbleik leiftur- rák í loft upp frá einum bátnum. merkið er gefið, og á samri stundu vindur fyrsti báturinn fram og allur flotinn tekur skriðið fram urn hafnar- mynnið — út til miða. Loftið titrar við af vélahljóði, og iljósin, það eina er til skipanna sér, hníga og sveiflast eftir ruggi bátanna um hina hvikulu öldufalda. Smátt og smátt dreifast ljósin qg fjarlægjast; vélaómurinn lægist og dvínar og inn- an stundar er allt horfið sýnum. — Næturthúmið grúfir yfir auðri höfn og hljóðum bæ. Við, sem á Skansinum stöndum,för- um heim að hátta, en út um hafmiðin sækja nokkur hundruð sjómanna at- vinnu oig arð, í fang Ægi, í brigðulli náttúru og vetrarmyrkri. Loft og lögur eru kyrlát en þungbúin. Af þeim verð- ur fátt ráðið um orðna hluti og kom- andi dag. II. Ausíanstormurinn fer hamförum, og haglkrepjan bylum á húslþökum. Veðrið hefir 'brostið á úr haegum and- vara laust eftir hádegi og igieysar nú með þeim æðistryllingi, að naumast er stætt á bersvæði. Hafið hafði um morguninn verið sæmilega kyrt, drungaJegt að visu, með þunga undir- öldu og dynjandi brim, en nú leikur það i algleymingi. Rjúkandi bárur, með háa hrynjandi falda rísa og ösla inn að ströndinni og slöngva hvítum froðutungum langt upp á land. Við hafnarmynnið innanvert, í skjóli hafnarsmiðjunnar, stendur þyrping fólles, karlar pg konur. Allir beina sjón sinni í sömu átt — út á hafið, þaðan sem bátanna er von. Nokkrir þeirra eru þegar komnir; hafa sloppið inn á bátaleguna á undan veðrabrigð- unum. Aðrir eru á leiðinni skammt undan, og hina hylur hafið og bríðin eirihversstaðar úti í sortanum. Fólk- ið starir út i dimmuna á fáeina báta, j sem öðruhvoru sjást á öldu'hryggj- unum og stefna inn á voginn. Þeir þurfa að fara djúpt fyrir “klettinn”, sem út skagar norðan megin víkur- innar, til að hafa nóg seglrými, kynni vélin að bila. Þessi litlu mannvirki hendast alla vega til á bylgjunum. Þær hampa þeim hátt á öldutoppum, eins og knetti, sem varpað er tH kasts. Svo gjeypir þá næsti bárudalur og hylur — úr landi að sjá — upp fyrir miðj- ar siglur. Fremsti báturinn er kom- inn inn undir hafnaropið. Stundum berst hann óðfluga áfram af öldu- ikömbunum. Þess á mil'li á vélin fullt í fangi að vinna á móti harð- kröppum útstraumnum. Stutt fyrir aftan hann rís gild alda. Henni fleygir fram með ógnar hraða, eins og villidýri að bráð. Báiturinn lyftist að aftan og skýzt fram eins o,g ör. Hann snýst á rásinni og um stund sýnist sem að hrönnin muni slá honum flötum og mylja undir sér. Það er stórkosíleg stund. Skeiki nokkru uin rétta stefnu, er taflið tap- að. En þetta varir ekki svipstund. Báturinn lætur aftur að stjórn, og á skemmri tíma en lýst verður, hefir öldubrjóstið skilað honum inn yfir allar hættur, á lygnu skipaleguna Sigurinn er unnin með öruiggum huga Og rösklegri stjórn. Þannig koma bát- arnir hver af öðrum, meðan innsigl- ingin er fær fjyrir myrkri. Þeir, sem enn eru ókomnir, leita sér næturlægiis í hléi