Heimskringla - 05.07.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.07.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRI'NGLA WINNIPEG 5. JÚLÍ 1928. líjctmskríiuvla (StofnuV 1886) Krnor nt fi hrrrjnm mltlTlkodffi EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 858 OR 855 8ARGENT AVE , WIPfPÍIPEG TAI.81 M11 86 537 V«r6 blaOslns or $3.00 Argangurlnn borgr- lot fyrlrfram. Allar borganlr sondlst THE VIKING PRJEfSS I/TD. 8IGEÚ8 HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjóri. UtnnAnkrlU 111 blaTtwlnai THB VIKIIVG PIIESS, Ltd., Box 3105 UtnnfiMkrlft tll rltwtjörand i EDITOR IIKIMSKIllNGUA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “HelmskrlnKla Is published bj The VIkIihx I*re»M Ltd. and printed by CITY PRINTING A PíJBLISHING CO. 853-S55 Sarirent Are., Wlnnlpe*, Man. Telephonei .86 53 T l % .....■■■■■■■■■ .............................. WINNIPEG MANITOBA, 5. JÚLÍ 1928. FIMMTÍU ÁRA AFMÆLI ÍSLENDINGA í N. DAKOTA Að sinni er ekki tækifæri til að minnast meira á þá hátíð, annað en það, að hún fór hið prýðilegasta fram, svo að það eru engar ýkjur, þótt fullyrt sé, að mjög margir viðstaddir hafi verið þeirrar skoðunar, að hún hafi verið einhver allra veglegasta hátíðin, sinnar tegundar, er þeir nokkurntíma höfðu notið. Allt hjájlpaðist að: Ákjósanlegasta veður báða hátíðisdagana; aragrúi af fólki, fjöldinn allur af fornkunningjum, er ekki höfðu sézt svo tugum ára skifti, sumir komnir alla leið syðst^sunnan úr Kaliforníu; valin ræðuhöld og skemtan- ir; og síðast það, sem að vísu hefði vel mátt telja fyrst: Tramúrskarandi fyrlr- hyggja og stjórnsemi af hálfu forstöðu- nefndarinnar, og undursamleg framreið- sla og gestrisni af hálfu kvenfélaganna, sem og raunar bygðarbúa allra í heild sinni. Ekki er sízt ástæðan til þess að gleðjast yfir þeim virðingarmerkjum, er bárust á hátíðina, ekki einungis frá þing- fulltrúum Dakotaríkis, heldur frá forseta Bandaríkjanna, Calvin Coolidge og inn- flutningsmálaráðherranum, Mr. Davies Ætti það að geta orðið til þess, er það birtist á prenti, að þeir menn hér norðan línunnar, er niðurlútastir kunna að hafa gengið undir íslendingnum í sjálfum sér, gæti nú heldur rétt í bili úr þeirri and- legu kryppunni, er beygt hefir þá svo, að þeim er ekki auðvelt víðara útsýni né hærra en það, er nemur staðar við fóta- skemil konungsins. Heill munu íslenzku bygðirnar í N. Dakota, af þessari hátíð hljóta, jafn víst og það er, að þær eiga heiður skilið fyr- ir ha;ia. Heimskringla flytur þessi orð nú til viðurkenningar og þakklætis, en mun nánar geta um sjálfa hátíðina síð- ar.— SJÖ-SYSTRA FOSSARNIR En er langt frá því hljótt um Sjö- systra málið og verður vitanlega ekki fyr en fossunum er ráðstafað til virkj- unar. Vinir Winnipeg Electric, með Free Press í broddi fyikingar, eru nú eins og aftur að sækja svolítið í sig veðrið, eftir doðann, sem þeir féllu í um daginn, er Stewart innanríkisráðherra gerði heyr- umkunnan úrskurð sinn, þann, er hann gaf til bráðabirgða. Síðast hefir Free Press gert sér mik inn mat úr skýrslu frá Mr. J. T. Johnston, sem er forstjóri vatnsvirkjunardeildarinn- ar í innanríkisráðuneytinu. Stóð