Heimskringla - 13.02.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 13.02.1929, Blaðsíða 6
6. HLAÐSlÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 13. FEBR., 1929 ; EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Tíminn getur ekki samstundis þurkað burtu merkin, þar sem lærdómsmaður hefir dvalið. Herbergið var rétthyrnt, í meðallagi stórt, með hvítþvegna veggi, og var lítið þar um húsgögn.' Ryk og kongulóavefir láu yfir öllu. Á eikarborðinu var dálítið ílát, sem notað hafði verið undir blek, en blekið var fyrir löngu síðan þornað upp. í einu horninu lá brúsi, sem vín hefir ef til vill eitt sinn glitrað í, en nú var hann oltinn um koll. Á hillu í einu veggjaskotinu láu nokkurar bækur og hjá þeim óbundin hand- rit. En stormur hafði því miður eitt sinn brotið litla gluggann og herbergið hafði verið opið fyrir sól og regn, skriðkvikindi og fugla, frá því að Vincent lézt. Dúfnahópur hafði kom- ist inn og sezt að í næði innan um bókmennt- irnar. Þær höfðu byggt heimili sín á pistlum Sankti Páls og Galliska Ófriði Júlíusar Cæsar, og nú horfðu þær undrandi á innrásina. mæðist í mörgu.’’ Beint á móti dyrunum var ritað á vegg- inn með svartkrít: ‘‘Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mwðist í mörgu.’’ Ekkehard las orðin og snéri sér síðan að kinni fögru fylgdarmær sinni og mælti: “Eru þetta síðustu orð og afleiðsluskrá kapiláns- ins?’’ Praxedis hló hátt og hjartanlega. Meistari Vincent var hæglátt prúðmenni. Friðurinn er betri en silfurgáfur! var máltæk- ið hans. En hertogafrúin ónáðaði hann með margvíslegúm spurningum. Einn daginn voru það stjörnurnar á himnum, annan daginn læknisgrös og lyf, og þann næsta heilög ritn- ing og erfðakenningar kirkjunnar. “Að hvaða gagni kemur þér allt nám þitt, ef þú getur engu svarað mér?’’ spurði hún gremjulega, og meistari Vincent hafði erfiða aðstöðu. Hún brá fingrinum gletnislega upp að enni sér. “Inni í miðri Asíu, var hann vanur að svara, “er steinn úr svörtum marmara: sá, sem tekur hann upp, veit allt og þarf ekki að spyrja fleiri spurninga. Meistari Vincent kom frá Bavaríu. Hann hefir líklegast rit- -að þennan ritningartexta sjálfum sér til hug- arhægðar.’’ ‘‘Spyr hertogafrúin svo margra spurn- inga?” sagði Ekkehard, eins og hann væri annars huga. “Þú munt sjálfur f áað komast að raun- um það” svaraði Praxedis. Ekkehard íeit á bækurnar, sem á hillunni lágu. “Mér þykir fyrir því með dúfurnar, en þær verða að fara,’’ mælti hann. “Hvers vegna?’’ “Þær hafa eyðilagt alla fyrstu bókina um Galliska Ófriðinn o gBréfið til Korintumanna er mjög skemt.’’ “Er það mikill skaði?" spurði Praxedis. “Já, sannarlega mjög mikill!’’ ‘‘Ó, þið veslings, slæmu dúfur,” hrópaði gríska stúlkan í gamni. ‘‘Komið hingað til mín, áður en hinn guðhræddi maður rekur ykkur út meðal hauka og fálka;’’ og hún reyndi að laða dúfurnar, sem sátu kyrrar í hreiðrum sínum innan um bækurnar, að sér með tæpitungu. Þær hirtu ekkert um kjass hennar, og fleygði hún þá ullarhnoðra á borð- ið, en karldúfan, sem hélt að hér væri ný félagsmær komin í hópinn, flaug tafarlaust á vettvang. Hann vappaði tigulega að gest- inum, hneigði sig djúpt og heilsaði ullarhnoðr