Heimskringla - 26.09.1928, Blaðsíða 8

Heimskringla - 26.09.1928, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIP'EG 26. SEPT. 1928 Fjær og nær. Jóhann B. Jónsson frá Oak Point lagðí af stað til Vancouver á Iauig'ar- dagskveldiö 22. þ. m. MeS honum fóru vestur Mr. og Mrs. Jórisson frá Gimli, foreldrar Mrs. Þorbjargar SiguríSsson í Winnipeg, Jón H. Jóns- sonar í San Biego og þeirra syst- kina. Eru gömlu hjónin að fara alfarin til Jóns sonar sins í San Diego. Jóhann gerir rá5 fyrir að dvelja í vetur þar vestra við Burns Lake og stunda þar fiskiveiðar. Mrs . Guðrún Friðriksdóttir kona Agústs Stefánssonar á Oak Point, andaðist að heimili Jóhanns B. John- son’s, á miðvikudagskveldið var, 19. þ. m. Hún var jarðsurigin á sunnu- daginn að Hálandi af séra Albert E. Kristjánssyni. Guðrún sál. var 39 ára að aldri ag lætur eftir sig sex börn. Af því að við hjónin höfðum ekki tækifæri að kveðja alla sem við hefðum viljað á Gimli, þá ætlum við að biðja Heimskringlu að bera þeim og öllum okkar beztu kveðju, og þökkum öllum sem við höfum kynni af fyrir þeirra velvild og hlýleik til okkar. Og að síðustu óskum við Gimli bæ og búum til allra lukku og blessunar i framtíðinni. Ykkar einlög,' Jón og Sigríður Jónsson. Winnipeg, 22. sept. 1928. Þriðjudaginn 11. september voru þau Ölafur Einarsson og Anna Thór- dís Pálsson, bæði frá Arnes, Man., gefin samari i hiónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton st. Heimili þeirra verður að Arnes, Man. Mr. Dan Líndal, Lundar, hefir til sölu dálítið upplag af veiðarfáer- u m, netum, sökkum og flóm, er fiskimenn geta fengið til kaups nú þegar fyrir verðtíðina. Fjögra herbengja íbúð (Suite) et til leigu. Menn snúi sér til Hjálm- ars Gíslasonar, 637 Sargerit ~Ave. Takið eftir! Goodtemplara stúkan Skuld hefir ákveðið að hafa tombólu mánudaginn 1. okt. 1928. Agóði af tombólunni gengur í líknarsjóð stúkunnar. Nán- ar auglýst í næstu blöðum. —Nefndin. ROSE LEIKHUSIÐ Eldrautt hár, eldlegur persónu- leiki, "skríldrottning,” það er 'Clara Bow, sem fræg varð fyrir “It,” í alv/Qg nýju WutVeriki', sérstaklega ritað fyrir hina einstæðu listgáfu hennar. Hún dregur flesta áhorf- endur í leikhúsinu, og fær helmingi fleiri aðdáunarbréf en nokkur önnur stjarna og fer sívaxandi að vinsæld- um. — Sjáið “Ladies of the Mob” að Rose Leikhúsinu, fimtudag, föstu dag og laugardag þessa viku. — “WILD GEESE,” var verðlauna- skáldsaga eftir Mörthu Ostenso, er fékk $13,500 fyrir beztu ákáldsög- una eftir ameriskan höfund. Hún birtist fyrst í “Pictorial Review.” Var síðan gefin út sem bók og seld- ist geysilega. Hefir verið þýdd á níu tungumál. Aætlað að meira en 3,000,000 manna hafi lesið hana. Hefir verið myndtekin af Tiffany- Stahl Productions. — Belle Bennett leikur hlutverk Amelíu Gare í kvi'k- myndinni. Verður aðalmyndin á Rose leikhúsinu fvrstu þrjá daga næstu viku. Hefst á mánudaginn. WALKER I Systrakvöld verður í Stúkunni Heklu No. 33 á föstudaginn núna í vikunni þann 28. þ. m. St. Skuld og allir G. T. velkomnir. Guðm. Austford frá Clarkleigh kom til bæjarins á miðvikudaginn var, 12. þ. m. í kynnisferð til ætt ingja ag vina. Þorst. Pétursson prentari frá Piney kom til bæjarins fyrra mið vikudag. Dvaldi hér nokkra daga og hélt svo áleiðis