Heimskringla - 13.02.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.02.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐStÐA ME IMSKftlNOLA WINNIPEG, 13. FEBR., 1929 ^ietinskdn^la (StofnoV 188®) Kemar it á hrerjnm mltlTÍknéefi EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 8R3 »K 855 SARGBNT AVE. WIPÍNIPEG TAIiSIMIl HO 53? V«r5 blaBslna er »3.00 ArBanrurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PBiEKS LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS trá Höfnum Rttstjórl. litanflnkrlft «11 hlabstnsi HB VllilAG PIIESS, ItU., Il»a Ptnnflxkrlft tll rltstjflransi ICDITOH HGIMSKRINGLA, B«x 8105 WINNIPEG, MAN. 8105 “Heimskringla is published by Tbe Vlklnts Press I,«d. and prlnted by CITY PRINTING * PDBLISHWG CO. 853-H55 SarKent A»e., WlonlpeK. Man. Telephonet .8® «3 * WINNIPEG, 13. FEBR., 1929 Okranjemenn mótmæla Winnipegblaðið “Tribune” skýrir frá því í ritstjómargrein á föstudaginn, að fimmtíu þúsund Úkranjemenn í Vest- ur-Kanada, hafi undirritað bænarskrá, er mótmæli innflytjendastefnu Mr. Forke. Bendi þessi bænarskrá til þess, að Úk- ranjemenn séu þriðji fjölmennasti þjóð- flokkurinn í Kanada; (Englar, Skotar og írar þá náttúrlega reiknaðir sem einn þjóðflokkur: Bretar.) að þeir leggi fullkomlega sinn skerf til framleiðslu og skattgreiðslu, og að þeir mótmæli sem öflugast hinni óbeinu yfirlýsingu stjóm- arinnar um það, að kynbræður þeirra séu ekki nógu góðir til þess að fá inn- flutningsleyfi í Kanada. Ennfremur gefi bænarskráin í skyn að Úkranjemenn geti ráðið kosningaúrslitum, eða kosið sinn eigin mann í 17 sambandsþingskjör- dæmum, ef þessi innflutningsstefna knýi þá til þess. “Tribune” lízt ekki á blikuna, (“Ó- viturleg bænarskrá” er fyrirsögn rit- stjórnargreinarinnar.), og spyr bvert þessir menn mótmæli sem Kanadamenn, eða sem Úkranjemenn. Kanadisk inn- flutningapólitík grundvallist á því að innflytjendur geti sem fyrst horfið inn í þjóðarheildina, með öðrum orðum af- svarið allar aðrar þjóðernisskyldur og orðið Kanadamenn í orðsins fyllsta skiln- ingi. Það sem að þessu hafi verið fund ið að innflutningastefnunni sé það, að innflytjendum frá Norðurálfunni, megin landinu, hafi verið hrúgað inn örara en svo, að þeir hafi getað horfið jafnharð- an inn í þjóðarheildina, og þess vegna hafi mýndast fjölmennar þjóðernisheild- ir í iandinu, er hafi orðið þröskuldur á vegi þjóðemiseiningar og innanríkissam- lyndis. Enginn kanadiskur borgari hafi nokkurn rétt til þess að líta á innflutn- ingsmálin frá öðru sjónarmiði en sjónar- miði Kanadamanns, fyrst og síðast og allar stundir. Að endingu er Úkranje- mönnum hér klappað á öxlina; sagt að þeir séu yfirleitt góðir landnámsmenn og takmörkun á innflutningi þeirra sé engin vantraustsyfirlýsing í þeirra garð né kyn. bræðra þeirra . Sei, sei, nei. Það sé einungis spursmál um kanadiska þjóðern ispólitík, og þeir skuli nú vera góðir og gá að sér, að stofna ekki í hættu því álti sem þeir njóti, sem góðir Kanada- menn, o. s. frv. o. s. frv. — * * * ‘‘Orð, orð, orð,” sagði William heit- inn. Hvílík hræsni, samfara óttanum við allt ókanadiskt, það er að segja brezkt, þjóðerni. Því ritstjóri “Tri- bune” talar hér vitanlega ekki sem kanadiskur borgari, heldur sem Stórbreti. Það er ekkert annað en hræsni, er hann segir að “kanadisk innflutningspólitík grundvallist á því að innflytjendur geti sem fyrst horfið inn í þjóðarheildina, með öðrum orðum afsvarið allar aðrar þjóð- emisskyldur og orðið Kanadamenn í orðsins fyllsta