býsna vel skrifuð háðgrein í Free Press nýlega, um þessa “amateurs,” er vita þættust einir allan sannleikann, og í sífellu væru að leiðbeina sérfræðingum, eins og t.d. Mr. J. T. Johnston, er samvizkusamlega og óhlutdrægt, hafi sent frá sér skýrslú, er yfirleitt sé alveg í vil Winnipeg El- ectric. Greinin er ísmeygilega rituð, en henni er býsna vel svarað í “The Weekly News,” blaði S. J. Farmer, fyrverandi borgarstjóra. En sú grein hljóðar svo: “Mr. J. T. Johnston, yfirmaður vatnsorkudeildar innanríkisráðuneytis- ins, er afkastamikill dugnaðarmaður. Hann er kunnugur starfi sínu, og getur gefið fullkomnar og áreiðanlegar skýrsl- ur um allt er það snertir, sé þess æskt. Yfirmaður ‘ráðaneytis hans, bað hann um skýrslur viðvíkjandi umsókn Winnipeg Electric að virkja Sjö.systra fossana. Hann gerði það. Hann gaf þær skýrslur er beðið var um. En ekki meira. Hann var ekki beðinn að at- huga framtíðarþarfir City Hydro. Hann gaf enga skýrslu um þær. Hann var ekki beðinn að rannsaka hlutfallslega af stöðu séreignar- og opinberra fyrirtækja í fylkinu. Hann gaf engar skýrslur um það. Hann var ekki beðinn að athuga aðrar orkustöðvar fyrir félagið, í staö Sjö-systra fossanna. Hann gaf engar skýrslur um það. Enda hversvegna? Hann fékk á- kveðnar og takmarkaðar fyrirskipanir. Skýrsla hans er í samræmi við þær fyr- irskipanir. Það er því engin aðfinnsla við Mr. Johnston, að segja, að skýrsla hans snertir alls ekki merg málsins, er liggur fyrir fylkisbúum. Ef eitthvað skyldi finna að við Mr. Johnston, þá væri það helzt af þeim orsökum, að tölur þær, er hann styðst við, virðist hann hafa þeg ið frá Winnipeg Electric Company. Þrátt fyrir auðséða takmörkun þess starfssviðs, er Mr. Johnston var skipað, hafa fylgissmalar félagsins ginið gráð- ugt við skýrslu hans, og tækifærið enn gripið til þess, að bióða þessum “ama- teurs,” er hafa gerst nógu ósvífnir til þess, að taka að sér málstað almennings gegn víggirtum sérréttindum, að láta undan síga fyrir “sérfræðingunum.” Því miður fyrir fylgissmalana lætur skýrsla Mr. Johnston ósvarað öllum aðal rök- semdum “amateuranna”. Svo “ama- teurarnir” eru enn í bardaganum. Sé það rétt af Mr. Johnston, að taka gildar skýrslur félagsins um orkuþörf þess í framtíðinni, þá er því meiri ástæða til þess, að fylkið ráðist í virkjun Sjö- systra fossana, því. þá væri því tryggð þau aukaviðskifti. Ef félaginu lízt ekki að bvrja að virkja McArthur fossana. Fylkið gæti þá annaðhvort selt orkuna beint til þessara framtíðar viðskifta- manna, eða selt hana félaginu í einu lagi Manitolba Free Press ályktaði svo nýlega, er það svaraði bréfi til ritstjór- ans, að úr því að hvort hestafl myndi verða dýrara ef McArthur Ifossalrnir manna, eða selt hana félaginu í einu þá skyldu hinir síðarnefndu virkjaðir fyrst. Gott og vel. Látum fylkið virkja þá; láta orkuna af hendi á annan- hvern þann veg, er minnst var á hér að framan, og um leið halda undir handar- jaðri hins opinbera þessum “lykli að vatnsvirkjunarfyrirkomulaginu,” eins og Mr. Glassco komst svo heppilega að orði um Sjö-systra fossana. Auðvitað álítur Free Press, að Win- nipeg Electric ætti að sitja fyrir því að