Heimskringla - 13.02.1929, Blaðsíða 8

Heimskringla - 13.02.1929, Blaðsíða 8
t. BLAÐSlÐA HBIUtKRINfitA WINNIPEG, 13. FEBR., 1929 Fjær og nær. MESSUR Séra Þorgeir 'Jónsson messar að Arborg næstkomandi sunnudag, 17. þ. m. kl. 2 e. m. MálfundafélaigiS heldur fund næsta sunnudag í Labor Hall, Agnes Str. kl. 2 e. m. Björn Magnússon flytur þar erindi um skógræktarmál Is- lands. Þaö er óskaS eftir aS sem flestir vildu sækja þenna fund, þar eS þetta er eitt af áhugamálum Is- lendinga. Öllum er heimilt aS taka þátt í umræSum á eftir. Hr. Sigurjón B. Johnson frá Fram nes P. O. Man. kom til bæjarins í gær. MeS honum kom uppeldis- systir hans Gíslína Gíslason er skor- in veröur upp viS hálseitlabólgu. R 0 s E THEATRE * Sargpnt and Arlington The West End« Theatre. Fineat THIJR—FRI—SAT., Thlii Week GEORGE O’BRIEV ESTELLE TAYLOR —IN— ‘Honor Bound’ —ALSO—- “WHY SAILORS GO WRONG,f* A BK* DöUBLE PROGRAM “YELLOW CAMEO” No. U M«n—Ttiex—Wed. Next Week SPECIAL ATTRACTCION Our D4NGING DAUGHTERS —WITH— JOAN CRAWFORD JOHN MACK BROWN COHEDY NEWS Rokið á Sargent Þaö er ólukkans þefur þarna á Sargent enn. Skafrenningurinn skefur skarniö framan í menn. —(Fundiö á Sargent). Thorsteinn Thorsteinsson frá Les- lie, Sask. og kona hans, fóru á miS- vikúdaginn var norður til Arborgar -aö heimsækja kunningja sína þar. Þau komu utan frá Westfold þar sem þau voru viö jaröarför Mrs. Stefaníu Jónsson, stjúpmóSur Önnu, konu Thorsteins. Þann 22. janúar 1929, lézt aS heim ili sínu aö Westfold, konan Stefanía Jónsson. Hún var á 81. aldursári. Syrgja hana auk eiginmanns henn- ar, Björns Jónssonar, tvö börn þeirra, Einar og Jónína, sem tekin eru viS búsforráöum foreldra sinna. Enn- fremur Mrs. Augusta Olson, dóttir Stefaníu af fyrra hjónabandi henn- ar. Fyrri maöur Stefaníu var Jón Torfason. Var hann tvígiftur og átti þrjú börn, sem enn eru á lífi: Torfa, Skúla og Önnu. Var Anna stjúpdóttir Stefaníu viö jarSar- förina ásamt manni sinum hr. Thor- steini Thorsteinssyni í Iæslie, Sask. Stefanía sál. var jarSsungin 27. jan. 1929 af séra G. Árnasyni. Stefán Jónsson frá Hallspn, Nt Dakota, kom til bæjarins utan frá Westfold, á þriöjudaginn i vikunni sem leiS. Hann var við jaröarför Mrs .Stefaníu Jónsson, konu Björns bróSur síns. • Býst Stefán viS aS halda vestur tiL Foam Lake Qg Les- lie að sjá systur sína Mrs. Jórunni Johnson, og tengdafólk sitt þar vestra. Pétur Bjarnason frá Hekla P. O., Man., leit inn á Heimskririglu síöast- liöinn mánudag. Hann hefir veriö í bænum undanfariö aö leita sér lækn- inga viS meiösli í hendi; hann er á batavegi en óvíst hvenær hann getur farið heim. IÐUNN KOMIN Síðasta hefti, 12. árg. (1928) og sendi ég það tafarlaust til allra út- sölumanna og kaupenda. Þessi árg. ISúnnar er yfir 400 bls. og er það SO.bls. meira en kaupendur áttu til- kall til. AuSvitaö er þaö fyrir vaxandi vinsældir ISunnar aS þessi stækkun varð möguleg, því tímarit, eins og hvert annaó fyrirtæki, á sitt lif og þroska undir vinsældum fjöld- ans. Og það er ekkert skrum eSa flapur þótt ég segi, aö