skilningi.” Því þaraa undirskilur ritstjórinn eitt orð, er allan muninn gerir, en sem hann sleppir úr, annaðhvert af hreinskilnisótta, eða þá að hann álítur það svo sjálfsagt, að ekki þurfi að taka það fram. En það orð er brezkir. Brezkir Kanadamenn, er það sem ritstjórinn auðsjáaniega meinar. Spumingu hans um það, hvort leið- togar Úkranjemanna séu hér að andmæla innflutningsstefnu Mr. Forke, sem Kana- damenn, eða sem Úkranjemenn (nefni- lega evrópskir Úkranjemenn) má vafa- laust svara þannig, að þeir andmæli sem Kanadamenn. Þar getur hver maður af “framandi,” það er að segja ó- brezkum kynstofni, stungið hendinni í eigin barm. Það skortir ekkert á það, það vér til vitum, að innflytjendur þeir, er fest hafa rætur hér í Kanada, til hvaða kynstofns sem þeir teljast, séu ekki í orðsins fyllsta skilningi þegnhollir Kanadamenn, aS undanskildum fjölmenn <um hluta brezkættaðra manna, er ó- mögulega geta fengið inn í höfuðið, að hollusta við konunginn, er ræður bæði á Bretlandi og í Kanada, fer ekki endi- lega hér saman við svo ramma hollustu við brezkar heimilisástæSur, aS öll sönn kanadisk þegnhollusta verði að hýrast í öskustónni. En þetta þarf að segja ritstjora “Tri- bune,” og öðrum slíkum herrum, hans skoðanabræðrum, að það er einmitt hann og þeir, af öllum Kanadamönnunj, sem helzt skortir á kanadiska þegnholl- ustu. Þegar hann og þeir eru að tala um að innflytjendur eigi að renna inn í þjóðarheildina og afsverja allar aðrar þjóðernisskyldur, þá eru það ómerk orð, því þar er einungis átt vlð, að þeir eigi að gleyma öllu sínu skilyrðislaust, fyrir brezkum áhrifum, því þessir menn, sem stjórnin, viðurkenna í raun réttri ekkert kanadiskt þjóðerni, meðan enginn maður né kona má segja sig kanadiskt fólk til manntals, þótt alið sé hér, í fjórða og fimmta lið. Hvað vilja slíkir menn vera að tala um kanadiska borgara, sem fá hríðir, ef þeir heyra jafnvel minnst á kanadiskan sórfána eða “O Canada,” þjóðsöng vorn, sunginn á opinberum sam komum? Það er ekki auðséð, hvers vegna Úkranjemenn, eða nokkrir menn, hverrar ættar sem eru, hér í Kanada, sem smalað hefir verið vestur af umboðsmönnum kanadiskra stjórnvalda, ættu að taka því feginshendi og með fagnaðarlátum, að eiga að greiða fé úr ríkissjóði til þess að hlaupa undir bagga með Baldwins- stjóminni á Englandi og flykkja hingað óvöldum Bretum frekar en til dæmis völdum mönnum, kynbræðrum þeirra, sem helgað hafa sér hér lífs og lands- vist með svita og blóði. Nei, hið eina rétta í þessu efni, er sú menning, er felst í orðum ritstjóra ‘‘Tribune,” ef þau eru skilin bókstafleSa, ep ekki eins og þau eiga að skiljast frá hans hendi, með lestri á milli línanna, að enginn kanadiskur borgari hafi nokkurn rétt tU þess að líta á innflutningsmálin frá öðm sjónarmiði en sjónarmiði Kan- adamanns.” En þá hlýtur sú krafan óhjákvæmilega að láta fyrst til sín taka, að sé takmörkum á innflytjendum nauð- synleg, — og því skal ekki endilega neit- að — þá eigi sú takmörkun að ganga jafnt yfir brezka borgara sem aðra menn. Vér, sem fyrst og fremst lítum á þetta mál, sem önnur, frá kanadisku sjónarmiði, eigum eigi einungis sæmilega réttmæta kröfu fram að bera fyrir eigin hönd, heldur ber oss skylda til, fyrir hönd Kanada, að gera allt, er í manns vaidi stendur til þess, að tryggja það, að til Kanada veljist ekki frekar liðléttingar né óhræsismenni frá Bretlandseyjum en annarsstaðar að, og að meðan innflytj- endaþörfin er svo brýn, sem allir viður- kenna, að hún sé, þá standi landið