anum með mjúklegu kvaki. Praxedis lyfti upp hnoðranum, dúfan flaug upp og settist á höfuð hennar, en hún tók að raula grískt lag fyrir munni sér. Það var gamla kvæðið eftir söngvarann frá Teos, sem alltaf verður ung- ur — “Ó, herm mér, litla hvíta dúfa, hvaðan ber þig vængur til mín?” \ Ekkehard hlustaði forviða á og leit nærri Þræddur á mærina upp úr Ritskránni, sem hann hafði verið að rýna í. Ef til vill hefði hann horft lengur á grísku stúlkuna, ef augu hans hefðu verið betur tamin til þess að taka eftir eðlilegum yndisþokka og fegurð. Dúfan hafði vappað ofan á lófa hennar og hún hélt uppi hendinni með fuglinum. Landi hennar gamli, sem hafði höggvið Venus, frá Knidos úr klöpp af Parianmarmara, hefði lengi minst þessar myndar ef hann hefði átt kost á að sjá hana. “Hvað ertu að syngja?” hrópaði Ekke- hard. “Mér fanst það vera erlend tunga.” “Og hvers vegna má hún ekki vera er- lend?” ‘‘Gríska?’’ “Og hvers vegna skyldi ég ekki syngja grísku?’’ spurði Praxedis stutt í spuna. “En í nafni gígju Hómers, hvar í ósköpun um lærðir þú það tungumál? Þetta ‘ er igSns ,/nuunuiiQæaj uanu n;sæq Ékkehard og var mikið niðri fyrir. ‘‘Heima hjá mér,” sagði Praxedis hin ró- legasta og lét dúfuna fljúga burt aftur. Ekkehard leit aftur á stúlkuna, og í þetta sinn með þeim lotningarsvip, að nálgaðist feimni. Hann hafði naumast gert sér grein fyrir því, er hann var að nema Plató og Ar- istóteles, að nokkur talaði enn þessa tungu. Honum skildist, eins og það væri fyrir opin- berun, að fyrir framan hann stæði líkamleg táknmynd þess, sem ávalt yrði honum fjar- lægt og framandi, þrátt fyrir allan hans lær- dóm í andlegum og veraldlegum efnum. ‘‘Eg hélt ég ætti að koma til Hohentwiel sem kennari,” (sagði hann hálf raunamæddur, “en finn í þess stað meistara minn hér. Viltu sýna mér það lítillæti að fleygja einstöku sinn um molum móðuríungu þinnar fyrir mig?” “Ef þú rekur dúfurnar ekki í burtu,” sagði Praxedis. ‘‘Það er auðvelt fyrir þig að setja grind fyrir framan skotið svo þær flögri ekki um yfir höfðinu á þér.” “1 nafni hreinnar grísku,” sagði Ekke- hard og ætlaði að halda áfram, en hurðin á herberginu lauk þá upp og skörp rödd frú Heiðveigar barst að eyrum þeirra. “Hvað er allt þetta mas um dúfur og hreina grísku?” spurði hún. "Þarf svona langan tíma til þess að athuga fjóra bera veggi? Jæja, Ekkehard meistari, fellur þetta bæli í smekk þinn?” Ekkehard hneigði sig til samþykkis. ‘‘Þá skal það hreinsað og í lag komið,” hélt hertogafrúin áfram. “Þú sérð um það Praxedis, og umfram allt að losna við dúfurn- ar.” ' Ekkehard reyndi að tala máli fuglanna. “Jæja, sagði Heiðveig, hertogafrú. ‘‘Þú biöur um að vera einn og ætlar að kjasSa dúf- ur? Kærir þú þig líka um að gígja sé hengd á veggin og rósarblöðum stráð í vín þitt. Vér skulum ekki reka fuglana í burtu, en þeir skulu verða steiktir, eigi síðar en í kveld, og bornir inn til kveldverðar.” Praxedis virtist ekki veita neinu af þeim athygli. ‘‘Og hvað var þetta um hreina grísku?” hélt hertogafrúin áfram. Ekkehard skýrði frúnni frá því með mik- illi stillingu, hvers hann hefði beiðst af hendi Praxedis, og það var sem sígi brúnin aftur á Heiðveigu við