ISunn er svo gott rit aS öllu samlögöu, ab hún ætti aö vera velkomin á hverju ein asta íslenzku heimili hér vestanhafs. VerS árgangsins er aöeins $1.80 sem Eorgist bara einhverntíma á árinu. • Sérstök kostaboö til nýrra kaupenda. Öllum bréfum svaraö tafarlaust. Magnús Peterson, 313 Horace Street, Norwood, Man.. Canada. Voru menn á undan Kristi frelsað- ir á sama hátt og nú á títnum, verS- ur umræöuefniö í kirkjunni, nr. 603 Alverstone stræti, sunnudaginn 17. febrúar kl. 7. síðdegis. Allir vel- komnir. VirSingarfyllst, Davíð Guðbrandsson. Siguröur VopnfjörS frá Framnes P. O., Man. fór í dag suöur til Bandarikjanna til þess að vitja veikr- ar systur sinnar Jónu VopnfjörS, sem heima á í grend viS Detroit. UmboSsmaSur Heimskringlu í Blaine er hr. Jónas Sturlaugsson. Tekur hann við starfi af hr. S. O. Eirtksson, sem Megna heilsubiluríar hefir beöiS, aS hafa sig afleystan því starfi. Eru kaupendur blaSsins vin samlega beðnir aS hafa þetta í huga. Studio Club ungfrú Freda Simon- son, efnir til hljómleika á þriöju heldur hljómleika að námsstofu henn ar, 411 Winnipeg Piano Bldg., föstu daginn 14. febrúar, kl. 8.30 síðdegis. KveldiS verður helgaö norrænum tónskáldum. Gestir klúbbsins verða Björgvin tónskáld Guðmundsson og söngkonan Rósa M. Hermannsson, með aöstoð ungfrú Þorbjargar Bjarna son. — Ungrú Edith Levin, piano- leikari. leikur Variations og Fugue, eftir Björgvin GuSmundsson. Studio Cltib ungfrú Freda Simon- son, efnir til hljómleika, á þriSju- daginn, síödegis, 19. febrúar, að Fort Garry gistihúsinu, og standa ýngri nemendur að hljómleikunum, sem verða heligaöir rússneskum tónskáld- um. Mrs. B. H. Olson, soprano, og séra R. Katsunoff, tenor aöstoða, með aðstoS Mrs. L. Hovey og Mrs. R. Katsuno£f. Ennfremur taka þátt í skemtiskránni Elsa Sikerbol, Sarah Levine, Ella Gagnon, Rita Harris, Betty Wolch, Helen Segal, Edith Levin og Bertram Pearl. Mrs. Ingibjörg Johnson frá Oak Point var í bænum yfir helgina í | heimsókn hjá skyldfólki og kunningj I um. WONDERLAND "EftirtektaverSasta myndin, af eftirtektaveröasta hluta einnar eftir- tektaverSustu bongar heimsins.” Þannig farast blööum orö um mynd ina “Four Walls,” sem nú er sýnd á .Wonderland. Borgin sem átt er viS er New York, og hvað þar fer fram "innan fjögra veggja,” verðá allir aS sjá. Ein sú töfrafegursta en jafnframt sú hráðhættulegasta og djöfullega ófyrirleitnasta kvenpersóna, sem heimurinn hefir þekkt, er Lapouk- hine, hin rússneska, sem næstu viku er sýnd á Wonderland. Myndin heitir “The Patriot’’ og Vera Veron- ina leikur aðal hlutverkið. Eftirfylgjandi meðlimir voru sett- ir í embætti í stúkunni “Heklu” af ' • umboSsmanni H. Skaftfeld 1. febrúar 1929: F. Æ. T. — S. Eycjal Æ. T. — G. P. Magnússon V. T. — H. B. Grímsson Rit. — S. Einarsson Á. R. — S. B. Benediktsson F. M. R. — B. M. Long Gj. K. — J. Th. Beck Kap. — S. Sigurdsson D. — V. Magnússon A. D. — S. Sigurdsson V. — O. Benediktsson Mr. H. B. Skaftason frá Glenboro, Man. var staddur í bænum í gær í viðskiftaerindum. Björgvin GuSmundsson