við Heimaklett og bíða birtu. tJti fyrir öslar björg- unarfekipið um háia ölduhjryggi og djúpa dali, í leit eftir Iþeim, sem ekki hefir til spurst. Seint um kvöldið hefir frézt til þeirra allra heilla á húfi. En stundum — og því miður allt of oft — verður Ægir helzt til þung- ur í skiftum við mannhæittustrendur íslands. Hann er að vísu oft örlát- ur, en ertgiin Evrópúþjóð geldur hon- ur honum — eftir fólkstölu — þyngri skatta í mannslífum en Islendingar. Vestmannaeyingar þykja röskir sjó- menn. Og liklega eru þeir einhverjir þeir röskustu og dugmestu hér við land. — Opið úthafið fyrir hafn- lausri strandlengju, ásamt snöggbrigð- uUi, ofsagjarnri veðráttu að vetrar- lagi, er ekki vettvangur fyrir lið- leskjur né aukvisa. Auðvitað eiga og Eyjarnar sína bHðveðursdaga. Glampandi spegil- skyiggt haf, hættudítið og velviljað til að sjá. En alténd eru þeir dagar fáir og sjaldgæfir. Á stöðuglyndi sjávarins verður trauðlega treyst. III. Það er á hlýjum júnídegi, að ég leggi upp á klifið. Það er ekki ihæsta fjall á Heimaey, en eitt hið fegursta, iþegar tipp er komið, rennslétt flöt, að víðáttu sem allstórt tún. ÖHumeg- in girða það svinrháir hamraveggir, ókleifir nema á einum stað, ’þar sem iþað fellur í arma annars felJs og lægra. Þegar uPP «r komið blasir við manni viður og fagur sjóndeildar- hringur til allra átta. Klifið er á norðanverðri eyjunni, austast í sam- felldri röð nokkurra fjalla, sem ntynda rambyggðan mlúr út við ströndina, og sem horfa beint við landinu hinumegiin Eyjasunds. Sendið er það og flaitt við sæ fram. Ofar verður flatneskjan frjósamari og þétt byggð, með “ólgandi Þverá”, Gunn- arshólma, tún og býli, iðgræn engi og straumlygn vatnalón og kvislar; alJ- ar ójöfnur eru horfnar og sléttan blas- ir við í fjarlægð eins og hágirænt klæði, lagt með stálgráum taumum og böndum. Lengra buritiu rís Fljóts- hlíðin. Hinn svipþungi Þríhyrningur ignæfir hátt við himin, en að baki stirnir á hjarnhryddar tHieklubrúnir. I norðaustri glampar á Eyjafjalla- jökul, Tindafjöll, MýrdaJsjöktrl, og landsýnin er glögg alla leið austur um Dyrhólaey. I norðvestri hverfur undirlendið í léttri móðu, en að baki þess grisjar í snækrýnd fell og jökla, norðan við alla bygð. Að vestan girða Reykjanes fjöllin og suður um sést aðeins enda- laust, dimmblátt hafið, með nokkurar sæbrattar eyjar fjær og nær. Sé skemmra litið, er góð yfirsýn um alla eyjuna, sem er á stærð við litla kirkjusókn í þéttbýlli sveií. Hún skiftir á með græn tún og graslendi, svarta hamraveggi og mógrátt, úfið hraunið. Það eitt er undirstaða henn ar qg efni, iþegar grasveginum slepp- ir. Á henni norðaustanverðri, sunnan megin við litla vik, stendur kaupstað- urinn, dreifður Og formJítiIl með um 3,000 íbúa. Gegwt honum, norðan hafnarinnar ris Heimaklettur hár pg svipmikill, þverhníptur upp fyrir miðju, en hið efra klæddur ávöJum gróðurhjúp upp |á há-tind. Hinsvegar bæjarins Jiggur Helga- fell með æfafornum