Heimskringla - 05.07.1928, Blaðsíða 7

Heimskringla - 05.07.1928, Blaðsíða 7
WINNIPEG 5. JÚLÍ 1928. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Erasmus (Frh. írá 3. bls.) anna. En í fornbókmentunum fundu þeir nýtt líf. Þser vóru runnar upp úr mannlífinu sjálfu. Þessvegna voru þær mannleg fræði humanities, og þaS nafn hefir hald- ist viö þær fram á þennan dag. A- huginn fyrir þeim þá var eitthvaö líkur og áhugi manna er nú fyrir náttúruvísindunum. Þær lopnuðu mönnum nýja útsýn og færöu Iþeim nýjan skilning á lífinu, rétt eins og vísindin gera nú. Nafnkendastur oig mest virtur af öllum húmanistunum var Erasmus. Hann hét fullu nafni Gierard Eras- mus, en hann snéri fyrra nafninu á latnesku og nefndi sig Desiderius. ÞaS var alsiöa þá. Þannig hét t. d. iMelankton Schwarzerde, og snéri hann nafninu á fpúsku. Erasmus fæddist i Rottterdaim á Hollandi áriö 1466. Hann misti foreldra sína mjög ungur, og frændi hans, sem átti aö sjá um uppeldi hans, kom honum í klaustur, til þess aö losna viö fyrirhöfnina, sem upp eldinu fvlgdi, og líka til þess að geta dregið sér arf hans. Klausturslífið átti afarilla viö Erasmus. Hann hafði mestu and- styggö á munkunum og öllu þeirra framferöi. Lýsing sú, sem hann gefur af þeim er næsta ófögur; þar er meðal annars þetta: “'Munkar niega vera druknir dags daglega; þeir mega leggja lag sitt við lauslæt- iskvendi, bæði Ijóst og leynt; þeir mega eyða fé kirkjunnar á svaílli; þeir mega vera skottulæknar og lodd arar, en eru samt sem áöur taldir fyrirmyndar munkar og hæfir til þess að veröa ábótar .......Það eru til vændiskvennahús, þar sem minna er drukkið og þar sem minni saur- lifnaöur á sér stað heldur en í sum um klaustrunum .........Meiri hluti allra presta eru ofurseldir girndum sínum og gera sig seka í sifjaspell- um og opinlberum ólifnaði. Það væri sannarlega betra að þeir sem ekki geta stjórnað sjálfum sér, mættu vera í löglegu hjónabandi.” Erasmus hefir líklega mátt hýrast í klaustrinu, ef biskup nokkur, sem dáðist að lærdómi hans, hefði ekki hjálpað honum, og kostað hann til náms í háskólanum í París. Hann las þar fyrst guðfræði, en gaf hana brátt frá sér, og gaf sig þaðan í frá eingöngu við fornbókmentun- um. Hann vann fyrir sér með því að kenna grísku og <ritaðji badkur, sem voru notaðar við forntungna- námið. Var ein þeirra gefin út ekki sjaldnar en sextíu sinnum með- an hann var á lífi. Orðstár hans barst víða. Hinrik áttundi, Englandskonungur og ýmsir fræðimenn á Englandi buðu honum að koma þangað, og var honum tekið þar mæta vel. Það stóð yfir deila á Englandi um það, hvort taka ættu upp grískunám eða ekki i háskólun- um. Erasmus gaj út nýjatestament ið á grísku og ritaði um trúmál, meðal annars það, að kirkian væri langt horfinn frá hinum upprunalega kristindómi, sér til mikils hnekkis og niðurlægingar. Nú risu guðfræðingarnir upp á móti honum. Abótinn í klaustrinu, sem 'hann hafði verið í, og sem hann samkvæmt reglum kirkjunnar, heyrði enn til, krafðist þess aö hann kæmi heim, héldi kyrru fyrir og léti ekki neitt til sín heyra. Erasmus snéri sér til páfans. Leós tíunda, sem var Hka fræðimaður, og gaf ekki hót fyrir ákærur munkanna. Páfinn tók drengilega málstað Erasmusar og bauð honum að gera hann að ibiskupi. Erasmus þakkaði páfanum gott boð en sagðíst ekki vilja skifta frelsi sinu fyrir bezta biskupsembætti sem til væri í heiminum. Meðan Erasmus dvaldi á Englandi ritaði hann hina heimsfrægu bók sína “Lof heimskunnar.” I henni ræðst hann vægðarlaust á samtíð sína. Hann dregur dár að mál- fræðingunum