Heimskringla - 26.09.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.09.1928, Blaðsíða 4
4 M’-T .. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 26. SEPT. 1928 » ^eimskringla (•to(>»« 1HS«) KrMnr ■( I hTfrJnm mlUTlkodrgl EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. «K R55 SARGBNT AVE . WINNIPBG TALSIMIl S6 537 V»r* blaBstna er »3.00 íirgangurlnn borg- l«t fyrirfram. Allar borganír aendtst THE VIKING PIiESS LTD. STGFÚS HALLDGRS trá Hötnum Rltstjóri. VtonAnkrKI «11 bluSstnei THK VIKING PKIÍS8, LAd., Bol Sl«5 IJtanðnkrlft ttl rltatlöranm BDITOR HBIMSKRINGLA, Boi 3105 WIIVNIPEG, MAN. “Hetmskrlngla ls publtshed by Thr Vlklnn I’rena L.td. and printed by CJTV PHIIMTING £ PIJBI.ISHHVG C'®. 868-855 Snrtrent A ve., Mlnnlpea, Hao. Trlephonn .S6 58 T WINNIPEG 26. SEPT. 1928 frá upphafi til enda þessa sorglega skrípa leiks, er svo ósamboðin lýðræðismanni og framsóknarforingja sem mest má verða. Hann er að undirbúa þenna samn- ing í vetur, meðan fylkisþing stendur yf- ir, þrátt fyrir það, að hann með hverri yfirlýsingunni á fætur annari, fram til síðasta, styrkir almenning í þeirri trú, að engin hætta væri hugsanleg á slíkum samningi. Þingið fær ekkert um þetta að vita. Honum dettur ekki í hug að virða fulltrúa almennings þess, jafnvel ekki fulltrúa Slíns éigin flokks, að því er séð verður, að ráðgast nokkuð um þetta við þá. Og með mússólínsku sjálfræði vinn- ur hann að því með oddi og egg, frá því að fylkisþingi er slitið, að þessir samning ar nái fram að ganga. Hann vill ekki láta fylkisþing né almenningsatkvæði hafa hið minnsta úrskurðarvald í þessu efni. “Plaudite Amici!” Þá er tjaldið loksins fallið, og á enda viðbjóðslegasti pólitízki skrípaleik- urinn, er lengi hefir verið leikinn hér í Manitoba. Og um leið og vatnsvirkjun- arhákarlarnir stinga í vasa sinn virkjun- arleyfinu fyrir Sjö-systra fossunum, þess- um gimsteini Manitobafylkis, sem “hæst- ! virtir” hlaupadrengir þeirra hafa undan- farið verið að kasta á milli sín, framan í dottandi áhorfendum, þá standa aðal- trúðarnir, Mr. Stewart og Mrfftracken á leiksviðsbrúninni og mala ánægjulega til áhorfenda um leið og þeir drepa titlinga hvor framan í annan: Plaudite Amici, comedia finita est! Eða að minsta kosti er varla hugsanlegt annað en að báðum hafi dottið í hug, að þessi andlátsorð Ágústusar keisara ættu betur við leiks- lokin en nokkur önnur setning. Já, klappið þið vinir, kómedían er á enda! Sjö-systra fossarnir komnir í hít Northwestern Power Company, þ. e. a. s. Winnipeg Electric Company, þ. e. a. s. The Power Corporation of Canada, sem drottinn svo má vita, eins og Winn- ipeg Tribune kemst að orði, hvaða valdi lýtur, en sem vér hyggjum að æði miklar líkur séu til, að sé grein eða sambands- félag hins blygðunarlausa og alræmda vatnsvirkjunarhrings í Bandaríkjunum. Það er erfitt að segja hvað vekur mesta andúð og andstyggð hjá manni. þegar litið er yfir allar aðfarirnar; undan- brögð Stewarts; þrálæti Bl-ackens og einræði, eða dusilmennska fylkisþing- manna hans og hirðuleysi kjósenda. Og þó tekur auðvitað hverjum ær- legum framsóknarmanni sárast til fram- komu