virkja orkuna. Það eigi ekki að fara fram á það við það félag, að það leggi í að virkja McArthur fossana, af því að það kostaði dálítið meira. Og, bætir Free Press við, í raun og veru eru McArthur fossarnir ekki algeriega rígbundnir fél- aginu með samningum, svo að fylkið eða Winnipegbær geti vel fengið þá, ef þeim lítist svo. Kannske. En það er eftir- tektarvert, að Free Press vill fúslega að fyrirtæki hins opinbera leggi í það að starfrækja dýrara verið. Mjög svo nær gætið af Free Press. Free Press hefir ekki enn þá gert það ljóst hvernig á því stendur, að svo mik. il viðskifti skuli vera sýnileg framund- an, að það réttlæti starfrækslu Sjö-systra versins í stórum stíl, þegar um sérgróða félag er að ræða, en ekki nægileg til að réttlæta það að fylkið taki að sér starf- ræksluna. Blaðið hefir enn ekki gert þetta ijóst, sökum þess að það getur það ekki.” SALMAGUNDI. Sem dæmi um það, hve þýöingarlitlar ai- mennar bænarskrár geta veriS, minnumst vér atburðar er átti sér stað “fyrir sunnan línu” fyrir nokkrum árum. Tilefnið var deila tveggja manna um verulegt gildi undirskrifta, ef atorku væri beitt við söfnun. Annar þeirra er deildu bauðst til þess að fá þorra skatt- gildra manna á vissu svæði til að setja nöfn sín undir Ibeiðni um hækkun skatta án nokkurs loforðs um hagnað, á einn veg eða annan, ef aðeins hann sjálfur mætti stíla beiðnina. Varð það að samningum millum þeirraf að fyrst skyldi beiðnis-skjalið vera til sýnis í sjö daga á þeim stað er almenningi gæfist tækifæri að sjá það og setja nafn sitt við ef mönnum sýnd- ist það ráðlegt. Að vikunni liðinni átti sá er fyrir söfnun bauðst að ganga að taka til sinna ráða. Árangurinn varð sá, að af fimmtíu skatt- gildum þegnum á því svæði er tilefnt var, höfðu fjörutíu sett nöfn sín undir formlega beiðni um tilfinnanilegan skattauka að einni viku liðinni frá því, er söfnun hófst, þótt enginn sæi þess þörf meðan skjalið stóð öllum opið til undir- skrifta en að engum var lagt persónulega. Og svo mun vera urri fleiri, ef ekki flestar, bænarskrár. Það er auðvelt að fá undirskriftir ef ekkert er í húfi er 'beinlrnis snertir hagnað þess er undir skjalið skrifar. Að öllum jafn- aði er afstaða hans þannig, að hann nennir ekki að eltast við rök eða gefa ástæður fyrir neitun sinni. Hann tekur auðveldari veginn, að verða við beiðni þess er skrána flytur, og sem er alloft góðkunningi eða einhver er hann hef- ir kynningu af, og sem leggur fast að honum að bregðast nú ekki almennri heill. Hvort slíkar |bænarskrár séu nokkurntíma þess verðar að álítast bending um vilja almenn- ings, eða þeirra, sem undir þær hafa ritað nöfn sín, er vafamál. Og sé beiðnin þýðingarmikil, er það varhugavert, að byggja hátt á þeim igrundvelli. Enda er þetta svo almennt viður- kent að stjórnendur taka nú orðið lítið tillit til bænarskráa, hversu stórfenglegar sem þær eru, vitandi að hægt er að safna undirskriftum undir hverskonar beiðni sem vera vill. —L. F. SÖNGSAMKOMA. Samkoman sem haldin var í fyrstu lútersku kirkjunni þann 29. maí s. 1., af íslenzka kórnum, fyrstu lútersku sunnudagaskóla og Canadian Legion Orchestra var að mestu leyti mjög