og röjkfræðingunum fyrir orðhengilshátt og ómerkilegar hártoganir; síðan ræðst hann á kraftaverkamangara, aflátssölubrask ara og þá, ,sem húa til allskonar lygasögur um dýrlinga. Munkarnir, prestarnir, ihiskuparnir, kairdinalarn- ir og jafnvel páfinn sjálfur fá sinn skerf. Einkum eru það orðaflækj- ur og andleysisvaðall klerkanna um helga dóma, sem hann veitist að. Hann segir að þeir eyði öllum sín- um tíma í þesskonar hégóma, en lofi kirkjunni áð grotna sundur fyrir augunum á sér. Um tilbeiðslu helgra manna kemst hann svo að orði: “Vér kyssum gamla skó og óhreinar dulur af dýrlingunum; en bækur þeirra, sem eru það heilagasta og verðmætasta, sem þeir hafa eft- ir skilið, látum vér eiga sig. Vér læsum skyrtur þeirra og aðrar flík- ur niður í gimsteinum-sett skrín; en bækur þeirra, sem þeir rituðu með óendanjlegri elju, oíg sem eru enn Westinghouse VÆNASTA RAFMAGNSTÓ f CANADA Ef þér viljift prýt5a eldhús yt5ar, spara vinnu og elda betur, veljit5 þá Westinghouse rafmagnsstóna. Aut5velt er at5 halda hinu fagra glerungs-yfirbort5i flekklausu, þar fylg>r hvorki aska, ryk né stybba og öll eldun er aut5veld og vandalaus. Westinghouse félagit5 hefir árum saman lagt sig í líma vit5 at5 fullkomna rafmagnsstór. Nú hefir þat5 reit5ubúna sam- svetrandi eldavél í hvert hús, og um leit5 bezta vert5mæti er þér mögulega getit5 fengit5 fyrir peninga yt5ar. $15.00 út í hönd Færir yður Westinghouse Stóna víraða og fullsetta á laggirnar á heimili yðar. - Afgangurinn mánaðarlega með auðveldum kjörum. LITIB A HINAR tMSL (iEHBIlt I DAG HJA ABYRGST Wínnípc^Hqdro 55-59 KTWEEN NOTRt DENE >«L Princvss St McSÍRMQT AVE. ÞJÓNAB vlð líði oss til gagns, látum vér fúna niður og möléetast.” Erasmus fór víða og dvaldi lang- vistum erlendis, í Frakklandi, Eng- landi, Italíu og fleiri löndum. Hann var fullkominn heimaborgari og hon um fannst fátt til um þjóðernis- vakninguna, sem þá var á ferðinni í Þýzkalandi og víðar, og sem var bein afleiðing af almennri óánægju með vald káþólsku kirkjunnar, og einkanlega yfir þeim óaflátanlega fjárstraum, sem rann til Rómaborg- ar í fjárhirzlu páfans úr öllum lönd um. Þegar því Lúther hóf sið ■ bótarstarf sitt árið 1517, var Eras- mus mjög á báðum áttum. Hann vildi láta umbæturnar gerast innan kirkjunnar sjálfrar, og hann óttað- ist, sem og líka varð, að mótmælend ur myndu klofna í sundur í marga | flokka. Og að líkindum hefir honum litist svo á, að mótmælenda kirkjan myndi ekki stórum frjáls- lyndari en sú kaþólska. Lúther var, eins og kunnugt er, firna djarfur í mótmælum sínum gegn kaþólsku kirkjunni. Vitan- lega hefði honum ekki haldist slikt uppi, ef hann hefði ekki notið vernd ar kjörfurstans í Saxlandi. Þýzku stjórnendunum var það ekkert á móti skapi þótt kirkju og páfa væri sagt til syndanna. Þrjú hundruð þús. gyllini runnu árlega frá Þýzkalandi til Rómaborgar í allskonar kirkju- sköttum . Það var ekki furða þótt að stjórnendurnir væru þeim manni hliðhollir spm talaði jafn djarflega, sem Lúther gerði móti spillingunni og fjárgræðginni í kirkjunni. En þrátt fyrir hugreki sitt og vilja á ,að bæta kirkjuna, var Lúther ekki frjálslyndur maöur. Afstaða hans í bændauppreisninni er óafsakanleg. Þar snérist hann á hlið með höfð- ingjunum og úthúðaði bændunum, sem höfðu látið sér detta í hug að siðbótin gæti haft í för með sér einhverja bót á kjörum sínum. Þeim fannst sínar kröfur vera í samræmi við kenningar Krists. Og hafði ekki Luther sagt um barónana, að þeir væru böðlar sem ekki kynnu neitt nema að svíkia fátæka'? Og svo snérist þessi sami maður