opið hverjum dáðadreng og dugandi konu, hverrar þjóðar sem er, af þeim sem fyrir em. Það þarf ekki að berja sþ'kt fólk inn í þjóðarheildina með svipum eða skorpíónum ögrana eða hótana. Það myndar hana sjálft, sé það látið í fríði af ofbeldis og ofstækismönnum. -------x------- <“Áttavizka,, Um gjörvalla Ameríku og víða um heim, eru Bandaríkjamenn með aug- lýsingadugnaði sínum búnir að koma því inn í meðvitund vora, fáfróðra alþýðu- manna, að allt sé “mest í heimi” í Amer- íku, það er að segja í Bandaríkjunum. Þetta glamur klingir svo þrálátlega í eyr um manna, að jafnvel þeir, sem fróðari eru, þurfa stundum dálitla stund, og tölu vert af nýrri fræðslu til þess að átta sig til betri vitundar í þessu efni, að til séu stórkostlegri mannaverk, — án þess lit- ið sé á sanngildi þeirra — annarsstaðar um heim, þótt minni bægslagangur sé um það. Ágætur áttaviti að slíku sjónarmiði, er grein eftir Mr. Herbert N. Casson, er birtist nýlega í blaðinu “Financial Post,”- er gefið er út í Toronto. Er hún kafli úr fréttabréfum frá Lundúnum, og dreg- ur athygli lesenda að hinum “Níu Furðu- verkum’’ brezks viðskiftalífs. En þau telur hann þessi: 1) Midland bankinn. Stærsti banki í veroldinni. Stórbankamir í New York þola engan samanburð við hann. Geymslufé hans er yfir 2,000,000,000 pund sterling ($9,720,000,000). Eignir hans, einsdæmi í bankaviðskiftum, nema 2,200,- 000,000 sterlingspundum, ($10,692,000,- 000). Hann er ekki einungis talinn stærsti banki á Bretlandi, heldur einnig framsæknari í viðskiftum en nokkur ann- ar. 1 Þessi stórhanki er þó ekki aftaka miklu stærri, en nokkrir aðrir enskir bankar. Fjórir aðrir eru því nær jafn stórir — Lloyd, Barclay, Westminster og Natinal Provincial bankarnir. Þetta eru “hinir miklu fimm’’ bankar á Stór- bretlandi. Þeir eiga enga sína líka. Samanlagðar eigur þeirra nema 9,000, 000,000 sterlingspundum, ($43,740,000.- 000). Hverjir fimm bankar í Banda- ríkjunum, eða hverjir tíu jafnvel, þola samanburð við þá? 2) Kauphöllin í Lundúnum. Kaup- höll þessi er einstæð, ekki einungis fyrir vlðshiftamagn sitt, Heldur einnig f'yrir þá staðreynd, að hún er alþjóðleg. Kauphöllin í New York hefir um 1100 mismunandi verðbréf á viðskifta- skrá sinni. Kauphöllin í Lundúnum hefir yfir 4000. Hún telur fjórum sinn- um fleiri meðlimi en kauphöllin í New York. í viðskiftum hennar gætir lítið brallhækkunar, en það þykja engin býsn þótt hún selji 3,000,000 verðbréf á dag. Hún er hinn mikli alþjóðamarkaður ábyggilegusta verðbréfa allra siðaðra þjóða. Henni er vel stjórnað. Hún lætur ætíð að stjórn. Hún er ekki í and stöðu við bankana Þess vegna er hún og mun verða miðstöð peningaviðskifta alls heimsins. Hún er fyrst og fremst til fyrir verð- bréfaeigendur, en ekki fyrir klíkur ‘‘bola’’ og ‘‘bjama’’. Áhættuviðskifti eiga sér þar auðvitað stað, en hún verður aldrei leiksoppur viðskiftabrallara, eins og svo margar aðrar verðbréfakauphallir verða. Þar ríkir ávallt sú viðskiftafesta, að við- skiftaskelfing (panic) og ofsalegar verð- breytingar ná sér sjaldan niðri. Hún er, með öðrum orðum ábyggilegasta og bezt rekna kauphöllin í veröldinni. — Lloyd’s. Þessi víðfræga sæ-miðl- arastofa er líka einstæð. Hún á ekkert því líkt sinn líka í nokkru öðm landi. Sem skipulagt félag á hún aldur sinn að rekja til ársins 1771, en sem miðlarasam- band til 1689. Hún hefir staðist alla storma í átta ættliði og aldrei látið á sjá. Lloyd’s er félagsskapur hér um bil 1200 manna. Sem einstaklingar eru þeir