til Minneapolis Minn. Hingað kom á miðvikudaginn fyrri viku frá Islandi, Mr. Olafu Hannesson, frá Radville, Sask. Brá hann sér heim i marz í vor, í ann að sinn á fáum árum. Lengst sumar dvaldi Mr. Hannesson í Snæ fellsnesi, hjá vinum og kunriingjum enda er hann þaðan ættaður. Lét hann mjög vel yfir líðan manna þa heima og ferðinni yfirleitt. — Mr. Hannesson fór heimleiðis vestur á föstudagintri Þriðjudaginn 4. september voru gefin í hjónaband í Selkirk, að heimiíi brúðurinnar, Miss Pearl Mar garet, dóttir Mr. ag Mrs. T. Ander- son, 247 Clandeboy Ave., Selkirk og Mr. Björn Björnsson, elzti sonur Mr. og Mrs. G. Björnsson, Selkirk Bar brúðkaupsdagurinn upp á 27. giftingarafmæli foreldra brúðarinnar, Voru um 75 gestir viðstaddir. Séra Jónas A. Sigpirðsson fram- kvæmdi hjónavígsluna. *Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð til systur brúðarinnar, Mrs. Cari Ingimundarson, St. Catharines, Ont., 1 og komu við hjá kunningjum og ætt- ingjum á leiðinni. Framtíðarheim- ili þeirra verður hér í Winnipeg, Suite 21, Theodore Apts. Laugardaginn 8. september, voru þau Stefán Ellice Johnson og Þor- björg Laufey Johnson, bæði til heim- ilis i Winnipeg, gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton st. Heimili þeirra verður í Winnipeg. Messur og fundir í kirkju Sambandssafnaðar Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. imíudagskvöld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta limsdagskvöld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju ag hvers mánaðar. kl. 8 að kvöld- lu. Söngflokkwrinn: Æfingar i hverju imtudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hnrerjum annudegi kl. 11—12 f. h. . • -’túV- / Mr. B. L. Baldwinson, kom I dag vestan af Kyrrahafsströnd, þar sem hann hefir dvalið síðan í júnímán- uði í sumar. Jóns Sigurðssonar félagið heldur fund með sér á þriðjudaginn kem- ur, 2. okt., kl. 8 síðdegis, að heim- ili Mrs. Th. Borgfjörð, 832 Broad- way. Ölafur Hannesson, frá Radville, Sask., nýkominn frá Islandi, biður Heimskringlu að færa öllum, sem með alúð og gestrisni gerðu honum dvölina ánægjulega, sitt hjartans þakklæti, og biður iguð að launa þe'im fyrir. A miðvikudaginn var kom hingað til bæjarins Mr. Egill Anderson frá Chicago ásamt verzlunarfélaga sín- um, innlendum manni. Dvelur Mr. Anderson hér fram I vikulokin þessi. I dag fór héðan suður til Los An- geles, Mrs. Hannes Pétursson, á- samt dóttur þeirra hjóna ungri. Laugardaginn 15. september and- aðist að heimili sinu í Westerheim byggð í Minnesota Eyjólfur Björns- son 77 ára að aldri. Var hann Jökuldælingur að ætt, fæddur þar 21. júlí 1851 og voru foreldrar hans Björn Gíslason og Ölöf Eyjólfsdótt- ir. Uppalinn var hann að Gríms- stöðum á Fjöllum. Arið 1877 giftist hann Guðrúnu Guðmundsdótt- ur, er lézt 6. júlí 1917. Fluttu þau til Vesturheims árið 1880 og sett- ust þá þegar að I Westerheim, þar sem þau biuggu til dauðadags. Einn sonur, Aðalbjörn, lifir hinn fram- fiðna og téin isystir,, Mr^ Krísfiín Snidal. Ennfremur fimm hálfbræð- ur, Walter, John, Björn, löigmaður, Halldór, prófessor; Arni Gíslason, dómari, og ein hálfsystir, Mrs. Emma Holm. —Eyjólfur heitinn var talinn með mestu myndarbændum þar syðra og, orð gert á heimilisbrag þeirra