Heimskringla - 13.02.1929, Blaðsíða 7

Heimskringla - 13.02.1929, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 13. FEBR., 1929 HE1MSKRIN6LA 7. BLAÐSlÐA Siðferðiskenning.. (Frh. frá 3. bls.) en sá, sem ekki trúir, mun fyrirdæmd ur verða” (Markús. xvi, 16). Viö það skal kannast, að kaflinn sem þetta vers er í, er að öllum líkindum miðalda innskot; en þar sem kúkjan hefir viðtekið hann sem innblásið guðsorð, þá á hún engan rétt til að koma sér undan ábyrgð á þeim grund velli. “Sá sem trúir á hann (son- inn), dæmist ekki; sá sem ekki trúir, er þegar dæmdur, því að hann hefir ekki trúað á guðssoninn eiúgetna” (Joh., iii, 18J. Þunigamiðja allra bréfa Páls er “frelsun fyrir trúna.” Og þess ber að gæta, að eina ritsmíð N. T., bréf Jakobs, sem minna gerir úr þessu atriði, er eitt af yngstu bréfunum, og var ekki viðurkennt af Lúter sem helgirit. — Trúin er svo einkar handhæg dyggð fyrir þá trú- gjörnu! Enda má sjá spor og merki þeirrar dyggðar í veraldarsög- unni, viðbjóðslegustu oig hryllilegustu sögunni, sem enn hefir verið í letur færð, og á kristnin, og þessi kenning, þar drjúgan þátt. Andinn í þeirri kenning var snemma að verki: “Eí nokkur boðar yður annað fagnaðar- erindi en það, sem þér hafið við- töLu veitt, þá sé hann bölvaður” (Gal., i, 9). Og síst er að efa, að oddur og egg hefðu verið feginsam- lega notuð til áherzlu af sumum hinum fyrstu kennifeðrum kristninn ar, ef þeir hefðu komið þeim við. | Má sjá þess glögg merki i siðara | bréfi Péturs, öðrum kap., hjá Júd- asi, og i opinberunarbókinni (ii, 14— 16, 20—23). * * * En önnur hlið N. T., sem ekki má ganga framhjá, og sem sýnir hve ó- samrýmanleg kenning þess er við eðli mannsins og það siðferðislögmál, sem honum er eiginlegt, er áherzla þess á meinlæti og sjálfsafneitun, i sérstaklega í kynferðismálum. Al- gert bann er lagt við hjónaskilnaði, oig endurgifting. Þó má finna hjá Matteusi (v, 32 og xix, 19,) vísi að miðlun á þessu forboði, sem er alls ekki að finna hjá þeim Markúsi og Lúkasi, að manninum sé áskilið leyfi til að uppræta kynferðisástríð- una með vönun, ef konunnar missir við, og þannig eru orð postulans út- lögð af Origenesi. Páll segir hik- laust í fyrra Korintubréfinu (vii), að manninum sé æskilegra að lifa án samfara við kvenmann, en af tvennu illu beri þó heldur að kjósa hjóna- band, ef hann geti ekki haldið skír- lífi. Meinlæti er og hrósað í opin- berunarbókinni (xiv, 4). Það heyrist einatt, að kristifidóm- urinn hafi bætt kjör konunnar frá þeirri niðurlægingu, er hún varð að þola undir grísk-rómverskri heiðni. En þetta hefir svo þráfaldlega verið afsannað, að engin þörf er að end- urtaka það hér. Meinlætið, sem sett er með fyrstu og hæstu dytggö- unum í N. T., hefir ekkert að gera við stöðu konunnar í mannfélaginu, annaö en sem bending um það, aö kónan var undirgefin manninum til svölunar girnda hans. Kristilegt kynferðismeinlæti átti rót sína að rekja til þess álits, að hið eðlilega kynferðissamneyti karla og kvenna væri í sjálfu sér syndsamlegt og væri aðeins aö nokkru leyti forsvaranlegt innati takmarka hjónabandsins, ef ekki væri um tvígiftingu að ræða. Álit höfunda N. T. á stöðu kven- mannsins í mannfélaginu er skírt fram sett, og niá finna, til dæmis, í fyrsta Korintubréfinu (xiv, 34—35J, í Efesusbréfinu (v, 22—23) ; og í bréfi Páls til Tímóteusar (ii, 9—15). Það verður ekki séð af þesum skrif- um Páls, að kjör konunnar hafi að nokkru leyti breytzt til batnaöar und ir kristilegri siðfræði, heldur miklu fremur hið gagnstæða. * * * Þá er a ðtaka til yfirvegunar kenn ing N. T. um endileg afdrif manns- sálarinnar, og þau meðöl sem kristn- in býður til sáluhjálpar. Vér höf- um þegar séð hvaða eðli og eigin- leikar hinum almáttuga og alsjáandi drottni eru gefnar, og afstöðu bans til mannsins — hverniig mildi hans og réttvísi skapar manninum kjörin, en krefst svo af honum þess endur- gjalds, sem honum hefir til þessa dags reynst ofraun að skila. I þeirri upplausn heimsins