Mr. Brackens og þingmanna hans, þegar á allt er litið. Mr. Stewart kom seinna fram á leiksviðið, og framsóknar- menn höfðu eðlilega ekki eins mikils af honum að vænta. Þó virðist óneitan- lega hart að mega ekki reiða sig meira á loforð manns í hans stöðu, því loforð er það engu að síður, þótt bakdyrum sé á laun haldið opnum svo skjótast megi um þær undan loforðunum, til að reyna að skýla nektinni, þegar tími þykir kom- inn til þess að fella af sér dulartötra fláttskapar og falshyggju. Og vér þurf um ekki að orðlengja það nú, sem hér hefir nýlega verið skýrt frá, að Mr. Stewart lét sér þannig orð um munn fara í sumar, og að því er nú sýn- Jæja; einstaka manni kann þó að minnsta kosti að hafa fundist þetta djarf- mannleg tilþrif, þótt ekki séu þau í samræmi við lýðræðishugsjónir eða stefnuskrá framsóknarflokksins. En svo sviftir hann jafnvel vini sína þeirri hugg- un, að þarna sé þó karlmenni á bak við, með hinum auðvirðilega skrípaleik sín- um við Mr. Stewart, frammi fyrir al- menningi, sem ómögulegt er að skilja á annan veg en þann, að honum hafi fund- ist einhver handaþvottur nauðsynlegur. En karlmenni með góða samvizku finnur aldrei hjá sér siíka kisuþvottarþörP. Karimennið finnur það eitt, að hann verð ur að standa eða falla með tilverknaði sínum. Hitt ávinnur honum aðeins að- hlægi og fyrirlitningu. Ósennilegt er að Mr. Bracken vinni sér fyrirgefningu nokkurs ærlegs fram- sóknarmanns með þeirri afsökun, að hann hafi þó að síðustu ráðgast um þetta mál við þingmenn sína. Því aumkvunar verðari skipshöfn er erfitt að hugsa sér að nokkur fyrirliði hafi nokkru sinni haft að baki sér. Það er sorglegur vottur um “framsóknar”andann hér í Manitoba, að ekki skuli einn einasti þeirra hafa vogað, að andmæla í nokkru opinberlega gjörðum leiðtoga síns í þessu máli frá upphafi til enda. Það er trú vor, að hefði aðeins einn einbeitt- ur, framsýnn og hreinskilinn maður í þeim hóp risið upp opinberlega, þótt ekki væri nema til þess, að draga í efa henti- semi samninganna og aðferðarinnar sem staðfesti þá, þá hefði ekki tálið og ein- ræðið fengið starfsfrið til þess að ríða þenna endahnút til handfestu fyrir vatns virkjunarhákarlana. — Hefði aðeins séra Albert E. Kristjánsson nú átt sæti á Manitobaþingi! En hvað á líka að segja um þá kjósendur, sem ekki hafa vit á öðru en að láta hann sitja heima er þeir eiga kost á slíkum starfshæfileikum? Sjálf- sagt ekki mikið, því slíkri heimsku fyr irgefst iíklega allt að kalla. Annað mál er ef til vill hver orð eru heppilegust til þess að lýsa þeim “lýð”foringjum, er notuðu sér fáfræðina í kjördæminu tii þess að stía honum frá kosningu, og þeim leiðtogum flokksbræðra hans er með glaðasta geði sátu hjá auðum hönd- um, af því að þeir þekktu svo á hann, að hann væri dálítið annað og meira en af- skíiftaiaust flokkstól, síjankandi hverju því, er leiðtoganum kynni að detta í hug að fá framgengt. * * * Mr. Bracken og þingmenn hans hafa með framkomu sinni í þessu máli áreið- ist á móti betri vitund. að menn anlega tapað trausti hvers ærlegs fram- trúðu því afdráttarlaust yfirleitt, að Sjö- sóknarmanns í fylkinu, og