Heimskringla - 30.05.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.05.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 30. MAÍ, 1928. aiOPÚS HALLDÓRS frA Höfnum Ritstjórl. Il.nn.krlll tll bloBnlnn: fHH PKISSS. l,l€l., Bol tll rlt»tJ«roni.> BniTOit HEiMSKHH'íGi.A, bm aios WINNIPKG, MAN. 1105 “HeimakrlHKlo ls publlsJifil by The VIKIm* Pren* I.tu. and prlnted by CITV PHINTING * PUBL.I8HING CO. ■Í33-S53 Suriíent A»e., WlnolpeK, Moo. Tei<*pb»nf i -H6 !»" * “V l^t'imskríngla (StofnnV 1886) K**m ur mt á b-r^rfom miHTHsníert' BIGKNDUR: VIKING PRESS, LTD. «33 o«t 835 SARGENT AVE . WINNIPEG TALSIHIl 80 537 VerS blaOsins er »3.00 Argansurinn borg- t»t fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PR1»8 I.TD. WINNIPEG MANITOBA, 30. MAI, 1928. OPIÐ BRJEF TIL FISKIMANNA f MANITOBA Heimskringlu hefir borist bréf það, er hér fer á eftir, frá Mr. P. H. Ferguson, ritara samlagssölunefndarinnar, í tilefni af stofnun fiskisamlagsins, er getið hef- ir verið um hér í blaðinu. Biður Mr. Ferguson um að birta það í íslenzkri þýð- ingu, og er það fúslega gert, og því frem- ur, sem vér erum bréfritaranum yfirleitt eammála um ályktanir hans. En svo hljóðar bréfið í íslenzkri þýðingu: J The Co-operative Marketing Board. Winnipeg 22. maí, 1928. * ¥ * Til Fiskimanna í Manitoba. Yð*r er þegar kunnugt, af bréfavið skiftum og umgetningum í blöðum, um ransóknir þær, viðvíkjandi fiskimarkaði, er nefnd vor hefir haft með höndum. Ransókn þessi er gerð í því augnamiði, að grafast fyrir um það, hvernig, og að hve miklu leyti, megi bæta núverandi sölu-fyrirkomulag. Eftir tvo mánuði, eða svo, verður sennilega búin til útbýtinga, skýrsla, er greinir frá árangri þessara fyrirspurna. Og þótt nefndin sé enn ekki reiðubúin að gera heyrumkunnar tíllögur sínar, þá get- ur hún þó sagt þetta: Að oss lízt svo á, að aðstæður bendi til þess, að samvinnu- sala sé hugsanleg aðferð til þess, að ráða fram úr yfirstandandi erfiðleikum; þó að því til skildu, að nægilegt fjármagn sé að baki, og ráðin séu í höndum þeirra, er í raun réttri leggja stund á fiskiveiðar. Eins og þér sennilega vitið, þá er nú verið að mynda fiskisamlag fyrir fylkið. Enn sem komið er, er ekki áætlunum um fyrirkomulag, né einstök ákvæði, komið í svo endanlegt horf, að nefnd vor álíti réttmætt að veita fyrirtækinu fullkomna viðurkenningu. Samt sem áður lízt oss, að samvinnufélagsskapur til fiskisölu sé stuðningsvert fyrirtæki, og verðskuldi gaumgæfilega íhugun allra fiskimanna. Með því að hið fyrirhugaða fyrirtæki er löggilt, í samræmi við lög um samvinnu- félagsskap, (Co-operative Associations Act) en samkvæmt þeim eiga allir hlut- hafar jafnan atkvæðisrétt, þá geta fiski- menn, ef þeir ganga í félagið, verið þess ráðandi um stjórn þess, og hlutast svo ti! um framkvæmdir þess, að þessari iðnaðar grein verði verulegur styrkur að. Fram- tíð þess er þessvegna undir fiskimönnum sjálfum komin. Virðingarfyllst, (Undirritað) P. H. Ferguson, ritari. AF CRIPASAMLAGINU. Heimskringla hefir verið beðin að geta um fund, er nýlega var haldinn að Lundar, að undirlagi Gripasamlags Man- itobafylkis, og var þess æskt, að umgetn- ingin birtist í þessu tölublaði, svo að ís- lendingar á ýmsum stöðum, sérstaklega vestan Manitobavatns, en þangað er von á erindreka samlagsins í næstu viku, geti áttað sig nokkuð á því, hvað sé að ger- ast, af samlagsins hálfu, í þeim héruðum, þar sem einhver rekspölur er kominn á starfsemi þess. Er blaðinu, sem í félags- málum er fyrst og fremst samvinnublað, sérstakt hugðarefni, að geta veitt sam- vinnustarfseminni slíkan stuðning. * ¥ ¥ Þessi fundur var haldinn að Lundar, 26. þ. m., og var aðalfundur samlagsins til þess að kjósa stjómamefnd og tvo