Heimskringla - 09.05.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.05.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 9. MAÍ 1928. Hdtnskringla < StofnnYf 1886) Krmor nt I hvrrjnm mlTWIkndrgrl- EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 o«r 855 SARGENT AVE , WIJÍNIPEG TALSIMl: 80 537 V«r5 blaflslns er »3.00 Argangurlnn borg- lst fyrlrfram. Allar borganir sendist THE VIKING PBE6S LTD. STGFGS HALLDÓRS Irá Höfnum Bltstjórl. UtanAnkrlf t tll blnbnlnnt THR VÍKING PHES8, Ltd., Boi 3105 Utanflnkrlft tll rltntJArannt BDITOft HEIMSKRINGLA, Boi 3105 WIMNIPEG, MABí. “Heimskrinala is pablished by The VlklnK Preaa Ltd. and printed by CIT Y PRINTING PUBLISHING CO. 053-855 Sararent Are., Wlnnlpe*, Man. Telepbone* .86 53 T WINNIPEG MANITOBA, 9. MAÍ 1928. FISKISAMLAGIÐ Það olli “gr-r-r-and and glor-rious feeling,” eins og Briggs kemst að orði, að heyra það um daginn, að fiskisamlag væri að komast á laggirnir hér í Mani- toba, og að margir helztu frumkvöðlarn- ir væru Islendingar. Og það því fremur, sem vér höfðum ekki alls fyrir löngu heyrt frá skilríkum mönnum, að ritari samlags sölu-nefndarinnar (Co-operative Market- ing Board) Mr. P. H. Ferguson, hefði til skamms tíma að minnsta kosti, haft frek- ar litla von um það, að unnt yrði að koma því á fyr en máske í fyrsita lagi eftir tvö ár. Það hefir verið sárgrætjlegt til þess að vita, hve lítið framúrskarandi elja, þrek og ósérhlífni fiskimannastéttarinnar hér, hefir oft gefið þeim í aðra hönd, þótt auð- vitað hafi í eitt skiftið gengið betur en annað, og einum betur en öðrum. Eini sjáanlegi vegurinn til að bæta úr þessu er samlagshreyfingin. Skilja fiskimenn það vonandi svo vel nú, að óþarfi sé að brýna þá lengi, áður en þeir skipa sér sem fast- ast um samlagið. Er framtíð þeirra og velmegun undir því komin, að því geti sem helzt vaxið fiskur um hrygg, á sem stytztum tíma. Eins og vér gátum um í síðasta blaði, er minnsti félagshlutur á- kveðinn $25.—, og ætti enginn fiskimaður að vera svo sinnulaus, að sitja sig úr færi um hlutakaup. Og yfirleitt ætti hver fiskimaður að leggja allt það af mörkum við þessa hreyfingu, er hann frekast get- ur, án þess að hann með því búi sér sýni- legan baga. Þetta samlag á að starfa á sama grundvelli og með samskonar fyrir- komulagi, að t>ví er vér vitum bezt, og hveitisamlagið, enda er nærvera Mr. P. H. Ferguson, ritara Samlagssölunefndar- innar, á stofnfundinum, væntanlegum félagsmönnum trygging fyrir því að svo sé. Samlagssölu-nefndin er stjórnarstofn un, nefndarmenn embættismenn hins op- iubera, og hefir hún, sem kunnugt er, verið til þess skipuð að greiða götu sam- lagshreyfingarinnar, í hverri mynd sem er, enda átti hún öflugasta þátt í myndun gripasamlagsins hefir stutt hveitisamlag- ið með ráðum og dáð, o. s. frv. Fiskimönnum býðst þama tækifæri til sjálfræðis og eiginhagsbóta. Samlag- inu eiga þeir að stjórna, og framtíð þess veltur á undirtektum þeirra og hollustu þeirra við hreyfínguna, er þeim hefir litist að taka þátt í henni. Það verður því ekki um of brýnt fyrir þeim, að vera nú vak- andi, og sitja ekki af sér tækifærið til þess að ná tali af þeim mönnum, er gerðir verða út til þeirra, til þess að skipuleggja samlagið. Sameinaðir og öflugir úr þessu, eða sundraðir og magnlausir, eins og fyr; á því veltur framtíð þeirra, hvom kostinn þeir kjósa sér. WINNIPEGFUNDURINN. Það er óblandið fagnaðarefni, að geta með sanni sagt, að það er því nær einróma álit þeirra