Heimskringla - 05.07.1928, Blaðsíða 6
5. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 5. JÚLÍ 1928.
Fjársjóða-
hellrarnir.
Séra Magnús J. Skaptason, þýddi.
Hann kinkaði kolli til samþykkis, og upp
frá þessu sátum við steinþegjandi, og störð-
um í kring um okkur til þess að vita hvernig
umhorfs væri á eyju þessari. Hinn stóri pýra
midi glóði þar snjóhvítur í tunglsljósinu, og
myndin af hinu stóra musteri, efst uppi á hinum
háa pýramida var svo einkennileg, með hvelfing-
unum og turnunum, og hinum feikna stóru súl-
um, og allt þetta varð nú enn tilkomumeira eft-
ir því sem við komum nær því. Við nálguð-
umst nú eyjuna og sáum að hún var einn klett-
ur, með háum klettabökkum, sem stóðu þver-
hnýptir upp úr sjónum. Eg hélt hú að við
hlytum að vera komnir hálfa leið X kringum
eyjuna, því að við vórum búnir að vera góðan
klukkutíma á leiðinni. Og allan þennan tíma
höfðu yfirmennirnir, og bátsmennirnir ekki tal-
að eitt einasta orð. En nú gaf yfirmaðurinn
J>eim skipun:
“Farið hægt hér, og snúið til lands að
'vatnshliðinu.”
Undireins fór báturinn að snúast við en
árablöðin dýfðust hægt í sjóinn. og nú runnum
við í skugga mikinn, og var það rifa í klettin-
lim, og er við höfðum runnið eitthvað þrjátíu
faðma inn, þá lokaðist rifann yfir höfðum vor-
um, og báturinn stansaði. Einn af foringjun-
um kveikti þá á lukt, og við ljós luktarinnar sá-
um við að við vórum koranir í göng einhver,
eða hellir, og rérum við skipinu eitthvað 20
eða 30 faðma lengra inn og komum þar að
lendingu, og vóru þar tröppur niður að henni.
í>á var það, að einn af yfirmönnunum bað okk-
ur á spanskri tungu að fara úr skipinu, og viss-
Um við þá að hann skildi vel spanska tungu.
“Farið varlega hér, herrar mínir, klett-
arnir eru sleipir nærri vatninu.”
Þessi umhyggja hans fyrir okkur sýndi,
að hann hafði ekki hugsað að gera okkur
neitt mein. Við biðum meðan bátsmenn-
irnir sýsluðu um bátinn, og kveiktum á
fleiri luktum, sem þeir tóku úr sillum í klett-
inum. En svo fórum við að ganga með
þeim. Það var sleipt á steinunum fyrst,
en svo komum við að ibreiðum steintröpp-
um, sem við gengum upp. Eg taidi þær,
t»ví að ég hélt að það gæti komið að gagni
seinna, eða einhverntíma. En ég varð
þreyttur á að telja, og líkamlega þreyttur á
að klifrast. Við stönsuðum við og við, en
loftið var svalt og hressandi, og blés gust-
urinn loftinu upp tröppurnar. Knén á mér
voru farinn að skjálfa þegar tröppurnar, sem
ég taldi voru komnar upp í þúsund. Þessar
tröppurnar virtust aldrei enda ætla að taka;
en þegar við vorum komnir 1035 tröppur upp,
þá var þeim lokið, og tók nú brekka enn við.
Þegar ég fór að reikna þetta allt, þá taldist
mér svo til, að við værum komnir eitthvað
600 fetum hærra en vatnið var. Eg var
sannfærður um það að þeir væru að fara með
okkur til hins mikla musteris, og undraðist
ég það, hvað nú tæki við . fyrir okkur.
Við komum nú á horn eitt í veginum, og
stansaði þá einn yfirmannanna og sagði:
“Þið verðið að bíða hér nokkrar mínútur,
herrar mínir,” og svo gekk hann burtu frá
okkur, en við hölluðum okkur upp að veggn-
um, og urðum fegnir að geta hvílt okkur. Að
fáeinum mínútnum liðnum kom hann aftur,
og enn héldum við áfram; en nú var gangan
ekki eins þreytandi, því að við gengum nú á
sléttum vegi spöl nokkurn og komum þar að
hiiði einhverju, og stóðu þar tveir menn í
oinkennisbúningi, sem heilsuðu okkur, er við
gengum fram hjá þeim.