á- nægjuleg. Islenzki kórinn hefir sungið hér nokkrum sinnum áður og er hann því Islendingum hér í bænum kunnur. Herra Halldór Thorólfson er söngstjóri. Það mætti hver söngstjóri vera stoltur af röddunum í þessum flokk, því að það er að mestu leyti úrval meðal Islendiniga. Eg varð samt fyrir dálitlum vonbrigðum, iþví þó það sé til of mikils ætlast, að heyra stór kostlega framför við hverja samkomu, þá fanst mér kórinn hefði átt að geta dálítið betur. Fyrst og fremst er framiburðurinn ekki nógu skýr, sérstaklega þegar sungið er veikt. “Phras- ing” er ekki góð, það þarf meiri samheldni í setningunum. Soprano er gjarnt að smjúga frá einni nótu til annarar, sem aldrei er fallegt. Tenórar eru ekki nógu sterkir fyrir kórinn, og blandaðir stríðum röddum, svo að tónninn verður oft óþjáll og ekki nógu frjáls. En þetta er það, sem flestir söngfiokkar hér eiga erfitt með, svo það er ekki einsdæmi. Bassinn og milliröddin hefir reglulega fall- egan tón. Flokkurinn er ekki igamall, og hann er stór, og þessvegna tekur auðvitað tíma að móta hann og fá þá raddablöndun, sem má búast við. Mig langar ekki að álasa flokknum, heldur benda á það, sem mér fínst mætti auðveldlega bæta. Eg veit að þessi kór á sér mikla fram- tíð, og ég óska honum alls góðs. — Þetta er í fvrsta sinn sem ég hefi heyrt hljómsveit herra Stefáns Sölvasonar. Það var mikil ánægja að hlusta á leik þeirra og ég var sérstaklega hrifinn þegar þeir byrjuðu á “O Canada. Strenghljóðfærin voru sérstaklega góð. Blásturshlióðfærin komu inn of sterk einstöku sinnum, og í gusum, svo að. bar hitt ofurliði. Trumibarinn var dálítið á eftir hljóð^ fallinu, en þó ekki svo að það væri mjög á- berandi. Mér var sagt, að þessi trumibari hafi aldrei spilað með þeim áður, og það hefir sjálf- sagt valdið því að hljóðfallið var ekki eins skorðað og hefði mátt vera sumstaðar. “In a Persian Market,” fanst mér sér- staklega vel leikið. Þar var stemmingunni náð sem lagið heimtar, og var unun á að hlusta. Síðast var spilað “Prometheus” eftir Beethoven. En fyrir það fékk The Canadian Legion Orchestra skjöldinn í vor, á Manitaba Musical Festival. Það er vonandi að Islendingum gefist oft tækifæri á að hlusta á þessar hljómsveitir, Iþví það er í einu bæði skemtandi og fræðandi. —R. Heimförinni 1930 ráðstafað Vér undirritaðir (altso) leyfum oss að til- kynna samlöndum viorum, hér t Vesturheimi, að vér höfum kosið oss sjálfa í nefnd, til þess að Iandar vorir megi eiga víst að komast til Is- lands á þjóðhátiðina '1930. Vér höfum farið fram á það við Makkensi King, að hann láni oss herflota sinn til ferðarinnar, og þarf ekki að spyrja að undirtektum þess mikla manns,þar sem nú þegar spádómureða spak-bréf hefir birtst í Heimskringlu, (dagsett 1. júlí, 1930.) Vita allir labbakútar að spádómar eru Sannir, sbr. biblíuna. Spenamenn ættu að vita það líka, en þetta er með öilu óvíst; því Boston og allt þess konar bissness er óskylt oss, l.s.g. — En svona er þetta: það sæmir oss ekki — víkingasonum — að ferðast heim á skipum sem ekki eru vígbúin, Því ættu allir sem til heimferðar hugsa að fara með oss, ella kallast ættlerar og blauðir. Vér bjóðum yður öllum heim