gegn al- þýðunni, sem var kúguð og hrjáð af öllum yfirvöldum, og sagði að henni mætti enga miskun sýna, þeg- ar hún reyndi að brjóta af sér okið, þvi hún væri eins og óargadýr, sem yrði að vera í böndum. Krasmus var fráhverfur öllu of- beldi. Hann ráðlagði Lúther að fara varlega. Bæði fylgjendur Lúthers og páfinn skoruðu á hann að veita sér lið. Hann neitaði báð um. En þegar það var sýnilegt að skifting myndi verða í kirkjunni, ráð lagði Erasmus páfanum að kalla saman allsherjarþing, þar sem allir flokkar gætu rætt saman það sem þeim bæri á milli. Þessu hafnaði páfinn fyrst, en féllst svo síðar á að gera það, en þá var það of seint. Bæði kaþólskir menn og mótmælendur brugðu Erasmusi um ótrúmensku við málstað sinn, en leituðu þó stöðugt til hans. Hvorugra málstaður var málstaður Erasmus- ar. Loksins bað páfinn hann (15 32) að reyna að koma á sættum við Luther og hét honum góðum laun- um, jafnvel því, að gera hann að Kardínála. Og Melankton, sem í samanburði við Lúther, var fremur smámenni, og vildi alltaf slaka til, við kaþólsku hliðina, ibað hann að koma á Augsborgarþingið. Svo frábærlega mikið traust báru menn til hans, að ailir, sem á annað borð vildu miðla málum, treystu honum til að 'fá einhverju áorkað í þá átt. I Hann ætlaði að fara til Augsborgar, |en þegar að því kom, að hann þyrfti ] að fara þangað, var hann bilaður að 1 heilsu, og hann andaðist skyndilega árið 1536. Erasmus var efalaust einhver hfnn frábærasti vitmaður,, sem sagan seg- ir frá, og einlægur umbótavinur. En hann skorti þrekið, sem þarf til þess að verða verulegur atkvæðamað ur í nokkurri baráttu. Þéir, sem skoða allar hliðar, eru venjulega eWki atkvæðamestu mennirnir. G. A. íslendingasögur Sögurit eða skáldsögtir íslendingasögurnar hafa lengi ver- ið athugunar- og aðdaunarefni fræði manna og ýmsra lesenda víða um lönd og fer vaxandi. Það er nokk- urnveginn sammála álit raanna, að þær séu merkar heimsbókmentir, en annars greinir menn á um mangt sem að þeim lýtur. Hér á landi er öllum almenningi litt kunnugt um þessar bollaleggingar erlendis, ís- lenzkur almenningur leikra manna og lærðra les enn sögurnar á sama hátt og gert hefir verið öldum sam- an, les þær sem sögurit sér til upp- örfunar og dægradvalar. En vís- indamenn ýmsir hafa fyrir löngu byrjað að efast um sannfræði sa>gn anna og farið að gagnrýna þær á ýmsan hátt og þó ekki verið sam- mála um neitt svo að segja sín á milli. Ymislegt athyglisvert hafa þessar umræður samt leitt í ljós og bent á ibetri skilning á sögunum en áður tíðkaðist, en annað er, eins og gengur, smásmuglegur hégómi og fánýtt “vísindalegt” pex. Vegna þess, að sögurnar eru hér alment kunnari en annarstaðar og flestir hafa frá barnsæsku gert sér einhverja meira eða minna ákveðna hugmynd um gildi þeirra og um helztu söguhetjurnar, þá mun ýms- um þykja fróðlegt að kynnast nokk- uð erlendu rannsóknunum á þeim. Hér verður því sagt dálítið frá nýrri ritsmíð um söigurnar eftir danskan mann, Paul V. Rubow (i Tilskuer- en). Skoðanir hans eru að sumu, leyti nýjar og að öðru leyti endur- tekning eldri skoðana, og sýna vel afstöðu ýmsra bókmentafræðinga síðari ára erlendis, og auk þess vek- ur það nokkuð forvitnina, að höf- undur mun verða einn af umsækjend um um háskólastöðu þá í íslenzkum fræðum, sem Finnur Jónsson er nú að fara úr. Orðið saga, segir höfundur, vek- ur undireins hjá hinum þroskameiri lesendum hugmyndina um iþau ó- dauðlegu listaverk Islendinga. En orðið saga er notað um ýmiskonar bókmentir í lausu máli, æfintýra- sögur og sækonunga, hetjur