“Guð minn góður, þurfum við ennþá
einu sinni að ganga upp þessar óendanlegu
tröppur,” heyrði ég Wardrop segja, og var
hann á undan mér, og kendi ég í brjóst um
hann þegar við fórum að klifra upp aftur.
En í rauninni var lítil ástæða að kvarta yfir
þessu, því að tröppurnar voru fáar og við
komum að öðrum dyrum, og vórum þá komnir
i herbergi með mjóum gluggum, sem náðu
langt til frá gólfinu og upp undir loftið, og
skein tunglið inn um gluggana svo að þar
var nokkurnveginn bjart inni. Við biðum
þama eina mínútu eða tvær, og opnuðust þá
tlyr einar og inn kom maður einn í víðum
feldi úr dökku klæði. Hann svaraði kveðju
foringjans sem með okkur var, en hneigði
sig fyrir okkur.
“Við höfum hiýtt skipunum yðar,” sagði
'foringinn, sem með oss var, “og erum komnir
hingað með fangana.”
Eg var einlægt þakklátur að Wardrop og ég
vorum búnir að kynna okkur býsna vel tungu
mál Mayaþjóðarinnar. En þetta orð “fang-
ar” lét mér illa í eyrum.
“Þeir tala spánska tungu,” bætti hann
við.
“Þér hefir farist verk þitt vel úr hendi,”
sagði nú maðurinn í feldinum, “þú getur nú
farið heim til þín. Við þurfum þín ekki
frekar í kveid.”
Það var hálf kuláalegt að heyra þessa
fregn, og ég leit til Wardrops, sem einlægt
var hinn rólegasti, og var að stara allt í kring
um sig, með þessu eina glerauga sínu, eins
og hann hefði ekki skilið eitt einasta orð af
því, sem talað hafði verið.
“Maðurinn með dökka svipinn er þjónn
þeirra,” sagði nú yfirmaðurinn.
“Eg bjóst við því,” sagði maðurinn í
feldinum. “Það var ekki hægt að villast á
stórvaxna, skeggjaða manninum með gler-
augað, og ekki heldur á hinum, sem er kald-
ur og tilfinningalaus, eins og steinn, og lítur
svo út, sem hann hafi aldrei verið undir aðra
gefinn. Af þessum þremur þurfum við að
hafa mestar gætur á manninum með dökka
svipinn. Augu hans eru líkust fálkaaugum,
og ég efast stórlega um það, hvort við megum
nokkuð treysta honum.”
“Eg gladdist nú yfir því, að Benny skildi
ekki orð í Mayatungumálinu, því að þá hefði
hann að líkindum reiðst svo mikið, að hann
hefði stokkið á mann þenna og gripið um
kverkar honum.
En nú hneigðu yfirmenn þessir sig fyrir
okkur og maðurinn í feldinum benti okkur að
við skyldum fylgja honum, og gjörðum við
það, og gengum fyrst í gegnum dyr einar og
svo eftir gangi einum, og komu svo aðrar
dyr, og komum við þá inn í annað herbergi,
nokkuð líkt því, sem við höfðum áður verið í,
nema hvað það var miklu betur upplýst. Var
þár nýmóðins ljósahjálmur úr eiri, og vóru
þar margir paraffin lampar, og fegurstu dúk-
ar á gólfinu, og nýmóðins stólar og legubekk-
ir, og átti það ekki vel við á þessum stað.
Herbergið var stórt og hátt undir loft. Þrjár
dyr vóru á því, aðrar en þær, sem við komum
inn um, og vóru þær allar lokaðar. En í
þessum mörgu gluggum var engin rúðan, og
skein tungiið inn um þá. Fáeinar smáflugur
vóru að fljúga í kringum ljósin, og það var
hálferfitt að hugsa sér, að við værum þarna
komnir inn í alveg óþekktan heim.
“Þér eruð hér komnir undir drengskap-
arorði ykkar,” sagði nú hinn ókunni maður í
feldinum; “og ég vildi biðja ykkur að bíða hér
með þolinmæði fyrst um sinn.”
Að því búnu hneigði hann sig djúft fyr-
ir okkur og gekk svo frá okkur.
Hann var naumast búinn að láta aftur
hurðina þegar Benny stökk að einum dyrun-
um og greip um snerilinn.