veitt banatil- systra fossarnir væru undanskiidir í ræði framsóknarhreyfingunni. Enda samningunum milli sambands- og fylkis- stjórnar um afhendingu auðuppsprettna Manitobafyikis. bendir ýmislegt til þess að leiðtogunum. sé hvorutveggja ljóst, hvað sem liðsmönn unum líður, og sjái sér ekki annan far- ráðuneyti Mr. Brackens. En aUðvitað sækir hann sem liberal. Og þá er tví- flokkaskiftingin gamla og góða aftur á uppsiglingu. U. M. F. á auðvitað eftir að láta til sín heyra. Og fastlega vonum vér, að bændaflokksmenn sýni þá dáð af sér, er til kosninga kemur næst, að spýta með hrolli úr munni sér, sem óþroskuðum grænjöxlum, eins og vér sögðum um dag- inn, þessum “fulltrúum” sínum, er svo herfilega hafa brugðist stefnuskrá og hugsjónum framsóknarmanna. En hvað sem um það verður; hvort sem framsóknarflokkurinn nær sér aftur fyrir næstu kosningar, eftir þetta tilræði, svo að hann verði samstöðufær, þá er það trú vor, að þingsaga Mr. Brackens og flestra þingmanna hans sé á enda við næstu kosningar, eins og vér höf- um áður tekið fram. Því svo hafa þeir farið að ráði sínu, að jafnvel þótt lirein- ir framsóknarmenn geti ekki hafist aftur til valda fyrst um sinn, þá væri þó hrein og bein sársaukasvíun að sjá konserva- tíva komast að um tíma, í stað þessara vesalinga, er nú eiga að heita fulltrúar vorir á fylkisþinginu. & « í sambandi við þessa “guðdómlegu kómedíu,” má minna á það, að helzta vopn Mr. Bracken var álit það, sem sér- fræðingurinn, Dr. T. H. Hogg, samdi Winnipeg Electric í vil. Hin glæsilega pólitízka heimskona, Free Press, var ó spart látin syngja það viðkvæði á stræt- um og gatnamótum, að hér væri svo sem ekki hundrað í hættunni, þegar slíkur af- bragðsmaður, ráðunautur fylkisvirkjunar innar í Ontario, leggði blessun sína yfir fyrirtækið. Henni hefir náttúrlega ver- ið gersamlega ókunnugt um það, bless- uðu sakleysinu, sem systir hennar “The Saskatoon Star” Ijóstar nú upp í ein- feldni sinni, að dr. Hogg er einnig ráðu- nautur “Calgary Power Company,'’ sem er ein grein þessa volduga vatnsvirkjunai- kolkrabba, sem er að bera sig að því að lykja örmum sínum smámsaman um vatns orkuverin í Vestur-Canada. Forseti C. P. R. er Mr. T. W. Killam, (býsna við- eigaridi nafn) sem líka er formaður Roy- al Securities Co., fjárgróðastofnunar í Montreal, sem er einn bakhjall vatns.. virkjunarhringsins. Það kann enginn tveim herrum að þjóna svo andstæðum sem opinber virkj- un og einkavirkjun eru. Þó er “Saska- toonstjarnan” svo einföid að bera það á borð fyrir lesendur sína, að einmitt það, að Dr. Hogg skuli vera starfsmaður C. P. C., sé frekari sönnun þess, að hann hafi verið algerlega óvilhallur í álitsgerð sinni um Sjö-systra fossana! Mikil er trú þín kona. Að vísu eru forstjórar auðvalds- hringanna engir víðsýnir stjórnmála- menn eða þjóðfélagsfræðingar. Þeir þurfa ekki á þeim hæfileikum að halda, en einungis því, að sauðsvartur almúginn trúi því einlæglega. En þeir þekkja þess betur allt sitt heimafólk. Þeir vita nákvæmlega hvar mútunnar er þörf eins og komið he*fir svo oft og átakanlega í ljós og nú síðast í rannsókninni á starf- semi