Heimskringla - 05.07.1928, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.07.1928, Blaðsíða 1
Winnipeg: —:— Man. Dept. H. FATALITUN OG HREINSUN Ellice Ave. and Simcoe Str. Betrl hrelnsun Jafnddýr. Hattar hreinsaöir og endurnýjaÖIr. Sfmi 37244 — tvœr ifuur V 1 XLII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN., MIÐVIKUDAGINN 5. JÚLÍ 1928. NÚMER 40 Fundur í Selkirk um heimferðarmálið Stj órfli Þj óörækni.sdeildarinnar ■“Brúin” hér í iSelkirk kallaði til al- menns fundar föstudagskveldiS 29. f.m. til aS ræSa um hiS mikla vanda- mál meðal Vestur-Islendinga, sem sé heimferöarmáliö. Fundinn setti forseti deildarinnar hr. Trausti Is- feld kl. 8.30 e.m., með nokkrum orö- nm og bað menn að tala og breyta sem líkast hinum fornu íslenzku hetj- um. Svo stóð á að menn frá Winnipeg voru staddir á fundinum frá Ibáðum hliðum málsins. Ur heimferðar- nefndinni hr. J. J. Bildfell, Dr. R. Pétursson, séra Ragnar E. Kvaran og Asm. P. Jóhannsson, og af hálfu mótstöðumanna: Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson, E. P. Jónsson og G. Hjalt alín. Sökum þess að . utanbæjar- menn voru þarna staddir þótti for- seta það viðeigandi kurteisi að leyfa þeim að taka til máls fyrst, og k'all- aði því fyrstan hr. J. J. Bildfell. Hr. J. J. Bildfell byrjaði ræðu sína á því, að hann hefði nú í nær 40 ár verið meira eða minna viðrið- inn mál Vestur-Islendinga, en það væri í fyrsta sinni sem hann stæði á fætur til að verja gjörðir sínar og jafnvel mannorð. Skýrir hann svo frá itildrögunum til stofnunar heim- fararnefndarinnar og gjörðum henn- ar fram að þessum tíma; segir það áform nefndarinnar að auglýsa heim ferðina og sögulega iþýðingu hátíða haldsins, bæði meðal Islefidinga og annara þjóðflokka hér í álfu. Enn- fremur skýrir hann frá samtali sínu við Bracken ráðherra, og hvað hann hafa sagt, að sér og meðráðgjöfum sínum væri ánægja að styrkja svo göfugt fyrirtæki. Næstur talaði Dr. Rögnvaldur Pétursson. Skýrir frá gjörðunii þjóðræknisþingsins í þess máli gagn vart heimfararnefndinni og gerðum hennar. Hann segir 'líka að Brack- en ráðherra hafi óskað eftir að ferð- in heim yrði farin gegnum Port Churchill ef mögulegt væri. Þá mintist hann á hvað mikið blaðamál væri orðið úr þessu; kvað Lögberg hafa flutt 54 dálka og Heimskringlu 13, eða um rnóti Lögbergi. Svo mintist hann dálítið á fundinn mikla í Winnipeg 1. maí 1928 og hvernig hafi gengið til á honum og að síð- ustu segir hann fundinum frá þeirri nýung að mótstöðuflokkurinn sé bú- inn að fá Cunard eimskipafélaginu í hendur auglýsingar og undirbúning fyrir heimferðina 1930. Þetta voru nýjar fréttir fyrir fundarmenn því að Lögberg kom ekki fyr en sama daginn og menn voru ekki búnir að lesa það. Hann segir ennfremur að heim- ferðarnefndin sé að reyna að semja við eimskipafélag og gerir sér von um, að nefndin muni með sínum samningum getað sparað hverjum manni sem heim fari 1930 kringum 100 dollars. Næst bað Dr. Sig. Júlíus um orð- Íð og var það veitt. Strax byrjaði doktorinn ræðu sína með hnjóðsyrð um til heimfararnefnda'nnnar, og lagði mikla áherzlu á styrkbeiðni hennar, sem hánn kallaði “foetl.” Að öðru leyti gekk ræða doktorsins út á það, að hártoga ræðu Dr. Rögn- valdar Péturssonar og persónuleg hnjóðsyrði, og sýndist sem fólki þætti nóg komið þegar hann hætti ræðu sinni. Næst fær orðið Walter J. Lindal. Skýrir hann fyrst frá hvernig standi á því að hann sé staddur á fundinum, sem sé af því að stjórnarnefnd deildarinnar “Brúin,, hafi beðið sig að koma, af því hann nú v.