Winnipeg-fslendinga, er vér höfum átt tal við, síðan á þriðjudagskveld- ið, að úrslit borgarafundarins mikla, er getið var um í síðasta blaði, hafi verið sem allra ákjósanlegast. Og satt að segja urðu þau langt um heppilegri, en vér höfðum vogað að gera oss vonir um. Sýndu þau ótvíræðlega, að skynsemi al- mennings er ekki eins óbótavant, og þekk ingunni, enda mun raunin oftar verða sú, að minnsta kosti er um ræðir ekki lítil- fjörlegri menningarþjóð en íslendinga, að þegar mál ráðast til óheppilegra lykta, þá er það frekar að kenna athugunarleysi og upplýsinganeyð, en skynsemisskorti. Viðhorfið var þannig, eftir þær opin- beru umræður, er á undan fundinum höfðu farið, að augljóst var, að mjög margir höfðu komið á fundinn í töluverðum til- finningahita og með fyrirfram ákveðnar skoðanir, svo að þingheimur áttaði sig ekki í fyrstu á því, hversu athugaverð til- lagan var, er fyrir fundinn var lögð, enda var það tæplega von, þar sem ýmsir af þeim, er til fundarins höfðu boðað og að tiliögunni stóðu, höfðu auðsjáanlega ekki áttað sig á því heldur, auðvitað aðeins fyrir athugaleysi, en ekki skynsemisskort, eins og fyr segir. Þess meiri heiður var það þingheimi og fundarboðendum, að veita þá athygli öllum skýringum, er fram voru bornar af hálfu heimferðarnefndarmanna, allt frá því að Mr. Bildfell reifaði málið fyrir hönd nefndarinnar, unz hinn síðasti margra ágætra ræðumanna er á eftir komu höfðu lokið máli sínu, að tiltölulega auðvelt reyndist að sannfæra menn um það, að eins og tillagan var orðuð, hlaut sam- þykkt hennar að verða ekki einungis heimtferðarnefndínni bg Þjóðræknisfél- aginu, heldur og Vestur-íslendingum í heild sinni, óverðskuldaður og ofviða áfell isdómur. Að vísu telur Þjóðræknisfélag - ið ekki nema 600—700 meðlimi, en það er þó langsamlega stærsti og umsvifamesti “veraldlegur” félagsskapur meðal Vestur- íslendinga, og hefði ekki verið ámælisvert, þótt minna hefði verið, að slíkt félag beittist fyrir heimferð 1930, enda hefir það verið átölulaust á vitorði allra, í meira en tvö ár, að sú var ætlun félagsins. En sé svo stórt félag, er hefir markað sér slíkt starfssvið, og sem telur meðlimi í flestum bygðum íslendinga, norðan og sunnan landamæra, ekki megnugt þess að koma fram fyrir hönd Vestur-íslendinga, þá er heldur ekki fljótséð, hver félagsskapur minni, hvað þá heldur einstaklingar, er þess frekar megnugir. Um heimferðar- nefndina er það að segja, að fyr gæti menn greint á um það, hvort gerðir henn- ar miðuðu í rétta átt, en að hún og þeir menn, er að Þjóðræknisfélaginu standa, og hana kusu, væru fordæmdir við fylkis- stjórnirnar hér, þar sem flest er af Islend- ingum. Þetta skildi fundurinn, eftir því betui-, sem umræður skýiðust. Skrldi, að svo skammt sem málinu er komið, að þá myndu íslendingar, með því að sam- þykkja slíkan áfellisdóm, bera sér sjálfum þannig söguna, að erfitt myndi verða úr að bæta til fulls, jafnvel á þeim tíma, er von getur til þess staðið, að mælt verði á íslenzka tungu vestanhafs. Til þess vildi þingheimur auðsjáan- lega ekki hætta, að athuguðu máli. Vit og stilling réði því, með samkomulagi beggja aðila, að fundarslitatiilagan var samþykkt, er það hafði verið ítrekað, að stjómarnefnd Þjóðræknisfélagsins og heimferðarnefndin myndu grannskoða málið, eins fljótt og auðið er. Er nú auð- sætt að bíða átekita þann stutta tíma. En hvað sem þá verður afráðið, þá er vonandi að sama vit og sama stilling og nú var sýnd, verði áfram látin ráða meiru, en meira