vatnsvirkjunarhringsins í Banda- ríkjunum. Og það má hver sem vill trúa því, að Calgary Power Company greiði fé til þess að hafa í þjónustu sinni mann, sem það veit ekki með fullri vissu, að muni heldur styðja þess hag en keppinauts þess, hins opinbera, í hvert skifti, sem um það er að velja. En öll framkoma Mr. Brackens og þingmanna hans í þessu máli, er þyngri en tárum taki. Fyrst og fremst hefir honum ekki tekist að færa nokkra sönn- un fyrir því, að þessi samningoir við Winnipeg Electric væri að nokkru leyti haganlegur fyrir fylkið eða bæinn. En það skiftir jafnvel minnstu máli. Hann gat þrátt fyrir það verið sannfærður um að svo væri, hvort sem það í raun og veru var svo eða eigi, því sannarlega á hann jafnt skilið fyrirgefningu og tillits- semi til þess að honura geti missýnst, se maðrir menn. En öll aðferð hans borða mögulegan en að selja allt í hend- ur fylkisklíku liberalanna, sem hann og þeir hafa stuðst við í þessu makki. Sí- fellt heyrast fleiri raddir og háværri um það, að leiðtogarnir séu að efla til sam- vinnu við næstu kosningar, í von og trú um það, að það sé eina ráðið til að halda sér innanborðs á stjórnarskútunni gegn réttla tri reiði kjósenda. Síðasta og ótvíræðasta spáteiknið er það, að Donald G. McKenzie tollnefnd armaður sæki um kosningu í Dands- downe kjördæminu, er Norris, fjarver- andi leiðtogi fylkisliberala hefir nú sagt lausu, og með þeim skilningi, að nái hann kosningu, þá skuli hann öðlast sæti í Hafði Mr. Bracken í raun og veru enga hugmynd um það að dr. Hogg þigg- ur laun af vatnsvirkjunarhringnum, þeg- ar hann kallaði á þenna alveg sérstak- lega “óvilhalla” sérfræðing sér til að- stoðar? Líklega hefir nú samt enginn þing- manna hans uppburði til þess að bera fram þá spurningu opinberlega. En hversvegna líka að vera fjargviðrast við leiðtogann út af slíkum smámunum. Þessi sumarkómedía er á enda hvort sem er. Höfuðtrúðarnir búnir að hneigja sig framan í lýðinn. Tjaldið fallið. Kiappið þið vinir! Jón og breytiþróunin “The trouble wíth most folks isn’t so much their ignorance as knowin’ so many things that ain’t so.”—Josh Billings. “Brej’tiþróunarkenningin o. fl.” heitir afarlöng ritgerö eftir hra. Jón Einarsson bónda og fræðiniann í Foam Lake, sem ‘birtist í tveimur tölublööum Lögbergs nú nýlega. Eft- ir allri efnismeðferð og frágangi rit- gerðarinnar að dæma hefir maðurinn verig að flýta sér þegar hann samdi hana, þótt hann raunar afsaki hvað hún hafi verið lengi i smíðum. O —jæja, bændur hafa náttúrlega fleira að gera um haannatímann en að sitja við að semja vísindalegar (!) ritgerðir, og er þá sízt furða þótt einhversstaðar verði fljótaskrift á verkinu. En Jón bóndi huggar les- endnr sína með því, að t framtíð- inni muni hann ef til vill fara nokkr- um orðum um breytiþróunarkenning- una, til þess að leiða þá í enn meiri sannleika, þótt maður eigi erfitt með að sjá, að þess sé veruleg þörf, jafn mikill sannleikans ljómi og hef- ir stafað af ritsmíðum hans nú að undanförnu. Hann getur þess þó, að það sem hann skrifar um þetta mál framvegis muni ekki verða stíl- að til mín. Fyrir það fyrirheiti er ég honum