og jötna, eins og Hervararsögu og Heiðreks eða Völsungasögu, sögur um ein- staka menn, einkum höfðingja fyrir kristnitökuna, s. s. Njálu, og um sagnaritun á móðurmálinu, þó ekki í annálsformi, s. s. Heimskringlu. Hin rómantiska kynslóð í upphafi síðustu aldar var ekki í efa um það. að þessar auðugu bókmenitr væ|ru fullgildar og órækar leifar mjög gamalla norænna bókmenta og ald- urinn venjulegast álitinn i þeirri röð, sem þær voru taldar í, elstar hinar heiðnu æfintýrasögur, ýngst söguritin eins og Heimskringla. En þegar á tímum gullaldarbókmentanna (dönsku) var farið að efast um hinn háa aldur fornaldarsagnanna. Grund- tvig kallaði þær t. d. “rómana.’’ Seinna var einnig farið að líta með heilbrigðri skynsemi á söguritin og var það einkum Ernst Sars að þakka og Storm rótaði mikið í heimildum Snorra. En ættasögurnar hafa lítils góðs notið af skynsamlegri rannsókn. Skoðunin á Islendinga sögunum stirðnaði í þeirri kredduföstu trú, að sögurnar væru uppskrift frá tólftu öld á eldgömlum arfsögnum og munnmælum um lífið á Islandi frá landnámsöld þangað til nokkru eftir kristnitöku. Vitnisburðirnir um áhuga sögu- aldarinnar á því að varðveita ná- kvæmlega minninguna um atburð- ina, eru samt ekki þungar á metun- um. Þeir eru í því fólgnir, að Kjartan (í Laxdælu) skemtir gestum með frásögn um utanför sína og að Gr«ttir segir berserkjunum mangar kátlegar sögur og vað Norna-Gestur sagði sögur, svo að gaman þótti að. En Norna-Gestur hefir aldrei verið til, svo að þessar og þvílíkar sann- anir snúast um sjálfa sig. Staða- nöfnin sanna heldur ekkert, þau eru upprunalegri en sögurnar og sögurn þau það eina sögulega rétta í frá- sögninni. Það er líka marklítið. þótt sögurnar beri fyrir sig einhvern tiltekinn mann, eins og í Droplaugar sona-sögu. Það er samskonar atriði og kemur fyrir hvarvetna í sögum og sögnum og allir kannast við t. d. Andersens æfintýrum: “en það var nú einmitt hann, sem sagði mér sög- una.” Tilgátan um fróða menn, sem varðveitt hafi sögurnar munn- lega öld eftir öld er einnig fjarstæða. Það er ómögulegt að sögur geti geymst svo lengi í manna minnum, enda hafa fræöiníenn nú Ihafnað slíkum kenningum um aðrar bókment ir, sem þær voru upphaflega heim færðar til, s.s. forngrxsku hetjulóðin. Hver skyldi nú fást til að trúa því, að saga Herodóts hefði lifað í munnmælum í 200—300 ár. Það nær engri átt að halda að sögurnar hafi verið settar saman úr slikum gömlum munnmælabrotum. Eigla og Gunnlaugssaga hafa ekki fremur orðið til á þennan hátt en ímyndun- arveikin eftir Moliére eða Borgir eft ir Jón Trausta. Það er stórfurðu- legt hversu íslenzkir málfræðingar seinni tíma hafa gert litið úr skáld- gáfu og skapandi andríki feðra sinna. Nákvæmni sagnanna í staða lýsingum er heldur ekki sönnun fyr- ir sannfræði þeirra. Þeir sein halda þessu fram eru furðu ófróðir um almenna bókmentasögu Evrópu. A því er þráklifað að Islendingar séu eitthvert einstakt undur meðal þjóð- anna, álíka og Gyðingar forðum. Búið sjálf til SAPU og sparið peninga.! Alt sem þér þurfið er úrgangsfita og GILLETTS PUREI VF FLAKEliI Um Notvísir í hverjutn bauk. Matsali yðar hefir það! að hin fornnorræna skemtiskáldskap í lausu máli. Hið mikla starf nor- rænna manna í þessurn efnum er i því fólgið, að þeir breyttu rómantísk um hirðskáldskap í raunsæjan, real- istiskan, almenningsskáldskap (folke- prosa). En þrekvirki Islendinga (i klaustrunum) var það, að þeir gerðu íþessar bókmentir þjóðlegar nxeð þvi að hlaða undir þær sennilegri inn- lendri ættfræði og staðfræði og með því takmarka