æri milli málsaðila, og vildi því stuðla að sáttum og samkomulagi. Ræða hr. Lindals beindist mest að, hvað þetta hátíðahald á Islandi 1930 væri stórmerkilegt, og hvað sér þykja sárt að það hefði verið gert að ófriðarefni. Kvaðst hafa verið ánægður með siðasta tilboð heim- fararnefndarinnar, en þegar það hefði ekki verið þegið, hefði hann og þrír aðrir skilið við mótstöðu- flokk hennar. Nae6t fær orðið séra Ragnar E. Kvaran og avarar þvi sem hægt er í ræðu dr. Sig. Júlíusar, og færir rök fyrir að styrkbeiðni þannig lög- uð, eins og nefndin hafi farið fram á, geti ekki valdið nokkrum manni hneisu. Gerir svo dálítinn saman- burð á heimfararnefndinni og mót- stöðuflokki hennar, og leggur undir dóm áheyrenda hver parturinn vinni til fylgdar. Þá talar næst séra Jónas A. Sig- urðsson og svarar hann líka ræðu Si'gnrðar Júlíusar og leiðrétti jafn- framt nokkrar setningar í grein sem doktorinn hafði sett í Lögberg fyrir nokkru. Að öðru leyti gekk ræða prestsins út á gerðir mótstöðuflokks- ins og þótti slæmt að flokkurinn hefði tekið upp þessa nafnasöfnun, sem hann þekkti svo vel, að oft væri misbeitt. Þá fær ritstjóri Lögbergs orðið, hr. Einar P. Jónsson, og þykir skrif- ara leitt að geta ekki skýrt frá efni ræðu hans, þar eð ræðumaður var svo langt í burtu, að ekki heyrðist til hans, en auðsjáanlega var ræðu- manni alvara með það sem hann sagði, hvað svo sem það hefir ver- ið. • Seinasti ræðumaður var hr. Asm. Jóhannsson. Þá var komið undir miðnætti, og sagði hann því fátt, en vel mengjað. Benti hann á fáein orð í Lögbergi frá mótstöðuflokkn- um og spyr hvert fundarmenn vilji fylgja slikum mönnum. Þegar allir ræðumenn höfðu þann ig látið til sín heyra, bar hr. Walter J. Lindal upp tillögu þá, sem hér fer á eftir, og var hún studd og sam- þykkt með öllu-m greiddum atkvæð- um, en engu á móti. Tillagan er þannig: “Að hið síðasta tilboð sem heim- fararnefndin gaf, hafi verið sann- gjarnt, og hefði átt að vera þegið; Og með því skilyrði að fengnir pen- ingar væru ekki notaðir, til undir- búnings heimfararinnar, lýsti fund- urinn trausti sínu á heimfararnefnd- inni. 'Og einnig að sjálfboðanefndin hafi með því uníboðslaust, að síma Cunard eimskipafélaginu og afhenda því þetta mikla menningarmál Is- % lendinga, yfirstígið vald sitt, og tek- ið fram fyrir hendur Vestur-Islend- imga.” Fundi slitið. Trausti Isfeld, forseti G. L. Friðriksson, ritari. ----------x------------ Mr. Jónas K. Jónasson frá Vogar, Man., kom hingað frá Mountain há- tíðinni á sunnudagskveldið var, á- samt Guðmundi syni sínum. Lét hann hið ’bezta yfir ferðalaginu. Islenzku Goodtemplarastújkurnar í Winnipeg hafa ráðgert að fara til Selkirk á sunnudaginn 15. júlí. Nán- ar auglýst í næsta blaði. Skemtanir og fagnaðardagar (Eftir M. /.) Það er eðliskrafa og nauðsyn lífs- ins á vaxtarstigum þess, að leika sér, og kemur þessi hvöt í ljós hjá börnunum, í margskonar líkamshreyf ingum, sem fullnægja lifsfjörinu, er inn í e.