Ihjarltanlega þakklátur; því þótt ég sé ekki bóndi, get ég ýmislegt þarfara gert með tíma minn en það, að svara skrifum hans um þetta mál. En þar sem þó þessi síðasta ritgerð hans er óneitan- lega stíluð til mín, finn ég mig knúðann til að svara henni, þó ekki væri til annars en að leiðrétta í ein- hverra augum sumar allra verstu skekkjurnar. En lítið skemtiverk er það; því eins og kunningi minn einn kemst að orði í bréfi til mín nýlega, er það allt “heldur þversum og sérstaklega staglkent og leiðin- legt.” Þegar ég lít yfir alla dálkana 12 eða 13 í Lögbergi, sem þessi ritsmið fyllir, dettur mér í hug saga af presti nokkrum, sem var vanur að flytja langar ræður. Einn sunnu- dag spurði hann vin sinn einn, sem við messu var, hvernig honum hefði líkað ræðan. Vinurinn svaraði þv’ að hún hefði mátt vera helmingi styttri. ‘‘Og hvort hefði ég þá átt að fella framan af henni eða aft- an ?” spurði prestur. "Það stendur öldungis á sama hvorum helmingti- um þér hefðuð sleptj’ svaraði vin- urinn. Eíklega dettur engum í hug nema Jóni sjálfum, að það sem hann skrifar um breytiþróunarkenninguna sé til nokkurs nýtilegt, nema þess að vera dálkafyllir í blöð, sem við þess- konar andans harðmeti vilja taka; og þau eru áreiðanlega fá, sem ‘betur fer, af þeim sem á íslenzku máli erit gefin út. ítaunar hefir hann orð á því að efnið hjá sér sé í drýgra lagi, og er sýnilega ekki óánægður með þessa afurði vitsmuna sinna oig þekkingar. Væri illa gert að reyna að raska þeirri trú hans, því hún er víst hvort sem er eina hugg- unin, sem hann hefir í þessum erjum, eins og reyndar mun ekki óvanalegt, þegar hann leggur út í ritdeilu. Það sýnir bezt innræti Jóns í þessari deilu, að hann endurtekur ó~ sannindin, sem ég var áður búinn að leiðrétta. Hann segir ekki hvaða dómsorð ég hafi kveðið upp yfir hiblíunni í formálum fyrir fyrirlestr- inum, eins og hann kallar það, en dylgir, eins og er siður slúðurkerl- inga. Sannleikurinn er sá, að ég mintist ekki á neitt annað en sköp- unarsöguna, eins og ég hefi áður tekið fram, lagði alls engan dóni á biblíuna. Þetta vita allir, sem á fyrirlesturinn hlýddu. Eg tek þetta fram af því að Jón fer þarna með ósannindi, en alls ekki af því að það í sjálfu sér skiíti nokkru máli. Jafn skýr maður og Jón er, ætti að geta ritað svo að maður sé ekki i vafa um við hvað hann á; en ég verð samt að iáta, að ég á stundum bágt með að skilia hann, t. d. þessa setningu: “Enn er það einkennilegt við greinar G. A. sumar, hve erfitt er að nota þær sem ábyggilega und- irstöðu viðtekinna vísindalegra sann- inda.” Mér hefir aldrei dottið í fiug að ég gæti lagt undirstöður að vísinda- legum sannindum. Eg er ekki vís- indamaður, en undirstöður í þeim efnum geta engir lagt nema vísinda- menn. Sízt af öllu dettur mér ( hug að skrifa greinar til þess að þær notist sem undirstaða undir við- tekin vísindaleg sannindi; mér skiist að þess þurfi ekki. Vísindalegu sannindin eru sjálf undirstöður. Vilji Jón sjálfur ekki bygigja á þeim undirstöðum og allar véfengingar hans á visindalegum niðivrstöðum benda á að hann vilji það ekki, þá má hann min vegna byggja á