þau orð. “Sértu svona þyrstur í þekkingu, þá get- ur þú komið til mín,” sagði hún; “því ég kann einnig þessa tungu.” Ekkeítard svaraði engu, því það var ein- hver sú þykkja í röddinni, sem girti fyrir frek- ari svör. Hertogafrúin gekk rösklega að öllu, sem hún gerði. Hún hafði ritað upp, jafnskjóft og Ekkehard kom, áætlun fyrir latínunámið, og átti samkvæmt henni að verja einni stund á dag fyrir nauðsynlega málfræði og annari til þess að lesa Virgil. Ekkehard hlakkaði mikið til þessar síðari stundar. Hann var staðráðinn í því að beita öllum hæfileikum sínum við verkið, og gera allt sem léttast fyrir hertogafrúna með þekkingu sinni og lærdómi. “Það er sannarlega ekki ónytsamt verk, sem gömlu skáldin hafa leyst af hendi,” mælti hann. “Hvílíkt erfiði væri ekki að nema tungumál, ef vér hefðum ekkert nema orðabók yfir það — eins og korn í sekk, sem vér yrðum fyrst að mala í mél og síðan baka í brauð. En skáldið setur hvert orð á sinn stað. Fagrar hugsanir eru búnar í samstætt mál, og nú drekkum vér það, sem annars hefði getað brotið í oss tennumar, úr hendi skálds- ins sem væri það hunangsdögg — og er það indæll drykkur.” Ekkehard þekkti enga leið til þess að milda beiskju málfræðinnar. Hann skrifaði æfingar á bókfell fyrir hertogafrúna á hverj- um degi. Hún var námfús, og hún stóð við bogagluggann við fyrstu dagsbirtu á hverjum morgni og las verkefni sitt, fyrst lágt en síð- ar hærra. Einu sinni heyrði jafnvel Ekke- hard í turnklefanum er hún þuldi amo, amas, amat. Veslings Praxedis átti auma æfi, því að hertogafrúin lét hana læra með sér málfræö- ina, til þess að örfa sjálfa sig, og grísku stúlk- unni fanst það óbærilega þreytandi. Frú Heiðveig hafði mikla skemtun af að leiðrétta þernuna, þótt hún væri ekki nema byrjandi sjálf, en þótti aldrei meira gaman, en þegar Praxedis viltist á nafnorði fyrir lýsingarorð, eða beygði óreglulega sögn reglulega. Hertogafrúin fór á kveldin til herbergis Ekkehards, sem þegar hafði beðið í klukku- stund reiðubúinn með Virgil. Praxedis var í fylgd með henni, og með því að orðabók fanst ekki meðal bóka þeirra, er meistari Vincentius hafði eftir sig látið, þá var henni falið að rita hana, því að hún hafði lært ritlistina í æsku, en hertogafrúin var í því efni miklu ver aö sér en þerna hennar. ‘‘Hvaða gagn er að prestum og munk- um,” sagði hún, “ef allir verða að nema það, sem viðkemur köllun þeirra? Látið járn- smiðinn standa vð steðja sinn, hermanninn halda á sverði sínu, og ritarann á penna sínum, og engan rugling verða á lífsstörfum manna.” Þrátt fyrir þetta hafði hún æft sig í að rita nafn sitt meö upphafsstöfum, undnum saman samkvæmt reglum listarinnar, svo að liún gæti sett nafn sitt, engu síður en innsigli, undir öll skjöl um ríkisstjórn. f v Praxedis skar bókfell í smáar ræmur; hún dró tvö stryk á liverja ræmu, þannig, að hún var þrískift. Þegar Ekkehard hafði les- ið kafla sinn, ritaði hún sérhvert latneskt orð í einn dálkinn, þýzka þýðingu í annan, og gríska í þann þriðja. Þetta síðasta var gert samkvæmt fyrirmælum hertogafrúarinnar, til þess að láta honum skiljast, að þær hefðu þó getað aflað sér nokkurrar þekkingar, án hans aðstoðar. Á