ðlinu býr. Þessar hreyfing- ar, svo sem hlaup, stökk o. s. frv., eip framan af reglulausar athafnir. En eftir því sem þekking og skiln- ingur barnanna þroskast fara leik- hreyfingarnar að verða reglubundn- ari, dómgreind þeirra og skilningur stýrir þá athöfnunum, og oft geta þessir barnaleikir komist í það há- mark, sem kallað er list, í margskon- ar leikjum, glímu, dansi, og mörgu fleiru, og á þeim stigum er fullu samræmi milli sálar og líkania náð, og þá er leiklistin kominn á það stig, að vera fagnaðarefni samkvæm islífsins. En svo er önnur hlið lifsins; or- sökin til þessara skemtiathafna, hjá ibörnunum er þeim meðfædd innri- hvöt, en hjá þroskaða unglingnum er orsökin þráin að ná hámarki listarinnar. Fullorðna fólkið kallar svo listina fram á sjónarsviðið á minninga- og fagnaðardögum sínum. Þá er öllu því bezta tjaldað sem til er, svo menn geti glaðst af verðleikum sín- nm, og fagnað yfir fullkomnun sinni, enda er þá andlega atgerfið ekki síður notað í söng, ræðuhöldum o. fl. Orsakir til samtíðar fagnað- ardaga vorra eru vanalega einhverjir, merkis atburðir sögunnar og minn- ingar um merka menn, sem hafa á- unnið þjóðunum andlegt eða þjóðfél agslegt frelsi og sjálfstjórn. En fagnaðarefnið er í rauninni við sjálf, eða mennirnir sem fagna. Við fögnum yfir að lifa til þess að fá að njóta ávinningsins, sem atburður sögunnar og maðurinn, sem minn- ingin er helguð, hefir áunnið sér hjá hverjum okkar. Við erum því eins ag börnin, sem leika sér og fagna yfir lífinu, aðeins að því undanskildu að þau skilja ekki þýðing fagnaðar- ins. Við fögnum yfir sjálfum okk ur með þeim skilningi að við séum fagnaðarverð, og að líf okkar sjálfra og samtíðarástand sé fagnaðarefni. Við fögnum yfir því sem er, en ekki þvi sem var. Það eru ávextir minninganna, sem við fögnum yfir, Og ávinningunum af þeim fyrir okk- ur sjálf. En erum við þá virkilegt og á- byggilegt fagnaðarefni' ? Getum við fært gildandi rök og sannanir fyrir því? Eg svara því játandi. Það hefir verið talið mönnum til gildis ættgöfgi þeirra, og ætla ég því að nota þá ályktun í sönnunar gögnum mínum. Eg vil þá fyrst taka það fram að, sem menn erum við ættgöfgari en nokkurt annað líf, sem þekkt er á þessari jörð. Við erum hluti af þeirri hæstu hugsjón, sem mennirnir hafa skapað, eindir í hinni alfullkomnu alheimssál, með ótæmandi þroskunartækifærum. Skyn semi, réttlætistilfinning og frjáls vilji, eru okkar aðal einkunnir; við erum béinn ættliður og hlekkur í fran>þróunarkerfi alheimsverunnar. Getur nokkurt fagnaðarefni verið fullkomnara? Auk þess tel ég það einnig fagnaðarefni að við erum af íslenzkum ættstofni. Það er al- kunnugt að forfeðurnir sem námu Island vóru yfirleitt menningtarlega þroskaðir í sinni samtið, og höfðu í ríkum mælir meðvitundina um rétt mannsins til að stjórna sér sjálfur, vera engu valdi háður, sem þeirn