flutningsstjóra (shippers) fyrir sam- lagsdeildimar í St. Laurent, Oak Point, Clarkleigh, Lundar, Deerhorn, Eriksdale, Mulvihill, og Overton héruðum. Fundinn sóttu fulltrúar frá öllum þessum héraðs- deildum og mikill mannfjöldi að auki, — á annað hundrað manns. Fundarstjóri var kosinn Mr. Hayes, bankastjóri frá Eriksdale, en ritari Mr. L. H. Olson frá Oak Point. Erindreki samlagsins, Mr. P. K. Bjamason, Árborg, ávarpaði þing- heim; skýrði frá tilgangi fundarins, og frá starfsaðferðum samvinnuhreyfingarinnar, er þessi félagsskapur væri bygður á. Lögðu margir fundarmenn spumingar fyrir hann í því sambandi, og veitti hann þeim öllum úrlausn. Eftir nokkrar umræður var sam- þykkt að skifta í tvö umdæmi fymefndum héruðum, er takmarkast af St. Laurent að sunnan, og af Camper að norðan, og innilykja Overton, og þau héruð austan og vestan járnbrautarinnar, er verzla á fyrnefndum stöðum. Að þessu sam- þykktu var sett fundarhlé í fimtán mín- útur, til þess að gefa kost til að undirskrif a samninga við samlagið, þeim, er eigi höfðu getað komið því við áður. Notuðu margir það tækifæri. Rétt í því bar að garði Mr. R. Mc- Phail, forseta Manitobasamlagsins, og kynti Mr. Bjamason hann þingheimi. Skýrði hann ítarlega fyrir fundarmönnum starfrækslu aðalfélagsins, og gat þess, að nú þegar væru 26 samlagsdeildir lög- giltar í Manitobafylki. Að loknu erindi hans var samlagsdeild þessari gefið nafn og hún nefnd “The Interlake Co-operative Livestock Producers Ltd.” Þvínæst var kosin framkvæmdar- nefnd deildarinnar og hlutu þessir kosn- ingu: G.F. Windross,Deerhorn,fors.; L.H. Olson, Oak Point, ritari; A. Gaudrey, St. Laurent; B. Nelson, Clarkleigh; Á. Magn- ússon, Lundar; J. Líndahl, Eriksdale; O. Brandstrom, Mulvihill; E. Mackus, Over- ton. Þvínæst vóru flutningsstjórar kosnir: J. Forsythe fyrir norðuramdæmið og Sk. Sigfússon fyrir suðurumdætoið.. Enn- fremur var framkvæmdarnefndinni falið að skipa flutningsstjóra, ef lögleg forföll bæru að höndum. Fyrirspurn var gerð á fundinum við- víkjandi C-lið 7. greinar samninganna, hvort framkvæmdamefnd aðalfélagsins gæti ekki tekið lán, til hvers sem henni sýndist, á ábyrgð þeirra manna, er skrifað hefðu undir samningana — gegn veði í búpeningi þeirra. Svaraði forseti sam- lagsins því afdráttarlaust á þá leið, að ekkert slíkt lán væri mögulegt að taka, án samþykkis hverrar héraðdeildar fyrir sig, en lántöku hverrar héraðsdeildar ráða auðvitað meðlimir hennar í sameiningu. * ¥ ¥ Þess má geta, að Mr. P. K. Bjarna- son, er boðaði til þessa stofnfundar, í umboði Gripasamlagsins, hefir einnig kom ið á deild fyrir Silver Bay, Dolly Bay og Oak View héruðin. Ennfremur hefir hann boðað til stofnfundar héraðsdeildar, að Moosehorn, þriðjudaginn 5. júní næst- komandi, fyrir héruðin frá Moosehorn og norður að Gypsumville. Þegar sú deild er kominn á laggimar, eru komin í sam- lagið, öll héruð, er liggja að járnbrautinni sunnan frá St. Laurent, norður til Gyp- sumville, á brautarenda. Og auk þess er áður hefir verið um getið, héruðin frá Inwood, norður til Hogdson. * * ¥ Það má ýkjulaust teljast, að Gripa- samlagið er nú komið í það horf, að öll < ástæða viröist til þess, að hvetja bændur til þess að styðja þann félagsskap eftir megni, og þá auðvitað með beinni þátt- töku. Er það óneitanlega álitlegur ár- angur, svo skamman tíma sem 'þessi félagsskapur hefir starfað, og má vafa laust mikið þakka framúrskarandi dugn- aði forseta samlagsins, Mr. R. McPhail, frá Brandon, og varaforseta og fjármála- ritara þess, Mr. I. Ingaldson, þingmanns Oimli-kjördæmis, er íslendingum er svo góðkunnur fyrir margra ára ötula starfsemi í þágu samvinnumálanna. Qm í SÍMI 57 348 SÍMI 57 348 I Dominion Lumber & Fuel i i i Co. Ltd. ! 