“Hættu þessu,” hrópaði þá Wardrop á
arabisku, sem þeir töluðu saman á vanalega;
“Við vórum búnir að lofa honum sem ær-
legir menn, að vera hér kyrrir og afskifta-
lausir, og ég hét honum því, að þú skyldir
ekki rjúfa það loforð.
Benny snéri sér nú við, og afsakaði sig,
og bætti svo við: :
“En er þekking ekki betri en loforð, sem
maður gefur einhverjum?”
“Aldeilis ekki,” svaraði Wardrop, og tók
nú af sér gleraugað, og fór að pólera það með
fingrunum.. “Loforð sem menn gefa öðrum
eiga að vera hverjum manni heilög, eins og
salt og brotið brauð eru heilög mönnunum,
sem við báðir þekkjum.”
“Jæja, það er gott og rétt,” sagði Benny,
og gekk svo út að einum glugganum. En
forvitni okkar knúði okkur að fara þangað til
hans.
Eg mun aldrei gleyma þeirri útsjón sem
við sáum þarna. Fyrir neðan okkur var
vatnið, glampandi sem ákaflega stór spegill
í tunglsskininu, en allt í kring var það um-
girjt af hinum háu, tindóttu fjöllum, sem
virtust vera að teygja sig upp til himnanna
allt í kring, rétt eins og varðmannaflokkur, og
þarna báru þau við stjömurnar á himninum
uppi. En á ströndinni niðri við vatnið gát-
um við séð daufar ljóstýrur í gluggum hús-
anna; en sjálf húsin sáust fremur ógreinilega,
og var þetta allt saman svo dularfuilt og
kyngilegt. ®g við vórum komnir þarna svo
hátt upp, og störðum á þetta rétt eins og
eitthvert málverk hinna miklu meistara. Og
það, að við stóðum þarna, í þessu foma her-
bei'gi, þar sem prestakonungar höfðu llfað
lífi sínu og talað og hlegið. Og ég snéri mér
nú við og fór að líta í kring um mig, og vita
hvort ég sæi ekki neitt sem ég kannaðist við.
En hinir vel höggnu vegir, sem svo vel höfðu
þolað tímann höfðu verið málaðir nýju máli,
og hinar miklu steinstoðir höfðu verið málað-
ar en topparnir giltir. Og þarna ríkti þögn-
in yfir öllu saman, og var búin að ríkja í
mörg hundruð ár. Eg studdi nú olnbogan-
um í gluggasilluna og horfði út. En þá
heyrði ég marra í hurðu og leit við, og hið
sama gerðu félagar mínir. Sáum við þá Ix-
tual, æðsta prestinn, og hafði hann kross-
lagt höndum á liinu breiða brjósti sér, og var
líkt búinn og Pharao, á hinum fyrri dögum.
Hann horfði þegjandi á okkur. Hann var
nú ekki líkur Indíána þeim, sem við höfðum
leigt, sem fylgdarmann fyrir þremur árum
síðan. Hann var nú alveg ólíkur Maya-Ind-
íána þeim, sem við þekktum, og oft höfðum
séð kófsveittann og hungraðann vera að
strita með okkur, og þola með okkur þrautirn.
ar og erfiðleikana í skógunum, og baráttuna
að komast með okkur úr þeim til manna-
bygða. En nú var þarna yfir honum einhver
tign og mikilmennska, — einhver voðaleg
miskunarlaus alvara, sem hlóð upp ókleif-
um vegg milli hans og okkar.
“Jæja,” sagði hann beizklega á beztu spönsk
u ;“við hittumst þá aftur eftir allan þennan tíma.
Þið hétuð mér því hátíðlega, að þið skylduð
hvorki vísa eða leiðbeina nokkrum hvítum
manni hingað. Þið hafið haldið loforð ykk-
ar, en þið hafið komið aftur sjálfir. Var það
nauðsynlegt, að ég skyldi heimta loforð það
af ykkur líka?? Eg hélt það ekki þá. Að
hverju eruð þið að leita? Að fjársjóðum?”
Það er ekki með orðum hægt að lýsa
fyrirlitningunni í röddu hans. Eg reiddist
svo að ég varð allur kaldur. Eg hefði get-
að bannfært hann takmarkalaust, ef að ég
hefði ekki haft nægilegt vald á sjálfum mér.