sem höfund ar N. T. trúðu svo innilega, að stæði fyrir dyrum, er það auðsjáanlegt, að fjöldinn átti að “fara illa.” “Vítt er hliðið og breiður vegurinn, er liggur til glötunarinnar, og margir DIXON MINING C0. LTD. CAPITAL $2,000,000 SHARES Stofnntt sanikvn nit SambandNlUKnm Kannda NO PAR VALIE Félagið hefir í Fjárhirzlu sinni 800,000 hlutabréf FJELAGIÐ HEFIR EKKI MEIRA A BOÐSTOL- UM EN 100,000 HLUTABRJEF At 50 G Per Share Seld án umbotSslauna og koNtnnftnrlnust FJEÐ NOTAÐ TIL FREKARA STARFS í FJELAGSÞÁGU Gerist þátt- takendur Nú í þessu auðuga námu fyrirtæki, með óendanlega mögu- leika, þar sem centin geta á stuttum tíma orðið að dollurum. TWELVE GROPS OF CLAIMS Dixie Spildurnar Útbúna*Öur bæt5i nægur og gó$- ur Af þv sem numitS hefir veritJ sézt, at5 Kvars æt5 eip, sem á mörgum stö'ðum hefir veritJ höggvin og rannsökutJ, 3000 fet á lengd, hefir sýnt hve ögrynni af málmi þarna er, svo sem gulli, silfri, blýi og eyr, sumstatJar yfir 11 fet á breidd. Waverly Spildurnar tJtbúnat5ur nægur og gót5ur. Dessi spilduflokkur hefir sul- phide-æt5, nokkur þúsund fet á lengd, sem gnægt5 aut5s í gulli, silfri og eyr má vinna úr. Kinnig hefir þarna verit5 upp- götvu^ þýt5ingarmikii æt5, sem úr horni af 8000 feta löngu og 4 feta breit5u, var tekit5 $54. virt5i af gulli, silfri, blýi og eyr. Hinar Spildurnar Radiore mælingar og kannanir sýna miklar líkur til at5 aut5- ur sé mikill á þessum svæíi- um. EIGNIR Nærri 5,000 ekrur af náma landi, valiti af sérfrætSingum í því efni, allt mjög nærri járn- braut í nánd vit5 Flin Flon og Flin Flon járnbrautina. Machinery Equipment 2 Small Diamond Drills, 1 Large Drill, 1 Complete Compressor, Outfit with hoist, Ore Bucket, Ore Wagion and Miniature Rails, 2 Complete Blacksmith Outfits, 1 Complete Ass aying Outfit, 2 Large Motor Boats, 1 Barge, 2 Canoes with Outboard Engines, Horses, Caterpill ar Snowmobile and all necessary small tools and equipment, also 3 Complete Camps. 100,000 hlutir er allt sem Selt verður í þetta sinn LesitS þetta aftur og íhugið og þér muniti sann færast um atS nú er tíminn til atS kaupa. PÖNTUNUM Á 50c HLUTINN—Verður v eitt móttaka á skrifstofu félagsins DIX0N MINING C0. LTD. Or at Our Agents, Messrs. 408 PARIS BUILDING tVlNNIPEG WOOD DUDLEY and HILLIARD, LTD, 305 McArthur Bldg., Winnipeg, Man. MACDONALD’S HneCUt Bezta tóbak fyrir þá «*m búa til aína elgin vindlinga eru þeir, sem ganga inn um það hlið; því að þröngt e> hliðið og mjór vegurinn, er liggur til lifsins, og fáir eru þeir, seip finna hann.” Matt., vii, 13—’4.J Ekki er heldur því að fagna, að iörun sé syndaranum æfin- lega opin leið til sáluhjálpar. Guð- last er ófyrirgefanlegt. (Matt., xii, 31—32.). Og höfundur Hebrea- bréfsins segirhiklaust, að hvaða vis- vitandi synd, sem framin er eftir skírn til kristni, verði ekki fyrirgef- in x,' 26—31). Þessi afstaða er ekki almennt viðtekin meðal kristi- legra kennimanna, þó ekki verði séð, hvernig þeir geti sniðskorið orð textans. En hvað sem um það er, verða “marigir kallaðir en fáir út- valdir.’’ (Matt., xxii, 14.). Afdrif þeirra, sem ekki eru “kall- aðir” eru á ótvíræðu máli framsett í guðspjöllunum, bréfunum og opin- berunarbókinni. Þeir fara i “eilífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og englum hans...... til eilífrar refs- ingar.” (Matt., xxv, 41—46.). Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun” (2 Þess., i, 9J. Nú upp á síökastiö hafa guðfræðingar að- hyllst þá stefnu, að orðið, sem tájkn- ar “eilífð” í gríska textanum, þýði ekki endilega “alla eilifð;” en þeg- ar þess er gætt, að sama hugtakið i frum-textanum táknar eilífð þeirrt^ hólpnu ag þeira glötuöu, sézt að þessi skýring er út í hött. Guð- spjöllin flytja eins skýra kenning um eilífar kvalir eins og um nokkurt annað trúaratriði. Þó skal við það kannast, að hvergi r.ema í opinberunarbókinni kennir hlökkunar yfir útreið hinna glötuðu, sem innifelur allan fjöldann. Kaflar úr opinberunarbókinni verða naum- ast