lærðist smátt og smátt að hagnýta á réttann hátt með samvinnu, sam- eiginlegri stjórn og sameiginlegum ilögum. A þessari m|iiklu frelsis meðvitund og frelsis þrá byggist öll menning, atgjörvi og drengskapur, sem gengið hefir í erfðum gegnum ættliðina fram á okkar daga, og að vera af slíku bergi brotinn er vissu- lega fagnaðarefni. Þá er enn ótalið hiö sameiginlega fagnaðarefni vort, Vestur-Islendinga, að vera frjáls að hagnýta oss borg- arleg réttindi þjóðarinnar. Réttinn til þess að taka þátt í stjórn lands- ins, réttinn til þses að nota auðsupp- sprettur þess, réttinn og tækifærin til að afla okkur þekkingar og mentun- ar á öllum sviðum menningarinnar. Ennfremur ætti það að vera fagnaðarefni, að hér höfum við bæði tækifæri og rétt til að láta vort ís- lenzka eðli njóta sín, rækta það, æfa það, og flytja það bezta úr því inn í hérlenda þjóðlífið til hjálp- ar að vaxandi manndómsþroska þjóðarinnar utn ókomnar aldir. Þó þessi umræddu sameiginlegu og almennu fagnaðarefni séu tnikil og nægileg réttlæting fyrir samfögn uð okkar í dag, þá hafa flestir ein- staklingar sín eigin ánægju- ag fagn aðarefni í meðvitund sinni, svo sem ástúðlegt samlíf hjóna, barna og ann ara vina. Og þá eru sigrarnir, sem menn eru alltaf að vinna í þrautum lífsins stórmikil fagnaðar- efni. En næst ætla ég að snúa mér að annari hlið þessa umrædda rnáls. Eins og við öll vitum,, er það að meira og minna leyti á valdi manns- ins að hagnýta rétt gáfur sínar og gjöra sem mest úr sjálfum sér, svo þeir geti haft rnikil ag góð áhrif á •lifið, því að það er áreiðanlega skylduhlutverk allra manna. Til þess að fögnuður okkar yfir ættgöfginni geti verið sannur og fullkominn, verðum við að hafa það á meðvitundinni, að hafa gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að gera okkur sjálfa fullkomnari og betri, og komast meir og meir í átt- ina að fullkomnunnarhugsjóninni. Það er vitanlega stór hrífandi að sjá tækifæri.mannsandans til að geta komist að. hæstu markmiðum siðmenningar þekkingar og göfgi, og að vita sig vera vinnandi r þeirri leið gerir fögnuðinn fullkomnari. Næst vil ég þá athuga hvernig við Vestur-Islendingar notum ættar arfinn frá forfeðrunum. Það er ekki eðli mitt að deila á það sem liðið er, því það verður ekki aftur tekið, en menn verða að þekkja það liðna, til þess að geta bætt úr göll- um þess, og það ætti að vera aðal- áhugamál og aðal starf okkar Vest- ur-Islendinga. Eg veit að það er mangt sem þarf umbóta við í félags- lífi okkar, en af því að ég veit að fjöldanum er þetta jafn kunnugt og mér, þá ætla ég aðeins að benda á nokkur gritndvallar atriði sem mein- semdir okkar eru sprottnar frá. Það or fyrst og fremst andlegt þröngsýni fjöldans, sem sjá má af trúmáladeilum þess. Annað er sá ofbeldis og haturs andi, sem birtist í hrottalegum rithætti, nokkurra þeirra manna, sem vilja vera leið- togar okkar, svo eru hæðnis glósur og dylgjur sumra rithöfunda, sem aðeins verður fávizkunni hláturs- efni, og manngildis-auglýsing á þeim sjálfum. Ennfremur hygg ég að það sé hel«t til mikill skortur meðal þjóðanbrotsins á þeirri virðingar og