eldgíg og hrauni orpnum hliðum. Á vesturbrún eyjarinnar sér á fáeina bæi og tún inni í dökku en hálf grónu hrauninu; og syðst á vallgrónum vöxtulegum höfða stend- ur vitinn og bústaður gæslumanns. Þanniig er útlit Heimaeyjar í stuttu máli. Niður í þorpinu er allt á ferð og flugi. Nóg er að vinna starfsömum höndum. Bifreiðar og hestvagnar fara fiskifermd út að þerrireitunum, sem allstaðar eru innan um og um- ihverfis þessa fengsælu fiskistöð. Þar morar af fólki, sem keppist við breiðsJuna. Flest er það konur og börn, því nú eru vertíðarmennimir löngu farnir, og formenn og fiski- eigendur hafa viðar störfum að gegna. Á skamntri stund skifta stakkstæð- in lit. Gráar grjótkökurnar breytast í hvitgular fiskiibreiður. A höfninni liggja bátarnir uni strengi og bíða ef til vill landsetn- ingar og viðgerðar undir næstu ver- tíð. Sumum þeirra er haldið út að sumrinu á síld eða þorskveiðar og til að flytja að landi fugla og eggjaföng þau, sem úteyjarnar gefa af sér. Og það er unnið af kappi. Fisk- urinn er breiddur til þurks, tindur saman og hlaðið í stakka eftir þörf- um. Börnunum virð,ist þetta gam- anvinna; og sólhlýja dagsins léttir flestum hug og handtök. Þetta er ekki nema smániyndir af starfsiháttum eyjabúa. Og auðvitað mætti bæta mörgum við. Það væri efni i ljósa lýsingu — ef vildi — hversu ólíkt er að mörgu leyti um að Mtast sum vetrarkveldin, þegar landlegur eru og fólk lætur ýmsar miður hollar skemtanir stytta sér stundir. En slikt kemur okkur einum við — að mestu. Mun nú sýnu nær að s'lá botni í bréfið og láta hér staðar numið. Hallgr. Jónasson. * * * Heimskringlu langar til Iþess að þakka höfundinum virkta vel fyrir þessa ágætu sendingu, er fylgdi vinsamlegu bréfi. Og höfundurinn má vera viss um það, að blaðið talar þar fyrir munn Vestur-Islendinga yfiríeitt. — Ritstj. — -----------x---------- Hringhendur Þær er dómnefndin virtsaði úr til verðlauna: Get ég handan horfi þá hrifinn andaJýður þegar landinn leggur á Ijóðagand og ríður. Armaim Björnssou. Kærleiksanda innsta þrá —ef í vanda stöndum— skyldi standa eiðfest á okkar handaböndum. G. O. Binarsson. Báran sanda sólgylt þvær saman blandar straumum, vorsins andi i viði hlær vekur land af draumum. Ungur víðir vaggar sér vors ií þýða blænum FjallahMðin faMn er faldi (íðilgrænum. Hulda. Norræn tunga dregst í dá dagsins þunga kafin. Mörg hin unga ást og þrá er 5 drunga' vafin. Kristján Johnson. Rísa fjallaröðum frá risahalla gættir; er sem kalli á mig þá Islands fjallavættir. Lúðvík Kristjánsson. Trúarljó&ið bæna bað barni á móðurarmi hlúði glóðúm andans að innst í þjóðanbarmi.