ástamálslýsingarnar. Gunnlaugssaga og Kormákssaga eru Egla þekkir svo að segja hvern1 nljög keimIíkar Tristramssögu og stein og hverja þúfu í héraðinu, j Friðþjófssaga er læinlínis Trist- segir F. Jónsson. En það sannar ramssaga> sem endar ye, Eftir engvanveginn, að það sem um þetta ] því> sem æfingin } söguskáldskapn- er sagt sé satt. “De Dödes Rige”, um veXj verSa viWangsefnin fjau eftir Pontoppidan er mjög nákvæm brgyttari og mc*fertSin Hstfengari, t. saga í öllu því er lýtur að staðhátt- d. } Njá,Uj og skáldskapurinn lærir um Kaupmannahafnar og sá, sem f sogurituninnij einkum meSfer8 orkti Rollandskviðu, þekkti vel hér- máls 0g tsils. Hið fagra og mjúka aðið við Ronceval - en allt um það mál Heimskringluhöfundarins geng- er það einungis skáldskapur, sem ur } arf til skáldsinSj sem orkt} Eglm danska og franska skáldið segja Þetta eru meginatriðin úr ritgerð Rubowfs Og ýmsir aðrir hafa farið. i í svipaða átt (sbr. t.d. að nokkru frá. Ættfræðin í sögunum sannar heldur ekki gildi iþeirra. Sumar' sögurnar eru beinlínis orktar til lofs' sönnum eða ímynduðum forfeðrum höfðingjanna, sem uppi voru þegar r>tgerð eftir Sig. Guðmundsson þær voru ritaðar, alveg eins og um Gunnar á Hlíðarenda, og fl. franskir samtimahöfundar orktu um höf.). En Rubow hefir gengið hina tignu verndara sína með því einna lengst í þessa átt og svo, að að lýsa afreksverkum þeirra. Það Eestum þykir augsýnilega of langt var einnig algengt víða annarsstað- fa>'>S. Getur nú hver um sig, sem ar en meðal Islendinga að stórhöfð- ^ þetta les» borið það saman við sína ingjar gátu rakið virðulega forfeðra skoðun og sina reynslu af lestri Is- röð sína aftur í forneskju. Cæsar ien<lingasagnanna — og ekki nema var meir að segja korninn af Ven-^0** menn lesi þær upp —o>g hafx us. Það er sjáldan eða aldrei, að svo Þ3® er sannara reynist. unt er að sanna sögurnar með sarnan burði við önnur sannanleg söguleg. atvik. Þegar sögurnar segja frá j slíkum atburðum, má þvert á móti I stundum sýna, að um hreinan og, beinan kerlingavaðal er að ræða, t.d. o frásögn Njálu um kristnitökuna. Þetta er þá mergurinn málsins, að Islendingasögur eru eingöngu skáld- sögur.En skipulagslausar og þröngsýn ar fornfræðiaransóknir hafa orðið til þess að skyggja á þetta, þótt ein- staka maður hafi bent á hið rétta, t. d. skáldið Carsten Hauch (1855), sem skýrði það, að Njála væri skrifuð eftir ákveðinni áætlun í listrænu formi, í henni væri “en kunstfor- standig plan.” Sögurnar á réttilega að skoða x einni heild og bókmenta- legt sjónarmið er fyrsta og helsta sjónarmiðið, hitt eru aukaatriði, að rannsaka menningarsögulegt gildi Iþeirra, textasögu, höfunda og heim- ildir. Þessar skáldsögur gefa ekki sögu- lega lýsingu og atburðum á sögu- i öldinni, þær eru skemtisögur, samd-1 ar á árunum 1226 til ca. 1300. Þessi i skáldskapargrein varð til hér á Is- landi, en fluttist þangað, fyrir frönsk j áhri, en Frakkland‘var uppspretta alls andlegs lífs á miðöldum, frá því j um árið 1000. Frönsku riddarasög- urnar blómguðust bezt á tólftu öld, j og er sagan um Tristram og Isoddi frægust (sögð af Béroul og Thom- as). En á henni er einmitt til forn norræn þýðirxg, gerð fyrir Há- kon konung árið 1226 af bróður Robert, sem auk Tristramssögu hefir þýtt Elis sögu ok Rósamundu. Þess- um mannl ætta að reisa minnismerki, -Lögrétta. “White SeaP’ It is the Malt It is the Hops. langbezti bjórinn ar ofnar utan um þau óg oft eru því hann hefir sannarlega grundvall- KIEWEL Talsími 81 178 og 81 179

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.