eða minna hitaðar tilfinningar. Það er fljótlegra verk að jafnaði, að gera sér vansæmd, en vinna sér heiður. En svo æltu Vestur.lslendingar að skiljast við þetta mál, að þeim verði vansalaust útí- frá, hvemig sem því verður innbyrðis ráð ið til lykta. BISKUPINN OG BASTARÐARNIR. Maður er nefndur George Exton Lloyd. Hann er biskup að nafnbót, og telur sig það máske af guðs náð líka, þótt öðrum megi virða til vorkunnar, séu þeir ekki á sama máli. Umdæmi þessa guðsmanns er Saskatchewanfylki. Ekki höfum vér heyrt þess getið, að hann hafi sér nokkuð til ágætis unnið, annað en það að komast í stöðuna. Má það þó vera. En ólíklegra er það fyrir þá sök, að svo virðist, sem hann hafi ekki séð aðra mög- uleika á því að halda nafni sínu á lofti, en þá, að feta í fótspor Heróstratusar hörgaspillis: að betra sé illt að gera en ekki neitt. Og þó væri sú tilgáta ekki fjarri sanni, að til slíkrar langsýni myndu gáfur hans tæpast hrökkva. Preláti þessi hefir nýlega skrifað bréf til ritstjóra Free Press hér í Winnipeg. Er fyrirsögnin: “Ástralía brezk; bastarðar í Canada.” (Brit. Austral.; mongrel Cana- da.) Er hann urrandi fullur af vandlæ ting u vfir því bastarðaflóði er velti yfir Cana öa,á kostnað hinna ‘útvöldu.’ Bastarðarnir óræiktarsepparnir, eða hvað menn vilja kalla það, eru auðvitað vér, sem erum svo óheppnir, að hafa ekki dropa af brezku blóði í æðum, og þá náttúrlega líka hinir, ér ekki geta algerlega státað af “hreinu” brezku blóði, hvaðan sem það ætti nú að koma.” Hinir útvöldu eru auðviitað þeir, sem brezkum foreldum eru fæddir. Biskupinn þýkist sjá fram á það, og þá með fullkominni skelfingu, aið bastarð- arnir muni bera hina útvöldu ofurliði hér í Canada, fyrir tilstilli innflutningaráðu- neytisins. Og þá eru náttúrlega heims- slit fyrir höndum. * * * Það er nú fyrir sig, þó biskupinn sé ekki greindari en þetta, því vitanlega er það aðeins lélegri hlutinn af brezkum mönnum, er þjáist af svona smáskítlegum þjóðrembingi, þótt auðvitað sé sá hluti alltof fjöimennur. En það er sannarlega kominn tími til þess, að vér, sem þessum heiðursnöfnum erum sæmdir, förum að iáta heyra frá oss opinberlga. Það er kominn tírni til þess, að vér förum að þora að kannast við það fyrir sjálfum oss, og koma hinum í skilning um það, að vér er- um hér ekki í náð nokkurs manns. Því brýnni er þörfin, sem óneitanlega hefir borið helzt til mikið á þessum “náð- ar”skilningi, meðal sumra vorra manna, en annara, sem ekki eru af brezku bergi brotnir, enda ekki laust við, að enn stingi sti ófreskja upp hausnum við og við. þótt hægt fari, og dulklædd sé hún oft. Ekki erum vér, aðrir Norðurálfumenn, einungis matvinnungar í þessu landi, engu síður en Bretinn, þótt um biskup sé að ræða, heldur bætum vér það einnig, engu síður en hann. Vér tökum á oss borgaraskyld- urnar engu síður en borgararéttindin, og vanalega fyr en þau eru fengin. Vér komum hingað, hver úr sínu landi, búin gamalli menningu, er yfirleitt stendur að engu leyti Bretans að baki. Sé vera vor hér, strit vort og starfsemi, sjálfum oss í hag, þá er það engu síður landinu sjálfu, og hinum brezkættuðu samþegnum vor- um, er það byggja. Ryðjum vér ekki land- ið og erjum það fyllilega til jafns við þá? Liggja færri svitadropar á slóð vorri um nierkur og gresjur. en þeirra? Stöndum vér undir sérstaklega voldugum vemdar- væng, sem brezkir borgarar, leggjum vér þá ekki fyllilega vom skerf til máttar og víðgripa þess vængafls? Og teflum vér ekki, sumir hverjir