vátryggingarmenn; sanxeinaðir em þeir Lloyd’s. Varasjóður þeirra nem- ur meira en $30,000,000. Þeir hafa tryggt siglingar. Ef þú spyrð hvers vegna Britannia sé einvöld á bárunni. (Britannia rules th^waves) þá er svarið: “Lloyd’s.” 4) Daily Mail. Þetta morgunblað selur 2,000,000 eintök á dag. Þetta er langmesta útbreiðsla, er nokkurt blað í veröldinni hefir náð. Það selur því nær þrefalt fleiri eintök en Evening Journal í New York, er kveðst hafa flesta kaup- endur allra amerískra blaða. Hin mikla nýbygging Daily Mail er eitt af furðuverkum veraldarinnar. Hvergi annarsstaðar eru eins margar prentvélar. Sem augiýsingablað er Daily Mail líka á undan öllum öðrum blöðum í veröldinni. Framsíðan kost- ar $7,000 á dag, og er oft seld sex mán- uðum fyrirfram. 5) Skiftistöð Midland járnbrautar- innar. Eins og allir vita hafa brezkar járnbrautir komist næst fullkomnun. í engu öðru landi fara lestir 300 mílur við- stöðulaust. Og í engu öðru landi eru járnbrautarslys jafn fátíð. Öllum Midland jámbrautun- um er stjómað frá einni stofu í Derby Engin lest hreyfir sig án skipunar frá þeirri stofu. Þetta hefir framkvæmdarmagn komist hæst í sögu allrar jám- brautarstarfsemi, og er ein- i göngu verk enskra sérfræðinga. 6) Skipasmiðjuilnar. Þrjár mestu skipasmiðjur veraldarinn ar eru á brezku eyjunum — í ' Glasgow, Newcastle og Belfast. Að undantekinni einni skipa- smíðastöð á Þýzkalandi, getur engin skipasmíðastöð í víðri veröld jafnast við þessar þrjár stórsmiðjur á Bretlandi. | Stærsta ameríska skipasmíða- : stöðin er barnaleikfang eitt, I samanborið við þessar. 7) Carreras verksmiðjan.* Væru verðlaun veitt fullkomn- 'ustu verksmiðju í veröldinni, þá færu þau ekki til Ameríku. Þau myndi Carreras verksmiðjan nýja í Lundúnum hljóta. Þesi verksmiðja er iðnræn eftirlíking af musteri Bubastis, einni gyðju Forn-Egypta. Hún skapar sér loftslag sjálf. Vélar hennar eru svo sjálfreknar, að þar gefur hver verkamaður fél aginu $2,000 í hreinan ágóða á ári hverju. Þar eru skapaðar nýjar -meginreglur um þægindi og heilsusemi verkamanna. — 8) Cadbury verksmiðjan. Þrát fyrir allar endurbætur, sem gerðar hafa verið til þess að milda mönnum iðnrekstur, er þessi gamla verksmiðja enn í fararbroddi. Þetta er eina verksmiðjan, sem ég þekki til, sem stjórnað er af heila-mætti og hjarta- megni allra starfsmanna. Það er eina verksmiðjan, er fengið hefir 35,000 tillögur um endur- bætur frá verkamönnum sín- um. Hún hefir verið svo að segja stjálfsstjórnandi í meira en tuttugu ár. Vilji menn sjá iðnrekstur í fullkomnum blóma, þá verða menn að gera sér ferð til Cadbury. 9) NeSanjarðarstöðin við Picscadilly. Þetta er nýjasta viðundur Lundúnaborgar. Hún var opnuð í desembermánuði síðastliðnum (10. desember 1928). Hún á engan sinn líka í nokkm öðru landi. Frá henni ganga tvær neðan jarðarbrautir, er 1,500 lestir fara <um á dag. Dýpri neðan- jarðarbrautin er 140 fetum fyr- ir neðan yfirborð jarðar. Þessi stöð hefir ellefu renni- stiga. Þar er stórkostleg far- sölustöð og meðfram veggjun- um sýnishorn nýjustu tízku. Þar fara um 50,000,000 manna á ári. Þetta er undraland neð anjarðar, svo djúpt, að þar gæti staðið hæsta standmynd í Lund únaborg — minnisvarði Nelsn á Trafalgar Square.” --------x--------- Frumherjar (Frah.j. JÓN THORODDSEN Hver var bókakostur Islendinga fyrir 70 til 80 árum? Æfagömul biblía en í ágætu standi, enda lítiö lesin víðast. Þó voru einstöku menn geysilega bibliufróðir á þeim árum. Öll heimili áttu sér að minnsta kosti eina húspostillu