hjóna. Það sorglega slys vildi til á mið- vikudaginn var, að Asmundur Jó- hannesson, 556 Sirncoe Str., féll nið- ur i lyftivélargöngin í Banfield hús- gagnabúðinni og meiddist svo, að hann lézt á Iaugardaginn var. Hafði hann I mörg ár • verið starfsmaður verzlunarinnar. Hann varð 64 ára gamall. — Jarðarförin fer fram í dag frá útfararstofu Bárdals og verður hann jarðsettur í Brookside grafreit. “The Trial of Mary Dugan,” sem Ieikið er að Walker leikhúsinu þessa viku verður aðeins sýnt fá kveld enn ig fauigardaginn sílðdegis að aulki. Er það eínhver áhrifamestí leikur, er nokkru sinni hefir verið leikinn hér, framsetningin bæði óvenjuleg og spennandi. Eru réttarfarsafiriðiin nákvæmlega sýnd eins og þau ger- ast. Kýmnin skipar ein öndvegið á Walker leikhúsinu næstu viku, því þá verða leikin “You Never Can Tell” og “Candida,” tvö glæstustu og fyndnustu leikritin eftir George Ber- nard Shaw. Aðalhlutverkin leikur hinn nafnfrægi leikari Baliol Hall- oway og með honum hinn al-brezki leikflokkur Maurice Colbourne. “You Never Can TelP’ verður leikið mánudags- miðvikudaígs- föstudags- og laugardagskveld og miðvikud. síðdegis. “Candida” á þriðjudags- og fimtudagskveld og laugardaiginn siðdegis. Þetta er fyrsti leik- flokkurinn er leikur eingöngu Shaw á Canadaför sinni og bæði aðalleik- arinn, Mr. Holloway og aðalleikkon- an, Miss Haroldine Humphreys, hafa bæði getið sér ágætan orðstír í leikritum Shaws bæði á Englandi og í Bandaríkjunum, og auk þess í leikritum Shákespeares og annara á- gætustu dramtískra höfunda. “You Never Can Tell” verður leikið í nútíðarbúningi, en “Candida” í skrítnu búningunum frá 1894, og til- svarandi leiksviðsbúnaði. — Að- göngumiðasala hefst fimtudagsmorg- uninn 27. sept., á skrifstofu leik- hússins. — Munið eftir Tombólu stúkunnar Skuldar, sem auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Margir eigulegir drættir verða þar, svo að vert er að f jölmenna. Mr. Ed. Björnsson frá Wynyard kom hingað í vikunni sem leið á Teið fiskiver við Winnipegvatn. Sagði hann hinar hörmulegustu skemmdir af frostum hafa orðið þar á uppsker- unni. Næði hér um bil bezta hveiti, er þreskt hefði verið, aðeins 3. flokki, en mikiö aðeins 5. og enda 6. flokki. Er afskaplegt til þessa tjóns að vita, þar sem svo óvenju vel leit út með uppskeruna þar vestra fram- undir það síðasta. — Miss Emmy Dorothy Tressler og Mr. Victor Júiíus Hinriksson voru gefin saman laugardaginn 8. sept. af Rev. H. Rembe, L.B.S. —Fram- tíðariheimili ungu hjónanna verður ’í Winnipeg. WONDERLAND Colleen Moore sem tvisvar hefir sigrað við atkvæðagreiðslu um vln- sælustu leiikkonu I Bandariikjunumi, hlaut frægð sína fyrir gamanleiki. Hefir hún aldrei notað þá hæfi- leika sína betur en í “Happiness A- head,” nýju First National myndinni. Tár og hjartakvíði blandast þar við gamanið i þessum !eik hins gáfaða höfundar Edmund 'Glolding;. — Doitores Castello stjaVnan í |eik Warner Bros. “Heart of Maryland” hefir aldrei verið eins átakanlega yndisleg eins og í hlutverki Mary- land Calvert, sem elskaði suðurríkin af öllu hjarta og elskaði þó líka liðsforingja úr her Norðmanna. — Þetta er áhrifamikið og stórfenglegt æfintýri úr þrælastríðinu, jafn á- hrifamikið nú og fyrir 30 árum sið- an, er