með oss 1930. Jón Jónsson (úr flóanum) Ingiríður Tröllagæs Ragúel Rabítur Gamalíel Gófer iSkandali Skúnkur Marelíus Múnkur Refelía Rotta MarbendiII Mús Torfi Titlingur Ari El'gur Hvatur Hvitfiskur Páll Pikkur Refur Refsson Jón Járnbítur J. P. Pálsson. * * * N.B. Þetta mun vera í annað sinn sem menn hafa kosið sjálfa sig í nefnd — eftir því sem sögur fara af. — Og ætti því að vera óhætt að treysta forystu vorri. Standið með fimtán-manna nefndinni númer 2! Yfirlýsing- Eg sé að nafn mitt er brúkað í síðasta Lögbergi, sem einn af nefr.d armönnum Dr. B. J. Brandsonar, i sambandi við það að útnefna eða ákvarða Cunard línuna sem einvalda eða útvalda til þess að flytja Is- lendinga heim til Islands 1930. Þvi skal hér með lýst, að ég greiddi at- kvæði á móti því. Astæðan fyrir því er sú, að ég álít að engin sér- stök nefnd hafi vald eða heimild til þess að taka sér slíkt ofurvald, án iþess að leita sér fyrst samþykkis al- iþýðu. IV. Ottenson. Frá hlandi. Staddur á Þórðarhöfn við •Skagafjörð. 1. júlí, 1930. Ritstjóri Heimskringlu, Kæri herra! Af þvi Heimskringla ræddi heim- ferðarmálið sæla, frá fyrstu tíð, með stakri gætni og stillingu, finnst mér réttast að senda blaði þínu sóninn yfir sjóinn. Svo munt þú eiga talsverðan þátt í því, að við höfðum tækifæri til þess að gerast umsvifa- miklir á hafinu. En þá fyrst loks- ins sýndu Vestur-Islendingar að þeir væru af sækonungum komnir. —Hér á ég, vitaskuld, við þau skrif þín í Heimskringlu, sem að mínu áliti verður til þess að “flokkarnir” “töp- uðu’’ báðir. —Eins og L'tfið, það sem trúaðir menn kalla Guð almátt- rgann, igeti nokkurntlíma tapað. — En eins og þú veist herra ritstjóri, var það fyrir skrif þín, að framsókn- arfiokkurinn í OttawB. féll á kné fyrir Makkensi kongi, og 'bað hann að leggia sínar kongslegu hlustir við hróp og köll hátignar norrænna manna. En þá fór Makkensi kong- ur að hugsa — og kynna sér alla málavöxtu. Hertogar hans höfðu metið Islendinga, og vildu á einhvern hátt heiðra þá, er þeir lögðu í lang- ferJ5 til ætthaganna á þúsund ára af- mæli elstu lýðstjórnar, sem sögur fara af í heimi hér. Eins og þú veist herra ritstjóri, var voðalegt s'tapp og stríð út úr peningum þeim, er fylkisstjórnir vildu giefa Vestur-'Islendiingum. Höfð- ingjar okkar álitu að silfur ætti að Þ'gfrja aðeins fyrir manngjöld. Og! þó vita guð og menn að Egill Skallagrímsson hefði ekki slegið hendinni á móti slíkum gjöfum. Og óvíst að fornmenn hafi átt meiri mann. 1 það minnsta var hann nógu stór til þess að kveða og gera aðrar kunstir fvrir Aðalstein Engla- konung. En nú er öllu breytt. Þau einu manngjöld sem hér gátu kom- ið til greina voru fyrir Ingólf. En Njáls-vit Vestur-Islendinga kom í veg fyrir allt slíkt. Manngjöld fyrir hann voru greidd “á okkar eig- in kostnað.” Nú lítur Makkensi kongur á alla málavöxtu. Hann er hálærður mað- ur, félagsfræðingur, sagnfræðingur m. fl. og fl. Sér hann því að hér dugar hvorki að kasta perlum fyrir svín, né brauðmolum fyrir betlara. Hér er norrænt stórlæti á ferðinni. Minnist hann þess, að norrænir höfð ingjar þágu jafnan eina gjöf með þökkum frá konungi þeim er þeir höfðu léð þjónustu