þennan hátt hófst námið. Dyrnar að herbergi Ekkehards sem snéru út í göngin, liöfðu verið skildar eftir opnar, og Ekkehard gekk fram til þess að loka þeim. En hertogafrúin varnaði því og mælti: “Þekk- ir þú enn ekki heiminn?” Ekkehard skildi ekki við hvað hún átti. Hann hóf nú að lesa fyrstu bók sögu- kvæðis Virgils. Þær sáu Æneas frá Tróju- borg fyrir sér, er þær er þær hlýddu á söguna um ferðalög hans í sjö ár um Tyrianhafið, og heyrði um þá frábæru örðugleika, er hann hafði ratað í, til þess að geta orðið forfaðir rómversku þjóðarinnar. Þá heyrðu þær um ofsa Júnóar, um það er hún fór til Æolusar og bað hann um að gera bón sína, og lofaði drottni Vinds og Veðra hinni fegurstu vatna- dís, ef hann vildi kaffæra skip Trójuborgar- manna. Þrumurnar dunuðu, stormurinn æddi, skipin voru mölbrotin, og um freyðandi sæinn flutu vopn, herklæði og viður, og æðis- gangur aldnanna barst til eyrna Neptúnusi sjálfum lengst niðri í djúpunum, og hann sá hinn mikla glundroða, er hann reis upp á yíir- borðið. Hann rak vinda Æolusar með beisk- um orðum aftur til heimkynna sinna. og stilti hið æsta liaf, en skipin, sem eftir voru, náðu strönd Lybiu ..... Hingað var Ekehard kominn með lestur sinn og þýðingu. Rödd hans var magnmikil og hljómfögur og rómur hans bar merki þeirr- ar hrifningar, er kvæðið liafði vakið. Það var framorðið og ljósið blakti á lampanum. Heiðveig hertogafrú stóð upp til þess að fara. “Hvernig geðjast göfugri frú minni að sögu hins heiðna skálds?” spurði Ekkehard. “Það skal ég segja þér á morgun,” svaraði hún. Hún hefði alveg eins getað látið uppi skoðun sína samstundis þama, því að lestur- inn hafði haft mjög mikil áhrif á hana. en hún vildi ekki gera það, til þess að særa hann ekki. "Eg óska að þig dreymi vel,” sagði hún og hélt leiðar sinnar. Ekkehard gekk upp stigann til svefnher bergis síns í turninum. Þar var allt komið í lag, og enginn vottur um dúfurnar eftir. Hann reyndi að koma þeirri stillingu á sig, að hann gæti sökkt sér niður í stigann, eins og siður hans hafði verið í klaustrinu, en lion- um var heitt yfir höfði. Hin göfuga mynd hertogafrúarinnar stóð fyrir hugskotssjónum hans, og þegar hann leit á hana, þá horfðu dökk augu Praxedis yfir axlir húsmóðurinnar. Hvernig átti allt þetta að enda. Hann gekk út að glugganum og svalt haustloftið lék um brá hans. Rjúpur, dökkur himin hvelfdist yfir þögula jörðina. Stjörnurnur tindruðu, sumar nærri og bjartar, aðrar fjærri og fölar. Aldrei hafði hann séð himininn eins tignarlegan áður. Hann stóð lengi við gluggann. Honum virtist sem stjörnurnar drægju hann upp á við, eins og hann væri að lyftast upp til þeirra á vængjum. Þetta var furðuleg, geigvænleg stund. Hann hvarf frá, gerði krossmark fyrir sér, lokaði glugg- anum og fór í rúmið. Hertogafrúin kom næsta dag, og Praxedis með henni, til þess að fá tilsögn í málfræð- inni. Hún hafði bætt við sig mörgum nýjum orðum og hneigingum, og kunni vel það, sem hún hafði sett sér fyrir, en það var, sem hún væri annars hugar. “Dreymdi þig nokkuð?” spurði liún kenh arann, þegar kennslunni var lokið. ‘‘Nei.” “Né í fyrrinótt?” T '‘Néi.” “Það var leitt! Þeir segja að það ræt- ist, sem