biSur hlut- aöeigendur í Selkirk og Winnipeg aö leggja á minniö, aö sökum brott- ferðar og burtveru um helgina, verS- ur engin söngæfing haldin meS barnaflokkunum föstudaginn 15. febr. í Selkirk, laugardaginn 16. né mánu- daginn 18. febrúar, í Winnipeg. ^ftirfylgjandi meölimir voru sett- ir í embætti í stúkunni “Skuld” af umboðsmanni hennar, Gunnlaugi Jó- hannssyni: F. Æ. T. — Asbj. Eggertsson Æ. T. — Einar Harald V. T. — O. G. GuSmundsson Rit. — Helgi Jónsson A. R. Thor. Eyford Fjárm. Rit. — Sig. Oddleifsson G. _K. — Magnús Jónsson Kap. — Asdís Jóhannesson D. — Anna Eyford A. D. — Lillian Eyolfsson V. — Sig. Markússon U. V. — Sigurjón Björnsson ROSE “Our Dancing Daughters,” er nafn ið á myndinni sem sýnd verSur á Rose leikhúsinu fyrri hluta næstu viku. Er mynd sú ágæt skuggsjá mannlífsins í vissum myndum. Seinni hluta þessarar viku er myndin “Honor Bound’’ sýnd og leika George O’Brien og Estelle Tay- lor aSal verkefnin. Einnig “Why Sailors go Wrong,” sem er hinn skemtilegasti. -----—-------------—— ----<> Drewry’s Standard Lager, Am- erican Style Beer, Old Tavern Ale og Old Stock Ale, er hægt aö kaupa í öllum stærri vínbúSum stjórnarinnar í Winnipeg CASH AND CARRY 12 til 24 flöskur í hverjum pakka. ÚR BRJEFI Leslie, 'Sask., Jan. 30,' 1929 ...Nú er unniö af kappi miklu aS undirbúningi Þorrablóts hér aS Les- lie. Eftir öllum undirbúningi aS dæma, lítur út fyrir aö þetta veröi eitt meg þeim allra beztu Þorrablót- um sem hér hafa veriö haldin. Föll af hreinkynjuðum verSlauna- sauöum og þverhandar-þykkir mag- álar, reyktir af sérfræðing í þeirri grein, hanga hér í matbúri nefndar- innar. Einnig getur þar að líta rúllupylsur og speröla í al-íslenzku sniöi. Tvær sortir af bezta Gríms- eyjar harSfiski, sem hægt var að fá, er þegar komiö í búriS. Er önnur sortin fyrir hina eldri og vel-tenntu íslendinga; hin fyrir ynigra fólkiS. Fjölda margar sortir af íslenzku brauði, svo sem laufabrauö, pott- brauö, vöfflur o. fl. verSur á borðum hátíSiskveldiö. Þá þarf enginn að efast um að ekki verði nóg af skyri og rjóma til aS mýkja meö kverkarnar áöur en j gengiS veröur frá bdröum. Þá verSur prógramiö ekki síSur vandaS. Ræöur haldnar, rímur kveðnar, sögur sagðar, sungið og kvæSi flutt. Þá verSur einnig sýnt nýtt málverk málaS af ungum listamanni hér í byggSinni. Ræða verður haldin, sem skýrir söguleg atriði, sem gerst hafa á þeim stöðum, sem málverkiö sýnir.. . ÞorrablótiS verður haldiö föstudag inn 15. febr. Komiö og étið, drekk- ið, hlustið og skemtiS ykkur vel. —Lesliebúi —----------x----------- V Björgviin GuSmundsson tónskáld. óg ritstjóri þessa blaSs fara vestur í Vatnabyggðir, sem gestir á Þorrablót- ið í Leslie, er haldiS veröur á föstu- daginn 15. þ. m. “Ramona,” myndin sem á minna en sex mánuSum varð heimsfræg, verð- ur sýnd af John S. Thorsteinson á eftirfylgjandi stööum: ÁRBORG, febr. 19. RIVERTON, febr. 20. GIMLI, febr. 21. HNAUSA, febr. 22. Sagan .geristí Californíu um miðja 19. öld, eða um það leyti sem gulltekjan stóS þar sem hæst. Sagan meSal annars