sandi' hleypidómanna og sjá! fbirgingskap- arins. Hversu traust það smíðí verður, er annað mál. Annars er þessi setning og margar fleiri hjá honum helber þvættingur, sem engin jgetur botnað neitt í. En þá mun vera bezt að komast að aðalefni ritgerðarinnar, en það er tilvitnanirnar, sem Jón hefir smalaS saman og hygst að nota til þess að gefa breytiþróunarkenningunni það rothögg sem dugi. Ekki vantar þá3, að nógu eru þær margar„ En í fátinu hefir hann gleymt að nefna bækurnar, sem þær eru teknar úr. Það er þó ífræðimanna siður að nefna bókatitla og blaðsíðutal, þegar þeir vitna til annara rithöfunda. Eg skal svo sem kannast við að ég hafi ekki lesið nándar nærri allar bækur, sem 'um breytiþrpunarkenn- inguna hafa verið ritaðar. Það væri sjálfsagt nóg meðalmannsverk, þótt hann gerði ekkert annað. En ég hefi nokkuð um það lesið, og mestallt isíðan ég útskrifaðjst / úr skóla, þótt Jón dylgi með að ég muni ekki hafa gert það. Vitanlega get- ur hann ekkert um það vitað; og> ef að hann veit um einhver ný sann- indi í þessum efnum, sem mér eru ókunn, væri nógu fróðlegt að fá að vita hver þau eru. Eftir því að dæma, sem hann skrifar, hefir sitt af hverju farið fram hjá honum, sem er á vitorði þó nokkurra 'rriæoi- manna. Fyrsti höf., sem Jón nefnir, er Alexander nokkur Winchell. Eg hef ekki verið svo heppinn að heyra hans getið fyr. Það getur verið að hann sé frægur vísindamaður; en þótt hann sé heiðursdoktor í löffutn og hafi verið Chancellor við syra- cuse háskólann, sem er kirkjustofn- un, þá er ég engan veginn saririfærður um að hann sé sérstaklega fróður um breytiþróunarkenninguna, og þaðan af síður er ég sannfærður um að hann skrifi um hana hlutdrægnis- laust. Það er vist skaði hvað fáir eiga Harmsworth’s Encyclopaedia og My- er’s Fremmedordbog. Eg er nú samt i dálitlum vafa um að þær bæk- ur séu stórum betri en t. d. Brittan- ica og Webster eða þá Chamber’s og Standard. En Jóni finnast þessar bækur nauðsynlegar vegna málfræð- islegu þýðingarinnar, sem er ekkí það sama og einhver önnur þýðing. Eg verð að segja, að þegar ég hafði lesið þennan kafla, var mér “sítúa- sjónin næsta óljós.” En nú kemur Jón að stærri spá- mönnunum og er ekki feiminn að fara með orð þeirra. Eftir J. A. Thom- son hefir hann þessi orð: “Fjálg- leysið og undrunarskorturinn sýmr sig hjá þeim, er minnst vita—ekki hjá þeim, sem mesta hafa þekking una.” Það hlýtur að vera meir en lítið teygjanlegt imyndunarafl, sem finnur í þessum orðum andmæli gegn breytiþróunarkenningunni. Það er vel trúlegt að sumir af formæl- endum hennar séu ekki yfirfallnir af fjálgleik, en það er léleg röksemdar- færsla, að halda því fram, að skoð- anir þeirra séu þessvegna rangar. Það er röksemdafærsla, sem Jóni er trúandi ti! að nota.en þaðer ótrúiegt að prófessor Thomson geri það. Þessi sami J. A. Thomson hefir ásamt prófessor Patrick Geddes sam- ið bók, sem heitir Evolution. Fyrstu tveir kapítular bókarinnar fjalla um “sannanirnar” fyrir breytiþróunar- kenningunni. A bls. 41 segja þeir þetta: “Almenna hugmyndin um breytiþróun lífsins, sem svo lengi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.