— Ljúfra rnunna mýkist kvak milt í runna hljómar blárra unna úðaiþak aftansunna ljómar. H. B. I skotgröfununi. Nú er drengjum goldiið gjald gefst þeim enginn blundur æðisgengið auravald alla sprengir sundur. Svanborg Jónasson. Gekk á bátinn Fróni frá furðu kátur landinn; kuldahlátur heyrðist þá hann var gráti blandinn. Sigurður Jóluumsson Undir Lokin. Næ ég feginn næturstað nú er slegið tjöldum; Lokadegi liður að lífs á vegi köldum. Stefán O. Eiríksson. Eflist hagur, orka stærst andans fagurglóðar; gullnum Bragalyklum læst lifi saga þjóðar. Dagrenning. Dagur fæðist, foldin hlær fornum slæðum sviftir Ijós af hæðum lifið fær lit og klæðum skiftir. H. B. Ur vor og sumarvísmn til Jslands. Tíbrá skrýðir tún og lund töfraprýði dalsins fögur þýðir mjúkri mund mjöll úr hlíðum fjallsins. Klœðir fjallið fögrum hjúp fell og hjalla sína; yfir vdila dimmblá djúp dvergahallir skína. Inn i voga, ægi frá, öldu sogast glaumur sólarbogans bárum á bjartur lqgar straumur. Gunnbjörn Stefánsson. Haust. Hlíðar skrýðir fanna flúr foldin kvíðir ekki. Kári sniður klæðin úr kafalds hriðarmekki. Stefán O. Eiríksson. Kveldlag. Stjarna smá af himni há haddinn gljáa felldi ofan í gráan ólgusjá út úr bláu kveldi. S. E. Björnsson. Opið Bréf til Armanns Björnssonar. Heil'l sértu’ á Vesturvegum:— —Vor er í hverju spori, ungmenna Islendinga, Islendingsþrá svo rísi! Tunigian mín aldna og unga ennþá sem móðir spennir hugmyndir hjartans linda hagleika’ í snilli braga. Eg þakka þér kærlega fyrir “Send-- inguna” í Kringlu sem ég fékk íi da®. Það var vel rituð grein, og síst mun ég 'bera þér það á brýn, í þetta sinn, að þar sé skortur á form- festu^ Það hefir verið háJfgerður urgur í iméir vdlð ritstjóra Heimiákringju,- fyrir það hve skeytingarlaus hann hef- ir komið fram, viðvikjandi hring- hendu samkeppni þessari, þó ég á hinn bóginn geti séð afsökun hans í því að hann er “óeirðarmaður” í- stjórnmálum, sem honuin og mörgumi öðrum kann að virðast svo miklu þyngri á metaskálunum en íslenzkar stökur. Um úrskurð dómnefndarinnar hefr ég alJs ekkert að segja, nema það, að mér þykir sárleiðinlegt, að vinn- andi verðlaunanna, hefir enn sem komið er, ekki sent mér mynd tií eftingerðar, svo enginn kostur er fyr- ir mig að sanna það, að ég i raurr og veru geti málað eins fallega mynd og hriinghendur hans eru. MacPherson’s ALE rrTHE BREW SUPREME’ Ef sent skal heim þá símið Ölgerðinni 24 841 MacPherson’s Ale og; Bock Beer mox lhor> ÍHproof , McPherson Ale getiö þér keypt á eftirtöldum Stærri Söludeild- um Vínsölunefndar Stjórnarinnar í Winnipeg: McDERMOT AVE FORT ST. STORE HENRY AVE. STORE TACHE ST.t ST. BONNIFACE CASH AND CARRY 1 einnnr eiia tvegxja tylfta umbfljfum. MACPHERSON BREWING, LTD. FURBY VIÐ NOTRE DAME EIGIÐ ÞÉR VINI A GAMLA LANDINU ER VILJA KOMAST TIL CANADA? SJE SVO, og langi yður til þess að hjálpa þeim hingað til lands, þá komið að finna oss. Vér önnumst allar nauðsynJegar frajmkvæmdir. ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents UMBOÐSMENN ALLRA FARSKIPAFJELAGÁ ««7 MAIN STREET, WINNIPEG SfMI 20 801 Eiia hver umhnlÍNmaffur CANADIAN NATIONAI. nem er. TEKIÐ Á MÓTI FARÞEGUM VIÐ LANDGÖNGU OG Á LEIÐ TIL ÁFANGASTAÐAR FARBRÉF FRAM OG AFTUR TIL allra staða í veröldinni

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.