Mrs. Leslie Carter vann sér frægð með því. Þrungið af ástríðu og tilfinningum. Frá Islandi. Pridrik Ásmundsson Brekkan rit- höfundur dvelur hér í bænum um þessar mundir. Hefir hann hafst við í útlöndum og nú til mangra ára, sem kunnugt er. Er þetta í fyrsta sinn sem hann heimsækir Akureyri. Bráðlega býst hann við að hverfa til útlanda, fyrst til Gautaborgar og þaðan til Jótlands. Rósa M. Hermannsson I VOCAL TEACHER 48 Ellen Street Phone : 88240 between 6 and-8 p.m. i WALKER Caiifida*M Flnest Thí*atre WED. MAT. NEXT WEEK SAT. MAT. Maurice Colbourne Presents His London Co., Including Cnuland's Eminent ClaMMÍeal Actor Baliol H0LL0WAY In the World-Famous Comedies of George Bernard Shaw Mon., Wed., Fri., Sat. NigrhtM, Wednes. Matinee “You Never Can Tell” TueM., and ThurM. NightH., Sat. Mat. “CANDIDA” SEAT SALE NOW EveningM .. $2.00 to í»Oe | Wed. >lat $1.00 to 25e | 1*1um Sat. Mat. $1.50 to 25c I Tax THE JAS. H. SCOTT STORE 704 Toronto við Wellington Nýjir eigendur. Opin hvern dag frá 7 f. h. til 12 á miðnætti, að meðtöldum sunnudögum. Öll matvara og sætindi. Sinnum jafnt smáum kaupum sem stórum. Sími 25 657 Kaupið HEIMSKRINGLU Akureyri 4. ág. Sildareinkasalan. Matthías Þórð- arson fyrv. útgerðarmaður í Kefla- vík, hefir Verið ráðinn til að leita eftir og athuga síldarmarkað i ýms- um löndum, þar á meðal í Póllandi; ennfremur hefir Otto Tulinius verið falið að gera samskonar athuganir í Þýzkalandi. —Dagur. COKE ZENITH KOPPERS C O A L McLEOD RIVER GALT ALL STEAM COALS J. D. CLARK FUEL CO. LTD. Office: 317 Carry Str. PHONES YARD: 23341 - 26547 - 27773 - 27131 TOMBÓLA OG DANS undir umsjón St. Skuld, I. O. ,G. T. til arðs fyrir sjúkrasjóðinn, Mánudagskveldið, 1. okjtóber í efri G. T. salnum Alstaðar hefir nefndinni orðið vel til með góða drætti, t. d. Jackson and Sons, 1000 pd. Drumheller kol, Bjarnason’s Bakery, ljómandi brúðarkaka, heil kynstur af hveitisekkjum, eplakössum og allskonar eigulegum varningi. Byrjar kl. 8--------Inngangur og einn dráttur 25c Union Orchestra spilar fyrir dansinum Símskeyti til Heimskr. New York, N. Y. 24. sept.1928, Editor Heimskringla, 853 Sargent Ave., Winnipeg Man. Kindly publish rates quoted in a letter Winnipeg Office Cunard Line published last issue your paper stating third class hundred ninety six round trip tourist thirdtwo eighteen fifty and cabin three ten are an error round trip rates of the line have since last February been hundred seventy two third class hundred ninety four toqr- ist third three ten cabin these rates were quoted by me to the Patriotic League Committee last February and published in Logberg last July. Thorstina Jackson. ITeimskringla igat þess að við hjónin hefðum brugðið okkur til Ohicago 25. ágúst síðastliðinn. Er- indið var að sitja brúðkaup sonar okkar, Georgs, sem fór fram 29. ágúst, að heimili tengdaforeldra hans, Mr. og Mrs. C. Swanson, sem bæði eru sænsk að ætt og uppruna. Georg F. Long og Mabel Swanson voru gefin saman af norskum presti, Rev. Gulbrandson. Eftir hjónvaígsluna var vegleg veizla haldin að heimili brúðarinnar, en að henni lokinni lögðu ungu hjónin í brúðkaupsferð norður og Vestur um Wisjcr/nsin ríki hfflleiðiis og höfðu okkur, foreldra hans með sér. Sá ég fegurra landslag í þeirri