þákklætistilfinningu, sem íslenzka fjárejóðnum og ættararfinum ætti að vera sýnd, við sérhvert tækifæri á samleið og í samkvæmislífi okkar. Það er heilbrigð skynsemi og þekking á veruleikanum, sem er að ; markmið sem sérkenni hana frá öðru ná haldi á heimsmenningunni. Það væri því sorglegt ef *hið mikla and- lega atgjörfi Vestur-Islendinga, létu athugalaust, slikt fram hjá sér fara. Eg hef þá bent á nokkur atriði, sem ég tel galla okkar í félagslífinu byggjast á, og ef þeim væri útrýmt myndi þjóðræknismálum okkar verða betur borgið. Mér hefir ætíð fundist þegar er verið að ræða um almenn mál„ væri áherzlu atriðið, hvernig viðfangs- efnið œtti að vera, og til þess að geta notfært þann skilning minn í þessu máli, verð ég að snúa mér til ungu kynslóðarinnar, sem á fyrir 'höndum að taka við stjórn mannfél- agsmálanna. En af því ég hef ekki í mörg ár haft kynni af háttum hennar og stefnumiðum, þá ætla ég aðeins að benda á nokkur fram- kvæmdaratriði, sem hún ætti að inna af hendi, Öll ungmenni, sem af íslenzku bergi eru brotin, ættu að finna í eðli sínu þau persónuöfl sem stofnþjóðin hefir æft inn í eðli sitt, hinum margbreyttu og hörðu lífs- kjörum hennar frá fyrstu tíð. Þau ættu að finna frelsis-þrána, fram- sóknafþjorið og sigurvonina, sem forfeðurnir byrjuðu með, hið ís- lenzka þjóðlíf, og á þessum grund- velli ættu þau að skapa sér sjálf- stæðar skoðanir og framkvæmdir í hérlenda þjóðlífinu. Sérhvert ungmenni ætti fyrst af öllu að læra að þekkja hið rétta hlutverk sitt í mannfélagslifinu, og læra að skilja þau viðfangsefni, er þau ætla að gera að lífsstarfi sínu, og taka svo einbeitta stefnu að á- kveðnum markmiðum. Þau ættu að láta samtíðina sjá, að þeir hefðu ein beittan og ákveðin vilja, er þeir stjórnuðu með réttum skilning, og samúð til allra manna. Sjálfs- virðingin og ábyrgðartilfinningin eru góðar leiðarstjörnur í fram- kvæmdarlífinu. Ungmennin þurfa alvarlega að gæta þess að enginn maður igetur notið sín eða notað hæfileika sina, sem gefur sið tízk- unni á vald, aðeins til að fljóta með straumnum, týna sjálfum sér í hring iðu lífsins. fólki í siðgæðislegri og sjálfstæðis- legri fyrirmynd. Þar á meðal er að losa sig úr allri fánýtri tízku ogí vana ánauð. Nota ekkert áfengi eða tóbak í nokkurri mynd, halda spegli sálarinnar hreinum, búa til og nota hentugan, einfaldan og smekklegan klæðnað, sem fullnægi nauðsyn líkamans, sem er að skýla nekt hans, og halda í honum heil- brigðu hita jafnvægi. Þegar þjóðflokkurinn hefir gert þessar og fleiri untbætur á sjálfum sér, hefir hann fulla ástæðu til að fagna yfir mennmgu og ættgöfgp sinni. Það er vissullega ánægjuleg til- hugsun, aö eftir einn eða tvo ætt- diði munu VesturrIslendingiar h)afa sérkent sig, sem sigurvegarar á ofurvaldi tízkunnar og skaðlegra nautna. Athugasemd. Þetta framanritaða erindi var flutt á vorfagnaðar samkomu lestrar og menningar félagsins “Jón Traust i” .10. júni í Blaine, Wash. Aðal tilgangur þess var fyrst og fremst að benda fólkinu á þá miklu nauð- syn að sjá og skilja hvað það er óumræðilega mikils^ert, að vera mað ur, með hans miklu hæfileikum