gengur út á kúgun Ind íána og ásts kynblendings stúlku til tveggja vina — annars Indíána en hins af hvítum ættum. Mrs. Thor- steinson syngur “Ramona” og mörg af gömlu góöu angurblíðu löigunum sem viS — hverfandi kynslóðin raul- uðum fyrir svona tuttugu til þrjátiu árum síðan — áður en “Jazz” og “Blackbottoms” tóku við stjórninni. Mr. Telmer spilar á piano. ASgang- ur 5c—50c—25c. xr» MiSvikudaginn 6. febrúar lézt, að heimili sínu í Seattle, Mrs. Kristrún ólafsdóttir Björnsson, kona Sveins Björnssonar Péturssonar prests, og alsystir Jóns heitins Ölafssonar skálds, en hálfsystir Páls Ölafssonar og þeirra systkina af fyrra hjónabandi séra Olafs IndriSasonar á Kolfreyju staS. VerSur hennar sennilega nánar getið hér í blaöinu síöar. Frá Laugaskóla (FYh. frá 1. bls. Allar skólastúlkur ganga í snotr- um kjólum meS sama sniði allar, og fer vel. Árný hefir gert sniðin aS kjólunum og upphugsað og tetkr.aS allt útflúrið á þeim. Yfirleitt hreif það huga minn aö sjá alla þessa vinnu í einum skóla. að sjá alla nemendur þjóna sér sjálfa og læra af kennurunum og hver af öðrum hin nauösynlegustu heimilis- störf, smíSar, hegurð og hannyrðir. og það mest í frítímum og til hvíldar frá ýmsu bóklegu námi. Eg óskaSi meS sjálfum mér, aö ég hefði ungur gengiö í slíkan gagn fræSaskóla; því þarna er sannkail- aSur gagnfræSaskóli. Og hefir hann þann kost meðal annara, aö nemendur mega kjósa sér aöalnáms- grein og stunda hana af kappi, en sleppa í þess stað billega frá sumum hinna. Mér flaug í hug, aS gaman .hefSi mér þótt í latínuskólanum forSum, aS mega sleppa viö and- styggðina hann Lisco og sumar grein ar stærðfræðinnar, sem ég aldrei hef haft brúk fyrir síðar. Hér er nýi timinn með gömlum óskum uppfyllt- um. Hér er góSur vilji vakinn og yfir vötnunum svifur hollur drengskapar- andi, sem hin góSu hjón, Arnór og Helga, hafa heiIlaS inn í hús sín. Auk kennaranna, sem ég nefndi, á skólinn góða leiStoga æskulýðsins þar sem eru KonráS hinn málsnjalli Erlendsson og Hermann klerkur Hjartarson, sem kunnur er aS and- ríki, og ungfrú Guöfinna .Jónsdóttir frá Hömrum, sem kennir söng og hljóðfæraslátt og ferst þaS prýSilega aS sögn. E:g hjó eftir því, að Hermann prestur les meS nemendunum kafla úr guðspjöllunum og skýrir þau og gagnrýnir. Annars má í Ársriti Laugaskóla sjá, hve fjölbreytt eru skólafögin og mikiö er fariö yfir á ekki lengri t;ma en tveim árum. Þar má einnig sjá sýnishorn góðra ritgeröa eftir nem- endur eins og til dæmis ritgeröina um Skarphéöinn eftir Sigrúnu Ingólfs dóttur frá Fjósatúngu, þá, er birtist í fyrsta árgang ritsins. Eg hef aldrei lesið frumlegri eða skemtilegri ritgerS eftir neinn skólanemanda, þó eldri væri, því frágangurinn og hugs- unarfestan myndi jafnvel sæma sér vel við meistarapróf í norrænum fræð um. Sumir segja (og ég hef sjálfur hugsaö svo smásálarlega áður>: HvaSa gagn er aS þessum skólum út um allar sveitir? ÞaS setur landiS á hausinn og kemur á staS hringlanda og hálfmentun og teymir fólkiö frá þörfum sveitastörfum til iðjuleysis. HvaS á