ferð, en ég hefi nokkursstaðar séð hér áður, að fáeinum stöðum á Kyrrahafsströnd undanteknum. Um Chicago hefi ég fátt að segja. Það tekur meira en fjórar vikur að kynnast svo högum og háttum fólks, að maður geti gefið sanngjarnt yf- irlit yfir illt og gott. Chicaigo er tröllstór Ixirg, og margt er þar svo fagurt og verklegt, að það fullvissar mann um það hvað hægt er að gera, ef peningahrúgan er nógu stór að ausa úr. Þeir landar okkar sem við fundum leit út fyrir að HSa vel, og við biðjum Heimskringlu að bera þeim kærar þakkir fyrir öll vinahót og veglyndi er þeir sýndu okkur. B. S. I^ong. A laugardaginn var barst sú sím- fregn hingað frá Los Angeles, að það sorglega slys hefði viljað þar til daginn áður, að Mr. Gunnar Goodmundsson hefði orðið fyrir bíl, og beðið bana af. — Gunnar Good- mundsson og kona hans Ingibjörg bjuggu lengi hér í Winnipeg og tóku mikin þátt í opinberu mmálum Is- lendinga. Gunnar var sonur Guðm. Gunnarsson, er bjó á Refstinesstöð- um, Sauðanesi og síðast að Hnjúk- um í Húnavatnssýslu, og var öllum Húnvetningum að góðu kunnúr. — Gunnar heitinn mun hafa verið um sextuigt, er hann lézt. Mun hans verða nánar getið síðar. Vottar Heimskringla eftirlifandi aðstand- endum hans innilega hluttekningu sína. IDUttmflN; flMERICflN Stór hraTl- skreití gufu- skip til ISLAXDS um KAUP’Höfn. FRA NEW YORK: IOSCAR II. sept. 8. PREDERICK VIII. ,ept. 15. IUNITED STATES aept. S». IHELLIGE OLAVB Okt. 6. lOSCAR II......... 13. okt. lPREDERICK VIII.. 1*0. okt. lUMITED STATES ... 3. nov. IHELLID OLAV ___...... 5. nov. PERDAMANNAKLEPAR ' A3. fnrrlml X þeim er nú völ allt árlti á "Hellig Olav,” “United States" og “Oscar II.” og eins á venjulegum 1 og 3. far rými8klefum. I Miktll Sparnafiar á "Tourist” og 1 á 3. farrýml aöra eöa báöar lei3 | lr. Hvergi meiri þæglndl. Agætir Iklefar. Afbragös matur. Kurtels jþjónusta. Kvikmyndasýningar á löllum farrýmum. FarmlSar frfi lslandi seldir til lallra bæja í Canada, menn snúi Isér til næsta umboðsmanns etia Itil SCANDINAVIAN—AMERICAN ■ LIJNE J 461 Matn Str., Iflunlpef, Man. |l23 So. 3rd Str.,Minneapolfa.3Iinn. 1 1321 4tk Ave., Sraltlr. IVaah. I IIT No. Dearborn Str., Chlcngo, 1 Itl. R O S THEATRE E Sargf»nt and Arlington The Weat Ends Flneat Theatre. THIJR—FRI—SAT —Thla Week CLARA BOW —IN— “LADIES OF THE MOB” WITH Richard Arlen A Real “BOW” Picture COMEDY FABLES MON—TUES—WED. NEXT WEEK “WILD GEESE” By Martha Ostenso —WITH— IJELLE BENNKTT ANITA STEWART DONALD KEITH Antl OtherM ACCLAIMED A GREAT PICTURE StnrtlnK ThnrMilay — Next Week “The Masked Menace” Watch for KPidleM Announcement. U/ONDERLANfk ™ THEATRE Sargent and Sherbrook st. contlnuous dally from 2 to 11 p.m Ohildren 16 years and under: Matinee 10c! Thura.—Frid.—Sat. — Thia Week “KEEP SMILING” —WITH— COLLEEN MOORE IX “HAPPINESS AHEAD” Coinedy Fntltled “Hnh Iiah Rah” uHniLiited lMlandv CHAPTER 5. MON—TUES—WKD ÖCT. 1—2—3. DOLORES COSTELLO — IN— “THE HEART OF MARYLAND” —Added Attractoin— CHARLIE CHAPLIN —IN— ‘THE FLOOR WALKER’ AND “Mark of the Frog” \ CHAPTER 5. Hér var staddur urn helgina Mr. Jóhannes Pétursson frá Wynyard, snögga ferð. Kvað hann þreskingu rétt aðeins hálfnaða sökum erfið- leika af frostskemdum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.