og tvær til þrjár aörar guðsoröabækur. I þeim var lesið alla sunnudaga og á hverri vetrar-kveldvöku, en ekkert af því tpldi í almenningi, nema Passíusálm- arnir og Prédikanir Vidalíns. Á flestum bæjum var til eitthvert slitur af Islendingasögum en þær fyrntust fljótt, enda oftast lánaðar bæ frá *Mun vera tóbaksverksmiðja Carreras félagsins brezka. — Ritstj. r dodds rm KIDNEY| / PILLS ‘Ms Jlj'ww# ^ALkidneJíA^ ! iöííisMSÍÍÍÉ? öfí I fullan aldarfjórðung hafs Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndiu pxeðujl, vilð bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mlörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær em til sölu í öllum lyfabúð nm á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðiö þangað. <bæ. Æsandi ástaræfintýri, í suð- rænum riddarasögum juku jómfrúr- gleði gjafvaxta-meyja, en körlunurrs þótti helzt kraftur í rímunum. Þetta var nú andleg fæða Islend- inga um það leyti sem Jón Thorodd- sen ritaði Pilt og Stúlku. Hann byrjaði gamall að semja sögur, enda skrifaði hann aðeins tvær; hina fyrnefndu og Mantt og Konu. Bækur hans náðu undireins feikna vinsældum, enda áttu þær það fylli— lega skilið. Maður og Kona er, aij mínu viti, jafnbezta skáldsagan, sem ennþá hefir verið skrifuð á Islenzkt* máli. Það ber margt til þess Sög- ur hans eru skemtilegar, hressandi, fjörgandi. Maður getur lesið þær ár eftir ár sér til unaðs-bótar. Slíkt verður naumast sagt um margar fleiri frónskar bækur. Mál hans er blátt áfram, lipurt og létt. Þar eru engin sýnileg áreynzlu-átök, heldur því líkast sem góður sögumaður segí frá æfintýrum í íslenzkri sveitarbað- stofu. Það var mjúkur kliður í málfæri hans, enda var hann ljóð- skáld gott. Og sögurnar voru um óbrotið, gamaldagslega íslenzlrt sveitafólk. Allir skildu og þekktu þeirra mann- lífsmyndir — en þó voru þær eins og reyndar allur raunverulegur skáld skapur — jafnframt ný opinberun á innra eðli þess lífs, sem við höfum áður séð aðeins að utanverðu. Því skáldskapurinn gefur fólki nokkurs- konar gagnsæis glerauga, sem leyfa okkur að horfa beint inn í hugar- heima mannanna og sjá sjálfar hjartahreyfingar þjóðfélagsins. Lífs- reynsla kotbúanna ' í íslenzku fjall- dala fásinnunni virðist máske lálegt skáldskaparefni, en slær slagæð lífs- ins ekki einnig þar'? Búa ekki þess- ir afdala-bændur við þau örlög ogj ástríður, sem allstaðar annarsstaðar spinna ívafið í æfivefinn. Á ekki kotungurinn og konungurinn sama sir.nið og skinnið, þó eitthvað kunni að vera öðruvísi að því hlúð. Geyma ekki íslenzku kotin, sem útlendar hallir, ást og öfund, ágirnd og fórn- fýsi, göfuga trú og skinhelgi; og í skemstu máli allt, sem færir heimin- um blessun eða bölvun. En einhver munur er þó á okkur mörlönduin og miðjarðarhafsbúum, Jú, í því hvernig við látum í ljósi tilfinningarnar. Jón reyndi aldrei, eins og sumir íslenzkir nútíðarhöf- undar, að gera frónska fjármenn a5 suðrænum rómanariddurum. Sögu- persónur hans höguðu sér eins og búast mátti við um íslenzkt sveifa- fólk. Það gekk ekki grenjandi út á s'ræti, þótt eitthvað bæri út af. Menn grétu ekki af eintómum “amors’r Ikhtölum. Karlmenn kvöldust ekkí af jóðsótt og kvennfólkið tærðist ekki af sefasýki. Sögur Jóns voru frem ur sveitarsögur en einstaklinga. Þar er enginn undrafantur og en'ginn yf- irburða maður heldur. Aðal per- sónurnar eru fremur aðgerða litlar og annara athafnir og atvik lífsins skapa framtið þeirra fremur en þeirra (

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.