og ótæmandi tækifærum. Líka var tilgangurinn að vekja virðing fólks- ins fyrir sjálfu sér og hinu íslenzka ætterni sinu. Einnig vildi ég vekja athugun þess á framkvæmdanauðsyn, sem væri eftirtektaverð og eftir- breytnis-verð, og það sem næst lægi fyrir þjóðflokkinn að gera,til þess að sýna manngildi sitt í hérlenda þjóð- lífinu. Og af þvi framkvæmdar- verkið, sem óg bendi á, kostar ekki annað en andlegt atgjörfi, er þó eitt hið mesta nauðsynjaverk samtiðar- menningarinnar, þá ætrti allur hinn íslenzki ættleggur, að telja það við hæfi sitt og gera það að hlutverki sinu, því enga meiri sæmd gætu þeir gert sjálfum sér og stofnþjóðinni, á framtíðarspjöldum sögunnar. Höf. Ungmenni okkar hér í þesu landi hafa vissulega ástæðu til að fagna yfir lífi Og tækifærum sinum að af- loknum hinum mikla og langa lær- dómsundirbúningi, er þau hafa not- ið, fagna yfir þvi að allt lífsstarfið liggur nú fyrir framan þau til fram kvæmda, þar sem þau geta uppfyllt allar sinar framtíðarvonir og fyrir- ætlanir, og leitað sér fjárs ag frama í samkeppni hinnar ríkjandi menn- ingar. Virðingin fyrir ættgöfgi þeirra mun gefa þeim styrk til að sigra sérhverja þraut. Nauðsyn samtíðarinnar er að finna nýjar og betri menningarstefnur, sem æsku- lýðurinn getur fylgt á framsóknar- brautinni. • Eg hefi þá reynt að sýna að við höfum yfirgnæfilegar ástæður til að fagna yfir lífinu og tækifærunum hér i landi. Yfirleitt þekkir nú fjöldinn hinar mörgu menningar-uppsprettur, sem allir geta fært sér í nyt, og ef við gætum orðið samhuga í fram- sóknarsviðum manndóms og menn- ingar, og hefðVmi djörfung til að sýna sannfæring vora í framkvæmd, gætum við gert stórvirki, bæði í hinum andlegu ag verklegu sviðum. mein þjóðfélag9Íns verða ekki lækn- uð með orðum einum— menn verða að gera það, og sýna hvernig á að gera það. Of langt farið. Svo alvarleg tilraun er gerð til að stíga á háls heimferðarnefndarmanna að jafnvel Dr. Brandson leggur mannorð sitt í sölurnar. Hann sím- ar það hingað ti Glenboro að það séu hel'ber ósannindi að þeir, sjálfboð- arnir hafi nakkur mök við Cunard eimskipafélagið, vitandi vel að sann- leikurinn í því máli var þegar kom- inn út í Lögbergi. En hvers vegna að starfa þarna á bak við tjöldin af því að þeir voru að gripa inn.í verka- hring heimferðarnefndarinnar L al- gerðu heimildarleysi. Ur því að hvorutveggja flokkarnir hafa nú mis stí.gið sig ættu þeir að taka saman höndum og sættast. R. J. DavíðsSon. ---------x------■--- Mr. og Mrs. Thorsteinn Stone, 719 William Ave., urðu þann 27. þ. m. fyrir þeirri þungu sorg, að missa dóttur sína 5 ára og 11 mánaða gamla; sérstaklega greint og efni- legt barn. — Vinir og venslafólk samhryggjast foreldrunum. —Heims- kringla vill og votta hluttekningu sína. — Eg ætla svo að enda þessa athuga- semd með þeirri ósk og von, að hinu Vestur-lslenzki æskulýður, taki sér ákveðin framkvæmdar markmið, á siðmenningarbraut þjóðarinnar, þau Takið eftir! Opin fundur stúknanna Heclu og Skuldar I.O.G.T. 13 júlí. Heclu kvöld föstudag. Akveðið program auglýst síðar. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.