lesnir svo, að lesarinn ekki finni til drýginda hjá spámanninum yfir þeirri hörmung sem bíður þorrans. "Allar kynkvíslir jarðarinnar munu veina.” Allir, hátt og lágt, munu kalla til fjallanna að fela þá frá reiði lambsins; þeir munu þrá dauða sinn, en hann ekki veitast þeim; og allir þeir, er háfi tilbeöiö “dýrið” (hverra nöfn eru ekki í “lífsins bók”J, munu kvaldir verða í eldi og brennisteini, i augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins. Oig reykurinn af kvölum þeirra stígur upp um aldir alda, og ■ eigi hafa þeir hvild dag og nótt.” (Opin., i, 7; vi, 15—17; xiv, 9—11). Svo bætir spámaðurinn við: Hér revnir á þolgæði hinna heilögu.” * * * Vissulega má færa sönnur að þeirri afstöðu, að hina fyrstu kristni beri að skoöa í Ijósi sögu þess tímabils, og að siðfræði N. T. sé eölileg, ef aödragandinn er tekin til greina. Frá sjónarhæð þesarar afstöðu sést að kristnin varö til sem trúarleg upp- reisn hinna niðurbældu, gegn þeirri menninig, er kreisti þá og kramdi. t þessu ljósi verður vonin og draurn- urinn um krossfestan og endurrisinn Messías, þess megnugan að, taka maklegar hefndir á yfirdrotnurum jarðarinnar, að eðlilegum og skýrum veruleik i hugum þeirra — þrælanna, sem þolað höfðu yfirgang þess veld- is, er krossfesti þá unnvörpum, ef út af bar. Þessi tilgáta um upptök kristninn- ar skýrir, og ver um leiö, þær hliðar hennar, sem ekki samrýmast heikl- inni á öðrum grundvelli. Hún er bein og opin leið öllum þeim, er sjá, eða vilja sjá, eðlilega undirrót og framrás viÖburðanna, án innskota frá upphæðum né annarsstaðar að. En hún er ekki opin leið þeim, sem sjá í söigunni bein afskifti guðs af mönnunum, á dögum Jesú frá Naz- aret, eða endrarriær. Hver sá, sem flytur mál kristninnar, sem hvort- tveggja opinberaðan og sögulegan sannleika, verður að forðast að skýra, eða færa málsbót fyrir, þeirri trú á grundvelli siðferðis- og velsæm- iskenningar Gyðinga og Rómverja á fyrstu öld hins nýja tíma. Honum ber að sýna, og færa sönnur fyrir, að hinar helgu bækur séu annað og meira en endurskin frá siðferöis- menning viss timabils. Þær eru annaðhvort guðsorð, eða ekki iguðs- orð; annaðhvort guðsorö eða manna Frá islandi. Réttritun Kennslumálaráöherann hefir nú um áramótin skipað þá Sigurð pró- fesor Nordal og Freystein kennara Gunnarsson í nefnd, til þess að at- huga og gera tillögur um laggilta rétt ritun í landinu. Eins og kunnugt er, rita íslendingar tungu sína nokk- uð mismunandi og ber þó eigi mikið á. milli. — Væri mjög^il bóta og þakkarvert, aö samræmt yrði, þar sem nú er óþarfur glundroði í þessu efni. —AJþýðublaðið. ----------x---------- • Samanburður. 5000 krónur hefir Islendingadags- nefnd Islands samþykkt að borga fyr ir þrjú kvæði sem ráðgert er að verði sungin og lesin á íslendinga- dagshátíðinni miklu 1930. Fimmtíu dollara hefir verið farið fram á aö borgað yrði í skáldalaun fyrir kvæði sungin eða lesin á Islendingadags- hátíð Nýja Islands tvö undanfarin ár. Það hefir aðeins verið brosað að hugmyndinni. “By gosh!” þeir hljóta að vera heim.skir þarna heima. —Ný-lsl. orð. Og ef N. T., með sínum á- kveðnu kröfum, sinni sáluhjálp, sinni heimtingu á meinlæti, sinni áherzlu á trú, og sinum hótunum ,um helvítis eld, er orð og opinberun guðs alls- herjar, þá ber kristnum kennimönn- um að segja svo hiklaust, og án þess að vitna til siðferðisástands á Egypta landi á dögum postulanna. En ef það er mannanna verk, því þá ekki að kannast við, aö svo sé? I PALMASAFNIÐ Hringhcndur Vorzúsiir (gamlar) Syngur hátt í hamragátt hauðrið grátt á bólar. Sunnanáttar andardrátt örvar máttur sólar. Ejöll og hæðir fossaniö fegra kvæðaþáttinn. Nýjar glæðast vonir við vorsins æðasláttinn. Friður á jörðu Allra landa móðurmál meta standa á skálum; friöar andar alheims sál úrlausn vandamálum. M orgunn Fela hólar heimsins tjald hverfa njóludraumar. Morgunnsólin fjallafald Fáfnisl)óli saumar. —L. F. -G. S.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.