Bannfært hann þarna sem hann stóð og
horfði drembilátur á okkur, eins og við vær-
um útlendir æfintýramenn, sem komnir væru
þarna af græðgi til þess að sjúga út úr þeim
fjármuni og eigur þeirra. En ég snéri mér
að honum, og sagði þá Wardrop::
“Ixtual, við erum ekki komnir hingað til
að leita að fjársjóðum. Þú veist það sjálfur
án þess að við segjum þér það,” sagði Wardrop
ofur rólega, “og við höfum enga löngun til
þess að troða þér um tær. Við vórum meira
að segja ófróðir um það, að hin helga borg
Mayaþjóðarinnar væri bygð af rnönnum aftur.
Reyndu að tala af viti maður. Þú átt nú
tal við siðaða menn.”
Rödd Wardrops var svo þung og róleg,
og stilling hans svo mikil, að hún hafði mik-
il áhrif á Ixtual, þó að honum kynni að falla
þetta illa. Hann vissi það vel að hann var
sjálfur mestur maður samlanda sinna. En
nú átti hann við mann, sem var mikill maður
annarar þjóðar, og að minnsta kosti átti hann
heimtingu á virðingu hans. Og fyrsta sinni
síðan hann kom inn í húsið, þá leit hann aug-
um sínum niður, og horfði hugsandi á gólf-
ið, eins og hann vissi ekki, hvað hann ætti
að segja.
“En því varstu þá að koma aftur?”
sagði hann og leit upp til okkar.
Eg býst nú við að ég með fljótræði, hefði
svarað því, að við hefðum komið aftur til þess
að reyna að frelsa hann dr. Morgano, kunn-
ingja okkar og vin, og við myndum halda því
áfram þangað til annaðhvort skeði, að við
værum drepnir, eða dr. Morgano laus orðinn;
en hinn skarpvitri, gáfaði vinur minn War-
drop, greip skjótlega til máls, og svaraði með
annari spurningu:
“Viltu svar mér, og segja mér hversvegna
, Mayaþjóðarmaðurinn kemur aftur til þess
lí staðar, sem honum þykir fagur og góður? Er
ekki nógu mikið af leyndardómum og fegurð
í þessari týndu, en aftur fundnu borg til
þess að fylla menn löngunar til þess að leita
hana uppi aftur, þegar þeireru orðnir leiðir
á hinum gamla heimi, og hinni gömlu menn-
ingu. Við héldum kannske að liann Páll
Morgano hefði gert það. En viltu segja mér
eitt Ixtual, hvað er orðið um hann Morgano
læknir? Hvar er hann nú?”
“Þessu neita ég að svara,” sagði Ixtual,
hálf hrottalega. Ef að hann hefir komið
hingað aftur, þá hefir hann gert það af frjáls-
um vilja. Hvernig get ég vitað hvort rann-
sóknarandinn kann að leiða mann, semm inn-
blásinn er af þessum hinum sama anda? Eng-
inn af oss er honum líkur. Enginn af oss
hugsar eins og hann. En þið skuluð vita
það, að með því að koma hingað aftur, þá
hafið þið stofnað ykkur í háska mikinn, svo
að ég er efins um, að ég geti bjargað ykkur,
nema með vissum skilyrðum. ViIJIð þið
heyra þau, þessi skilyrði?”
“Já, náttúrlega,” sagði Wardrop, og var
engann ótta að heyra í rödd hans.
“Það verður farið með ykkur fram fyrir
hinn æðsta dómstól,” sagðí Ixtual. “Þið vit-
ið of mikið til þess að þið fáið nokkurntíman
að koma aftur til ykkar fólks og þjóðar. Eg
sé aðeins eina vörn í máli ykkar, og hún er sú,
að þið samþykkið það, að þið skulið lifa hér,
það sem eftir er æfi ykkar, og aldrei hafa
nein afskifti af yðar eigin heimi, og aldrei
senda nokkur skjöl eða skeyti þangað. Þið
verðið að gjörast Mayaþjóðarmenn, og taka
upp þjóðerni þeirra og háttu, en afsala yður
öllu öðru.”
“En ef við skyldum nú neita að gera
þetta,” sagði Wardrop, ofur stillilega?