5 ssosaösassoBeoosoícoooBososeosesooíooeooíö9®1 S I Þ essa Byggin leggjum vér til alla skápa, framhurSir og 6|r,Se —einnig allar umgerðir og innanviðu- Verzlar með allskonar tegundir af Timbri og Efnivið fyrir byggingar, jafnt smáar sem stórar. Hefir jafnan á reiðum höndum allskonar eik, fum, gluggakarma o. s. frv. Búa til glerhurðir (French Doors) af 0HUI undum, framhurðir, herbergjahurðir, skápa í ^ íbúðar-stórhýsi. Vírhurðir einfaldar og breytilegar (Conib'n glugganet, rafhlóða-umgerðir. Allur trjáviður þur og vel vandaður. 667 Redwood Avenue WINNIPEG —MANITOBA. í Í I Eingöngu sérfræðingar í þjónustu vorn, gjörða er að verki voru lúta. ti: Verkið ábyrgst undanþágulaust. General Cabinet Mak tA/in Sími 26 951 — 215 Henry Ave. — _ S0000sc09s6080050ö060c6«e000cc«ce0ð*a000öí Fjær og nær. Islendingar ! Gleymiö ekki listanámsskeiðinu á Gimli í haust, þar sem kostur gefst á tilsögn Emile Walters. Menn á öllum aldri, þrítuigir, sem fermingar- börn geta fært sér þaö í nyt. Skrifið dr. Agúst Blöndal, 806 Victor stræti, hér í borginni. Dr. Jóhannes P. Pálsson og frú Sigríður, urðu fyrir þeirri sorg, að missa nýlega yngstu dóttir sína, Mar- gréti, sex ára gamla, óvenjulega gáf- að og yndislegt barn. Hafði hún legið lengi á almenna spítalanum hér í bonginni, þjáð lífhimnubólgu og blóðeitrun, en lézt að heimili foreldra sinna í Elfros, mánudaginn 14. maí. Var hún jarðsungin í Elfros graf- reit, af séra Haraldi Slgmar, mið- vikudaginn 16. maí. —Heimskringla vottar þeim hjónum dýpstu samúð Málfundafélaigið heldur sinn sein- asta fund á vorinu kl. 3 sunnudaginn kemur, í Labor Hall á Agnes stræti. Verður það skemtifundur fyrir félagsmenn og nokkra boðs- gesti. Fjörug skemtiskrá og kaffi á eftir. Vér óskum að félagsmenn sæki vel þenna fund. Nefndin. Ken Maynard hefir einstakt hlut vei'k í “Gun Gospel’’ er nú er sýnt að Wonderiand. GILLIS QUARRIES E 3 3 L 3 /■' STEINN OG KALK: k f STÓRAR OG SMÁAR BYGGINGAR Vér höfum lagt til steininn í flestar stórbyggingar er íslendingar hafa bygt-"1 og óunninn steinn. — Aldrei staðið á verkji hjá oss, allir jafnan verið ánægð"" oss hafa skift. flim'hriBmmfi.Tr-TTi.uimiiiiiimlil^.llII SÍMI 28 895 RICHARD and SPENCE STR. WINNIPEG, IVIA^ “Verzlunin Gömul og vel kynt. <7=. J. A. Partridge 41 941 D. C. Halliday 82 310 SÍMI 21 529 "Gun Gospel,” vestræna myndin er nú er sýnd að Wonderland, snýst um Ken Mavnard, og leikur þessi af- iburða leikari allt annað hlutverk en hann er vanur. Orlagakeskni knýr hann í klerkaskrúða, og verður hann bæði að sækja kirkjufundi og sam- komur í heimahúsum manna, er er skotvopnum eru vanastir, Kemur greinilega í ljós reiðmennska Kens. “Gun Gospel” er gerð eftir sögu W. H. Hoffman’s. Mánu- þriðju- og miðvikudag er sýnd “A Hero for a Night," ag! leika aðalhlutverkin Glenn Tryon og Patsy Ruth Miller. Er þetta einhver hlægilegasta mynd ársins; segir frá tilraunum manns er lært hefir flug bréflega, að fljúga yfir Adanzhafið. Tekst það, en öðruvísi en ætlað er. Glenn Tryon, gamanleikari Universal, leikur flugmanninn sprenghlægilega, hvort sem hann stýrir vélinni eða bryður hnetur. Patsy Ruth Miller leikur betur en nokkru sinni áður. Er skrítið að gamanleiksgáfa hennar skuli ekki hafa verið uppgötvuð áð- ur. Myndin er gerð eftir sann- nefndri gamansögu Harry O. Hoyt’s, og stýrði William James Craft mynd- tökunni. Partridge & Hallida) 9 LMirt PLUMBERS AND STEAMFITTERS. Aðgerðir og breytingar fljótt af hendi leystar. Þeir leggja alla vatnsleiöslu í stórhýsið sem hér er sýnt. Þeir hafa lagt alla vatns- leiðslu í flest þau stórhýsi er íslendingar hafa byggt í seinni tíð. 144 LOMBARD STR. WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.