þessi eyðsla? sagði Júdas, og þetta er rangt hjá þessum mönnum eins og hjá honum. Hálft er betra en ekkert og hitt er skröksaga. Satt er það aö skólar kosta fé og öll skólaganga unga fólksins eigi síSur. En látum oss þakka guði vors lands fyrir, að þjóðin hefir fengiö ráS til aS eignast fleiri skóla og fleiri sjúkra hús aS tiltölu en nokkur önnur þjóS. Látum ljósið loga meðan lifir. Is- lendingar geta nú skotiö skjólshúsi yfir og hjúkraö á sjúkrahúsum rúm- lega 700 sjúklingum, móts við 4—5 fyrir 50 árum síðan. Og á ýmis- konar skólum eru nú árlega kostaðir til náms eitthvaö á annaS þúsund . piltar og stúlkur, sem þá urðu að sitja heima og læra ekkert aS gagni. ÞaS er verið að harma þaö, aS urfga fólkiS gangi á skóla, og vilji eigi tolla á sveitabæjunum, og vinna þar í sveita síns andlitis. HiS sanna er, aö unga fólkið fær enga vinnu sem borgar sig í sveitunum á vetrum. Vel sé því fyrir, aö það kýs þá fremur að fara á skóla og vinna þar að andlegri vinnu, en igleöiefni er þaS nú í tilbót, aS kost- ur er á skólavist, þar sem því býSst tækifæri að læra aS vinna í sjálfum skólanum. Eg samfagna Þingeyingum að eiga Laugaskóla. Þar er laglega á staS fariS og áreiöanlega í rétta átt stefnt, og vildi ég óska hverri sýslu annan eins. Arnór og kona hans fóru utan meS litlum efnurn en mentuöust vel, eink um í SviþjóS þó dvöl væri stutt, og þaðan sóttu þau fordæmi til kennslu- fyrirkomulagsins á Laugum. Þau hafa unniS þrekvirki í aS skapa skól- ann og láta sína drauma rætast. Þau hafa, að' mér finst, dregið heim yfir Islandsál laglegan reit og dýrmætan úr andlegri óSalsjörS Svía, og þurfti gott átak “svát af renni- rauknum rauk” likt og þegar “Gefjun dró frá Gylfa” o. s. frv. Stgr. Matt. * * * Heimskringla þakkar Stgr. lækni Matthíassyni fyrir þessa ágætu hug- vekju, því það er greinin í orösins bezta skilningi.— Stiles & Hnmphries TILKYNNA sína árlegu 10 daga S ÖLU A a FATNAÐIÁ HÁLFVIRÐI ^SOSOSOSðCOSOOSðCOOððOCOSOeOSOOOSOðSOSðSOOSCOSðOOððð! GERES HYEITI Verst ryði betur en aðrar brauS-hveiti-tegundir. Móönar tveim dögum fyr en Marquis. Skírteini frá Dominion Seed Branch sýnir aS frjósemi þess er 95 af hundraöi. Grade No. 2 Northern. VerS $2.50 mælirinn í Glenboro, Man. Pokar auk- reitis 25c hver. Pöntunum veitt móttaka af H. B. SKAPTASON, Box 206 Glenboro, Man. Samkvæmt voru vanalegu viðskiftareglum, verður að selja alla fatnaði og yfirhafnir í búð vorri, áður en nýar vor-vörubirgðir koma í hana. FÖT OC YFIRHAFNIR Vanaverð $25, söluverð bara hálfvirði ........... $12.50 Vanaverð $30, söluverð bara hálfvirði ........... $15.00 Vanaverð $35, söluverð bara hálfvirði ..........„..... $17.50 Vanaverð $40, söluverð bara hálfvirði ........... $20.00 Vanaverð $45, söluverð bara hálfvírði ........... $22.50 Vaaaverð $50, söluverð bara hálfvirði ..........:..... $25.00 Vanaverð $55, söluverð bara hálfvirði ................ $27.50 Stiles & Humphries Winnipeg’s Snuirt Mens Wear Shop 261 Portage Ave.( Next to Dingwalts)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.