“Þá verðið þið teknir af lífi, eins áreiðan-
lega og sólin rís á morgna yfir musteri þessu
og sezt á kveldin. Engin hlutur á jarðríki
getur frelsað ykkur. Þið getið gert verra,
en að lifa hérna. Eg er æðsti prestur þjóð-
ar minnar, og ég hef enga löngun til þess að
láta taka ykkur af lífi. Við höfum verið í
félagsskap og gengið í gegnum margt. Við
höfum aldrei verið óvinir En mín fyrsta
skylda er skyldan til þjóðar minnar, og skyld-
an að geyma leyndarmál eitt, sem vandlega
verður að gæta þangað til að Mayaþjóðin
verður nógu styrk og öflug til þess, að heimta
réttindi sín. En ég verð líka að segja ykkur
það, að þó ég geri það nauðugur, þá myndi ég
samt greiða atkvæði með dauða ykkar, ef að
þið viljið ekki ganga að þeim einu skilyrðum,
sem ég nú bendi yður á, að þið verðið að
uppfylla, ef að þið viljið lífi halda. Verið nú
ekki þau flón að neita þeim.”
*
“Að því leyti sem mig snertir, þá —”
En hann lyfti upp hendinni, og greip fram
í fyrir mér og sagði:
% “Eg vildi að þér tækjuð þetta til íhugun-
ar. Þér eruð ekki í því ástandi, að fljót ■
færni, geti komið yöur að haldi, eða hugrekki
yðar, eða bardagaháttur geti nokkuð hjálp-
að. Þið eruð algerlega hjálparlausir. En
þið hafið tækifæri til að lifa í friði, rólegu
lífi, og ég vona, ánægðu lífi. Og þið getið
fengið vináttu mína í stað óvináttu. Eg sver
yður þetta fyrir guðum rnínum. Eg bið yður
að íhuga þessa hlið málsins, áður en þið neit-
ið þessum tilboðum mínum, sem ég býð yður
af heilum huga, því að það getur farið svo, að
ég verði eini maðurinn sem haldi fram mál-
stað fyrir dómstól þeim, sem er algerlega ó-
sveigjanlegur í ályktunum sínum. Og það
er eingöngu fyrir það að þið eruð hér komnir
á þessari stundu. Eg vildi reyna að bjarga
ykkur fyrir gamlar endurminningar og hættur
þær, sem við höfum gengið í gegnum sam-
an. Ef að ég hefði ekki verið með yður, þá
hefði þið verið skildir eftir við eirhliðin í
hinum mikla helli, og þar hefðu þið verið
látnir deyja úr hungri og þorsta. Mayaþjóð-
in mun gæta leyndardóms þessa þó að það
kosti þúsund mannslíf! Þið megið vera viss
ir um það. Það eru ekki tuttugu menn lif-
andi sem vita hvernig mögulegt er að fara
leiðina undir hæðunum tveimur, og komast
hingað. Leyndardóms þessa er svo vandlega
gætt. Þeir sem þarna lifa,” og nú benti
hann með hendinni yfir vatnið í hálfhring.
“þeir komu hingað svo að bundið var vand-
lega fyrir augu þeim er þeir komu. Þeir eru
allir af Mayaþjóðflokknum. Hvaða tækifæri
haldið þið að þið þrír hafið, einu mennirnir,
sem hafið hugmynd um þessa þekkingu, sern
er svo vandlega gætt. Eg fullyrði að þið
hafið ekkert tækifæri. Ekkert tækifæri,
nema þið gangið að mínum skilmálum. Bí
þið gerið það þá skal ég ábyrgjast líf ykkar.
Á morgun mynduð þið verða teknir og fluttir
hingað sem fangar. En nú skulið þið vera
gestir mínir í nótt. Þessvegna bið ég yður
að hugsa vel um þetta, því að líf yðar er
undir því komið, hvað þið gerið.”
“Hér eru nú herbergin, sem þið eigið að
sofa í,” sagði Ixtual svo. Þau eru hin beztu ,
herbergi sem ég gat látið ykkur hafa. Annað
kveld kem ég að fá svar ykkar. Þangað til
þurfið þið ekkert að óttast ef að þið farið ekki
út úr þeim; en ef að þið gerið það, þá ábyrg'
ist ég ykkur ekki. Eg býð yður nú góða
nótt.”
Hann hneigði sig djúpt fyrir okkur og
gekk hratt til dyranna til að forðast frekara
viðtal, og var óðara horfinn. Út í ganginuih
heyrði ég Mayarödd segja:
“Eg heilsa þér prestur hins innra must-
eris.”
Og svaraði þá Ixtual:
“Eg heilsa þér vörður.”
“Og þá vórum við vissir um að við vóruiu
fangar.