að minnsta kosti, oss og afkomendum vorum í jafn mikla hættu við að úrættast af blóðblönduninni við þá, eins og þeir af að blandast oss? Þá væri í oss einkennilegt þrælsblóð runnið, er skilið ætti á sig brennimerk bastarðsins, ef vér svöruðum þeirri spurningu neitandi. Og samt ættum vér að vera svo lítilþæg, að beygja kné og búast sekk og ösku, í hvert skifti er vér vogum oss fram, til varnar og samstæðis um menningu vora og minningar. Álútir, sem ölmusumenn, ættum vér að stama fram tillögum vomm um það, að ættbálki vorum sé verðskuld- aður sómi sýndur, nei, jafnvel ekki einu sinni það, heldur bíða þess í auðmýktar- þögn, að einhverjum útvöldum kunni áð hugkvæmast að kasta moia af borðum sinum í bastarðinn! * * * Biskupinn er barn sinnar stéttar. Því yfirieitt eru enskir kirkjumenn hér í iandi, einhverjir þýlyndustu Bretasinnar á kostnað kanadisks sjálfstæðis, er hugsast geta. En annars er þetta ‘“bastarðs” hjal biskupsins dálítið broslegt, þegar varpað er á það rannsóknarljósi brezkrar sögu. Því engin vestræn Norðurálfuþjóð «r betur, né nýlegar, samanhrærð, en ein- mitt Bretar. Og ekki lögðu norrænir menn til lélegasta efn- ið í þann hræring. Og þvi minni ástæða er fyrir biskupinn og hans líka að óttast “bastarð ana” fyrir hönd Canada, að ekki hefir hlóðblöindunin við oss staðið brezku heimsveldi fyrir íþrifum, að þeirra áliti, er bezt vita. Myndi nú o'f freklega tilgetið, að hann kynni sjálfur að vera lifandi, tvífættur vott- ur um það, að Kanada myndi jafnvel verða engu miður sett í framtíðinni, þótt það reyndi að tryggja sér svolitla endur- 'tekningu á miðaldasögunni ensku, með því að blanda dálít- ið meira af norrænu blóði í sínar brezku æðar. HRINCHENDU-“DÓMURINN’'. Oss langar til að víkja ör- fáum orðum að athugasemdum vinar vors, Ármanns Bjömsson- ar, frá Winnipegosis, um veit ingu hrin gli enda.ver51 aunanna, og vonum að hafa til þess sam- þykki meðdómendanna. Skal aðeins vikið að verðlaunavís- unni, eða vísunum. Dómnefndin var ekki í vafa um það, að hinn fagri hjúpur. er fjallið klæðir fell sín og hjalla í, væri kvöldroðinn, en ekki næturskugginn, eins og Á. B. skilur. Þá skína h'ka þær dverga hallir (hamrariðin), er þær varpa frá sér aftanskininu. í þessu sá nefndin ekkert ósam- ræmi við “valla dimmblá djúp;” þvert á móti. Menn tala um “blárökkur” og “blárökkurmóð - u.” Og sá er þetta ritar, kann ast yfirburða vel við lýsinguna, einmitt úr Vatnsdal, nyrðra á íslandi, þar sém við sólariag sér ofan úr hálsinum að vestan- verðu niður í dalbotninn, gegn- um blárökkurdjúpið, einmitt samtímis þvf, að kvöldroðahjúp- urinn klæðir Jörundarfell, og hjallariðin (“dvergahallirnar”) skína að austanverðu. Nefnd- inni leizt vísan lýtalaust gerð; nægilega kenndanþrungin til þess að mega kalla&t svolítið listamálverk f ljóðformi. Um “Tíbrárvísuna” er það að segja, að nefndin jathugaði einmitt sérstaklega það atriði, er Á. B. finnur henni til foráttu. Tíbrá veldur yfirleitt snjóbráð, 'því hún er loftstraumur, sem er heitari en loftið umhverfis, enda sést hún oftast á íslandi, í sólbráð á vorin, og þá helzt meðfram hlíðum, þar sem enn liggja skaflar. Sá er þetta rit- ar minnist ekki að hafa séð hana í frostveðri, en sér ekkert því fyrirbrigði til fyrirstöðu, því auðvitað eru loftstraumar mis- munandi heitir á vetrum, þó ekki bráðni, þótt þá beri eðli- lega meira á þeim mismun en í vor og sumarhitum. --------*-------- ÚR REGLUM BENEDIKTS. Beri Pilavríms múnlk aö gar'Si æskjandi