mann dreymir fyrstu nóttina í nýj- um heimkynnum. En segðu mér,” hélt hún áfram eftir litla þögn, “ertu ekki annars mesti klaufabárður?” “Eg?” spurði Ekkehard hisa og agn- dofa. ‘ Þú ert einkar handgenginn skáldunum; hvers vegna bjóst þú þá ekki til fallegan draum og sagöir mér. Skáldskapur og draumar eru hvort öðru líkt, og mer hefði þótt gaman af því.” “Skiþi húsmóðir mín mér það, þá skal ég segja henni draum, næst er hún spyr mig,” svaraði Ekkehard, “og það enda þótt mig hafi ekkert dreymt.” En samtal á þessa lund var með öllu nýtt og Ekkehard óskiljanlegt. “Frú mín sagði mér ekki frá skoðun sinni á Virgli í gær,” mælti hann. “Jæja, hlustaðu þá á hana nú,” sagði Heiðveið hertogafrú. ‘‘Eg veit ekki nema ég hefði brent kvæðið og skipað skáldinu að halda sér samaa eilíflega, ef ég hefði verið drotning í löndum Rómverja.” Ekkehard starði á hana í þögulli undrun. “Mér er alvara með það sem ég er að segja,” hélt hún áfram. “Og langar þig til að vita vegna hvers. Vegna þess að hann talar illt um guði síns eigin lands. Eg hlust- at5i vandlega eftir ræðum Júnóar, meðan þú varst að lesa í gær. Hún, eiginkona hins mesta allra guða! Hún, sem varð móðguð af því að smali í Tróju taldi hana ekki feg- ursta allra kvenna! Og að hugsa sér, að hún skyldi sjálf ekki vera fær um að vekja storm, svo fáein skip gætu farist, en varð að múta Æolusi til þess að hjálpa sér, með því að lofa að gefa honum vatnadís! Og Neptunus er drottinn sjávarins, og þó geta ókunnir vind- ar vakið ofsaveður í ríki hans, veður, sem hann tekur ekki einu sinni eftir, fyr en allt er um garð gengið! Þetta er dálaglegt! Eg eegi þér sem hertogafrú.að ég myndi ekki kæra mig að halda á veldissprota í landi, sem lætur smána guði sína á þennan hátt.” Það var ekki annað sýnna, en að Ekke- hard ætti örðugt með að svara þessu. Hann hafði litið á öll handrit fornaldarmanna þeim augum, að ekki mætti við þeim hagga né fella á þau lítilsvirðingardóm. Honum nægði að lesa þau og skilja — og nú hlustaði hann á annan eins dóm! ‘‘Afsakaðu mig, göfuga frú,” sagði hann, “en við erum ekki enn komin mjög langt. Ef til vill fellur þér betur við mannfólkið í Æeasar- kviðunni. Og minstu þess einnig, að Ijós heimsins var þegar komið upp í Betlehem, um það leyti sem Ágústus keisari lét hefja mann- talið. Sagan segir að geisli af því liafi fall- ið á Virgil, og vera má að gömlu guðirnir hafi ekki lengur verið svo miklir í'augum hans.” Heiðveig hertogafrú hafði sagt það, sem henni hafði fyrst til hugar komið, en hún kærði sig ekkert um að halda uppi rökræðuni vlð kennara sinn. ‘‘Praxedis,” sagði liún í gamni, “hvað finst þér um þetta?” % “Máttur hugsunar minnar er ekki mik- ill,” svaraði gríska þernan. “Mér fanst allt svo eðlilegt, og féll það þess vegna vel í geð. en bezt féll mér þó þegar frú Júnó fékk einni dísinni sinni Æolus fyrir eiginmann. Raunar kann hann að hafa verið heldur gamall, en hann var allt um það konungur vindanna og það hefir verið farið vel með hana í húsi hans.” ‘‘Þá það,” sagði frú Heiðveig, og gaf henni merki um að þagna. “Vér vitum þá hverjar skoðanir þernur liafa á Virgil!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.