sína. En sú gjöf var búið hafskip. “Hvar er sjóherinn okkar?” spyr Makkensi kongur ráðuneyti sitt. — En ráðgjaf arnir hósta og ræskja sig, því flot- inn er og hefir ætíð verið í bölvuðu ólagi. Æ'tlarðu í stríð?” spyr Moth envíell gamli, og sýndist vera aö ganga úr seinustu hárunum. “Hvað varðar |þig um það,” segir kongur; “nú er tækifæri að manna flotann mönnum. Vil ég nú dreng- ir góðir fá hann í höndur víkinga sona, okkar hinna vestrænu.” Býður kongur Vestur-Islendingum allan flotann, en sökum einingar þeirra og bróðurþels neita þeir að taka fleiri en tvö skip, og eins og þú getur nærrí, fóru sambandsmenn einir á borð öðru en lúterskir menn á hinu; en rófumenn urðu nokkuð skiftir. Öþarft er að fara mörgum orðuni um lestargang okkar austur til Mon- treal. Margir okkar höfðu áður farið þá ferð (til vesturs), en hinir lært um það í landafræðinni. Endæ þótt ýmislegt bæri við á þeirri leiö, má í sannleika telja það smámuni enzíus; og þó drekarnir skiftust á. á hafinu. Og á leiðinni frá Mon- treal til Quebec, varð ekki séð aö neitt markvert gerðist. Skipin skriðit samsíða austur blámóðu sankti Lár- enzínzar; og þó drekarnir skiftust á illum tillitum og öfugum hugsunum» varð þess lítið vart í kyrð og stór- fengi veðunblíðu og vinahóta fósturlandsins okkar. Við bárumst áfram á einni helztu lífæð þess full- ir friðar og gleði. Stundum hef- ir mér dottið í hug, að bezta aðferö til þess, að kenna börnum okkar canadiska þjóðrækni væri sú, atí lofa þeim að sigla niður St. Law- rence fljótið. En þjóðskörungar og mentamenn þessa lands eru viss- ir um, að hitt sé bæði billegra o>g? ábyggilegra, að láta þau syngjæ “God Save the King,” og “O Can- ada !’’ eins oft og færi igefst, eða þá oftar. Er það svipuð ^ðferð eins og notuð var við okkur til að kenna okkur kristin fræði, og sem muti vera alltíð hjá katólskum mönnum enn þann dag í dag; og veist þú vel, herra ritstjóri að hvorki lærifeðrurrt okkar né katólsku kirkjunni hefir förlast í þessum efnum. — En þetta eru útúrdúrar. Margt var það sem skaut upp í huga mínum meðan hliðar )tabitant- anna liðu hjáj og ég gleymdi smá- mununum,— arginu, sarginu, þref- inu og þrasinu, — sem dægurflugur skammsýninnar og nágrannakritarins vekja með visnuðum vængjum sín- um. Eg mintist Ulfs herforingja, hetjunnar sem tók Quebec frá Frökk um og gaf það í hendur Breta. Og- mér hitnaði um hjartað; ekki af því hann vann orustana á Abrahams sléttunni, heldur fyrir að, á sigling- unni upp til Quebec, hafði hann upp hendinguna úr kvæði eftir Thomas Gray: “The paths of glory lead but to the grave.” Og svo á hann að hafa bætt við: “heldur vildi ég vera höfundur þessarar hendingar en aö vinna Quebec í kveld.” Og þó mér þætti vænt um Ulf fyrir að komast svona að orði, og hafa gert mig aö brezkum borgara, fanst mér ekki minna umvert að Gray var norrænu- fræðingur, og þá að sjálfsögðu Is- landsvinur. — En þetta eru einnig útúrdúrar. Og ferðin niður ána leið eins og í draumi. En er Quebedbúar sáu til brynd- drekanna hleyptu 'þeir af fimm hundr uð fallbyssum í senn, og borgin lék sem á þræði. Fór nú heldur aö

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.