þess að dvelja meS oss i klaustrinu sem gestur, og geri hann sitg ánægfen með v,analegan beina og lifsreglur vorar, þá skal honum heimilt að dvelja með oss, svo lengi sem 'hann æskir. Ef hann finnur að eirihverju við oss, og 'leitast við, í sannri auðmýkt, að færa til betri vegar, þá skal ábótinn taka orð hans ti'l greina, ef ske kynni að drottinn Ihafi leitt hann til vor nieð þetta er- indi. En sé hann óróagjarn, og veki úlfúð með óþarfa mællgi og ill- kvittni, þá skal honum ekki aðeins vera neitað um upptöku í munkaregln vora, heldur einnig sagt bláítit áfram, að leiðin til 'brotfarar sé honum op- in. En taki hann ekki þeirri bend- ingu, skulu tveir digrir rriúnkar,í nafni drottins allsherjar, skýra má'lið fyrir honimi. —Sankti Benedikt. í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin. viðurkjenndu jneðnjl, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. NÝR KASTALI FYRIR LANDSTJÓRANN Sambandsstjórnin er með nýtt bani’ á prjónunum, þess eðlis, að útljú.: skuli handa landstjóranum auka- heimili í Quelbechorg, og er kostn- aðaráætlunin eitt hundrað og fimifaiu þúsund ($150,000.) dollarar. Þar sem þetta er stjórnarfrumvarp, er sennilegt að það nái fram að ganga, þrátt fyrir nokkuð svæsinn mólþróa frá þingmönnum að vestan, og verði Iþví komið af nálinni um það að Wað- ið kemst til lesenda. Þykir upphæð- in fremur há, þegar allt er ti! greina tekið, og það sérstaklega, að bústað- ur landstjórans í Ottawa er viðunan- legur, ef dæma má af þvi hvað hann hefir kostað þá, er brúsann borga. Ti'l skamms tíma hafði Rideau Hall Xlpndstj órahöl/in í .'Ottawa),, kostað stjórnina $1,098,894.50, eftir skýrsl- um að dæma. Hafa mangir búið við færri kindur en þetta, og er því vesltanmönnum nokkur vorkunn, þótt þehn finnist, að komast megi af án þessa nýja Quebec-ibústaðar, að minnsta kosti fyrst um sirin. Fólk er nú orðið vant við háar tölur, en það fylgir ekki æfinlega, fullur skilningur á því, hvað slíkar upphæðir fela í sér. Til dæmis gæti það verið fróðlegt að brjóta til mergjar, hvað slík upphæð sem þessi, er landstjórahöllin hefir kostað þjóð- ina, feldi i sér mörg dagsverk ó- hrotins verkamanns, á vanaleguni launum. Eða það, á hvaða tímalbili í veraldarsögunni að maður hefði orðið að byrja að leggja fyrir $500 á ári, rentulaust, til þess að hafa nú safnað þessari upphæð. Hefði það verið á dögurn Napoleons mikla? Fyrr en það. Þegalr Ccdumbus sigldi fyrst vestur um haf? Fyrr en iþað. Þegar Rí'kharður ljónshjarta var í krossferðunum ? Fyrr en það. Þegar Piilatus var landstjóri í Gyðinigalandi ? Fyrr en það. Hann hefði þurft að leggja inn fyrstir fimm hundruð dollarana árið 280 fyr- ir Krist — tuttugu árum fyrir Kar- tagöborgar stríðin, en rétt eftir dauða Alexanders mikla; á dögum Ptólemýs; 230 árum áður en Kléópatra fæddist. 0,g nú á að efna til nýs kastala fyrir hann, og skal kostnaðinum eitt hundrað og fimmtíu þúsund doll- urum, jafnað niður á skattgilda framleiðendur í landinu. Sem betur fer, eru þeir orðnir skattbyrgðunum vanir, og ættu ekki að kinoka sér við dálitlum ábæti, þegar nauðsynir krefur. —L. F. ----------x---------- Stóra Bókin (Frh. frá 1. bls.) hún ekki á bókasöfnum og í þriðja Iagi kostar hún nokkra tugi dollara, —sem ég kynni öetur við að eyða fyr ir skyrtur og enska vindlinga, ef ég skyldi eignast Iþá.” —“Mikið rétt,” sagði meistarinn; “En að mínum dómi hafa kenningar Dr. Hanish engan veruleika-grund-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.